Ég hef engar á­hyggjur af Guði

Viðtal – Máni Snær Þorláksson – m

Tæpir fjórir áratugir eru liðnir síðan dr. Sigurður Árni Þórðarson var vígður prestsvígslu í Dómkirkjunni. Nú er komið að tímamótum því í Hallgrímskirkju á morgun heldur Sigurður sína síðustu messu. Hann ætlar þó ekki að sitja auðum höndum. Hann er búinn að sækja um í meistaranámi, ætlar að læra ljósmyndun og taka upp þráðinn í matargerðinni. „Ég held að ævin sé stöðugt lærdómsferli. Mér finnst rosalega gaman að læra og heyra nýja hluti, sjá allt smella saman með nýjum hætti. Ég hef gaman að þessum fjölbreytileika, litríki og öllum þessum furðum sem lífið er,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann.

Fólkið stendur upp úr

Það sem stendur uppi á ferli Sigurðar er að hans sögn fólkið sem hann hefur komist í kynni við. „Mér finnst fólkið sem maður er að þjóna langmikilvægast. Skemmtilegast í prestsstarfinu er að horfa í augun á litlum börnum sem ég er að fara að skíra því það er svo bullandi skemmtilegt, ævintýralíf í augunum á þeim og ekkert nema framtíð og mikil hamingja.“ Það að þjóna fólki á hinum enda lífsins er Sigurði einnig minnisstætt en þó af öðrum ástæðum. „Það er bara hjartaslítandi að vera með fólki í sorgaraðstæðum,“ segir hann. „Þetta eru svona stóru augnablikin og svo allt þetta inni á milli. Það er fólkið fyrst og fremst. Kirkja er fyrst og fremst það að fólk kemur saman og á sér samfélag um þetta mesta, stærsta og dýpsta í lífinu. Þetta sem við köllum trú og Guð.“

Sigurður segir að fólk geri sér ekki endilega grein fyrir því hvað kirkjan þjónar og aðstoðar mikið af fólki: „Mér finnst vera mjög merkilegt líka þetta mikla traust sem fólk sýnir prestinum sínum, það leitar til presta í alls konar málum. Maður náttúrulega bara finnur það hvað það er mikil þörf á góðum prestum í nærsamfélagi hvar sem er á landinu. Þeir þurfa að vera þjónustuliprir og tilbúnir til þjónustu. “

Sigurður segir það mikilvægasta í starfinu hafa verið að þjóna fólki.VÍSIR/VILHELM

Hluti af hópnum

Sem fyrr segir eru liðnir tæpir fjórir áratugir síðan Sigurður hóf störf sem prestur. Hann segir að mikill munur hafi verið á hans fyrstu árum í starfinu og þeim síðustu. „Ég náttúrulega var sveitaprestur. Það er allt allt annað,“ segir Sigurður.

„Þá var maður í þeirri stöðu að nágrannarnir, bændurnir, þeir bara bönkuðu upp á og sögðu: „Já, nú þarft þú að koma með okkur á fjall.“ Ég sagðist ekki hafa neinn tíma til þess að fara á fjall því ég var að skrifa doktorsritgerð. Þeir sögðu að það skipti engu máli, ég þyrfti að sinna skyldu minni og fara að smala.“

Sigurður, sem er að eigin sögn gamall sveitakarl, vissi að smölunin skipti máli. Hann fór því ekki að þræta við bændurna og slóst í för með þeim. „Þannig að það var settur undir mig hastur hestur og síðan var ég á fjöllum í heila viku með Skaftártungumönnum, við fórum inn í Eldgjá og alveg inn í Jökulheima, að fjallabaki og á þessu stórkostlega svæði.“

Sigurður segir að þarna hafi hann orðið hluti af samfélaginu sem hann þjónaði, einn af hópnum: „Þegar maður er í þessu, sefur við hliðina á hrjótandi nágrönnum, hugar að meiðslum hunda og hestanna, puðar rasssár á fjöllum í heila viku þá er maður orðinn „insider“, kominn inn í hringinn. Þegar maður er búinn að vera í svoleiðis aðstæðum er maður orðinn einn af þeim. Ekki bara einhver kall sem kom að sunnanm, úr Reykjavík. Það er mjög mikilvægt í þessum prestsskap, að vera einn af þeim, einn af hópnum. Allir hafa hlutverki að gegna í slíku samhengi.“

