Klerkaveldi, trú og stjórnmál

Ég var að bíða eftir lyftunni uppi í turni Hallgrímskirkju. Við hlið mér var bandarísk fjölskylda og við ræddum saman á leiðinni niður og kvöddumst svo við kirkjudyr. Svo hélt ég áfram að styttu Leifs heppna. Ameríski pabbinn hljóp á eftir mér og spurði hvort hann mætti trufla mig: „Heyrðu, ertu prestur?“ Ég var hissa og spurði á móti: „Af hverju heldur þú það, sástu geislabauginn?“ Washingtonkarlinn hló og svaraði að bragði og með blik í augum: „Þú varst svo vinsamlegur við okkur áðan í lyftunni!“ Hann bætti við hann langaði til að spyrja mig einnar spurningar. Hann sagðist vera hugsi yfir auknu trúræði í MAGA-hreyfingu Donald Trump og áherslu margra bókstafstrúarmanna vestan hafs, að trú ætti að stjórna meiru í pólitíkinni. Hann langaði því til að spyrja hvaða skoðun ég hefði sem prestur á tengslum trúar og stjórnmála. Ég svaraði honum að ég hefði einfalda afstöðu í þeim efnum. Við ættum að halda trú og stjórnmálum aðgreindum. Ef þeim væri blandað saman myndu annað hvort stjórnmálin eyðileggja trúna eða trúin stjórnmálin. „Takk, fyrir,“ sagði hann. „Við erum algerlega sammála.“

Þetta samtal fléttaðist inn í heimsmálin og ég fann fyrir bombunum sem sprungu í Kiyv, Gaza, Íran, Sýrlandi, Tyrklandi, Ísrael, Grikklandi, Nígeríu og Indlandi. Hvað með klerkastjórnina í Íran? Af hverju er trú svona herfilega misnotuð víða? Af hverju er pólitíkin svona lemstruð af trúræði í hinum íslamska heimi?

Ég lærði hugmyndasögu á sínum tíma og varð aðdáandi upplýsingatímans í Evrópu á 18. og 19. öld. Kant og fleiri skoðuðu mörk þekkingar og þar með trúar og vísinda. Áherslan var á rökræna hugsun og skilgreindar aðferðir vísinda. Hefðir og stofnanir voru gagnrýndar og kirkjustofnanir einnig. Guðfræði á Vesturlöndum breyttist mikið og klerkaveldi var aflétt. Mannréttindi voru skilgreind og trúarstofnanir greindar frá ríkisvaldi. Upplýsingatíminn leiddi líka til tækniþróunar og skilvirkra fræða akademíunnar.

Öflugir hugsuðir upplýsingarinnar eru lán okkar Vesturlandamanna. Þeir þorðu að greina mörk, setja mörk og höfðu mjög víðtæk áhrif á þróun samfélaga, háskóla og menningar samtímans. En slíkt upplýsingarskeið vantar í hinum íslamska heimi. Aðgreiningu átrúnaðar og stjórnmála skortir og þar með djúpskilning á mörkum þekkingar og hlutverki trúar í lífi fólks. Múslimaklerkarnir telja sig því eiga að ráða og seilast til valda. Vissulega urðu til vakningar í löndum og héruðum múslima en þau voru staðbundin og náðu ekki að breyta íslamskri hugsun. 19. aldar vakningin í Egyptalandi og Líbanon var undir frönskum áhrifum og var beint gegn bókstafshyggju, miðaði að aukinni rökvísi og líka auknum kvenréttindum. Á tuttugustu öld var víða reynt að greina milli klerkastjórnar og almennra stjórnmála, t.d. í Tyrklandi Atatürk, Íran fyrir byltinguna 1979, Egyptalandi, Túnis og Indónesíu. En það voru fremur gárur á yfirborði en ekki á dýptina. Nýlenduveldi Evrópu spilltu þróuninni með því að innlima íslamska menningu í ramma eigin framfara. Togstreitan hefur haldist milli bókstafstrúandi rétttrúnaðarsinna og frjálslyndra sjónarmiða. Sums staðar hefur frjálslyndið náð flugi en menning er seig og hefðirnar slíta af sér það sem er utanaðkomandi. Upplýsingin kom ekki innan frá heldur var utanaðkomandi og rann því ekki í merg og bein fólks.

Okkur í hinum vestræna heimi er mikilvægt að skilja mun menningar austurs og vesturs, hins kristna heims vestursins og Islam. Til að menning breytist þarf að rýna í dýptir. Gamaldags réttrúnaður hefðanna hefur ekki enn fengið eldskírn gagnrýnandi greiningar. Þekkingu hafa ekki verið sett þau mörk sem nauðsynleg er til að venjulegt fólk, konur, karlar og börn, sé frjálst að hugsa upphátt við eldhúsborðið heima og ræða svo mál fjölskyldusamtalsins á torgum og í deiglu samfélagsins. Því skiptir ekki öllu máli í Íran hvort Khameni verði settur af eða klerkastjórn verði velt úr sessi. Íslamska upplýsingu vantar í Íran. Svo þyrftum við í vestrinu að virða og skilja menningarmuninum. Við sprengjum hann ekki burt með stórum bombum.

