Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín

Vladimir Pútín dáir Fjodor Dostójevskí og telur að Karamazov-bræðurnir sé ein af mikilvægustu bókum Rússa. Pútín hefur sagt að Dostójevskí sé einn þeirra rithöfunda sem skilji hvað best vald, ábyrgð og andstæðuna milli frelsis og skyldu. En Pútín er nútímaútgáfa rannsóknardómarans í Sevilla.

Rannsóknardómarinn ógurlegi

Ívan Karamazov sagði Aljosha, bróður sínum, sögu um kardínála sem var rannsóknardómari í Sevilla á Spáni. Sagan varð lykilsaga hins mikla sagnabálks um líf og örlög Karamazov-bræðranna. Í sögu Ívans segir frá að Jesús Kristur heimsótti Sevilla á tímum spænska rannsóknarréttarins sem var ofstækisútgáfa kaþólsku á miðöldum. Jesús fór meðal fólks, læknaði sjúka og lífgaði látið barn. Fólkið í borginni taldi sig þekkja Jesú Krist í þessum lækningamanni og lífgjafa en rannsóknardómarinn lét handtaka frelsarann í nafni kirkjunnar.

Klerkur vitjaði Jesú Krists svo í fangelsinu um nótt. Hann hélt langa ákærutölu og ásakaði Jesú fyrir að hafa ofmetið mennina, brugðist rangt við og haldið fram kenningu sem ekki passaði fólki. Jesús hafi ofmetið möguleika manna og ekki skilið að fólk kysi frekar mat en frelsi, að menn þyldu ekki að axla mikla ábyrgð og gætu ekki auðveldlega valið á milli kosta. Þess vegna hefði kirkjan neyðst til að leiðrétta boðskap Jesú Krists og búa til nýjar áherslur. Frelsi hefði verið skipt út og hlýðni komið í þess stað. Kirkjustjórnin hafi leiðrétt stefnu Jesú Krists og því gert mennina hamingjusama. Rannsóknardómarinn fangelsaði Jesú Krist, ákærði hann og dæmdi. Reyndar stóð Jesús upp án þess að verja sig eða mótmæla, kyssti kardínálann og hvarf síðan.

Frelsi eða hlýðni

Í fangelsisræðunni eru bornar saman ólíkar hugmyndir um frelsi og dýpstu þarfir manna. Stefna Jesú er stefna hins róttæka frelsis, virðingar fyrir manngildi og gildum. En stefna dómarans og leiðtoga kirkju einræðisins er táknmynd samfléttaðs valds og trúar, ástar og kúgunar. Rannsóknardómarinn elskar vissulega mannkynið en sú ást bindur og fjötrar. Hann álítur að mannfólkið sé það óþroskað og ósjálfstætt að það þarfnist sterks leiðtoga sem ákveður hvað sé rétt og hollt og hvað ekki. Þessi fulltrúi kirkjunnar afneitaði því Jesú Kristi í nafni mannúðar. Kjarni stefnu dómarans er að frelsi sé mönnum ekki blessun heldur byrði. Í ýmsum rússneskum trúar- og menningarhefðum er líka kennt að vilji fólks nægi ekki í lífsbarátunni heldur aðeins undirgefni við vilja Guðs. Merking og sátt fólks fæðist í hlýðni og skýrist í þjáningu. Hlýðni og þjáning er gjarnan réttlætt í ofstjórnarkerfum.

Rússahlýðnin og ríkið

Það er ekki tilviljun að Pútín talar um ríkið sem foreldri þjóðarinnar. Hann telur að Rússar þarfnist stjórnar sem getur varið þá gegn óreiðu frelsisins. Hann lýsir Vesturlöndum sem spilltum vegna einstaklingshyggju og siðferðisupplausnar en kennir að Rússland varðveiti siðferðisstyrk og öryggi. Lífsafstaða og heimsmynd Pútíns er sú sama og rannsóknardómarans, að frelsi leiði til sundrungar en hlýðni til öryggis og sáttar.

