Ofurhugar Íslands

5. desember 1948, vígsla fyrsta hluta kirkjunnar, Hallgrímskapella. Fremst á mynd er Vörðuskóli. Í baksýn eru braggar og Hnitbjörg. Skólavörðuholt. Nú er þetta kapella undir kór kirkjunnar.

 

 

París hefur sinn Eiffelturn, London Big Ben og Reykjavík Hallgrímskirkju. Þannig var Reykjavík uppteiknuð í ferðakynningu og tjáir hlutverk kirkjunnar í borgarlandslagi Reykjavíkur. Hallgrímskirkja er orðin einkenni borgarinnar, lógó ferðamennskunnar. Auglýsingabransinn notar hana, sem bakgrunn til að staðfæra og sannfæra. Hallgrímskirkja teiknar sjóndeildarhring Reykjavíkur og Íslands. En svo hefur það nú ekki verið um aldir.

Hvar er Hallgrímskirkja?

Gamlar myndir frá Reykjavík eru skrýtnar því á þeim er enginn gnæfandi kirkja á Skólavörðuholti, turnspíra hálfa leið til himins, kirkjuskip og nettur kórkúpull. Það, sem nú er nauðsyn í auglýsingum ferðaþjónustunnar og sjónrænn stimpill vitundar okkar, er ekkert sjálfsagt heldur ávöxtur starfs stórmenna. Þegar byrjað var á byggingu kapellunnar, neðri hluta kirkjukórsins, var á holtinu braggabyggð stríðsáranna. Það var erfitt að afla heimilda fyrir lóð fyrir kirkjuna. Svo hafði hernámsliðið ekki mikla þolinmæði fyrir eitthvert kirkjurask í miðri heimsstyrjöld. Miðað við fátækt fólks var fáránlegt að láta sig dreyma svona stóra byggingu, hvað þá að fara af stað. Byggingaráform Hallgrímskirkju voru órar, enda var enginn skortur á andstæðingum, úrtölumönnum og glefsandi uppistöndurum. Þegar fyrsta skóflustungan var tekin að Hallgrímskirkju á köldum desemberdegi árið 1945 var ekki einn einasti fjölmiðlamaður við þann merka atburð og hvergi var frá honum sagt. En kvenfélag Hallgrímskirkju lét sig það litlu varða og bakaði með gleði upp kapellu og turn stórkirkjunnar. Þökk sé þeim einbeittu konum. Þær eru meirihluti ofurhugaliðsins.  

Trú er alltaf stærri en hræddar peningasálir. „Við skulum fara til og byggja“ var prédikað á Skólavörðuholti. Hetjur heyrðu. Þær voru stórhugar Íslands, sem við stöndum í þakkarskuld við. Þær voru frumkvöðlar, sem eru okkur skínandi fyrirmyndir um að þora að hugsa stórt, þora að framkvæma og halda því fram sem mestu máli skiptir fyrir heilbrigði einstaklinga og samfélags, þjóðfélag og kristni. Það var farið til að byggja. Milli bragganna í Skipton Campá Skólavörðuholti var kapellan svo vígð Guði þann 5. desember árið 1948. Sjötug kapella, sjötíu náðarár.

Kapellan og fólkið

Við höfum notið náðar Guðs. Sum ykkar voru fermd hér og önnur gift. Hvað eru mörg ykkar, sem voru skírð í Hallgrímskirkju? Gerið svo vel að rétta upp hönd! Hvað eru mörg í þessum söfnuði, sem voru fermd hér? En gengu í hjónaband? Já og öll hafið þið komið til messu í þessari kirkju. Og við erum í stórum söfnuði fólks, sem hefur lagt lið, notið og verið í liði himinsins.

Í fjölskyldu minni var alltaf talað með mikilli elsku um kapellu Hallgrímskirkju. Foreldrar mínir stóðu með framtíðarfólkinu á Skólavörðuholti og sóttu oft messur hingað. Og svo þegar ég var nýkominn frá Guði fóru foreldrar mínir upp á holtið og sr. Sigurjón Þ. Árnason skírði mig. Og ég var með foreldrum mínum í guðsþjónustum síðar. Eins og mörg önnur börn starði ég heillaður á Kristsmynd Einars Jónssonar og pálmann, sem Guðrún og Karl Ryden gáfu kirkjunni. Bæði voru í kapellunni, síðar í Suðursalnum og eru enn í kirkjuskipi Hallgrímskirkju nú. Eins og tákn um hið lífræna samhengi hins lifandi boðskapar í sjötíu ár. Og mörg munum við líka hve gluggarnir voru hátt uppi í kapellunni og hve stór hún var. Í minni fjölskyldu var börnum kennt að tala þessa kirkju upp en ekki niður. Hún væri á ábyrgð okkar allra. Erindið væri aðalatriðið og það varðar: Að lífið væri ekki bara stríð, braggar, ógnanir og búralegt hyggjuvit – heldur dásamlegt, fullt af möguleikum, fagnaðarefnum og opinni framtíð. Því var svona kirkja byggð. Við njótum stórhuga Anda.

Það sem rætist

Kirkja á sér fortíð. Kirkja er líka saga og þessi kirkja á sér langa sögu. Hvers virði er minning og saga? Í guðspjalli dagsins er Jesús kominn í heilan hring og inn í sögu þjóðar og fjölskyldu. Hann hafði verið í langferð og var loksins kominn heim. Hann fór í sína kapellu á sínu holti á helgidegi. Og tók las orð úr ritasafni þjóðmenningar sinnar, orð um hlutverk, gleðilegan boðskap, hinum þurfandi lausn, nýja og heilbrigða sýn. Þetta voru stærri orð en braggamenn heimsins gætu skilið. Og allir viðstaddir gerðu sér grein fyrir að orð þessa manns voru þvert á allar hugmyndir hagnýts hyggjuvits: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“ Orð úr fortíð, sem opnuðu framtíð. Söguleg samtíð. Allt stórt, allt nýtt, allt opið. Jesús Kristur, sem veruleiki nýrrar nálgunar alls. Samstaða með hinum kúguðu, líðandi og hömluðu. Já, það væri einkenni þess samfélags, sem Guð kallaði fram, að bæta líf fólks, kalla það til samúðar og samheldni. Og þetta með fagnaðarerindið væri ekki bara að búa til ræðupall fyrir hnyttna uppistandara, heldur opna tímann. Lífið væri meira en matur og frumskógarlögmál. Lífið væri skapað af elskandi Guði. Síðan varð til kristni og alls konar kirkjur. En erindið er alls staðar hið sama, fagnaðarerindi fyrir fólk, heim og framtíð.

