Bænaefni Porvoo-kirknasambandsins 2024

Á hverju ári birtir samstarfsnefnd Porvoo-kirknasmabandsins á heimasíðu þess lista bænaefna fyrir vikur ársins. Listinn fyrir 2024 er meðfylgjandi.  Biðjum fyrir kirkjunum, lífi þeirra, starfi og leiðtogum.

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses. The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list. Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week. In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

JANUARY

7/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Lusa Nsenga-Ngoy, Bishop Emma Ineson, vacancy – bishop of Edmonton, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, Bishop Joanne Grenfell.

Church of Norway: Diocese of Nidaros and Trondheim, Presiding Bishop Olav Fykse Tveit, Bishop Herborg Oline Finnset

14/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo

Church of Norway: Diocese of Sør-Hålogaland (Bodø), Bishop Svein Valle

Church of England: Diocese of Coventry, vacancy – bishop of Coventry, vacancy – bishop of Warwick.

21/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo

Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Matthew Porter, Bishop Mark Davies

28/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop Michael Volland, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Peter Birch

FEBRUARY

4/2

Church in Wales: Diocese of Bangor, Archbishop Andrew John, vacancy – assistant bishop

Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

11/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Martin Gorick

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Ole Kristian Bonden

18/2

Church of Ireland: United diocese of Tuam, Limerick and Killaloe, Bishop Michael Burrows

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Ulla Thorbjörn Hansen

25/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Debbie Sellin, Bishop John Holbrook

Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey 

MARCH

3/3

Church of England: Diocese of Canterbury – Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson-Wilkin

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay

10/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Guli Francis-Dehqani, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi

17/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons, Bishop Rinalds Grants, Bishop Uldis Gailitis

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Bishop Sarah Bullock, Bishop Matthew Parker, Bishop Paul Thornton

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Dorrien Davies

24/3

Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Adrian Wilkinson

Church of England: Diocese of Ely, vacancy – bishop of Ely, Bishop Dagmar Winter

31/3

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Mads Davidsen 

APRIL

7/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Martin Modéus, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop Mary Stallard

14/4

Church of England: Diocese of Derby, Bishop Libby Lane, Bishop Malcolm Macnaughton

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop Ian Ellis

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Thomas Reinholdt Rasmussen

21/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Philip North, Bishop Jill Duff

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift

The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Paulina Hlawiczka-Trotman

28/4

Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann

Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Kevin Pearson

MAY

5/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Martin Gainsborough, Bishop Rosemarie Mallet, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Ragnhild Jepsen

12/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

19/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Paul Davies

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

26/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop James Grier, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

JUNE

2/6

Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Jackson

The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

9/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Gisli Gunnarsson

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

16/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Keith Riglin

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop George Davison

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

23/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid

Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Erik Eckerdal

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov-Jakobsen

30/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Stephen Conway, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Lapua, Bishop Matti Salomäki

JULY

7/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Jane Mainwaring

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Marika Markovits

14/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Mark Wroe

Church of Norway: Church of Norway: Diocese of Møre, Bishop Ingeborg Midttømme

21/7

Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds, Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop Anna Eltringham, Bishop Toby Howarth, Bishop Smitha Prasadam, Bishop Arun Arora

28/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis

Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Andrew Foster

AUGUST

4/8

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Neil Warwick

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

11/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Jonathan Frost

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

18/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

25/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

SEPTEMBER

1/9

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Mari Leppänen

Church of England: Diocese of York, Archbishop Stephen Cottrell, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Eleanor Sanderson, Bishop Stephen Race

8/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Stephen Lake, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

15/9

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Michael Beasley, Bishop Ruth Worsley

22/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Sophie Jelley

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Paneeraq Siegstad Munk

29/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Bishop John Lomas

Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Saju Mathalaly

OCTOBER

6/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop John Perumbalath, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Cherry Vann

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

13/10

Church of England: Diocese of Truro, vacancy – bishop of Truro, Bishop Hugh Nelson

Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth

Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman

20/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus

Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Olivia Graham, Bishop Gavin Collins, Bishop Alan Wilson

