Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli

Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í kjöri til Biskups Íslands. Vegna þess að:

  • ég treysti honum til að hlusta á raddir fólksins í söfnuðum landsins
  • ég treysti honum til að hlusta á raddir þeirra sem starfa í kirkjunni
  • ég treysti honum til þess að leiða kirkjuna okkar og kirkjustarf inn í nýja tíma
  • ég treysti honum til þess að geta farsællega tekið á erfiðum málum sem upp kunna að koma
  • ég treysti honum til þess að verða ötull liðsmaður allra þeirra sem vilja færa gleði og góðan starfsanda i kirkjuna okkar
  • ég treysti honum til þess að leiða biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju.

Þess vegna kýs ég sr. Sigurð Árna Þórðarson sem næsta Biskup Íslands.

Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli

http://www.visir.is/til-studnings-sigurdi-arna/article/2012120419979