Baldur Berndsen Maríusson – Minningarorð

Baldur B MaríussonBaldur bjó við Tómasarhagann síðustu áratugi. Á góðviðrisdögum var gott að ganga eða hjóla Tómasarhagann og hitta Baldur. Hann var oft úti við og gladdi okkur vegfarendur með kátlegum athugasemdum. Svo var hann alltaf til í að ræða málin, fara yfir stöðu KR, frammistöðu ríkisstjórnarinnar, sumarbústaðamál í Grafningi, heimspólitíkina – nú eða kirkjumálin. Við gátum meira að segja staðsett KR í kristninni. Lesa áfram Baldur Berndsen Maríusson – Minningarorð

Valborg Sigurðardóttir – Minningarorð

 

 

 

 

 

 

 

 

Valborg setti upp stúdentshúfuna sína í vorbirtunni árið 1941. Hún var dúx í MR. Annar stúent fékk reyndar sömu einkunn og hún og þau voru hæst yfir landið. Dúxar eru dýrmæti. Einkunn á blaði var Valborgu ekki aðeins staðfesting um getu hennar, heldur skipti miklu máli varðandi framhaldið. Lesa áfram Valborg Sigurðardóttir – Minningarorð