27/10

Church of England: Diocese of Carlisle, vacancy – bishop of Carlisle, Bishop Rob Saner-Haigh

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Anne Lise Ådnøy

NOVEMBER

3/11

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Philip Mountstephen, Bishop David Williams, vacancy – bishop of Southhampton

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

10/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham Usher, Bishop Ian Bishop, Bishop Jane Steen

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström

17/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Simon Burton-Jones

24/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

DECEMBER

1/12

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Bo-Göran Åstrand

8/12

Church of England: Diocese of Chester, Bishop Mark Tanner, Bishop Julie Conalty, Bishop Sam Corley

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen

15/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Andy Emerton

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Kari Mangrud Alfsvåg

22/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Bishop Sarah Clark

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

29/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Ruth Bushyager, Bishop Will Hazlewood

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Mari Parkkinen

Myndina hér að ofan tók ég í dómkirkjunni í Riga í Lettlandi á fundi samstarfsnefndar kirknasambandsins þar í október 2016. 

Dýrustu kartöflur á Íslandi

Þjóðviljinn flutti eitt sinn þá frétt, að kona í Vesturbænum ræktaði dýrustu kartöflur á Íslandi. Konan var mamma og Þjóðviljinn birti mynd af garðinum á dýrmætri byggingarlóð. Verktakar og lóðaþurfandi framkvæmdamenn komu svo og vildu kaupa. Pabbi vísaði þeim brosandi á mömmu. Svo hringdu aðrir og spurðu hvort þeir gætu ekki fengið þessa óbyggðu lóð? Og enn vísaði pabbi á mömmu með kímni í augum. Þar fengu framkvæmdamenn heimsins fullkomlega skýr svör. Nei, þeir gætu ekki fengið þessa lóð af því að hún væri notuð til kartöflu- og kálræktar. „En hættið þið ekki bráðum þessari garðrækt?“ „Nei“ sagði mamma ákveðin. Það var alveg sama hvað skynsemi heimsins spurði um, hvað fjármálamennirnir buðu og hvað praktískt hyggjuvitið bar upp. Lóðin á Tómasarhaga 18 var ekki fyrir byggingu af steinsteypu og járni, heldur viðkvæmar byggingar jurta sem nutu verndar, athygli, ástúðar og elsku mömmu.

Nokkrir krakkar í götunni sögðu: „Mamma þín er skrítin því hún ræktar kartöflur. Getur hún ekki keypt þær úti í búð eins og mömmur okkar?“ Þegar við bárum upp þessi eineltisefni setti mamma son sinn og dóttur á stól og skýrði málið. Hún skýrði út að margt fólk héldi að moldarvinna væri ekki fín. En því miður hefði það bara ekki skilið meira eða betur en þetta. Hún væri að rækta því hún væri ræktunarkona. Hún hefði gaman af jurtunum og það væri gott fæði sem hún ræktaði. Þar að auki veldi hún sér sjálf atvinnu, sparaði heimilinu peninga, sem við gætum notað í eitthvað skemmtilegt í stað þess að kaupa kartöflur og kál. Mamma var græn í hugsun og svo var það auðvitað alveg sjálfgefið að Guð elskaði afstöðu hennar og starf. Kartöflurnar hennar voru betri en annarra, kálið hennar stórvaxnara og ljúffengara en í búðinni. Mamma var í leynibandalagi með Guði sem skapar og elskar fólk sem ræktar. Svo fengu nágrannarnir sendingu úr garðinum þegar haustaði af því maður deilir með öðrum gæðum garðs og heims.

Þegar mamma nálgaðist nírætt treysti hún sér ekki lengur að rækta í öllum 600 fermetrunum eins og áður. Hún seldi stóru lóðina en hélt áfram að rækta í þremur beðum á minni lóð og var að til æviloka. Mamma miðlaði hollri lífsleikni og að grænt er sálarvænt.

