Sigríður H. Þorbjarnardóttir – minningarorð

Sigríður ÞorbjarnardóttirFulltrúar heimsbyggðarinnar ræða fótspor og framtíðarskref í París. Sigríður Helga Þorbjarnardóttir var aldrei í vafa um að við menn bærum ábyrgð. Hún þekkti sitt eigið umhverfisspor og okkar allra. Hún var ábyrg – ekki aðeins gagnvart sjálfri sér heldur umhverfi sínu og verkefnum lífsins.

Á Tröllaskaga

Ég kynntist Siggu á Tröllaskaga í ágúst árið 1998. Reyndar hafði ég séð hana á röltinu í Vesturbænum en við urðum ekki málkunnug fyrr en í Ferðafélagshóp sem kannaði hina norðlensku Alpa. Sigga kom hýreyg í hús í Ytri-Vík á Árskógsströnd þar sem hópurinn gisti í skjóli Sveins í Kálfsskinni. Og enn bjartleitari var hún daginn eftir í morgunbirtunni, sólskininu, við Reistará þegar eftirvæntingarfullur hópur safnaðist saman, hugaði að gönguskóm, herti á stöfum og gegndi kalli fararstjóra Ferðafélagsins. Og þar var Sigga við hlið Helga Valdimarssonar, hins fararstjórans. Svo var lagt í hann, rölt upp hlíðar Kötlufjalls, sem er gott fyrstadagsfjall. Sigga vaktaði allan hópinn, gætti að þeim sem ráku lestina og sérhæfðu sig í Alpagöngulagi. Svo þegar upp var komið herti Sigga á, kátína hópsins jókst og gönguhrólfarnir innlifuðust unaði íslensks sumars. Svo var skokkað niður hrísmóa og heim í náttstað. Slegið var upp veislu. Og þetta voru dýrðardagar, stórkostlegar göngur og ríkulegt félagslíf. Sigga skáskaut augum á samferðafólkið, tók sposk þátt í fjörinu, kættist af einbeittri gleðisókn og safnaði rekasprekum í strandeld. Sigga varð fjallamóðir mín í þessari ferð og við erum mörg sem höfum notið leiðsagnar hennar, fræðslu og félagsskapar í bláfjallageimi. Þar naut hún sín vel, þar átti hún sér friðland, þar var musteri hennar – þar var himinn henni opinn.

Upphafið

Þegar Sigga var komin upp á toppana á Tröllaskaga sá ég hana líta til austurs. Þegar við vorum á Rimum benti hún til Grenivíkur: “Þarna fæddist ég – ég er þaðan,“ sagði hún og ljómaði. Já, Sigríður Helga fæddist á Grenivík -inn í vorið árið 1948, 13. maí. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Guðmundsdóttir og Þorbjörn Áskelsson. Anna var frá Nýjabæ í Kelduhverfi og var ljósmóðir og Þorbjörn var útgerðarmaður á Grenivík. Hún sá um að lífið fæddist og hann um að mannfólkið nyti fæðu. Báðum lánaðist vel.

Þorbjörn var frá Austari Krókum á Flateyjardalsheiði og hafði stofnað útgerðarfyrirtækið Gjögur tveimur árum áður en Sigríður fæddist. Þau Þorbjörn og Anna eignuðust sex börn. Elstur systkina Sigríðar er Guðmundur sem kvæntur er Auðbjörgu Ingimundardóttur. Njáll var næstur í röðinni. Hann er kvæntur Jónu Jónsdóttur. Laufey er gift Jóni Sigurðssyni. Guðbjörg er gift Jónasi Matthíassyni og Guðrún gift Guðmundi Sigurðssyni.

Fjölskylda, flutningur og nám

Dymbilvikan árið 1963 varð Íslendingum þungbær. Þá fórust á þriðja tug Íslendinga í slysum á hafi og á landi. Þorbjörn Áskelsson var einn þeirra. Hann var aðeins 58 ára þegar hann lést þegar Hrímfaxi fórst í flugslysi við Fornebu sem þá var aðalflugvöllur Oslo. Þorbjörn hafði tekið við nýjum fiskibát í Hollandi og var á heimleið. Fráfall hans breytti allri sögu fjölskyldunnar og Anna ákvað að selja Ægissíðu, fjölskylduhúsið á Grenivík, og flytja suður. En útgerðarfyrirtækið lifði áfram og varð í höndum ættingja Siggu Grenvíkingum mikið bjargræðisfélag. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að fráfall föður var öllum í fjölskyldunni mikið högg og unglingnum þungbært.

Sigríður hóf skólagöngu fyrir norðan og lauk fullnaðarprófi frá Barnaskólanum á Grenivík árið 1962. Hún flutti svo suður með fólkinu sínu og settist að í húsi á horni Tómasarhaga og Hjarðarhaga. Hagar og Melar urðu hennar vettvangur á unglingsárunum. Hún fór í Hagaskóla, eignaðist félaga sem hún naut síðan. Henni gekk vel í námi og fór svo í menntaskóla. Þá lá leið flestra þeirra sem fóru úr vesturbænum í framhaldsskóla í MR og þaðan varð hún stúdent.

Háskólanám, störf og félagsmál 

Sigga hafði alla tíð mikinn áhuga á öllum greinum nátturufræði og virti áhugasvið sitt. Hún innritaðist í BS-nám í líffræði sem þá var nýhafið í HÍ. Því námi lauk hún árið 1973 og fór síðan til Englands í mastersnám og útskrifaðist með M.Sc. próf í örverufræði frá háskólanum í Warwick í Englandi.

Sigga var í fyrstu bylgju líffræðinga á Íslandi og var svo lánssöm að hún fékk strax vinnu við hæfi. Nýúskrifaður meistarinn hóf störf hjá Guðmundi Eggertssyni, prófessor, við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og varð hans hægri eða vinstri hönd í rannsóknum og helsti samstarfsmaður. Sigga var ráðin sérfræðingur við Líffræðistofnun háskólans. Rannsóknir hennar lutu að erfðafræði bakteríunnar E. coli. Síðar rannsakaði hún hitakærar bakteríur og kuldavirk ensím.

Kennslustörf urðu hluti af starfsskyldum Siggu. Hún var ekki aðeins fjallamóðir margra heldur einnig fóstraði hún fjölda líffræðinema í fræðunum. Hún kenndi flestum líffræðinemum sem útskrifuðust frá Háskóla Íslands síðustu fjörutíu ár. Hún var því n.k. ljósa þeirra í fræðum og námsmamma.

Og af því henni mátti alltaf treysta til allra starfa var Sigga eftirsótt í félagsstörfum einnig. Hún var í stjórn Líffræðistofnunar háskólans um árabil og vegna áhuga á mannlegu inngripi í gang náttúrunnar hafði Sigríður huga við eðli og áhrif erfðabreytinga. Hún var í ráðgjafanefnd umhverfisráðuneytisins um erfðabreyttar lífverur. Sigríður tók virkan þátt í starfi Ferðafélags Íslands og var þar í stjórn árin 1992-2001 og hafði mótandi áhrif á nýsköpun í ferðatilboðum félagsins.

Minningar og þakklæti

Og þá er komið að minningunum um Sigríði Helgu Þorbjarnardóttur. Við hefðum viljað njóta hennar lengur, fara fleiri fjallaferðir með henni, njóta fleiri fræðslustunda og sjá hana hverfa, sadda lífdaga, inn í blóðrautt sólarlag ellinnar. Margir hafa sagt við mig að eitt að því ömurlegasta við að eldast sé að sjá á eftir vinunum. Og því yngri sem þeir eru – því dapurlegra. Sorgin er skiljanleg og tilfinningar funa í lifandi fólki. Ekkert okkar á þó tryggt að geta klifið alla tinda sem við viljum eða notið samfylgdar allra til enda.