Niðurstaða mín er einföld. Trú og stjórnmálum á ekki að blanda saman – hvort sem það er í klerkaveldi meðal þjóða múslima eða í trumphægrinu í Ameríku. Trú og stjórnmál lifa best og þjóna fólki best í gagnvirku gagnrýnissamtali. Viskuarfur upplýsingatímans bannar okkur að blanda saman trú og pólitík og hvetur til að þessar mikilvægu víddir og stofnanir lifi saman í heilsusamlegri spennu og gagnrýni.

Birtist sem skoðun – grein á visir.is 24. júní 2025 og er hægt að nálgast að baki þessari smellu. Meðfylgjandi mynd tók ég í Jerúsalem, 21. maí 2023. Moskan á musterishæðinni. 

Er knattspyrna list?

Er fótbolti listgjörningur? Þegar ég spyr áhugafólk um listir hvort fótboltinn sé listgjörningur fussa furðumargir viðmælendur mínir. Og þegar forsendur eða rammaskilgreiningar listar eru greindar og reyndar kemur í ljóst að oft fussar fólk vegna of þröngs listskilnings.

Skilgreiningar listar eru margar og afstaða fólks er mismunandi líka hvað list sé, hvert sé eðli listar eða listaverka. Mér leiðist leiðinlegur fótbolti, t.d. þunglamaleg varnarknattspyrna – þegar rútunni er lagt. En ég er heillaður af skapandi fótbolta sem nýtir og virðir aga og skipulag en gerir líka ráð fyrir róttæku frelsi einstaklinga og frumlegum gjörningum liðs. Þannig fótbolti er listviðburður og bestu leikmennirnir eru með bestu listamönnum samtíðar, á pari við snillinga í tónlist, dansi, arkitektúr, orðlistum og myndlist.

Til skýringar á afstöðu minni og almennum skilningi á list er þetta nálgun mín og skilgreining:

List er frumleg tjáning skynjunar, tilfinninga eða hugmynda og getur verið efnisleg eða leikræn.

Að mínu viti er list skapandi og meðvituð athöfn sem mótar reynslu eða merkingu með formgerð, hreyfingu, tjáningu eða framsetningu. Hún getur birst líkamlega, í tíma og rými og getur verið efnisleg eða óefnisleg, persónuleg eða samfélagsleg. List vekur skynjun og þar með tilfinningar – hún getur opnað víddir og jaðarsvæði þar sem hið venjulega opnast og ný sýn eða sjálfsmynd verður til.

Í toppfótbolta heimsins er fótbolti ekki aðeins formleg athöfn vélmenna heldur frumlegur gjörningur þjálfaðra einstaklinga í hóp. Fótboltinn er gjörningur sem er þrunginn og magnaður af tilfinningum. Knattspyrna er félagslegur gjörningur, eiginlega hópdans byggður á djúpgerð skipulags en líka frumlegum og skapandi nýjungum þegar leikur og rými verða flæði persónulegrar tjáningar á grundvelli skipulags. Þáttakendur og áhorfendur skynja form skipulags, en líka umbreytingu og fegurð frumleikans.

Hvað sýnist þér? Er besti fótboltinn list?

Meðfylgjandi mynd tók ég þegar Portúgalar léku síðast við Íslendinga á Laugardalsvellinum. Það var listgjörningur og Íslendingar spiluðu af list. Karlinn til hægri er einn mesti listamaður knattspyrnunnar, Cristiano Ronaldo, CR7.

Kjósin hennar Kristjönu og kosningaréttur kvenna

Elín Sigrún Jónsdóttir skrifaði árið 2015 um kosningarétt kvenna og Kristjönu Jóhannsdóttur, 1891-1969, móðurömmu hennar:

„19. júní hefur lengi verið mikill hátíðisdagur í mínum huga. Á þeim degi minnist ég ömmu minnar. Hún fagnaði kosningarétti kvenna innilega og hún virti lýðræðið mikils. Hún varð ekkja aðeins 28 ára gömul og þá var þriðja barnið á leiðinni. Amma var hetja, hafði mikið fyrir lífinu en lifði óbuguð og með reisn þrátt fyrir áföllin. 