Staður tengingar

Saga Hallgrímskirkju er lykilsaga. Hún hófst í andófi og í miðju braggahverfi. Þar voru gleðimálin túlkuð og iðkuð, samfélagið ræktað, fátækir virtir og náðarár kunngerð. Sjötíu árum síðar er Hallgrímskirkja eitt af tíu mikilvægustu íhugunarhúsum heimsins. The Guardianhefur fellt þann úrskurð vegna þess að hér hafa milljónir ferðalanga lífsins fundið, að eitthvað hefur smollið í lífi þeirra, náð sambandi við himininn. Ritningin hefur ræst. Byggingunni er ætlað að vera hlið himins, benda upp, teikna landslag menningar og samfélags, vera athvarf hinum jaðarsettu, vettvangur fegurðar, vörn gilda, farvegur skapandi listar, stefnumótastaður tíma og eilífðar. Staðurinn þar sem Jesús Kristur er, stendur upp, opnar bókina og segir skýrt og klárt: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“

Til hvers kirkja?

Vestræn samfélög eru að breytast og hið íslenska einnig. Hvernig á að túlka vinsældahrun kirkjunnar? Er trú að hverfa? Nei. Guð hættir ekki að vera til þó fólk og samfélög ruglist. Þrá í grunni mennskunnar hverfur ekki. En formgerðir og stofnanir breytast í rás tímans. Kirkjustofnanir fremur en kristni eru á skilorði samfélagsins. Það merkir ekki að kirkja sé ónauðsynleg – heldur að kirkja sé að breytast. Við, sem viljum hlusta á Jesúboðskap daganna, megum vita að Guð kallar alltaf með raunhæfum hætti á hverri tíð. Eðli trúar er að lifa í minningu sögunnar, en líka í hverri nútíð guðskallsins og þora að ganga til móts við opna framtíð. Ef við bara snúum til fortíðar, lifum í fortíð, munum við ekki verða vör við að Jesús hefur staðið upp og kallað til lífs og starfa. Hvernig eigum við að þjóna öllu þessu fólki sem hingað kemur? Hvernig getum við verið farvegur fyrir gleði Guðs, fagnaðarerindi, fyrir alla?

Nunnurnar

Þær þúsundir, sem koma í Hallgrímskirkju á hverjum degi, eru á lífsferð sinni, pílagrímagöngu frá fortíð til framtíðar. Allt sálir, fólk í leit að merkingu fyrir líf sitt. Fyrir nokkrum dögum var hér á ferð hópur af nunnum. Reyndar voru tveir karlar í nunnubúningi og annar þeirra var með yfirvaraskegg. Nunnurnar íslensku og þmt þessir klæðskiptu munkar eru að ljúka framhaldsskóla. Þau voru uppáklædd vegna dimissjónar. Tímum er lokið og stúdentsprófin eru framundan. Hópnum var boðið inn í kirkjuna og þegar búið var ræða við þau sagði einn í hópnum: „Ég vissi ekki, að þjóðkirkjan væri svona opin og skemmtileg. Eða er þetta kannski fríkirkja?“ Nei, var svarið. „Þjóðkirkjan er svona opin og skemmtileg.“ Og svo kom niðurstaða stráksins: „Ég þarf nú að fara endurskoða fordóma mína gagnvart þjóðkirkjunni.“ Presturinn sagði „amen.“

Svo tók ég mynd af nunnuhópnum við kór kirkjunnar. Þegar ég skoðaði myndina síðar um daginn og setti hana á vef Hallgrímskirkju varð mér hugsað til allra þúsundanna, sem hafa verið skírð, fermd og gift í þessum kór, í þessum helgidómi. Til þeirra líka, sem hafa verið kvödd með tárum. Og ég hugsaði til eldhuganna, sem þvert á efnisást, fóru til að byggja þetta risahús hinum mesta Guði. Og ég fylltist þakklæti til hugsjónafólksins, sem byggði þessa kirkju og hefur þjónað henni. Er hlutverkinu lokið, nei þetta sjötuga hlið himins er á bernskuskeiði, er vissulega í andlistlyftingu, aðgerð, þessa dagana og framtíðin er opin. Kirkjan er að breytast og þjónusta okkar þar með. Fólkið, sem kemur hingað, þarf að heyra að Jesús Kristur er staðinn upp og talar. Þann dag rætist ritningin.

Hallgrímskirkja 2. desember, 2018.

Lexía

Þeir dagar koma, segir Drottinn, þegar ég læt hið góða fyrirheit rætast sem ég gaf Ísraelsmönnum og Júdamönnum. Á þeim dögum og þeim tíma mun ég láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun framfylgja rétti og réttlæti í landinu. Á þeim dögum mun Júda bjargað og Jerúsalem verða óhult. Þetta nafn verður henni gefið: Drottinn er réttlæti vort. Jer. 33. 14 -16

Pistill

Ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. Þann er sigrar mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans. Hver sem eyra hefur hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum. Op. 3. 20-22

Guðspjall

Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er: 

Andi Drottins er yfir mér 
af því að hann hefur smurt mig. 
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, 
boða bandingjum lausn 
og blindum sýn, 
láta þjáða lausa 
og kunngjöra náðarár Drottins.

Síðan lukti Jesús aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“  Lk. 4.16-21

 

 

+ Jón Örvar Skagfjörð +

Það var gott að leita til Jóns Skagfjörð. Fyrir meira en þrjátíu árum var ég í vandræðum með póstsendingu þegar hann var stöðvarstjóri á Selfossi. Ég var ósáttur við málsmeðferð póstsins og yfirmaðurinn var því kallaður til. Jón hlustaði vel, spurði lykilspurninga, bar fulla virðingu fyrir viðmælanda sínum og úrskurðaði svo í málinu og allir máttu vel við una. Ég hugsaði með mér þegar ég kom út úr pósthúsinu á Selfossi. Þetta er merkilegur maður. Hann er vanda og stöðu vaxinn, góður yfirmaður, sem hlustar og fer ekki í varnarstöðu og greiðir farsællega úr vanda.