Táknstaður heilagleikans

Í heilan áratug var Sigurður prestur við Neskirkju í Vesturbænum. Hann segir prestþjónustuna þar hafa verið frábrugðna þeirri sem hann kynntist í sveitinni, sérstaklega í ljósi þess að Neskirkja þjónustar þúsundir manna. „Maður náttúrulega þekkti marga en  var ekki í þessari stöðu að sofa við hliðina á hrjótandi fólki á fjöllum. Þannig það verður öðruvísi þjónusta og hún verður mun sérhæfðari.“

Starfið í Hallgrímskirkju var svo enn annar handleggur. Sigurður bendir á að þangað kemur miklu fleira fólk hvaðanæva úr heiminum. „Það er gríðarlegt flóð af fólki sem maður er að þjóna með einum eða öðrum hætti,“ segir hann. „Hallgrímskirkja hefur allt aðra stöðu heldur en borgarkirkja eða sóknarkirkja, hún er líka pílagrímakirkja í heiminum og sem slík er hún mjög merkileg. Það er milljón manns sem kemur í kirkjuna á hverju ári, Hallgrímskirkja er lógó Íslands.“

Þó starfið í Hallgrímskirkju sé öðruvísi þá segir Sigurður það snúast að lokum um það sama, að þjóna fólki.VÍSIR/VILHELM

Þá bendir Sigurður á að Hallgrímskirkja er á lista yfir tíu mikilvægustu íhugunarhús heimsins hjá The Guardian. „Af hverju er það? Jú það er vegna þess að fólk nær sambandi. Þetta er kirkja sem fólk einfaldlega tengir eitthvað mikilvægt inn í, það fer inn í kirkjuna og upplifir, kveikir á kertum og nær sambandi við sjálft sig og það sem við köllum Guð,“ segir hann. „Þannig að Hallgrímskirkja er öðruvísi, hún hefur svolítið hlotið svona stöðu sem táknstaður heilagleikans. Það er bara mjög mikilvægt, við þurfum svoleiðis staði líka í veröldinni.“

Að sögn Sigurðar kemur þetta allt niður á því sama að lokum, starfið snýst um að þjóna fólki: „Við erum í grunninn öll með bæði þessa vanda og vonir og gleði og sorgir. Þau sem koma að utan sem koma inn í Hallgrímskirkju, það eru bara manneskjur sem eru ósköp líkar hrjótandi bændum í Skaftártungu.“

Hefur engar áhyggjur af Guði

Á ferli Sigurðar hefur margt breyst, til að mynda Þjóðkirkjan. Að hans mati hefur Þjóðkirkjan stofnanavæðst svolítið. Hún sé að einhverju leyti að verja formið frekar en inntakið.

„Ég hef engar áhyggjur af Guði en ég hef svolitlar áhyggjur af Þjóðkirkjunni. En ég held að kristnin lifi og þessi kærleiksboðskapur, þessi trúarboðskapur, þessi menningarboðskapur kirkjunnar – hann lifir.“

Sigurður hefur engar áhyggjur af Guði.VÍSIR/VILHELM

Sigurður segir að kirkjan hafi þó ekki lokið sínu hlutverki, hún sé núna á breytingaskeiði og eigi eftir að fara inn í öflugan tíma. Hann bendir svo á að munur sé á stofnun og inntaki:

„Það er munur á kirkju og kristni. Kirkjan á alltaf að reyna að vera kristnin en hún hins vegar hefur engan einkarétt á trú. Kristnin er það djúpa í þessu en stofnanirnar, þær breytast með hliðsjón til þróun þjóðfélaganna. Auðvitað var Þjóðkirkjan svo tengd ríkinu en hún er eiginlega á breytingaskeiði núna og er ekki alveg búin að átta sig á því hvaða hlutverki hún gegnir. En ég held að hún komi til með að gegna mjög mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðfélagi.“

