Greinasafn fyrir merki: Hallgrímur Pétursson

Ástarsaga

„Það er gott að elska“ söng þjóðpopparinn Bubbi. „All you need is love“ sungu Bítlarnir. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“ söng Páll postuli. Ástin er alls staðar og margvísleg. Ást til maka, barna, foreldra, eigin sjálfs og náttúrunnar. En hvað um Guð?

Hallgrímur Pétursson var ofurpoppari þjóðarinnar, ekki bara í nokkur ár heldur um aldir. En líka hann klúðraði málum sínum herfilega á unglingsárum en var bjargað. Saga Guðríðar Símonardóttur og Hallgríms er hrífandi ástarsaga fólks, sem hafði lent í rosalegum aðstæðum en þorði að elska og lifa. Þau misstu mikið, sáu á eftir börnum sínum en töpuðu aldrei ástinni. Þau unnu úr áföllum og vissu að lífið er til að elska og njóta. Þeirra smellur er eins heillandi og ástardrama getur orðið. Saga um konu, sem var rænt, herleidd, flekkuð, en varðveitti í sér undur lífs. Og svo sveinninn, sem hafði týnst í járnsmiðju í Evrópu, en var settur til að kenna íslenskum leysingjum frá N-Afríku kristinn sið að nýju. Ástin blómstraði. Þessi mikla ástarsaga varð jarðteinasaga á eftir-kaþólskum tíma. Hún er saga um hvernig hægt væri að elska þrátt fyrir hatur, lifa í reisn þrátt fyrir mótlæti, þroskast þrátt fyrir hræðileg veikindi og sækja í andlegan styrk þrátt fyrir holdsveiki. Ástarsaga, alvöru klassík fyrir allt ástarfólk.

Ástarsaga Guðríðar og Hallgríms er líka gluggi að safaríkum lífsvísdómi Passíusálma. Þar er sögð saga Guðs. Þar er uppteiknuð mynd af Guði umhyggjunnar, en ekki reiðum guði. Guð, sem kemur, en er ekki bara fastur á tróni fjarlægs himins. Guð, sem líknar og er vinur en ekki óvinur. Passíusálmarnir urðu guðspjall Íslands. Sálmarnir uppfylltu andlegar þarfir og svo var bókin lögð á brjóst látinna eins og vegabréf fyrir himinhlið. Á bak við Passíusálma er merkileg ástarsaga um Hallgrím og Guðríði. En á bak við þau og okkur öll er ástarsaga Guðs. Með því að skoða vel ástarsögur getum við komist að mörgu um Guð. Við getum líka skilið líf okkar sjálfra betur með því að hugsa um ástarsögu Guðs.

COVID-tíminn er tími þrenginga og endurskoðunar. Í öllum kreppum er hægt að bregðast við með því að flýja eða mæta. Annað hvort leggjum við á flótta og látum kreppuna fara illa með okkur. Töpum. Eða við mætum og horfumst í augu við sorg, sjúkleika, einsemd, þarfir eða áföll. Í Biblíunni og öðrum klassískum, kristnum bókmenntum eins og Passíusálmum er sagt frá lífi fólks. Þar er sagt frá farsóttum og rosalegum kreppum. Með ýmsum tilbrigðum er svo sögð mikil saga um hvernig má mæta farsóttum heimsins og öðrum áföllum. Það er erki-ástarsagan, um Guð, um heiminn og saga um fólk. Kristnin kennir að lífið er ekki aðkreppt heldur ástarsaga möguleikanna. Líf okkar er svo sannarlega stundum furðulegt, gleðilegt og sorglegt. En saga okkar og Guðs er þó ástarsaga. Kærleikurinn – ástin fellur aldrei úr gildi. Og ástarsaga Guðs er um okkur öll. Það er gott að elska.

Gleðilega páska á COVID-tíma.

Grein í Mbl á skírdegi 2021. Myndin er af gluggaskreytingu í stórverslun í San Francisco sem ég tók í janúar 2018.

 

 

Ástin í Passíusálmunum

Ástarþörf er frumþrá allra manna og hjá mörgum blossar ástarþörfin upp þegar að kreppir og allar hvunndagsvenjur brotna og augn- og sálarskýlur eru dregnar burt. Í fyrra þegar farsóttarfárið byrjaði gekk ég meðfram bókahyllunum mínum og dró út nokkur rit sem tengdust farsóttum. Sú fyrsta sem ég dró út var Decamerone sem heitir Tídægra á íslenskunni. Það er pestarbók, sem segir frá fólki í nágrenni Flórens í kólerufaraldri. Þau fara að segja hverju öðru sögur, sumar ansi safaríkar og margar um ástina. Já ástin sprettur fram á tímum kólerunnar – og það er nafnið á annarri bók, eftir meistara Gabriel Garcia Marques. Svo var La Peste – Plágan, bók Albert Camus. Ég man að ég las hana á sínum tíma af áfergju unglingsáranna. Tilfinningar og viðbrögð fólks í hinni lokuðu borg Oran í Alsír höfðu djúp áhrif á mig. Yfirvöldin voru í afneitun og áttu erfitt með að viðurkenna vandann, svipað og við höfum orðið vitni að í ýmsum ríkjum erlendis. En söguhetja bókarinnar, læknirinn Bernhard Reiux mætti verkefnum af skyldurækni og sinnti hinum sjúku. Erindi bókar Camus er að miðla að öllum mönnum væri sameiginlegt að þrá ást. Margir nytu hennar en allir þráðu hana. Hvað skiptir okkur mestu máli hvort sem það ríkir plága eða ekki? Það er fólk, tengsl, kærleikur. Ástarþörfin hríslast í okkur og magnast á tíma plágunnar.

Mig langar til að minna á tvær nýjar íslenskar ástarsögur sem urðu til á tíma hörmunganna. Báðar tjá að ástin blómstrar þvert á erfiðar aðstæður. Ólafur Jóhann Ólafsson skrifaði og gaf út bókina Snerting á liðnu ári. Söguhetjan Kristófer lokaði veitingastað sínum í Reykjavík þegar farsóttin byrjaði. Hann fékk í miðjum faraldri vinarbeiðni á facebook og þá var eins og allt ævipuðið gufi upp. Faraldurinn opnaði sálargáttirnar og þessi gamli maður lagði af stað í langferð, – í miðju veirufárinu – um tómar flughafnir og austur til Japan til að vitja sjálfs sín og ástarinnar sem hvarf frá honum en tilfinningin hvarf aldrei. Kreppur kalla fram djúpást lífsins. Þetta er einhver dásamlegasta ástarsaga sem ég hef lesið. Pestin hindrar ekki ástina heldur magnar.

Og af því allt skelfur og hristist þessa dagana er full ástæða minna á hina mögnuðu sögu Sigríðar Hagalín Björnsdóttur Eldarnir: Ástin og aðrar hamfarir. Aðalpersóna sögunnar er Anna Arnardóttir, forstöðumaður Jarðvísindastofnunar þjóðarinnar og helsti eldfjallasérfræðingurinn. (Hún er hliðræn, skálduð, útgáfa Kristínar jónsdóttur sem er í öllum fréttum þessa dagana). Versta útgáfa af nátturuhamförum dynja yfir. En það verða flekahreyfingar, sálarskjálftar í Önnu líka og hún verður ástfangin. Sagan er rosaleg. Þar er það ekki kyrrlát ást í pestinni heldur hamfaraást í sálardjúpum og náttúru. Og kannski er það svo að ástin hittir fólk með meiri þunga en jarðskjálftar hversu stórir og öflugir sem þeir eru. Allir þarfnast ástarinnar. En stundum leiðir hún til dauða af því samhengið er ekki virt og hamfarirnar eru of rosalegar. Ég vona að ég spilli ekki um of fyrir ykkur sem eiga eftir að lesa bókina.

„All you need is love“ sungu Bítlarnir og það er söngur kristninnar líka.

Ástarsagan

Og þá að ástinni í Passíusálmunum. Fyrsta spurning er: Af hverju urðu Passíusálmarnir vinsælir á Íslandi? Af hverju varð safn af sálmum metsölubók og metlestrarbók Íslands í mörg hundruð ár? Er eitthvað í Passíusálmum sem er mikilvægt og sígilt? Hvernig var saga höfundarins? Við vitum að Hallgrímur var mikils metinn og jafnvel elskaður af formæðrum og forfeðrum okkar. Af hverju? Margt kom til, skáldskapurinn vissulega, en líka maðurinn og ævi hans. Hann var hæfileikastrákur, sem fór þó í hundana. Hann týndist þó ekki alveg bölvandi og ragnandi í Glückstad, heldur reis upp og nýtti alla hæfileika sína. 

En það var ekki bara bókmenntaperlan Passíusálmar, sem varð til að kynslóðir Íslendinga elskuðu hann, heldur margþátta ástarsaga Guðríðar Símonardóttur og Hallgríms. Þeirra smellur er eins heillandi og ástardrama getur orðið. Saga um konu sem var rænt, herleidd, flekkuð en varðveitti í sér undur og ást. Og svo sveinninn, sem hafði týnst í járnsmiðju í Evrópu, en var svo settur til að kenna íslenskum leysingjum frá N-Afríku kristinn sið að nýju. Og ástin blómstraði. 

Þau áttu erfiða daga, en brotnuðu ekki heldur elskuðu. Og líf þeirra bar ávexti. Þau horfðu á börn sín og hugsuðu um hvernig hægt væri að veita þeim gott líf. Þau leituðu og fundu en misstu líka mikið. Þessi mikla ástarsaga varð eiginlega jarðteinasaga á eftir-kaþólskum tíma um hvernig dýrlingar verða til, hvernig þeir elska þrátt fyrir hatur, lifa í reisn þrátt fyrir mótlæti, þroskuðu andlegt heilbrigði þrátt fyrir hræðileg veikindi og sýndu andlegan styrk þrátt fyrir holdsveiki. Stór og heillandi ástarsaga. Klassík.

Ástarsaga Guðríðar og Hallgríms er gluggi að safaríkum lífsvísdómi Passíusálma. Í þeim er sögð tilfinningasaga Guðs. Þar er uppteiknuð mynd af Guði umhyggjunnar en ekki reiðum guði. Guð, sem kemur en er ekki bara fastur á tróni fjarlægs himins. Guð sem líknar og er vinur en ekki óvinur og Passíusálmarnir urðu guðspjall Íslands. Sálmarnir uppfylltu andlegar þarfir og svo var bókin lögð á brjóst látinna eins og vegabréf fyrir himinhlið.

Íslensk menning hefur breyst. Ný viðmið hafa orðið til. Einstaklingarnir eru berskjaldaðri en áður var. Stofnanir hafa riðlast og virðing þeirra hefur minnkað eða veiklast. Fólk leitar ekki lengur að stofnun heldur reynslu sem nærir og svarar kærleiksþörf fólks. Á bak við Passíusálma er merkileg ástarsaga um Hallgrím og Guðríði. En á bak við þau og okkur öll er ástarsaga Guðs.