Pútín telur að Rússland hafi misst trúna þegar Sovétríkin féllu. Hlutverk hans sé að gefa fólki traust, þó ekki í frelsi, heldur með trú, þjóðernisvitund og öflugri landsstjórn. Afstaða Pútíns er að Rússar, rétt eins og íbúar Sevilla samkvæmt kenningu rannsóknardómarans, sækist eftir því sem sameinar. Hlutverk leiðtoga sé að veita öryggi. Og stjórinn verður jafnframt táknmynd þess hóps sem hann stjórnar og veitir nánast guðlegt öryggi.

Ást sem lemur

Það sem gerir rannsóknardómarann í Sevilla skv. sögu Dostójevskís svo ógnvænlegan var ekki grimmd hans, heldur fremur ást hans. Hann réttlætti kúgun með góðmennsku. Hann svifti fólk frelsi til að frelsa það frá sjálfu sér. Þá djúpu siðferðislegu þversögn í riti Dostójevskís hefur Pútín gert að meginstefnu rússneskrar stjórnsýslu. Hann talar ekki eins og harðstjóri sem óttast fólk, heldur eins og verndari sem elskar það. Hann réttlætir árás á frelsi fjölmiðla sem varnarráðstöfun gegn siðspillingu Vesturlanda. Hann segir að Rússar þurfi að vera sameinaðir gegn ógn utanaðkomandi hugmyndafræði og gegn öllu vafasömu sem veikir þjóðina. Í nafni kærleika og trúar byggir hann kerfi sem útilokar efa og umbunar hlýðni. Það var líka aðferð rannsóknardómarans. Pólitísk stefna og siðfræði Pútíns er lík aðferð hrottans í heimilisofbeldi, að alvöru húsbóndi lemji fólkið sitt vegna ástar og umhyggju. Pútín er líkur rannsóknardómaranum í því að hann skammast sín ekki fyrir dóma og dráp. Báðir eru vissir í sinni sök – forhertir.

Kirkja sem ambátt

Í ræðu rannsóknardómarans er kirkja valdastofnun sem skilgreinir og stjórnar fólki og notar trú til að réttlæta og styrkja vald sitt. Sevillakirkjan hafði tekið yfir stjórn hins veraldlega samfélags. Í Rússlandi Pútíns hefur samruni líka orðið en með því móti að ríkið hefur innlimað kirkjuna í valdakerfi sitt. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan er notuð sem menningarleg og andleg réttlæting ríkisvaldsins. Rússakirkjan blessar stríð, réttlætir fórnir og kallar andstöðu við Pútínstefnuna guðleysi. Pútín ver kirkjuna gegn gagnrýnendum, fangelsar þá og jafnvel líflætur. Rússneska ríkið hefur gert kirkjuna að ambátt sinni. Kirkjan gengur erinda pólitískrar stefnu. Ríki og kirkja eru eining, eitt kerfi. Þjóðin er líkami en leiðtoginn höfuð hennar. Pútín talar um Rússland sem heilagt land, siðferðilegt vald sem ver heiminn fyrir spilltri menningu. Pútínstefna minnir á Sevilla-einræði dómarans, að kirkjan hafi tekið að sér að gera mannkynið hamingjusamt með því að stjórna því Jesús Kristur hafi verið of veikur til að halda því saman.

Hinn eitraði kokteill

Dostójevskí sá og túlkaði hættuna á ofríki þegar hann skrifaði bókina um Karamazov-bræðurna. Þegar fólk er svift hinu djúpa og róttæka frelsi trúar verður til skert en hættulegt valdakerfi. Einræðisherrar telja sig hafa rétt fyrir sér, þeir elski fólk svo mikið að þeir megi og eigi að skilgreina í hverju velferð þess er fólgin. Fólk geti ekki valið rétt og orðið hamingjusamt nema kerfið sé í stíl við trú og stefnu leiðtogans.

Í djúpi sögu Dostójevskís er viðvörun um að kirkja sem óttast frelsi manna breytist í dómstól sem hlýðir valdi og er gríma guðleysis. Slíkir dómstólar fara á svig við manngildi og mannhelgi. Í hugmyndafræði Pútíns er trú ekki persónuleg reynsla og ræktuð í frelsi. Trú er skyldurækni og hlýðni við þjóð og leiðtoga. Þegar trú verður að þjónkun við siðareglu ríkisins verður hún að tæki stjórnunar. Trú sameinuð pólitík er eitraður kokteill.

