Friðrik Adolfsson – minningarorð

Friðrik og Kjartan, sonur hans, voru um tíma samstúdentar í tölvunarfræði í Háskólanum. Þeir hittust í skólanum – það var skemmtilegt – sátu svo saman á sunnudögum, stunduðu dugnaðarlega kaffidrykkju, reyktu mikið og unnu saman dæmin, kepptu stundum um hvor væri á undan, fóru svo í skógarferðir út fyrir verkefnin, voru saman, hlógu, hugsuðu, tengdust – eignuðust tíma, sem er gjarnan kallaður gæðatími. Þetta líkaði Friðriki, að vera með fólkinu sínu, vinna að verðugu og erfiðu verkefni og geta blandað í hlátur og gleði.

Þrautir og lausnir

Hvernig er hægt að leysa þraut, hvernig er hægt að stilla hluti, þætti og víddir saman svo lausn finnist og verkefnið gangi upp? Friðrik var maður hinna flóknu verkefna í lífi og starfi, maður sem leitaði stöðugt lausna, lagði ómælt á sig til að tengja og uppskar eins og hann sáði og vann.

Foreldrar og heimili

Friðrik Adolfsson fæddist 6. júní. Hann var sumarbarn og fæddist á síðustu dögum dansks konungsdæmis á Íslandi, árið 1944. Nokkrum dögum eftir fæðingu hans varð Ísland svo lýðveldi. Foreldrar hans voru Adolf Guðmundsson, yfirkennari, (07.07. 1917, d. 26.08. 1965) og kona hans, Guðríður Oktavía Egilsdóttir, kennari (10.01 1920). Hún lifir son sinn og bróðirinn einnig. Hann er Þórður Adolfsson.

Faxaskjólið

Foreldrar Friðriks byggðu hús í Faxaskjóli 26. Þangað flutti fjölskyldan þegar Friðrik var á þriðja ári og þar var hann þegar hann var á Íslandi. Hann fór í Melaskóla eins og aðrir krakkar í hverfinu. Þegar Adolf fór til náms í Kiel fór fjölskyldan með. Friðrik var þar einn vetur í skóla, lærði þýsku, lærði að meta þýskt samfélag og þennan vetur var lagður grunnur að hinni “þýsku” framtíð hans, ekki aðeins varðandi verkfræðina, heldur líka menningu, mótun og hjúskap. Hann lærði meira að segja að dreyma á þýsku.

Fjölskyldan hélt svo heim frá Kiel, heim í Faxaskjólið og Friðrik fór eftir gagnfræðaskóla í MR, naut menntaskólatímans við nám og gleði og eignaðist vini, sem dugðu honum til ævigöngunnar.

Háskólanám

Friðrik varð stúdent frá MR árið 1964 og nam síðan mælingaverkfræði í Braunschweig í Þýskalandi og lauk fyrri hlutanum 1967 og síðan prófi í mælingaverkfræði frá Karlsruhe 1976. Friðrik bjó í Þýskalandi í yfir áratug, nam og vann. En svo þegar hann var búin með verkfræðina fór hann heim með allt það nýjasta í fræðunum.

Með snilli hins lausnamiðaða í farteskinu hóf hann störf hjá Íslenskum aðalverktökum, var svo um tíma verkfræðingur hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Starfaði svo hjá Forverk og frá 1994 vann hann sjálfstætt, sem byggingaverkfræðingur og síðustu árin hjá Íslenskum fyrirtækjum.

Hjúskapur

Friðrik giftist þann 30. ágúst 1977 Miriam Rubner leikskólakennara (04.07. 1949). Börn þeirra eru Agla Jael Rubner; Kjartan Jónatan Rubner og Egill Moran Rubner. Sonur Kjartans og Sigríðar Ásdísar Jónasdóttur er Dagur Benjamín Rubner, sem var afa sínum sólargeisli í lífinu. Friðrik og Miriam skildu. Sambýliskona Friðriks síðustu ár var Elke Herrel, sálfræðingur. Friðrik Adolfsson varð bráðkvaddur á heimili sínu í Faxaskjóli 5. apríl síðastliðinn.

Kæra fjölskylda þið hafið misst mikið. Nú er tekið fyrir allt það, sem þið áttuð í vonum. Lífsbókinni hans er lokað, en felið Friðrik elskufaðminum stóra, Guði. Þar allt gott, þar ganga málin upp, þar eru stærstu verkefnin stórfengleg. Þökk sé ykkur fyrir ástríki, umburðarlyndi, þolgæði og allt það, sem þið hafið verið Friðriki.

Þekkingaröflun

Fróðleikssókn, hagræðing og þekking er einkenni hinnar opnu mennsku. Í Orðskviðum Gamla testamentisins segir: „Hjarta hins hyggna aflar sér þekkingar, og eyra hinna vitru leitar þekkingar.“ Orðskv. 18.15

Aflar – leitar þekkingar. Hvernig var Friðrik? Hvernig manstu hann? Þú átt þínar minningar og farðu vel með þær. Mundu eftir dýrmætum í samskiptum og leyfðu hinu að fara, jafnvel leka niður í gólf kirkjunnar. Ég man, að augu Friðriks leiftruðu þegar hann kom í nýja safnaðarheimili Neskirkju. Hann horfði í kringum sig, las allt fljótt og snögglega, hús, fólk og mál. Það var gaman að vera með honum og upplifa snerpu hans, spuna og sköpunarmátt.