Passíusálmar – merking og gildi

Guðsorðabækur voru aðalútgáfuefni íslenskra forleggjara fram yfir aldamótin 1900. Útgáfa þessara rita var svo mikil að spaugararnir töldu að ef bókunum væri raðað saman væri hægt að byggja brú frá jörðinni og alla leið til tungslins og svo til baka. Bækurnar sem voru gefnar út voru hugvekjubækur og kristileg ræðusöfn til styrktar trúariðkun á heimilum og til nota í kirkjum og heimahúsum. En af öllum bókum sem gefnar voru út eftir siðbótartímann eru tvær bækur eru í sérflokki þeirra sem lesnar voru. Það voru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar og Vídalínspostilla. Þær voru elskaðar og dáðar. Passíusálmarnir voru fyrst útgefnir 1666 og Vídalínspostilla var gefin út 1718-20. Síðan voru þær báðar gefnar út í mörgum upplögum.

Hver var höfundurinn?

Aðeins um skáldið. Hallgrímur Pétursson fæddist árið 1614 í Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði. Ekkert er vitað um fæðingardaginn en hins vegar er vitað að hann lést 27. október 1674. Líf hans var ævintýralegra en flestra Íslendinga. Hann missti ungur móður sína og fluttist til Hóla með föður sínum og fjölskyldu. Í skjóli biskups naut hann menntunar og fékk innsýn og útsýn í menningu og menntir. Hann þótti bráðger og hæfileikaríkur. Ýmsar litríkar sögur af honum og að hann var ljóðrænn orðhákur sem lét orðahrísið yfir þorpsbúana á Hólum. Í Hallgrími bjó útþrá og vilji til stórvirkja. Hvort sem hann hefur strokið eða farið með leyfi var hann þegar á unglingsárum kominn til norður Þýskalands og vann þar við járnsmíðar. Síðan fór hann, að undirlagi Brynjólfs biskups Sveinssonar til latínuskólanáms í Kaupmannahöfn. Þegar komið var að námslokum var Hallgrímur Pétursson settur í kennsluverkefni sem mótaði líf hans upp frá því. Hópur Íslendinga hafði verið leystur úr ánauð, sem höfðu verið fluttir frá Íslandi í Tyrkjaráninu og alla leið til Norður Afríku. Hópurinn var sendur til Kaupmannahafnar. Þótti við hæfi að uppfræða fólkið eftir veruna ytra. Hallgrímur var fenginn til að kenna þeim. Hann varð ástfanginn af konu í hópnum, Guðríði Símonardóttur. Áður en henni var rænt hafði hún verið gift kona og búið í Vestmannaeyjum. Ástarsaga Hallgríms og Guðríðar hófst. Guðríður varð þunguð af ást, kristinfræði og barni þeirra Hallgríms. Eiginmaður Guðríðar lést skömmu fyrr og þau Hallgrímur fluttu til Íslands og settust að á Suðurnesjum þar sem Hallgrímur hafði ofan af fyrir fjölskyldu sinni með verkamannavinnu. Hann fékk svo prestsembætti á Hvalsnesi árið 1644 og þjónaði söfnuðinum til 1651. Prestshjónin voru ekki borin á höndum eða nutu aðeins náðugra daga. Ástarsagan var ekki bara brími því þau Guðríður misstu börn og m.a. Steinunni, þriggja og hálfs árs árið 1649. Í rismiklu ljóði Hannesar Péturssonar Á Hvalsnesi fjallar hann um sorg skáldsins sem er meiri en hafið. Legsteinn Steinunnar sem Hallgrímur klappaði er til í Hvalsnesi.

Hallgrímur, Guðríður og þeirra fólk fluttu árið 1651 í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, en sumarbúðaparadísinn Vatnaskógur er í landi Saurbæjar. Þau bjuggu við Hvalfjörðin allt til dauðadags og þar urðu Passíusálmarnir líklega til og alla vega voru þeir fullmótaðir þar.

Hvað eru Passíusálmar?

Passíusálmarnir eru safn fimmtíu sálma sem lýsa píslarferli Jesú Krists. Aðalpersónunni er lýst með tvennu og mjög ólíku móti. Annars vegar er dregin upp mynd af Jesú Kristi sem himinkonungi í heimi þegna sinna. Hins vegar er hann í hlutverki mensks fulltrúa mannkyns, sem lætur yfir sig ganga illsku þessa heims í átakanlegum útgáfum.

Þessar andhverfur hátignar og þjáningar fléttar Hallgrímur Pétursson saman í eitt. Jesús Kristur Passíusálmanna er líðandi konungur. Þar með er sprengd annars vegar konungsímyndin og hins vegar sú mannhugsun, að menn séu ofurseldir vonleysi, þjáningu og dauða. Mál himins og heims eru eitt, fléttuð saman. Lausn alls vanda heimsins á rætur í þeirri ást Guðs, sem lætur sér ekki standa á sama um kjör og velferð manna og heims. Konungur himins kemur af því að hann lætur sér annt um heiminn og gengur síðan krossferilinn allt til enda. Þar sem hann er fulltrúi manna leiðir hann mannkyn til Guðs. Jesús gengur inn í allan vanda manna en stenst. Í því verður hann fyrirmynd, sem menn geta séð sig í. Öllum, sem eru niðurþrykktir og brotnir, verður Jesús sem ímynd vonar og hvatningar til að gefast ekki upp í baráttu lífsins. Hann verður daglegur styrkur á vegi trúarinnar.

Íhugunarkveðskapur

Sálmarnir voru hugsaðir sem föstusálmar, til lesturs og íhugunar á föstunni fyrir páska. Í norður-evrópskri trúarhefð frá dögum Marteins Lúthers var lögð áhersla á sístæða endurnýjun innri manns. Og sú iðja var kallað daglegt afturhvarf. Í því felst að menn geri reikningsskil við Guð, náungann og sjálfa sig á hverjum degi. Lífið er ferli og sífellt þarf að skoða hvað má bæta eða batna og hvernig megi lifa í sátt við Guð og menn. Sálmunum var ætlað að efla íhugun og verða fólki til endurnýjun trúar og hvetja til betra lífs.

Hinn skipulagði höfundur

Hallgrímur Pétursson, höfundur Passíusálmanna, vildi að þau sem læsu sálmanna næðu að fylgja söguþræði og draga lærdóm af píslarsögu Jesú. Sálmarnir hvetja lesendur til að fylgja Jesú eftir. Í upphafi hvers sálms er staða mála kynnt með því að tilfæra vers eða kenningu Bilíunnar sem tengjast baráttu Jesú. Passíusálmar hefjast við lok síðustu máltíðar Jesú og lýkur við grafarsetningu hans. Það sem guðspjöllin segja um píslarsöguna er tekið til skoðunar. Ekkert á þeim ferli fer fram hjá vökulum augum íhugunar, hvorki stærstu atburðir eða smáatriði. Allt skyldi skoðað. Í eftirfylgdinni er sálinni bent á hvað fyrir ber, rætt er við hana um ýmsar víddir og merkingu guðspjallstextanna. Biblíutextarnir stýra flæði hvers sálms, en eintsök stef eru endurtekin og margskoðuð frá mörgum sjónarhornum.

Tilgangur

Passíusálmum er að efla og styrkja íhugun og leiða til skilnings og tileinkunar. Hvernig sálmarnir eru skipulagðir þjónar íhugun og innri eflingu. Aðferð Hallgríms er aðferð liðsstjóra þeirra sem vilja eflast í þroska trúarinnar. Hver sálmur er sem eining íhugunar. Dreginn er heim lærdómur og speki, sem píslargangan vekur. Skoðunin á ferli Jesú er ætlað að að styrkja einstaklinga, næra sál hins kristna. Skoðun og íhugun leiðir lesandan vítt og djúpt og þegar best lætur – til bænar. Jesús fer á undan og ég á eftir.

Þetta sameiginlega ferðalag verður til að staða mín sem mannveru frammi fyrir eigin sjálfi, öðru fólki og Guði skýrist. Eigindir, staða og brestir opinberast. Ég er sem á flæðiskeri. Að mér er sótt og synd mín er stór. Leiðin er aðeins ein, að fylgja líðandi konungi mínum allt til enda. Þrautaleið hans er ekki átakalaus sigurganga, heldur þjáningarfull ganga til lausnar. Í hverjum sálmi er niðurstöðu náð. Lofgjörð er hið rétta viðbragð trúar gagnvart baráttu hins líðandi en þó sigrandi höfðingja, sem veitir hlutdeild í sigri sínum.

Guð í Passíusálmunum

Passíusálmarnir eru trúarrit sem sver sig til liðins tíma og lúthersks rétttrúnaðar. Þeir eru orktir í anda klassískrar guðfræði og víkja í engu frá meginstefnu klassískra játninga kirkjunnar. Guði er lýst sem föður, skapara, dómara og hjálpara. En Hallgrímur Pétursson eins og Immanúel Kant síðar var trúr lútherskri hefð í því að virða takmörk skynseminnar. Vit manna væri takmarkað. Eðli Guðs og leyndardóma getur takmörkuð skynsemi ekki skoðað (21:1). Passíusálmarnir kenna því enga frumspeki. Myndin af Guði, föður er tvíþætt í sálmunum. Annars vegar er Guð ástmögurinn mikli, sem ber velferð heims og manna fyrir brjósti (44:4, 44:6, 3, 20). Sú ástarafstaða knýr einnig reiði, sem bregst við heimi sem fer villur vega (26:2, 12:22 o.áfr.). Guði er ekki lýst sem fjarlægum hátignarguði, heldur í stöðugum tengslum við heim. Á þann hátt einan þekkja menn Guð. Um himin og Guðseðli verður ekkert sagt sem ekki verður reynt í sambandi við Guð. Guð verður aðeins þekktur í tengslum.

Jesús í Passíusálmum

Jesú Kristi er í Passíusálmum er hvorki lýst sem hernaðarhöfðingja né dulrænum frelsara úr hæðum. Honum er lýst sem stjörnuprinsi sem afsalar sér stöðu sinni og verður líðandi fulltrúi mannkyns. Í sálmunum er því lítið rætt um hátignareigindir Jesú, s.s. alviturleika og almætti. Hallgrímur var ekki með hugann við guðfræðilegar útfærslur. Hann einfaldlega aðhylltist hefðbundnar kenningar um Guð og þar með um Jesú. Hann hafði trú á yfirskilvitlegri visku Jesú (1:24, 42:3) en verkefni sálmanna var ekki að skilgreina eða túlka merkingu hennar, heldur sýna ástgjöf hans. Passíusálmarnir eru saman settir út frá hugmyndinni „fyrir mig.“ Sá eða sú er elskar Jesú mun ekki aðeins verða vitni að ópersónulegu kraftaverki heldur eignast hlut í því.

Hið brotna jafnvægi og rásleysi

Þegar í fysta sálmi er talað til sálar: “Þurfamaður ert þú mín sál.” Allt mennskt er brothætt og forgengilegt. Líkingarnar sem notaðar eru tjá þann veruleika okkar manna. Og pílagrímaganga manna varðar meðalhóf sem er siðfræði sálmanna. Við eigum hvorki að fara of skammt eða of langt. Illska og þjáning leiðast af markaleysinu. Báðum megin við reit manna og athafna þeirra er hengiflug, sem menn falla í og leiða aðra í ef þeirra er ekki gætt í hugsun, orðum og æði. Aðalmálið í lífi hvers manns að lúta engu valdi nema Guðs. Aðalmálið er að endurnýja eða treysta ástarbandið við Guð.

Manngildið

Hvað gerir lífið þess virði að lifa því? Frá því í árdaga mannkyns hefur fólk spurt þeirrar spurningar. Aristóteles glímdi við hana, sjáendur Gamla testamentisins einnig. Jesús Kristur vann með þá spurningu með ýmsu móti og við komust ekki undan því að svara henni eða bregðast við henni með einu eða öðru móti, jafnvel þó við reynum okkar besta til að forðast hana.

Niðurstaðan er hin sama fyrir fólk allra alda og alls staðar í veröldinni. Lífið er mikils virði vegna þess að fólk elskar, fólk upplifir ástina, upplifir að lífið er í ástvinunum. Fáir munu við æfilok halda fram að það hafi verið eignirnar, peningarnir og efnisgæðin sem skiptu mestu máli. Og ég hef ekki hitt neinn sem heldur fram að aðeins átaklaust líf sé gott. Því oftar sem ég horfi í augun á fólki segja lífssögurnar því sannfærðari verð ég að þær eru ástarsögur – en vissulega í ótal tilbrigðum. Augun leiftra þegar fólk hugsar til baka og minnist samskiptanna, tilfinninganna, fæðinganna og ævintýranna. En áföll og píslarganga er hluti ævigöngunnar. Margir ástvinir bregðast, truflast og týnast. Það er sorglegt. Og sorg er hinn langi skuggi ástarinnar. Öll lifum við mótlæti, en lífið er þó stórkostlegt og gjöfult vegna þess, að við fáum að elska og vera elskuð.

Guðsástin

Í tilfinningum og ástarsögum manna og líka Passíusálmum getum við greint mikilvæga þætti mannfólksins. En við getum líka farið dýpra og séð í þeim ljósbrot af ástargeislum Guðs. Við megum gjarnan sjá í öllum elskutjáningum manna brot af því, að Guð teygir sig til manna, að Guð réttir hjálparhönd og Guð elskar. Og trúmennirnir túlka Guð sem hið eiginlega upphaf veru, veraldar og reynslu manna. Af því Guð elskar erum við mikils virði, eigum í okkur gildi og erum markmið í sjálfum okkur. Guð er forsenda alls sem er, allra gilda, sjálfsvirðingar manna og ástarinnar þar með.

Vissulega geta menn elskað þótt þeir trúi ekki á Guð, en trúmaðurinn sér í þeirri elsku afleggjara Guðs. Menn geta elskað börnin sín og maka óháð trú, en trúmaðurinn sér í þeirri elsku speglun himinelskunnar, sem er hið stóra samhengi þegar lífsferð manna lýkur. Við erum umföðmuð elsku himinsins. Við erum elskuð.

Spurningin um hvað geri mannlífið þess vert að lifa er mikilvæg og áleitin. En við megum gjarnan stækka þessa spurningu og setja Guð í okkar stað. Ekki aðeins almennt heldur setja inn þarfir, tilfinningar og verðandi Guðs. Það er merkilegt að spyrja okkur sjálf hvað gerir okkar eigið líf þess vert að lifa því en það er rosalegri spurning að spyrja: Hvað gerir líf Guðs þess virði að lifa því? Þetta er magnþrungið að velta vöngum yfir að Guð verði fyrir áhrifum, finni til og breytist jafnvel. Ef við reynum að ímynda okkur mannlegar víddir í Guði náum við jafnvel að tengja betur við sögu okkar manna, sjálf okkur og furður lífs okkar. Kristnir menn hafa í tvö þúsund ár gruflað í af hverju Guð hafi orðið maður. Af hverju sá Guð ástæðu til að stíga inn í ruglingslegan heim tíma og efnis? Af hverju kemur hið stóra inn í smáheiminn? Af hverju steðjar máttarvald alheimsins inn í kima þessarar vetrarbrautar?

Ég tek mark á heimspekigreiningu upplýsingartímans og tel hvorki né trúi að við menn getum skilgreint eðli Guðs. Við höfum ekki nema brotkennda skynjun og túlkunargetu varðandi hvað Guð er. Þetta þýðir, að við getum og megnum ekki að smíða frumspekikenningar um Guð. Hins vegar er ekkert, sem bannar okkur að reyna að tjá afstöðu, innri skilning og trúarskoðun. Sú tjáning er eins og bæn eða ástarjátning. Þannig orkti Hallgrímur um ástina í veröldinni. Líf er flókið en ástin er hrein.

Af hverju lætur Guð sig varða þennan útnára veraldarinnar, sem jörðin og mannheimur er? Af hverju lýtur stórveldið að smælkinu? Af hverju nemur það, sem er allt – hitt sem er nánast ekkert? Af hverju er Guð ekki bara upptekinn af sínum flotta dansi á balli í eilífðinni. Af hverju tekur Guð eftir þér í þínum aðstæðum, heyrir í þér, ber þig á örmum sér, finnur til með veikum frumum þínum, fagnar með þér þegar gleðin hríslast um þig, líður með þér angist þína, og vitjar þín, kemur til þín þar sem þú er kominn í strand, í öngstræti og á enda? Það er vegna þess, að Guð elskar. Ástin lokar aldrei heldur opnar út, hrífst, leitar tengsla, viðfangs, faðmlags. Guð er vanur að elska í fjölbreytni samfélags guðdómsins. Guð leitar út í ástalífi sínu, er aldrei innilokaður og sjálfhverfur, heldur ríkur og fangvíður. Þannig er Guð ástarinnar og sagan af Guði er fyrst og síðast ástarsaga. Og þannig ástarverk eru Passíusálmarnir.

SÁÞ. Fræðslusamvera í Hallgrímskirkju 2. mars 2021 í röð erinda og viðtala um ást í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Hjóðvarp – þ.e. upptaka þessa erindis sem og viðtöl í röð samtala um ást í passíusálmum er að baki þessari smellu. 

Meðfylgjandi mynd tók ég af málverki í stórverslun í San Francisco í janúar 2018. 

 

 

Ástin og ártíð

Í dag er 346. ártíð Hallgríms Péturssonar sem lést 27. október 1674. Hallgrímur var frábært skáld, mikilvægasta trúarskáld Íslendinga. Stærsta kirkja þjóðarinnar er táknkirkja mannsins og trúar hans. En af hverju skyldi Hallgrímur Pétursson hafa orðið svo elskaður meðal formæðra og forfeðra okkar? Margt kom til, skáldskapurinn vissulega – en líka maðurinn og ævi hans. Hann var hæfileikastrákur, sem fór þó í hundana. Hann týndist þó ekki alveg bölvandi og ragnandi í Glückstad, heldur reis upp og nýtti hæfileika sína. En það var ekki bara bókmenntaperlan Passíusálmar, sem varð til að kynslóðir Íslendinga elskuðu hann, heldur margþátta ástarsaga Guðríðar og Hallgríms. Þeirra smellur er eins heillandi og ástardrama getur orðið. Þau voru jaðarfólk sem létu ekki buga sig. Henni var rænt, var herleidd, flekkuð en varðveitti í sér undur og ást. Og svo sveinninn, sem hafði týnst í járnsmiðju í Evrópu en var svo settur til að kenna íslenskum leysingjum frá N-Afríku kristinn sið að nýju. Ástin blómstraði. Þau áttu erfiða daga en brotnuðu ekki heldur elskuðu og líf þeirra bar ávexti. Þau áttu börn en dauðinn fann þeirra hús. Ástarsaga Hallgríms og Guðríðar varð eiginlega jarðteinasaga á eftir-kaþólskum tíma um hvernig dýrlingar verða til, hvernig þeir elska þrátt fyrir hatur, lifa í reisn þrátt fyrir mótlæti, þroskuðu andlegt heilbrigði þrátt fyrir hræðileg veikindi og sýndu andlegan styrk þrátt fyrir holdsveiki. Stór og heillandi ástarsaga. Klassík.

Og það er sú ástarsaga sem er gluggi að safaríkum lífsvísdómi Passíusálma. Þar er sögð saga Guðs hins stóra og rismikla. Þar er uppteiknuð mynd af Guði umhyggjunnar en ekki hinum reiða guði. Guð sem kemur en er ekki fastur á tróni fjarlægs himins. Guð sem líknar og er vinur en ekki óvinur. Passíusálmarnir urðu guðspjall Íslands. Sálmarnir uppfylltu andlegar þarfir og svo var bókin lögð á brjóst látinna, eins og vegabréf fyrir himinhlið.

Hvað gladdi þig mest þegar þú varst að alast upp? Hvað hefur fært þér mesta ánægju æ síðan? Er það ekki ástin, kærleikurinn, menningin, siðvitið, listin og fólkið sem elskar þig? Þessi félagslega fæða sem fæst í fjölskyldum og heillyndu uppeldi, jafnvel þar sem margt er brotið og í skralli.

Átakalaust líf er ekki hið eftirsóknarverðasta. Mikilvægt er að muna að sorg er skuggi ástarinnar. Ef við viljum aldrei syrgja ættum við aldrei að elska. Sorgin fylgir alltaf miklum ástarsögum. Við mannfólkið erum kölluð til að elska, njóta, hlægja og fagna. Við erum ferðalangar á vegi ástarinnar í þessum heimi. Þegar við minnumst ártíðar Hallgríms Péturssonar, minnumst við ástarsögu hans og Guðríðar og fjölskyldu þeirra. En sú saga var í fanginu á stóru ástarsögunni, sem Hallgrímur ljóðaði svo vel um – ástarsögu Guðs. Guð elskar, Guð kemur, Guð umfaðmar alla veröld og þig líka. Líka þegar myrkrið umlykur þig.

Ástin í sóttinni

Hvernig líður þér á þessum COVID-tíma? Hefur þessi tími reynt á þig, dregið þig niður eða hvílt? Líður þér verr eða betur? Og hvaða hugsar þú? Hvernig er hægt að bregaðst við í þessum aðstæðum?

Ég gekk meðfram bókahyllunum mínum og dró fram bækur um farsóttir fortíðar. Þá rakst ég bók, sem ég stalst í á unglingsárunum. Það var bókin Decamerone sem heitir Tídægra á íslenskunni  – pestarbók, sem segir frá fólki í nágrenni Flórence í kólerufaraldri. Þau fara að segja hverju öðru sögur, flestar merkilegar og sumar ansi safaríkar. Svo rakst ég á aðra eftirminnilega sögu um hræðilega sótt. Og dró hana fram úr hyllunni. Það er La Peste – Plágan, bók Albert Camus, sem var í bókaskáp foreldra minna rétt hjá Tídægru. Ég man að ég las hana á sínum tíma af áfergju bernskunnar. Tilfinningar og viðbrögð fólks í hinni lokuðu borg Oran í Alsír höfðu djúp áhrif. Yfirvöldin voru í afneitun og áttu erfitt með að viðurkenna vandann. En læknirinn Bernhard Reiux var meðvitaður um hlutverk sitt og annars hjúkrunarfólks í farsóttinni. Hann vissi ekki frekar en annað samstarfsfólk hvað biði hans. Myndi hann veikjast og deyja? En hann axlaði ábyrgð, mætti verkefnum af skyldurækni og sinnti hinum sjúku. Og mér fannst erindi bókarinnar vera að miðla að öllum mönnum væri sameiginlegt að þrá ást. Margir nytu hennar en allir þráðu hana. Hvað skiptir okkur mestu máli? Það er fólk, tengsl, kærleikur. Ástarþörfin hríslast í okkur og magnast á tíma plágunnar. Kunnuglegt! „All you need is love“ sungu Bítlarnir og það er söngur kristninnar líka.

Viðbrögð í farsóttinni

Hvernig getum við brugðist við kreppum? Saga Íslands er áfallasaga. Hafís, eldgos, uppblástur, snjóflóð, sóttir, barnadauði, mannskaðar á sjó og landi. Áföllin eru í menningunni, hafa litað ljóð, mótað sögur, uppeldi, hlutverk, menningarefnið og jafnvel læðst inn í í genamengi okkar Íslendinga. Við fæðumst nakin og menningin færir okkur í föt, sem halda frá okkur sálarkulda. Hvernig gat fólk túlkað sögu sína svo myrkrið, kuldinn og sorgin linaðist? Við greinum hinar andlegu almannavarnir í bókmenntum þjóðarinnar og sérstaklega í trúarritunum. Þar er spekin, lífsleikni þjóðarinnar í aðkrepptum aðstæðum. Engar plágur og dauðsföll gætu eyðilagt galdur lífsins. Það er boðskapur trúarritanna. Ástin er alvöru.

Ástarasagan

Hallgrímur Pétursson var aðalpoppari þjóðarinnar um aldir. Hann klúðraði málum sínum herfilega á unglingsárum en var bjargað. Saga Guðríðar Símonardóttur og Hallgríms er hrífandi ástarsaga fólks, sem hafði lent í rosalegum aðstæðum en þorði að elska og lifa. Þau misstu mikið, sáu á eftir börnum sínum en töpuðu aldrei ástinni. Þau unnu úr áföllum og vissu að lífið er til að elska og njóta. Þeirra smellur er eins heillandi og ástardrama getur orðið. Saga um konu, sem var rænt, herleidd, flekkuð, en varðveitti í sér undur og ást. Og svo sveinninn, sem hafði týnst í járnsmiðju í Evrópu, en var svo settur til að kenna íslenskum leysingjum frá N-Afríku kristinn sið að nýju. Ástin blómstraði. Þessi mikla ástarsaga varð jarðteinasaga á eftir-kaþólskum tíma, saga um hvernig væri hægt að elska þrátt fyrir hatur, lifa í reisn þrátt fyrir mótlæti, þroskast þrátt fyrir hræðileg veikindi, sækja í andlegan styrk þrátt fyrir holdsveiki. Ástarsaga, alvöru klassík fyrir krepputíma.

Lífið í passíunni

Ástarsaga Guðríðar og Hallgríms er gluggi að safaríkum lífsvísdómi Passíusálma, sem ég dró líka fram úr bókaskápnum. Þar er sögð saga Guðs. Þar er uppteiknuð mynd af Guði umhyggjunnar, en ekki reiðum guði. Guð, sem kemur, en er ekki bara fastur á tróni fjarlægs himins. Guð, sem líknar, vinur en ekki óvinur. Passíusálmarnir urðu guðspjall Íslands. Sálmarnir uppfylltu andlegar þarfir og svo var bókin lögð á brjóst látinna, eins og vegabréf fyrir himinhlið. Á bak við Passíusálma er merkileg ástarsaga um Hallgrím og Guðríði. En á bak við þau og okkur öll er ástarsaga Guðs.

Erkisagan um okkur

Hvernig líður þér og hvað ætlar þú að gera með reynslu þessa undarlega tíma? Í öllum kreppum er hægt að bregðast við með því að flýja eða mæta. Annað hvort flýjum við og látum kreppuna fara illa með okkur. Töpum. Eða við mætum og horfumst í augu við sorg, sjúkleika, einsemd eða áföll. Og kristnin er um að lífið er ekki kreppa heldur ástarsaga. Ég kippti Biblíunni úr hyllunni með hinum bókunum. Þar eru allar farsóttir og kreppur heimsins saman komnar. En þar er líka meira en bara sögur fyrir innilokað fólk. Jú, margar safaríkar sögur. Þar er efni um óábyrga en líka ábyrgt fólk sem axlar ábyrgð. Þar er boðskapur um að flýja ekki heldur mæta. Með ýmsum tilbrigðum er sögð mikil saga um hvernig farsóttum heimsins, raunar öllum áföllum er mætt. Það er erki-ástarsagan. Sagan um Guð, sagan um heiminn og sagan um þig.

Íhugun í heimahelgistund. Visir 26. apríl, 2020. Upptaka, Studíó Sýrland, Gestur Sveinsson og Sveinn Kjartansson. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson. 

Bæn: 

Lífsins Guð

Lof sé þér fyrir skínandi sól; fugla í ástaleik, golu á kinn, alla sprotana sem gæjast upp úr moldinni, glaðar öldur og daggardropa sem vökva. Við þökkum fyrir hina dásamlegu sköpun, sem þú gefur líf. 

Fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn: Drottinn heyr vora bæn.

Þú lausnari heimsins

Þú veltir burt hindrunum á leið okkar til lífs og gleði. Lof sé þér fyrir að þú lætur ekki dauðann sigra heldur ruddir lífinu braut. Leið okkur út úr kvíum einsemdar og sjúkleika. Leyf okkur að lifa í vori og sumri upprisu þinnar. Styrk þau og lækna sem eru sjúk og vonlítil. Við nefnum nöfn þeirra í hljóði…….  Ver með fjölskyldum þeirra.

Fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn: Drottinn heyr vora bæn.

 Þú andi lífs

Við biðjum þig að blessa öll þau er ganga erinda lífsins, hjúkrunarfólk, kirkjufólk, uppalendur, þjóna almennings. Veit sköpunargleði í atvinnulíf okkar. Blessa þau sem dæma, stjórna og marka löggjöf. Farsæl líf og atvinnulíf samfélags okkar. Ver með þeim sem útbreiða frið þinn, boða orð þitt, þjóna að altari þínu, hlúa að æsku og mennta fólk og efla til lífsleikni. Gef vitur ráð í þjónustu við þig. Allt skapar þú Guð, allt leysir þú, allt lífgar þú.

Fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn: Drottinn heyr vora bæn.

Allar bænir felum við í bæn Jesú og segjum saman:

Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.

Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.

Drottinn blessi þig og varðveiti þig.

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur.

Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.

 

Hymns of the Passion – The Suffering King

Of the post-Reformation literature in Iceland two religious books are outstanding and have enjoyed popularity and respect. These are Hallgrímur Pétursson’s Hymns of the Passion and the collection of sermons by Bishop Jón Vídalín, Vídalínspostilla. Jón Helgason maintains that in a public poll in Iceland Hallgrímur Pétursson would get the majority of votes as the greatest interpreter of Icelandic Christianity, whereas Vídalín would earn second place. Nordal speaks of these two as being the main works of the sixteenth and the seventeenth century.[1] Their works were used in homes and churches for centuries after their first publications.[2] In this chapter the main issues of Hymns of the Passion will be discussed and Vídalínspostilla will be looked at in the next chapter.

Hallgrímur Pétursson was born in 1614 in Gröf, in the vicinity of the Episcopal see in Hólar. He died in 1674. In line with liminal features of great religious thinkers, he led an adventurous life, always at the border of devastation.[3] Hallgrímur exemplified, at least according to the tradition, most of the features of a great religious figure. Having stayed at Hólar for some time, Hallgrímur then disappeared and showed up in northern Germany working as an ironsmith. Then his benefactor, bishop Brynjólfur Sveinsson, put him to studies in Copenhagen. At the close of his studies he was elected to teach and re-Christianize some Icelanders who had been freed from slavery in Northern Africa. He fell in love with one of the women, with whom he begot a child. The whole affair was scandalous because she had been married prior to her kidnapping in a buccaneer raid. Luckily the husband died! The couple moved to Iceland. With further luck they settled down in a coastal parsonage. Later Hallgrímur and his family moved to Saurbær where he wrote Hymns of the Passionand sent them as a gift to the daughter of the bishop of Skálholt. In Saurbær he was struck by leprosy, which caused his death. The career of Hallgrímur is well known in Iceland. People still tell colorful stories about him. According to legend he was the first Icelander to be named the “national poet” by Árni Magnússon. That title is normally reserved for authors of outstanding classics.

Hymns of the Passion was centuries the strongest signpost in Iceland towards Jesus Christ. These hymns were “the favorite “God’s Word” of generation after generation of Icelanders.”[4] In the words of Sigurbjörn Einarsson: “And it is open to question whether any teacher in the history of Christianity ever exercised a stronger or more enduring influence over a whole nation for centuries on than this Icelandic poet-priest has, for the past three hundred years, over his fellow-countrymen.”[5] The author the hymns was humble about his manuscript and called it “an insignificant gift of paper.” But the book has been reprinted more than sixty times since its first publication in 1666; more often than any other Icelandic book. The ideas, aphorisms, wisdom, guidance, and in general the skillfully crafted flow of language found their way into the minds and speech of the common people. Subsequent literature, both in verse and prose, has been colored by this classic. Halldór Laxnes thought: “All Jesus-poetry of the Icelanders becomes unnecessary babbling beside Hymns of the Passion.” He adds that the hymns are probably the peak of a worldwide tide of a specific branch of literature, and climaxing Icelandic literature for the second time. Of the vast amount of religious poetry in Iceland, Hymns of the Passion is exceptional.[6] Most of the rest has lost relevance and withered away in the flow of the centuries.

Hallgrímur Pétursson has been the grandest hymn-writer of the Icelanders. In the 1997 Hymnal of ELCI, the national Church in Iceland, almost ten percent of the hymns are his work. Out of sixty seven  hymns fifty-six are pieces from Hymns of the Passion. The passion-hymns are read every Lent on the National Radio and remain a topic of academic discussion. As a sign of the still powerful message of the hymns Megas, one of Iceland’s major pop stars in late twentieth century, found it worthwhile to compose music to the hymns and give special concerts devoted entirely to Hymns of the Passion. The largest church in Iceland carries Hallgrímur’s name. But probably no indication of the importance of Hymns of the Passion is greater than the fact that for the past three centuries, supposedly the majority of Icelanders have taken the book with them to the grave. The humans of antiquity often took their weapons with them on their last trip. The Icelanders in the recent centuries have been accompanied by the Hymns of the Passion.