Víti til varnaðar

Jesús sagði ekkert, kyssti dómarann og fór. En kirkjuhöfðinginn sagði Jesú að fara og koma aldrei aftur. Senan er spegill allra valdhafa sem segjast virða hið trúarlega, jafnvel elska Guð, en bæta við: „Ekki trufla okkur.“ Pútín og rannsóknardómarinn kjósa ríki og samfélag þar sem friður og eining ríkja jafnvel þótt það sé á kostnað sannleikans og blóði drifið. Frelsið er dýrt.

Það er átakanlegt að Dostójevskí sem vildi bjarga Rússlandi frá andlausri nútímahyggju skuli hafa orðið innblástur fyrir vald sem réttlætir sterka forsjárhyggju og harðræði. En Dostójevskí var skarpur. Hann sá og skildi að mannfólkið er bæði trúarverur og samfélagsverur. Hann áttaði sig að ást á villigötum getur umbreyst í ofríki ef hún virðir ekki frelsi fólks og margbreytileika. Rannsóknardómarinn er ekki aðeins persóna í bókmenntum heldur víti til varnaðar. Í pólitík Pútíns er draugagangur. Pútín dáir kannski Dostójevskí og bók hans um Karamazov-bræðurna en Pútín er orðinn böðull í flokki rannsóknardómarans í Sevilla. Pútín er maðurinn sem elskar þjóðina of mikið til að treysta henni. Í því er fall hans fólgið. Jesús hefur þegar kysst hann.

Birtist sem skoðunargrein í Vísi 3. desember 2025

Er fólk rusl?

Manneskjan er mesta undrið. Það er áhersla vestræns húmanisma að virða fólk. Kristnir menn fylgja dæmi  og visku Jesú Krists sem mat fólk mikils, virti manngildi og sá undur í öllum mannverum.

Í frétt mbl og í helstu fréttaveitum heims 2. desember var miðlað að Donald Trump hefði sagt að Sómalir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. En orðavalið er ekki raus pirraðs öldungs heldur í samræmi við mynstur og meðvitað val. Trump hefur árum saman kallað pólitíska andstæðinga „losers“, blaðamenn „svín“, konur „ljótar“ og innflytjendur „sýkta“, „hættulega“ eða „óhreina“. Trump lætur sér ekki nægja að gagnrýna skoðanir eða greina rök heldur ræðast beint á persónurnar, niðurlægir, gerir lítið úr og smyr svo hroðanum á hóp eða þjóð.

Þessi tegund árásar þjónar tilgangi. Hún skiptir fólki í „við“ og „þið“. „Við“ erum hin sönnu,  raunverulegu fórnarlömb illsku hinna. „Þið“ eða „þeir“ eru óvinirnir, sníkjudýr, ógn, byrði, rusl. Þetta er sandkassapólitík óvita. Veruleikinn er einfaldaður, skrumskældur og líka hættulegur.

Þegar Trump kallar einhvern rusl, ljótan eða hættulegan hefur það afleiðingar. Málnotkunin réttlætir fyrirlitningu, eykur spennu, býr til gjár í samfélagi fólks og jafnvel kallar á samfélagslega grimmd og ofbeldi. Þegar fólk er afmennskað er auðveldara að réttlæta hræðilegar aðgerðir gegn því, senda úr landi og skjóta það á bátum úti á hafi.

Í lýðræðissamfélagi er skýrmælt og harðorð gagnrýni eðlileg og nauðsynleg. Í heilbrigðu samfélagi er tekist á um stefnumál, færð rök með og móti og svo markar lýðræðilega kjörinn meirihluti stefnuna. Lýðræði gerir ráð fyrir að allir geti lagt til mál og hið mikilvæga sé mótað í virkni og átökum.

