Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

Kjósin hennar Kristjönu og kosningaréttur kvenna

Elín Sigrún Jónsdóttir skrifaði árið 2015 um kosningarétt kvenna og Kristjönu Jóhannsdóttur, 1891-1969, móðurömmu hennar:

„19. júní hefur lengi verið mikill hátíðisdagur í mínum huga. Á þeim degi minnist ég ömmu minnar. Hún fagnaði kosningarétti kvenna innilega og hún virti lýðræðið mikils. Hún varð ekkja aðeins 28 ára gömul og þá var þriðja barnið á leiðinni. Amma var hetja, hafði mikið fyrir lífinu en lifði óbuguð og með reisn þrátt fyrir áföllin. 

Ég var átta ára gömul þegar ég fór með henni á kjörstað. Hún gaf mér íslenskan fána, klæddi mig í minn fínasta kjól og í sparikápuna mína. Sjálf var hún á upphlut, prúðbúin og glæsileg. Á leiðinni á kjörstað sagði hún mér söguna af hve lengi hún hafði þráð það að fá að kjósa og hve kosningarétturinn hafi verið henni langþráður. Amma sagði mér líka söguna af því þegar hún fór í fyrsta sinn á kjörstað. Hún hafði engan til að passa fyrir sig og skildi elsta drenginn eftir heima með litlu systurnar. Á meðan börnin voru ein heima, kom frænka í heimsókn og spurði eftir mömmunni. Drengurinn brast í grát og stundi upp: „Ég er svo hræddur um að mamma komi ekki fyrr en á morgunn – hún mamma fór í Kjósina.“ Amma sagði mér þessa sögu með svo mikilli hlýju og innlifun að sagan greiptist í huga minn. Ég skynjaði að amma var að miðla mér mikilvægum viðburði í eigin sögu. Þegar foreldrar mínir fóru á kjörstað var jafnan haft að orðtæki og sagt með gleði að nú væri kominn tím til að punta sig og fara „í Kjósina.“

Vorið 2012, vorum við hjónin að fara á kjörstað og kjósa í forsetakosningu. Þá var hringt á dyrabjöllunni. Vinur tvíburadrengja minna á sjöunda ári var kominn og spurði þá hvort þeir vildu koma út að leika. En svarið var skýrt: „Nei við getum það ekki, við erum að fara í Kjósina!“ Þegar á kjörstað var komið spurði Ísak, sem hafði kynnt sér frambjóðendur rækilega og ætlaði upp á sitt eindæmi að kjósa konu til forseta: „Hvar á ég að kjósa.“ Við foreldrarnir sögðum honum að börn nytu ekki kosningaréttar. Hann brást hinn versti við og grét svo glumdi um allan Hagaskóla. Á milli grátrokanna hrópaði hann: „Hver setur svona vitlausar reglur?“

Í dag ætla ég að segja drengjunum mínum söguna af langömmu þeirra sem fékk ekki að kjósa fyrr en á fertugsaldri, þá orðin þriggja barna móðir og ekkja. Sú kona vissi að ekkert er sjálfgefið en kunni að fagna tímamótunum. Hún virti kosningaréttinn mikils alla tíð. Saga hennar er mikilvæg saga fyrir drengina, afkomendur hennar, ég hlakka til að fara með þeim á Austurvöll í dag.“

Á myndinni eru Elín Sigrún Jónsdóttir 8 ára og Kristjana Jóhannsdóttir. Á milli þeirra er myndin af Kristni sem grét yfir að mamma hans væri farin í kjósina! 

 

Can we trust Trump and the Americans?

By Sigurdur Arni Thordarson – June 18, 2025

I have made a decision that feels both personal and political: I will not support American businesses in the coming years. I will avoid traveling to the United States, and I have largely stopped purchasing American-made products or using U.S.-based services. Most importantly, I will not remain silent in the face of abuses by Donald Trump, his allies, or anyone who undermines the values I once admired in the American republic. This is not a gesture of hate. It is an expression of sorrow — and resolve.

I was educated in the United States and hold deep respect for its history, its ideals, and its people. I have friends across the country and cherish the hospitality and generosity I encountered there. But it is precisely because I care that I now feel compelled to speak up. I worry that the America I came to know is slipping away — not because of foreign enemies, but because of erosion from within.

