Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is. Þá er talsvert af pistlum einnig á sigurdurarni.annall.is

Ávarp Einars Karls Haraldssonar í Hallgrímskirkju 26. mars 2023

Kæri söfnuður, góðir gestir!

Á fjölmennri samkomu hér í Hallgrímskirkju spurði sessunautur minn: Hver er það sem er að læðast þarna bak við orgelið og upp í kórinn? Er hann með myndavél, spurði ég? Já, þá er þetta sóknarpresturinn að leita nýrra sjónarhorna og fanga ljósbrot í skuggaspili kirkjunnar. Þannig er doktor Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur okkar um níu ára skeið. Endalaust að undrast og dásama þetta mikilfenglega guðshús, Hallgrímskirkju.

Kæri Sigurður Árni, í Hallgrímssöfnuði  verður þín minnst sem fræðara, heimspekings og ástarguðfræðings í prédikunarstólnum. Þú hefur boðið alla velkomna að borði drottins og opnað dyr. Alltaf spyrjandi áleitinna spurninga og opinn fyrir nýjum svörum. Og ekki síst verður þér þakkað að hafa auðgað myndmál Hallgrímskirkju, bæði í orði og með ljósmyndum af birtu, formi og starfi hér í kirkjunni.

Á boðunardegi Maríu hefur séra Sigurður Árni oft verið í stuði eins og hér í dag.

Hann fræðir: Afhverju er fáni Evrópusambandsins blár með geislabaug stjarna? Jú, auðvitað, sem fæstir í kirkjunni vissu raunar, vegna þess að hann er afkvæmi Maríumynda aldanna og blái liturinn kemur úr Maríu-möttlinum.                                               

Hann setur hlutina í heimspekilegt og guðfræðilegt samhengi: Okkur er nauðsyn að fá Maríu ofan af stalli sem ofurhetju handan mannlífs og heims, við þurfum á henni að halda í hringiðu lífsins, með okkur í lífi og sorgum. Semsagt: María til manna.                   

Og svo kemur ástarþemað hjá honum: „María, drottins móðir kær, merkir Guðs kristni sanna“, eins og Hallgrímur segir í Passíusálmunum. „Og sonurinn, Jesús Kristur , lítur til hennar með augum elskunnar.“

Svona getur þetta gengið í prédikunum séra Sigurðar Árna sem margar eru eftirminnilegar. Nú hyggst hann gefa úrval prédikana sinna út á næstunni og hefur sóknarnefnd Hallgrímskirkju í þakkarskyni ákveðið að stuðla að því með sérstökum útgáfustyrk.  

Sigurður Árni er í senn heimsmaður, heimamaður og sveitamaður! Hann kom til okkar fullmótaður af akri kristninnar á Íslandi. Hann hafði efir embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands  verið sveitaprestur og borgarprestur, rektor Skálholtsskóla og fræðslustjóri á Þingvöllum, verkefnisstjóri á Biskupsstofu og stundakennari við Háskóla Íslands. Aukin heldur er hann heimsmaður með útsýn til annarra landa eftir kristnifræðinám í Noregi og doktorspróf í guðfræði og hugmyndasögu frá Vanderbiltháskóla í Tennessee í Bandaríkjunum.  Raunar var hann heimamaður í Hallgrímskirkju áður en hann var kjörinn hér sóknarprestur, bæði sem kórsöngvari um skeið og afleysingaprestur árið 2003. Hann er líka sveitamaður í sér með djúpar rætur í svarfdælskum sverði og í ræktunarstarfi móður sinnar kringum Litla bæ á Grímstaðaholtinu. Þeirri hlið á sóknarprestinum höfum við einnig fengið að kynnast.

Á Skólavörðuholtinu hefur Sigurður Árni átt góða daga, enda lýsir hann þeim sem samfelldri veislu í miklu og alþjóðlegu fjölmenni. Draumar hans um að fá bestu kokka þjóðarinnar til að elda með sér á kirkjuhátíðum hafa ekki að öllu leyti ræst þótt við höfum fengið að smakka á biblíumat sóknarprestsins sem hann er þekktur fyrir. Nýtt og fullkomið eldhús er á óskalistanum hér í Hallgrímskirkju og þá mun sá draumur væntanlega rætast. Hann hefur líka verið áhugasamur um að Hallgrímskirkja og veraldarvefurinn spili betur saman og helgihaldinu verði fjölmiðlað. Starfi í þeim anda verður haldið áfram. Listaverk í turni verður einnig að veruleika einn góðan veðurdag. Spor Sigurðar Árna marka veginn framávið.

En maður kemur í manns stað. Mér er mikil ánægja að tilkynna það hér að okkur hefur borist formleg tilkynning um það að séra Irma Sjöfn Óskarssdóttir hefur verið ráðin sóknarprestur við Hallgrímskirkju frá og með 1. apríl næstkomandi. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur í því efni farið að ósk sóknarnefndar. Jafnframt hefur Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, tilkynnt okkur að doktor Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur, muni gegna starfi prests við Hallgrímskirkju næstu þrjá mánuði og er það góð ráðstöfun að okkar mati. Þá er þess að geta að hafin er fyrir tilstilli biskupsstofu og á vegum prófasts þarfagreining vegna fyrirhugaðrar auglýsingar á prestsstarfi við Hallgrímskirkju. Ég vil koma á framfæri þökkum til biskups og prófasts fyrir skjóta og skilvirka afgreiðslu á erindum Hallgrímskirkju vegna þeirra mannabreytinga sem hér eru á döfinni.    

En i dag er kveðjudagur til heiðurs fráfarandi sóknarpresti. Hér á eftir er öllum boðið í snittur og kaffi í Suðursal þar sem séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir stjórnar dagskránni og Steinar Logi Helgason kórstjóri söngnum. Séra Sigurður Árni hefur gefið það út að hann ætli sér að læra meira og læra margt nýtt, fara lengra og breyta mörgu. Það er lofsvert viðhorf og við óskum honum heilsu og þreks til þess að láta draumana rætast. En fyrst er það útgáfa Sigurðarpostillu sem ég nefndi áðan. Um leið og sóknarnefnd þakkar þér samstarf og leiðsögn bið ég þig að koma hér, doktor Sigurður Árni, og taka við útgáfustyrk þér til handa frá Hallgrímssöfnuði.

Einar Karl Haraldsson, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju. Myndina tók Hrefna Harðardóttir. 