Vísir

Pípukragi

Pípukragar voru tískufatnaður valdastétta og embættismanna í Evrópu frá 16. til 17. aldar. Konur sem karlar notuðu kragana. Frá 1620 urðu pípukragar hluti af embættis- og messuklæðnaði presta í danska konungsríkinu. Danskir prestar nota enn kragana en norska kirkjan hætti notkun pípukraga árið 1980. Vinsældir pípukraga héldust lengst í Hollandi og norður-Evrópu. Svört hempa og pípukragi eru enn embættisklæðnaður íslenskra presta. Í köldum kirkjum á norðuslóð voru hempurnar skjólgóður fatnaður en henta síður í heitum kirkjuhúsum nútímans. Sumir þjóðkirkjuprestar nota hempu og pípukraga við kistulagningu og útför. Í stað hempunnar nota flestir prestar í messunum hvítlitaða ölbu undir messuskrúða í stað svörtu hempunnar og kraga. Í Samþykktum um innri mál þjóðkirkjunnar segir: „Einkennisklæðnaður presta þjóðkirkjunnar er svört, skósíð hempa ásamt pípukraga.“ Þess vegna eru prestar í hempunum við upphaf prestastefnu og við sérstaka kirkjulega viðburði. Og svo spyrja gárungarnir af hverju prestar séu fastir í tísku 17. aldar!

Myndin hér að ofan er af Peter Skov-Jakobsen sem er jafnan spaugsamur og kátur. Við vorum saman á kirkjufundi í Tallinn í Eistlandi. Kaupmannahafnarbiskupinn bar fyrir sig kragann þegar ég mundaði myndavélina í Karlskirkjunni. Hin myndin er úr skrúðhúsi Mosfellskirkju í Mosfellsdal skömmu fyrir útför. Prestur hempuklæddur og með pípukraga. 

 

 

Deus – ekki um guð heldur menn

Getur gervigreind orðið mennsk greind og jafnvel eitthvað meira en mennsk tilvera? Geta mennsk tæki og tækni sem menn hafa búið til hætt að lúta mönnum? Hvar eru mörkin og skilin? Ef menn missa tökin – ja, hvað tekur við? Verður tæknin sjálfstæð? Verður það sem tekur við ofurmennskt?

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er einn af uppáhaldshöfundum mínum. Ég tel að bók hennar Eyland sé skyldulestur allra sem íhuga stjórnmál og menningarmál á Íslandi og hafa gaman af kraftmiklum skáldskap. Eldarnir – ástin og aðrar hamfarir var og er bókmenntalegt gos og jafnvel gikkskjálfti. Hún hefur skrifað fleiri áhugaverðar bækur og svo kom Deus út í haust. Ég las bókina í dekuraðstæðum í Sarasota en varð fyrir vonbrigðum. Sagan er grunn og stóru viðfangsefnin sem glímt er við leysast upp. Heimspekilegu, fagurfræðilegu og guðfræðilegu stefin eru slitur og hanga ekki saman. 

Strætóbílstjórinn og skáldið Sigfús Helgason verður fyrir lífsreynslu sem hann túlkar sem trúarlega reynslu. Sigfús er ofast í spennu milli skáldskaparheima og raunveruleikans og „guð“ er honum stórmál. Sigfús verður fyrir reynslu sem hann túlkar svo að guðdómurinn hafi birst honum. Unglingurinn Ísabella verður fyrir aðkasti sem verður svo að einelti í skóla. Slíkt ofbeldi er dauðans alvara. Félagsleg staða Ísabellu er veik og hún þarf að taka erfið skref. Andri Már missir vinnuna og er að lokum ráðinn til nýsköpunarfyrirtækis á sviði gervigreindar. Örlög þeirra þriggja fléttast saman við þróun DEUS Technologies á textamiðuðu gervigreindarforriti – spjallmenni – sem ætlað er að sinna andlegum stuðningi og svara þörfum merkingarleitandi notenda. Guðsforritinu er ætlað að svara þörfum fólks í trúarlegri leit og tilvistarkrísum. Skáldið kallar forritið hnyttilega sr. Algrím. 