The political and cultural polarization in the U.S. has become not only alarming but destabilizing. I fear for the health of American democracy and for the institutions meant to protect it. Reform and accountability are long overdue — but what we are witnessing now is something darker: the normalization of lies, the glorification of power, and the abandonment of the rule of law. These are not just internal matters. The United States, whether it likes it or not, remains a global leader. Under Donald Trump’s leadership, many of us in Europe have been forced to reckon with the consequences of that fact.

Undermining NATO

Trump has repeatedly cast doubt on America’s commitment to NATO, weakening trust among allies and destabilizing the security architecture that has kept Europe at peace since the Second World War. When the U.S. sends signals of unreliability, adversaries notice — and exploit it.

Trade Hostility and Economic Bullying

Rather than strengthening partnerships, the Trump administration embraced trade wars and tariff threats. Longstanding alliances were treated as liabilities rather than assets. Diplomacy gave way to bravado. Trust gave way to suspicion.

A Retreat from Multilateralism

“America First” became, in practice, America alone. The Trump years were marked by a disdain for international cooperation — precisely when global challenges like climate change, migration, and inequality demanded collective action.

Authoritarian Echoes

To many Europeans, Trump’s language and tactics are hauntingly familiar. We have read this chapter in history before — in the 1930s. We know where it can lead. His contempt for checks and balances, his attacks on the press, and his demonization of political opponents should alarm anyone who values democracy.

Environmental Abandonment

The withdrawal from the Paris Agreement and the dismantling of environmental protections sent a clear message: short-term profit over planetary survival. For humanity facing wildfires, floods, and climate-linked migration, this was reckless.

Human Rights Violations

The Trump administration’s treatment of migrants and refugees violated basic principles of human dignity. Separating children from parents, criminalizing asylum, and vilifying outsiders were not only cruel — they ran counter to the values the U.S. once championed.

Aligning with Autocrats

Whether cozying up to Vladimir Putin or praising other strongmen, Trump seemed more comfortable with autocracy than democracy. His behavior towards the Russian invasion to Ukraine not only raised ethical questions — it imperiled European security.

Collapse of Trust

Many Europeans once viewed the United States as a trustworthy friend. That trust has frayed. Today, we see a nation at war with itself — and a leader whose arrogance and erratic behavior cast a long shadow over transatlantic relations.

Resistance and Hope

Across Europe, Trump’s politics have been met with protests and resistance. The approaches and slogans may vary, but the message is consistent: we will not normalize tyranny. We stand with those Americans fighting for decency, justice, and truth.

To be clear: this is not an attack on the American people. It is an appeal to those who believe in the promise of the United States. Trump’s rise has revealed not only American vulnerabilities but our own. European democracies are not immune to the same forces of anger, apathy, and extremism. But exposure can be the first step toward healing. That is why I speak out. I do so as a friend — and as a global citizen who believes silence is complicity.

The photograph above is from July 4, 2017. It shows my sons wearing red-white-and-blue hats, gifts from the U.S. Ambassador to Iceland. I still hope that the ideals represented by those colors — freedom, equality, courage — can be reclaimed and renewed. But for that to happen, more of us must speak.

Elín frá Skógarkoti og snúðar á þjóðhátíð

Kona mín og hennar fjölskylda eru komin út af Jóni Kristjánssyni og Kristínu Eyvindsdóttur í Skógarkoti í Þingvallasveit. Þau hjón áttu níu börn og eitt þeirra var Kristín, langamma Elínar Sigrúnar. Skógarkot lifði í sagnahafi fjölskyldunnar. Þegar við Elín hófum sambúð var Skógarkot mér kært og við gengum gjarnan þangað þegar við áttum leið um Þingvelli. Við höfum líka nokkrum sinnum gengið í Skógarkot á þjóðhátíðardegi með strákunum okkar. Síðast fyrir fimm árum og þá í glampandi sólskini. 

Á þjóðhátíð bakar Elín gjarnan og skreytir bakkelsið með fánum eða fánalitum. Í dag bakaði hún kanelsnúða og toppaði með hvítum glassúr, bláum og rauðum. Svo fórum við austur, Elín og systir hennar, synir og tíkin okkar var heiðursgestur. Við lögðum bílnum á bílastæðinu við Hakið, röltum niður Almannagjá, fórum að Peningagjá – Nikulásargjá og síðan götuna frá Þingvallabæ að Skógarkoti. Fíngerður úðinn var hressandi, fjöldi skógarþrasta og einn rjúpnakarri sungu af hjarta og birki- og blómailmurinn umvafði.