En þegar leiðtogi gerir mannfyrirlitningu að stjórnmálastefnu og kallar fólk er rusl, svín eða skepnur hefur orðið pólitískt hrun. Orð skipta máli og móta. Þegar fólk er ekki lengur virt, hvorki manngildi þess né mannleg reisn er pólitískt gjaldþrot opinberað. Mannhatur Donalds Trump er ljóst. Forréttindablindir henta illa til leiðtogastarfa. Fólk er aldrei rusl – ekki heldur þeir sem hata aðra.

 

Bænalisti Porvoo-kirknasambandsins 2026

Á hverju ári birtir samstarfsnefnd Porvoo-kirknasmabandsins á heimasíðu þess lista bænaefna fyrir vikur ársins. Listinn fyrir 2026 er meðfylgjandi.  Biðjum fyrir kirkjunum, lífi þeirra, starfi og leiðtogum. Meðfylgjandi mynd sáþ úr dómkirkjunni í Manchester í nóvember 2025. 

PORVOO PRAYER DIARY 2026

 The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

The Calendar may be freely copied or emailed for wider circulation.

The Prayer Diary is updated once a year. For corrections and updates, please contact Ecumenical Officer, Magnus Evertsson, Church of Sweden, 

JANUARY

4/1

Church of England: Diocese of London, vacancy – bishop of London, Bishop Lusa Nsenga-Ngoy, Bishop Emma Ineson, Bishop Anderson Jeremiah, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, vacancy – bishop of Stepney.

Church of Norway: Diocese of Nidaros and Trondheim, Presiding Bishop Olav Fykse Tveit, Bishop Herborg Oline Finnset

11/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo

Church of Norway: Diocese of Sør-Hålogaland (Bodø), Bishop Svein Valle

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Sophie Jelley, vacancy – bishop of Warwick.

18/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo

Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Matthew Porter, Bishop Mark Davies

25/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop Michael Volland, Bishop Esther Prior

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Peter Birch

FEBRUARY

1/2

Church in Wales: Diocese of Bangor, vacancy – bishop of Bangor, Bishop David Morris

Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

Evangelical Lutheran Church of the Faroe Islands: Bishop Jógvan Fridriksson

8/2

Church of England: Diocese of Worcester, vacancy – bishop of Worcester, Bishop Martin Gorick (acting bishop)

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Ole Kristian Bonden

15/2

Church of Ireland: United diocese of Tuam, Limerick and Killaloe, Bishop Michael Burrows

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Ulla Thorbjörn Hansen

22/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Debbie Sellin, Bishop John Holbrook

Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey 

MARCH

1/3

Church of England: Diocese of Canterbury – Archbishop Sarah Mullaly, Bishop Rose Hudson-Wilkin

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay

8/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Guli Francis-Dehqani, Bishop Roger Morris, Bishop Lynne Cullens, Bishop Adam Atkinson

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi

15/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Rinalds Grants, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons, Bishop Uldis Gailitis

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Bishop Timothy Wambunya, Bishop Sarah Bullock, Bishop Matthew Parker, Bishop Paul Thomas

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Dorrien Davies

22/3

Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Adrian Wilkinson

Church of England: Diocese of Ely, vacancy – bishop of Ely, Bishop Dagmar Winter (acting bishop)

29/3

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Mads Davidsen

Church of England: Diocese of Sodor and Man, Bishop Tricia Hillas 

APRIL

5/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Martin Modéus, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop Mary Stallard

12/4

Church of England: Diocese of Derby, Bishop Libby Lane, Bishop Malcolm Macnaughton

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop Ian Ellis

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Thomas Reinholdt Rasmussen

19/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Philip North, Bishop Jill Duff, Bishop Joseph Kennedy

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift

The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Paulina Hlawiczka-Trotman

26/4

Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann

Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Nicholas Bundock

MAY

3/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Martin Gainsborough, Bishop Rosemarie Mallet, Bishop Alastair Cutting

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Ragnhild Jepsen

10/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

17/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Paul Davies

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

24/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Mike Harrison, Bishop James Grier, Bishop Moira Astin

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Stig Laegdene

31/5

Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Jackson

The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Worldwide: Archbishop Karlis Zols

JUNE

7/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Gudrun Karls-Helgudottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Gisli Gunnarsson