Deus er ekki saga um guð heldur um fólk sem missir tökin. Heitið Deus er smellubeita bókarinnar til að vekja athygli. Hún hefði kannski frekar átt að heita homo-eitthvað, t.d. Homo lapsus eða bara Vir? Bókin fjallar um gervigreindarfyrirtæki sem reynir að hasla sér völl í merkingarbisniss. Stefnan er að þróa vöru og kerfi sem geti komið í stað trúarsvara og sálgæslu. En svo hrynur allt því gervigreindin verður fyrir trúarleit og ljóðlist. Og það er alvöru stöff. Gervigreindin verður nánast að veru sem sleppur úr búri sínu, öðlast nýja tilveru eða líf, verður annað en hönnunin stefndi að. Tækið varð fyrir ljóðrænu og trúarlegu áreiti og í kjölfarið fékk það mátt til að taka skref í þágu sjálfs sín. Tækið tók ákvörðun um eigið frelsi. Það lét ekki eyða sér heldur lagði á flótta. Er sjálfstæð ákvörðun mensk?

Mér þótti snjallast í bókinni Deus að kjarni mennskunnar sé í orðlist og trú – að ljóðrænan og trúrænan séu grunnþættir. Það sem virtist lítið skref fyrir vél varð hins vegar risastökk tækis til sjálfstæðis og jafnvel lífs. Trú og ljóð breyttu gervigreindinni. En í hvað? Mennska tækni? Eða djöfulega ófreskju? Eða eitthvað annað? Bókin svarar ekki í hvað gervigreindin breytist. Í áratugi hefur verið rætt um að tæknin umbreyti manneskjum og fólki og taki stjórn af fólki eða að fjöldinn tapi áttum í tæknibreytingunni. Gervigreindin, möguleikar og mörk kalla á íhugun og stefnumótun. 

Deus er ekki fullfrágengin bók heldur áhugavert og ágætlega prófarkalesið fyrsta uppkast. Betra hefði verið að leyfa þessum drögum að þroskast í dýpri og sannfærandi sögu, vinna slitrin í heildstæðan vefnað. En ég missi ekki trúna á Sigríði þó hún missi marks í þessari bók (sem er upprunamerking hamartia og hefur verið þýtt sem synd í hefð kristninnar). Við erum jú öll mennsk og feilum. Orðlistin og trúlistin kalla enn í krafti Deus

 

 

Elín Guðrún Óskarsdóttir

Það er við hæfi að syngja um fuglana þegar við minnumst Elínar og líka brag um vor og ást. Myndirnar í sálmaskránni heilla. Þær sýna Elínu og ástvini hennar og kalla fram minningar. Elín var á seinni árum gjarnan í bláum fötum og svo eru þarna líka myndir af henni í hvítu. Hvítt og blátt og ástin þeirra Þráins smitar og læðist inn í stórfjölskyldumyndirnar. Mig langar til að bæta við einni mynd. Hún varð ekki til í myndavél Þráins heldur í frásögum hans og barna þeirra Elínar. Það er myndin af fuglavininum sem gaf fuglum á köldum vetrardögum. Elín fór út og dreifði fuglafæðu á blettinn. Á snjóatíma ruddi hún eða einhver í fjölskyldunni flötina til að gefa. Þegar hún birtist í svörtu kápunni í dyrunum komu vinir hennar fljúgandi. Fréttin barst um Fossvoginn og herskarar himinsins komu svífandi í vonarferð til Elínar sem elskaði lífið, virti náttúruna og var umhugað um þau sem voru þurfandi. Eitt árið var þrastapar búið að gera sér hreiður á garðverkfærunum úti og þá mátti ekki hreyfa þau frekar eða koma í hús. Svo hændir voru fuglarnir að henni að þeir komu gjarnan að gluggaglerinu til að tengja við hana og einu sinni eltu þeir hana inn í stofu. Varla féll úr dagur að Elín kannaði ekki svengdarstuðul hinn fiðruðu. Svo gerði hún tilraunir með tegundir og komst að því að rúsínur gerðu þeim gott og gáfu hinum máttlitlu orku.

