Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is. Þá var talsvert af pistlum einnig á sigurdurarni.annall.is Sá vefur er nú lokaður.

Þriggja alda hús – Litlibær

 

LItlibær 1Keðja kynslóðanna er löng og gott þegar maður er rækilega minntur á hana með eigin íbúðarhúsi og umhverfi. Við njótum þeirrar einstöku blessunar að búa í húsi með sál og sögu. Það heitir Litlibær og er á Grímstaðaholti, Tómasarhaga 16b. Húsið var byggt í nokkrum áföngum. Fyrsti hlutinn, 10×8 álna steinbær, var reistur 1893 af Einari Gamalíelssyni. Þá reif hann torfbæ sem áður stóð á þessum stað. Í júní árið 1896 seldi Einar afa mínum, Halldóri Jónssyni, bæinn og hét hann þá Litlibær. Meðfylgjandi var lóð og kálgarður og einnig erfðafestuland, “þar hjáliggjandi.”“ Halldór og Guðbjörg amma, fengu síðan leyfi 26. júní 1909 til að byggja fjós og heyhús á lóðinni, 9×6 álnir. Hlaðan stendur enn og lifum við með bændastíl og anda í miðri Reykjavík. Leyfi fyrir viðbyggingu inngönguskúrs fengu gömlu hjónin 7.12. 1927. Þetta var bíslag, samtals 5,51 ferm.

Litlabæjarlandið var tekið eignarnámi á sjötta áratugnum. Lítill skiki fylgdi Litlabæ, liðlega 400 m2, enda var ætlunin að rífa húsið. Nú er land Litlabæjarbænda um 1400 fermetrar, sem er með því mesta í gamla hluta Reykjavíkur. Amma, síðan foreldrar mínir og við systkin höfum plantað trjám í tímans rás. Þau urðu skógur en af tillitssemi við nágranna hefur skógurinn verið grisjaður hressilega. Fjöldinn breytist á hverju ári, sum árin fellí ég mörg tré. Viðurinn sem til fellur nægir okkur, við kaupum aldrei arinvið og kveikjum þó oft upp.

Litlibær 2Bíslag Litlabæjar var rifið sumarið 1986 þegar nýbygging var reist. Kristín, systir mín, er mikil framkvæmdakona. Eftir japl, jaml og fuður tókst henni að fá borgaryfirvöld til að samþykkja að byggja mætti við steinbæinn, sem hún og gerði. Gunnar Bjarnason, völundur og smiður allra helstu tilgátuhúsa í landinu, var aðalsmiður og faðir hans, Bjarni Ólafsson, meistarinn. Með þeim var hópur af góðum mönnum að vinnu. Kristín bjó um tíma í húsinu ein. Skaftfellingar segja að tóftin afli trjánna og þegar húsið var komið kom prinsinn, Öyvind Kjelsvik. Þau hófu búskap og fyrr en varði voru þau flutt til hans heimalands, Noregs. Við Elín keyptum síðan húsið af þeim og bættum enn við það sumarið 2002. Enn var Gunnar yfirsmiður og synir fyrri smiða komu einnig við sögu. Litlibær er því þriggja alda hús, frá 19. 20. og 21. öldinni. Það hefur stækkað með nýjum kynslóðum. Um tíma bjuggu tólf í steinbænum! Þá var þröngt en nú er rúmt. En alltaf hefur öllum liðið vel í Litlabæ. Hér gott að vera og gott að búa.

Litlibær er friðað hús hið ytra og eigiendur hafa reyndar ákveðna stefnu að ekkert brjóti á góðri minjaverndarstefnu og allar lagfæringar eru unnar í samráði við yfirvöld þeirra mála.

+ Vilhjálmur Eyjólfsson, Hnausum +

Á bakka Eldvatns í Meðallandi bjó Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum. Við fljótið kynntist ég honum árið 1983. Ég var nýfluttur í Ása í Skaftártungu og Vilhjálmur hafði samband og spurði hvort ég kynni að veiða. Hann vildi kynna mér dásemdir Eldvantsins. Svo ók ég í morgunsólinni í hlað á Hnausum þar sem tíminn er lygn. Í asaleysi var sest við eldhúsborðið og Vilhjálmur byrjaði að fræða um hraunið, sem blasti við út um eldhúsgluggann, sandöldur og mýrar Meðallands, Kötlu, gossögu ofurfjallanna og svo kryddaði hann náttúrufræðina með nokkrum mergjuðum draugasögum. Á þessum tíma fræða og furðu urðum við Vilhjálmur vinir. Hann erfði ekki við mig að ég gat ekki hugsað mér að drekka koníak kl. 8 að morgni. En svo fórum við að veiða og Vilhjálmur sannfærði mig um að Eldvatnsbirtingurinn væri eitt af undrum heimsins.

Eftir upphafskynnin kom Vilhjálmur og húsvitjaði reglulega. Svo voru heimsóknir hans endurgoldnar. Vináttan var ræktuð og samgangur hélst þótt fjölskyldan flytti í aðra landsfjórðunga. Þar sem Vilhjálmur kom til nokkurra daga dvalar gat ég fylgst með því sem hann vann að. Honum var í mun að varðveita fróðleik, munnmæli, sögur, atburði og hóf skriftir á fullorðinsaldri. Meðal þess, sem Vilhjálmur setti á blað, voru minningar Einars Einarssonar, djákna. Vilhjálmur kom efninu á blöð sem hann setti í mínar hendur til að slá inn og koma á tölvutækt form. Ég varð því ritari Vilhjálms og fékk innsýn ekki aðeins í heim djáknans heldur líka Hnausabóndans, vinar míns. Ritsmíðin var prentuð í héraðsritinu Dynskógum.

Vilhjálmur á Hnausum 2

Vilhjálmur Eyjólfsson var andlega og fræðilega fangvíður. Hann var víðlesinn fjölfræðingur og því gefandi að ræða álitamál við hann. Alla ævi íhugaði hann skaftfellska náttúru og sögu og miðlaði til þeirra sem vildu við taka. Einu gilti hvort rætt var um jarðfræði, guðfræði, heimspeki, landafræði, líffræði, dulræn efni eða kirkjusögu. Eldfjallafræði var honum sérlega hugleikin, en einnig byggðasaga, landamerkjamál, verndun fiskjar og ábyrg nýting. Svo sá Vilhjálmur fleira en við hin og í sumu einnig lengra. Í þeim efnum var ekki komið að tómum kofum. Veröld Villa á Hnausum var stór. Hann lifði lífinu í fagurri lotningu gagnvart undri veraldar. Hann var gjöfull samfylgdarmaður.

Fyrir hönd barna minna og fjölskyldu þakka ég vináttu, fræðslu, umhyggju og elskusemi Vilhjálms á Hnausum. Guð geymi hann í lygnu eilífðar.

Minningargrein í Morgunblaðinu.

Dánartilkynning í Morgunblaðinu var þessi: Vil­hjálm­ur Eyj­ólfs­son, bóndi, frétta­rit­ari og fyrr­ver­andi hrepp­stjóri, lést á hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­il­inu Klaust­ur­hól­um 21. júlí sl., 93 ára að aldri. Vil­hjálm­ur fædd­ist 5. júní 1923 í Meðallandi í Skafta­fells­sýslu, einka­son­ur hjón­anna Sig­ur­lín­ar Sig­urðardótt­ur (f. 1891, d. 1985), hús­móður og Eyj­ólfs Eyj­ólfs­son­ar (f. 1889, d. 1983), hrepp­stjóra. Vil­hjálm­ur ólst upp á bæn­um Hnaus­um í Meðallandi í Vest­ur-Skafta­fells­sýslu og var gjarn­an kallaður Villi á Hnaus­um. Vil­hjálm­ur var síðasti maður­inn til að gegna starfi hrepp­stjóra í hrepp sín­um, auk þess sem hann var með bú­skap á jörð sinni. Vil­hjálm­ur gegndi einnig starfi frétta­rit­ara Morg­un­blaðsins um langt skeið. Þegar Vil­hjálm­ur var sjö­tug­ur lauk hann leiðsögu­manna­námi en hann gegndi lengi starfi leiðsögu­manns um Kirkju­bæj­arklaust­ur og ná­grenni. Vil­hjálm­ur var einnig mik­ill söngmaður og söng með kór­un­um í sveit­inni. Vil­hjálm­ur hætti bú­skap árið 1987 en á Hnaus­um til árs­ins 2014 þegar hann flutti á hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ilið Klaust­ur­hóla. Vil­hjálm­ur var ókvænt­ur og barn­laus. Útför hans frá Lang­holts­kirkju 28. júlí 2016.

Icelandic mass

Quite often people ask me after the mass in Hallgrimskirkja if they can find a translation of the text of liturgy of the ELCI, the Evangelical Lutheran Church in Iceland, on the Internet. Yesterday Mark Silik sent me a note and informed me that he could not find it on the web. For him and all others I add the translation to my page. This is the liturgy in use all over Iceland and it is in line with the liturgy of the main churches of the world. All the best to Mark Silik and others who may want to use it.

THE BEGINNING OF THE MASS

1 The Opening Prayer

As the church bells or the prelude come to an end, the priest goes into the choir or before the altar wearing his surplice and chasuble; or, if there is no vestry in the church, he vests in front of the altar.

P: In the Name of God, the Father, the Son, and the Holy Spirit.

C: Amen.

P: Our help is in the name of the Lord

C: The maker of heaven and earth.

Then the priest may kneel at the altar or on the sanctuary steps, and everyone says:

C: Lord, I have come into your holy house to praise you and worship you, and to hear what you, God Father, my creator, you, Lord Jesus, my Saviour, you, Holy Spirit, my comforter, will speak to me in your word.
Lord, hear my prayer and my praise, and open with your Holy Spirit my heart, for the sake of Jesus Christ, that I may repent my sins, believe in Jesus in life and in death, and grow in Christian life and thougt. Hear that prayer, o God, in Jesus Christ. Amen

2 The Introit

At the end of the prayer either an entrance hymn from the hymnbook, or one of the psalms, may be sung.

3 The Kyrie
At the end of the hymn, either the priest, who has turned to face the altar, or the cantor, may

either say or chant:

P: Lord, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Lord, have mercy upon us.
P: Christ, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Christ, have mercy upon us.

P: Lord, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Lord, have mercy upon us.

4 The Gloria in Excelsis

The congregation stands. The priest turns towards the altar:

P: Glory be to God in the highest.

C: And on earth peace, goodwill towards men.

Either the full text of the Gloria in Excelsis is sung, or hymn number 221: 2-4, or number 223. The Gloria in Excelsis is not sung on the second to fourth Sundays in Advent, or during Lent. (Hymn no. 223: Father for your lordship true).

We give you praise and honour/ We worship you we trust in you/We give you thanks for ever/Your will is perfect, and your might/Relentlessly confirms the right/Your lordship is our blessing. (Decius, tr. Doan))

5 The Collect for the Day

The priest turns from the altar and sings or says:

P: The Lord be with you.

C: And with your spirit.

P: (Turning towards the altar) Let us pray.
The priest says or sings the Collect, which ends with the words: … world without end.

C: Amen.

THE SERVICE OF THE WORD
6 The First Scripture Reading (From the Old Testament)

R: The first reading for this Lord’s Day, which is the …………..Sunday in/after ………….. is from ………………

(On festivals the reading is introduced as follows:

R: The first reading on this holy festival of …………. Is from ………..)

The reader reads the lesson, which ends with the words:

R: This is God’s Holy Word.

C: Thanks be to God.

7 Second Scripture Reading (The Epistle)

R: The second scripture reading is from ………. Or, Thus writes the Apostle in the Epistle ……

The reader reads the lesson, which ends with the words: This is God’s holy Word. C: Praise be to you, O Lord.

8  Hallelujah (Hymn)

9  The Gospel

The congregation stands. At the end of the Hallelujah the priest moves to stand in front of the altar, or goes to the lectern, and either sings or says:

P: The Gospel is written by the Evangelist …………:

C: May God be praised for His glad tidings.

Before the announcement of the Gospel the priest may greet the congregation. After the announcement of the Gospel, the priest proceeds to read it. It ends with the words:
P: This is the Word of the Gospel.

C: Praise be to you, O Christ.

10 The Creed

The congregation stands and the priest turns towards the altar and says:

P: Let us confess our faith.

The Hymn of the day 11 The Sermon

Then the priest goes into the pulpit or to the lectern in the chancel, makes the sign of the cross, or says a prayer. He greets the congregation with the words:

P: Grace and peace be with you from God our Father and the Lord Jesus Christ. Amen.

The priest delivers his sermon, which ends with the words:

P: Glory be to the Father, and to the Son, and to the Holy Spirit: as it was in the beginning, is now, and ever shall be, world without end. Amen.

Then the priest says:

P: Receive the apostolic blessing (the congregation rises to its feet) The Grace of our Lord Jesus Christ, the love of God, and the fellowship of the Holy Spirit be with you all. Amen.

12 Hymn, or Other Music (Pulpit Hymn)

At the end of the sermon either a hymn of prayer or praise may be sung, or some other music may be performed. While this is taking place, the priest puts his chasuble back on if the Eucharist is to take place.

13 The Prayer of the Church

Turning towards the altar, the priest says

P: Let us pray.

The Prayer of the Church is responsive. Each petition ends with the words…. For Jesus Christ our Lord.

The congregation ends with the words:

C: Lord, hear our prayer.

THE COMMUNION AROUND GOD’S TABLE 14 The Peace

Continuing directly from the Prayer of the Church, the priest turns towards the altar as says:

P: Let us confess our sins and let us live in grace and reconciliation with all men.

C: I confess before you, almighty God, my creator and redeemer, that I have sinned in many ways, in thought, word and deed. For your mercy’s sake forgive me and lead me to eternal life, to the glory of your name.

Here may follow a time of silence for reflection. Then, lifting up his right hand, the priest turns from the altar and says:

P: May the almighty God forgive you your sins, strengthen you, and lead you to eternal life, for the sake of Jesus Christ, our Lord. Amen.

The priest makes the sign of the cross with his right hand.

C: Amen.

The priest says or sings:

P: The peace of the Lord be with you.

C: And with your spirit.
15 A Hymn (or Other Music)

16 The Preface

The congregation stands. Turning from the altar, the priest either says or sings:

P: The Lord be with you.

C: And also with you.

The priest turns to face the altar:

P: Lift up your hearts:

C: We lift them up unto the Lord.

P: Let us give thanks to the Lord our God.

C: It is right to give Him thanks and praise.

P: Truly it is meet and right and salutory that we should at all times and in all places, give thanks unto you, O lord, Holy Father, Almighty, Everlasting God for Jesus Christ, our Lord.

(Here follow different prefaces, according to the Church year.

P: Therefore, with angels and archangels, with the company of heaven and also with all the heavenly hosts, we praise your holy name and say unceasingly….. or, Therefore we praise your holy name, and in the communion of saints in heaven and earth we praise the Glory of your name for ever saying:

17 The Sanctus

The congregation stands.

C: Holy, holy, holy, Lord God Almighty. The heavens and the earth are full of your glory. Hosanna in the highest. Blessed is he who comes in the name of the Lord. Hosanna in the highest.

18 The Prayer of Thanksgiving (Oratio eucharistica)

The congregation sits. There are five possible prayers of thanksgiving which the priest may use.
I.
P: Truly you are holy, O Lord, and rightly everything that you have created

praises you. You have given life to everything and sanctified it with your Holy Spirit for the sake of Jesus Christ, our Lord, who took upon himself the form of a servant, humbled himself and became like men, and became obedient unto death on the cross, and thereby bought for you a people that might serve you and offer itself up to you as a living, holy and acceptable sacrifice. We humbly pray you, merciful Father, receive the offering of our praise and grant that these, your gifts of bread and wine, might be to us the blessed body and blood our your son, according to his holy command.

Who, in the night that he was betrayed, took bread, and gave you thanks; he broke it, and gave it to his disciples saying: “Take eat, this is my body which is given for you: do this in remembrance of me”.

In the same way after supper he took the cup and gave you thanks, he gave it to them, saying “Drink of it, all of you, for this is my blood of the new covenant, which is shed for you and for many for the forgiveness of sins: do this as often as you drink this in remembrance of me”.

Therefore, we remember in adoration that he loved us and gave himself for us as a ransom, defeated death by his resurrection, and has been granted lordship of everything in heaven and earth.
We offer this holy bread of eternal life and this cup of everlasting salvation, and we give you thanks for this once and for all sacrifice, the living hope of eternal life in your communion of saints, and the promise of his coming again in power and glory.

We pray you, send us your Holy Spirit and unite us in steadfast faith and love, for the sake of your Son, Jesus Christ, our Lord. For him, with him and in him, be to you, almighty Father, in one Holy Spirit, honour and glory in your holy Church throughout all ages.

C: Amen.

19 The Lord’s Prayer

P: Let us pray together the prayer which our Lord has taught us:

C: Our Father …..

20 Agnus Dei

C: Lamb of God, you take away the sin of the world, have mercy on us. Lamb of God, you take away the sin of the world, have mercy on us. Lamb of God, you take away the sin of the world, grants us your peace.

21 The Communion

The first table of communicants kneels down. The priest turns from the altar with the paten in his hand and says:
P: The bread that we break is the fellowship in the body of Christ.
To each communicant he says:

P: The body of Christ, the bread of life.

Each communicant may answer:

C: Amen.

After the bread has been distributed, the priest takes the cup and says:

P: The cup of fellowship that we bless is the fellowship in the blood of Christ,

To each communicant he says:

P: The blood of Christ, the cup of life.

Each communicant may answer:

C: Amen.

Each communicant signs himself with the sign of the cross when he has drunk from the chalice, and another kneels in his place

P: May Jesus Christ, the crucified and risen Lord and Saviour, preserve us in fellowship with him in living faith to eternal life. His grace and peace be with us all. Amen.

The priest makes the sign of the cross with the chalice.

22 Post-Communion

P: Let us pray.

There are prayers appropriate to the main church seasons.

THE CLOSING OF THE MASS

23 The Blessing

The congregation stands. Turning from the altar, the priest either says or sings:

P: Let us give thanks and praise to the Lord.

C: Praise and thanks be to God.

With arms uplifted, the priest says:

P: The Lord bless you and keep you.
The Lord let his face shine upon you and be gracious to you. The Lord lift up his countenance upon you and give you peace.

C: Amen.

At the close of the blessing the priest makes the sign of the cross with his right hand. At the same time he may say these words:
P: In the Name of God + Father, Son and Holy Spirit.

24  Hymn

25  Closing Prayer (if used)

Before the church bells are rung, either the assistant or the whole congregation say this prayer:

A: Lord, I thank you that you have allowed me to take part in the worship of your congregation, and have thereby reminded me of those things that I should believe, of how I must live, and the things in which I may place my hope. O my God, help me now by your Holy Spirit to preserve your word in a pure heart, be strengthened by it in faith, learn from it to progress in a God-fearing life, and be comforted by it in life and in death. Amen.

26 The Church Bells
A postlude may be played on the organ.

The picture. From the confirmation of Filippía Jónsdóttir in Flatly-church in Breiðafjörður. Priest: Sigurdur Arni Thordarson. The confirmant was active in the Eucharist, handing out the bread and the pastor holds the chalice with the wine. Lay-participation is common in Iceland, based on the Lutheran emphasis on priesthood of all believers. As it turned out Pía was devoted and outstanding in her service.  Photos: Elín Sigrún Jónsdóttir, Ísak Sigurðarson and Jón Kristján Sigurðarson. 

Framtíðarkonur Afríku

8 3 Chep„Við stofnuðum framhaldsskóla í Chepareríu og stúlkurnar fóru í sama skóla og strákarnir,“ sagði Skúli Svavarsson og horfði yfir kristniboðsstöðina. Svo bætti hann við: „Stúlkurnar leigðu í bænum og svo kom í ljós að sumir karlar sem leigðu þeim töldu að innifalið í leigugjaldinu væri aðgangur að þeim. Nokkrar þeirra urðu ófrískar. Þá vissum við að til að tryggja öryggi þeirra og menntun yrði að stofna heimavistarskóla fyrir stúlkurnar.“ Og nú er Propoi High framhaldsskóli fjögur hundruð stúlkna. Kristniboð stendur með öllu fólki, líka konunum.

Jamas skólastýra, Samson biskup og Skúli kristniboði
Jamas Murray Samson biskup og Skúli Svavarsson.

Liljusjóður

Við vorum sjö á ferð í Afríku í janúar og febrúar 2016. Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, móðursystir mín, lést á árinu 2015 og skildi eftir í erfðaskrá sinni beiðni um að við færum til að velja gæfuleg kristniboðsverkefni sem erfðafé hennar gæti stutt. Það var til happs og blessunar að í Eþíópíu tóku á móti okkur hjónin Ingibjörg Ingvarsdóttir og Jónas Þórir Þórisson, og í Keníu hjónin Kjellrun Langdal og nefndur Skúli. Ég hef alla tíð metið mikils starf kristniboðs en þegar ég kom í heimsókn gerði ég mér grein fyrir því hve ávaxtaríkt kristniboðið hefur verið milljónum fólks í Eþíópíu og Keníu. Samfélögin hafa batnað og staða kvenna og barna mun sterkari vegna siðmáttar kristninnar. Kristniboðarnir fóru gegn hefðum og venjum og hikuðu ekki við að leyfa konum að njóta sín og afla sér líka menntunar. Alls staðar þar sem við komum höfðu konurnar rétt til að tala og tjá sig. Þær notuðu þann rétt og fluttu oft merkilegustu ræðurnar. Kristniboðið hefur verið farvegur blessunar, kristniboð er kraftaverk.

Kvennaframhaldsskóli

Orðin hans Skúla um kvennaskólann sátu í mér þegar við röltum upp veginn í átt að Propoi High, framhaldsskólanum í Chepareríu. Hópur stúlkna beið okkar uppi í hlíðinni og margar þeirra veifuðu til okkar. Þegar við komum nær sáum við að þær voru allar krúnurakaðar – vegna heilbrigðissjónarmiða — og í skólabúningi. Við vorum boðin velkomin á skrifstofu rektorsins. Vöxtur skólans hefur verið slíkur að ekki var til fé til að reisa skrifstofubyggingu svo starfsfólkið verður að láta sér nægja skólastofuhorn. En skólastýran, Jamas Murray, er kraftmikil og ákveðin, n.k. kvenútgáfa af Obama. Hún er eldklár, með skýra skólastefnu, vald á kennslufræðum og hvernig megi koma kennarahóp og fjögur hundruð tápmiklum ungum konum til þroska. Samson, Pókotbiskup, brosti þegar hún hreif okkur með sér því hann hafði séð í henni framtíðarstýru vaxandi stofnunar og ráðið hana til skólans.

Kennarar í Propoi High
kennararnir eru ungar og kraftmiklar konur.

Nemendurnir héldu út úr öllum stofum með stóla í fangi. Hvað voru þau að gera með þessi húsgögn? Svarið var að ekki væri til nema einn stóll á nemanda svo þær tækju hann bara með sér ef þær væru kallaðar á sal. Við fórum á eftir stúlkunum, kíktum í leiðinni á heimavistaraðstöðuna, sem þarf að bæta, og héldum svo í átt að matsalnum. Ég og tíu ára tvíburasynir mínir, Jón Kristján og Ísak, urðum á undan hinum gestunum og kraftmikill söngurinn umvafði okkur þegar við komum í salinn. Þetta var söngur eilífðar og kom frá hjartanu. Átta hundruð augu brostu við okkur og átta hundruð hendur fóru á loft og veifuðu til okkar þriggja. Svo þögnuðu þær. Ég stökk upp á svið og sagði þeim það sem var mér efst í sinni: „I would like to tell you a secret everyone should know: You are wonderful — so wonderful.“ Fagnaðarópin, hláturinn, gleðihljóðin bylgjuðu bárujárnið í þakinu. Allar skildu þær enskuna, allt stúlkur sem hafa orðið að berjast fyrir að vera í skóla, njóta náms sem ekki er sjálfgefið í veröld fátæktar. Skólagjöldin eru há. Flestar stúlknanna hafa lítil efni svo að skóli og nám eru þeim lífsgæði, dásemd og hlið til þroska og jafnvel betra lífs.

Kraftmikill kvennaskóli

Saga og Katla halda ræður
Saga og Katla halda ræður.
Ísak flytur ávarp - og enskan er alþjóðlega tungumálið sem unga fólkið talar gegn ruglingi Babel.
Jómfrúarræða Ísaks fyrir jómfrúrnar í Propoi High.

Svo komu konurnar í lífi mínu, Elín Sigrún og dætur mínar, Katla og Saga. Með skólastýrunni kom Skúli Svavarsson og stúlkurnar þekktu hann því hann er skólaafinn. Nafn hans — í einfaldaðri útgáfu — var skrifað á A3 blað og límt á salarvegginn: „We are proud to have you as our sponsor rev. Skuli Svavason.“ Og allur söfnuðurinn söng þessum stofnanda og verndara skólans: „Grandpa don’t forget us.“ Skúli brosti hógvær og mun minnast og vaka yfir velferð þeirra. Svo fluttum við karlarnir ávörp og allur nemendahópurinn söng. Katla og Saga voru kynntar og stóðu á fætur og töluðu við kynsystur sínar um mikilvægi ástríðunnar og eigin markmiðssetningu í námi, störfum og lífi. Svörtu stúlkurnar hlustuðu á hvítu konurnar sem höfðu sett sér stefnu. Önnur hafði numið arkitektúr og starfaði við grein sína á Íslandi, teiknaði hús og hafði látið drauma sína rætast. Hin hafði stundað ljósmyndanám, tekið myndir víða og birt verk sín í mörgum helstu ljósmyndablöðum heimsins. Meira að segja Leica, einn virtasti myndavélaframleiðandi veraldar, hafði áritað myndavél með nafni hennar og gefið henni. Svo stóð Elín Sigrún á fætur og sagði öllum söfnuðinum að hún væri lögfræðingur. Þá tóku námsmeyjarnar um höfuðið eins og þær vildu verja sig fyrir rannsóknarréttinum. Svo hlógu þær og hlustuðu á söguna um stúlkuna úr sjávarplássi á Íslandi sem tók ákvörðun um að vinna ekki í fiski allt lífið heldur fara í háskóla til að geta þjónað fólki. Þessar konur voru ungum kynsystrum sínum í Propoi High skínandi fyrirmyndir um að þær mættu þora að læra, gætu mótað eigin kjör og gæfu og mættu vitja drauma sinna. Þegar konurnar höfðu haldið ræður vildi hópurinn að drengirnir töluðu líka. Þeir héldu sínar jómfrúarræður á ensku fyrir allar jómfrúrnar í þessum hljómmikla risasöfnuði. Foreldrarnir voru stoltir og snortnir af þessum káta kvennafansi í skjóli íslensks kristniboðs.

Menntunarsókn og aðstaða

Framhaldsskóli stúlkna í Propoi í Chepareríu er stórkostleg stofnun. En aðstaðan er ekki í samræmi við íslenska staðla. Heimavistarhúsin eru eins og hlöður og aðeins stúkað á milli kojanna eins og gert er í útihúsum á sauðburðartíma í íslenskum sveitum. Heiimavist þarf að bæta. Ekkert vatnssalerni er í skólanum en kamrarnir eru hreinlegir. Nú er unnið að því að koma upp sturtuaðstöðu og þvottahúsi svo stúkurnar geti þrifið sig og þvegið plöggin sín. En þær voru þó ótrúlega snyrtilegar. Nýlega er komið tölvuver í skólann en meðan við stóðum við í tölvustofunni fór rafmagnið þrisvar. Átak þarf því að gera í rafmagnsmálum svo tölvurnar kafni ekki.