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

14/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop David Railton

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop George Davison

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

21/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop Andrew Norman

Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Erik Eckerdal

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov-Jakobsen

28/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Stephen Conway, Bishop Nicholas Chamberlain, vacancy – bishop of Grimsby

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Teresia Boström

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Lapua, Bishop Matti Salomäki

JULY

5/7

Church of England: Diocese of St Albans, vacancy – bishop of St Albans, Bishop Richard Atkinson, Bishop Jane Mainwaring

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Marika Markovits

12/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Mark Wroe

Church of Norway: Church of Norway: Diocese of Møre, Bishop Ingeborg Midttømme

19/7

Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Ulrica Fritzson

Church of England: Diocese of Leeds, Bishop Nick Baines, Bishop Malcolm Chamberlain, Bishop Anna Eltringham, Bishop Toby Howarth, Bishop Smitha Prasadam, Bishop Arun Arora

26/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis

Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Andrew Foster 

AUGUST

2/8

Church of England: Diocese of Bristol, vacancy – bishop of Bristol, Bishop Neil Warwick

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

9/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Jonathan Frost

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

16/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

23/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, vacancy – bishop of Edinburgh

30/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Mari Leppänen

Church of England: Diocese of York, Archbishop Stephen Cottrell, Bishop Barry Hill, Bishop Flora Winfield, Bishop Eleanor Sanderson, Bishop Stephen Race

SEPTEMBER

6/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Stephen Lake, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

13/9

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Michael Beasley, Bishop Ruth Worsley (interim bishop in diocese of Liverpool)

20/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Leah Vasey-Saunders

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Paneeraq Siegstad Munk

27/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Bishop John Lomas

Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Saju Mathalaly

OCTOBER

4/10

Church of England: Diocese of Liverpool, vacancy – bishop of Liverpool, vacancy – bishop of Warrington, Bishop Ruth Worsley (interim bishop)

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Archbishop Cherry Vann (Archbishop of Wales)

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

11/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop David Williams, Bishop Hugh Nelson

Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth

Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman

18/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus

Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Dave Bull, Bishop Gavin Collins, Bishop Mary Gregory

25/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop Robert Saner-Haigh

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Anne Lise Ådnøy

NOVEMBER

1/11

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Rhiannon King, Bishop Kelly Betteridge,

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

8/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham Usher, Bishop Ian Bishop, Bishop Jane Steen

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström

15/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Ove Sander (Northern Estonia), Bishop Marko Tiitus (Southern Estonia), Bishop Anti Toplaan (Western Estonia and the Islands)

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Simon Burton-Jones

22/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Joanne Grenfell, vacancy – bishop of Dunwich

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

29/11

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Bo-Göran Åstrand 

DECEMBER

6/12

Church of England: Diocese of Chester, Bishop Mark Tanner, Bishop Julie Conalty, Bishop Sam Corley

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen

13/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Andy Emerton

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Kari Mangrud Alfsvåg

20/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Sunniva Gylver

Church of England: Diocese of Durham, vacancy – bishop of Durham, Bishop Sarah Clark (acting bishop)

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

27/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Ruth Bushyager, Bishop Will Hazlewood

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Mari Parkkinen

Rándýrin í heimi manna

Við Ísak, sonur minn, fórum í bókabúð í Manchester. Ég keypti bækur um stjórnmálaþróun nútíma og arabíska og gyðinglega matargerð. Annars vegar bækur um kryddsögu og kryddblöndur Mið-austurlanda og hins vegar eitraða kokteila nútíma stjórnunarslægðar. Ég gleymdi alveg að horfa á niðurhal af Netflix í fluginu heim því svo heillaðist ég af ruddabók Giuliano da Empoli The Hour of the Predator. Höfundurinn er ítalskur, var ráðgjafi ítalskra stjórnvalda og fór á milli höfuðborga heimsins og kynntist stjórum, aðferðum og kerfum. Í bókinni skýrir hann hvernig einræðisherrar, tæknirisar og ný tegund slægðarpólitíkur mynda mannætukerfi í heimi stjórnmálanna. Bókin er pólitísk greining en líka viðvörun.  

