Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur Laufásprestakalli

Dr. Sigurður Árni Þórðarson prestur í Neskirkju býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð það framboð heilshugar og hef þannig trú á þeim mæta manni til að leiða þjóðkirkjuna í ólgjusjó nútímans. Ég kann vel við áherslur frambjóðandans hvað snertir barna-og ungmennastarf innan kirkjunnar.  Það er mikilvægt starf. Dr. Sigurður er málsnjall og hugsandi maður og býr yfir röggsemi og mýkt í senn. Hann hefur því að mínu mati alla burði til að leiða fólk saman kirkjunni til heilla og blessunar.