Stóra upplifunin

Sunnudagurinn í dag er tvíbentur dagur sem er hvorki né – hvorki jól né nýár. Upprifin tilfinning aðfangadagsins er að baki og skaup og spaug gamlárskvölds, með tilheyrandi bombum, ekki enn komið. Sunnudagur sem er hvorki né – er þó líka bæði og – því það eru jól, heilög jól. Og enn ekki komið óflekkað nýtt ár með nýja möguleika og því engin vonbrigði heldur. Þetta er sérkennilegur dagur – og ljómandi að nota hann til íhugunar, setjast niður og hugsa. Lesa áfram Stóra upplifunin

Baldur Berndsen Maríusson – Minningarorð

Baldur B MaríussonBaldur bjó við Tómasarhagann síðustu áratugi. Á góðviðrisdögum var gott að ganga eða hjóla Tómasarhagann og hitta Baldur. Hann var oft úti við og gladdi okkur vegfarendur með kátlegum athugasemdum. Svo var hann alltaf til í að ræða málin, fara yfir stöðu KR, frammistöðu ríkisstjórnarinnar, sumarbústaðamál í Grafningi, heimspólitíkina – nú eða kirkjumálin. Við gátum meira að segja staðsett KR í kristninni. Lesa áfram Baldur Berndsen Maríusson – Minningarorð