Ég hef engar á­hyggjur af Guði

Viðtal – Máni Snær Þorláksson – m

Tæpir fjórir áratugir eru liðnir síðan dr. Sigurður Árni Þórðarson var vígður prestsvígslu í Dómkirkjunni. Nú er komið að tímamótum því í Hallgrímskirkju á morgun heldur Sigurður sína síðustu messu. Hann ætlar þó ekki að sitja auðum höndum. Hann er búinn að sækja um í meistaranámi, ætlar að læra ljósmyndun og taka upp þráðinn í matargerðinni. „Ég held að ævin sé stöðugt lærdómsferli. Mér finnst rosalega gaman að læra og heyra nýja hluti, sjá allt smella saman með nýjum hætti. Ég hef gaman að þessum fjölbreytileika, litríki og öllum þessum furðum sem lífið er,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann.

Fólkið stendur upp úr

Það sem stendur uppi á ferli Sigurðar er að hans sögn fólkið sem hann hefur komist í kynni við. „Mér finnst fólkið sem maður er að þjóna langmikilvægast. Skemmtilegast í prestsstarfinu er að horfa í augun á litlum börnum sem ég er að fara að skíra því það er svo bullandi skemmtilegt, ævintýralíf í augunum á þeim og ekkert nema framtíð og mikil hamingja.“ Það að þjóna fólki á hinum enda lífsins er Sigurði einnig minnisstætt en þó af öðrum ástæðum. „Það er bara hjartaslítandi að vera með fólki í sorgaraðstæðum,“ segir hann. „Þetta eru svona stóru augnablikin og svo allt þetta inni á milli. Það er fólkið fyrst og fremst. Kirkja er fyrst og fremst það að fólk kemur saman og á sér samfélag um þetta mesta, stærsta og dýpsta í lífinu. Þetta sem við köllum trú og Guð.“

Sigurður segir að fólk geri sér ekki endilega grein fyrir því hvað kirkjan þjónar og aðstoðar mikið af fólki: „Mér finnst vera mjög merkilegt líka þetta mikla traust sem fólk sýnir prestinum sínum, það leitar til presta í alls konar málum. Maður náttúrulega bara finnur það hvað það er mikil þörf á góðum prestum í nærsamfélagi hvar sem er á landinu. Þeir þurfa að vera þjónustuliprir og tilbúnir til þjónustu. “

Sigurður segir það mikilvægasta í starfinu hafa verið að þjóna fólki.VÍSIR/VILHELM

Hluti af hópnum

Sem fyrr segir eru liðnir tæpir fjórir áratugir síðan Sigurður hóf störf sem prestur. Hann segir að mikill munur hafi verið á hans fyrstu árum í starfinu og þeim síðustu. „Ég náttúrulega var sveitaprestur. Það er allt allt annað,“ segir Sigurður.

„Þá var maður í þeirri stöðu að nágrannarnir, bændurnir, þeir bara bönkuðu upp á og sögðu: „Já, nú þarft þú að koma með okkur á fjall.“ Ég sagðist ekki hafa neinn tíma til þess að fara á fjall því ég var að skrifa doktorsritgerð. Þeir sögðu að það skipti engu máli, ég þyrfti að sinna skyldu minni og fara að smala.“

Sigurður, sem er að eigin sögn gamall sveitakarl, vissi að smölunin skipti máli. Hann fór því ekki að þræta við bændurna og slóst í för með þeim. „Þannig að það var settur undir mig hastur hestur og síðan var ég á fjöllum í heila viku með Skaftártungumönnum, við fórum inn í Eldgjá og alveg inn í Jökulheima, að fjallabaki og á þessu stórkostlega svæði.“

Sigurður segir að þarna hafi hann orðið hluti af samfélaginu sem hann þjónaði, einn af hópnum: „Þegar maður er í þessu, sefur við hliðina á hrjótandi nágrönnum, hugar að meiðslum hunda og hestanna, puðar rasssár á fjöllum í heila viku þá er maður orðinn „insider“, kominn inn í hringinn. Þegar maður er búinn að vera í svoleiðis aðstæðum er maður orðinn einn af þeim. Ekki bara einhver kall sem kom að sunnanm, úr Reykjavík. Það er mjög mikilvægt í þessum prestsskap, að vera einn af þeim, einn af hópnum. Allir hafa hlutverki að gegna í slíku samhengi.“

Táknstaður heilagleikans

Í heilan áratug var Sigurður prestur við Neskirkju í Vesturbænum. Hann segir prestþjónustuna þar hafa verið frábrugðna þeirri sem hann kynntist í sveitinni, sérstaklega í ljósi þess að Neskirkja þjónustar þúsundir manna. „Maður náttúrulega þekkti marga en  var ekki í þessari stöðu að sofa við hliðina á hrjótandi fólki á fjöllum. Þannig það verður öðruvísi þjónusta og hún verður mun sérhæfðari.“

Starfið í Hallgrímskirkju var svo enn annar handleggur. Sigurður bendir á að þangað kemur miklu fleira fólk hvaðanæva úr heiminum. „Það er gríðarlegt flóð af fólki sem maður er að þjóna með einum eða öðrum hætti,“ segir hann. „Hallgrímskirkja hefur allt aðra stöðu heldur en borgarkirkja eða sóknarkirkja, hún er líka pílagrímakirkja í heiminum og sem slík er hún mjög merkileg. Það er milljón manns sem kemur í kirkjuna á hverju ári, Hallgrímskirkja er lógó Íslands.“

Þó starfið í Hallgrímskirkju sé öðruvísi þá segir Sigurður það snúast að lokum um það sama, að þjóna fólki.VÍSIR/VILHELM

Þá bendir Sigurður á að Hallgrímskirkja er á lista yfir tíu mikilvægustu íhugunarhús heimsins hjá The Guardian. „Af hverju er það? Jú það er vegna þess að fólk nær sambandi. Þetta er kirkja sem fólk einfaldlega tengir eitthvað mikilvægt inn í, það fer inn í kirkjuna og upplifir, kveikir á kertum og nær sambandi við sjálft sig og það sem við köllum Guð,“ segir hann. „Þannig að Hallgrímskirkja er öðruvísi, hún hefur svolítið hlotið svona stöðu sem táknstaður heilagleikans. Það er bara mjög mikilvægt, við þurfum svoleiðis staði líka í veröldinni.“

Að sögn Sigurðar kemur þetta allt niður á því sama að lokum, starfið snýst um að þjóna fólki: „Við erum í grunninn öll með bæði þessa vanda og vonir og gleði og sorgir. Þau sem koma að utan sem koma inn í Hallgrímskirkju, það eru bara manneskjur sem eru ósköp líkar hrjótandi bændum í Skaftártungu.“

Hefur engar áhyggjur af Guði

Á ferli Sigurðar hefur margt breyst, til að mynda Þjóðkirkjan. Að hans mati hefur Þjóðkirkjan stofnanavæðst svolítið. Hún sé að einhverju leyti að verja formið frekar en inntakið.