Fyrstu kynni okkar rifjuðust upp þegar við vorum báðir komnir til Reykjavíkur að nýju eftir langdvalir í Árnessýslu. Hann á Dunhagann og ég á Grímsstaðaholtið. Og svo tengdust við betur þegar Unnur lést og var jarðsungin frá Neskirkju. Við töluðum saman og fórum yfir stærstu mál lífsins Þá leyfði hann mér að skyggnast inn í huga sinn og kynnast sér persónulega. Þá skildi ég betur gæðin, skerpuna, greindina og mannúð Jóns og vinsemd. Við kveðjum þennan Jón Örvar Skagfjörð, mannkostamann, sem alla vildi virða og efla, gekk til verka sinna með heilindum og alúð og færði allt til betri vegar. Í honum bjó viska, gæði, festa og kyrra, sem hreif mig og samferðamenn hans. Hann speglaði í lífi sínu og tengslum bylgjur af himninum, þessu sem Jesús Kristur vildi að einkenndi samskipti fólks. Kærleika.

Upphaf og æfi

Jón Örvar Skagfjörð var Reykjavíkurmaður, en bjó lengi á landsbyggðinni. Hann var sumarmaður, fæddist 14. júlí 1928, en lést svo inn í haustið. Foreldrar Jóns voru Sigurður Skagfjörð, trésmiður (1878 -1964) og Guðfinna Skagfjörð, húsmóðir (1899-1988). Talsverður aldursmunur var á foreldrum hans, 21 ár. Sigurður var ekkjumaður þegar þau Guðfinna tóku saman. Jón átti eldri hálfsystkin af fyrra hjónabandi föður hans. Þau voru Vilhelm Stefán (1905-1973) og Björghildur Klara, (1907-1985), bæði látin fyrir áratugum, Vilhelm lést 1973 og Björghildur 1985. Alsystkini Jóns, sammæðra voru Sigríður (f. 1933) og Jórunn (1937-1948). Sigríður lést árið 2007 en Jórunn varð ekki nema tíu ára er hún dó.

Jón ólst upp í Þingholtunum. Fjölskyldan bjó á Baldursgötu 16, sem er næsta hús við þar sem nú er veitingastaðurinn Þrír frakkar. Í hverfinu var ríkulegt mannlíf, fjöldi barna var í flestum húsum og margir að leika við. Jón rölti yfir Skólavörðuholtið til náms í Austubæjarskola. Svo þegar hann hafði lokið honum fór hann í Gagnfræðaskóla Austurbæjar.

Jón var sá lukkhrólfur, að geta farið í sveit á sumrum. Hann fór austur í Ölfus og var snúningadrengur á Krossi hjá afa sínum og ömmu, Jóni Jónssyni og Jórunni Markúsdóttur, fram á unglingsár. Bærinn Kross var í þjóðleið og Jón fylgdist því með því sem var að gerast í Hveragerði, sveitunum í kring og líka Selfossi. Hann sagði síðar, að hann hefði verið hændur að skepnunum og verið mikill vinur heimilishundsins á Krossi. Og þeir hefðu haft líka skoðun á tómötum, sem Jón smakkaði í fyrsta sinn þar eystra. Honum þótti tómaturinn forvondur og hundinum líka. Vegna þessarar sveitaveru í Ölfusinu varð Jón líka sveitamaður og Árnesingur. Og kannski skýrir það að hann vildi síðar búa austan fyrir fjall.   

Þegar Jón stálpaðist fór hann að leita sér að vinnu í Reykjavík. Á unglingsaldri tók hann að sér það ábyrgðarverk að sendast með lyf og vörur fyrir Reykjavíkurapótek. Unglingum hefði ekki verið treyst fyrir slíku verki nú, en Jóni Örvari Skagfjörð var treyst. Honum var alltaf treystandi.

Eftir gagnfræðapróf fór Jón í Loftskeytaskólann og lærði síðan símvirkjun hjá Landssímanum. Hann fékk strax vinnu að loknu námi og starfaði á radíóverkstæði Landsímans. Og af því Jóni var treystandi var hann sendur víða um land til að gera við fjarskiptabúnað. Honum þótti gaman að fá tækifæri til að skoða landið og m.a. þótti honum áhrifaríkt að koma í Breiðafjarðareyjar.

Á þessum árum þróðust fjarskipti ört og símamennirnir fylgdust með að lórantæknin lofaði góðu. Svo varð að ráði í samskiptum við Bandaríkjamenn að byggð var Lóranstöð á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Hópur af símamönnum var sendur vestur um haf til að læra tæknina og á tækin. Jón var í þeim hópi og fór árið 1960 til New Jersey og Connecticut til náms. Í framhaldinu varð Jón næstráðandi á Gufuskálum og var þar til ársins 1966 og naut stuðnings konu sinnar til þessarar veru á Snæfellsnesi. Það var ekki sjálfsagt að fara með tvö ung börn vestur, en þau hjón voru samstiga. Eftir flutning í bæinn – þ.e. frá 1966 – starfaði Jón á skrifstofu ritsímastjóra í Reykjavík til 1975. Þá var hann skipaður stöðvarstjóri Pósts og síma á Selfossi og var í einn og hálfan áratug. Árið 1989 varð Jón svo umsjónarmaður Póst- og símaminjasafnins í Hafnarfirði og var þar næstu tíu árin.

Hjúskapur Jóns og Unnar

Það var hrífandi að heyra Jón tala um Unni, tilhugalíf þeirra og hjúskap. Jón átti í konu sinni öflugan maka, félaga, ráðgjafa og vin.

Það var á móts við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, sem Jón sá Unni og hún hann. Hann var á leiðinni til mömmu sinnar í mat, en hún var á leið milli saumastofu Kápunnar og heimilis. Hegningarhúsið hefur sjaldan verið talið ástartákn, en Unnur var húmoristi, kannski vissi hún um ferðir Jóns og valdi jafnvel staðinn! En ævi þeirra Jóns var líf í frelsi, líf fyrir hvort annað og í krafti beggja. Þeirra hús var hús elskunnar. En Skólavörðustígurinn til móts við Hegningarhúsið verður ávallt rómantískur staður í mínum huga eftir að ég heyrði Jón segja svo fagurlega og blíðlega frá ástarvitrun þeirra!