Í stað þess að harma tindana sem við náum ekki – getum við í frelsi okkar umtúlkað lífsafstöðu. Ef við lifum í afstöðu skortsins missum við vini, líf, möguleika og vegtyllur og ölum á eftirsjá. En þroskuð lífsafstaða nær stóra tindinum því hún staldrar við hrifningu og elsku og nærir þakklæti. Líf í fyllingu elur þakklæti. Þökk er farsælli lífsháttur en hyggja skortsins.

Í stað þess að hugsa um allar stundirnar með Siggu sem við förum á mis við og syrgja þær – gerum við betur með því að þakka það sem hún var og gleðjast yfir því sem við nutum. Við getum hyllt hana og megum lofa hana í huga og sál fyrir það sem hún gaf okkur og var okkur, fjallamóðir, fræðari, vísindakona, traustur vinur, nærgætinn leiðsögumaður, lífsglöð og umburðarlynd frænka eða systir.

Verkefni þitt er að gera upp og leyfa Siggu að fara. Fyrir hvað viltu þakka og hvað getur þú lært af henni þér til lífs og eflingar? Getur þú rifjað upp einhverja dýrmæta minningu um hana? Manstu eftir þegar hún fór á hnén og skoðaði blómjurt með nákvæmni vísindamannsins og í bland við fagurkerann sem elskaði liti, fjölbreytni og lykt? Manstu hve tillitsöm hún var í samskiptum, traust og áreiðanleg, nákvæm og samviskusöm? Manstu að alltaf var hægt að treysta henni og því sem hún ætlaði sér að gera? Hún reyndi alltaf að standa við sitt.

Manstu eftir bernskuleikjum hennar, að hún sótti út í náttúruna, féll í hið risastóra fang landsins, hlustaði á hvísl í sumarþey, fann í lyngi hlé og leikvang í mjöll eða fönn vetrarins? Manstu að hún var snemma klettasækinn? Hún fór á bernskuárum vestur í Skælu og klifraði í klettum.

Og lífið í sjónum átti hug hennar einnig. Hún réri stundum út á víkina og skoðaði fiskana á grunnsævinu. Og hún var tengd Ægissíðu á Grenivík og keypti svo með ættmennum sínum húsið að nýju þegar það var falt.

Mantu tryggðina, fjallstyrka traustið í henni, – kyrrláta skaphöfn eins og hún átti kyn til? Sigga lét ekki þvæla sér eða draga sig í einhver gönuhlaup og mannlífsfen.

Manstu hve annt henni var um að fara vel með og skemma ekki? Manstu meðvitaða og agaða nægjusemi hennar? Sigga velti vöngum yfir umbúðum og matvælum, hvort hún ætti að kaupa þetta eða hitt af því hún tók siðferðilega ábyrgð alvarlega. Hún vissi að þó hún gæti ekki bjargað heiminum ein gæti hún lagt sitt af mörkum. Er það okkur til eftirbreytni.

Þekktir þú hiklaust þor Siggu þegar hún tók stefnu? Hún var t.d. óhrædd við vélar. Hún prílaði snemma upp á Farmal Cub og náði ágætum tökum á græjunni. Vissir þú að hún keypti sér skellinöðru þegar hún var í námi í Englandi? Þegar hún var að þjálfa sig í akstrinum endaði hún reyndar ofan í ruslagám. Sigga hló þegar hún sagði frá þeirri þeysireið og sjálfskaparvíti. Hún gat gert grín að sér.

Áhugasvið Siggu var vítt. Hún hafði breiðan áhuga á menningarmálum, var fjöl- og víðlesin, hlustaði á alls konar tónlist, hafði opin hug til ýmissa greina mannvísinda. Hún virti fegurðar- og sannleiks-leit manneskjunnar í litríkum heimi og fjölbreytilegri náttúru. Hún var alin upp við klassískt og íslenskt menningarlæsi. Manstu hvað Sigga sagði um gildi, heim og ábyrgð manna í umhverfismálum? Það var grundvallað á þeim gildum sem henni voru blásin í brjóst í foreldrahúsum og rímuðu við náttúrujákvæðni og mannást íslenskrar kristni.

Manstu hve Sigga var gætin en þó óhrædd á ferðum í faðmi íslenskra fjalla? Hún gekk og fór um landið sumar sem vetur og í öllum veðrum. Hún fór margar svaðilferðir og stundum sá ekki úr augum í vetrarbyljum en aldrei fór hún sér að voða. Manstu styrka nærveru hennar, stundum orðlausa en hlýja?

Skilin

Og nú er komið að skilum. Og nú hefur hún tekið sín skref – ekki í París heldur inn í Paradís. Þar er mesta og besta umhverfisvitundin og verndarelska, sem er fólgin í Guði. Þar mun Sigga finna sig heima. Við megum kveðja hana með þakklæti, þakka náttúrumömmu, ljósu í fræðunum, þakka nærgætni við ástvini, frænkur og frændur. Þakka fyrir brosið, hláturinn og verkin. Hún slær ekki lengur lúpínu í Skaftafelli, stiklar um Nepal eða Madeira,  smellir ekki á sig sandölum, né mun hún ganga yfir hálendið á skíðum. Hún ver ekki mosató í hættu eða melgrasskúf en við megum minnast hennar með því að verja náttúruna.

Þegar við föllum í fang Bláfjallageims í náttúrumusteri heimsins getum og megum við syngja þakkarsálma fyrir allt það sem hún var okkur og leyfa þeim að verða okkur brýning til að verja lífið, helga lífið með góðri umgengni og með óáreitinni festu Siggu, sem aldrei skemmdi heldur varði og gætti. Hún fer ekki framar norður í Ægissíðu á Grenivík. Nú er hún á tindinum, bendir yfir landið og brýnir okkur – nú er hún komin í Ægissíðu eilífðar.

Guð geymi hana og Guð geymi þig.

Í Jesú nafni – Amen.

Ég hef verið beðin um að bera ykkur kveðju frá Önnu Birnu Jónasdóttur og fjölskyldu í Kanada.

Róbert og Jórunn Eyfjörð biðja einnig fyrir kveðju en þau eru erlendis.

Minningarorð við útför í Neskirkju, miðvikudaginn 2. desember, 2015, kl. 15.

Bálför. Erfidrykkja í Neskirkja. Jarðsett í Fossvogskirkjugarði.

Eðli kirkjunnar er að endurnýjast

MoggamyndFyrir einu ári birti Sigurður Bogi, eðalblaðamaður Moggans, viðtal um kirkjuna og hlutverk hennar. Tilefnið var vistaskipti mín. Viðtalið við nafna minn er hér að neðan:

“Kirkjan hefur orðið fyrir gagnrýni og þarf að þola hana. Hlusta vel þegar fólk talar af sársauka og réttlætisþrá. Kirkjan þarf líka að vera tilbúin að breyta starfsháttum. Stofnanaóþol í samfélaginu er útbreitt. Allar hreyfingar, líka kirkjan, eiga á hættu að frjósa í stofnanafjötrum. Það er hins vegar er eðlið að endurnýjast,” segir sr. Sigurður Árni Þórðarson.

Á morgun, sunnudag, kveður Sigurður söfnuð sinn í Nessókn í Vesturbæ Reykjavíkur eftir tíu ára þjónustu þar. Og um næstu helgi, 30. nóvember, verður hann settur í embætti sóknarprests í Hallgrímskirkju. Valnefnd við sóknina kaus á dögunum að þau sr. Sigurður og Irma Sjöfn Óskarsdóttir yrðu prestar kirkjunnar, embætti sem biskup Íslands hefur nú skipað þau í.

