Sunna Dóra Möller, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju

Ég styð framboð dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar prests í Neskirkju til embættis biskups Íslands.  Dr. Sigurður Árni er reynsluríkur kennimaður, sem hefur skýra sýn á margt það sem er kirkjunni mikilvægara en annað sbr. barna-og ungmennastarf.  Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar er mér hugleikið og eftir samtöl við frambjóðandann hef ég trú á því að hann muni vinna að því að efla þetta mikilvæga starf og beita sér fyrir því að byggja upp kirkju til framtíðar.