Ég var átta ára gömul þegar ég fór með henni á kjörstað. Hún gaf mér íslenskan fána, klæddi mig í minn fínasta kjól og í sparikápuna mína. Sjálf var hún á upphlut, prúðbúin og glæsileg. Á leiðinni á kjörstað sagði hún mér söguna af hve lengi hún hafði þráð það að fá að kjósa og hve kosningarétturinn hafi verið henni langþráður. Amma sagði mér líka söguna af því þegar hún fór í fyrsta sinn á kjörstað. Hún hafði engan til að passa fyrir sig og skildi elsta drenginn eftir heima með litlu systurnar. Á meðan börnin voru ein heima, kom frænka í heimsókn og spurði eftir mömmunni. Drengurinn brast í grát og stundi upp: „Ég er svo hræddur um að mamma komi ekki fyrr en á morgunn – hún mamma fór í Kjósina.“ Amma sagði mér þessa sögu með svo mikilli hlýju og innlifun að sagan greiptist í huga minn. Ég skynjaði að amma var að miðla mér mikilvægum viðburði í eigin sögu. Þegar foreldrar mínir fóru á kjörstað var jafnan haft að orðtæki og sagt með gleði að nú væri kominn tím til að punta sig og fara „í Kjósina.“

Vorið 2012, vorum við hjónin að fara á kjörstað og kjósa í forsetakosningu. Þá var hringt á dyrabjöllunni. Vinur tvíburadrengja minna á sjöunda ári var kominn og spurði þá hvort þeir vildu koma út að leika. En svarið var skýrt: „Nei við getum það ekki, við erum að fara í Kjósina!“ Þegar á kjörstað var komið spurði Ísak, sem hafði kynnt sér frambjóðendur rækilega og ætlaði upp á sitt eindæmi að kjósa konu til forseta: „Hvar á ég að kjósa.“ Við foreldrarnir sögðum honum að börn nytu ekki kosningaréttar. Hann brást hinn versti við og grét svo glumdi um allan Hagaskóla. Á milli grátrokanna hrópaði hann: „Hver setur svona vitlausar reglur?“

Í dag ætla ég að segja drengjunum mínum söguna af langömmu þeirra sem fékk ekki að kjósa fyrr en á fertugsaldri, þá orðin þriggja barna móðir og ekkja. Sú kona vissi að ekkert er sjálfgefið en kunni að fagna tímamótunum. Hún virti kosningaréttinn mikils alla tíð. Saga hennar er mikilvæg saga fyrir drengina, afkomendur hennar, ég hlakka til að fara með þeim á Austurvöll í dag.“

Á myndinni eru Elín Sigrún Jónsdóttir 8 ára og Kristjana Jóhannsdóttir. Á milli þeirra er myndin af Kristni sem grét yfir að mamma hans væri farin í kjósina! 

 

Can we trust Trump and the Americans?

By Sigurdur Arni Thordarson – June 18, 2025

I have made a decision that feels both personal and political: I will not support American businesses in the coming years. I will avoid traveling to the United States, and I have largely stopped purchasing American-made products or using U.S.-based services. Most importantly, I will not remain silent in the face of abuses by Donald Trump, his allies, or anyone who undermines the values I once admired in the American republic. This is not a gesture of hate. It is an expression of sorrow — and resolve.

I was educated in the United States and hold deep respect for its history, its ideals, and its people. I have friends across the country and cherish the hospitality and generosity I encountered there. But it is precisely because I care that I now feel compelled to speak up. I worry that the America I came to know is slipping away — not because of foreign enemies, but because of erosion from within.

The political and cultural polarization in the U.S. has become not only alarming but destabilizing. I fear for the health of American democracy and for the institutions meant to protect it. Reform and accountability are long overdue — but what we are witnessing now is something darker: the normalization of lies, the glorification of power, and the abandonment of the rule of law. These are not just internal matters. The United States, whether it likes it or not, remains a global leader. Under Donald Trump’s leadership, many of us in Europe have been forced to reckon with the consequences of that fact.

Undermining NATO

Trump has repeatedly cast doubt on America’s commitment to NATO, weakening trust among allies and destabilizing the security architecture that has kept Europe at peace since the Second World War. When the U.S. sends signals of unreliability, adversaries notice — and exploit it.

Trade Hostility and Economic Bullying

Rather than strengthening partnerships, the Trump administration embraced trade wars and tariff threats. Longstanding alliances were treated as liabilities rather than assets. Diplomacy gave way to bravado. Trust gave way to suspicion.

A Retreat from Multilateralism

“America First” became, in practice, America alone. The Trump years were marked by a disdain for international cooperation — precisely when global challenges like climate change, migration, and inequality demanded collective action.

Authoritarian Echoes

To many Europeans, Trump’s language and tactics are hauntingly familiar. We have read this chapter in history before — in the 1930s. We know where it can lead. His contempt for checks and balances, his attacks on the press, and his demonization of political opponents should alarm anyone who values democracy.

Environmental Abandonment

The withdrawal from the Paris Agreement and the dismantling of environmental protections sent a clear message: short-term profit over planetary survival. For humanity facing wildfires, floods, and climate-linked migration, this was reckless.

