Valborg Sigurðardóttir – Minningarorð

 

 

 

 

 

 

 

 

Valborg setti upp stúdentshúfuna sína í vorbirtunni árið 1941. Hún var dúx í MR. Annar stúent fékk reyndar sömu einkunn og hún og þau voru hæst yfir landið. Dúxar eru dýrmæti. Einkunn á blaði var Valborgu ekki aðeins staðfesting um getu hennar, heldur skipti miklu máli varðandi framhaldið. Lesa áfram Valborg Sigurðardóttir – Minningarorð

Hvenær byrjar dagurinn?

Einu sinni sat lærimeistari með nemahóp hjá sér og spurði: „Á hvaða augnabliki endar nóttin og dagurinn byrjar?“ Einn neminn svaraði: „Það er þegar nógu bjart er til að hægt sé að greina milli hunds og kindar.“ Annar sagði: „Það er þegar nógu bjart er til að greina milli ólífutrés og fíkjutrés.“ En meistarinn sagði: „Þetta eru góð svör en þó ekki þau réttu. Svarið er: Þegar ókunnur maður kemur og við höldum að hann sé bróðir okkar og allar deilur hætta, þá er nákvæmlega stundin þegar nóttin endar og dagur byrjar.“ Lesa áfram Hvenær byrjar dagurinn?