Í Skógarkoti var túngarðurinn dúkaður og fánum komið fyrir. Svo veiddi Elín upp bakkelsið og slegið var upp veislu. Nokkrar bandarískar og kanadískar dömur komu og skömmu síðar Þjóðverji og Ítali sem töluðu stórkostlega íslensku. Veitingarnar voru ríkulegar og Elín gekk til útlendinganna og bauð þeim kanelsnúða. Og það var eins og hún gengi um með altarissakramentið og útdeildi því þau tóku svo vel við og af djúpu þakklæti. Kannski varð þetta hápunktur Íslandsferðar þeirra þegar manna af minningahimni Skógarkots varð þeirra fæði. Elín fullyrti að Kristín formóðir hennar hefði fært ferðafólki næringu í fortíðinni. Þetta væri svona á Íslandi, gestrisni að hætti for-mæðra og -feðra væri enn fullgild. Þeim þótti merkilegt að snúðakonan væri ættuð af þessum gestrisnishól. Andi Kristínar var nærri og skógurinn andvarpaði af sögusælu.

Svo gengum við götuna til vesturs, þessa sem löguð var fyrir lýðveldishátíðina 1994. Á þeim tíma bjó ég á Þingvöllum og fræddi öll ungmennin frá Reykjavík sem voru send á morgnana til Þingvalla til að undirbúa hátíðina. Það voru góðir en annasamir dagar og gatan er enn góð og greiðfær – ég lofaði þau öll sem unnu gott verk á þeim tíma. Öxarárfoss brosti við okkur. Gangan var hressandi, við vorum alsæl. Gleðilega þjóðhátíð Íslendingar – vitjum Þingvalla og göngum um hraunið og vitjum dásemdanna. Jafnvel kanelsnúðar verða boðnir!  

Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, 2025.

Þegjum ekki

Þeir sem ekki læra af sögunni endurtaka mistök fortíðar. Og þau verða dýru verði keypt og hryllileg. Lýðræði er brothætt og nú ógnar forseti Bandaríkjanna því með því að sækja að stofnunum ríkisins og reyna valdmörk. Aðferðir Trump og MAGA minna mig æ meir á uppgang nazismans í Þýskalandi á fjórða áratug 20. aldar. Hitler og félagar gerðu út á reiði fólks og ólu á vantrausti í garð stofnana, skóla og leiðtoga samfélagsins. Þeir sundruðu samfélaginu með hatursáróðri, útlendingaandúð, mannfjandsamlegri flokkun fólks og róttækri þjóðernishyggju.

Trump og félagar í MAGA beita óþægilega líkum aðferðum. Þeir kynda undir óánægju, magna andstæður og hatur milli hópa, halda fram alls konar falsfréttum um svik og ásókn óvina. Ráðist er á fjölmiðla, sérfræðinga, menntastofnanir og réttarkerfi landsins. Stöðugt er grafið undan stofnunum og trausti, spennan er aukin sem mest má verða. Alið er á persónudýrkun af því tagi sem við þekkjum frá sértrúarhópum. Dæmin hræða. Trump-cult er í gerðinni. Einræðistilburðir og einræðissókn Trumps er augljós. Fólki er hótað, farið er fram hjá löglegum forystumönnum og þeir niðurlægðir. En þó er mikilvægur munur á Bandaríkjunum og Þýskalandi nazismans og drápshryllingsins. Bandaríkin eru enn lýðræðisríki. Það er ekki aðeins hlutverk vina okkar í Bandaríkjunum að standa vörð um lýðræðið vestan hafs. Við höfum líka rödd. Ég naut menntunar í einum besta háskóla Bandaríkjanna á sínum tíma. Mér er mjög annt um hefð ríkisins, sögu, menningu og fólk. Ég mótmæli og mun mótmæla, sniðgeng bandarískar vörur og tala við vini mína og legg það lið sem ég má. Ég hugsa til prestsins Martin Niemöller sem iðraðist mjög í fangabúðum nazista að hafa ekki staðið með þeim sem höfðu verið jaðarsettir og niðurlægðir: „Fyrst komu þeir og sóttu sósíalista, og ég sagði ekkert – því ég var ekki sósíalisti. Svo komu þeir og sóttu verkalýðsfólkið, og ég sagði ekkert – því ég var ekki verkamaður. Þá komu þeir og sóttu gyðingana, og ég sagði ekkert – því ég var ekki gyðingur. Loks komu þeir og sóttu mig – og þá var enginn eftir til að segja neitt.“ „Þegar valdsmenn sverta sannleikann og réttlætið, er þögnin samsekt.“ Þegjum ekki.

Hin drepnu gera enga uppreisn. 

Bjössi og sjómennskan

Þegar ég ólst upp á Grímstaðaholtinu var á vorin mikið fjör við Þormóðsstaðafjöruna við Ægisíðu. Þar voru bátar grásleppukarlanna. Björn Guðjónsson var kóngurinn á svæðinu. Íbúar í Vesturbænum könnuðust við Bjössa og allir krakkar á Grímsstaðaholtinu þekktu hann. Við, smáfólkið, sóttum í fjölbreytilegt lífið við ströndina, skoðuðum kuðunga og iðandi fjörulífverur og veiddum fisk. Stundum synti torfa af stórufsa upp í fjöruna þar sem þurkhjallur Björns var. Það var gaman að veiða ufsann á stöng því hann var svo sprettharður. Trillukarlarnir skildu veiðihug barnanna og gáfu beitu. Þeir voru flestir vinsamlegir en Björn var þeirra fremstur. Hann var sækóngurinn í heimi okkar barnanna, glæsilegur eins og Hollywoodstjarna, hélt sig vel og var sómi stéttar sinnar. Báturinn hans var alltaf hreinn og kofinn hans sérlega snyrtilegur. Björn var mildur höfðingi í sinni verstöð. Hann var glettinn og elskulegur við yngri sem eldri og sannur mannvirðingarmaður. Skapfestan kom vel í ljós þegar á einhvern var hallað. Þá var Björn strax kominn við hlið þess sem að var sótt eða var minni máttar. Einu gilti hvort til hans komu börn, útigangsmenn eða þjóðhöfðingi. Allir nutu sömu ljúflyndisglettninnar, en hinir fátæku nutu hins vegar sérstakrar viðskiptavildar og verðið til þeirra var stundum talsvert neðan við þekkt kílóverð. Björn þekkti ekki aðeins umhyggjusiðfræði kristninnar, heldur iðkaði hana í lífinu og í samskiptum við fólk. Hann var „grand” í lífinu og stærstur í samskiptum. Hann var samherji í samfélagi.

Af því mér þótti Bjössi heillandi og traustins verður spurði ég hann ein sinni þegar ég var ellefu ára hvort ég mætti fara á sjó með honum. Hann tók spurningunni ljúflega en lofaði engu fyrr en foreldraleyfið væri veitt. Og pabbi og mamma treystu Birni Guðjónssyni og öllu hans fólki. Róðurinn með Bjössa var eftirminnilegur dýrðardagur. Góðmiðin við Staðarboða út af Álftanesi gáfu vel. Skipstjórinn var fumlaus. Meðan hann dró netin og skellti inn hrognkelsum og rauðmaga, fylgdist hann með skýjafari, blikum á lofti og lífi í sjó. Hann skýrði líka verkin fyrir hásetanum, talaði um sker og boða, benti mér á hnísu í sjónum og sagði frá þaraþyrsklingi, sem hann sá í djúpinu og hélt örfyrirlestur um hvernig þarinn skilaði kviðlit fiskjarins. Það var helgi í manninum og lotningarverð elska í starfi hans.

Á sjómannadegi hugsa ég gjarnan til sjómannanna sem ég þekki og hafa haft áhrif á fólk og mótað umhverfi sitt. Margir sjómenn hafa verið fyrirmyndir eins og Björn var mér. Sjómennirnir sem fólkið þeirra og fjölskyldur hefur verið lykilfólk í mótun velferðarsamfélags Íslands. Við minnumst líka þeirra sem farið hafa í hafið og íhugum afleiðingar fyrir ástvini þeirra og menningu þjóðarinnar. Við erum flest komin af fólki sem hefur sótt sjóinn. Báðir afar mínir voru sjómenn meðfram fjár- og kúabúskap. Fjölskylda konu minnar hafði lifibrauð af sjósókn. Sjómenn eru í flestum íslenskum fjölskyldum og höggvin hafa verið skörð í þær flestar. Algengt var fyrrum að þegar vermenn fóru á vertíð kvöddu þeir ástvini sína eins og þeir færu að heiman í síðasta sinn og ættu aldrei eftir að sjá þá aftur. Í stærstu sjóslysum aldanna fórust svo margir að hlutfallstollurinn var meiri en mannfall herþjóða í stríðum. Slagur Íslendinga var við haf og æðandi náttúruöfl. Í þeirri glímu varð til slitsterk trú og tenging við allt það mesta, besta og stærsta, Guð.

Trú og sjór tengjast. Aðalrými kirkna eru kölluð kirkjuskip. Og svo eru í ýmsum kirkjum skip sem svífa yfir höfðum fólks, oftast trébátar, annað hvort smækkaðar útgáfur af árabátum eða seglskipum. Skipin eru oftast fagrir gripir og völundarsmíð. Fallegar skútur, skonnortur og sú tegund skipa sem þekkt voru á fyrri öldum, en ég hef aldrei rekist á kafbát í kirkju, ekki smækkaða útgáfu af herskipi, togara eða fraktara. Þrátt fyrir alla sjómennsku Íslendinga eru skip þó ekki eins algeng í kirkjum okkar eins og víða erlendis. Guðjón Samúelsson skoðaði vel Grundvigskirkjuna áður en hann teiknaði Hallgrímskirkju og í hinu einfalda og stílhreina rými þess hrífandi guðshúss er fagurt skip svífandi. Þessi skip í kirkjum heimsins eru ekki sett upp á sjómannadögum. Þau eru þarna allt árið. Þau eru tákn. Og minna ekki aðeins á að Guð gefur fæðu og það sem við þörfnumst til lífsgæða. Þau minna líka á að Jesús var veiðimaður og lærisveinar hans líka. “Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar”, sagði Jesús. Veiðisögurnar af Jesú varða að tryggja líf, bæta það og efla. Veiðiskapur þeirra var í þágu manna, veiða menn til lífsbjargar og lífsgæða. Veiðskapur guðsríkisins.

Í dag er sjómannadagur – merkilegur dagur sem minnir okkur á upphaf okkar Íslendinga, lífsbaráttu fólksins okkar og þjóðar. En sjómenn allra alda hafa ekki aðeins veitt fisk til næringar heldur líka verið ábyrgir björgunarmenn, þjónar samfélags síns. Björn Guðjónsson dró ekki aðeins fisk úr sjó heldur var líka öflugur félagi í samtökum smábátaeigenda. Hann lagði ekki aðeins fisk við dyr þeirra sem höfðu lítið milli handa og í búri. Hlutverk hans var stórt, að þjóna öðrum og gegna kalli mennskunnar. Hann var sem tákn samstöðu, samheldni og samvinnu. Björn bjargaði fólki og var eiginlega heil björgunarsveit í sjálfum sér, alltaf á vakt og til reiðu. Þegar hann sá, að ungmenni voru að leika sér á Hrakhólmum, sem eru sker við Álftanes, fór hann stóran krók til að tryggja að þau flæddi ekki á skerjum. Hann bjargaði þeim og kom þeim á þurrt. Krakkarnir á Grímsstaðaholti fleyttu kössum og flekum á flot og svo tók útfallið þessi fley og krakkana með. Oft bjargaði Björn börnum af flekum á floti, sem stefndu til hafs.

Sjómenn róa helst ekki á sjómannadegi. Skipin eru í höfn og sjómenn gleðjast í landi. Á slíkum dögum vitjaði Björn Guðjónsson ekki heldur neta sinna utan einu sinni. Hann var ekki í rónni þegar hann vaknaði, fann kallið hið innra, ræsti út son sinn sem ekkert skildi í karlinum. En í þetta sinn skyldi róið. Ekki höfðu þeir lengi farið þegar þeir komu að skútu á hvolfi. Kaldir menn voru á kili og í bráðri lífshættu. Þeir feðgar björguðu þeim um borð í trilluna og komu í hlýju og til lífs. Lengra fóru þeir Björn og sonur hans ekki þennan daginn. Erindi þeirra var lokið þann daginn því fólki var bjargað. Veiðskapur guðsríkisins, samherjar lífsins. Engra neta var vitjað þennan dag, en sá sem heyrir kallið þvert á kerfi og reglur veit hvenær á að fara út þrátt fyrir hefðbundin mótrök. Þannig er besta sjómennskan.

Minning á sjómannadegi.