Gréta Konráðsdóttir, djákni í Bessastaðasókn

Mikið var ég glöð þegar Sigurður Árni Þórðarson sagði mér að hann ætlaði að bjóða sig fram til þjónustu sem biskup Íslands.   Ég tel að sá ágæti maður Sigurður Árni hafi svo margt fram að færa fyrir kirkjuna okkar, hann er vel lesinn eins og sagt er og horfir til framtíðar.  Það sem kirkjan þarf er leiðtogi sátta og sameiningar  með ríka réttlætiskennd og í það verkefni er Sigurður Árni vel hæfur.  Síðast en ekki síst er hann afskaplega hlýr maður sem veitir fólki og málefnum fulla athygli.  Ég treysti Sigurði Árna til þeirrar mikilvægu og vandasömu þjónustu sem biskup Íslands gegnir.

Gréta Konráðsdóttir, djákni í Bessastaðasókn.