Hallgrímskirkja skipar sess í borginni. Er þjóðarhelgidómur og miðstöð kirkjutónlistar á Íslandi. Fjölsóttir tónleikar og athafnir eru í kirkjunni sem erlendir ferðavefir hafa útnefnt hana sem eina merkilegustu í heimi, enda er hún mikið aðdráttarafl túrista. En þeta er jafnframt sóknarkirkja íbúa á Skólavörðuholti og nærliggjandi hverfum.

“Miðbæjarkirkjulíf er öðru vísi en safnaðarstarf í hverfiskirkjum eða dreifbýlinu.  Kirkjan þarf því að mæta misvísandi og fjölbreytilegum óskum,” segir Sigurður Árni sem telur að nú þurfi að fara yfir áherslur og leggja nýjar ef þarf. Kirkjan eigi að vera í sókn en ekki í vörn. Almennt starf og tónlistarlíf í Hallgrímskirkju hafi notið krafa góðs fólks á öllum sviðum – en allaf megi brydda upp á einhverju nýju. Í þessu sambandi víkur Sigurður að hinu sérviskulega áhugamál sínu, mat. Því þeim áhuga deila þeir Jesús Kristur, en sá síðarnefndi  gerði borðið að miðju kristninnar á þann veg að söfnuður Jesú er samfélag fólks um veislu.

“Mig dreymir um að fá bestu kokka þjóðarinnar til að elda með mér á kirkjuhátíðum. Vonast líka til að í framtíðinni verði Hallgrímskirkja og veraldarvefurinn enn betri vinir og helgihaldinu verði fjölmiðlað. “

Sigurður Árni Þórðarson hefur þjónað sem prestur í um þrjátíu ár. Þjónustu sína hóf hann í Skaftártungu, var seinna prestur norður í Þingeyjarsýslum, rektor Skálholtsskóla, fræðslustjóri í Þingvallaþjóðgarði og er þá sitthvað ónefnt. Við Neskirkju hefur hann þjónað frá vormánuðum 2004. Hann segir prestsstarfið og menninguna á stöðunum þar sem hann hefur starfað gjörólíka. Samfélagið hafi sömuleiðis breyst mikið síðustu ár. 

“Í þéttbýlinu er vitund um hið sameiginlega að hverfa og einstaklingshyggjan vex. Fólk er æ sjálfmiðaðra í neyslusamfélagi nútímans og þar með berskjaldaðra. Í dreifbýlinu er víða varðveitt styrk samfélagvitund, að enginn er eyland og fólki er þörf á að vinna vel saman. Presturinn hefur tengsl við flesta og það er ómetanlegt á stóru stundum lífsins,” segir Sigurður Árni og heldur áfram.

“Í stóru þéttbýlissöfnuðunum þekkir presturinn ekki nema hluta sóknarfólksins vel. Í athöfnum, áföllum og þjónustu eru þó sömu kröfur gerðar til presta.”

En þótt fjölmenningarsamfélag nútímans sé í stöðugri deiglu og staða kirkjunnar talsvert breytt frá því sem áður var, segir Sigurður Árni fólk þó jafnan leita mikið til kirkjunar í gleði sem sorg. Fermingarbörn sín í Vesturbænum á síðustu tíu árum séu orðin nærri þúsund. Velvilji fólks gagnvart hverfiskirkjunni sinni sé mikill

“Ég hef engar áhyggjur af framtíð kristninnar því lífið hríslast í fólki – og allt líf er frá Guði. Þau sem verja aðeins stofnun daga uppi og Guð stendur alltaf með lífinu. Boðskapur Jesú Krists er í þágu gleði og hamingju lifandi fólks, “segir Sigurður Árni og heldur áfram. “Þjóðkirkjan er ekki lengur í bakslagi heldur sókn. Hún er kölluð til að breytast, vera kraftmikið þátttökusamfélag sem gleðst yfir fjölbreytileika, heldur vel utan um fólk, er rammi um mestu gleði og sorg þess og mætir fólki með trú, góðu viti, hlýju og fagmennsku.”

Sigurður Bogi Sævarson

Icelandic culture and religion – tradition applied

In the latest issue of the New Yorker, on November 9, 2015, there is an interesting article on rescue teams in Iceland. Actually the system is unique in the world. Iceland has no army, and because police and the coast guard are underfunded and spread thin, Icelanders have developed a non-governmental task force for helping people in distress due to volcanic eruptions, avalanches, earthquakes, ocean gales, sandstorms, glacier bursts, and awful blizzards in both summer and winter. The non-governmental volunteer movement has almost ten thousand members in all, with four thousand of them on “callout-duty.” Every town or community has a team. It is no scout group of youngsters but rather well trained, well equipped, self-funded and self-organizing groups of people on standby: 3% of the nation are members – volunteers!

Forces of nature have not only had an impact on people, they have also given birth to a culture with a view of the world and strategies for ways to live — and also how to die. The reporter from the New Yorker did a fine job describing the truck-driving guardian angels but didn’t understand or explain the underlying reasons. I think there are definite cultural and historical reasons for the formation of these teams. A look at the history of Icelandic culture has convinced me that the reasons are cultural, and more specifically religious-ethical. The type of Christianity practiced and preached in the country helped mold a society of togetherness and care for neighbors in need.

The rescue teams have been and are groups that confront the powers of nature. They have their litanies, their scriptures and services. Even though they have no religious affiliation, and the religious views of the members are highly diverse, they function in a religious style and on the foundation of a religious culture. In rescuing people, they perform the task of the Good Samaritan. In this they continue a strong ethical tradition in Iceland. Icelanders have in all ages lived out the theology of God caring for human beings, sensing that there is grace in nature – and that there is also a loving, divine presence in the midst of crises.

Nature and the struggle

First, a few words about the harsh nature of the country and the art and strategies of survival in Iceland. A comparison between Norway and Iceland is enlightening, illustrating how grim the struggle was in Iceland over the centuries. By the end of the 11th century, the Norwegian population came to roughly 250 thousand people. At the same time, some 70 thousand Icelanders lived on this island. The ratio was “more than 1 Icelander to 4 Norwegians.” Both nations had their ups and downs over the next 600 years. Shortly after 1800 the Norwegian population was up to 883 thousand, whereas Icelanders were down to 47 thousand. What happened? Did some Icelanders leave, looking for a milder climate, emigrating to the Canary Islands, Brazil or North America? No, they were down from 70 thousand to 47 thousand due to catastrophes in nature. By 1800 the ratio was 1 Icelander to 17 Norwegians. This simple comparison sheds some light on the difficulties of survival. What strategies for survival were formed on this Mission Impossible. How did this struggle shape or mold religion?

Religious classics and literature

I would like to draw attention to two classics in the Icelandic tradition and point out their basic dimensions for liturgical inspiration and application. These are Hymns of the Passion and Vídalínspostilla.

Icelanders have been a people of letters. Both ordinary and educated people put events and emotions into words and text. Poverty did not prevent them from writing. Both women and men shaped their feelings, both joy and grief, into poetry which was memorized, and some of it was written down. Some Icelandic pastors were productive and took pride in publishing their theology, sermons and meditations. This religious literature was not tied to the church; it was put to use in households all over the country. It was almost “the social media” of those times.

Collections of sermons were not only meant for “simple” pastors but also for reading in the homes of those who did not manage to attend church on Sundays. The collection of sermons by Bishop Jón Vídalín, Vídalínspostilla, published in the early part of the 18th century, was exceptionally important and had a lasting impact on discourse about issues of faith and society, the meaning of human life and of nature, and how to behave and act. Hymns of the Passion, first published in late 17th century, were learned by heart by many people from 1700 and well into the 20th century.

An astonishing amount of religious literature was printed in Iceland in the 19th and 20th centuries. There was a joke in Iceland that the number of religious books published in the country was enough to pave the road all the way to the pope in Rome, and publishing religious books was the most lucrative part of Icelandic publishers’ trade. They may have made money on religion in the past, but that has now come to a complete stop. Very few books of sermons, meditations or religious poetry have been published in Iceland for decades.

Icelandic Christianity

What are the characteristics of Icelandic Christianity? Of course Icelanders have always tried to import the best from all trends, fads and fashions abroad. Luther’s dramatic theology was a winner for some time. Baroque artistry won over some poets in the 17th and 18th centuries. Rationalism, romanticism and materialism had their protagonists in 18th and 19th centuries. In religion, classical theology was the main web into which all kinds of novelties and idiosyncrasies were woven or incorporated. But fundamental of course were the actual life-experiences of people in the country.

A striking aspect of Icelandic theology is the prominent, positive and important role that nature has played. The religious texts of this tradition deal primarily with what might be called limit or liminal issues, e.g. death, finitude, transience, threats to life, the futility of securing one’s own existence, helplessness, etc. And in order to explain and make the experiences of human life and development in the surrounding world intelligible, the writers of the past used metaphors and examples from nature. The human habitat was nature in her manifold forms. The country’s culture was a liminal culture, devising meaning, understanding and strategies for survival in harsh, unpredictable and dramatic nature. Nature was not only a threatening killer; it also proved to be a caring and nurturing mother, giving life to all creation – by God´s grace.

A common characteristic of the whole tradition of post-Reformation Icelandic preaching and theologizing is contextualization: the aim of correlating the Christian message to the situation and needs of the times. In Hymns of the Passion the portrait of Jesus Christ symbolized and thematicized people’s struggles, suffering, death and hope in such a way that the poems illuminated the meaning of human life and the nature of the world.

The same aim at correlation is also found in Vídlínspostilla. The penetrating discussion of human nature, social issues, the church, and options in human life struck Icelanders in a meaningful way, and not only gave real nourishment to the soul but also spoke theologically to the entire spectrum of life in this world.

Hymns of the Passion

The Hymns of the Passion had a lasting impact in Iceland for at least two centuries, from 1700 to 1900, because of the image of the suffering Jesus Christ depicted in them. The Jesus-figure, which was elegantly portrayed, grasped, united and expressed latent sentiments among Icelanders. Keeping in mind the ever-present threat of natural catastrophes, it comes as no surprise that it is precisely the most tragic moments of Jesus Christ’s career that stirred Icelanders. His struggle symbolized Icelandic suffering.

In Hymns of Passion  Icelanders were told that the hidden secret of the world is that love – not death – is the heartbeat of life, that light will overcome darkness, that warmth is stronger than cold, that human solidarity is more basic than solipsistic individualism, and finally that well-being is stronger than suffering. To a battered people, this seemed to be a message with meaning, and it provided food for thought as they struggled with disruptive developments in nature, human society, and in themselves. Jesus’ vision of love and service to others as the potential new being is the conclusion of the parabolic drama of Hymns of the Passion.

A life of service to others is the way people should live and also how the church should function in the process of giving birth to an authentic humanity — of making that which is fragile and broken a part of the life of Jesus, who intends all human beings for participation in life. And his love for others would – in a modern setting – also include nature as a neighbor.

Furthermore the Hymns of the Passion emphasize interrelationships in the world. That God is related to the world is strikingly testified to by Jesus’ life in the world. Similarly, all human beings are mutually responsible for each other’s humanity. The Icelandic and classical Christian attitude of “not too long and not too short” discloses a basic adherence to a world-view of balances. This view represents the ethics of moderation. The human being, in all of his or her actions and reactions, should strive not to break the eco-structure of the world.

Power

If Hymns of the Passion is the first of the classics of Icelandic Christianity, the second is Vídalínspostilla. Its basic vision concerns power – which comes as no surprise to anyone who has experienced a large-scale event in Icelandic nature. Anyone who has been in the vicinity of an erupting volcano has experienced something profound, perhaps even had a peak experience due to this manifest power. The trembling in the earth, the unsettling thunder that accompanies a crater vomiting lava, the visual effects — all of these affect both the body and mind of the spectator. On such occasions, a strong sensation of this power is accompanied by an awareness of the minuteness of human life, of how fragile and precarious it is compared to such an awesome display. Icelanders have also known other powers at work: the gigantic strength of the ocean, the crushing jaws of glaciers, the total disregard shown by floods for human settlements and the scorn that blizzards often exhibited toward these tiny humans, trying to survive winter and darkness. By what power do you live — your own, or that of the world? These are straight Lutheran questions, those of classical theology. Vídalín’s dramatic and witty discourse was to the point, and people nodded their heads in agreement.

To this discussion of power, Vídalín always adds some qualifications. The right source of power in a human life will manifest itself in two ways. Faith is only one half of a person. The other half is work to benefit one’s neighbor. Faith has to be praxis, lived in service to others. But the other qualification in Vídalín’s thought concerns this stress on morality: the questioning of worldly lordships. Vídalín connects praxis and the question of power and preserves a highly dramatic and dynamic tension. Faith is rooted in God’s power. Upright morality results from faith, but this then immediately poses the question of whether faith is rooted in the only true source of power, i.e., God. Hence, the dialectic of faith and praxis entails an examination of the powers one relies on. Upright faith and morality necessarily lead to a strong hermeneutic of suspicion, as an integrating bond of faith and morality. At every moment, the Christian needs to examine his or her source, and in consequence open up his or her life to creativity for the benefit of others. But a perspective of critique has to accompany the dynamic of openness to creation in order to expose the false idols, the internal, bodily, or politico-cultural objects that receive the worship due only to God. The emphasis on the limits of the human being, coupled with a theology of power, seems to allow for a potentially fruitful theology, that accents holism and combines a hermeneutic of suspicion with hermeneutic of retrieval.

Tradition applied

In the Icelandic religious tradition there are powerful sources for contextualizing and revisioning theology.

Nature: First, the dimension of nature is an overarching one. Nature used to be the nexus of humans – threatening but also a source of nourishment: an interpretative framework, a source of metaphors for the meaning of human life, experiences, dangers and hopes. The preachers of Iceland, as well as the hymn-writers, have exploited this vein extensively – but few have launched into experimentation in liturgy. I think we could do more there – given the fact that all over the Western world, more and more people find nature to be the face of God, and they tell us pastors that they experience something divine in nature – even more so than in the liturgy of our churches.

Jesus in nature: Secondly, the practical theological profile of Hymns of the Passion concerns Imitatione Christi. The basic vision of the hymns, the view that the intention of love is the welfare of all of creation, is vital in our present world, and it confronts us with serious questions. It just might be that the basic vision, coupled with the strong social awareness of the hymns, requires active participation by others, i.e. a divinization of the world or the ascendance of the kind of humanity that Jesus labored to create. Nature becomes not only a bearer of beauty and love, but also the suffering servant. What does it mean when we see Jesus’ suffering in Nature?

What power? Thirdly, the vision of Vidalínspostilla seems to describe an antithesis to all worldly powers. Everything in the world is considered impotent but nonetheless capable of being energized, if structured in the proper way. The human being is portrayed as basically in need of the proper energy, namely the power of God, who remains the central power plant of absolutely pure cosmic energy. But the network is fragile. Whenever the human being tries to plug into the secondary order of power, the connection is broken, the balance is lost; the power system fails, with an insurmountable loss to all. First of all, the individual is paralyzed, and because of a cosmic interrelatedness, everyone is left in disorder. In conventional terms the question is one of idolatry and faith.

This basic vision seems relevant to our postmodern sentiments, where there are struggles not only between powers. By what source do we live as individuals, as cultures, as a world? Do we live from our own power or from the power that is the fountain of life?

In a world that has gone through an energy crisis, global warming, crises of limited resources and political failures, the question of power remains of interest. By what force do we live? What happens when our energy runs out? There are also experiences of powerlessness in our personal lives. We are also concerned about power in politics, oppression, and the struggle of the oppressed for liberation. How can we meaningfully put these into our prayers and worship?

Sigurdur Arni Thordarson

Leitourgia – annual meeting. Háteigskirkja, Reykjavík,

November 12th., 2015

Himinfleki og krossfesting

Himinfleki Helgi Þorgils FriðjónssonYfir höfðum fólks í Hallgrímskirkju er fljúgandi himinfleki. Ský og blámi eru tákn um himinn ofar hvelfingum og þaki. Himinnflekinn eiginlega opnar hvelfingu kirkjubyggingarinnar og hjálpar okkar að sjá ofar og víðar en venjulega.

Helgi Þorgils Friðjónsson málaði þennan stóra fleka í tilefni af 100 ára afmæli Kristnitökunnar og kom fyrir á klettaveggnum í Stekkjargjá á Þingvöllum, rétt hjá Öxarárfossi. Mér þótti þá ólíklegt að verkið þyldi stórviðri og veðurbreytingar á Þingvöllum og átti helst von á að skiliríið myndi fjúka burt eins og flugdreki.

Tilgangur Helga Þorgils með því að hengja himinmynd á bergvegginn var að opna klettinn. Mörg okkar höfum lesið sögur úr safni þjóðarinnar um lífið í klettunum, verur sem búa þar og hafa afskipti af mönnum og mannheimum – og skv. sögunum hafa menn hafa tengst þessum veröldum með ýmsum hætti. Helgi Þorgils setto himinn á klettinn, opnaði hann, náði að minna á að jafnvel grjótveröld er mikilvægur heimur – og svo er náttúran – og steinarnir þar með – eitthvað sem við menn berum ábyrgð á og ber skylda til að virða og fara vel með.

Himinflekinn brotnaði ekki og fauk ekki út í buskann. Þegar sýning Helga var sett upp fyrir kirkjulistahátíð í ágúst var þessi táknmynd himins fest upp yfir höfðum allra sem ganga hér inn. Og þar með minnir flekinn okkur á möguleika og opnun. Hér er opinn himinn eins og kletturinn varð himneskur á Þingvöllum.

Fimm krossfestingar

Fimm krossfestingar Helgi Þorgils FriðjónssonFyrir augum okkar innst í kórnum er svo krossfestingarmynd sem hefur verið hér jafnlengi og himinflekinn. Stundum hefur verið spurt. „Hver þeirra er Jesús Kristur?“ Og svarið er að þeir eru allir Jesús Kristur. Myndirnar eru endurvinnsla á krossfestingarmyndum kunnra málara. Listfræðilega og listasögulega er þetta einstakt myndlistarverk því krossarnir fimm á fjórum flekum snertast og skararast. En það er þó ekki hið merkilegasta heldur að allar myndirnar eru af sama andlitinu. Helgi Þorgils málar gjarnan eigin portrett – eigin sjálfsmyndir. Þetta er kannski einbeittasta “selfie” – sjálfuverk listasögunnar? En verkið sprengir þó hið einfalda því sjálfu-myndir Helga Þorgils eru sjaldnast aðeins mynd af honum. Sjálfsmyndirnar eru fremur mynd af öllum, konum og körlum, öllu mannkyninu. Krossfestingarmyndin er því af mennskunni, okkur öllum og einnig Jesú Kristi. Allar krossfestingarmyndir heimsins eru slíkar myndir. Jesús Kristur var ekki hengdur upp á krossinn sem einstaklingur og aðeins á eigin vegum. Hann var negldur á kross í stað annarra, fulltrúi allra manna. Hann er maðurinn – staðgengill allra og tjáning allrar mennsku. Svo er hann í augum trúarinnar Guð-maðurinn sem allt leysir og allt opnar – kletta og klungur náttúru, sögu og alls lífs.

Á þessum sorgardögum í kjöfar morðanna í París hefur þessi mikla krossfestingarmynd orðið mér augnhvíla. Ég hef horft á hana, hugsað um fólkið sem féll, sem var eins og krossfest af trylltum ofbeldismönnum. Þau eru þarna í Jesúmyndunum – og mannkynið allt, við öll. Jesús Kristur er í örlögum þeirra einnig. Hann er sprengdur og skotinn og hann er í því lífi sem þeim er gefið að baki dómi alls lífs. Allur harmur heims er umfaðmaður í krossfestingunni. Við erum í Jesú og Jesús í okkur öllum. Boðskapur hans, ást hans á lífinu, sköpuninni, mannfólkinu er ást Guðs til okkar allra, hvernig sem við erum og hvers litar sem við erum. Fimmkrossfestingarmyndin hefur orðið mér hugarfró.

Krossfesting og himinmynd

Augun hvarfla aftur frá krossfólkinu í kór Hallgrímskirkju og upp til himinflekans. Hann er tákn um það sem við erum og einnig vona okkar. Við sem erum krossfólk veraldar, fólk Jesú Krists, erum kölluð til ábyrgðar í kjölfar voðaverka í París, Beirut, Sýrlandi – allra viðburða og átaka. Okkar er að vera fjölskylda mennskunnar í heiminum og bygggja frið þrátt fyrir glæpi. Okkar köllun er að ryðja burt hindrunum til að friður megi ríkja, fólk megi lifa og njóta lífs. Það er kraftaverk lifandi trúar að klettar opnast – hvelfingar verið himneskar og mannfólkið friðarfólk.

Jesús sagði: „Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.“

Amen

Íhugun, kyrrðarstund í Hallgrímskirkju 19. nóvember, 2015.

Lífið sækir fram

Bolli GústavssonSr. Bolli Þ. Gústavsson hefði orðið áttræður 17. nóvember 2015. En hann féll frá árið 2008. Bolli hafði mikil áhrif á okkur öll sem kynntust honum, fjöllistamaður, hlýr og umhyggjusamur. Ég flutti minningarorðin við útför hans sem gerð var frá Vídalínskirkju 4. apríl, 2008. Ræðan er hér að neðan.

Bolli átti í sér gáfu hrifningarinnar. Svartir hrísfingur í fannbörðu kjarri Laufáshyrnu urðu honum hrifvaki, sem hann orti út af. Rökkurgjóla, sem strauk fjallskinn eða gáraði fjarðarspegilinn bylgjaði líka sálardjúp hans. Kolluhljóð eða ljóð úr barka ljóðasöngvarans Fischer-Diskau endurómuðu í hljómbotni hið innra. Hnyttin setning kallaði auðveldlega fram bjartan hlátur, sem svo barst um byggð og út yfir fjörð. Fólk sem tjáði, náttúra sem hrærðist, veröld sem söng átti fang í Bolla. Andi Bolla lyftist, fallega andlitið hans lifnaði og augun ljómuðu.

Gerningur lífsins

Bókmenntaunnendur þekkja orðið “póesía,” Orðið, sem notað er um ljóð í mörgum tungumálum, er af sömu rót. En að baki öllum póetískum ljóðnefnum og ljóðafleggjurum er hið fallega gríska orð poiesisποίησις. Það er ekki aðeins snoturt á blaði, heldur þrungið fallegri merkingu. Það táknar ekki aðeins það, að stafla orðum í ljóð, heldur líka hitt að búa til með höndum, vinna, kalla fram líf og hlúa að því. Að ljóða er að gera, að skapa. Að ljóða er líka það að tengja himin og heim.

Meðal Grikkja og Hebrea var póesía ekki aðeins huglægt verk, heldur náði til fóta, handa, starfa, sköpunar, já raunveruleika og lífsbaráttu fólks. Handverk fólks var aldrei sálarlaus iðja heldur átti sér líka andlegar víddir. Þessi speki er hagnýt. Handverk við tölvu, í eldhúsi, garði, námi, við bleyjuskipti, já öllu ati lífsins á sér andlega hlið. Hin dýpsta speki, sem við kunnum að hugsa getur á hinn bóginn heldur aldrei lifað nema hún eigi sér hagnýta skírskotun í pólitík, í listum og í deiglu samfélagsins. Lífið er eitt og fólk fornaldar vissi, að lífið á sér framvindu, bæði andlega og efnislega. Allt er tengt og allt er á hreyfingu. Lífið var og er gjörningur, samfelld póesía.

Og Bolli var maður póesíunnar, altengdur hræringu lífs, fann til og með fólki, lyftist upp af lífsvindum, endurmótaði eða speglaði, teiknaði áhrif eða sniðlaði texta til að skapa, vinna með lífinu – og þegar dýpst var skoðað -hrífast með í hinni miklu ástarverðandi Guðs. Lífið sækir fram, Bolli var allur opinn gagnvart himneskri póesíu í veröldinni.

Ætt og uppruni

Bolli Þórir Gústavsson fæddist á Akureyri 17. nóvember árið 1935. Í Bolla mættust bæði austur og vestur, hann átti ættir að rekja vestur á land og á Vestfirði, en líka austur um. Foreldrarnir voru Gústav Jónasson (1911-90) og Hlín Jónsdóttir (1911-73). Systkinin voru þrjú, Bolli elstur og Ingibjörg fæddist 1941. Á milli þeirra var ónefndur drengur, sem lést í frumbernsku.

Bernskuheimili Bolla var á Oddeyrinni og Akureyri var heimasvæði hans fram um tvítugt. Bærinn var ævintýraland fyrir börn og kjörlendi uppvaxtar eins og lesa má í minningabókinni, Vorganga í vindhæringi. Setulið hernámsáranna færði veraldarvandann á torg bæjarbúa. Allt hreif, kynlegir kvistir urðu gleðigjafar, kostulegar uppákomur kættu og voveiflegir atburðir hryggðu. Félagslífið var fjölbreytilegt, Gústav pabbi söng bassa í Smárakvartettinum, Róbert Abraham kom eins og músíkguð og galdraði Bach upp úr sænsku harmóníum. Leikfélagið lék og afi átti skemmu við húsið og vann þar, hitti karlana og Bolli hlustaði opineygur á. Hann var allur sem kvika.

Klerklegir tilburðir

Bolli var sérstakur og lærði snemma að orð skapa líf, græta, hugga og skemmta. Hann var kotroskinn og setti snemma kúrsinn hátt. Sagt er, að Bolla hafi verið vísað úr smábarnaskóla Elísabetar vegna þess að hann sagðist ætla að verða ríkisstjóri! Það þótti lítt gæfulegt hjá barninu.

Um flesta presta eru til sögur um klerklega tilburði í bernsku. Þegar Bolli var í sveit austur í Reykjadal og í Bárðardal og fóru sögur þar af messuhaldi hans. En stórkostlegast þótti Þingeyingum þegar Bolli, barnungur, fór að halda líkræður yfir sofandi vinnufólki, sem átti sér ekki ræðings hvað þá eftirmæla von í miðdagslúrnum. Engum sögum fór af að mönnum hefði orðið illt af ótímabærum minningarorðum. En miklum og góðum sögum fór síðan af líkræðum Bolla þegar hann var orðinn prestur! Það hefur enginn farið illa á því að æfa sig á Þingeyingum ef menn hafa þor til að krydda og draga fyrir egg.

Sr. Pétur

Skólaganga Bolla, allt til stúdentsprófs, var á Akureyri. Þegar í bernsku varð hann félagshæfur. Hann tók þátt í fjörmiklu skátastarfi í bænum. Sr. Pétur Sigurgeirsson varð prestur á Akureyri árið 1947 og bylti barna- og æskulýðs-starfi kirkjunnar. Bolli varð einn af drengjunum hans Péturs, sem hikaði ekki að fela unga fólkinu verk. Í Bolla sá hann mann orðsins og fól honum að verða ritstjóri æskulýðsblaðs kirkjunnar. Bolli bast presti sínum svo nánum vinarböndum, að annar sona hans varð ekki aðeins Bolli heldur líka Pétur og ber í nafni sínu nánd þeirra fóstra. Alla ævi voru þeir elskir hvor að öðrum og unnu vel saman. Báðir eru skuggalausir í lífinu, samband þeirra var flétta virðingar og samstöðu. Æskulýðsstarf kirkjunnar í Hólastifti, sumarbúðastarf á Vestmannsvatni og kirkjulíf á Norðurlandi naut samvinnu þeirra.

MA

Bolli varð einnig virkur í félagslífi Menntaskólans á Akureyri. Hann lék, ristýrði skólablaðinu og tók þátt í umræðum um pólitík, bókmenntir og listir. Rit- og drátthæfni hans fékk útrás, hann naut fjölþættra gáfna sinna og dró ekki af sér. Þegar skólafélagarnir voru að undirbúa stúdentsprófin sat Bolli við og teiknaði allan stúdentsárganginn í stúdentabókina Carminu 1956!

Guðfræðin

Húfunni fylgdi val um stefnu nám og líf. Bolli fór í guðfræðina, hreifst af klassíkinni, las bókmenntir, tók þátt í háskólapólitíkinni og kafaði í kirkjusöguna. Hann hreifst af kennurum sínum. Róbert Abraham kenndi sönginn og dýpkaði og þjálfaði virðinguna fyrir tónlistinni og líka himinvíddum messunnar. Glæsimennið og fagurkerinn Þórir Kr. Þórðarson kom eins og spámaður af Sínaískaga og opnaði heiminn hinum megin við hið kristna tímatal. Magnús Már opnaði Bolla kirkjusöguna. Gríska Nýja testamentið hans varð fullt af skissum, ef ekki af postulunum þá af kennurunum. Sigurbjörn Einarsson varð biskup, kirkjan var lifandi og Bolli fann til vaxandi prestsskaparhneigðar.

Sr. Bolli

Prófin voru mikilvæg en Bolli sagði, að mestu skipti hvernig maður stæði sig í þjónustunni. Hrísey var laus og Bolli var síðan vígður til þjónustu haustið 1963 og þau Matthildur fóru norður. Þetta var góður tími, líf þeirra sótti fram, póesía ástalífs lánaðist vel. Sr. Bolli varð góður sálnahirðir. Austan við álinn blasti Laufás við þeim í nærri þrjú ár, sem þau bjuggu í eyjunni.

“Laufás er minn listabær.

Lukkumaður er sá honum nær.”

Svo segir í ljóðbroti prests frá 17. öld. Og í Laufás fóru þau Matthildur svo, í land hamingjunnar og voru í aldarfjórðung. Þau bjuggu við barnalán, farælt kirkjulíf, elskulegt sóknarfólk, kartöflur, ástríki, æðarkollur, orðlist og gestkomur. Bolli teiknaði, orti, hló, tók öllum ljúfmannlega, fór aldrei í manngreinarálit, var bóngóður, andríkur, sundum alvarlegur, skemmtilegur og alltaf hrífandi.

