Lifrarkæfu búum við til fyrir Þorláksmessupartí og jól. Lifrarkæfan er dásamleg sem smágjöf fyrir jólin og mörgum þykir gott að eiga hana fyrir jólamorgun eða dásemdarstundir jóladaganna. Melabúðin og góðar kjötvinnsluyr hafa hakkaða svínalifur og svínaspekk í hálfs kílós pakningum sem léttir kæfugerðina. Verði ykkur að góðu
1 kg svínalifur
½ kg svínaspik
3-4 laukar – handsaxað
1 hvítlaukur – smáskorinn
3 tsk krydd, tímían, rósmarín, oreganó og chili – hlutföll að smekk
2 tsk pipar
2 msk gróft sjávarsalt
120 gr smjör
200 gr hveiti
3 dl mjólk
4 stk egg
Bakað upp með smjöri og hveiti og þynnt með mjólkinni. Eggin sett út í eitt og eitt í senn og hrærð sama við. Ekki látið sjóða. Kryddið, laukur og hvítlaukur sett saman við. Síðan kælt aðeins. Hakkinu blandað saman við. Ofn á 160 °C. Allt sett í form.
Síðan eru formin sett á plötu með vatni – þ.e. vatnsbað og soðið í ofninum ca. 1 klukkustund.
Augngælur eru ekki síður mikivægar en bragðgælur. Kæfan gleður augu ef rennt er ribsgeli yfir kæfuna þegar fulleldað er og skreytt með t.d. rósmaríngrein – eða berjum – eða bara fallegu kryddi. Rósapipar er nýtanlegur líka.
Verði ykkur að góðu – og vert að þakka skapara alls sem er fyrir lífsgæðin. 🙂
