Ursula Árnadóttir, sóknarprestur Skagaströnd.

Við Sigurður Árni vorum vinnufélagar í tæp þrjú ár.  Ég fékk tækifæri til að kynnast honum vel og fylgjast með daglegum verkefnum hans. Ég speglaði sjálfa mig í störfum hans því í mér blundaði draumur um sama starfsvettvang.  Störf hans hafa verið mér ómetanlegur og lærdómsríkur skóli.  Viðmót hans við sóknarbörn sín og skjólstæðinga sína verður mér ævarandi fyrirmynd.  Djúp virðing og umvefjandi kærleikur gagnvart öllum manneskjum lýsir þeim samskiptum best.

Sigurður Árni hefur einstaklega góða nærveru.  Hann hefur einstakan hæfileika til að vinna traust fólks og fá það til að leggja sig fram.  Ég sá það marg oft að hann býr yfir mikilli tilfinningagreind sem geri honum kleift að stjórna við erfiðar aðstæður, hann á gott með að tjá sig, hafa áhrif og njóta virðingar.  Ég tel hann, vegna aldurs og ævisögu, búa yfir það mikilli lífsreynslu að hann þekki sjálfan sig vel, eigin tilfinningar og viðbrög við álagi.  Þess vegna hefur hann góða stjórn á sjálfum sér og aðstæðum t.d. í erfiðum og viðkvæmum viðræðum.

Í daglegu amstri sem og erfiðum aðstæðum er Sigurður Árni alltaf jákvæður, hvetjandi, styrkjandi og styðjandi.  Hann mun bæta sambönd og samskipti innan þess stóra samfélags sem hann býðst til að leiða.  Ég tel að það muni verða til mikillar gæfu að þiggja það boð.

sr. Ursula Árnadóttir sóknarprestur Skagaströnd.