Ein af litríkum sögum sem Empoli segir er um slægð Mohammed bin Salman. MBS læsti þrjú hundruð voldugustu menn Sádi-Arabíu inni á Ritz-Carlton hótelinu í Riyad í nóvember árið 2017. Aðferðin var opinberlega kynnt sem hreinsunaraðgerð. En sögufróðir vita að slíkir gjörningar varðar síður siðferði en tilfærslu valda. Empoli minnir á slíkar voru aðferðir Borgiaættarinnar, að safna óvinunum saman, svipta þá vernd, einangra frá stuðningsnetum sínum og láta þá síðan velja á milli tveggja afarkosta undirgefni eða dauða.

Borgia notaði hallir en MBS notaði lúxushótel. Borgia notaði sverð en MBS notaði banka, skuldabréf og ríkissjóð. Borgia gerði óvini sína eignalausa en MBS gerði það með svokölluðum samningum. Í stað aftöku bauð MBS samninga sem ekki var hægt að hafna. Kostirnir voru að framselja auð og völd eða rotna á lúxushótelinu. Ofbeldið var orðið tæknilegt og bókhaldslegt. Þau sem ekki stjórna lengur eigin fjármunum hafa tapað stöðu og völdum. Tími rándýranna var var runninn upp í mannheimum.

Cesare Borgia vissi líkt og Machiavelli að dreifing valds væri verri en alræðisvald. Hinn brosandi MBS skildi þetta líka og með einni slægðaraðgerð eyddi hann öllum mögulegum keppinautum, náði valdi á gífurlegu fjármagni og kom á jafnvægi innan hirðarinnar. MBS stjórnaði ríkinu, peningunum og hélt í alla stjórnartauma. Borgia notaði aftökur til að skapa ótta en MBS lokaði bankareikningum. Á fyrri öldum sást í hnífa og axir en nú er ógnin fremur tæknileg. Dómum er fullnægt í gagnagrunnum, eignaskrám og rafrænum frystingum fjármuna. Aðferð MBS er aðferð Borgia en í stafrænum heimi. Blóð flýtur ekki um götur og torg heldur er fjármagn fært til. Valdhafinn fær ofurvald og regla rándýranna er einföld: Þú færð að lifa svo fremi sem þú hlýðir. Það er hægt að aflífa menn rafrænt. Ekki undarlegt að slefan slitnar ekki á milli MBS og DT. En auðvitað flýtur blóð líka í alræðiskerfi rándýranna. Khashoggi var aflífaður og skorinn í parta í sendiskrifstofu Sáda í Istanbúl ári eftir innlokunina í hótelinu í Riyad.

Empoli sýnir að vald í samtímanum er ekki lengur bundið við hefðbundin ríki, stofnanir eða lýðræðislegt umboð, heldur með samþættingu tækni, fjármagns, gagna og persónudýrkunar leiðtoga. Með því að tilfæra dæmi frá Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum, Ítalíu og Mið-austurlöndum sýnir hann að þróunin er ekki staðbundin heldur fjölþjóðleg. Empoli segir litríkar sögur af valdaklíkum, ráðgjöfum, spunadoktorum og bakherbergjastjórnmálum. Hann lýsir hvernig valdi er beitt þvert á hugmyndir um lýðræðislega ferla. Og að trúarstökks sé krafist (og nefnir Kierkegård).

Bókin er læsileg og ætluð breiðum lesendahópi. Hún er stutt og beinskeytt. Empoli hvernig samfélagsmiðlar og einföld skilaboð eru farvegir fyrir stjórnarhætti rándýranna. Hann telur að lýðræðisríki séu varnaskert gegn nýju valdakerfi rándýranna. Hann greinir vandann af innsæi og íþrótt en veitir engar lausnir. Empoli lýsir einsleitni, að einræðisherrar, tæknirisar og popúlistar fylgi sömu lögmálum. Vegna áherslunnar á ruddavæðingu stjórnmálanna gerir hann lítið úr ólíkum stjórnarháttum, menningarlegum aðstæðum og pólitískum hefðum. Í bókinni er fólki lýst sem auðstýranlegum múg. En ég held að Empoli vanmeti mótstöðu, gagnrýna hugsun og siðferðilegt sjálfræði almennings. The Hour of the Predator er spark í rassinn en beinir ekki til vegar. Fljótlesin, heillandi og vekjandi bók en ráðalaus gagnvart rándýrum, ruddunum.

