Takk

Þessi mynd kom af himnum – falleg kveðja og þakkarverð tímasetning. Ég þakka líka Hallgrímssöfnuði og öllu því dásamlega fólki sem ég hef hitt, notið samvista með og þjónað. Kveðjumessan verður í Hallgrímskirkju á boðunardegi Maríu þ.e. 26. mars. Ég læt af störfum sem sóknarprestur Hallgrímskirkju 31. mars 2023. Takk fyrir mig – ný fæðing í vændum. Ég hef skráð mig í meistaranám í HÍ og í dekurnám á vefnum.