Human Rights Violations

The Trump administration’s treatment of migrants and refugees violated basic principles of human dignity. Separating children from parents, criminalizing asylum, and vilifying outsiders were not only cruel — they ran counter to the values the U.S. once championed.

Aligning with Autocrats

Whether cozying up to Vladimir Putin or praising other strongmen, Trump seemed more comfortable with autocracy than democracy. His behavior towards the Russian invasion to Ukraine not only raised ethical questions — it imperiled European security.

Collapse of Trust

Many Europeans once viewed the United States as a trustworthy friend. That trust has frayed. Today, we see a nation at war with itself — and a leader whose arrogance and erratic behavior cast a long shadow over transatlantic relations.

Resistance and Hope

Across Europe, Trump’s politics have been met with protests and resistance. The approaches and slogans may vary, but the message is consistent: we will not normalize tyranny. We stand with those Americans fighting for decency, justice, and truth.

To be clear: this is not an attack on the American people. It is an appeal to those who believe in the promise of the United States. Trump’s rise has revealed not only American vulnerabilities but our own. European democracies are not immune to the same forces of anger, apathy, and extremism. But exposure can be the first step toward healing. That is why I speak out. I do so as a friend — and as a global citizen who believes silence is complicity.

The photograph above is from July 4, 2017. It shows my sons wearing red-white-and-blue hats, gifts from the U.S. Ambassador to Iceland. I still hope that the ideals represented by those colors — freedom, equality, courage — can be reclaimed and renewed. But for that to happen, more of us must speak.

Elín frá Skógarkoti og snúðar á þjóðhátíð

Kona mín og hennar fjölskylda eru komin út af Jóni Kristjánssyni og Kristínu Eyvindsdóttur í Skógarkoti í Þingvallasveit. Þau hjón áttu níu börn og eitt þeirra var Kristín, langamma Elínar Sigrúnar. Skógarkot lifði í sagnahafi fjölskyldunnar. Þegar við Elín hófum sambúð var Skógarkot mér kært og við gengum gjarnan þangað þegar við áttum leið um Þingvelli. Við höfum líka nokkrum sinnum gengið í Skógarkot á þjóðhátíðardegi með strákunum okkar. Síðast fyrir fimm árum og þá í glampandi sólskini. 

Á þjóðhátíð bakar Elín gjarnan og skreytir bakkelsið með fánum eða fánalitum. Í dag bakaði hún kanelsnúða og toppaði með hvítum glassúr, bláum og rauðum. Svo fórum við austur, Elín og systir hennar, synir og tíkin okkar var heiðursgestur. Við lögðum bílnum á bílastæðinu við Hakið, röltum niður Almannagjá, fórum að Peningagjá – Nikulásargjá og síðan götuna frá Þingvallabæ að Skógarkoti. Fíngerður úðinn var hressandi, fjöldi skógarþrasta og einn rjúpnakarri sungu af hjarta og birki- og blómailmurinn umvafði.

Í Skógarkoti var túngarðurinn dúkaður og fánum komið fyrir. Svo veiddi Elín upp bakkelsið og slegið var upp veislu. Nokkrar bandarískar og kanadískar dömur komu og skömmu síðar Þjóðverji og Ítali sem töluðu stórkostlega íslensku. Veitingarnar voru ríkulegar og Elín gekk til útlendinganna og bauð þeim kanelsnúða. Og það var eins og hún gengi um með altarissakramentið og útdeildi því þau tóku svo vel við og af djúpu þakklæti. Kannski varð þetta hápunktur Íslandsferðar þeirra þegar manna af minningahimni Skógarkots varð þeirra fæði. Elín fullyrti að Kristín formóðir hennar hefði fært ferðafólki næringu í fortíðinni. Þetta væri svona á Íslandi, gestrisni að hætti for-mæðra og -feðra væri enn fullgild. Þeim þótti merkilegt að snúðakonan væri ættuð af þessum gestrisnishól. Andi Kristínar var nærri og skógurinn andvarpaði af sögusælu.

Svo gengum við götuna til vesturs, þessa sem löguð var fyrir lýðveldishátíðina 1994. Á þeim tíma bjó ég á Þingvöllum og fræddi öll ungmennin frá Reykjavík sem voru send á morgnana til Þingvalla til að undirbúa hátíðina. Það voru góðir en annasamir dagar og gatan er enn góð og greiðfær – ég lofaði þau öll sem unnu gott verk á þeim tíma. Öxarárfoss brosti við okkur. Gangan var hressandi, við vorum alsæl. Gleðilega þjóðhátíð Íslendingar – vitjum Þingvalla og göngum um hraunið og vitjum dásemdanna. Kannski kanelsnúðar verði í boði!  

Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, 2025.