Þau höfðu séð hvort annað áður en Skólavörðustígurinn varð þeirra ástarstígur. Jón hafði séð þennan „vel klædda kvenmann“ – eins og hann orðaði það sjálfur – á balli í Vetrargarðinum í Tívolí, „konuna með stóru, brúnu augun.“ Honum leist vel á hana. Einhver hvíslaði líka að Unni, að hún skyldi hafa augun með þessum Jóni því hann væri góður strákur! Frá vorinu árið 1951 leiddust þau síðan í gegnum lífið og gengu í hjónaband 12. júní 1953. Þau áttu samleið í meira en hálfa öld þar til Unnur lést árið 2005.

Fyrstu hjúskaparárin leigðu þau Jón á Skeggjagötu 6. Þeim var svo boðið að vera með í byggingu símablokkarinnar við Dunhaga. Tilboðið var einfalt: Þau Unnur þyrftu ekki að eiga neina peninga, þetta kæmi allt af sjálfu sér! Íslenska aðferði, þetta reddast, og hún gekk í þetta skiptið, enda Jón og Unnur samstillt og stefnuföst. Fyrsta innborgun – tíu þúsund krónur – var ekki auðveld viðureignar, en þau hvikuðu ekki. Þeim tókst að öngla saman og héldu áfram með ráðdeild og með hjálp ættingja og vina

Á Dunhaganum varð heimili fjölskyldunnar og umhverfi, með öllum tilbrigðum, kostum, möguleikum og spennu nýbyggingarhverfis. Stutt var niður í fjöru, stutt í mjólkurbúðina, skóbúðina og KRON. Dóri í fiskbúðinni seldi fiskinn og barnafjöldinn var mikill í hverfinu sem iðaði af lífi og leikjum. Og stutt var í skólana í hverfinu. 

Börnin og afkomendur

Börn Unnar og Jóns eru tvö: Guðfinna Alda Skagfjörð og Gísli Skagfjörð. Guðfinna fæddist 2. nóvember árið 1953 en Gísli 14. ágúst árið 1957.

Guðfinna hefur starfað sem viðskiptafræðingur hjá dönsku póstþjónustunni. Maður hennar er Björgvin Gylfi Snorrason. Þau eiga þau tvær dætur. Þær eru Karen Lilja og Eva Björk. Karen Lilja (f. 14. apríl 1985) er meistari í viðskiftafræði og vinnur hjá Pepsico Nordic. Sambýlismaður hennar er Christian Parisot Guterres. Þau eiga synina Tao Lilja (f. 27. júní 2012) og Soul Lilja (f. 16. júlí 2014).

Eva Björk (f. 28. nóvember 1988) er með meistarapróf í stærðfræði og hagfræði og vinnur hjá orkufyrirtækinu Örsted. Sambýlismaður hennar er Anders S. R. Ødum.

Sonur Unnar og Jóns er Gísli Skagfjörð, verkfræðingur. Hann starfar hjá Borgarskjalasafni.

Jón var natinn fjölskyldumaður, sinnti börnum sínum vel í uppvexti, studdi í námi, hafði skoðun á ballferðum unglingsáranna og Guðfinna hafði lag á að fá mömmu sína að tala við pabban ef óvisst var um útivistarleyfið. Engum sögum fer af því, að Gísli hafi beitt sömu ráðum! Þau Unnur fóru gjarnan til Danmerkur til að vitja Guðfinnu og fjölskyldu hennar, þótti gott að vera með þeim og hjá þeim. Og svo þegar dótturdæturnar voru nægilega stórar komu þær og nutu góðs atlætis á Dunhaganum. Jón sá til þess að ungviðinu liði vel.

Dinah Dunn og Magnús Hansson geta ekki verið við útför en biðja fyrir kveðju til ykkar ástvina og fjölskyldu.

Minningarnar

Nú er valmennið Jón Örvar Skagfjörð allur. Hvernig minnistu hans og hvernig viltu vitja hans í huga þér? Hann var skapgóður geðprýðismaður, sanngjarn og traustur. Alltaf var hægt að reiða sig á Jón – á hverju sem gekk. Hann hafði líka hvetjandi áhrif og vænti þess að fólk stæði við það sem það hafði lofað eða talað um. Hann efldi fólk til ábyrgðar og að vera stöndugt. Jón var því öflugur uppaldandi og eflandi stjórnandi. Enda var honum falin ábyrgð fyrr og síðar í störfum. Jóni var treystandi. Og hann vildi að fólkið hans væri þannig, afkomendur einnig. Það hefur enda gengið eftir.

Það var tónlist í Jóni og þau Unnur sóttu gjarnan tónleika. Jón var félagslyndur, sótti gjarnan mannfundi og kom sér hvarvetna vel vegna gæflyndis og jákvæðni í samskiptum. Og ég tók eftir, að þegar hann fór að sækja kirkjustarf í Neskirkju, laðaðist fólk að honum. Hann hafði lag á að skapa traust og allir áttu í honum góðan og hlýjan viðræðufélaga. Þökk sé Jóni fyrir allt það sem hann lagði gott til.

Jón fylgdist vel með samfélagsmálum. Hann var fær um að breyta til í pólitík þegar hann taldi það nauðsynlegt. Hann kaus ekki endilega sama flokkinn aftur og aftur. Unnur var líka góður greinandi þjóðfélags og þau hjón stóðu með uppbyggingu og réttlæti.

Jón var ljóðamaður og las ekki bara Einar Ben., Stephan G. og Tómas heldur líka nútímaskáldin. Hann var alla tíð opinn og þorði að skoða nýungar og íhuga dýpri rök og þróun. Jón var enginn dellumaður en hafði hins vegar áhuga á mörgu og skoðaði með vökulum huga.

Og hann vann svo með líf og störf að hann horfði sáttur til baka. Sátt við eigin líf er öllum mikilvægt.

Leiðarlok

Þegar aldur færðist yfir og heilsan fór að bresta flutti Gísli til föður síns til að tryggja velferð hans. Þökk sé Gísla fyrir umhyggjuna. En Jón var meðvitaður um eigin stöðu og heilsufarsmál sín og ákvað sjálfur, að tímbært væri að hann færi á dvalarheimili. Hann fékk inni á Grund og dvaldi þar í góðu yfirlæti í tvö ár. Flestir, sem þangað hafa farið og verið, vita að fólkið er mikilvægara en húsnæði. Starfsfólkið gerir allt hvað það getur til að þjóna heimilisfólki vel. Þökk sé þeim. Jón lést á Grund þann 30. október síðastliðinn og var því níræður þegar hann fór inn í himininn.

Við leiðarlok horfum við til baka. Jón kunni að tengja, kunni á löngu línurnar – í atvinnu- og einka-lífi einnig. Við megum gjarnan hugsa um, hvað við getum lært af honum í tengslum. Við þurfum að gæta þess að rækta stöðugt tengsl við fólk, atvinnulíf og gildin í djúpum sálar og menningar. Í því var Jón okkur skínandi fyrirmynd. Svo hafði hann ágætar tengingar inn í ofurvíddir himinsins. Þar virkar ekki lóran, bylgjur eða búnaður – heldur sálaropnun – trú. Þegar lífi lýkur og við stöndum við brú eilífðar þá megum við opna. Guð kristninnar er Guð algerrar elsku. Guð er traustur, alltaf til staðar, staðsetur okkur af nákvæmni og týnir okkur aldrei. Inn í þá bylgjuvídd er Jón farinn og Unnur líka. Guð geymi þau. Og Guð geymi þig.

Minningarorð í Neskirkju þriðjudaginn 20. nóvember 2018, kl. 13. Bálför og erfidrykkja í Neskirkju. Vinakórinn. Steingrímur Þórhallsson. Útfararstofa kirkjugarðanna.

Bænir – Porvoo-kirknasambandið

page1image25830016page1image25825792

PORVOO PRAYER DIARY 2019

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday

of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

The Calendar may be freely copied or emailed for wider circulation.

The Prayer Diary is updated once a year. For corrections and updates, please contact Revd Johannes Zeiler, Ecumenical Department, Church of Sweden, johannes.zeiler@svenskakyrkan.se

page2image25871104page2image25870528

JANUARY 6/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Graham Tomlin, Bishop Pete Broadbent, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe,Vacancy – Bishop of Stepney

Church of Norway: Diocese of Nidaros/ New see and Trondheim, Presiding Bishop Helga Haugland Byfuglien, Bishop Herborg Oline Finnset

13/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo
Church of Norway: Diocese of Soer-Hålogaland (Bodoe), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John Stroyan.

20/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti RepoChurch of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Mark Ashcroft,

Bishop Mark Davies

27/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop David Urquhart, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Lise-Lotte Rebel

page3image25790144page3image25791488

FEBRUARY

3/2

Church in Wales: Diocese of Bangor, Bishop Andrew John

Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

10/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Graham Usher

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Solveig Fiske

17/2

Church of Ireland: Diocese of Limerick and Killaloe, Bishop Kenneth Kearon

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Peter Fischer- Moeller

24/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John HolbrookChurch of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey

page4image25870080page4image25866624

MARCH 3/3

Church of England: Diocese of Canterbury, Archbishop Justin Welby, Vacancy – Bishop of Dover

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop Harold Miller10/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Stephen Cottrell, Bishop John Perumbalath, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi17/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe,Bishop Hanss Martins Jensons

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Vacancy – Bishop of Shrewsbury, Bishop Geoff Annas, Bishop Clive Gregory

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy

24/3

Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Michael Burrows

Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Vacancy – Bishop of Huntingdon.

31/3

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop Richard Clarke
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt

page5image25854336page5image25859520

APRIL

7/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Antje Jackelén, Bishop Ragnar PerseniusChurch in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop June Osborne
14/4
Church of England: Diocese of Derby, Vacancy, Bishop Jan McFarlane

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Henning Toft Bro

21/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Jill Duff, Bishop Philip North

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew SwiftThe Lutheran Church in Great Britain: Bishop Martin Lind
28/4
Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne RappmannScottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Vacancy

page6image25802240page6image25797824

MAY 5/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Richard Cheetham, Bishop Jonathan Clark, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug

12/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

19/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Jo Wells

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

26/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop Nicholas McKinnel, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

page7image25793984page7image25796480

JUNE

2/6

Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Frith, Bishop Alistair Magowan,

The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

9/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Solveig Lara Gudmundsdottir

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

16/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Kevin Pearson

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop Alan Abernethy

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

23/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David HamidChurch of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Thomas Petersson

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov- Jakobsen

30/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Christopher Lowson, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung ByströmEvangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Lappo, Bishop Simo Peura

page8image25803008page8image25800128

JULY 7/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Michael Beasley

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Martin Modéus
14/7
Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Christine Hardman, Bishop Mark TannerChurch of Norway: Diocese of Moere (Molde), Bishop Ingeborg Midttoemme
21/7
Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds (formerly called the Diocese of West Yorkshire and the Dales), Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Toby Howarth, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Paul Slater

28/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas SabutisChurch of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Kenneth Good

page9image25795712page9image25793408

AUGUST

4/8

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Lee RayfieldEvangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo11/8
Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Christopher Foster

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Eva Brunne
18/8
Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran GlenfieldEvangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen25/8
Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari HintikkaScottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

page10image25798784page10image25791296

SEPTEMBER 1/9

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Kaarlo Kalliala

Church of England: Diocese of York, Archbishop John Sentamu, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Alison White, Bishop Glyn Webster

8/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Nicholas Holtam, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

15/9

Church of Ireland: Diocese of Tuam, Killala and Achonry, Bishop Patrick Rooke

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Peter Hancock, Bishop Ruth Worsley

22/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Peter Burrows

Church of England: Diocese of Sodor and Man, Bishop Peter Eagles

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Sofie Petersen

29/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Archbishop John Davies
Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Guli Francis-Dehqani

page11image25794368page11image25801664

OCTOBER

6/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop Paul Bayes, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Richard Pain

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

13/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Chris GoldsmithChurch of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth
Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman
20/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus
Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Andrew Proud, Bishop

Colin Fletcher, Bishop Alan Wilson

27/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Emma Ineson

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop (Vacancy – Constituted bishop/Cathedral dean Anne Lise Ådnøy )

page12image25793216page12image25707648

NOVEMBER 3/11

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Timothy Dakin, Bishop David Williams, Bishop Jonathan Frost

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen10/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham James, Bishop Alan Winton, Bishop Jonathan Meyrick

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström17/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop James Langstaff, Bishop Simon Burton- Jones

24/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

page13image25722624page13image25715328

DECEMBER

1/12

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Björn Vikström

8/12

Church of England: Diocese of Chester, Bishop Peter Forster, Bishop Keith Sinclair, Bishop Libby Lane

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen15/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Tony Porter

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Atle Sommerfeldt

22/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Vacancy – Bishop of Jarrow

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

29/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Mark Sowerby, Bishop Richard Jackson

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen

Dyggðir og lestir – Siena

Öld frá stríðslokum fyrri heimsstyjaldar. 9 milljónir hermanna féllu – eða 6000 hermenn hvern einasta dag stríðsins, eða eins og allir íbúar í Hallgrímssókn! Tugir milljóna annarra féllu eða urðu fyrir stórfelldu tjóni í átökunum eða vegna þeirra. Svo hélt hryllingurinn áfram tveimur áratugum síðan. Sú styrjöld var enn grimmilegri og lífsfrekari. Þau eru dæmd til hryllingsverka sem ekki læra af sögunni. Friður eða stríð, blóð eða réttlæti. Hvernig eflum við frið og sköpum réttlátan frið? Hvernig getum við gengið erinda friðar himins og jarðar? Lagt lífinu lið? Nært elskuna – verið fulltrúar Jesús Krists? Á þessum tímamótum flaug hugur minn suður til Toskana og til Siena sem er mér kær.

Friðarsalurinn í ráðhúsi borgarinnar er áhrifaríkur. Þar eru ávirkar myndskreytingar sem sýna áhorfendum hvernig góð stjórn kemur góðu til leiðar og hvernig og ill stjórn spillir. Í kirkjum miðalda var almenningi kennd hin kristnu fræði með orðum en einnig með myndum. Myndskreytingar helgistaðanna voru Biblía hinum ólesandi. Þær voru Biblia pauperum. Borgaryfirvöldin í Siena skildu, að myndverk gætu þjónað líka borgaralegum tilgangi ekki síður en andlegum og kristilegum. Þau fengu listamenn til að uppteikna vanda og vegsemd hins góða borgarlífs. En einnig hins illa, sem stjórnvöld geta valdið borgurunum. Skömmu fyrir 1340 réðu borgaryfirvöld Ambrosíus Lorenzetti til að skreyta borgarstjórnarsalinn í ráðhúsinu fagra Siena, þar sem hinir níu borgarstjórnarmenn hittust. Freskumyndir Lorenzettis sýna hið góða og illa og hvernig mismunandi stjórnhættir hafa áhrif. Það er ástæða til að fara af hörputorginu inn í ráðhúsið og íhuga viskuna.

Mynd hinnar góðu stjórnar (allegorie del Buon Governo) sýnir skeggprúðan stjórnanda í miðju myndar og í svörtum og hvítum kyrtli. Við fætur honum er úlfynjan sem fóstraði Rómulus og Remus, en þeir koma við sögu Sienaborgar og er víða í borginni að finna af þeim myndir sem og fósturmóður þeirra. Á báðar hendur stjórnvaldi sitja hinar klassísku eða borgaralegu dyggðir (virtu civili). Yfir svífa hinar trúarlegu eða kristilegu dyggðir, Trú von og kærleikur (Fede, Speranza e Caritá). Hinar borgaralegu dyggðir er Friður, Kappsemi, Hugrekki, Göfuglyndi, Hófstilling og Réttlæti (Pace, Fortezza, Prudenza, Magnamita, Temperenza, Giustizia). Sýnu lötust og afslöppuðust er Pace, friðarengillinn eða gyðjan. Það er svo mikil værð yfir henni að einna líkast er að hún sé að leka út af. Er það húmor eða er það svo að friðurinn er óttalaus þegar stjórn er góð? Réttlætið nýtur sérstakrar áherslu myndarinnar. Yfir réttlætisgyðjunni svífur viskan, sapienza. En réttlætið kemur fram í tveimur útgáfum, sekt og sakleysi (sýknandi réttlæti en einnig refsandi réttlæti, aftaka). Á neðri hluta myndarinnar eru hermenn með fanga á ferð en á hinum neðri hlutanum eru 24 borgarar sem koma fram saman og samstiga. Fyrir framan þá eru tveir höfðingjar sem vilja afhenda ríki og kastala til hinnar góðu borgarstjórnar.

Nærri freskunni af hinni góðu ríkistjórn er sýnt hvernig afleiðingar eru fyrir borgarlífið; friður, hamingja, vinnusemi, ríkuleg uppskera landbunaðar, árangursrík verslun, öryggi og árgæska. Á hinum veggnum er sýnt hvernig vond stjórn er. Verurnar, sem birtast í líki stjórnherra, eru dýrslegar ásýndum. Þær eru harðstjórn, grimmd, blekking, fals, reiði, óeining og illska. Réttlætið er hamið og í fjötrum hlekkja og niðurtroðið af illskupúkum. Afleiðingarnar eru einnig sýndar í mynd stríðs, akrar og atvinnutæki brunnin eða í rúst, fólk í fangelsum, rænt,  nauðgað eða drepið. Ógnin, Terrore, ríkir. Hvort er nú betra? Friður eða stríð, góð stjórn eða ill? Almenningur í Siena hafði fyrir augum stöðuga áminningu um að valið, en stjórnendur höfðu einnig fyrir augum áminngu um að þeirra var að velja rétt.

Enn í dag eru sömu lögmál við landsstjórn, stjórn fyrirtækja, allra félaga. Okkar er valið. Hundrað ár frá fyrri heimstyrjöld en ótrúleg stríð hafa verið háð síðan. Að rækta frið er verkefni allra daga.