Friðrik var blíðlyndur fjölvíddarmaður. Hann var öflugur í flestu sem hann gerði, gat tölvulaust leyst þá flóknu þraut og reiknisdæmi að setja upp mælingalíkan þegar Vestfjarðagöng voru á hönnunarstigi. Tölvurnar í Karlsruhe staðfestu svo reikning hans. Friðrik var eðlilega spenntur þegar komið var að síðustu sprengingunni fyrir vestan. Allt var rétt og verkið gekk upp.

Jarðbinding

Flókin verkefni voru Friðriki ögrandi gleðigjafar. Hann, sem var mikill tilfinningamaður og stundum að springa af innri glóð, var líka afar jarðbundinn. Hann gat skilið skapandi listamenn, sem fóru með himinskautum í hugarflugi, en vissi manna best að hugmyndir yrðu ekki að veruleika, hversu flottar sem þær væru, nema hægt væri að jarðbinda, allt væri rétt mælt og í samræmi við lög og reglur.

Verkfræðingurinn týndi sér þó ekki í hinu praktíska eða tölunum heldur. Hann tengdi allt til enda, gat auðveldlega gert við tækin, hvort sem það voru nú bílarnir hans eða barnanna. Úr tveimur ónýtum þvottavélum bjó hann svo til eina nothæfa! Hann hafði gaman af að taka í sundur það, sem ekki gekk, finna veiluna, gera við og setja svo saman. Hann íhugaði stöðugt, hvernig væri hægt að bæta hönnun tækja og tóla, hvernig væri hægt að bæta nýtingu græjanna og hvernig væri hægt að breyta þannig að þær yrðu betri.

Friðrik var alla tíð opinn fyrir nýjungum. Þegar hann fékk eitt af bernskutólum tölvutímans, Hewlett Packard-tölvu í fangið í fyrsta sinn, varð hann sem barn og gleymdi stað og stund og hvarf inn í heima undra og stórmerkja. Alla tíð hreifst hann af tæknilegum nýjungum og hafði því afstöðu og opinn huga hins unga manns.      

Listfengi

Í tæknihyggju blandaði hann síðan næmi, fegurðarskyni og mannvitund. Friðrik var góður ljósmyndari. En hann var ekki á kafi í ljósmyndun tækniundra. Hann tók ekki síður myndir af fólki. Hann hafði áhuga á mannlífi, sá fólk, kunni að meta hið kúnstuga og litskrúðuga líf.

Friðrik var það, sem heitir á kjarngóðri íslensku, greindur. Eðli greindar er, að kunna að taka hluti rétt í sundur, og það merkir að greina. En það er ekki nóg að kunna að rífa hlutina í sundur ef menn geta ekki sett saman að nýju. Snillin kemur best í ljós þegar menn geta sett hluti, atriði, mál svo saman að nýtt tæki, ný merking eða ný hugsun verði. Friðrik megnaði að sjá lausnir í flóknum málum, setja saman þannig að nýtt varð til. Hann hafði áhuga á skapandi hugsun.

Gildin og lífið

Hjarta hins hyggna aflar sér þekkingar – það gerði Friðrik alla ævi. Hann var opinn, hafði opin eyru og augu. Hann hafði sín grunngildi, var alinn upp í gildaarfi sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, sem hafði fóstrað Adolf, föður hans.

Friðrik Adolfsson var heillyndur, heiðarlegur, trúfastur og réttsýnn. Hann var ekki fullkominn fremur en við hin. Hann var sér sárlega meðvitaður um sprungurnar hið innra, gerði sér alveg grein fyrir eigin beyglum, reyndi að höndla tilfinningaglóð og tókst betur eftir því sem árin liðu. Síðustu árin varð hann æ uppteknari af grunngildunum og fjölskyldu sinni. Hann hafði ekki aðeins unun af að reikna dæmin með syni sínujm, heldur vildi helst fá að vera sem mest með börnunum.

Verkefni, vandkvæði eða þrautir voru ágætt tilefni til samvista og samveru. Þegar einhver þurfti einhvers með var hann mættur. Einu gilti hvort það var að skipta um þak eða ditta að einhverju smálegu.

Undrið og opnun

Maðurinn er mikið undur og lífið er okkur flestum flókin gáta. Öll erum við kölluð til að vinna úr arfi og aðstæðum, innri glóð og ytri kröfum. Við erum hluti flókins en heillandi vistkerfis. Friðrik vissi vel um ólíkar hugmyndir og hefðir, var óhræddur að tengjast fólki, sem hafði annan bakgrunn en hann sjálfur. Hann þorði það, sem við erum öll kölluð til í nútíma, að ganga á vit fjölbreytileika, læra af öðrum, halda því besta úr eigin hefð og ranni en þola og þora að opna.

