Sigurð Árna í forystu kirkjunnar – bréf kjörmanna

Við undirrituð viljum og styðjum Sigurð Árna Þórðarson sem Biskup Íslands. Við teljum hann vera rétta manninn til að leiða þjóðkirkjuna á komandi árum. Sigurður Árni er heillandi leiðtogi með hugmyndir og erindi sem við samsömum okkur heilshugar við, sem kristnar manneskjur í samtímanum. Hann nýtur víðtæks stuðnings í stórum hópi og sækir þangað styrk og umboð til að láta góða hluti gerast. Hann er maður samvinnu, samstarfs og eflingar mannauðsins í kirkjunni.

Sigurður Árni er kirkjuleiðtogi með trausta sjálfsmynd, sem gefur öðrum rými, og tekur skýra forystu.

Við teljum hann vera rétta manninn til að leiða þjóðkirkjuna á komandi árum.

Við hlökkum til tíma möguleikanna í kirkjunni með Sigurð Árna sem Biskup Íslands.

Ásbjörn Jónsson, kirkjuráðs- og kirkjuþingsmaður

Birgir Rafn Styrmisson, kirkjuþingsmaður

Birna Guðrún Konráðsdóttir, formaður Stafholtssóknar og kirkjuþingsmaður

Bjarni Karlsson, sóknarprestur Laugarneskirkju

Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur Laufásprestakalli

Elín Jóhannsdóttir, formaður sóknarnefndar Bessastaðasóknar

Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur Grindavík og kirkjuþingsmaður

Fjóla Haraldsdóttir, djákni í Lágafellskirkju

Friðrik J. Hjartar, prestur í Garðaprestakalli

Gréta Konráðsdóttir, djákni í Bessastaðasókn

Guðni Þór Ólafsson, sóknarprestur Melstað

Hannes Örn Blandon, sóknarprestur Laugalandsprestakalli

Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyrarkirkju

Hjörleifur Þórarinsson, formaður sóknarnefndar Víðistaðakirkju

Hreinn Hákonarson, fangaprestur

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður sóknarnefndar Breiðholtssóknar og kirkjuþingsmaður

Jóhann Ólafsson, formaður sóknarnefndar Vallasóknar

Jóhannes Pálmason, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju

Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur Garðaprestakalli

Jónína Zophoníasdóttir, formaður sóknarnefndar Þingmúlasóknar

Katrín Ásgrímsdóttir, kirkjuráðs- og kirkjuþingsmaður

Kristján Pétur Kristjánsson, formaður sóknarnefndar Njarðvíkursóknar

Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli

Magnús Eðvald Kristjánsson, formaður sóknarnefndar Garðasóknar og kirkjuþingsmaður

Margrét Jónsdóttir, formaður sóknarnefndar Gaulverjarbæjarsóknar og kirkjuþingsmaður

Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni Glerárkirkju

Reynir Sveinsson, formaður sóknarnefndar Hvalsnessóknar

Sigurður Ægisson, sóknarprestur í Siglufjarðarprestakalli

Sigurvin Jónsson, æskulýðsprestur Neskirkju

Steindór Haraldsson, kirkjuþingsmaður

Sunna Dóra Möller, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju

Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju

Ursula Árnadóttir, sóknarprestur Skagaströnd.

Vigfús Ingvar Ingvarsson, fyrrv. sóknarprestur á Egilsstöðum

Þórdís Ingólfsdóttir, formaður sóknarnefndar Hagasóknar

Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni Fella- og Hólakirkju

Örnólfur Jóhannes Ólafsson, sóknarprestur Skútustöðum