The Passion – Jesus Christ

Hymns of the Passion is a book of hymns covering the Passion of Jesus Christ. In these hymns Jesus is depicted as the king of heaven, who wanted to become the messenger of God in a human world full of pain. On the other hand the parable depicts Jesus as a suffering king who takes upon himself the destiny of humans and the world. The two dimensions are launched together – the reality of heaven on the one hand and the problem of the world and human beings on the other. The hymns do teach the love of God, which is disclosed in the process of life “under the cross.” As the messenger of God, Jesus reconciles humans to God. But he is also at the same time a human prototype, reconciling all human traits to human existence. In that Jesus becomes, to the human race, the true mirror of how to live and respond to their problems and yet find a way out. To everyone who is broken down, Jesus becomes the message of hope and challenge. He becomes the daily strength in the struggle for cleansing. The hymns may be interpreted as a guide for daily meditation and conversion in a Lutheran sense.[7] Each hymn is structured as help toward renewal of the Christian.

The struggle of Jesus Christ is the focus of the hymns. The book begins when Jesus departs from the Last Supper. Then the whole process is viewed until Jesus is laid in his grave. Both large scenes and the tiny details, in line with the meditative tradition, are viewed with an inquiring interest. Basic to the perspective of the viewer is the presupposition of Jesus as the heavenly king who comes to the world. But he enters into a world of pain and suffering. The king takes upon himself all of human destiny. The king of heaven in the hymns is first and foremost depicted as a suffering king. By lumping together the two opposite features of heaven and earth, glory and suffering, the tension is furthered and strengthened. In the image of the suffering king, the divine love and reality of the human world are proclaimed. The entire outcome of the world and human destiny are founded on the image of the prototype of the world.

Interpretations of the hymns

Arne Möller’s work, Hallgrímur Péturson’s Passionssalmer, is the first of several books devoted to the work of Hallgrímur Pétursson. Its aim is to disclose the literary background of the hymns. Möller does not focus in any detail on the sense of Hymns of the Passion. The work was a pioneering enterprise upon whose findings most subsequent authors have built. The main problem of this work was its heavy psychological emphasis. Hallgrímur’s experiences were thought to solve most of the riddles of the hymns. Because of this hermeneutical method the richness of the hymns was somewhat misconstrued. Magnús Jónsson has published an elegant collection of Hallgrímur’s hymns and poetry in two large volumes, along with explanations. Magnús Jónsson accepted Möller’s romantic hermeneutical method, with all its personalism. Nordal has criticized Magnús Jónsson for this and pointed out that he tried to reinterpret some of Hallgrímur’s basic themes from a twentieth century, personalistic point of view.[8] Hence he had emphasized fear of death and Hallgrímur’s leprosy in order to evade some other features of his writings and life.[9] 

I agree with Nordal’s criticism that Magnús Jónsson’s method was excessively personalistic and psychological. I will try to transcend this approach by attending to the meaning of texts rather than that of individuals. Nordal’s treatise points out Hallgrímur’s Lutheranism. Nordal renounces the thesis that fear of death was the origin of the hymns. Although Nordal’s attempt was geared toward content, it turned out to be a flight from the issues through a retreat to what he calls an anthropological question, albeit an interesting one: “What happens when faith grasps people.”[10] Hence the focus became somewhat biographical. He finally remains within the circle of the romantic hermeneutic.

The Nobel Laureate-to-be, Halldór Laxnes, fittingly turned the discussion upside down and wrote a striking introduction to Hymns of the Passion. Instead of the biographical approach, Laxnes drew upon Marxist hermeneutic and developed his argument from the Bau-Aufbau theories, arguing that the world of the hymns was a superstructure based upon the underlying socio- economic foundation. With this approach Laxnes managed to strike new and fresh chords. But finally Laxnes’ contempt for seventeenth century religion prevented the interpreter from plunging himself into the depths of the hymns. His approach was too narrow and iconoclastic to bring forth the metaphoric richness and meaning of the hymns.

Perhaps Jakob Jónsson’s collection of articles is closer to the sense of the hymns than his pedecessors were. He discusses several features, like the notion of history, the Christ-type, analogies, ethics, and theology of death. Yet Jónsson’s analysis is also missing a deep appreciation of the metaphorical wealth of the hymns. He manages to evade a simple romantic hermeneutic but does not plunge into the depths of the suffering of the king, which, I think, forms the basis of the hymns. The way he deals with images shows his lack of depth. Confronted with a long list of metaphors, he normally retreats to an interpretation like “this means.”[11] Then Jakob Jónsson exaggerates dualism of spirit and flesh, what is called constitutive dualism later in this work. These issues are in fact the theological tenets of early twentieth century liberalism in Iceland.[12]

Literary background for the hymns

The literature Hallgrímur used may be of many sorts and cannot be easily pinned down. He probably used whatever he could. The Lutheran hymnic tradition, Kirchenlied, was already well rooted in Iceland. He might also have sought some inspiration and poetic techniques from the native epic traditions, the vikivakar and dancing traditions of Iceland. In 1589 a hymnbook had been published and in 1612 bishop Guðbrandur Þorláksson’s songbook appeared. Subsequently quite a number of poets began to put the Biblical material into verse in order to spread it among the common people in a form already popular. Jón Þorsteinsson the Martyr rewrote the entire Psalter and Genesis, works of great popularity.[13] Hallgrímur probably wanted to help in this kind of spreading of the Biblical message.[14]

Unusual as it was among the Icelandic clergy of the time, Hallgrímur did not only mold his own theology but published a book of meditations and his theological profile is clearly carved in his Hymns of the Passion. The book that may have had the largest single influence on Hallgrímur is Martin Moller’s: Soliquia de Passione Jesu Christi. It was published in Iceland in 1599 in the translation of bishop Guðbrandur Þorláksson. Probably from this book Hallgrímur received the idea concerning the form of his Hymns of the Passion, the interplay of Biblical texts, prayers, baroque interpretation, and conversations with the soul. He further got some ideas concerning imagery, although he turned out to be quite tasteful, leaving out everything ambivalent, banal, and off the wall.[15] Second, he had at hand Johan Gerhard’s Hugvekjur, a compendium on doctrine and ethics. These meditations were published in 1634 in a translation of bishop Þorlákur Skúlason.[16] Sigurður Jónsson put the Hugvekjur to verse. These verses were published the year before Hallgrímur began writing his Hymns of the Passion. That year Jón Magnússon also published his Passionspsalter. There is reason to believe that these two works challenged Hallgrímur to give up his prosody of the Old Testament and launch himself into the heart of the New Testament. Neither of these books was of the artistic quality befitting these cardinal issues of Christianity. The story of Christ’s passion was a common topic of seventeenth century artists and Hallgrímur had plenty of material with which to work. And he turned out to be quite conscientious about his methods, materials and form. In general, Hallgrímur’s contemporaries used allegories rather excessively, whereas in Hymns of the Passion they are not carefully used.[17]

The use of Scripture

Hallgrímur Pétursson structured his hymns in line with the tradition of fourfold medieval approach to Scripture. The preface to the hymns discloses this: “The history of the suffering and death of our Lord, Jesus Christ, with her specific articles of instruction, admonishment and consolation.” The historical dimension, sensus historicus, is covered at the outset. Wisdom or instruction, sensus allegoricus, then follows, along with admonitions, sensus tropologicus, and consolation, sensus anagogicus.

All fifty hymns have a historical introduction; some passage from the Gospels is cited. This introduction is normally one-fourth to one-fifth of each hymn. Next is one of the three types of interpretations in the form of a meditation. Then a still deeper penetration follows on the differing details related to the main scene of the hymn. Normally these sections are done with the help of addresses to or conversations with the soul. Then prayers follow, along with wisdom of all sorts and interpretations, all of which aim at strengthening, rebuking and generally nurturing the Christian soul. The reader, in the meditative process, becomes aware of his or her situation as defilement, crisis, and sin. The solution to the riddle of life is to keep close to the suffering king. Finally, Jesus is spoken to and praised at the end of the hymn.

Composition

When one looks at the composition of the whole, it seems that Hymns of the Passion has a definite overarching structure. Focusing on the content, the hymns begin in the garden of Gethsemane. The atmosphere is the good and green creation of God. The darkness of the night symbolizes the darkened existence of the human race. Hence, the setting for the incarnation is the natural world created by God, but the destiny for life is suffering and the dark fight unto death. Hallgrímur skillfully shows how alienation occurs in Jesus’ arrest in the garden. Jesus is taken out of God’s green creation, into human quarters symbolizing the absence of God. The different households of the wicked chiefs of humanity, symbolizing the different types of suffering endured, are carefully detailed. Finally Christ is laid to the lifeless stone tomb, far away from the living and fragrant garden. The whole process is a slow, agonizing, and strangling kenosis, emptying. At the outset one senses vast surroundings, large spaces all around and mobility and freedom of the soul. At the end there is this narrow and suffocating hole of lifelessness. The human process also has these characteristics, a process everyone has to endure with Christ. I suggeset a threefold structure of the Hymns of the Passion. The first part concerns Jesus’ pilgrimatge and its counterpart in human life. The second part refers to the trials, the processes and tripulation of Jesus and the human counterpart. In the final and third part Jesus death is depicted and his death is what gives meaning to human death and how one can meaningfully meet that last enemy of life. The following is my distinction of the componment and parts of the hymns.

Hymns 1-9. The Garden and Jesus

1-5      Jesus and the disciples in the Garden

6-9      Jesus and the Jews. The disciples enter the scene now and then and act as signs of reaction.

Hymns 10-29. The Trial

10-17    At the palaces of Annas and Caiphas. Events and their results

18-20    Pilate’s territory

21        Before Herod

22-29   Before Pilate

Hymns 30-50. The Journey to the Cross

30-32   Preparation

33-45   The scene on the cross and the events related to the crucifixion                

46-50   Wider view of the cross from a perspective other than that of Jesus. Spectators. To the grave. Guards

Ricoeur and McFague have pointed out the general structure of a parable: orientation, disorientation, and then reorientation.[18] This is practical in trying to interpret and get some sense of Hymns of the Passion. In the hymns human beings are informed about their situation. The narrative places us in front of a film-screen that depicts our reality. Our reality is disclosed as broken. But suffering is shown not to be the final conclusion of our struggle. In his struggle Jesus Christ revolutionizes history, the human race and individual lives so glory may be achieved. Hence, the divine commitment and participation is proclaimed in the hymns. This revelation leads to prayer and contemplation as the conclusion of the hymns. The structure of individual hymns is repeated in the entire book, preserving the features of parables. Even though the book is a collection of hymns and is normally classified as such, the genre is parabolic according to the structure of the whole.

A striking stylistic feature of the hymns is repetition. The Biblical texts direct the flow of the meditations. Themes and sub-themes are interpreted in multiple ways. In one hymn the theme “word” may be looked at and developed, and in another “hands” may be the theme. The method is rhetorical, and functions also as an aid to meditation.[19] The images are in general in line with common theological usage in the church of the time.[20] 

Each of the hymns in the collection exhibits their own individual style and could be separated from the rest. But nonetheless, the whole collection forms a unified whole. Hallgrímur Pétursson was well aware of how to develop the details with a constant view of the whole. The main emphasis is on the suffering Jesus had to endure. He tells that story and focuses on the wealth of details along the road with an astonishing imaginary power, but always returning again to the main theme with some new insight.[21] The hymns are well thought through and well organized. The format and the main features are easily understood.[22]

The hymns are fundamentally Lutheran and in line with the main elements of the evangelical doctrines. The history depicted reflects the Augustinian-Lutheran theology of history, with its strong emphasis on the battle between good and evil.[23] Nowhere in the hymns is Jesus at peace. Everywhere he is threatened and attacked. In a sense, Jesus is at war. He is a kind of a general in battle, not as a heroic one but more in the antiheroic sense of the general of suffering, obedience, and humility. Nowhere can he find rest and shelter from the struggle. One might say that the story is antiheroic. There are some similarities between the Icelandic Sagas and Hymns of the Passion. The heroes of most of the Sagas were engaged in a battle, and finally had to submit to fate. But in that tragic ending they won the final victory.

Because of its foundation in the passion story, movement or process is an important feature in Hymns of the Passion. No static or a-temporal concepts or issues enter the scene. Jesus is on the road towards the end. Within the everlasting battle between good and evil there is no escape toward some neutral place, no position of stability. All humans are on the road with Christ whether they accept it or not. Because of this mobility, the imagery of the hymns is dramatic, full of tension, and engaging. Even tiny details become important to the reader. The passerby halts, and some new richness of the reader’s being are opened up.

In a truly Lutheran manner, Jesus of the Hymns of the Passion is always ahead and the reader follows. “Hymns of the Passion are via dolorosa, two men walk, Jesus ahead and then I.” [24] On his road, Jesus Christ becomes the essence of humanity. As the forerunner, he takes on the burden of the human race’s punishment. His story is the story of all persons; his story is human history in focus. The aim of the hymns is to alert the reader to this reality. Using the techniques of meditative literature, the author addresses his soul and summons her to follow Jesus. The emphasis is on the “I.” Laxnes maintains that Hallgrímur completely mixes his person with Jesus Christ.[25] There is some truth in that remark, but claims of identity-mysticism in the hymns must be renounced. The human being always remains a partner in the meditative dialogue. Jesus addresses me as a distinct person. Already in the first stanza of the first hymn he sets out this focus: “Arise, my soul, my heart, my mind.” He speaks to the inner being. Yet the approach is not subjective. With this emphasis on the inner self, the soul, the author manages to refer to everyone. The issue of the Son of God who revolutionizes everything is of such overarching importance that it concerns everybody (1:10, 3:10, 25, 40:16).[26] The depths of being are revealed to the self in public. The personal style of the hymns is such that they naturally become everyone’s. Möller has discussed extensively this striking personal feature. He maintains that this is a far cry from the ecclesiastical “we”. He points out the development of the Augustinian-Bernhardian medieval mysticism. According to Althaus, to whom Möller refers, more and more subjective features entered the hymns of the Lutherans in the form of personal meditation, individual speech, introversion and feeling. This, according to Möller, was the character of the books, to which Hallgrímur had access. This analysis may be partly true. But the main feature of the hymns is the close discipleship. The soul follows Jesus wherever he goes and whatever he experiences. Because Jesus is depicted as the essence of humanity, the meaning of what it is to be human, the subjective interpretation is inadequate. The emphasis on the soul, then, is only a tool of pastoral attempt to rouse participation.

Second, the soul is talked about in Hymns of the Passion in terms of interrelationship. The soul is interrelated to others and to God as well. A soul cut of from other selves and from God is an absurdity. The soul may try to escape the ties to others and God but never succeeds without a fundamental disaster.[27] Each of the hymns is structured to challenge the reader and to lure him or her toward participation in the passion of Christ. The challenge entails both faith and morality. Humans are called to responsible action, rather than a spiritualized response. Generally there is a very strong social awareness in the hymns and critique of injustice. In line with the Lutheran tradition the law is proclaimed in its three dimensions.

One of the stylistic features of the hymns is their emphasis on brevity of time. Taken as a whole the entire book, all the fifty hymns, span only one solar day in Christ’s life. The vast scenery and immense number of details lumped into such brevity of time give the reader a sensation of immediacy, of all life as only a day. Tension is created between the long suffering of Christ and the short life of each individual.

God and interpretative keys

With regard to Hymns of the Passion I think the metaphor of the suffering king functions as the dominant metaphor ruling the metaphorical structure and thought. First the dominant notion or image of God in the hymns will be discussed, showing how that image is not strongly stated in the hymns. Indeed the Christ-model is called for, which functions to interpret the First Person of the Trinity but also serves to illuminate human reality and organize all metaphors of human self-understanding. The overarching stress in the dominant model concerns features of limit. These aspects will be dealt with in the proper order. The attempt will be made to show that this metaphorical cluster accentuates in turn issues of limit for human beings and the world.

In Hymns of the Passion the first person of the Trinity is depicted primarily with the help of the metaphorical model of fatherhood. God is also depicted as creator, judge, savior, and spirit but upon closer scrutiny one notices that only a few features of God are disclosed apart from reference to Jesus Christ. Hallgrímur states that reason will never reach the depths of God’s mysteries (21:1). One may sense some reticence regarding the first person of the divine Trinity. It might seem that a tension is created between the distant Father and the strikingly present Son. But upon closer scrutiny one sees that Hallgrímur’s theology is a traditional, Trinitarian theology. Jesus is depicted as God, even though reason may not be able to understand the depths of God fully. In 41:9 it is clear that it is God the Father who will never leave “me” alone.

A few contours of the image of God are drawn. First of all God is depicted as the Father of Jesus Christ. In a good relationship with the Son, the human race acquires the right to sonship. Without any further definitions, Hallgrímur refers to the creative God, who is powerful and sets limits in the world. In a Lutheran sense, God’s relationship to the world is twofold. As a lover, God cares and aims at the world’s welfare (44:4, 44:6, 3, 20). On the other hand, God can be angry, strongly reacting to a world departing from the correct course (26:2, 12:22ff). Only the shadow of Christ’s cross will cover human wrongdoing and shelter human beings from the wrath of God (37:13). Through Christ’s power the Christian may approach God and receive the needed guidance (44:10).

One striking feature of the hymns is relativity, how God is depicted as a related God. The few dimensions of God the Father that are disclosed are always cast in terms of relationship. No God can be experienced or construed apart from that bond. God acts, reacts and shows emotion, unlike Jesus Christ who is totally obedient and undergoes suffering without murmuring or resistance. Laxnes has written extensively, if not somewhat heatedly, on the notion of God in the hymns. He maintains that the image is of an angry and merciless God, who relentlessly uses the strongest means for bitter ends. Laxnes concludes that this theology turned out to be the ruling classes’ tool of torture for the purpose of afflicting the rest of the nation. The Devil and God, he maintains, are not opposite poles, but rather act together as judge and butcher.[28] This entire aspect of Laxnes’ interpretation misses the mark. Admittedly theological constructions have been and will be used in the interest of some ideology foreign to Christian love. But Laxnes’ approach cannot be substantiated with reference to Hymns of the Passion. Hallgrímur is, no more of a Manichean dualist than Luther. He teaches a dramatic, ethical dualism. Laxnes misses entirely the motivation for fighting evil in the world. Hallgrímur maintains that only God has any real power, and God’s power may be bestowed upon human beings precisely for the purpose of fighting evil, on an individual as well as social level. Finally in a confessional, Biblical sense, Hallgrímur admits that God both gives and takes, but always in the service of love. To that power of love, Hallgrímur always yields.

Jesus Christ – suffering

In Hymns of the Passion Jesus Christ is depicted neither as a military general who comes from above nor as a mystic savior from beyond. He is rather portrayed, in line with kenotic Christology, as submitting to the misery of human beings. He is a suffering king. The Son of God gives up the glory and power of his divinity. Signs of majesty, like the transcendental wisdom of Jesus’ teaching, are kept to minimum in the hymns. This is not to deny the divinity of Christ. Hallgrímur is well aware of Christ’s supernatural knowledge, (1:24, 42:3). Hallgrímur’s emphasis on the passion may indeed direct what issues receive consideration, hence the lack of elaboration on the majesty of the Son.

Rather than giving insight into static conceptions, the hymns aim at showing the affective drama of the passion. Jesus Christ is the person of events. He is on the road, a being involved in struggles and reacting to events. His reaction primarily concerns the obedience involved in submitting to suffering. That role, the one of the suffering royal servant is the main model of Hymns of the Passion, organizing the other models. In line with Luther the hymns accept that the human life is characterized also by suffering, is also a via dolorosa. God becoming human cannot be grasped with the intellect, but rather must be understood through participation in the struggle Christ leads. The Christianity that evolves from this approach is the Christianity of Lent and Easter rather than the Christianity of Christmas. The concern of the resulting theology is not so much theoretical inquiry as the practical labor of imitating Christ. The Christ image both poses a quest to Jesus’ fellow humans and answers that quest. He becomes the mirror in which the human may recognize his or her being, both possibilities and realities. The combination of suffering and the deity (dialectical and tensive) encompasses all dimensions of humanity, but also discloses the relation of God to the world.

Hallgrímur uses several titles for Jesus, all of which remain within the framework of traditional theology. Quite often Jesus is mentioned as the Son of God or Son of the Father (14:12, 15:4, 25, 35:4). Jesus is spoken of as the most beautiful image of the Father (45:3). He is also a Creator (14:5), only begotten (25:14), God and human (36:8) and fountain of all mercy (34:4). Jesus is gifted with foreknowledge (1:24, 5:4). He is the word of the Father, who establishes everything with his power (2:14). All powers have their origin in Jesus (19:12). He is the Lord of glory, who elects and exercises all Lordship (27). But first and foremost Jesus Christ is depicted as a king. The twenty-seventh hymn remains the most powerful example of the royalty of Jesus. A tension is set up between the notion of kingship held by Pilate and the Jews on the one hand and the true king of the cross. With great skill Hallgrímur satirizes the former concept. In a meditation on the crucified king Hallgrímur bows to the king of heaven:

Yes, Jesus you are king, most clear

The King of glory through the years

The King of angels, mankind’s King,

The King of all created things.

(27:9 Translation Gracia Grindal 2019)

Yet the king was bound before Pilate, suffered at the hands of humans. But Jesus, not Pilate, finally becomes the judge, (27:11).

Your church elects you, hear it sing

For you, and only you are King

Now may your Lordship guide her ways

To heaven’s light and shining peace.  Amen.

(27:15 Translation Gracia Grindal 2019)

Throughout the entire hymn human royalty is kept in tension with the heavenly kingship. The constant comparison discloses the real meaning of kingship and the status of human dignity over against Jesus’ dignity. Finally, God and humans are united when truth is realized in a submission to the suffering king.

Normally God the Father is not spoken of as the king; that title is reserved for Jesus. The kingship of Jesus has the three dimensions of power, glory, and grace. First of all, Jesus is king by virtue of his divinity, his power (27:9). But that emphasis does not receive priority within the hymns. Jesus Christ is a king also because of what he accomplishes in the world, i.e., glory. This kingship acquired in the world is what Hallgrímur stresses. The royalty of Jesus is partly a matter of his worthiness in this world. He is elected as a king due to his competence. This emphasis is clear from 27:15, for example. The title of king is not an ontological judgment or dogmatic statement, but rather springs forth as a response of Christ’s work, as a doxological utterance. This confessional approach would not suggest that Hallgrímur rejected more doctrinal elaboration of the glory of Christ. The emphasis is merely on the need for human beings to exalt Jesus Christ in their lives. Only in that sense can Jesus be glorious to them. The emphasis is the Lutheran “for me, ”pro me.” The aim of the hymns is fideistic and practical, to arouse human beings to follow Jesus Christ. The images and techniques are always dramatic and dialectical rather than speculative. Finally, Jesus is the king of grace, i.e., the church (5:8, 19:13- 14, 27:13-15).

Tension characterizes all the hymns and hence this feature of kingship as well. Jesus Christ is the king of the cosmos. But, on the other hand, he takes upon himself all the burdens of the world and finally reaches the end. The conflict between good and evil flares up. The hymns imply that Jesus may break down or give up. Luckily for humans, he does not, and hence he deserves the honorary title of king. The Jesus who fights and battles is the king for Hallgrímur and for the entire human race. Finally praise breaks loose. The king who suffers is elevated through the resurrection, becoming the king of angels, humans, of glory for eternity, king of all might and sovereignty (27:9). The Danish Monarchy was established when the hymns were in the making and may have colored some of the metaphorical language. That context enhances the proclamation of the heavenly Jesus over against worldly kings.

Jesus for “me”

Jesus himself decided to suffer for humanity, suffer “for me” (1, 20:4). The whole process of suffering is rooted in Jesus’ own decision. But on the other hand Jesus does not choose the actual occasions of the suffering. Because the passion-story’s drama and its control of themes, the nature of Christ’s suffering is not described in any detail in the hymns. Jesus simply suffers and is struck with all kinds of pain. The Biblical image of the suffering lamb is used (6:16). Jesus is the humble and obedient son, who accepts his yoke without complaint. The sense of something attacking from the outside is strongly depicted in the hymns. Attacks of all sorts are described. Something stalks Jesus Christ, chases him, suddenly comes close and strikes him. The result is a humiliated Jesus. He is laid on the ground, i.e., not allowed the dignity of standing; he is bound, imprisoned, and flagellated (9:10, 2, 3, 6, 9, 23, 38). In a sense the punishment of humanity is the cause of this lowly position. First and foremost, he is attacked from within the human world. He is scoffed and suffers verbal and physical attacks. In addition, nature turns against him (3). His body breaks down, sweats, bleeds, and trembles (3). The power of evil creeps around and hovers above. The interpretation of Christ in the hymns is structured always from the perspective of attack. Jesus must stand against armies of enemies. He must fight.[29] His approach is the steady obedience of the Son and messenger of God (36:6, 18:9, 24:6, 43:10). Obedience undergirds all of his reactions. Jesus does not escape, does not answer the verbal attacks (39:9, 27:10). He reacts with grace and generosity (18:9). Nothing alters his steadiness in his pilgrimage.

What Jesus suffers is what Adam, the whole human race, deserves. Jesus collects all the dimensions of the world into his struggle. All suffering is incorporated into his being-in-the-process, his via dolorosa. By that suffering, guilt and wrath are abolished (25:9). Not only humans benefit but also nature (3:10). In the struggle against evil, the cruelty of all times and places is launched against him. This is probably clearest in hymn thirty-three, the hymn of the crucifixion. It is exceedingly well written. Not only does the author analyze the general, but also he interprets it with an emphasis on that which benefits the individual. In Christ’s suffering a cosmic miracle happens which affects all human beings. The person who follows Christ will be incorporated into that miracle. Naturally the soteriological images and metaphors of the hymns are drawn from the classical tradition. Jesus Christ is the payment or ransom for “our” trespasses (3:13), buys a field of mercy with his drops of blood (17:15), and frees “us” from exile (17:23). He is the wind that blows away the clouds (5:5) and that olive tree that brings forth salvation when pressed (2:1). Jesus Christ alone presses the grapes of wrath for all humans. Judgment strikes in one focus that becomes the turn of the ages of the human race.

The model of the limited human being

If the dominant metaphor of the hymns is the suffering king, then a clear and distinct delineation of the nature of the human being is bound to be revealed by that model, and so it is. Jesus becomes the prototype of humanity. His process is an interpretation of the purpose and position of human beings in the world. Jesus is simultaneously described as message about God as well as a message to human beings, based in his human history, about who we are. In some sense one may conclude that human being is Jesus Christ. But humanity is also fallen, Adamic, which is the main reason for the suffering of both Jesus Christ and humans. Hallgrímur accepts a classical theology of creation, fall, and redemption. He furthermore speaks of the historical Adam and the fall and the resulting interpretation of the human being as Adam. He then interprets Jesus as the new Adam, God emptying God-self and submitting to human nature and the accompanying suffering.

As already stated, the hymns are structured from the perspective of the journey of Jesus and the “I.” The follower learns to see both the nature of the self and of his or her call for life in a fresh way. Jesus becomes the mirror in which everyone can see oneself in a double way, both the defilement and also cleanliness (9:3). Jesus drinks the whole cup of suffering, whereas I manage only the half. He is God, whereas I am a fallen Adam. When this contrast is realized, a change occurs in the life of the follower, who begins to sense his or her limitation. Limited human being constantly attempts to break loose, but in a wrong way. Therefore it tumbles down, is laid low, and imprisoned in a ditch or net or something else, which prevents the mobility and freedom of life. The hymns describe the result of abused freedom with images of something that holds one tightly and limits more and more strongly the more one tries to get loose. Ingrained in the tragic suffering of humanity is a lack of acceptance of the human position in life. The main sin is the attempt to break away from one’s given position. The result of that fleeing is a fall or tumbling down into an imprisonment. The only hope of salvation is a stubborn clinging to the one who has come to save. He will manage to get through the land of falling toward a secure shelter with a real foundation.

Already in the first hymn, the confession is brought forth “A man of need, thou art my soul” (1:11).[30] This introduction to the human situation is descriptive as to Hallgrímur’s notion of humanity. All humans are needy beings, insufficient by themselves and unfulfilled. First of all the human being is limited by being situated, limited in the position of a created and living being in the world. The body is fragile and decays (17:10). A wealth of metaphors is used in the hymns to depict the limitations of the body. Humans are glass vessels for preserving a treasure (1:27). The vessel may break and should be treated gently. The metaphors of clay and pottery are often used (17:5). Clay easily breaks and is also easily deformed. Human being is also a grain of wheat that is sowed in the ground. It grows, ripens, and gives fruit and then decays and is laid low at the end (17:27). Humans are born naked into the world, which signals their limited and threatened life (36).

The powers of the mind are limited. Reason is limited and should not be trusted. Knowledge is broken and often leads humans astray (7:3, 11:3, 21). As a result, honesty disappears and humans become broken cane and unstable flesh (11:2, 11:8). Because of one’s limitation, one should seek advice and guidance from neighbors and friends. But the validity of their gifts is not certain. However important the cooperation and togetherness of human society is, it never guarantees honesty and welfare. “Of all they pledged for friendship’s sake, /All trust in them reposing” (9:2). Finally, one is always alone in spite of the society of human beings (7:12). The exception would be the truly Christian community. The human being is marked by death. The most striking images are the ones taken from the flora. The message of the graveyards that circle around the Icelandic churches is echoed in the Gethsemane of Hymns of the Passion. The plant grows and opens her being in the summer before suddenly dying and falling prey to the grasp of winter. Everyone is marked by death from the first day of life.

Human beings are not just static and situated, but are also living beings in process. They constantly struggle and react to things in space and in the inner realm of emotions. First and foremost, the descriptions in the hymns of these dynamic human aspects are rooted in the awareness of the battle between good and evil, thematized in the Augustinian-Lutheran tradition. All good gifts of body and soul may be used for evil in wrong choices. Reactions may be wrong on all levels, in thoughts and acts, in private and public life and against nature. Common to all of them is unfaithfulness to God, which is manifested in rejection of the limits God has set.

Humans wrongly restructure the world and by that try to evade what God has done. They misplace power and go to far (9). All attempts to transcend limits will fail (11). An example of this situation is curiosity. When the limits of one’s frame of knowledge and wisdom are transgressed, a breach occurs. Because of this misguided attempt, the knowledge acquired is bound to be used wrongly. The example of that would be Herod (21). One’s relation to things and humans, and one’s actions in life should be placed within the proper limits (1:9). There are many variations of this theme in Hymns of the Passion. One should, for example, not attempt to inquire into transcendental issues, which humans cannot use in a proper way. Because of the limitation of human knowledge and power, acquired skills in dealing with mysterious beings and the world beyond will utterly fail and finally do harm (14:11; the Icelandic term is fjölkyngi, multi-knowing. In greed one trespasses the set limit by trying to harbor what others rightly own. Language may be misused in a similar way, by speaking wrongly, backbiting, and multi-talking, i.e., too much talk with too little content or with overflowing content that harms others. All of this talk breaks the limits of the tongue, which causes harm instead of accomplishing the only aim of speech, to strengthen life and human community. Grumbling is similarly trespassing because it does not address and accept what is given with dignity and true humility (2:7). Humans tend to overestimate their own worth, to take seats that are not truly theirs and in general to show pride (11, 13:3, 18:10). They constantly search false enlightenment and glamour (21). They seek worthless praise, do not control their temper, seek wealth and wrong governance (28:6, 34:4, 36, 22:8).

On several occasions human beings do not go far enough. The hymns heavily emphasize that in morality nothing should be hidden from public view. Concealing is disgusting according to the hymns. Officials and people in power stifle justice by concealing criminals and turn truth and also society upside down (28:7). Not paying attention and doing little or nothing to help the poor, needy, and suffering is another example of breaking the limits by not going far enough (14:14).

Evil in Hymns of the Passion is therefore best approached from the perspective of limitation. Human beings either go to far or not far enough. On both sides they will tumble down as compared to an upright dignity kept within borders. The persons in the hymns become types representing certain negative features. Pilate is an example of one who tries to be sly in his official service. Herod represents curiosity. Peter is emotionally unstable and lacks firmness of character. Judas falls prey to concealment.

Beyond the attributes of humanity, the cosmic order is limited as well. Time plays an important role in the Hymns of the Passion and is depicted as limited (15). No metaphysical speculation is seen in the hymns. Time is referred to only in connection with the human world. Human beings should be alert because of the limitation time places upon them, because of the numbered fractions of time and because of transience of time (8:17). The moment of every “now” is given only for good and purposeful creation. The future is not secured. In the hymns this warning is normally given with reference to power. Officials should be especially careful about their positions. Their power is limited and is maintained only for a while. Indeed it is always situated at a border (8:18). Related to this is the use of symbols of night and darkness to remind one on the uncertainty of all that is (4:18-19, 5:2). The human beings are depicted as pilgrims in time, constantly threatened in dealing with limiting actions, qualities, and occasions.

Along with Hymns of the Passion Hallgrímur originally sent the hymn “On death’s uncertain hour” to the beaten and humiliated Ragnheiður, the daughter of the bishop of Skálholt. Ragnheiður was dying, and having read the hymn, she wanted it to be sung at her funeral. After 1800 the hymn has been sung at most funerals in Iceland. The hymn is exceedingly powerful in its careful yet striking use of symbolism. The human life is depicted in the metaphor of the plant of the field, which grows up, carries fruit, and then is cut by the skillful mower. No distinction is made between roses and weeds. The sharp scythe of death is on its way. The speed of the hymn is astonishing and awakens an awareness of immediate threat. The transience of the world is emphasized and its limitation is exposed.[31] The metaphorical clustering of nature and humanity has been an important strand in Icelandic culture. Even the national anthem of the Icelanders is based upon the same constellation, with a frame of thought similar to the ninetieth hymn of the Psalter: “eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr.”

Human stumbling, falling and afflictions

The dominant metaphor in the hymns, the suffering Christ, directs the way the threat to humans, and the stumbling and falling of the human beings are depicted. The image drawn in the hymns is of a leaning being, standing at the border or at the abyss. Enemies approach and try to fool this being in all possible ways (34:8). The world is a deformed mistress who lays her snares (11:10).

The threat from the human world is the overarching one in the hymns. A decadent political power acting deviously is Hallgrímur’s favorite example (18). The halls of palaces become symbols for the demonic network of security formed by false powers. In these halls, groups of people scream obscenities against God and the true disciples (10-29). The types of individuals in power are especially likely to practice evil by misusing their position. Their righteousness is usually only on the surface (26, 30).

Because of the instability of the human position the hymns stress the importance of maintaining one’s place.[32] When leaning toward some non-divine power the human posture dissolves and the stumble and the fall is inevitable. The descriptions of Jesus’ physical features and posture, especially at the crucifixion symbolize the posture of the human being (33, See also 11, 12). In seventeenth century poetry the emphasis on impending threats and attacks is common. As in most religious traditions the physical dimensions of height and lowliness have religious overtones. What is high and upright is godly whereas lowliness symbolizes the absence of the divinity. What drags down and what is heavy is sin (2:14, 9:10, 11:9). Humans toss about in their worldly revelry. In the lowly position the only valid escape is under Christ’s cloak.

In the fallen situation all kinds of afflictions strike the human being. He or she will experience the abyss of nothingness, which becomes bondage by itself. The descriptions are many. The human is on enemy ground (9:5), escaping (9:3), in prison (29), and in trouble (12:11). The human is like the snared bird, fighting and trying to get loose. The more one fights, the tighter the snare holds (12). The soul similarly experiences darkness (41:17), despair, loads of wrongdoings and numbness (6), fiery fear (3:11), and achingly cold bath of sweat (3:11), and worry (17). The conscience beats and fights like the snared bird (12). The heart of the human is defiled (4:8), imprisoned in pain, guilt, sorrow, and fear (23). All these Hallgrímur relates to the function of the Law in the individual life. The surrounding as well as the inner being becomes the accusing Law, which strikes, strangles, suffocates, and brings the sinful soul toward repentance. Following upon the function of the Law, Christ returns to remake the world, lift up, heal the wounds, and bring peace and glory (12).

Within the limit – secured life

The Christian life, according to Hymns of the Passion, has two dimensions. One is primarily what is called faith. The other is an upright morality. Both are rooted in the two dimensions already described, the suffering king and the resulting image of limited humans.  The suffering but victorious king is able to transmit to his disciples a part in his victory. The Christian has to renew his relationship daily and keep his or her position under the shadow of the saving accomplishments of Christ. Through the vigilance the attacks of evil may be broken both within and without. The Christian thus accepts his or her limits, which may not be transcended. No ceasefire exists between the two opponents, evil and the goodness. The Christian has to follow Jesus constantly while alive. The Christian life may be difficult but in a totally different sense from faithless life. In faith the Christian is empowered with hope and consolation.

The moral dimension in the hymns is the counterpart to faith. Ethics is formed in the human, both by the Christ-image and also by the acceptance of limits. Human beings must for the sake of all remain within their limits and then with upright certainty go their way without falling off the road on either side. When threats appear and temptations lure, the Christian must maintain his or her Christ-like stamina. Scorn and scolding shall be met with silence (13:2), patience shall be shown and obedience (2:9). Even love should be practiced without excess (1:19). Suffering should be met with endurance, love should be returned for evil (22:2). The officials shall be answered with reason but not with fear or wrong resignation (18:5). Temper should be moderated (34:4). Everything should be done without concealments (2:18, 9:13, 14:11).

The ethics of the hymns is the ancient ethics of sofrosyne, i.e., of moderation. One has to know one’s place and not attempt any false trespassing. Jesus as the prototype has given the true example of the ethical endeavor. Finally prayer, word, and sacrament, along with the community, will strengthen the Christian in the battle. In relation to God, the Christian should live in grateful response.

[1] See Jón Helgason, “Jón Vídalín – In Memoriam Ducentenariam 1666-1720-1920.” in Prestafélagsritið, 2 (1920), 1. See also Balslev, Balslevs Biblíusögur handa Unglingum (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 15th. ed., 1917), 183. See also Matthías Jochumsson, Bréf Matthíasar Jochumssonar (Akureyri: Bókadeild Menningarsjóðs, 1922), 53. See Sigurdur Nordal, Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir (Reykjavík: Helgafell, 1970), 60.

[2] I will, in line with Icelandic naming tradition, refer to Hallgrímur’s Christian name rather than his father’s name. Six major works have been devoted to Hallgrímur: Arne Möller, Hallgrímur Péturssons Passionssalmer: En Studie over Islandsk Salmedigtning fra det 16. og 17. Århundrede(Köbenhavn, Kristiania, London, Berlin: Gyldendalske Boghandel, Nordisk Forlag, 1922); Magnús Jónsson, Hallgrímur Pétursson: I-II  (Reykjavík: Leiftur, H.F., 1945, 1947); Sigurður Nordal, Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir, Halldór Laxnes, “Inngangur að Passíusálmum,” in Vettvangur Dagsins (Reykjavík: Heimskringla, H.F., 1942); Jakob Jónsson, Um Hallgrímssálma og höfund þeirra (Reykjavík: Grund, 1972) and Margrét Eggertsdóttir, Barokkmeistarinn: List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 2005). This is a doctoral dissertation and convincingly demonstrates the impact of baroque sentiments, ideas and poetry. Barokkmeistarinn is far the best scholarly study of Hallgrímur Pétursson to date. The edition of Hymns of the Passion I used for this project is Hallgrímur Pétursson, 50 Passíusálmar (Reykjavík: Leiftur, 1971).

[3] On marginal symbols and great religious leaders, André Drogers, “Symbols of Marginality in the Biographies of Religious and Secular Innovators,” Noumen, Vol. XXVII, Fasc. 1., 105-121.

[4] Stefán Einarsson, A History of Icelandic Literature (New York: John Hopkins Press, 1957), 199. Magnús Helgason, ibid., 15.

[5] Sigurbjörn Einarsson, “Introduction” in Hallgrímur Pétursson, Hymns of the Passion: Meditations on the passion of Christ, trans. Arthur Charles Gook (Reykjavík: Hallgrímskirkja, 1966), xii.

[6] See Laxnes, “Inngangur að Passíusálmum,” Vettvangur Dagsins (Reykjavík: Heimskringla, 1942), 69, 71.

[7] Arne Möller, Hallgrímur Pétussons Passionssalmer, 200.

[8] See Nordal, ibid., 22-36.

[9] See Nordal, ibid., 22-36.

[10] Nordal, ibid., 137.

[11] See Jónsson, Um Hallgrímssálma, 52ff.

[12] A short and appreciative introduction to the hymns is Sigurbjörn Einarsson, “Introduction” in Hallgrímur Pétursson, Hymns of the Passion: Meditations on the Passion of Christ, trans. Arthur Charles Gook (Reykjavík: Hallgrímskirkja, 1966). On the literary and historical background of the hymns, see Helgi Skúli Kjartansson, Hallgrímur Pétursson  (Reykjavík: Ísafold, 1974).

[13] See Kjartansson, ibid., 95ff.

[14] For further literary background, see Eggertsdóttir, Barokkmeistarinn: List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 2005).

[15] See Kjartansson, ibid., 11ff.

[16] On the main tenets of this book, see Möller, ibid., 110.

[17] On the methods, see Möller, ibid., 841 and Jakob Jónsson, ibid., 52ff.

[18] Sallie McFague, Metaphorical Theology: Models of God in Religious Pluralism (Philadelphia: Fortress Press, 1982), 46.

[19] Nordal, Hallgrímur Pétursson, 137.

[20] Jakob Jónsson, ibid., 19.

[21] Nordal, ibid., 88-89. Nordal talks of a musical structure of the book. See also Laxnes, “Inngangur að Passíusálmum,” 65.

[22] Laxnes compares Hallgrímur to Klopstock and points out the accessibility of the hymns to the common person. Laxnes, ibid., 63. Jakob Jónsson points out the symmetric web of the hymns, how the themes are reflected here and there in the larger whole. J. Jónsson, ibid., 76.

[23] Jakob Jónsson, ibid., 116ff.

[24] Jakob Jónsson, ibid., 46.

[25] See Laxnes, ibid., 66.

[26] Specific references to Hymns of the Passion will be within the text. Here, for example (1:10) denotes a reference to the tenth stanza of the first hymn. On some occasions, however, reference is made not to stanzas but rather to the entire hymn.

[27] See Möller, ibid., 185.

[28] Laxnes, ibid., 10-23.

[29] In the poem, Endurminning Krists Pínu, this approaching threat and attack is also quite visible: “Blessaður sveitist í blóði sín/ barðist við dauðann stranga,/ harmkvæli öll og alls kyns pín/ yfir hans sálu ganga:/ falskoss, fjötur og bönd,/ færður í Júða hönd,/ högg, slög, og hráka leið,/ hæðni, álygð og neyð/ og dómsályktan ranga”. Hallgrímskver (Reykjavík: Jens Árnason, 14.ed., 1952), 127.

[30] The Gook translation misses the loftiness of the original: “Thou as a beggar must, my soul,/ Receive from God thy daily dole.” 

[31] See Magnús Jónsson, ibid., I, 271ff. See also the Hymnal of ELCI, the National Church of Iceland, used in 2009, no. 273.

[32] Other poems by Hallgrímur Pétursson, outside Hymns of the Passion, exemplify the same features: “Merkjum nú, kærustu Kristí börn/ þá kreppu sem að oss spennir./ Ekki höfum vér afl né vörn/ að útrýma frá oss henni,/ Guð náði vort fár og vanda./ Liggur meðal leóna/ vor líkaminn og önd,/ luktur sem jómfrú í trölla hönd/ og reisir ei við rönd,/ því megn er ei móti að standa.” This stanza from a poem in Dagleg Andvarpan speaks of a multitude of threats and the precarious situation of the human being.

A chapter from Sigurdur Arni Thordarson: Limits and Life: Meaning and Metaphors in the Religious Language of Iceland. On the publication see this link. The artwork is from Leifur Breiðfjörð’s fantastic stained glass window above the entrance of Hallgrimskirkja, Reykjavík, the church dedicated to the memory of Hallgrímur Pétursson and his literary masterpiece, Hymns of the Passion. Gracia Grindal has made a fine new translation of the Hymns of the Passion. Information concerning the translation on this link. The shop of Hallgrimskirkja will be able to send a copy. Send an email to kirkjuverdir@hallgrimskirkja.is