Náttúruhátíð og heimsljósið

Hljóðskrá prédikunar á Jónsmessu

Messa hvaða Jóns er þessi Jónsmessa? Er það Jón Vídalín? Nei og ekki Jón Arason eða Jón Vilhjálmsson. Og ekki heldur Jón Gnarr. Messa Jóns er messa skírarans Jóhannesar Sakaríasonar, þess sem skírði bæði Jesú og fjölda fólks iðrunarskírn. Nafnið Jóhannes er til í mörgum útgáfum t.d. Jón, Hans, John eða Jon. Já, Jónsmessa er messudagur Jóhannesar skírara. Til hans er sjónum beint um allan hinn kristna heim á þessum tíma kirkjuársins. Lesa áfram Náttúruhátíð og heimsljósið

Yfirlýsing

Biskupsvalið er tákn breytinga og endurnýjunar í þjóðkirkjunni.

Kirkjan er kölluð til nýrra starfshátta og aukinnar þjónustu við börn og fjölskyldufólk um allt land. Kirkjan á að vera nútímaleg, frjálslynd og glöð, í góðu Guðssambandi og trúnaðarsambandi við fólkið í landinu.

Ég þakka stuðningsmönnum mínum og öllu kirkjufólki, sem hefur látið sig biskupsvalið varða.

Ég bið sr. Agnesi M. Sigurðardóttur blessunar í biskupsstarfi.

Guð gefi okkur gleðilega kirkju.

Sigurður Árni Þórðarson