Ritlist, ljósmyndun og matur

Sigurður krossar nú puttana og vonar að hann komist inn í meistaranám í ritlist í Háskóla Íslands: „Ég veit ekki hvort ég kemst inn en ég er búinn að skrá mig í ritlist. Ef ég kemst ekki inn þá er það bara vegna þess að það er svo erfitt að komast inn. Ég heyri það að rithöfundar hafi ekki komist inn þannig ég þarf ekkert að skammast mín.“

Ef Sigurður kemst ekki í ritlistina þá verður hann þó með nóg fyrir stafni. Hann ætlar að læra meira í ljósmyndun og hefur skráð sig í nám til þess á vefnum. Þá ætlar hann einnig að fara aftur í gamalt langtímaverkefni sem hann hóf þegar hann var sóknarprestur í Neskirkju. „Það er að vinna með biblíumat,“ segir hann.

„Hún er mjög skemmtileg, matreiðslan frá þessu svæði, Sýrlandi, Líbanon, Írak, Íran, Palestínu og Egyptalandi. Ég ætla að halda áfram með svona verkefni sem ég var með þegar ég var að elda biblíumat í Neskirkju. Þannig þetta verða orð, ljós og matur.“

Hættir í góðu formi

Sem fyrr segir verður síðasta messa Sigurðar haldin á morgun í Hallgrímskirkju. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir mun svo taka við starfi Sigurðar í kirkjunni sem sóknarprestur.

Messan hefst klukkan 11:00 og segir Sigurður að um hátíð verði að ræða.

„Það er einn prestur að fara og annar að taka við. Það er mjög gleðilegt. Það er búið að ákveða að hinn presturinn í Hallgrímskirkju taki við mínu starfi sem ég er mjög glaður yfir og mér finnst það alveg dásamlegt. Þetta er svona kveðjumessa, full kirkja, allir kátir, mikið af snittum og allir fallegir til augnanna.

Það er bara mjög gott að fara úr prestsstarfi áður en allir eru farnir að bíða eftir að maður hættir. Það er miklu betra að það sé þannig.“

Sigurður segir gott að hætta áður en fólk er byrjað að bíða eftir því.VÍSIR/VILHELM

Sigurður segir einmitt að lokum að það sé mikilvægt að fólk hætti að vinna áður en það er orðið um seinan. „Mér finnst vera ástæða til þess að hætta á meðan ég er í góðu formi og get verið að þjóna duttlungum mínum og fólkinu mínu,“ segir Sigurður. Hann hlakkar til að njóta lífsins með eiginkonu sinni, Elínu Sigrúnu Jónsdóttur lögfræðingi. „Það er svo yndislegt að vera með henni, hlægja saman og ferðast,“ segir hann. Þá hlakkar hann til að verja tíma með börnunum og öllum sínum ástvinum. „Ég held að maður eigi að hætta í vinnu áður en maður verður alveg farlama.“

Visir.is  

Takk

Þessi mynd kom af himnum – falleg kveðja og þakkarverð tímasetning. Ég þakka líka Hallgrímssöfnuði og öllu því dásamlega fólki sem ég hef hitt, notið samvista með og þjónað. Kveðjumessan verður í Hallgrímskirkju á boðunardegi Maríu þ.e. 26. mars. Ég læt af störfum sem sóknarprestur Hallgrímskirkju 31. mars 2023. Takk fyrir mig – ný fæðing í vændum. Ég hef skráð mig í meistaranám í HÍ og í dekurnám á vefnum. 

Jerúsalem lambalæri – páskalambið

„Af hverju er lambalæri ekki alltaf eldað svona?“ spurði sonur minn þegar ég eldaði þetta Jerúsalemlamb. Við vorum öll hissa að hafa ekki notið slíkrar dýrðar fyrr en palestínsk kryddun hentar lambakjöti vel.