Kristniboð til trúar og menntunar

Heimsókn í söfnuði og skóla á kristniboðssvæðinu i Pókot er áhrifarík. Ég er snortinn af einbeitni Kjellrunar og Skúla og sporgöngumanna þeirra. Þau hafa auk kirkjustarfsins stofnað metnaðarfulla skóla til að veita fólki menntun. Fyrir komu íslenskra kristniboða höfðu kenísk yfirvöld hvorki haft rænu á né metnað til að mennta herskáa Pókotmenn. Margir óttuðust að fara inn á þetta svæði viðsjálla stríðsmanna. En Kjellrun og Skúli hikuðu ekki í Pókot frekar en kristniboðar í Konsó. Þau reyndu að veita fólki hlut í elsku Guðs sem vill að sérhver maður njóti ríkulegra gæða, ekki aðeins trúartrausts, heldur líka menningar, heilbrigðisþjónustu og menntunar. Raunverulegt kristniboð er ekki þröngt heldur víðfeðmt. Íslenskt kristniboð hefur alla tíð verið iðkað í anda hinnar góðu þrenningar: Heilbrigðisþjónustu, menntunar og trúar. Trú sem slitin er úr tengslum við menntun endar í vantrú. Trú sem ekki lýtur að hinum særðu við veginn er á villigötum. Ég vissi að íslenskir kristniboðar voru góðir þjónar, en ég skildi ekki vel fyrr en í þessari Liljuferð að þeir hafa verið kraftaverkamenn Guðs í heiminum. Skólakerfið sem þeir hafa byggt upp frá grunni er á við skólakerfi Íslendinga. Nú er þetta mikla menntakerfi rekið af innlendum aðilum, fyrir innlent fé og af innlendum metnaði.

Munum og styðjum

„Afi, ekki gleyma okkur,“ sungu stúlkurnar. Þær gleyma ekki því ein heimavistin ber nafn hans. Ég held að Skúli gleymi ekki söngnum meðan hann hefur mátt og rænu. Við ættum ekki heldur að gleyma þeim. Kristniboð er í þágu lífsins vegna þess að Guð elskar fólk, hvar sem það er og hvernig sem það er.

íslenskar konur meðal framskólanema í hepareríuHvað verður um stúlkurnar í Propoi High? Hvernig mun menntun þeirra nýtast þeim? Mun samfélagið leyfa þeim að njóta hæfileika sinna? Margar réttu upp hendur þegar þær voru spurðar hverjar þeirra vildu verða lögfræðingar. Margar vildu verða andlegir leiðtogar. Kannski eiga sumar við að þær vilji verða prestar og biskupar? Ekkert okkar sem horfðum í augu þessara framtíðarkvenna Keníu efuðust um að í þeim búa máttur og hæfileikar. Ég trúi á framtíð Pókot og Konsó eins og Lilja, móðursystir mín. Ég trúi að þessar stúlkur muni standa sig ef þær fá rými og frelsi til. Okkar er að styðja þessar framtíðarkonur Afríku. Þökk og lof sé íslenskum kristniboðum sem höfðu þor til að boða fagnaðarerindið og stunda mannvinsamlegt kristniboð.

Meðfylgjandi myndir frá heimsókn í kvennaskólann í Chepareríu, Pókot. Á myndunum eru nemendur Propoi High, Jamas Murray rektor, Skúli Svavarsson kristniboði, Samson biskup í Pókot, Elín Sigrún Jónsdóttir, Katla Maríudóttir, Saga Sigurðardóttir, Jón Kristján og Ísak Sigurðarsynir.

Þessi gein birtist í Bjarmi, tímarit um kristna trú, 1tbl. 110. árg, mars, 2016. Páskablað, s. 30-33.

Kristniboðssambandið gefur öllum sem vilja tækifæri til að styrkja nemendur til náms í Pókot. Þeir sem hafa áhuga geta lagt inn á reikning 0117-26-2818, kt. 550269-4149 með skýringu á að um skólagjöld í Pókot sé að ræða.
Sjá einnig grein frá Skúla Svavarssyni í
.

María Halldórsdóttir + minningarorð

María S. HalldórsdóttiMaría Halldórsdóttir hafði svo sterka útgeislun að allar samverur urðu skemmtilegri þar sem hún var. Hún var gjarnan hrókur fagnaðar, bætti öll samkvæmi og meira segja jókst kirkjugleðin þegar María kom til messu. Það var gaman að tala við hana því augu hennar ljómuðu gjarnan. Jafnvel þegar rætt var um dapurleg mál geisluðu augun hennar af umhyggju, góðmennsku og velvild. María lagði gott til allra mála og alls fólks.

Ævi hennar var stórfelld. Þegar æviskrá og viðtöl við hana eru lesin stingur í augu og hjarta að meira var lagt á Maríu en marga aðra. 24 ára varð hún ekkja og þá með tvö ung börn. 52 ára varð hún aftur ekkja og hafði þá eignast fimm börn. Hvað gerði þessi vel gerða kona í átakanlegum aðstæðum? María naut góðs fólks og leitaði í styrk Guðs og það varð henni til blessunar. Foreldrar hennar voru alin upp í klassískri kristni og móðir hennar kenndi dóttur sinni Passíusálmana sem urðu viskubrunnur fyrir líf og lífshætti. Þegar Maríu leið illa hafði hún yfir vers úr 48. passíusálmi. Hún skildi merkingu þess og notaði til að lýsa upp sorg og sál:

Gegnum Jesú helgast hjarta

í himininn upp ég líta má.

Guðs míns ástar birtu bjarta

bæði fæ ég að reyna og sjá.

Hryggðarmyrkrið sorgar svarta

sálu minni hverfur þá.

Lífsbarátta, horfnir ástvinir, áar og eddur hverfa og þá læðast skuggar í sálina. Og María vissi hvar haldreipið er, þorði að horfa upp í himininn í gegnum himinglugga Jesú Krists. Hvað blasir við? Ástarbirta Guðs sem er hagnýt til lífshamingju. Og þá hverfa skuggarnir úr sál og sinni.

Er þetta ekki fagur vitnisburður sem þið ástvinir megið njóta og ígrunda ykkur til styrkingar? Þegar þið horfið upp í himininn – í hvaða aðkrepptri stöðu sem þið getið lent í – megið þið horfa með augum Maríu og vita að þið eruð í góðum faðmi og njótið elsku Guðs. Hvernig farnaðist Maríu í lífinu? Vel. Hún er fyrirmynd í lífsleikni því hún átti trú, ræktað geð og þor til að leita til Guðs. Hún var María í þessum heimi, nálæg, elskurík og gefandi og vel tengd inn í himininn.

Æfistiklur

VottorðMaría S. Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 10. apríl árið 1923. Hún var ávöxtur ástarævintýris í Rönne á þeim fagra Borgundarhólmi í Danmörk. Móðir Maríu, Bjarný Málfríður Jónsdóttir var vinnukona á Íslands- og kaþólsk-tengdu heimili. Þangað leitaði Halldór Guðjónsson, sem varð einnig Laxness og Kiljan. Í upphafinni sumarbirtu Borgundarhólms faðmaðist unga fólkið. En Halldór var á suðurleið en Málfríður hélt í vestur. Hann gekk með kaþólskuna í huganum en Málfríður með Maríu í lífinu. Hann fékk bréflega – inn fyrir klausturveggina – fréttir af þungun og fæðingu dóttur sinnar. Foreldrar Málfríðar tóku á móti dóttur sinni – barni aukinni – með kærleika og umhyggju og móðir Halldórs og systur reyndust einnig hið besta og urðu Maríu skjól fyrr og síðar.

María hét þremur nöfnum og hét fullu nafni Sigríður María Elísabet. Móðirin, Málfríður, var fædd á Fögrueyri við Fáskrúðfjörð (f. 29.08.1896, d. 07.11.2003), mikil mannkostakona sem alla efldi og engan meiddi eða lastaði. Hún var af Long-ættinni sem kunn er af mörgu og m.a. langlífi. Málfríður náði 107 ára aldri. Hún eignaðist ekki fleiri menn eða börn. En hálfsystkin Maríu, samfeðra, voru þrjú. Auk Maríu eignaðist Halldór Laxness (f. 23.04.1902, d. 08.02.1998) Einar Laxness (f. 9. 08.1931), Sigríði (f. 26.05.1951) og Guðnýju (f. 23.01.1954).

Uppvöxtur, kvennamenning og mótun

María fæddist í húsi við Skólavörðustíg í Reykjavík og ólst upp hjá móður sinni og móðurforeldrum. Nokkur sumur var hún í skjóli ömmu og föðursystra í Laxnesi uns þær brugðu búi og fluttu í bæinn. En tengslin treystust á þessum tíma. Og María átti alla tíð skjól í Laxnesfólkinu og naut þess í ýmsu, m.a. með tónlistarnámi hjá Helgu, föðursystur. Faðir hennar studdi hana fjárhagslega þegar mest var þörf á og María mat það mikils. Í viðtali sem Guðrún Guðlaugsdóttur átti við Maríu og birtist sem bókarkafli árið 2000 kemur berlega fram hve öflugar konur stóðu að Maríu báðum megin. Þær ófu merkilegan vef tengsla, virðingar og umhyggju sem varð öryggisnet Maríu Halldórsdóttur. Það var ekkert sjálfgefið að hún nyti tengsla við föðurfólk sitt né heldur við hálfsystkini en foreldrar, ömmur og afi, föðursystur og eiginkonur skáldsins stuðluðu að og sáu til að tengsl urðu, voru síðan ræktuð og þeim viðhaldið.

Æfisagnaritarar Nóbelskáldsins hafa vikið að þessari kvennaveröld, matríarkatvídd, en þar er æð sem má kanna og rannsaka betur. Það er ekki hlutverk prests í minningarorðum að túlka íslenska menningu almennt eða kvennaveröld Halldórs Laxnes sérstaklega. En vegna samtala við Maríu og viðtöl við hana verður ekki fram hjá litið að Maríuorðin eru lind til að ausa af fyrir síðari rannsóknir. Saga Maríu er að sínu leyti lykilsaga sem ekki aðeins varðar að Halldór varð Nóbelskáld heldur líka að íslensk menning hefur verið ofin sterklega og með giftu og árangri þegar ábyrgð hefur verið öxluð. Áar og eddur Maríu hafa skilað svo mörgum hæfum konum því þær hafa notið natni og elsku fjölda kvenna sem hafa þegið getuna og gildin í arf.

María var námsfús og geturík. Undir föðuráhrifum varð úr að María gekk í Landakotsskóla og alla tíð talaði hún fallega um kennara og skólahald í Landakoti. Leið hennar lá svo í Ingimarsskóla, sem var gagnfræðaskóli við Lindargötu. Þaðan lauk María gagnfræðaprófi. Nokkrar umræður urðu um framhald skólagöngu en María lét sér annt um aðstæður fólksins síns. Hún ákvað að létta undir með móður sinni og fór að vinna fyrir sér og sínu fólki. Henni var margt til lista lagt – hún vann á saumastofu í Kirkjuhvoli og lærði sauma og var síðan afar kunnáttusöm við fatasaum. Hún lærði m.a.s. sérstaklega að sauma karlmannabuxur – því hún átti svo marga stráka – sagði hún. Um tíma vann hún í niðurlagningarverksmiðju með Guðrúnu Á. Símonar. Og María stundaði einnig verslunarstörf. Síðar fékk hún starf á skrifstofu Vélsmiðjunnar Héðins í Reykjavík.

Þegar María hafði komið fimm börnum sínum til manns fór hún til starfa að nýju utan heimilis. Í byrjun áttunda áratugarins stofnaði hún og rak Fatadeildina í Miðbæjarmarkaðnum við Aðalstræti og til ársins 1982 þegar hún hætti verslunarrekstri vegna heilsubrests.

Í 67 ár bjó María í Granaskjóli 17 og skapaði með fjölskyldu sinni fagurt heimili. Fyrstu tvö æviárin bjó María á Skólavörðustíg en bernskuhúsið hennar brann og síðan bjó fjölskylda hennar á nokkrum stöðum í Reykjavík, í Þingholtunum, á Bræðraborgarstíg og vestur á Grímsstaðaholti. María var Reykjavíkurkona og vildi helst hvergi annars staðar vera.

