Sigurður Árni Þórðarson útskrifaðist úr Guðfræðideild Háskóla Íslands um leið og ég. Hann kynnti sig strax sem skarpur námsmaður, mikill trúmaður og góður félagi.
Hann hefur aflað sér góðrar menntunar sem nýtast mun vel í þeirri þjóðfélagsrýni sem biskup, andlegur leiðtogi þjóðarinnar, hlýtur að ástunda. Margþætt lífsreynsla hans sem prestur, sem skólamaður og sem manneskja eykur innsýn hans í lífið og gefur honum einnig aukinn styrk og þroska.
Sigurður Árni er viðræðugóður og hlýr persónuleiki sem á gott með hlustun. Hann er mikill unnandi íslenskrar náttúru, er vel máli farinn og hefur glöggt auga fyrir menningarstraumum, íslenskum sem erlendum.
Hann hefur tekist á við fjölbreytileg verkefni í störfum sínum og komið óbrotinn út úr þeim erfiðleikum sem hann hefur mætt í einkalífi sínu. Að þessu samanteknu og fleiru sem minna máli skiptir sé ég í Sigurði Árna góðan leiðtoga sem ég treysti vel til þess vandasama hlutverks að leiða mína kæru kirkju fram á veginn.
One thought on “Friðrik J. Hjartar, prestur í Garðaprestakalli”
Lokað er á athugasemdir.