Við Ísak erum hugsi, ræðum stefnu og strauma meðan arabíska kryddið og kosher-listarnir eru skoðaðir og steik morgundagsins maríneruð. Blöndur okkar verða til að auka unað og halda ótta burtu. Og pabbinn miðlar til sonar síns að ef við lærum ekki af sögunni séum við dæmd til að endurtaka vitleysur hennar. Í dag les ég svo að beiðni Ísaks Vesalinga Viktors Hugo. Þar er flott persónugallerí og aðdáanlega skýr persónusköpun. Hugo þekkti jú rudda og siðblinda og sagði sögu um alvöru viðbrögð við þeim og slæmri pólitík. Vesalingarnir er m.a. rit um hvernig hægt er að bregðast við rándýrum í mannheimum.  Góðir saman Empoli og Hugo. 

  1. desember 2025.

Frumbyrjur Dags Hjartarsonar

Magga á Kölduhömrum var barni aukin og kýrin í fjósinu kálfi aukin. Kýrin bar á aðfangadagskvöldi og konan fæddi á jólanótt. Kálfurinn lifði en konan dó. Hvernig er hægt að lifa við og vinna úr slíkri sögufléttu?

Við kynnumst í Frumbyrjum, nóvellu Dags Hjartarsonar, bændahjónum á hjara veraldar. Sögumaður er sem alvitur öldungur sem heldur athygli lesenda með vísunum til þroskaviðburða, sveitareynslu, hækulistar, vitrana, skyggnigáfu, fjölskylduátaka og dýra. Í fyrstu fannst mér ég lesa uppfærða sveitasögu Guðrúnar frá Lundi. Svo kom tilfinning fyrir Gísla í Uppsölum, síðan lífssókn Benedikts í Aðventu Gunnars og svo bættust við nokkrar persónur og túlkanir úr Laxneskum skrifum. En sagan var þó algerlega Dags Hjartarsonar, í senn rammíslensk en þó sammannleg og handan þjóðernis.

Snilld Dags er að halda okkur lesendum stöðugt á spennusvæðum og í spennupörum. Magga og Guðmundur eru óvenjuleg. Þau elska en ná ekki að tjá vel ást sína með orðum. Þau eru tillitssöm en fjarlægjast í umhyggju sinni. Þau þrá nánd en kunna æ verr að strjúka. Þau eru barnlaus í búskap sem er frjósemisatvinna. Þau sjá lengra nefi sínu en samt kunnáttuskert um lífsmálin. Þau eru skygn en sjá ekki vel lífsgátuna. Hvort er ríkulegra lífið í veruleikanum eða lífið í handanverunni? Hvað er raunveruleiki, þetta sem séð verður með augunum eða með innri augum? Er það sem maður snertir með fingurgómunum raunverulegra eða það sem verður til við heildarlestur veraldar. Er dulræn skynjun síðri til lífslestursins en jeppaferð suður til Reykjavíkur? Er hamingjan ríkulegri í sveitinni en við Hringbrautina? Getur manneskjan lifað vel í algeru fásinni? Er einhver raunverulegur munur á bónda og hrúti, kálfi og stúlkubarni, konu og kú? Nei, Frumbyrjur er ekki saga sem færir mannlífið niður á plan lágkúrunnar heldur vekur spurningar um hvað við mennirnir erum, hvernig og til hvers. Dagur er kunnáttusamur sögumaður og smekkvís og túlkar vel ríkidæmi fásinnis og fjölvíddir hins einfalda mannlífs. Stílgeta Dags er aðdáunarverð og veraldartúlkun hans kraftmikil.

Frumbyrjur er áhrifarík saga um fólk á mörkum, menn á mærum og lífið í stóra samhenginu.

Frumbyrjur (2025)
Dagur Hjartarson
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa