Rakel Brynjólfsdóttir, háskólanemi og starfsmaður í æskulýðsstarfi kirkjunnar

Ég styð Sigurð Árna til biskupsþjónustu. Hann leggur til grundvallar það starf sem ég tel mikilvægast í kirkjunni í dag, barna og unglingastarfið. Ég vinn sjálf við barna og unglingastarf kirkjunnar og hef séð hversu mikil afturför hefur verið í þeim málaflokki. Þessu verður að breyta. Unga fólkið er framtíð kirkjunnar, ekki einhver flokkur sem er vel til þess fallinn að skera niður eingöngu vegna þess að börn og unglingar eiga ekki raddir sem ráðamenn kirkjunnar hlusta á. Ég trúi því að Sigurður Árni sé rétti maðurinn til að leiða kirkjuna okkar og muni gera barna og unglingastarf að flaggskipi kirkjunnar. Ég styð Sigurð Árna til biskupsþjónustu.