Umsagnir

Hér má lesa greinar frá stuðningsfólki Sigurðar Árna.
Smelltu hér til þess að senda inn stuðningsyfirlýsingu.

Nýjustu umsagnirnar

  • Himintungl yfir heimsins ystu brún – Jón Kalman StefánssonHimintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson
    Við héldum suðræn bókajól, flugum til Sevilla skömmu fyrir hátíðina. Við tókum með okkur bunka af bókum en lítið af fötum. Við fórum svo suður til Cadiz og fengum í húsaskiptum lánað dásamlegt hús. Þar skiptumst við svo á að lesa bækurnar en létum föt hvers annars vera. Ég var sá þriðji á heimilinu að ...
  • La Vita é bella – lífið er dásamlegtLa Vita é bella – lífið er dásamlegt
    Ástin og líf á stríðstíma. Það er meginstef kvikmyndarinnar La Vita é Bella. Guido, ungur gyðingur heillast kennslukonuni Dóru í ítölsku þorpi. Hún er af öðrum menningarhópi en hann og flest verður til að hindra samskipti og tilhugalíf þeirra. En með hugviti og uppátækjum tekst söguhetjunni að bræða hjarta konunnar og leysa þau félagslegu höft ...
  • MálmhausMálmhaus
    „Þeir segja að tíminn lækni öll sár.“ Er það svo – læknast andleg sár fólks þegar einhver tími er liðinn frá áföllum? Í kvikmyndinni Málmhaus segir pabbinn í sögunni þessa setningu: „Þeir segja að tíminn lækni öll sár. Það er helbert kjaftæði.” Hvaða skoðun hefur þú á sorg og tíma? Er alveg öruggt að þegar einhverjir ...
  • Lena Rós Matthíasdóttir, prestur í Grafarvogskirkju
    Í nærveru góðs leiðtoga finnur þú til mikilvægis þíns og upplifir tengsl sem þú þarft ekki að hafa fyrir að mynda. Ástæðan er sú að leiðtoginn sem heyrir þig, sér þig, þekkir þig og skynjar persónu þína, býr yfir þeirri eðlislægu löngun að vilja kynnast þér og leggur sig fram um það af fyrra ...
  • Sigurður Sigurðarson
    Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, er mikill kennimaður, sómamaður og ljúfur í eðli sínu. Hann er margfróður enda víðlesinn. Ekki aðeins er hann góður prestur heldur þekkir vel til um allt land, hefur ferðast og gengið á fjöll og ann náttúru landsins rétt eins og títt er um þá sem þekkja hana af eigin ...
  • Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli
    Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í kjöri til Biskups Íslands. Vegna þess að: ég treysti honum til að hlusta á raddir fólksins í söfnuðum landsins, ég treysti honum til að hlusta á raddir þeirra sem starfa í kirkjunni
  • Inga Rún Ólafsdóttir, sóknarnefndarformaður og kirkjuþingsfulltrúi.
    Við erum stödd á lokaspretti kosningabaráttu um kjör til biskups Íslands. Það voru margir kallaðir, en nú standa eftir tveir útvaldir, sem kjósa þarf á milli. Sigurður Árni Þórðarson hefur sett fram skýra framtýðarsýn í 7 liðum um málefni þjóðkirkjunnar. Framtíðarsýn sem lýsir einlægum vilja til þjónustu og sátta við fólkið í landinu, og einnig hugrekki ...
  • Sigríður Haraldsdóttir, landfræðingur
    Sigurður Árni hefur miklu að miðla og gerir það í ræðu og riti og í samtölum við fólk. Hann er næmur á aðstæður og leggur sig fram um að hlusta og kalla eftir skoðunum fólks. Hann sér það einstaka og jákvæða í orðum og athöfnum manna en kann jaframt að glíma við erfiðleika ...
  • Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson
    Nú verður kosið á milli tveggja frambjóðenda í biskupskjöri í seinni umferð og eftir miðjan apríl kemur í ljós hver hefur verið valinn til þjónustunnar. Við hjónin styðjum dr. Sigurð Árna Þórðarson til embættis. Við berum þá von í brjósti að Sigurður Árni Þórðarson verði næsti biskup Íslands.
  • Kristinn Örn Sigurðsson, hugbúnaðarsérfræðingur
    Yndislegur maður í alla staði. Sigurður Árni berst fyrir vellíðan og réttindum fólks, burt séð frá því hvað það trúir. Ég get ekki hugsað mér betri einstakling til þess að þjóna sem biskup þjóðarinnar.

Allar umsagnir í stafrófsröð

  • Geir Guðsteinsson, blaðamaður og ritstjóri VesturbæjarblaðsinsGeir Guðsteinsson, blaðamaður og ritstjóri Vesturbæjarblaðsins
    Kynni mín af sr. Sigurði Árna Þórðarsyni hófust þegar ég varð ritstjóri Vesturbæjarblaðsins fyrir nokkrum árum. Þá þegar mætti mér elskulegt viðmót og ekki síður áreiðanleiki hvað varðar allt sem hann samþykkti að gera fyrir mig, eða blaðið. Það hefur alla tíð staðið eins og stafur á bók. Ég hef einnig komið í messu í ...
  • Sigurður Sigurðarson
    Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, er mikill kennimaður, sómamaður og ljúfur í eðli sínu. Hann er margfróður enda víðlesinn. Ekki aðeins er hann góður prestur heldur þekkir vel til um allt land, hefur ferðast og gengið á fjöll og ann náttúru landsins rétt eins og títt er um þá sem þekkja hana af eigin ...
  • Valborg Þóra Snævarr, hæstaréttarlögmaður, SeltjarnarnesiValborg Þóra Snævarr, hæstaréttarlögmaður, Seltjarnarnesi
    Ég varð afskaplega glöð þegar ég heyrði af framboði dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar til biskups og varð að orði að það væri besti kostur sem ég gæti hugsað mér. Ástæða þess er  viðsýni hans, fordómaleysi, hlýja og gáfur. Þetta skynjar maður sterkt strax við fyrstu viðkynningu. Gæska, en jafnframt virðuleiki, streymir frá manninum. Ég kynntist Sigurði ...
  • Ursula Árnadóttir, sóknarprestur Skagaströnd.
    Við Sigurður Árni vorum vinnufélagar í tæp þrjú ár.  Ég fékk tækifæri til að kynnast honum vel og fylgjast með daglegum verkefnum hans. Ég speglaði sjálfa mig í störfum hans því í mér blundaði draumur um sama starfsvettvang.  Störf hans hafa verið mér ómetanlegur og lærdómsríkur skóli.  Viðmót hans við sóknarbörn sín og skjólstæðinga sína ...
  • Steindór Haraldsson, kirkjuþingsmaður
    Það er mér sönn ánægja að lýsa yfir stuðningi mínum við dr. Sigurð Árna Þórðarson vegna framboðs hans til biskups Íslands. Við Sigurður Árni erum búnir að þekkjast síðan við vorum ungir menn og með okkur var alltaf góður kunningsskapur. Þegar nýtt kirkjuþing kom fyrst saman eftir síðustu kirkjuþingskosningar vorum við þar báðir í hópi nýrra ...
  • Rakel Brynjólfsdóttir, háskólanemi og starfsmaður í æskulýðsstarfi kirkjunnarRakel Brynjólfsdóttir, háskólanemi og starfsmaður í æskulýðsstarfi kirkjunnar
    Ég styð Sigurð Árna til biskupsþjónustu. Hann leggur til grundvallar það starf sem ég tel mikilvægast í kirkjunni í dag, barna og unglingastarfið. Ég vinn sjálf við barna og unglingastarf kirkjunnar og hef séð hversu mikil afturför hefur verið í þeim málaflokki. Þessu verður að breyta. Unga fólkið er framtíð kirkjunnar, ekki einhver flokkur sem ...
  • Inga Rós Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjulistahátíðar
    Sigurði Árna kynntist ég fyrst þegar hann tók sæti í stjórn Kirkjulistahátíðar sem fulltrúi biskups árið 2001. Hann kom strax fram með ferskar hugmyndir og var tilbúinn að gefa bæði tíma sinn og mikla vinnu í að þær gætu orðið að veruleika. Það er trú mín að íslenska þjóðkirkjan eigi eftir að ganga inn í ...
  • Sigurvin Jónsson, æskulýðsprestur og stundakennari við Háskóla Íslands
    Þau hjón, Elín Sigrún og Sigurður, eiga fallegt heimili og þar eru gestir umvafðir hlýju og kærleika. Heimilið ber þeirra fegurstu kostum vitni. Fuglafóður og ávaxtatré í garðinum bera vott um djúpa virðingu fyrir náttúru og umhverfisvernd, listaverk þeirra og bækur veita innsýn í menningarþorsta, leikföng á stangli sýna að þar er rými fyrir börn ...
  • Inga Rún Ólafsdóttir, formaður sóknarnefndar Breiðholtssóknar og kirkjuþingsmaður
    Maður þarf ekki að umgangast Sigurð Árna lengi til að sjá að þar fer maður með afburða gáfur sem óhræddur er að fylgja sannfæringu sinni. Hann býr einnig yfir þeim góða eiginleika að hlusta af virðingu á skoðanir annara og taka tillit til þeirra.
  • Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju
    Ég hef starfað með Sigurði Árna í Neskirkju í sjö ár og vinnur hann allt af fagmennsku og hlýju. Hann hefur afskaplega góða nærveru og mikla hæfileika í að miðla málum og það tel ég að séu þeir eiginleikar sem biskup Þjóðkirkjunnar þarf að skarta til að takast á við ný og brýn verkefni.