„Ég hef engar áhyggjur af Guði en ég hef svolitlar áhyggjur af Þjóðkirkjunni. En ég held að kristnin lifi og þessi kærleiksboðskapur, þessi trúarboðskapur, þessi menningarboðskapur kirkjunnar – hann lifir.“

Sigurður hefur engar áhyggjur af Guði.VÍSIR/VILHELM

Sigurður segir að kirkjan hafi þó ekki lokið sínu hlutverki, hún sé núna á breytingaskeiði og eigi eftir að fara inn í öflugan tíma. Hann bendir svo á að munur sé á stofnun og inntaki:

„Það er munur á kirkju og kristni. Kirkjan á alltaf að reyna að vera kristnin en hún hins vegar hefur engan einkarétt á trú. Kristnin er það djúpa í þessu en stofnanirnar, þær breytast með hliðsjón til þróun þjóðfélaganna. Auðvitað var Þjóðkirkjan svo tengd ríkinu en hún er eiginlega á breytingaskeiði núna og er ekki alveg búin að átta sig á því hvaða hlutverki hún gegnir. En ég held að hún komi til með að gegna mjög mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðfélagi.“

Ritlist, ljósmyndun og matur

Sigurður krossar nú puttana og vonar að hann komist inn í meistaranám í ritlist í Háskóla Íslands: „Ég veit ekki hvort ég kemst inn en ég er búinn að skrá mig í ritlist. Ef ég kemst ekki inn þá er það bara vegna þess að það er svo erfitt að komast inn. Ég heyri það að rithöfundar hafi ekki komist inn þannig ég þarf ekkert að skammast mín.“

Ef Sigurður kemst ekki í ritlistina þá verður hann þó með nóg fyrir stafni. Hann ætlar að læra meira í ljósmyndun og hefur skráð sig í nám til þess á vefnum. Þá ætlar hann einnig að fara aftur í gamalt langtímaverkefni sem hann hóf þegar hann var sóknarprestur í Neskirkju. „Það er að vinna með biblíumat,“ segir hann.

„Hún er mjög skemmtileg, matreiðslan frá þessu svæði, Sýrlandi, Líbanon, Írak, Íran, Palestínu og Egyptalandi. Ég ætla að halda áfram með svona verkefni sem ég var með þegar ég var að elda biblíumat í Neskirkju. Þannig þetta verða orð, ljós og matur.“

Hættir í góðu formi

Sem fyrr segir verður síðasta messa Sigurðar haldin á morgun í Hallgrímskirkju. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir mun svo taka við starfi Sigurðar í kirkjunni sem sóknarprestur.

Messan hefst klukkan 11:00 og segir Sigurður að um hátíð verði að ræða.

„Það er einn prestur að fara og annar að taka við. Það er mjög gleðilegt. Það er búið að ákveða að hinn presturinn í Hallgrímskirkju taki við mínu starfi sem ég er mjög glaður yfir og mér finnst það alveg dásamlegt. Þetta er svona kveðjumessa, full kirkja, allir kátir, mikið af snittum og allir fallegir til augnanna.

Það er bara mjög gott að fara úr prestsstarfi áður en allir eru farnir að bíða eftir að maður hættir. Það er miklu betra að það sé þannig.“

Sigurður segir gott að hætta áður en fólk er byrjað að bíða eftir því.VÍSIR/VILHELM

Sigurður segir einmitt að lokum að það sé mikilvægt að fólk hætti að vinna áður en það er orðið um seinan. „Mér finnst vera ástæða til þess að hætta á meðan ég er í góðu formi og get verið að þjóna duttlungum mínum og fólkinu mínu,“ segir Sigurður. Hann hlakkar til að njóta lífsins með eiginkonu sinni, Elínu Sigrúnu Jónsdóttur lögfræðingi. „Það er svo yndislegt að vera með henni, hlægja saman og ferðast,“ segir hann. Þá hlakkar hann til að verja tíma með börnunum og öllum sínum ástvinum. „Ég held að maður eigi að hætta í vinnu áður en maður verður alveg farlama.“

Visir.is  

Takk

Þessi mynd kom af himnum – falleg kveðja og þakkarverð tímasetning. Ég þakka líka Hallgrímssöfnuði og öllu því dásamlega fólki sem ég hef hitt, notið samvista með og þjónað. Kveðjumessan verður í Hallgrímskirkju á boðunardegi Maríu þ.e. 26. mars. Ég læt af störfum sem sóknarprestur Hallgrímskirkju 31. mars 2023. Takk fyrir mig – ný fæðing í vændum. Ég hef skráð mig í meistaranám í HÍ og í dekurnám á vefnum. 

Porvoo Prayer Diary 2023

page1image50859264page1image50860512

PORVOO PRAYER DIARY 2023

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

The Calendar may be freely copied or emailed for wider circulation.

The Prayer Diary is updated once a year. For corrections and updates, please contact Ecumenical Officer, Christopher Meakin, Church of Sweden,
E-Mail: christopher.meakin@svenskakyrkan.se

page2image50873152page2image50876272

JANUARY

1/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Lusa Nsenga-Ngoy, vacancy – bishop of Kensington, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, Bishop Joanne Grenfell.

Church of Norway: Diocese of Nidaros and Trondheim, Presiding Bishop Olav Fykse Tveit, Bishop Herborg Oline Finnset

8/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo
Church of Norway: Diocese of Sør-Hålogaland (Bodø), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John Stroyan.