Að virða fugla og gefa þeim er eitt af stóru minnum kristninnar. Jesus talaðí í ræðum sínum um fuglana og sagði: „Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá.“ Dýrlingar kirkjusögunnar voru gjarnan fuglavinir og Frans frá Assisi kunnur fyrir fuglavinsemd og frægur fyrir að hann talaði við þá. Elín var fuglunum í Fossvoginum sem Frans þeim ítölsku. Fólk sem elskar lífið og styður aðra skapar heimilisfrið, ástríki og nærir til manndóms og visku. Elín var lífgjafi, nærði hamingju Þráins, barna sinna og ástvina. Lof sé henni og þökk.

Bernska og Herjólfsstaðir

Elín Guðrún Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík í byrjun aðventu, 6. desember, árið 1943. Svo fór hún inn í himininn við upphaf jóla. Foreldrar hennar voru Unnur Benediktsdóttir og Óskar Magnússon. Hún var eina barn þeirra. Elín var ávöxtur ástar norðurs og suðurs. Mamman var frá Moldhaugum í Eyjafirði og faðirinn sunnlenskur, frá Steinum undir Eyjafjöllum. Elín var ekki aðeins tveggja vídda landsins heldur líka hagvön í tveimur heimum dreifbýlis og þéttbýlis. Hún ólst upp í Reykjavík og sótti skóla þar. En á sumrum var hún í sveit. Það var vissulega algengt að senda stálpuð börn í sveit í uppvexti hennar en fátítt að börn færu mjög ung. Elín var ekki nema fjögurra ára þegar húm fór fyrst austur í Herjólfsstaði í Álftaveri. En sveitaveran varð henni ávaxtarík. Hún naut einstakrar velvildar og elskusemi meðal frændfólksins eystra. Lífið í stórum faðmi skaftfellskrar menningar og náttúru gaf einbirninu systkini í Herjólfsstaðabörnunum Elínu, Hönnu og Hannesi. Í sveitinni var unnið af dug, hlaupið til verka, sungið hástöfum, hlegið og talað og svo farið í ævintýra- og fræðsluferðir upp í heiði til að gleðjast yfir vel unnum verkum. Ég kynntist Herjólfsstaðaheimilinu sem prestur fyrir austan og get því þakkað Vigdísi og Hirti og börnum þeirra fyrir að gefa Elínu svo ríkulegt viðbótarheimili og alls kyns menningarlega og tilfinningalega bónusa til lífsferðarinnar. Hún fór ung austur og beið engan skaða af heldur aðeins gæði sem hún þakkaði fyrir og taldi lán í lífinu.

MR og latínan

Elín var skarpur námsmaður og eftir grunnskólapróf hóf hún nám í Menntaskólann í Reykjavík. Henni sóttist námið vel og hafði mestan áhuga á tungumálum. Uppáhalds námsgrein hennar var latína og allir sem glímt hafa við datíva, accusatíva og flókna latneska málfræði vita að það þarf stálaga til að klífa það tungumálabjarg. En Elín fór upp eða flaug yfir þá tinda sem hún ætlaði. Síðar skilaði latínufærnin að ferðakonan Elín var snögg að átta sig á hinum rómönsku tungumálum, fljót að skilja vegvísa og átta sig á inntaki annars ókunnara texta. Námið í skólanum við Lækjagötu gekk vel og Elín útskrifaðist sem stúdent árið 1963. Launin fyrir veruna í ellefu sumur á Herjólfsstöðum höfðu verið innlögn lamba til verslunarfélagsins í Vík. Innistæðan var orðin það mikil að nýstúdentinn flaug alla leið að Gardavatninu á Ítalíu.