F 8

2 tsk piparkorn

5 negulnaglar

½ tsk kardimommur

¼ tsk fenugreek – Grikkjasmári

1msk kumminfræ

1 tsk fennelfræ

1 stjörnuanís

½ kanelstöng

½ múskathenta – rifin

¼ tsk malaður engifer

1 msk sæt paprika

1 msk sumac

¾ msk maldonsalt

25 gr ferskur, niðurrifinn engifer

4 hvítlauksgeirar, marðir

40 gr. niðursaxað kóríander, stilkar og blöð

60 ml sítrónusafi

120 ml jarðhnetuolía (eða ólífuolía)

Lambalæri 2,5-3 kg

Setjið fyrstu átta hráefnin á heita pönnu og þurrsteikið í eina til tvær mínútur þar til kryddið fer að springa og ilma. Hristið eða hrærið með sleif. Gætið að því að brenna ekki kryddið. Bætið síðan við múskatmulningnum, engifer og paprikuduftinu og hrærið saman við það sem fyrir var á pönnunni og leyfið að hitna í nokkrar sekúndur. Merjið eða malið síðan allt af pönnunni í mortéli eða kryddkvörn. Færið síðan í skál og bætið öllu hráefninu sem eftir er saman við – nema lambinu. 

Oft er hægt að fá grikkjasmára í versluninni Istanbul Market við Grensásveg sem er ljómandi búð til að fá tyrkneskt krydd og krydd frá Mið-Austurlöndum. En engin ástæða til að hætta við eldamennskuna ef grikkjasmári er ekki til í kryddskúffunni eða eitthvert annað hráefni. Notið nef og heila til að finna staðgengil krydds. Ellefu fyrstu hráefnin eru nokkurn vegin það sem þekkt er sem líbönsk kryddblanda. Kebabkryddið – shawarma – frá Kryddhúsinu getur dugað í tímaþröng.

Stingið í lærið með oddhvössum hníf 1 – 1 ½ cm stungugöt til að búa til kryddleiðir inn í kjötið. Setjið lærið síðan í steikarfat og þekið með kryddblöndunni og notið hendur til að breiða yfir allt og þrýsta á lærið. Lokið með álpappír eða fatloki og leyfið að marinerast í nokkra klukkutíma í ísskáp – og helst yfir nótt.

Yotam Ottolenghi leggur til að ofnhitinn sé 170°C en ýmsir hafa hitann lægri 140°C. Ég miða við 150°C. Þetta er jú hægsteiking. Kúpta lærishliðin snúi upp. Setjið 3 dl af sjóðandi vatni í fatið. Steikið í fjóra og hálfan klukkutíma. Kíkið reglulega í fatið til að tryggja að alltaf sé vökvi í botninum – ca ½ cm. Veiðið vökva á klukkutímafresti úr botni steikarfatsins og bleytið – þ.e. látið renna yfir lærið til að það ofþorni ekki í steikingunni. Síðustu þrjá klukkutímana er vert að breiða álþynnu yfir lærið. Þegar fullsteikt er takið steikina úr ofninum og leyfið að standa í 10-15 mínútur áður en  skorið er og steikin borin fram.

Mæli með að bera fram með hrísgrjónarétti og jógúrtsósu – t.d. 400 gr. grísk jógúrt, fjögur marin hvítlauksrif og rifin agúrka saman við. Mæli með Basmati og villihrísgrjónarétti Ottlenghi bls 106 í Jerúsalembókinni. Ef ekki fást villihrísgrjón eru ágæt grjónin frá Gestus Ris Parboiled & Vilde. Á pakkningunni eru suðuupplýsingar.

Í upprunalegu uppskriftinni í Jerúsalembók Tamimi og Yotam Ottolenghi (bls. 210-211) er bent á að hægt er að nota þessa dásamlegu lambasteik í pítu. Þá er 120 gr af hökkuðum niðursoðnum tómötum (t.d. Mutti eða álíka) blandað saman við 20 gr af harissa-þykkni, 20 gr af tómatþykkni og 1 msk af góðri ólívuolíu, salt og pipar. Úr verður smyrja. Píturnar eru hitaðar og helst í grilli og síðan er smyrjunni smurt innan í pítuna. Kjötið er skorið í strimla og komið fyrir í pítunni með steinselju, skornum lauk, slettu af sumac agúrku og tómat. 

