Inga Rún Ólafsdóttir, formaður sóknarnefndar Breiðholtssóknar og kirkjuþingsmaður

Leiðir okkar Sigurðar Árna hafa legið saman af og til síðustu 8 árin, fyrst við fermingarundirbúning dóttur okkar hjóna og síðar í gegnum góða og trausta vini. Síðustu tvö árin höfum við setið saman á kirkjuþingi og átt þar gott samstarf.

Maður þarf ekki að umgangast Sigurð Árna lengi til að sjá að þar fer maður með afburða gáfur sem óhræddur er að fylgja sannfæringu sinni. Hann býr einnig yfir þeim góða eiginleika að hlusta af virðingu á skoðanir annara og taka tillit til þeirra.

Ég styð biskupskjör Sigurðar Árna vegna þess að ég treysti því að hann hafi burði til að leiða kirkjuna í því mikilvæga hlutverki að sætta þjóð og kirkju og jafnframt til að leiða stærstu fjöldahreifingu landsins út úr því sjálfskipaða hlutverki að vera best geymda leyndarmál Íslands.

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður sóknarnefndar Breiðholtssóknar og kirkjuþingsmaður