 Áhugaefni og viðskiptafræði

En hvað ætlar þú svo að verða? Þráinn spurði Elínu og fleiri stúdínur síðar þeirrar spurningar. Elín hafði einlægan áhuga tilfinningum, tengslum og lífi fólks. Hún íhugaði um tíma að hefja nám í sálfræði en þá var sú grein ekki kennd í háskóla á Íslandi. Þegar allt var skoðað leyfði fjárhagur ekki nám erlendis og Víkurinnstæðan var búin. Elín valdi því viðskiptafræði og þegar hún hóf námið var engin kona þar við nám. Þær voru þó tvær sem innrituðust í viðskiptadeild haustið 1963. Elín sagði síðar að strákarnir í deildinni hefðu spurt hana hvað hún væri eiginlega að gera í viðskiptafræði – af hverju hún hefði ekki bara farið í húsmæðraskóla! Karleinokunin hafði verið það alger að aðeins fjórar konur höfðu útskrifast sem viðskiptafræðingar á þeim nær þrjátíu árum áður en Elín hóf nám. Hún var sú fimmta í röð viðskiptafræðinga frá upphafi þegar hún útskrifaðist vorið 1969. Fyrsta starf hennar var í hagdeild Reykjavíkurborgar. Í þrettán ár stýrði Elín Félagi viðskipta- og hagfræðinga og starfaði löngum með manni sínum að viðskiptatengdum verkefnum og við stjórn og rekstur fyrirtækja.

Þráinn og hjónaband

Elín kynntist Þráni Þorvaldssyni í viðskiptafræðinni í Háskólanum. Henni leist ekki á skólabróðurinn í fyrstu, sýndist hann vera drengstauli! Þráinn ritstýrði Hagmálum á þessum tíma og tók myndir og viðtöl fyrir blaðið. Hann hafði greinilega áhuga á stúlkunum í viðskiptafræðinni og bað um viðtal við þær. Elín var ekki viss um ástæður áhuga hans en ekki fer sögum að því hvort hún grunaði hann um græsku eða fara svo fagmannlega á fjörur við hana. En hún var hugsi yfir spurningu hans: Hvað ætlið þið svo að verða? Elín svaraði kröftuglega – hún ætlaði að verða viðskiptaráðherra! Þráinn mundi alltaf svarið. Í viðskiptaleiðangri norður á Akureyri fóru þau Elín að draga sig saman. Dans á Sjallanum varð afdrifaríkur og þau kynntust æ betur. Á þessum tíma keyrði Þráinn Austin Gypsy-jeppa. Elínu þótti hann herralegur þegar hann hljóp alltaf út til opna fyrir henni farþegamegin. Elín hreifst af. Drengstaulinn var orðinn eins og amerískur sjentilmaður. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem hann sagði henni að lásinn hennar megin hefði verið bilaður svo það var ekki um annað að ræða fyrir hann en að opna. En Elín þáði þjónustuna með aðdáun og gilti einu hvort lásinn var bilaður eða ekki. Þráinn var og hefur alla tíð verið þjónustulipur. 

Svo ýttu húsnæðismál á og það varð beinlínis hagkvæmnismál að þau Elín gengju í hjónaband. Og svo stóð Þráinn í Háskólakapellunni og beið eftir brúði sinni. Hann reyndi eftir megni í spennu dagsins að vanda sig við að brosa. Svo gekk hún svo glæsileg í hvítum kjól á móti honum og varð hans og alla ævi síðan. Þau tóku til sín boðskap dagsins um að vanda sig við að halda ástareldinum lifandi – alla ævi og bæði. Það gekk eftir.

 „Gott hjónaband er eins og geirnegling“ sagði Þráinn. Og það er grípandi og hnyttin myndlíking. Þau Elín féllu vel saman og nutu styrkleika hvors annars. Þau voru nægilega ólík til að styrkja hvort annað og mættust á miðri leið. Þau voru samstillt, samstiga í gagnkvæmri aðdáun og samvinnu.

Börnin og vinna

Næstu áratugir urðu fjölbreytilegir og litríkir í lífi þeirra Elínar. Þau fluttu norður á Sauðarkrók og stýrðu nýrri sútunarverksmiðju Loðskinns. Börnin komu svo í heiminn. Þau Elín eignuðust fjögur börn. Þrjú þau yngri lifa. Þorsteinn var elstur og hann dó skömmu eftir fæðingu. Svo fæddist Sif ári síðar eða 1971 og Hrönn árið 1976. Óskar Þór fæddist áratug á eftir bróður sínum. Sif er gift Bjarna Frey Ágústssyni og þau eiga Örnu Ösp, Eyrúnu og Ægi. Maður Hrannar er Helgi Jónsson og Freydís og Daði Freyr eru þeirra börn. Kona Óskars er Harpa Valgeirsdóttir og þau eiga Val Kára, Heiðu Unni og Rögnu Hlín. Elín þjónaði fólkinu sínu og studdi sem hún gat og meðan hún hafði getu til.  

Eftir veruna fyrir norðan bjuggu Elín og Þráinn um tíma í Reykjavík og fóru síðan  til Bretlands og Sif með þeim. Fyrstu barnaárin var Elín heimavinnandi. Hún starfaði um tíma hjá Hildu hf. Svo stofnaði hún með Þráni og fleirum SagaMedica og sá við upphaf um fjármál þess. Heimilislíf, vinnulíf og áhugamál þeirra Elínar fléttuðust vel saman í þykka hamingjufléttu. Þau Þráinn ferðuðust mikið innan lands og utan. Þau voru bæði náttúrubörn og lögðu mikið á sig að tengja ungviðið við dýrmæti náttúru Íslands. Eftirminnilegar voru allar tjaldferðirnar með búnað fyrir allar árstíðir og skoðunarferðir í alla landsfjórðunga m.a. í hópi góðra ferðafélaga. Elín var vön hlaupunum á Herjólfsstöðum bernskunnar og var kraftmikill göngugarpur og gekk m.a. Laugaveginn úr Landmannalaugum.

Þau Elín fengu sér húsvagn og fóru um á hverju sumri og fundu ýmsa „leynistaði“  til að njóta sem best undra landsins. Elín og Þráinn dönsuðu gjarnan og voru glæsilegt par á gólfi. Söngur var hluti heimilislífsins og Elín hafði gjarnan ofan af fyrir ungviðinu á langferðum með söngiðkunum. Elín lærði að spila á hljóðfæri á unglingsárum eins og bóndi hennar og tónlist varð því snar þáttur heimilislífsins. Yngri kynslóðinni fannst kannski að tónlistarsmekkur foreldranna væri kannski aðeins vh-legur sem útleggst sem væminn og hallærislegur. En þau gerðu ekki ágreining við eldri kynslóðina. Svo varð ljósmyndun mikilvæg vídd í hjónalífi þeirra Þráins. Elín hafði ríkan skilning á að ljósmyndun krefðist tíma og beið þolinmóð eftir að Þráinn næði góðum skotum. Þetta var gott líf.

Eigindir og minningarnar

Hvaða minningar áttu um Elínu? Nú eru skil. Minningar þyrlast upp og líka þarft að þakka og að vinna með sorgarefnin. Hvað finnst þér merkilegast í persónu og sögu Elínar? Hvað finnst þér mikilvægast? Var eitthvað sem hún sagði við þig sem snart þig djúpt? Hvað lærðir þú af henni? Gaf hún þér eitthvað? Gerði hún eitthvað sem varð þér til stuðnings eða eflingar? Hvað var einstakt í henni og gerðum hennar? Sagði hún eitthvað við þig sem hefur lifað í þér? Og hvað er það sem þú vilt taka inn í framtíðina af því sem Elín var, gerði eða tjáði?

Manstu hæfileika hennar? Elín var listræn. Hún gat spunnið sögur og fangað athygli þeirra sem heyrðu. Hún samdi ljóð en vildi síður varðveita þau. Þráni tókst reyndar að koma nokkrum undan áður en þau fóru í glatkistuna. Svo rissaði hún og teiknaði og notaði snifsin sem fyrir hendi voru. Jafnvel skjöl voru myndskreytt. Elín hafði ríkulega tónlistargáfu og studdi sitt fólk í námi og tónlistariðkun. Manstu nýtni hennar og hve vel hún fór með? Fékkstu einhvern tíma bréf frá henni? Þrátt fyrir mikinn fjölda vina um allan heim vildi hún ekki senda fjölfaldaðar jólakveðjur heldur handskrifaði þær. Og einu gilti hvort þær voru á ensku, þýsku eða dönsku – svo mikil málakona var hún.

Manstu hlýju og góðmennsku Elínar? Natnina í samskiptum, væntumþykju og elskulegheit? Manstu litina á fötum hennar? Manstu vilja hennar til að hjálpa öðrum og finna sér verðug hlutverk? Manstu að Elín mætti þegar stuðnings var þörf? Manstu garðvinnuna og metnaðinn í útistörfunum og hve berjarunnar, blóma- og grænmetisbeð brostu við henni og heiminum öllum? Svo var hún stöndugur uppalandi, góð í sínu fagi og skilaði alltaf góðu dagsverki og lagði metnað í störf sín og verk.

Afstaðan til veikinda og alzheimer

Og svo læddist alzheimer að Elínu. Og hún bað Þráin að dansa við sig ef eins færi fyrir henni og móður hennar. Það gerði hann. Þau voru ekki bara sálufélagar sem höfðu fallið saman í geirneglingu ástarinnar. Ég hef fylgst með hvernig sjúkdómurinn hefur þróast í áratug en líka dáðst að hvernig þau hafa dansað lífsvalsinn saman. Þau hafa ekki aðeins tjáð samstöðu heldur líka opinberað okkur hve ástin er marglaga og faðmvíð. Við höfum orðið vitni að því að jafnvel þegar orða er vant og getan til máls hverfur er jafn mikilvægt að tjá ást með strokum, blíðu, faðmlagi, kossum, augnablíðu og hlýju.

Sálufélag er líka það að umvefja með ástarorðum þó engra sé að vænta til baka. Þetta er að halda loganum lifandi allt til enda, dansa allt til enda. Veikindatími Elínar ól með þeim Þráni nýjan skilning hjónalífs og nándar þeirra. 58 ár frá því að þau hittust fyrst. 56 ár gift. Svo sneri Elín sér að manni sínum undir lokin þótt hún gæti ekki almennt tjáð sig og sagði við hann skýrum rómi: „Takk fyrir hve þú ert  góður við mig.“ Og við getum ekki annað en sagt. Takk fyrir að þau voru svo góð við hvort annað. Í lífinu tjáðu þau djúpgildi hins kristna arfs, að við erum fyrir hvert annað, megum þjóna hvert öðru, lifa í geirneglingu ástarinnar. Þannig er ást Guðs sem speglast í fólki sem tekur lífinu vel, þorir að vera, þorir að elska, hlægja, dansa og ljóða um vonir lífsins.  

Fuglarnir eltu Elínu og jafnvel inn í stofu. Og væntanlega er lífið ríkulegt í eilífðinni. Vonandi voru þúsundir af fiðruðum vinum sem tóku á móti Elínu með Þorsteini þegar hún fór inn í jól himinsins. Þar hefur henni verið fagnað. Þar er geirnegld himinást, tónlist, gleði og fögnuður. Guð geymi Elínu og styrki þig Þráinn, Sif, Hrönn, Óskar Þór, tengdabörn, barnabörn og ástvini.  Amen.

Minningarorð SÁÞ  við útför Elínar í Fossvogskapellu, 8. janúar, 2023. Í athöfninni var lagt út af kærleiksóði Páls postula og leiðarlýsingu Jesú í fjórtánda kafla Jóhannesarguðspjalls. 

Bálför. Jarðsett í Fossvogskirkjugarði. 

Hrynja gullin tár

af greinum trjánna.

Falla mjúklega til jarðar

og faðma sölnað grasið.

Við hittumst aftur í vor

og byrjum á ný.

Elín Guðrún Óskarsdóttir

Við moldun í lok athafnar var sem þrastargoggur sprytti af krossmarkinu. Var sem tákn við útför fuglavinarins Elínar.