15/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Mark Ashcroft,

Bishop Mark Davies

22/1

Church of England: Diocese of Birmingham, vacancy – bishop of Birmingham, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Peter Birch 29/1
Church in Wales: Diocese of Bangor, Archbishop Andrew John, Bishop Mary Stallard Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

page3image50919232page3image50919648

FEBRUARY

5/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Martin Gorick

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Ole Kristian Bonden

12/2

Church of Ireland: United diocese of Tuam, Limerick and Killaloe, Bishop Michael Burrows

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Ulla Thorbjörn Hansen

19/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John Holbrook

Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey

26/2

Church of England: Diocese of Canterbury – Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson- Wilkin, vacancy – bishop of Maidstone, Bishop Norman Banks

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay

page4image50944512page4image50945968

MARCH

5/3 

Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Guli Francis-Dehqani, Bishop Roger Morris, Bishop Lynne Cullens

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi

12/3 

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons, Bishop Rinalds Grants, Bishop Uldis Gailitis

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Bishop Sarah Bullock, Bishop Matthew Parker, Bishop Clive Gregory

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy

19/3

 Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg
Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Adrian Wilkinson Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Bishop Dagmar Winter

26/3 

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop John McDowell
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt

page5image50974784page5image50977488

APRIL

2/4 

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Martin Modéus, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop June Osborne

9/4 

Church of England: Diocese of Derby, Bishop Libby Lane, Bishop Malcolm Macnaughton

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop Ian Ellis

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Thomas Reinholdt Rasmussen

16/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Jill Duff, Bishop Philip North

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift
The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Tor Berger Jørgensen

23/4

Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann
Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Kevin Pearson

30/4

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, vacancy – bishop of Kingston, Bishop Rosemarie Mallet, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug

page6image51012544page6image51012960

MAY

7/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

14/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, vacancy – bishop of Dorking

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

21/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop James Grier, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

28/5
Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Jackson
The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

page7image51010880page7image51035376

JUNE

4/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Gisli Gunnarsson

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

11/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Keith Riglin

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop George Davison
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne

Gaarden

18/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Erik Eckerdal

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov- Jakobsen

25/6

Church of England: Diocese of Lincoln, acting bishop – Bishop Stephen Conway, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Lapua, Bishop Matti Salomäki

page8image51035792page8image51010672

JULY 2/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, vacancy – bishop of Hertford

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Marika Markovits

9/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Mark Wroe Church of Norway: Church of Norway: Diocese of Møre, Bishop Ingeborg Midttømme

16/7
Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds, Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, vacancy – bishop of Ripon, Bishop Toby Howarth, vacancy – bishop of Huddersfield, Bishop Arun Arora

23/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis
Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Andrew Foster

30/7

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Lee Rayfield Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

page9image51100704page9image51101120

AUGUST

6/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Jonathan Frost

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

13/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

20/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

27/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Mari Leppänen

Church of England: Diocese of York, Archbishop Stephen Cottrell, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Eleanor Sanderson, Bishop Stephen Race

page10image50603360page10image50603776

SEPTEMBER

3/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Stephen Lake, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

10/9

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Michael Beasley, Bishop Ruth Worsley

17/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Sophie Jelley Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in

Denmark) Bishop Paneeraq Siegstad Munk

24/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Bishop John Lomas
Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Saju Mathalaly

page11image50627600page11image50630720

OCTOBER

1/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop John Perumbalath, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Cherry Vann

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

8/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Hugh Nelson Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth
Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman

15/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus
Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Olivia Graham, Bishop

Gavin Collins, Bishop Alan Wilson

22/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Rob Saner-Haigh

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Anne Lise Ådnøy

29/10

Church of England: Diocese of Winchester, vacancy – bishop of Winchester, Bishop David Williams, Bishop Debbie Sellin

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

page12image50664736page12image50666400

NOVEMBER 5/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham Usher, Bishop Alan Winton, Bishop Jane Steen

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström

12/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Simon Burton- Jones

19/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

26/11

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Bo-Göran Åstrand

page13image50688816page13image50691312

DECEMBER

3/12

Church of England: Diocese of Chester, Bishop Mark Tanner, Bishop Julie Conalty, Bishop Sam Corley

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen

10/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Andy Emerton

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Kari Mangrud Alfsvåg

17/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Bishop Sarah Clark

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

24/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Ruth Bushyager, Bishop Will Hazlewood

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen

Guðsmyndir Íslendinga

Í Hallgrímskirkju er talað við Guð og um Guð. Síðustu vikurnar höfum við rætt guðsmyndir í sögu Íslendinga á þriðjudagsfundum. Eru guðsmyndir samtímans öðru vísi en áður var? Þarfir hvers tíma móta trúartúkun og hvernig talað er um Guð. Við höfum rætt um guðsmynd Hallgríms í Passíusálmunum og síðan um guðsmynd Vídalínspostillu. Fyrir viku síðan var rætt um guðstrú í prédikunum og sálmum Sigurbjarnar Einarssonar. Í dag verður farið yfir þróun á Íslandi og lyft upp þörfum í samtíma okkar. Ég mun fara stuttlega yfir þróun kristni og guðfræði á Íslandi því tuttugustu aldar kristni er afsprengi fyrri tíðar og við erum arftakar tuttugustu aldarinnar. Mitt mál í dag varðar prentuð trúarrit. Þau eru bara einn af mörgum þáttum í trúarfléttu þjóðarinnar og þróun guðsmynda íslensks samfélags. Þessi rit voru skrifuð af körlum en konurnar á fyrri öldum voru einnig fræðarar og fyrirmyndir í trúarmótun. Um þau hlutverk verður ekki fjallað í dag né heldur um trúfræði kvennanna sem urðu fræðikonur og prestar á síðustu áratugum. Á næstu vikum verður það svið opnað með fyrirlestrum þriggja kvenna sem hafa starfað lengi sem prestar þjóðkirkjunnar.

Niðurstöður úr guðsmyndarkönnunum í Hallgrímskirkju

En fyrst um guðsafstöðu þeirra sem lögðu leið sína í þessa kirkju. Ég gerði könnun á guðsviðhorfum þeirra sem sóttu messu í Hallgrímskirkju í fyrri hluta febrúar og meðal þeirra sem sóttu fyrirlestur um guðsmyndir Íslendinga fyrir fjórum vikum. Spurningarnar voru fremur opnar og tilgangurinn var að fá fram hvernig fólk hugsaði um Guð og guðstengsl. Um eitt hundrað svör bárust. Beðið var um að svörin væri nafnlaus. Flestir hlýddu – aðeins einn setti nafnið sitt á blaðið. Spurt var um hvað best tjáði guðsmynd fólks. Spurt var um persónur þrenningarinnar, þ.e. föður, son og heilagan anda og hvort fólki þætti Guð vera persóna eða kraftur. Einnig var spurt um hvort Guð væri fremur yfirvald eða vinur. Væri Guð nálægur eða fjarlægur? Ætti fólk samskipti við Guð, talaði við Guð eða hefði lítil samskipti? Niðurstöður voru áhugaverðar.

Kraftguð

Í ljós kom að helmingi fleiri töldu að Guði væri betur lýst sem krafti en persónu. 67% töldu að Guð væri kraftur en helmingi færri eða 33% töldu að Guð væri best túlkaður sem persóna. Þessi kraft- eða máttar-trú er áhugaverð og merkileg. Líklega er hún vitnisburður um að upplifun og trúartúlkun fólks á Íslandi, guðslifun nútíma Íslendinga sé djúptæk tilfinning gagnvart því sem knýr allt áfram í veröldinni, kerfum heimsins, náttúrunni, lífríkinu og himingeimnum. Tveir-þriðju velja að túlka hið guðlega sem meira en eða handan við hið persónulega. Krafttrúartúlkunin er afstaða tveggja af hverjum þremur. En persónuáherslan er afstaða eins af þremur. Hvað merkir kraftguðfræðin í tengslum við aðra þætti og hvernig getum við túlkað þá mynd af Guði? Það er merkilegt íhugunarefni en kemur mér ekki á óvart.

Persónuleg tileinkun og nálægð

Þó túlkun guðsmyndarinnar sé ekki sterk-persónuleg er hún samt lifuð mjög persónulega og elskulega, þ.e. að Guð er ekki túlkaður í krafti yfirvalds heldur fremur sem vinur. Aðeins 18% velja að túlka Guð sem yfirvald en 82% svarenda tjá Guð sem vin sem þau vilja frekar tjá en sem yfirvald. Í samræmi við það tjá 84% svarenda að Guð sé nálægur en aðeins 16% að Guð sé fjarlægur. Vissulega eru þau sem svara í kirkju og sækja væntanlega kirkju reglulega. Það skýrir að þau telja sig í sambandi og samskiptum við Guð. Nokkur skrifuðu að auki að stundum væri Guð fjarlægur en stundum nálægur sem mér þótti benda til heiðarleika og opinskárrar afstöðu því flest förum við einhvern tíma niður í dali eða upp í háfjöll í tilfinningalífi okkar og reynslu. 92% tala við Guð með einhverjum hætti en aðeins 8% töldu sig eiga lítil eða engin samskipti við Guð. Mér þótti áhugavert að sjá að Guð sem faðir og andi njóta meiri stuðnings en að Guð sé einkum túlkaður sem sonur. 42% svara að Guð sé best tjáður sem faðir. Og 39% sem andi en aðeins 18% sem sonur. Þessi könnun var nálgunarkönnun og gerð til að fá viðhorf en ekki þverskurð á almennri afstöðu fólks í Reykjavík eða Íslendinga. Þau sem svöruðu voru ekki neydd til að svara en fengu tækifæri til að skila inn afstöðu sinni ef þau hefðu löngun eða vilja til. Þetta er því áhugafólk um trú eða túlka trúartjáningu.

Ég túlka þessa könnun ákveðins hóps sem tengist kirkjustarfi og sækir fyrirlestur um guðsmyndir að mikill meirihluti hópsins sé guðstrúar eða yfir 90%. Aðeins nokkur prósent tjá sig með þeim hætti að þau nefni guðsfjarlægð, óvissu gagnvart hinu guðlega, túlka breiðar eða eru í leit að guðstengslum. En þau sem trúa á Guð finna sig frjáls að því að tala guðstengsl sín með persónulegu móti og hafa engar eða litalar áhyggjur af því að svara með einu móti fremur en öðru – sem sé réttrúnaður vefst ekki fyrir meirihluta þeirra. Nokkur svöruðu eftir bókinni og skv. kverinu en flest svöruðu samkvæmt eigin tilfinningu og afstöðu. Svo voru alls konar atriði skrifuð sem svarendum þótti ástæða til að miðla um hvað túlkaði Guð best. Líkingar voru ritaðar á svarblöðin – að Guð væri ljós, pabbi ( sem er þá væntanlega persónulegra en hið formlega orð faðir ), friðarhöfðingi, friður, frændi, afi, fyrirmynd, þjóðhöfðingi og móðir ( og þá væntanlega í stað föðurmyndar ). Guð er líka túlkaður sem kærleikur, vinur, almætti, elskan, náð, verndari og frumkraftur.         

Mér þótti þessi kraft-afstaða svarenda merkileg. Sá stóri hópur sem trúir á mátt – kraft – styrk er opinn að mínu viti gagnvart undri lífsins, víddum veraldar og að burðarvirki heimsins sé gott og frá mætti sem fólk má treysta. Ég efast um að þau sem svöruðu með þessu móti hafi talið þessa guðsafstöðu koma frá Star Wars-myndunum – the Force be with you – heldur séu þær myndir og svör Hallgrímskirkjufólks tákn um að trúin á góðan mátt tilverunnar sé útbreidd afstaða margra. Svarendur tjá líka jákvæð tengsl og persónulega tileinkun eða samband við þennan guðsmátt. Þar er einfaldlega ræktuð afstaða til hins djúpa og mikilvæga.

Upprifjun

Guðsmyndir breytast í rás tímans. Í ljós kom við yfirferð okkar á Passíusálmum að Hallgrímur lýsti hinum líðandi konungi. Hann byggði á þeirri djúpusæknu guðfræðihefð Ágústínusar kirkjuföður sem var mikilvæg í miðaldaguðfræðinni og Marteinn Lúther jós af í útfærslu sinni og nýsköpun guðfræðinnar. Sú hefð var ekki heimspekileg útfærsla heldur fremur íhugun um baráttu góðs og ills og mikilvægi þess að menn létu ekki hið illa sigra – hvorki í einkalífi né samfélagslífi – heldur tengdust hinu góða og guðlega þar með. Sá Guð sem Passíusálmar túlka er ekki Guð hátignar, fjarri lífsbaráttu manna í þessum heimi heldur Guð sem lætur sér annt um veröldina, sköpun sína – Guð sem kemur sjálfur – gefur eftir hátign sína og konungvald og kjör hans í heimi verða kjör manna. Hann er hinn kaghýddi Suðurnesjamaður eins og Halldór Laxnes komst að orði. Mennskan og himneskan runnu saman. Fólk sautjándu, átjándu og nítjándu aldar sá í guðssyninum þjáningabróður en ekki prins á himni í sætum fötum og með gullskeið í munni. Guð var ekki einvaldsyfirvald heldur deildi kjörum með alvöru fólki sem missti börnin sín í dauðann, hljóp undan hraunflaumi og missti búféð í felli. Guð var nærri.

Jón Vídalín tók við af Hallgrími Péturssyni en lifði á öðrum tíma. Vídalín var ekki skáldið og prestur í sveit heldur kirkjuleiðtoginn. Guðsmynd hans er skýr í Vídalínsposstillu. Hann lagði ekki áherslu á hinn líðandi kóng heldur er Guð uppteiknaður sem stórkonungur í stríði. Þannig voru skil tímanna. Konungshyggjan styrktist á tíma einveldis. Þróunin var líka frá ljóðmælandanum Hallgrími til kirkjuhöfðingjans Jóns Vídalíns. Hallgrímur lýsti hinum líðandi kóngi en Vídalín hinum sigrandi kóngi. Guði í þeirra ritum var vissulega ekki lýst sem veraldlegum kóngi en myndirnar af kónginum voru þó hentugar til að vegsama hinn eiginlega konung – Guð. Konungshyggja Vídalíns var ekki veraldleg heldur trúarleg.

Skilin og líf persónunnar

„Heróp tímans er líf persónunnar“ skrifaði Hannes Hafstein nærri aldamótunum 1900. Prestar á Íslandi þess tíma beindu æ meir sjónum að trúarþeli og persónudýptum einstaklinga en verið hafði áður. Nýguðfræðingarnir svonefndu höfnuðu ýmsum guðfræðilegum forsendum eftir siðbreytingartímann og þmt konungsímyndum. Hvað gæti komið í staðinn? Flestir þeirra voru með hugann við sálarlíf persónunnar. Á Íslandi hurfu nýguðfræðingarnir frá hinni dramatísku túlkun á baráttu góðs og ills í heiminum. Á fyrri tíð hafði trú verið skilgreind heildrænt og í tengslum við hvaðeina í heimi manna og náttúru. Ekkert var talið utan baugs trúarinnar og elsku hennar. Nýguðfræðingarnir íslensku höfnuðu ýmsu í guðfræði Hallgríms og Jóns Vídalíns. Þeir voru margir hallir undir tvíhyggju sem var reyndar teygð og túlkuð með ákveðnu móti. Þessir guðfræðingar – og prestar þar með taldir – álitu að andstæður væru ekki milli góðs og ills heldur fremur milli himins og heims, efnis og anda og líkama og sálar. Tvíhyggjan var ekki siðferðileg heldur nánast verufræðileg. Þeir voru sér meðvitaðir um kenningar vísindamanna og vaxandi efnishyggju sem og fall eldri þekkingarfræði. Þeir leituðu að nýju upphafi trúar og kirkju fyrir samtíma sinn. Þeir reyndu að skilgreina trúna svo að henni stæði ekki ógn af breytingum vísinda, samfélaga og hugmynda. Trúin var því þröngt skilgreind sem samband sálarinnar við Guð, handan skarkala daganna og brauðstritsins. Vissulega var trúnni ætlað að gegnsýra líf einstaklingsins og samfélags. En það væri góð aukaafurð trúar, afleiðing hennar en ekki frumþáttur.

Vinirnir Jón og Haraldur

Þessir guðfræðingar tóku mjög alvarlega vaxandi efahyggju menntamanna og vísindalegar aðferðir samtímans. Þeim vildu varna að vaxandi efnishyggja gerði út af við kjarna persónunnar, trú og hin dýpri gildi. Þeir töldu sér skylt að halda vörð um trú og kirkju en ekki skilgreiningar, kirkjuskipulag eða siði sem ekki væru í samræmi við þarfir tímans annars vegar og kjarna kristninnar hins vegar. Hliðstæður við aðstæður okkar öld síðar eru sláandi. Þeir lögðu aðaláherslu á gildi einstaklingsins, trúarþel hans og sálardýptir sem varð á kostnað annarra þátta. Kunnustu boðberar hreyfingarinnar voru prestaskólakennararnir Jón Helgason og Haraldur Níelsson. Nýguðfræðilegar áherslur urðu áberandi í kirkjulífi Íslendinga fram yfir miðja tuttugustu öld. En hreyfing nýguðfræðinga klofnaði í tvennt. Jón Helgason aðhylltist nýguðfræði Skandinava og Þjóðverja. Haraldur Níelsson gerðist hins vegar handgenginn sálarrannsóknum – í fyrstu undir áhrifum frá Bretlandi – sem hann áleit að gæti fært kristni ómetanlega hjálp í baráttunni gegn efnishyggjunni. Þessir tveir voru frumkvöðlar og brautryðjendur. Aðalstarfsár Jóns Helgasonar og Haraldar Níelssonar á sviði guðfræði voru á árunum frá aldamótum og fram á þriðja áratug tuttugustu aldar. En þeir höfðu áhrif langt fram eftir öldinni. Jón Helgason varð biskup 1917 og dró sig þá að mestu í hlé úr eldlínu trúmálaumræðu til að splundra ekki þjóðkirkjunni. Haraldur Níelsson lést fyrir aldur fram árið 1928. Margir prestar töldu sig bæði nýguðfræðinga og sálarrannsóknarmenn. Hugmyndir Jóns og Haraldar urðu ólíkari því eldri sem þeir urðu en engu að síður má greina sameiginlega kjarnaþætti. Þeir voru báðir tvíhyggjumenn. Þeir skerptu andstæður eilífðar og heims. Þeir álitu báðir að Guð hefði blásið mönnum í brjóst guðlegum sáðkornum sem þeim væri ætlað að rækta með sér til ákveðins og fullkomins þroska. Þeir guðskjarnar sem Haraldur nefndi voru líf, kraftur, trú, ást, auðmýkt, fegurð og friður. Jón Helgason hirti ekki um að einkenna guðfræði sína eins klárlega eins og Haraldur. Í ritum hans má þó greina nokkra kjarna sem eru: trú, líf, hjarta, ást og kraftur. Að auki ræddi hann oft um gleði, frelsi og staðfestu.

Þeir lögðu áherslu á ákveðna gildaröðun. Efnisveruleika áttu menn að setja skör neðar en hin andlegu gildi. Hlutverk og köllun mannsins í heiminum töldu þeir fyrst og fremst fólgna í að leyfa hinum guðlegu sáðkornum að þroskast. Til að svo gæti orðið yrði að gæta þess að efnisþáttum væri ekki gert hærra undir höfði en þeim bæri. Annað leiddi til trúarlegrar bælingar og ruglings. Bæði Jón Helgason og Haraldur Níelsson töldu að hinir guðlegu kjarnar væru andlegir og óefnislegir og væru því óbreytanlegir og stöðugir. Hið efnislega í heimininum ætti að meðhöndla með hliðsjón af hinum guðlegu kjörnum. Af ritum Jóns Helgasonar og Haraldar Níelssonar má ráða að menn ættu að lúta tveimur lögmálum við að ná valdi á eða sigrast á efnisveruleikanum og taka þroska í trúarefnum. Þessi lögmál væru vöxtur og gildastigi. Við fæðingu væru menn sem fræið sem þyrfti að spíra og vaxa. Vöxtur yrði aðeins ef menn fetuðu sig upp eftir þrepum gildanna og til hæða andlegra gæða eilífðar.

Uppgjör – Guð meira en …

Í síðustu viku hoppuðum við yfir til Sigurbjarnar Einarssonar sem mætti nýguðfræðinni í tveimur myndum, annars vegar skandinavísk-þýskri nýguðfræði og svo sálarrannsóknakristni. Stríð hafa haft mikil áhrif á hugmyndir og þróun menningar í Evrópu síðustu aldir. Og báðar heimstyrjaldir tuttugustu aldar höfðu mikil áhrif á þróun guðfræði og trúarhugmyndir. Fyrri heimstyrkjöldin opinberaði einfeldnislega bjartsýni um framþróun mannsandans og sífelldar bætur menningarinnar. Hið siðfágaða og friðsamlega þjóðfélag upplýstra anda var tálsýn sem var opinberuð. Í tíðindaleysi vesturvígstöðvanna opnuðust mörg svarthol þjáningar og illsku. Margir hinna bjartsýnu guðfræðinga sem lifðu hrylling fyrri heimstyrjaldar lögðu af barnaskap um gæsku manna og stöðuga framþróun. Paul Tillich, Karl Barth og fleiri breyttu guðfræði millistríðsáranna. Í Hallgrímskirkju prédikaði t.d. sr. Sigurjón Þ. Árnason alla sunnudaga hugmyndir Karls Barth, endalok bjartsýnisguðfræðinnar og elsku Guðs. Áhrif guðfræði Barths og millistríðsáraguðfræðinnar lak því niður allar götur frá þessu holti. Sigurbjörn Einarsson varð svo holdgervingur breytinganna. Meginreglurnar um kjarna, vöxt og valdastiga féllu algerlega með heimstyrjöldum. Vandi kirkju og kristni var ekki lengur að reyna að tryggja að trúnni væri ekki ógnað af heimspeki, þekkingarfræði, vísindarannsóknum og tækniframförum. Guð var ekki lengur í mynd siðprúðs þjóðaleiðtoga. Trúin varð annað og meira en hreinsuð mynd hins „siðfágaða“ borgarsamfélags Evrópu sem var ábyrgt fyrir hryllilegum stríðum. Guð væri annað, dýpra og meira en mannakerfi svo flekkuð sem þau verða af hagsmunum og valdabrölti. Trúin beindist að nýju gagnvart djúpi og undri lífsins, burðarvirki vetrarbrautakerfa og frumfuna lífsins en væri líka í þágu fólks og kerfa í heiminum.

Með einföldun má segja að þrjú kirkjupólitísk kerfi hafi ríkt innan þjóðkirkjunnar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Dramatískur réttrúnaður af Hallgríms- og Vídalínstaginu, spíritismi af Haraldar Níelssonar-taginu og einstaklingstrúarguðfræði Jóns Helgasonar og stórs hluta presta. Sigurbjörn bjó til nýja samsteypu úr þessu öllu og í ljós kom að sálarrannsóknir stóðust ekki mælingakröfur vísindanna og töpuðu vægi í akademíunni og samfélagi Íslendinga. Sálarrannsóknir urðu ekki að því tæki eða farvegi trúarinnar sem forvígismenn töldu í fyrstu. Fræðimaðurinn, rithöfundurinn, ljóðskáldið og ræðusnillingurinn Sigurbjörn Einarsson náði að samþætta, halda kirkjunni saman og dýpka skilning fólks á gildi guðsmyndar Passíusálma, hátign Vídalínspostillu, mikilvægi persónuinnlifunar nýguðfræði gegn áraun fræða, áfalla, samfélagsdeiglu tuttugustu aldar en líka heilagleika lífsins og hátign Guðs. Hin hreina innlifun í undur hins guðlega kemur vel fram í sálmum Sigurbjarnar.

Guðsreynsla

Og hvað svo? Hver er staðan nú? Óró hjartans breytist ekkert. Í auðlegð og innantómu lífi margra í neyslusamfélagi hins ríka hluta heims leitar fólk eftir reynslu handan hluta og yfirboðsmennsku. Fólk leitar að djúpri reynslu. Við búum almennt við offlæði upplýsinga og fánýtan fróðleik en flest eru fátæk hvað varðar djúpa og merkingarbæra og lífsmótandi reynslu. Reynsla mín í prestsstarfi margra áratuga er að fólk þrái djúpa lífsfyllingu og gildi fremur en upplýsingar, hluti eða neyslu. Þar er reyndar stórt og mikið verkefni fyrir kristni að bregðast við fólki sem leitar reynslu fremur en kerfis, fræðslu eða tækni. Almennur stofnanaflótti hefur brostið á víða á vesturlöndum. Ein útgáfa þess er að fólk segir sig úr stórum kirkjudeildum og leitar út fyrir hefðbundna ramma sér til andlegrar næringar. Almennt talað hefur hið trúarlega orðið innhverfara en áður var. Einstaklingarnir leggja áherslu á eigin þarfir, eigin skilning og kjósa kjörbúðarfyrirkomulag í trúarefnum líka – að búa til sína eigin trú skv. eigin þörfum. Áherslan er á innrými einstaklinga fremur en útrými hefða sem einstaklingar búa í. Á þessu eru ýmsar hliðar, t.d. að trúin verður líklega æ meir skilin sem afurð þarfa og óska einstaklingsins. Kirkjusamþykktir hafa nánast ekkert gildi og yfirlýsingar páfa ekki heldur – eru bara kliður í samfélagshávaðanum. Prédikun presta hefur takmörkuð áhrif nema eitthvað sé sagt sem snertir fólk vitsmunalega eða tilfinningalega. Trúnni er af mörgum mjög ákveðið ýtt úr almannarýminu. Tími sjálfdæmishyggjunnar er löngu kominn. En sjálfhverfing og persónuleg einstaklingshyggja hefur líka sín mörk. Veigamikill þáttur átrúnaðar og kristni líka er að veita einstaklingum reynslu, skilning, skynjunog lífsstefnu. Þetta er þeim mun mikilvægara í þeirri þróun hins tæknivædda hluta heimsins að æ fleiri lifa í takmörkuðum bergmálshelli eða hellum skoðanasystra og skoðanabræðra. Margir pólitískir lukkuriddarar hafa alið á tortryggni í garð þekkingar og fræða. Pútín og einræðismaskína hans telur sér fært að halda stórþjóð í ofurgreipum einfeldningslegrar sögutúlkunar og þröngrar hugmyndafræði til að tryggja sér vald og skrumskæla þekkingu og staðreyndir. Stórgildum mennskunar og manngildi þar meðtalið er fórnað á altari smásálanna. Gegn öllu slíku æpir djúpþrá manna eftir hinu djúpa, góða, fagra og varanlegra. Guð er frumljóð manna.

Hjálp Guð – kyrie eleison

Þegar fallbyssurnar drynja og hrygluhljóðin heyrast verður fólk meðvitaðra um engla og Guð. Í upphafi hins andstyggilega árásarstríðs Rússa í Úkraínu opnuðust allar sálargáttir þeirra sem ráðist var á. Hin trúlausu æptu upp í himininn og báðu um hjálp. Guð – hjálpaðu mér – hjálpaðu okkur. Þá var líka rifjað upp að í skotgröfunum væri enginn trúlaus – ekki heldur hin guðlausu. Að trúa og kalla á Guð í hræðilegum aðstæðum er ekki brotthvarf frá viti, greind, skynsemi eða heilbrigði. Þegar allt hrynur, allt fellur saman í svarthol hryllingsins hamast guðsþörfin og hendist eiginlega fram. Sálin æpir á skapara sinn og vin. Í neyslusamfélögum vestursins hefur tilgangsleysi aukist og sálaróró magnast. Lofstslagsvá, mengun náttúrunnar og skelfilegur ránskapur manna víða um heim hafa lyft upp áleitnum spurningum um framtíð. Erum við menn að klára auðlindir, möguleika og loka tíma okkar sem tegundar? Í mengunarfári heimsins skelfast æ fleiri einhvers konar heimsendi og þá magnast þörfin fyrir dýpri rök, dýpri festu og eitthvað varanlegra en myrðandi þjóðarleiðtoga og einu gildir hvort þeir eru í Rússlandi eða einhverju öðru landi. Enginn hörgull er á sjálfhverfu og illa innrættu fólki sem sækir í völd en mikill hörgull er á getu til að vinna með mál, mengun, pólitík og tækni. Í krísununum vakna eiginlega þau óp sem hljóma í öllum messum kirkjunnar: Kyrie eleison – Guð miskunna þú okkur, Guð hjálpa okkur.

Elskhuginn og guðsmynd elskunnar

Það merkilega er að íslensk kristni hefur alla tíð búið við ógn og eyðandi krafta. Trúarhefð okkar í alls konar túlkunum er fjársjóður til að ganga í og nýta. Við þurfum ekki lengur að velja á milli Hallgríms og Vídalíns, eða trúarhugmynda eftirsiðbótartímans og nýgufræði. Eða milli sálarrannsókna og Sigurbjarnar eða tuttugustu aldar guðfræði og samtíma okkar. Svarendur Hallgrímskirkju, kirkjufólkið í þessari kirkju, tjáir ágætlega með svörum sínum að það hefur trú á krafti Guðs og velur sér guðsmyndirnar sjálft. Guðsmyndir eru tjáning einstaklinga og hópa og lifa aðeins ef þær túlka upplifun, tjá reynslu og megna að tengja við hrollkaldan veruleika stríða, áfalla, sorgar og dauða en líka bros barna, unaðar, gleði, nautnar, hláturs og fagnaðar. Trú er á innleið því við menn höfum klúðrað svo herfilega. Sigurbjörn taldi að trúin á mannin hefði mistekist. Mín útgáfa er að Guð sé elskhugi heimsins. Það er mín guðsmynd af hinum elskandi sem hættir ekki að elska þrátt fyrir svik manna. Sú mynd sem ég hef dregið upp er kraftguðfræði í samræmi við hugmyndir ykkar margra. Guð sem máttur er skapar en yfirgefur ekki heiminn eins og myndin af Guði sem klukkusmið á sautjándu og átjándu öld. Það var myndin af Guði sem hefði skapað en síðan dregið sig í hlé. Sá Guð sem ég þekki er mátturinn sem hríslast í lífríkinu, í fegurð menningarinnar og þmt listar, í tilfinningum, í ástaratlotum upp í rúmi, hin sívirka dásamlega nánd sem ekki tekur frelsið frá fólki eða lífi heldur varpar stöðugt upp möguleikum og valkostum til að velja hið góða. Í þeim efnum hef ég lært margt af A.N. Whitehead og ferliguðfræðinni. Á sunnudaginn var ræddi ég um hið illa og guðstrú og þið getið flett upp þeirri guðsmynd sem ég túlkaði í því samhengi og að Guð er ekki valdur að böli heimsins og ber enga ábyrgð á Pútín eða einelti í skólanum heldur er nálægur öllum til að skapa forsendur gæða, efla frið og réttlæti, auka unað og magna gæði. Eskhugalíking Guðs á sér síðan systurlíkingar í líkingum af vini, móður, syni og dóttur. Líkingar af anda og krafti ríma við þær birtingarmyndir elskunnar. Myndlíkingar til að túlka Guð, menn og veröldina fæðast en deyja líka í rás tímans. Mikilvægt er að í túlkun trúar sé trúin rýnd og aðferðir sem nýtast á hverjum tíma séu notaðar af alúð og grandskoðun. Tvíhyggja nýguðfræðinnnar var t.d. vond nálgun sem ekki gekk upp. Nútímaguðfræði og prédikun kallar á heildstæðari nálgun. Krafthyggja Hallgrímskirkjufólks er í slíkum anda hægt er að fara enn lengra og túlka veröldina sem líkama Guðs. Á því máli eru margar hliðar og í guðfræðisögunni hefur verið gerður greinarmunur á panteisma – að allt sé guðlegt – og panenteisma – að Guð sé í öllu en sé ekki allt. Í þeirri nálgun felst að allt sé í Guði. Guðsmynd elskunnar hef ég túlkað í prédikunum og hugvekjum, eins og mörg ykkar þekkið. Ég vona einnig að ég hafi möguleika á að teikna þá mynd með enn skýrara móti í verkum næstu ára ef elskhuginn yrkir mitt líf áfram, hvíslar skemmtilegheitum í sálardjúpin og gefur mátt.

Talað um Guð. Hallgrímskirkja. Þriðjudagsfundur 28. febrúar 2023.

Meðfylgjandi mynd tók ég í Árnessýslu í desember 2021, stóð austan í Ingólfsfjalli, nærri útfalli Sogs úr Álftavatni og beindi linsu í upp og mót norð-austri. Gróðurhúsalýsingin í Laugarási og Reykholti – jafnvel Flúðum sést neðst á myndinni. Ég bjó í Árnessýslu í mörg ár en sá aldrei svona stórkostlegan dansleik á þeim árum.