+ Magnús Jónasson + minningarorð

Æfi Magnúsar Jónassonar var ævintýraleg. Ég hlustaði á dætur hans segja litríkar sögur um hann og svo hlustaði ég á Magnús sjálfan í tveimur Laufskálaviðtölum. Og ég var snortinn af mannkostum hans og getu.

Og við byrjum á minningum um stríð. Nú eru eitt hundrað ár frá lokum fyrri heimstyrjaldar. Og við hugsum um friðinn. Á minningarsamverum um allan heim hefur liðna daga verið rætt um mikilvægi þess að rækta frið í ótryggri veröld. Magnús ólst upp við ysta haf – og þar var friður æsku hans rofinn af heimsstyrjöld. Líkum skolaði upp í fjörur. Tundurduflin, sem ekki sprungu við kletta, rak upp í fjörur í Barðsvík, í Bolungarvík og flestar víkur og firði sýslunnar. Og svo gengu Magnús og unglingarnir fjörur. Líkum var bjargað og þau voru jarðsett. Dunkar og ílát með matvöru eða nýtanlegum efnum var bjargað og timbur og ýmis gæði voru flutt heim. Svo voru duflin skoðuð og stundum var jafnvel stutt milli lífs og dauða. Magnús sagði sögu af sprengingu tundurdufls og þótti kraftaverk að maður sem var nærri hefði lifað. Magnús var þá á bak við stóran stein ásamt félaga sínum. Þeir sluppu og varð ekki meint af, en þeir urðu að bregðast fljótt við til að koma hinum slasaða til hjálpar og í Djúpbátinn til flutnings á sjúkrahús. Og friðurinn var oft rofinn af reiðarslögum stríðstólanna. Magnús var einu sinni á Straumnesi, heyrði vel skothríð fallsbyssanna í sjóorustu. Hann sagðist hafa fundið vel hvernig loftið gekk í bylgjum. Til hvers stríð? Eyðilegging, mannslífum fórnað. Magnús var alla tíð maður friðarins, gekk erinda hins góða, vildi öllum vel og lagði sitt til að allir fengju notið sín. Hann var ábyrgur fjöskyldufaðir, eiginmaður, skipstjórnarmaður, samborgari og vinur. „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður“ sagði Jesús. Magnús átti þann frið. Hann er farinn inn í frið frið himinsins.

Uppruni og fjölskylda

Magnús Jónasson fæddist 28. september árið 1929 í Bolungarvík á Ströndum. Foreldrar hans voru hjónin Hansína Anna Bæringsdóttir og Guðbjartur Jónas Finnbogason. Þau voru ábúendur í Bolungarvík. Systkinin voru samtals sex. Hin eru Bergmundur, Ingunn, Kristján, Finnbogi og Svanhildur. Af þeim lifa Svanhildur og Finnbogi en hann hafði samband við mig og bað fyrir kveðjur sínar og fjölskyldu sinnar til þessa safnaðar því hann getur ekki verið með okkur í dag. Þráinn Arthursson biður einnig fyrir sínar kveðjur og sinna. Það sama gildir um Sigríði Valdimarsdóttir sem biður fyrir kveðjur sínar og fjölskyldu hennar.

Magnús ólst upp hjá sínu fólki í Bolungarvík og naut skólagöngu í farskóla sýslunnar. Hann sótti skóla m.a. í Reykjarfirði, Furufirði og heima í Bolungarvík. Magnús talaði alla tíð vel um uppeldisstöðvar sínar, naut frelsis, glímunnar við krafta náttúrunnar, stæltist og lærði eigin mörk og annarra. Hann sagði, að hann hefði fengið gott uppeldi. Heimili Magnúsar var gjöfult og í víkinni voru yfirleitt yfir tíu manns og höfðu lifibrauð af landi og sjó. Auk búsmalans hafði fjölskyldan gagn af hlunnindum. Þau voru m.a. selveiði, æðarvarp, svartfugl og egg. Magnús lærði að fara í björgin og varð sigmaður, sprangaði í klettunum og lærði að tína svartfuglseggin og koma þeim fyrir í neti sínu án þess að þau brotnuðu. Og Bolungarvíkurbörnin lærðu að nýta sér sjávarfangið. Magnús lærði að sjósetja bát og lenda. Farið var á handfæri og jafnvel lögð lína. Þorskur var saltaður og ýsan hert.

Svo þegar Magnús komst á legg fór hann að vinna í Ingólfsfirði og síðan á síldarbát, jafnvel þótt stríð geisaði í veröldinni. Hann stundaði síðan sjómennsku víða, fyrir norðan, vestan og sunnan. Og varð kunnáttusamur í flestum greinum útgerðar. Fjölskylda Magnúsar hætti svo búskap í Bolungarvík á Ströndum í lok fimmta áratugarins og fluttist yfir í Djúp – í hina Bolungarvíkina.

Magnús var 10 vetur togarasjóðmaður, á Karlsefninu og Narfa. Hann lenti í ýmsum stórmálum, m.a. í strandi nærri St. Johns í Nýfundalandi. Svo þekkti Magnús allar fisklöndunarhafnir sem Íslendingar sigldu á í Englandi og Þýskalandi. Magnús aflaði sér ekki aðeins þekkingar á öllum greinum útgerðar á Íslandi heldur líka stýrimanns- og skipstjórnarréttinda.

Svo var Magnús sjálfur útgerðarmaður, liðlega tvítugur. Hann keypti með tveimur bræðum sínum og frænda trébátinn Ölver gamla, sem var frægt skip, m.a. fyrir að hafa ekki farið niður í  Halaveðrinu alræmda. Það var heillandi að hlusta á Magnús segja frá hvernig þeir lentu bát og hvernig hægt var að draga stórt skip upp á kamb með spili og góðu verksviti. Svo þegar Sædísin var keypt hófu þeir rækjuveiðar yfir vetrartímann. Magnúsi þótti það góðurveiðiskapur og kunni að meta að hann gat verið verið heima hjá fjölskyldunni um nætursakir og um helgar. „Albesti veiðiskapur sem ég stundaði“ – sagði hann síðar.Síðar var Bryndís keypt, listasjóskip sem ekki átt sinn líka, áleit Magnús. Og útgerðin gekk vel.

Helga, börn og búseta

Svo var það ástin og hjúskapurinn. Magnús var þroskaður maður þegar þau Helga Sigurðardóttir urðu hjón 6. október 1969. Hún var hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Þau eignuðust fjögur börn. Sigurður Bjarni er elstur, fæddist í febrúar árið 1969. Hann býr í Noregi og sambýliskna hans er Geetha Sollie. Sigurður Bjarni eignaðist son árið 1995, Bjarna Magnús með Guðrúnu Hafdísi Hlöðversdóttur. Guðbjartur Jónas, annar sonur Magnúsar og Helgu, fæddist í júlí árið 1970. Gróa Guðrún fæddist svo í apríl árið 1972. Og Magnína er desemberkona og fæddist árið 1978.

Helga og Magnús byrjuðu hjúaskap sinn í Hafnarfirði og áttu svo heima í Reykjavík en fluttu í Bolungarvík við Djúp árið 1974. Magnús stundaði sjóinn og gekk vel. Og börnin þeirra uxu úr grasi og þegar Magnús seldi frá sér skip og hætti á sjó var sjálfgefið að verunni í Bolungarvík væri lokið. Hann var síðar spurður hvort hann langaði vestur. Mér þótti merkilegt að hlusta á svör hans. Honum líkaði veran við Djúp, en sagði að þegar afli og kvóti væru farnir og atvinnulífið væri höktandi væri ekki eftirsóknarvert að búa þar lengur. Það væri hægt að kaupa ódýrt húsnæði, en fólk yrði að hafa vinnu. Í þessu sem öðru var Magnús yfirvegaður og óhræddur.

Magnúsi leið vel í Grafarvoginum. Um tíma voru þau Helga í Laufrima en síðan í Dofraborgum 34. Magnús dittaði að húsinu sínu, gekk um í borginni, naut útsýnis og svo þegar hann var búinn að klára allt, sem gera þurfti, leitaði hugur út í sveit að nýju. Maðurinn, sem hafði alist upp við hið ysta haf, leitaði í dreifbýlið. Þau Helga keyptu stóran landskika í Melasveit og áttu m.a.s. land að sjó. Magnúsi þótti gott að gleðjast yfir öldubroti í fjöru og geta náð í fisk í soðið.

Minningarnar

Og nú eru skil. Hvernig manstu Magnús Jónasson? Manstu vinnusemi hans og dugnað? Manstu hve skemmtilegur sögumaður hann var? Sagnagleðin var óhvikul, getan til að segja góða sögu öguð. Og málgetan skýr og málfarið blæbrigðaríkt og fagurt. Það er merkilegt að hlusta á útvarpsviðtölin við hann og heyra hve umtalsfrómur hann var. Hann hafði auga og eyra fyrir hinu kúnstuga og kostulega en alltaf lagði hann vel til fólks. Engan vildi hann særa eða meiða.

Manstu snyrtimennið Magnús og að hann vandaði allt í umhverfi sínu? Manstu hve vel hann var heima? Já, hann las dagblöðin, heyrði vel það sem sagt var í fréttum, lagði sjálfstætt mat á og kunni að greina. Hann hafði góða eðlisgreind og nýtti hana í vinnu, í samskiptum, á heimili og lagði alls staðar hjartahlýju og umhyggju með. Hann gekk í öll verk, var dugmikill og stefnufastur. Hann var góður kokkur enda hafði hann stundað nám í húsmæðraskóla! Sunnudagslærið hans og helgarmaturinn var hreinasta afbragð – og brúnuðu kartöflurnar hans og sósan meðfylgjandi. Hann hafði notið góðra móturnar heima og rabbarbarahnaus í Bolungarvík á Ströndum var fluttur í Bolungarvík við Djúp og jafnvel suður. Magnús kunni ekki bara á ræktun heldur líka að sjóða sultu sem var notuð með helgarlærinu.

Manstu hve vel læs hann var á bækur, menn og málefni? Og vissir þú að hann var afar biblíufróður og las vegna áhuga á efninu? Hann var eins og margir sjómenn vel tengdur við sinn innri mann og Guð.

Og manstu ferðamanninn Magnús? Hann fór ekki aðeins á sjó við Íslandsstrendur eða sigldi á Cuxhaven. Hann og Helga fóru víða, sigldu um karabíska hafið, fóru td fjórum sinnum til Mexikó, líka til Kúbu, Bandaríkjanna og til Kanada. Svo óku þau um Ísland og voru sátt við sitt nýja líf fyrir sunnan og á ferðum um heiminn.

Manstu, að sjómaðurinn Magnús var aldrei laus við sjóveiki? Hann var ekkert að fegra sjálfan sig og talaði einlæglega og hispurslaust um kosti sína og stöðu. Manstu hve natinn Magnús var við sitt fólk þegar hann var í landi? Manstu vinsemd og gæsku í garð manna og dýra? Manstu hve veðurglöggur hann var og hve vel hann las í spár og blikur? Manstu að honum þóttu góðir selshreyfar?!

Inn í himininn

Og nú er hann farinn í sjóferð eilífðar. Hann hangir ekki lengur í línu, lítill eldhugi utan í stóru bjargi. Hann dregur aldrei fisk úr sjó framar, spáir ekki í blikur og öldu. Hann stingur aldrei góðmeti í ofn framar eða skýst til útlanda. Og enga matreiðsluþætti horfir hann framar á. Hann fer ekki norður í Bolungarvík á Ströndum til að ná í reka eða nýta hlunnindi landsins. Og hann horfir ekki framar með ástaraugum á fólkið sitt.

„Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður“ sagði Jesús Kristur (Jh 14.27). Magnús býr í friði himinsins og Guð umvefji ykkur, fjölskyldu og ástvini, með þeim friði sem ekkert rýfur og engin stríð megna að spilla. Guð geymi Magnús í eilífð sinni og blessi þig.

Amen.

Minningarorð. Grafarvogskirkja 16. nóvember 2018 kl. 13. Kistulagt sama dag. Jarðsett í Gufuneskirkjugarði. Erfidrykkja í safnaðarheimili Grafarvogskirkju eftir útför. Schola cantorum og Björn Steinar Sólbergsson. Útfararstofa kirkjugarðanna.