Svo var það ástin

Þegar Ísland var hernumið, Reykvíkingar lærðu orð eins og thumbnail og María vann í miðbænum kynntist hún Ragnari Ámunda Bjarnasyni, járnsmið og ættuðum úr Njarðvíkum. Þau dönsuðu sig til kynna og ástar og gengu í hjónaband árið 1944 og komu sér fyrir vestur í Granaskjóli í einu af fínu, sænsku húsunum í Skjólunum. Þeirra börn eru Bjarni Már og Ragna María. Bjarni fæddist í maí árið 1945 og er byggingatæknifræðingur. Sambýliskona hans er Guðrún Fjóla Gränz, viðskiptafræðingur. Ragna María fæddist í ársbyrjun 1948. Hún er framkvæmdastjóri eigin fyrirtækis. Hennar maður er Guðmundur Þ. Harðarson, íþróttakennari. Börn þeirra eru Ragnar, Þórunn Kristín, Hörður og María Björk.

Svo reið alda sorgar yfir Maríu og fjölskyldu í febrúar 1948. Ragnar lagði af stað í vinnuna en kom aldrei heim aftur. Hann varð fyrir slysi á leiðinni, var lagður inn á sjúkrahús stórslasaður og lést frá konu og ungum börnum. Raðirnar voru þéttar heima og eldri kynslóðin í Granaskjólinu sló varðborg um ungviðið. Með dugnaði og festu tókst að halda húsi og þar með heimilisrammanum.

hjónavíugslumyndMaría fór að vinna hjá Héðni til að afla fólkinu viðurværis. Og þar hún spilaði póker við mannsefni sitt, Kolbein Karl Guðmund Jónsson, véltæknifræðing og Hafnfirðing. Þau gengu í hjónaband í apríl árið 1954. Kolbeinn gekk börnum Maríu í föðurstað og svo komu þrír synir í heiminn í viðbót við eldri systkinin. Þeir eru Halldór, Kristinn og Þór. Halldór fæddist árið 1955.

Halldór er geðlæknir og kona hans er Hildur Petersen, framkvæmdastjóri. Börn þeirra eru Helga Huld og Kolbeinn. Kristinn er viðskiptafræðingur, hann fæddist árið 1957. Kona hans er Gunnþórunn Geirsdóttir, matráður. Börn þeirra eru: Sigríður María, Kolbeinn og Geir. Börn Gunnþórunnar af fyrra hjónabandi eru Auður og Haukur. Þór er yngstur og fæddist árið 1958. Hann er húsasmíðameistari og viðskiptafræðingur. Dóttir hans og Luciu Helenu Jacques er Irene María. Barnabarnabörn Maríu eru 6.

María og börnin hennar

Minningarnarnar

Við skil er mikilvægt að vitja samskipta, ræða minningarnar, leyfa þeim að koma, gæla við þær og vinna með þær til þroska og visku. Hvernig manstu Maríu? Getur þú dregið fallegu og litríku kjólana hennar fram í hugann. Manstu hve smekkvís hún var og hve mikla áherslu hún lagði á að allt væri vandað og fagurt? Manstu eftir félagslegri getu hennar, glettni og hnytni? Manstu hve umtalsfróm hún var og lagði gott til – jafnvel erfiðra mála? Manstu eftir lífsvisku hennar eða uppeldisráð, sem hún þáði í arf frá sínu fólki? Manstu augun hennar og svipbrigði? Hafði hún augun hans Dóra? Því var haldið fram. Manstu hve fljót hún var að fyrirgefa? Manstu kátínu Maríu þegar lífið var henni ljúft? Manstu hve snyrtileg hún var? Og svo speglaði hún umhyggjusögu borðkristninnar og vildi ávallt að til væri nægur matur handa öllum. Naustu einhvern tíma veitinga hennar? Og sástu einhvern tíma fingur hennar fara yfir hljómborðið og kalla fram náttsöng Chopin eða Dónárvals?

Hvað lýsir henni best? Var það líkingin af kletti? Eða akkeri? Stoð og stytta? Mannbætir? Hún var stolt af fólkinu sínu og afkomendum. Og hvernig getur þú dregið lærdóm frá Maríu til þinnar eigin viskugerðar? Hvaða þræði frá Maríu getur þú þú nýtt í lífvef þínum, þér til lífshamingju, fólki og félögum þínum til blessunar og samfélagi þínu til eflingar?

Nú er María farin inn í hjartaveröld og birtuveröld Guðsástarinnar. Sorgarskuggar æfi Maríu eru horfnir henni, allt líf hennar er upplýst og gott. Hún trúði á Guð sem lýsir upp veröldina, leysir úr viðjum og blessar til góðs.

Guð geymi Maríu Halldórsdóttur í ríki sínu og Guð geymi þig.

Í Jesú nafni – amen

María tengdist söfnuði og starfsfólki Hallgrímskirkju með ýmsum hætti og sérstaklega prestinum dr. Sigurði Pálssyni og Jóhönnu Möller. Ég vil fyrir hönd okkar allra, sóknar- og starfsfólks kirkjunnar þakka gefandi og vermandi. samfylgd. Kveðjur til þessa safnaðar sem kveðjur Maríu í dag flyt ég frá Irene Maríu frá Recife í Brasilíu; frá Nicole, Júlíu Ósk og Lauru Björku í Hjörring í Danmörk. Frá Florída berast kveðjur frá Kolbeini og Geir. Hörður og fjölskylda í Nýju Kaledóníu biðja sömuleiðis fyrir samúðarkveðjur.

Jarðsett í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Erfidrykkja í Nauthól.

Minningarorð við útför Maríu S. Halldórsdóttur í Hallgrímskirkju, 31. mars, 2016.