Ég fann uppskriftina líka á netinu og hún er að baki þessari smellu.

Svona lítur kjötið út þegar það var sett í næturgistingu í ísskápinn. 

Guðsvirðing, mannvirðing og elskan

Ég las bókina Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur þegar hún kom út. Fyrir nokkrum dögum var ég búinn að hlusta á sögu á Storytel – reyndar Stóra bróður – og leitaði að nýrri bók til að hlusta. Þá datt ég inn á Eyland og byrjaði að hlusta á höfundinn lesa. Þá mundi ég hver ég hafði heillast af bókinni en gerði mér líka grein fyrir því líka að ég hafði gleymt mjög mörgu í flækju og framvindu sögunnar. Ég var búinn að gleyma hve sagan byrjar vel og að hún grípur föstum tökum. Svo ég hélt áfram að hlusta og datt að nýju inn í þessa heillandi framvindu. Ég dáðiist að ritfærni Sigríðar og myndrænum stíl. Ég heillaðist að nýju af hugmyndaauðgi og dýpt sögunnar.Vá, hvílík rosasaga.

Í sögubyrjun dettur Ísland úr sambandi við útlönd. Engar flugvélar koma til landsins og engin skip heldur. Þær flugvélar og skip sem fara koma ekki aftur. Ekkert er vitað um afdrif þeirra. Öll fjarskiptasamskipti rofna, allir strengir óvirkir og radíómatörarnir ná engu sambandi heldur. Íslendingar verða allt í einu einir í veröldinni. Hvað varð eða verður um hinn hluta veraldar er ekki vitað. Sjónum er aðeins beint að Íslendingum í algerri einangrun í langan tíma sem leiddi til algers kerfishruns. Eyland er lítil bók um risastóra hugmynd. Hvað skiptir ríki mestu máli? Hvað heldur þjóðfélagi saman? Hver er uppspretta laga og réttar? Hvað verður um einstaklingana þegar menningin springur? Hvernig bregst fólk við þegar samfélagskerfin brotna? Hvaða kraftur, siðferði og seigla býr í menningunni? Eyland lýsir vel hvernig kerfi vernda líf en líka hve stutt er í villidýrið í mannfólkinu og hve menning er viðkvæm og brotnar auðveldlega.

Boðorðin

Lexía dagsins varðar það sem varnar að frumskógarlögmálin taki yfir og hinn sterki drepi allt og sé hinn eini sem lifi af. Biblíutextinn í annarri Mósebók er samandregin viska og niðurstaða samfélags sem hafði reynt langvarandi kerfishrun. Slík lífsspeki verður til í uppgjöri við áföll, átök og hryllilega reynslu. Mörg okkar munum úr biblíusögunum dramatíska sögu um hvernig boðorðin voru klöppuð á steintöflur á fjalli á Sínaískaga. Það er helgisagan og slíkar sögur eru yfirleitt stutta útgáfa viðburðanna. Helgisögur erueinfaldaðar táknsögur um mikla viðburði og flókið ferli. Lífsspeki eins og í boðorðunum er hins vegar niðurstaða langrar þróunar og mikillar reynslu þó niðurritun gæti hafa verið snögg. Munnleg geymd kom í hinum fornu samfélögum á undan ritun. Viskan sprettur fram og nær viðurkenningu vegna þess að fjöldi fólks og jafnvel margar kynslóðir hafa lent í vondum málum, upplifað að þjóðfélag verður að hafa grunnreglur, lög og rétt og meginreglur um siðferði til að villidýrin meðal okkar valdi sem minnstum skaða. Siðferði, lög og reglur eru til að fólk geti notið lífsins. Hegðunarreglur og samfélagsskipulag er huti af menningu. Þjóðfélag byggir á sáttmála sem er auðvelt að flekka og eyðileggja. Menning er þau andlegu klæði sem menn koma sér upp til að skýla sér fyrir næðingi og hryllingi í lífinu.

Hegðunarreglurnar sem við köllum boðorð urðu ekki til í hirðingjasamfélagi heldur meðal fólks sem hafði reynslu af lífi í þorpum og bæjum og hafði þróað flókið þjóðfélag hvað varðar atvinnu, landbúnað og samskipti innbyrðis sem og við aðrar þjóðir. Þessi lífsspeki hinna fornu hebrea var síðan notuð meðal Gyðinga og vegna kristninnar flutt út til allrar heimsbyggðarinnar. Boðorðin eru uppspretta, fons, fontur hugmynda sem hafa seitlað um allan heim. Við Íslendingar höfum notið þessar speki viðuppeldi um aldir og við mótun menningar okkar. Orðin tíu eru byggingarefni í löggjöf heimsins. Boðorðin eiga sér afleggjara og endurvinnslu í löggjöf nútímans. Hin djúpa mannúð og mannvernd þeirra hafði áhrif á mannréttindalöggjafar sem varðar vernd allra, kvenna og karla, barna og fullorðinna, óháð lit, kynferði og trú.

Um hvað?

Um hvað eru boðorðin? Manstu þau? Jú, þau eru tíu og upphafið er: „Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi…“ Sem sé, Guð er guð vegna verka í sögu, vegna tengsla sem gögnuðust lifandi fólki í raunaðstæðum þeirra. Mörg okkar muna einnig að nafn Guðs eigi ekki að leggja við hégóma. Það merkir að við ættum ekki að hæðast ekki að hinu heilaga heldur einnig bera virðingu fyrir djúpgildum menningar og heimsins. Svo muna flest að einhver staðar í boðorðunum er rætt um að heiðra foreldra, virða makann og halda ekki framhjá, stela ekki og girnast ekki.

Guðsvirðing og mannvirðing

Eiginlega má skipta orðunum tíu í tvennt. Annars vegar orð um Guð og hins vegar orð um menn. Hvaða boð fjalla um Guð og hver þeirra eru um menn? Jesús þekkti vel boðorðin og samhengi þeirra og hvernig mætti túlka þau með ýmsum hætti. Jesús var ekki fastur í formi eða smáatriðum. Hann var óhræddur að færa gamalt efni í nýtt samhengi. Ástæðan nýtúlkunarinnar var að Jesús var með huga við þarfir fólks, ekki bara einhvers hóps heldur allra – og í öllum flokkum og stéttum. Og með andlegar og líkamlegar þarfir fyrir augum dró Jesús saman öll boðorðin. Þessi samþjöppun Jesú á öllum boðorðunum er það sem við köllum tvöfalda kærleiksboðið. Og hvernig er það? Í stuttu útgáfunni er það: „Elska skaltu Drottin, Guð þinn … – og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Fyrri hlutinn er einfaldlega guðsáhersla boðorðanna. Þar er guðsvirðingin tjáð. Seinni hluti er í samræmi við seinni hluta boðorðanna og varðar mannvernd og manngildi. Þar er mannvirðingin tjáð – að við eigum að virða og elska fólk – alla. Kærleiksboð Jesú er um guðsvirðingu og mannvirðingu – þetta tvennt fer saman. Og ástin – elskan sem tengir.

Kærleiksboðið í krossinum

Krossar heimsins minna á það sama – á tvær víddir boðorðanna. Lóðrétta tréð minnir okkur annars vegar á tengslin við Guð. Trúin er elskan til Guðs. Lárétta tréð minnir okkur síðan á tengslin og umhyggjuna gagnvart samferðafólki okkar, þessum sem Biblían kallar náunga okkar. Náungi okkar er allt sem við berum ábyrgð á. Vald manna er orðið svo mikið að mannkyn ber líka ábyrgð á lífríki heimsins. Náttúran er líka náungi okkar. Boðorðin eru um lífið – en ekki aðeins um þig, heldur um fólk, mannkyn og lífríkið allt. Skordýr, fuglar, plöntur og maðkar eru systur okkar og bræður. Okkur er falið að vernda mannheim og náttúruna. Neðsti hluti krossins er í jörð.

Lögin verða til

Börn og unglingar vita vel hvað gerist ef engar reglur væru til. Þegar þau eru spurð segja þau alltaf að þá yrði allt vitlaust og ofbeldi tæki við. Það er einmitt í samræmi við lýsingu Sigríðar Hagalín Björnsdóttur í bókinni Eyland. Ef engar reglur stýra þjóðfélaginu verður kerfishrun. Frumskógarlögmálin taka yfir og mennsk villidýr ganga laus, meiða og drepa. Reglur eru settar til að þjóna lífi og velferð. Í lögum, siðferði og menningu eru mörk lögð og gefið samhengi. Það þarf þroska til að velja lífið.

Orðin tíu í þágu okkar og lífsins

Löggjöf íslenska þjóðríkisins til forna er hin merkasta og hún átti sér líka uppistöðu í eldri lagahefð, sem rekja má alla leið suður til Sínaískaga. Þær fornu reglur, sem eru í tuttugasta kafla annarrar Mósebókar hafa síðan verið túlkaðar og endurtúlkaðar, fyrst meðal hebrea, síðan í gyðingdómnum, svo í túlkun Jesú og hinni kristnu hefð. Síðan hafa boðorðin haft áhrif á siðfræði í öllum þeim heimshlutum sem hafa mótast af kristni, Gyðingdómi og Islam. Þó uxar og asnar séu ekki á eignalista okkar eru bílar, hlutir, hús og fyrirtæki komin í staðinn. Og þó það sé algerlega úrelt að líta á maka sem tæki girnist fólk yfir mörk sem ekki ætti að fara.

Fyrsta boðorðið er: „Ég er Drottinn guð þinn” er aðalorðið því það varðar meginstefnu. Hvaðan þiggur þú líf, hvar áttu þér athvarf, hver verður þér til blessunar þegar allt þrýtur, öll efni hverfa og kraftur dvín? Guð er upphaf og endir alls sem er – líka þín. Og við megum snúa okkur til Guðs í öllum okkar málum.

Boðorðin eru ekki eitthvað sem aðeins varðar Asíu eða fornöld. Þau vísa til okkar líka. Það var einu sinni karl sem lét sig dreyma og sagði við fólkið sitt við kvöldverðarborðið. „Mikið væri gaman að fara til Sínaí og hrópa boðorðin af fjallstindinum.” Konan hans horfði íbyggin á hann og sagði: „Ég held að það sé nú betra að vera heima og halda boðorðin!” Hlutverk okkar er ekki að skunda á Þingvöll eða til Sínaí til að hafa hátt um sið og reglur heldur vera Guðs. Að vera Guðs er að elska. Það er mál fyrsta boðorðsins. Afleiðing þess að elska Guð er að lifa í þeirri elskuafstöðu til lífsins og leggja lífinu lið. Það er mál seinni orðanna og hindrar kerfishrun – að við verðum ekki eyland eymdarinnar heldur gott og gefandi samfélag. Guð elskar og skapar – okkar er að endurgjalda þá ást með afstöðu, lífsvörn og góðu lífi. Elska og virða – það er hin kristna staða og líf.

Hugleiðing í Hallgrímskirkju, 12. mars, 2023.

Porvoo Prayer Diary 2023

page1image50859264page1image50860512

PORVOO PRAYER DIARY 2023

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

The Calendar may be freely copied or emailed for wider circulation.

The Prayer Diary is updated once a year. For corrections and updates, please contact Ecumenical Officer, Christopher Meakin, Church of Sweden,
E-Mail: christopher.meakin@svenskakyrkan.se

page2image50873152page2image50876272

JANUARY

1/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Lusa Nsenga-Ngoy, vacancy – bishop of Kensington, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, Bishop Joanne Grenfell.

Church of Norway: Diocese of Nidaros and Trondheim, Presiding Bishop Olav Fykse Tveit, Bishop Herborg Oline Finnset

8/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo
Church of Norway: Diocese of Sør-Hålogaland (Bodø), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John Stroyan.

15/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Mark Ashcroft,

Bishop Mark Davies

22/1

Church of England: Diocese of Birmingham, vacancy – bishop of Birmingham, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Peter Birch 29/1
Church in Wales: Diocese of Bangor, Archbishop Andrew John, Bishop Mary Stallard Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

page3image50919232page3image50919648

FEBRUARY

5/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Martin Gorick

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Ole Kristian Bonden

12/2

Church of Ireland: United diocese of Tuam, Limerick and Killaloe, Bishop Michael Burrows

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Ulla Thorbjörn Hansen

19/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John Holbrook

Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey

26/2

Church of England: Diocese of Canterbury – Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson- Wilkin, vacancy – bishop of Maidstone, Bishop Norman Banks

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay

page4image50944512page4image50945968

MARCH

5/3 

Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Guli Francis-Dehqani, Bishop Roger Morris, Bishop Lynne Cullens

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi

12/3 

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons, Bishop Rinalds Grants, Bishop Uldis Gailitis

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Bishop Sarah Bullock, Bishop Matthew Parker, Bishop Clive Gregory

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy

19/3

 Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg
Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Adrian Wilkinson Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Bishop Dagmar Winter

26/3 

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop John McDowell
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt

page5image50974784page5image50977488

APRIL

2/4 

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Martin Modéus, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop June Osborne

9/4 

Church of England: Diocese of Derby, Bishop Libby Lane, Bishop Malcolm Macnaughton

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop Ian Ellis

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Thomas Reinholdt Rasmussen

16/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Jill Duff, Bishop Philip North

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift
The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Tor Berger Jørgensen

23/4

Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann
Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Kevin Pearson

30/4

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, vacancy – bishop of Kingston, Bishop Rosemarie Mallet, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug

page6image51012544page6image51012960

MAY

7/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

14/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, vacancy – bishop of Dorking

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

21/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop James Grier, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

28/5
Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Jackson
The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

page7image51010880page7image51035376

JUNE

4/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Gisli Gunnarsson

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

11/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Keith Riglin

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop George Davison
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne

Gaarden

18/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Erik Eckerdal

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov- Jakobsen

25/6

Church of England: Diocese of Lincoln, acting bishop – Bishop Stephen Conway, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Lapua, Bishop Matti Salomäki

page8image51035792page8image51010672

JULY 2/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, vacancy – bishop of Hertford

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Marika Markovits

9/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Mark Wroe Church of Norway: Church of Norway: Diocese of Møre, Bishop Ingeborg Midttømme

16/7
Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds, Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, vacancy – bishop of Ripon, Bishop Toby Howarth, vacancy – bishop of Huddersfield, Bishop Arun Arora

23/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis
Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Andrew Foster

30/7

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Lee Rayfield Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

page9image51100704page9image51101120

AUGUST

6/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Jonathan Frost

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

13/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

20/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

27/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Mari Leppänen

Church of England: Diocese of York, Archbishop Stephen Cottrell, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Eleanor Sanderson, Bishop Stephen Race

page10image50603360page10image50603776

SEPTEMBER

3/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Stephen Lake, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

10/9

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Michael Beasley, Bishop Ruth Worsley

17/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Sophie Jelley Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in

Denmark) Bishop Paneeraq Siegstad Munk

24/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Bishop John Lomas
Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Saju Mathalaly

page11image50627600page11image50630720

OCTOBER

1/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop John Perumbalath, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Cherry Vann

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

8/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Hugh Nelson Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth
Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman

15/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus
Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Olivia Graham, Bishop

Gavin Collins, Bishop Alan Wilson

22/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Rob Saner-Haigh

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Anne Lise Ådnøy

29/10

Church of England: Diocese of Winchester, vacancy – bishop of Winchester, Bishop David Williams, Bishop Debbie Sellin

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

page12image50664736page12image50666400

NOVEMBER 5/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham Usher, Bishop Alan Winton, Bishop Jane Steen

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström

12/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Simon Burton- Jones

19/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

26/11

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Bo-Göran Åstrand

page13image50688816page13image50691312

DECEMBER

3/12

Church of England: Diocese of Chester, Bishop Mark Tanner, Bishop Julie Conalty, Bishop Sam Corley

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen

10/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Andy Emerton

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Kari Mangrud Alfsvåg

17/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Bishop Sarah Clark

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

24/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Ruth Bushyager, Bishop Will Hazlewood

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen