Sesselja Thorberg, hönnuður

Fyrir um áratug fluttum við hjónin í Vesturbæinn. Okkar leið lá í messu í Neskirkju. Við fengum hlýjar og góðar móttökur og Sr. Sigurður Árni tók okkur opnum örmum. Það var að mörgu leiti fyrir hans tilstuðlan að við ákváðum að mæta reglulega í messu. Öll umgjörð í Neskirkju er svo notaleg, starfsfólkið er yndislegt og söfnuðurinn einstaklega vinalegur. Sr. Sigurður hefur séð um skírn, fermingu, giftingu og uppherslu hjá okkar fjölskyldu. Sr. Sigurður gefur sig allan í starfið, er fullur eldmóði og hefur mikinn áhuga á því sem hann tekur sér fyrir hendur í starfi. Hann er til sóma fyrir Neskirkju og starfstéttina.

Sr. Sigurður er hugsjónamaður, kemur vel fyrir og er samkvæmur sjálfum sér. Sr. Sigurður klárar verkið. Fólki líður vel í kringum Sr. Sigurð og ber traust til hans.

Þannig persónu vil ég sjá sem biskup Íslands.