Prestsþjónusta og fjölbreytileg störf

Embætti prests er til þjónustu. Í Bolla var vilji og geta til þeirra köllunar. Hann var einlægur trúmaður. Honum hafði verið innrætt mannvirðing þegar í bernsku. Hann mátti ekkert aumt sjá, nærri honum gekk þegar samferðamenn hans misstu og syrgðu. Í honum bjó djúp meðlíðan og hann gekk því við hlið þeirra, sem voru í fjallaklifri sorgarinnar eða settist niður við hlið fólks og var næmur sálgætir.

Hann var yfirburðapenni, glöggur guðfræðingur, réttlætiselskandi friðarsinni, vandvirkur, smekkvís í málnotkun og samdi því ekki aðeins áheyrilegar heldur áleitnar prédikanir. Í honum bjó mynd- og ljóð-sókn. Ræður hans voru því ekkert þurrmeti heldur leiftrandi. Og sláandi einkenni á textum Bolla, bæði ljóðum og greinum er hreyfing. Jafnvel kyrran í textum hans titrar. Kannski var það músíkin í Bolla sem olli. Hann var tónelskur, var gefin falleg söngrödd, lagði sig eftir tónskynjun og var því vel búinn til sönghluta helgiþjónustunnar.

Bolli lagði sig í líma við að þjóna öllum aldurshópum, líka börnum. Þau glöddust yfir gleði fræðarans, fundu að fagnaðarerindið er svo máttugt að boðberinn var sannarlega glaðasti maður barnamessunnar.

Í samskiptum, húsvitjunum eða þegar einhver átti bágt eða kröm lífsins var að sliga fór Bolli elskulega að fólki, bar virðingu fyrir erindi þess og allir fóru bættari og heldur glaðari frá hans fundi. Bolli kryddaði síðan allt sitt starf með teikningum, dró upp myndir af fólki, teiknaði fínlegar myndir af kirkjuhúsum og merkisstöðum, sem voru m.a. notaðar til að búa til platta. Kirkjur og söfnuðir hafa notið sölu þessara gripa til styrktar starfi sínu. Bolli tók mikinn þátt í starfi presta og alltaf var hann til að efla gleðina. Hann lagði alltaf til friðar. Honum líkuðu illa deilur og fór jafnvel frá mannfundum þegar honum þótti til ófriðar horfa.

Fjölbreytileg störf

Bolli þjónaði ekki aðeins Laufásprestakalli heldur líka inn í firði. Fnjóskdælir nutu oft þjónustu hans, líklega samtals í 7 ár. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum, var formaður í æskulýðssambandi kirkjunnar nyrðra, formaður prestafélags Hólastiftis, var einnig formaður Hólanefndar um tíma. Og eins og prestar jafnan starfaði hann í ýmsum lögmæltum nefndum og ráðum, sem varða fræðslu og verndarmál. Bolla var mjög umhugað um veg lista í samfélaginu og var um tíma formaður úthlutunarnefndar listamannalauna.

Kirkjuleg sýn

Söm er köllun presta, en Guði er annt um fjölbreytileika mannlífsins. Hæfni manna er notuð og hinar fjölbreytilegu gáfur Bolla nýttust vel heima í héraði, hinu norðlenska samfélagi og einnig í því, að Bolli lagði margt til menningar þjóðarinnar. Hann skrifaði ekki aðeins um þjóðlegan fróðleik, heldur lagði að kirkjulega sýn í pistlum og greinum, í útvarpi, tímaritum, Morgunblaðinu og bókum. Bolli hafði gaman að segja, að hann væri eini pokaprestur þjóðarinnar, því hann ætti svo marga kartöflupoka.

Einkavinurinn

Bolli lagði mikla vinnu í rannsókn á lífi og list sr. Björns Halldórssonar í Laufási. Björn varð “einkavinur” hans, eins og börnin hans sögðu gjarnan. Bolli ræddi um skáldprestinn svo mjög, að Hildur Eir hélt að þetta væri vinur pabba, maður á næstu grösum. Hún var orðin sjö ára þegar hún gerði sér grein fyrir að hlið himins höfðu löngu opnast sr. Birni og hann horfið þangað. Bolli hélt mjög upp á sálma einkavinarins og því syngjum við tvo þeirra í þessari athöfn.

Listprestur

Í prestsþjónustunni bar Bolli fólki huggun, líkn, gleðiboðskap, blessaði börnin, kenndi ungum og öldnum, hafði næma návist, var sínu fólki stoð og bróðir. Hann sinnti vel sínu heilaga prests- og prédikunarembætti. Skáldprestar, eins og Matthías Jochumsson, voru Bolla hugstæðir. Mér sýnist, að þrátt fyrir ljóðagerðina hafi hann þó ekki verið skáldprestur í venjulegri merkingu þess hugtaks. Bolli gegndi víðfeðmari þjónustu en skáldprestarnir. Hans prestsþjónusta var listræn. Í allt blés Guð honum anda listfengi, penninn teiknaði, litir leituðu arkar, greinarnar voru hrífandi og listin mettaði tilveru hans. Bolli hafði um margt aðra nálgun gagnvart störfum sínum en flestir prestar, hann horfði og brást við mörgu sem listamaður og var eiginlega listprestur. Það er sú einkunn sem hæfir hans prestsskaparhætti.

Í Hóla

Bolli var valinn til þjónustu vígslubiskups Hólastiftis. Þau Matthildur slitu upp tjaldhælana og fóru í vesturátt eins og Abraham og Sara forðum. Í áratug bjuggu þau á Hólum og herra Bolli þjónaði stiftinu með margvíslegum hætti. Verður sú þjónusta ekki tíunduð hér. Biskupsþjónusta naut hans eiginda og áunninnar hæfni. Og sýnilegt stórvirki biskuptíðar Bolla er Auðunarstofa, sem mun halda merki hans á lofti, Hólamanna og völunda hins merka húss. Auðunarstofa er tákn um metnað Bolla við uppbyggingu Hóla og samofna menningarlega og kirkjulega endurreisn.

Lífið er verðandi, lífið er póesía, en líf Bolla á sér fleiri þætti. Nú verður gert hlé á minningarorðum og áður en fjallað verður um heimili Bolla og aðra þætti lífs hans verður sungið um ástina, söknuðinn, landið fyrir norðan og stúlkuna. Þetta er söngur fyrir hana Matthildi.

(Nú andar suðrið sæla vindum þýðum…)

Matthildur

Þröstur minn góður. Það er stúlkan mín! Já hún heitir Matthildur og var á Garðsballi þegar hún heyrði þessa háu, björtu tenórrödd. Einhver var að syngja O Danny boy með þvílíkri innlifun, að hún gat ekki annað en runnið á hljóðið. Þegar hún kom nær sá hún mann standa upp á borði og gefa sig allan í sönginn. Hún hreifst og hann hefur eflaust fundið hrifninguna umlykja sig því þegar hann stökk niður kom hann til hennar, dansaði bara við hana allt kvöldið og sagði svo í balllok: “Þú átt að verða konan mín!” Þótt Bolli væri hrifnæmur var hann enginn veifiskati. Hann stóð við allar stóru yrðingar lífsins. Og þau féllu í fang hvors annars, elskuðu hvort annað – alltaf. Þau urðu sálufélagar. Ekkert hugsaði Bolli stórt eða lítið svo Matthildur hefði ekki veður af eða fengi lagt orð eða lit að. Flest ef ekki allt, sem einhverju máli, skipti fékk Matthildur að heyra eða sjá áður en smíðin var send út í lífið. “Hún er svo smekkvís” sagði Bolli með elsku í röddinni.

Þegar við hugsum til baka og minnumst Bolla er Matthildur þar líka. Embætti Bolla var tvenndarembætti. Starf hans hefði orðið allt annað ef Matthildar hefði ekki notið við. Hún stóð ekki aðeins fyrir Laufásbakaríinu, sem aldrei var tómt, heldur stóð neyðarvaktina með honum, var hans helsti áfallasálfræðingur, ráðhollur gagnrýnandi, kippti honum niður ef hann fór með tilfinningalegum himinskautum, hló hjartanlega þegar hann var fyndinn, sem hann var oft, lagði á ráðin í smáu sem stóru, studdi hann til allra góðra verka, veitti honum næði og rými til að hugsa og iðja. Og hún átti í sér kyrru, sem var Bolla mikilvæg. Matthildur kunni líka ráðdeild, sem var honum nauðsyn til að heimilislíf gengi upp, börnin nytu þess, sem þau þurftu og að öllum væri sómi sýndur, sem komu í bæ og á þann stað er þau sátu. Um Matthildi og Bolla má segja það sem sagt var um Hlín móður hans “…að hún hefði haft mannheill og yfirlætislausa ástúð á heimili sínu.” Þetta er fallega sagt.

Hjónaband og börnin þeirra Matthildar

Þau Bolli og Matthildur Jónsdóttir gengu í hjónaband í Háskólakapellunni 27. maí 1962. Þau eignuðust sex börn, fjórar stúlkur og tvo drengi. Börnin þeirra og tengdabörn eru: Hlín, hennar maður er Egill Örn Arnarson. Jóna Hrönn og hennar maður er Bjarni Karlsson. Gústav Geir er þriðji í röðinni og Veronique Legros er hans kona. Gerður var næst og hennar maður er Ásgeir Jónsson. Bolli Pétur er sá fimmti og hans kona er Sunna Dóra Möller og yngst er Hildur Eir og hennar maður er Heimir Haraldsson. Barnabörnin eru þrettán á fæti og fjórtánda í kvið. Það er mikil póesía í þessu fólki og barnalán.

Lífið í Laufási

Bolli hafði mikla gleði af sínu fólki, stellinu öllu. Hann var natinn faðir og hafði líka gaman af að búa þau til leikja. Frægir eru búningarnir, sem hann gerði á þau fyrir sýningar í Grenivíkurskóla, breytti Gústav Geir í fuglahræðu, Gerði í sjónvarp, Jónu Hrönn í spaðadrottningu, Hlín í peysufatakonu og Hildi í kartöflupoka. Bolli virkjaði börnin sín til starfa, blés þeim í brjóst trú á sjálf sig, æfði þau í að koma fram, fól þeim verkefni við hæfi og til þroska og leyfði þeim að fara með sér til mannfunda. En hann setti líka mörk. Þegar hann hafði lokið að hlusta á Dieter Fischer-Diskau lokaði hann grammófóninum og tilkynnti syni sínum, að Bubbi og Utangarðsmenn eyðileggðu nálina á fóninum! Á öllu eru einhver mörk.

Heimilislífið var jafnan fjörlegt. Heimilisbragurinn myndarlegur og glæsilegur og smekkvísin skilvís. Bolla þótti gott að byrja daginn rólega og með því að tala, ekki síst upp í rúmi. Á koddanum urðu stundum kátlegar orðræður. Hlátrar ómuðu um húsið, ungviðið kom oft hlaupandi, settist á stokkinn eða smokraði sér uppí og tók svo þátt í fjörinu. Það er kannski ekkert einkennilegt, að það er gaman hjá þessu fólki.

Listfengi Bolla naut sín líka heima. Það er yndislegt að hugsa um Bolla með svuntu og rjómasprautu og breyta marengstertu í borðlistaverk fyrir glatt fólk. Og kvöldvökurnar í Laufási urðu stórkostlegar skemmtanir, með glæsilegum atriðum barnanna og foreldrarnir klæddu sig uppá. En stundum fannst yngri kynslóðinni að fagnið væri helst til stórkostlegt og klappið of ýkt! En það var alltaf leikur í Bolla.

Gott líf og heilsutap

Bolla var annt um að lifa fallega. Hann sagði mér einu sinni, að til að lifa vel hefði hann, sem væri nú mikill nautnaseggur, lagt af margar nautnir. Einu sinni henti hann öllum fínu Dunhill-pípunum í Fnjóská. Það var dramatískt. Þegar hann tók vígslu stakk hann tappa í og drakk ekki áfengi. Hann barðist hetjulega við kalóríurnar og erfiðast þótti honum að hætta að taka í nefið.

Um aldamótin síðustu fór heilsa Bolla að bila. Þegar heilastarfsemin fór að skerðast lét hann af embætti, andlegt atgervi hans breyttist og meðvitund hvarf svo smátt og smátt. En aldrei hvarf honum hrifnæmið og elskan. Síðasta heila setningin hans í lífinu var: “Matthildur mín, ég sakna þín svo.”

Helgur og elskaður

Olga, erlendur hjúkrunarfræðingur á Landakoti, sagði þeim sem heimsóttu Bolla að hann væri helgur maður og svo hneigði hún sig fyrir honum. Svo andvarpaði hún líka og sagði: “Þetta hefur verið elskaður maður. Fólkið hans hugsar svo vel um hann.” Og starfsfólkið á Landakoti hugsaði líka vel um hann, fólkinu á deildum L4 og K2 skal þakkað.

Prédikun í lægingunni

“Heilagt englalið, kallar skáld til farar..”, sagði Bolli í ljóðinu Endadægri. Hann vissi, að himins dyr voru opnar og að hverju dró. Í heilsubrestinum þakkaði Bolli lífsgæði og hamingju lífsins og að allt væri yndislegt og ágætt. Andi hans hvarf inn í himininn. Í kröm sinni prédikaði Bolli kröftuglega trú og traust í æðruleysi, þakklæti til Guðs og manna.

Hinn póetíski Guð

Verðandi veraldar er hrífandi. Í öllum bókum Biblíunnar er minnt á, að Guð er ekki fjarlæg, upphafin vera, heldur ástríðupersóna, sem elskar, grætur, faðmar, gleðst og syrgir. Samkvæmt kristninni er Guð svo tengdur, að þegar allt var brotið í mannheimi sat Guð ekki hjá heldur kom til að þurrka tár, lækna mein og skapa grundvöll lífsins. Guð skapar fólk til frelsis og yfirgefur okkur aldrei þrátt fyrir okkar bresti. Já Guð er stórskáldið, sem yrkir heiminn, yrkir mennina, nýtur lífsins, er sjálfur hin mikla póesía lífsins, líka þegar allt er þrotið, búið, týnt og brotið.

Fagnaðarerindið er hin mikla póesía Guðs, að lífið er góður gerningur, póesía elskunnar. Þegar lífi lýkur er þessi ljóðmögur mættur, opnar fangið og leyfir öllu fólki, já allri sköpun sinni inn í himininn. Þar má Bolli Þórir Gústavsson búa og hrífast. Veröld Guðs er mögnuð og Guð er hrífandi. Líf Bolla var endurskin undursins. Guð geymi hann um alla eilífð. Guð varðveiti þig.

Dýrð sé Guði föður, syni og heilögum anda. Amen.

Minningarorð um sr. Bolla Gústavsson, Vídalínskirkju, 4. apríl, 2008. Jarðsett í Laufáskirkjugarði.