Í trúarefnum, í náttúrunni, í lífinu er fjölbreytileiki, sem getur verið til góðs og eflt. En svo eru á samskiptum fólks, í samskiptum þjóða, í átökum einstaklinga og innan í okkur sjálfum veilur, vandkvæði, afbrot og áföll, sem er hægt að kalla ýmsum nöfnum. Friðrik hefði eflaust haft gaman af að ræða um hvernig væri hægt að ímynda sér Guð sem vísindamann.

Hinn lausnamiðaði Guð

Hvernig átti að mæla fyrir vestan ef allir hefðu verið búnir að gefast upp? Jú, Friðrik hefði farið sjálfur, gengið í verkið ef allt hefði verið komið í strand. Þannig er koma Jesú Krists túlkuð í veraldarsamhengi. Guð er lausnaleitandi vera, sem er annt um þennan fjölskrúðuga heim. Veröldin, sem þraut eða gáta, sem ekki var hægt að leysa öðru vísi en með því að Guð kæmi sjálfur, ekki til að mæla eða búa til módel heldur til að laga og tengja, gera heilt það sem brotið var og beyglað.

Við kveðjum öflugan mann í dag sem þorði að skoða, leitaði þekkingar, leitaði visku. Hann hefur lokið sínum mælingum, er hættur að reikna og mun ekki keppast við börn sín í reiknisnerpu. En reikniævintýrið heldur áfram því heimurinn er ekki lokað kerfi, heldur með víddum og því sem nefnt er eilífð. Treystið því, að sál Friðriks lifi, andi hans fái notið fallegra lausna, sem taka fram öllum reiknimódelum og mælingakerfum, ganga algerlega upp og eru líka falleg og skemmtileg. Þannig er Guð.

Neskirkja, apríl 2006.

Áfram Ísland

Áfram ÍslandNýr forseti og nýr meðlimur Guðsríkins. Við höldum í dag hátíð þjóðar. Forseti lýðveldisins hefur verið kjörinn. Það eru mikil tímamót eftir að sami forseti hefur verið á Bessastöðum í fimm kjörtímabil, í tuttugu ár. Ég hlakka til innsetningar nýkjörinn forseta og vænti þess að hann standi með þeim gildum sem þjóðsöngurinn, þjóðmenningin og þjóðarhefðin tjá.

Magnea Sigurborg
Magnea SigurborgOg Magnea Sigurborg er hinn nýi borgari himnaríkis. Hún mun ekki aðeins muna fæðingardag sinn heldur einnig skírnardag. Hún var skírð daginn sem Guðni Th. Jóhannesson, forsetinn með guðsnafnið, var kjörinn. Brosið hennar Magneu er hrífandi – hún er vonarkona. Eins og öll börn heimsins er hún borin til stórvirkja. Sagt var um Jón Vídalín, eitt af stórmennum íslenskrar sögu, að hann væri: Ingenio ad magna nato – borinn til stórvirkja. Það er nú ljómandi lífseinkun fyrir hina mögnuðu Magneu líka – að hún sé borin til stórvirkja. Öll börn eru borin til stórvirkja, að lifa vel. Það er okkar að tryggja að aðstæður sé góðar og styrkur veittur til stælingar.

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hyllt
Söngur þjóðar

Þetta eru merkilegir dagar sem við lifum nú. Stór hluti þjóðarinnar hefur hrifist með í fótboltabylgjunni. „Ó Guð vors lands“- þjóðsöngurinn hefur verið sunginn hástöfum af tugþúsundum – ef ekki hundruðum þúsunda á liðnum vikum. Fyrir okkur – sem ekki höfum verið í Frakklandi – hefur verið dásamlegt að vera í stórum hópi í heimahúsum, EM-stofum, eða á Ingólfstorgi og taka þátt í söngnum. Vinur minn, sem býr erlendis en var á Íslandi nú í vikunni, vildi syngja þjóðsönginn kórrétt fyrir einn landsleikinn. Ég bauð upp á þjóðsöngsþjálfun til að tryggja að allt yrði við hæfi. Við vorum í Flatey á Breiðafirði og þöndum raddböndin í kapp við gargandi kríur og skrækjandi stelkarnir ruku upp við kraftmikil sönghljóðin. Ég mæli með slíkum söng, það er gaman að syngja með kríum, þessum stjörnum eilífðar.

Rauð, hvít og blá í Politiken

Þjóðsöngurinn hefur slegið í gegn og Ferðalok líka. Tugþúsundir Íslendinga hafa smitað sönggleðinni frá áhorfendapöllunum í Frakklandi, í stjónvarpi og á netmiðlum. „Ó, Guð vors lands – ó lands vors Guð.“ Margir hafa skrifað á netinu hvað söngurinn er áhrifaríkur. Af því Ísland hefur verið litla þjóðin í fótboltanum, Davíð á móti Golíötum knattspyrnunnar, hafa margir farið að halda með Íslandi. Danski fjölmiðillinn, Politiken, varð opinber stuðningsaðili Íslands á EM. Það er gleðilegt að Danir, sem voru súrir gagnvart undanvillingunum við lýðveldisstofnun, skuli taka svo klára, opinbera afstöðu. Svo einbeittur er stuðningurinn að einn stafur í nafni Politiken, var í marga daga í íslensku fánalitunum. Og til að danskir söngvarar kynnu fleira en að kyrja “vi röde og vi er hvide” og gætu tekið þátt í undrinu fengu þeir það verkefni að læra þjóðsönginn! Því var íslenskur kór í Kaupmannahöfn, Staka, fenginn til að syngja og svo var þýðingin textuð og íslenski þjóðsöngurinn varð söngur Politiken. Danir og allir stuðningsmenn um allan heim gátu farið í skyndinámskeið og síðan sungið af hjarta: Ó, Guð, vors lands, ó lands vors Guð, við lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar tímanna safn….“ Þessari notendavænu vefútgáfu þjóðsöngins hefur síðan verið miðlað og deilt um allan heim og verið notuð til að þjálfa, krydda, kynda upp stemmingu og gleðja.

Civil religion

En hvað er söngur þjóðar? Hann er tákn fyrir Ísland, tákn fyrir sögu, land, náttúru – líf þessa fólks sem býr í þessu landi. Söngurinn er tákn fyrir allar Magneur og allt fólk í þessu landi. Og ef einhverjir vildu þjóðsönginn feigan er andláti söngsins frestað um langan tíma. Þjóðsöngurinn sló í gegn.

Á þessum þjóðhátíðartíma söngs, forseta og barna framtíðarinnar er vert að minna á að þjóðsöngvar gegna ekki aðeins almennu stemmings- og samstöðu-hlutverki, heldur hafa líka trúarlegt hlutverk (um þetta má lesa hjá þeim ágæta Robert Bellah). Gildir einu hvort texti þeirra vísar til Guðs, trúarstefs eða ekki. Hlutverk þjóðsöngva varðar helgun og gildi þjóðar. Flestir, sem ekki eru algerlega trúarlega laglausir eða ljóðrænt flatir, geta skynjað eða tengst einhverju í “Ó, Guð vors lands.” Skáldpresturinn Matthías Jochumsson orti svo vítt og einnig svo breitt að fleiri en kristnir trúmenn geta sungið og tekið undir. Líka múslimar, hindúar og efahyggjumenn geta samsinnt boðskap þjóðsöngsins einmitt vegna breiddar og kredduleysis hans. Því er hann vel fallinn til að þjóna táknhlutverki þjóðsöngs, líka á tímum trúarlegs fjölbreytileika. Aðeins grunnhyggnir efnishyggjumenn (sem eru bókstafshyggjumenn og slíka vantar jafnan sveiflu) munu ekki geta samþykkt glans og inntak söngsins.

Og vissulega eru hraðar skiptingar í textanum, sem flengist slysalaust frá kyrru hins titrandi társ til skartsækinna sólkerfa, sem raða sér í krans! Þessi stóri söngur lyftir draumum, vonum og tilfinningum hvað svo sem á gengur og hvernig sem ósigrar hafa leikið fólk. Söngurinn er vonarsöngur þvert á táknmál áfalla og dauða. Íslendingar spunnu úr sögu, náttúru og möguleikum eitthvað rismikið og seiðandi til að minna á möguleika og opnun. Íslenski þjóðsöngurinn er ekki hernaðar- eða sigursöngur eins og margar þjóðir búa við – söngur sem miklast af því að kúga eða sigra aðra. Öndvert öllu oflæti fyrr og síðar er í þessum texta Íslendinga minnt á hið forgengilega og skammæi lífsins. Og þar er jafnvel að finna sorgarvinnu sem heppnast. Það er því raunsætt áfram Ísland í þessum texta.

Láttu vaða

Í guðspjallstexta dagsins er sagt frá mönnum sem voru búnir að strita en án árangurs. Þeir voru eins og fótboltamenn sem tapa öllum leikjum. Og svo kemur maður til þeirra sem segir þeim að láta vaða. Og þegar fólk þorir getur allt gerst. Magnea er kölluð til að þora að lifa, foreldrarnir einnig, afarnir og ömmurnar. Liðið okkar í Frakklandi er hvatt til að láta ekki ofurefli trufla sig. Við sem þjóð erum kölluð til að láta ekki ósigra og vonbrigði fortíðar og nútíðar hefta okkur heldur láta vaða.

En göslaragangur hefur aldrei skilað árangri til lengri tíma. Aðeins það sem máli skiptir ber ávöxt. Og líf nýbura þessa lands verður ekki gott, nema foreldrarnir leggi lið, ali vel upp, stæli til átaka og til að nýta gáfur og hæfileika til góðs. Nýr forseti verður ekki farsæll nema hann þjóni í góðri sátt við gildi þjóðar, menningar og hefðar og vilja fólksins í landinu. Hann þarf að vera eins og Pétur í fiskisögunni miklu, þora að verða við kalli til þjónustu. Líf okkar sem einstaklinga verður ekki farsælt nema við göngumst við hlutverkum okkar og leyfum hinu mikilvæga að verða í lífi okkar. Niðurstaðan af reynslunni á vatninu var eins og í þjóðsöngnum. Fiskimennirnir fengu stóra vinninginn, fengu netin full af lifandi afla, gerðu sér grein fyrir hvað skipti máli. „Ó Guð vors lands, ó lands vor Guð.“ Og þeir fylgdu þessum Jesú Kristi sem opnaði augu þeirra og sýndi þeim eðli og tilgang lífsins.

Áfram Ísland og …

Ekki veit ég hvernig fótboltaleikurinn annað kvöld fer. Íslendingar eru þegar aðalsigurvegar EM óháð úrslitum í leiknum við Englendinga. Ég mun syngja þjóðsönginn af krafti þó engar verði kríurnar. Vinir mínir á Friðriksbergi munu einnig þenja sín raddbönd – og syngja kórrétt. Og við ættum að blessa nýjan forseta því  köllun hans er að lúta lífsgildum – sem og Guði lands og þjóðar. Landsleikir geta verið skemmtilegir, skírnir eru dásamlegar og stórkostlegasta lífshlutverk okkar er að fylgja Jesú Kristi í öllum veiðiferðum ævinnar. Áfram Ísland.

Amen.

Hallgrímskirkja 27. júní, 2016. 5. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Magnea Sigurborg Pálsdóttir skírð. Hún er dóttir vina minna, guðfræðinganna, Karenar Lindar og Páls Ágústs. Niðurstöður forsetakosningar lágu fyrir og orðið ljóst að Guðni Th. Jóhannesson var valinn. EM-ævintýri Íslendinga hélt áfram.

Guðspjall: Lúk 5.1-11

Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn er Símon átti og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum úr bátnum. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni sagði hann við Símon: „Legg þú út á djúpið og leggið net ykkar til fiskjar.“Símon svaraði: „Meistari, við höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið en fyrst þú segir það skal ég leggja netin.“ Nú gerðu þeir svo og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana svo að nær voru sokknir. Þegar Símon Pétur sá þetta féll hann á kné frammi fyrir Jesú og sagði: „Far þú frá mér, Drottinn, því að ég er syndugur maður.“ En felmtur kom á hann og alla þá sem með honum voru vegna fiskaflans er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: „Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða.“ Og þeir lögðu bátunum að landi, yfirgáfu allt og fylgdu honum.

Icelandic mass

Quite often people ask me after the mass in Hallgrimskirkja if they can find a translation of the text of liturgy of the ELCI, the Evangelical Lutheran Church in Iceland, on the Internet. Yesterday Mark Silik sent me a note and informed me that he could not find it on the web. For him and all others I add the translation to my page. This is the liturgy in use all over Iceland and it is in line with the liturgy of the main churches of the world. All the best to Mark Silik and others who may want to use it.

THE BEGINNING OF THE MASS

1 The Opening Prayer

As the church bells or the prelude come to an end, the priest goes into the choir or before the altar wearing his surplice and chasuble; or, if there is no vestry in the church, he vests in front of the altar.

P: In the Name of God, the Father, the Son, and the Holy Spirit.

C: Amen.

P: Our help is in the name of the Lord

C: The maker of heaven and earth.

Then the priest may kneel at the altar or on the sanctuary steps, and everyone says:

C: Lord, I have come into your holy house to praise you and worship you, and to hear what you, God Father, my creator, you, Lord Jesus, my Saviour, you, Holy Spirit, my comforter, will speak to me in your word.
Lord, hear my prayer and my praise, and open with your Holy Spirit my heart, for the sake of Jesus Christ, that I may repent my sins, believe in Jesus in life and in death, and grow in Christian life and thougt. Hear that prayer, o God, in Jesus Christ. Amen

2 The Introit

At the end of the prayer either an entrance hymn from the hymnbook, or one of the psalms, may be sung.

3 The Kyrie
At the end of the hymn, either the priest, who has turned to face the altar, or the cantor, may

either say or chant:

P: Lord, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Lord, have mercy upon us.
P: Christ, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Christ, have mercy upon us.

P: Lord, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Lord, have mercy upon us.

4 The Gloria in Excelsis

The congregation stands. The priest turns towards the altar:

P: Glory be to God in the highest.

C: And on earth peace, goodwill towards men.

Either the full text of the Gloria in Excelsis is sung, or hymn number 221: 2-4, or number 223. The Gloria in Excelsis is not sung on the second to fourth Sundays in Advent, or during Lent. (Hymn no. 223: Father for your lordship true).

We give you praise and honour/ We worship you we trust in you/We give you thanks for ever/Your will is perfect, and your might/Relentlessly confirms the right/Your lordship is our blessing. (Decius, tr. Doan))

5 The Collect for the Day

The priest turns from the altar and sings or says:

P: The Lord be with you.

C: And with your spirit.

P: (Turning towards the altar) Let us pray.
The priest says or sings the Collect, which ends with the words: … world without end.

C: Amen.

THE SERVICE OF THE WORD
6 The First Scripture Reading (From the Old Testament)

R: The first reading for this Lord’s Day, which is the …………..Sunday in/after ………….. is from ………………

(On festivals the reading is introduced as follows:

R: The first reading on this holy festival of …………. Is from ………..)

The reader reads the lesson, which ends with the words:

R: This is God’s Holy Word.

C: Thanks be to God.

7 Second Scripture Reading (The Epistle)

R: The second scripture reading is from ………. Or, Thus writes the Apostle in the Epistle ……

The reader reads the lesson, which ends with the words: This is God’s holy Word. C: Praise be to you, O Lord.

8  Hallelujah (Hymn)

9  The Gospel

The congregation stands. At the end of the Hallelujah the priest moves to stand in front of the altar, or goes to the lectern, and either sings or says:

P: The Gospel is written by the Evangelist …………:

C: May God be praised for His glad tidings.

Before the announcement of the Gospel the priest may greet the congregation. After the announcement of the Gospel, the priest proceeds to read it. It ends with the words:
P: This is the Word of the Gospel.

C: Praise be to you, O Christ.

10 The Creed

The congregation stands and the priest turns towards the altar and says:

P: Let us confess our faith.

The Hymn of the day 11 The Sermon

Then the priest goes into the pulpit or to the lectern in the chancel, makes the sign of the cross, or says a prayer. He greets the congregation with the words:

P: Grace and peace be with you from God our Father and the Lord Jesus Christ. Amen.

The priest delivers his sermon, which ends with the words:

P: Glory be to the Father, and to the Son, and to the Holy Spirit: as it was in the beginning, is now, and ever shall be, world without end. Amen.

Then the priest says:

P: Receive the apostolic blessing (the congregation rises to its feet) The Grace of our Lord Jesus Christ, the love of God, and the fellowship of the Holy Spirit be with you all. Amen.

12 Hymn, or Other Music (Pulpit Hymn)

At the end of the sermon either a hymn of prayer or praise may be sung, or some other music may be performed. While this is taking place, the priest puts his chasuble back on if the Eucharist is to take place.

13 The Prayer of the Church

Turning towards the altar, the priest says

P: Let us pray.

The Prayer of the Church is responsive. Each petition ends with the words…. For Jesus Christ our Lord.

The congregation ends with the words:

C: Lord, hear our prayer.

THE COMMUNION AROUND GOD’S TABLE 14 The Peace

Continuing directly from the Prayer of the Church, the priest turns towards the altar as says:

P: Let us confess our sins and let us live in grace and reconciliation with all men.

C: I confess before you, almighty God, my creator and redeemer, that I have sinned in many ways, in thought, word and deed. For your mercy’s sake forgive me and lead me to eternal life, to the glory of your name.

Here may follow a time of silence for reflection. Then, lifting up his right hand, the priest turns from the altar and says:

P: May the almighty God forgive you your sins, strengthen you, and lead you to eternal life, for the sake of Jesus Christ, our Lord. Amen.

The priest makes the sign of the cross with his right hand.

C: Amen.

The priest says or sings:

P: The peace of the Lord be with you.

C: And with your spirit.
15 A Hymn (or Other Music)

16 The Preface

The congregation stands. Turning from the altar, the priest either says or sings:

P: The Lord be with you.

C: And also with you.

The priest turns to face the altar:

P: Lift up your hearts:

C: We lift them up unto the Lord.

P: Let us give thanks to the Lord our God.

C: It is right to give Him thanks and praise.

P: Truly it is meet and right and salutory that we should at all times and in all places, give thanks unto you, O lord, Holy Father, Almighty, Everlasting God for Jesus Christ, our Lord.

(Here follow different prefaces, according to the Church year.

P: Therefore, with angels and archangels, with the company of heaven and also with all the heavenly hosts, we praise your holy name and say unceasingly….. or, Therefore we praise your holy name, and in the communion of saints in heaven and earth we praise the Glory of your name for ever saying:

17 The Sanctus

The congregation stands.

C: Holy, holy, holy, Lord God Almighty. The heavens and the earth are full of your glory. Hosanna in the highest. Blessed is he who comes in the name of the Lord. Hosanna in the highest.

18 The Prayer of Thanksgiving (Oratio eucharistica)

The congregation sits. There are five possible prayers of thanksgiving which the priest may use.
I.
P: Truly you are holy, O Lord, and rightly everything that you have created

praises you. You have given life to everything and sanctified it with your Holy Spirit for the sake of Jesus Christ, our Lord, who took upon himself the form of a servant, humbled himself and became like men, and became obedient unto death on the cross, and thereby bought for you a people that might serve you and offer itself up to you as a living, holy and acceptable sacrifice. We humbly pray you, merciful Father, receive the offering of our praise and grant that these, your gifts of bread and wine, might be to us the blessed body and blood our your son, according to his holy command.

Who, in the night that he was betrayed, took bread, and gave you thanks; he broke it, and gave it to his disciples saying: “Take eat, this is my body which is given for you: do this in remembrance of me”.

In the same way after supper he took the cup and gave you thanks, he gave it to them, saying “Drink of it, all of you, for this is my blood of the new covenant, which is shed for you and for many for the forgiveness of sins: do this as often as you drink this in remembrance of me”.

Therefore, we remember in adoration that he loved us and gave himself for us as a ransom, defeated death by his resurrection, and has been granted lordship of everything in heaven and earth.
We offer this holy bread of eternal life and this cup of everlasting salvation, and we give you thanks for this once and for all sacrifice, the living hope of eternal life in your communion of saints, and the promise of his coming again in power and glory.

We pray you, send us your Holy Spirit and unite us in steadfast faith and love, for the sake of your Son, Jesus Christ, our Lord. For him, with him and in him, be to you, almighty Father, in one Holy Spirit, honour and glory in your holy Church throughout all ages.

C: Amen.

19 The Lord’s Prayer

P: Let us pray together the prayer which our Lord has taught us:

C: Our Father …..

20 Agnus Dei

C: Lamb of God, you take away the sin of the world, have mercy on us. Lamb of God, you take away the sin of the world, have mercy on us. Lamb of God, you take away the sin of the world, grants us your peace.

21 The Communion

The first table of communicants kneels down. The priest turns from the altar with the paten in his hand and says:
P: The bread that we break is the fellowship in the body of Christ.
To each communicant he says:

P: The body of Christ, the bread of life.

Each communicant may answer:

C: Amen.

After the bread has been distributed, the priest takes the cup and says:

P: The cup of fellowship that we bless is the fellowship in the blood of Christ,

To each communicant he says:

P: The blood of Christ, the cup of life.

Each communicant may answer:

C: Amen.

Each communicant signs himself with the sign of the cross when he has drunk from the chalice, and another kneels in his place

P: May Jesus Christ, the crucified and risen Lord and Saviour, preserve us in fellowship with him in living faith to eternal life. His grace and peace be with us all. Amen.

The priest makes the sign of the cross with the chalice.

22 Post-Communion

P: Let us pray.

There are prayers appropriate to the main church seasons.

THE CLOSING OF THE MASS

23 The Blessing

The congregation stands. Turning from the altar, the priest either says or sings:

P: Let us give thanks and praise to the Lord.

C: Praise and thanks be to God.

With arms uplifted, the priest says:

P: The Lord bless you and keep you.
The Lord let his face shine upon you and be gracious to you. The Lord lift up his countenance upon you and give you peace.

C: Amen.

At the close of the blessing the priest makes the sign of the cross with his right hand. At the same time he may say these words:
P: In the Name of God + Father, Son and Holy Spirit.

24  Hymn

25  Closing Prayer (if used)

Before the church bells are rung, either the assistant or the whole congregation say this prayer:

A: Lord, I thank you that you have allowed me to take part in the worship of your congregation, and have thereby reminded me of those things that I should believe, of how I must live, and the things in which I may place my hope. O my God, help me now by your Holy Spirit to preserve your word in a pure heart, be strengthened by it in faith, learn from it to progress in a God-fearing life, and be comforted by it in life and in death. Amen.

26 The Church Bells
A postlude may be played on the organ.

The picture. From the confirmation of Filippía Jónsdóttir in Flatly-church in Breiðafjörður. Priest: Sigurdur Arni Thordarson. The confirmant was active in the Eucharist, handing out the bread and the pastor holds the chalice with the wine. Lay-participation is common in Iceland, based on the Lutheran emphasis on priesthood of all believers. As it turned out Pía was devoted and outstanding in her service.  Photos: Elín Sigrún Jónsdóttir, Ísak Sigurðarson and Jón Kristján Sigurðarson. 

Í kossi, hrósi, beinum, skírn og tölvu

Hvað er heilagur andi, hvar og til hvers? Er sá andi eitthvað sem er bara til í áhrifaríkum kirkjum í Barcelona, Róm eða París. Og eru íslenskar sveitakirkjur sérstakir uppáhaldsstaðir Guðs?

Öll bernskuár mín var ég í sveit í Svarfaðardal. Sauðfé var rekið á fjall og sótti upp í hlíðar. Á þeim tíma var til siðs að smala fé í júlíbyrjun og rýja. Ég fór í slíka smalamennsku í mörg ár. Fjallgeimurinn var ofast undursamlegur. Mér er minnisstætt eitt sumarið að ég hljóp í þúsund metra hæð milli snjóskafla. Milli morkinna fanna var jörðin svört, vatnssósa og sterklyktandi. Engin gróður var sjáanlegur – allt virtist dautt.

En skyndilega sá ég líf. Agnarlítið háfjallablóm breiddi út blöð sín og sperrti skærrauða krónu mót himni og sól. Þetta smáa blómundur virtist svo umkomulaust en jafnframt grípandi fagurt í þessum blauta, svarta og hvíta risaramma. Eina lífsmarkið í tröllageimi, titrandi í næðingnum, speglaði og braut sólargeislana þúsundfalt í daggardropum krónunnar. Ég man að ég gat ekki annað kropið og lotið þessu lífsmarki og skildi, að það var helgidómur, eilífðarblómstur. Síðan hef ég skilið hvað sr. Matthías átti við með eilífðarsmáblómi þjóðsöngsins.

Allt er gleymt frá þessum degi, öll hlaup á eftir erfiðum rollum, áreynsla, skriður, klettar og klunguhlaup. Aðeins rjóð jurtin lifir í minninu. Hvað þýðir svona upplifun? Er þetta reynsla af heilögum anda? Já.

Hefur þú gengið einhvern tíma á hátt fjall? Reynt á þig, runnið til baka í brattanum, hræðst, haft mikið fyrir, en að lokum komist á toppinn, fengið útsýn til annarra fjalla í öðrum sýslum og jafnvel séð jökla í öðrum landshlutum? Það getur verið áhrifaríkt að lifa slíkt. Vissulega hjálpar efnabúskapur líkamans, endorfínið. En er slík reynsla af heilögum anda? Já.

Við Íslendingar vitum vel – vegna nándar við náttúruna og ferða okkar í rosalegu landi – að náttúran er ekki líflaus heldur ríkulegur veruleiki, sem hefur margvísleg áhrif á okkur. Náttúrusýn margra landa okkar er trúarlega lituð. Trúmaðurinn getur túlkað djúpa náttúrureynslu sem andlega og trúarlega merkingarbæra lifun. Náttúran er okkur mörgum sem helgidómur.

Andinn í listinni

Hefur þú staðið frammi fyrir stóru og miklu listaverki, heima eða erlendis, hrifist af formum eða litum, myndbyggingu, hugviti eða styrk einfaldleikans? Hefur þú starað á skúlptúr eða málverk í erlendri kirkju, sem hefur varpað þér í hæstu hæðir og veitt þér skynjun sem tekur flestu öðru fram? Hefur þú staðið frammi fyrir altaristöflunni í Skálholti, numið friðinn og blíðuna, þegar Jesús kemur inn úr bláma íslenskrar náttúru, með fangið opið? Er hægt að rekja reynsluna til heilags anda? Já.

Hefur þú einhvern tíma haldið á barni og fundið til svo ólýsanlegrar gleði, að allt annað hefur horfið í hrifningu stundarinnar? Hefur þú horft í djúp barnsaugna og fundið traustið og numið mikilvægi þitt? Hefur þú einhvern tíma haldið utan um maka eða ástvin og upplifað í þeim fangbrögðum svo djúpa fullnægju, að önnur gæði veraldar hafa bliknað í samanburðinum. Er slík ástarlifun af ætt heilags anda? Já

Hefur þú einhver tíma lent í siðklemmu, ekki vitað hvaða kostur væri hinn rétti, en síðan hefur ljósið runnið upp, rök og siðvit læðst í hugann? Er slíkt verk heilags anda? Já.

Andlegt smælki eða alls staðar?

Eru engin takmörk fyrir þessum Heilaga anda? Nei. Andinn er sá Guðsmáttur, sem gefur öllu líf, heldur grjóti, eðlislögmálum og þar með sólkerfum í skorðum, hindrar að efni þeirra hrynji saman í svarthol dauðans. Andinn er að starfi þegar fullorðinn segir barni sögur um lífið, ævintýri og undirbýr viskuna í brjósti uppvaxandi kynslóðar. Andinn er í kossi elskenda, hrósi vinar, í verki lækna og hjúkrunarfólks, í beinum sem gróa eftir brot, í starfi forritarans og rafvirkjans, í skírn og altarisgöngu, í jafnvægi krafta náttúrunnar, í tónlistargerningi kórsins, í uppgufun vatns og skýjamyndun og regni. Allt eru þetta verk anda Guðs.

Andinn kallar manninn til trúar, viðheldur samfélagi manna og eflir kirkjuna. Andinn upplýsir okkur, blæs okkur samvisku í brjóst, er rödd skynseminnar, helgar og leiðir, fullkomnar og styrkir. Andi Guðs er alls staðar að verki og kannski hvað augljósast þar sem barist er fyrir framgangi hins góða lífs og lífsgæði varin.

Guð kristninnar verður ekki afstúkaður í veröldinni í einhverjum kirkjukima. Sá Guð, sem ég þekki er alls staðar, sínálægur og sískapandi. Mína guðsafstöðu má m.a. útskýra með því sem hefur a gömlu fræðimáli verið kallað pan-en-teismi. Heitið, orðið, er af grískum uppruna og merkir einfaldlega, að Guð er alls staðar, í öllu og gegnsýrir allt. Því má alls ekki rugla saman við panteisma, sem kemur m.a. fram í indverskum átrúnaði og kennir að allt sé guðlegt. Að Guð sé í öllu og alls staðar merkir ekki að allt sé guðlegt. Við erum ekki guðir, þó Guð búi í okkur. Veröldin er ekki Guð og þar með ekki andlag tilbeiðslu þótt andi Guðs hríslist um hana og geri hana að farvegi andans.

Hvítasunna – 50hátíð

Nafnið hvítasunna er fallegt og tjáir hinn bjarta sólardag kristninnar. Á mörgum vestrænum tungumálum ber dagurinn nafn, sem komið er af gríska orðinu pentecoste og það merkir fimmtugasti og þá er miðað við fimmtíu daga eftir páska. Hátíðin er tengd páskum vegna þess, að hún er framhald, bætir við eða dýpkar þann veruleika, sem páskar tjá. Hvítasunnan er tengd jólum líka. Ef ekki væri Heilagur andi væri Jesús Kristur merkingarlaus og lífið tilgangslaust.

Vissulega hafa margir heldur óljósa mynd af hinum guðlega anda og til eru kristnir trúarhópar, sem hafa reynt að slá eign á þennan anda Guðs, en smætta þar með veru hans og virkni niður í sértækt starf tungutals, lækningar líkamans eða spádómssýn inn í framtíð. En Andi Guðs er meira en sértæk eign eða tæki safnaðar. Allt er eign Guðs en ekki öfugt.

Hvað er andinn? Andinn skapar veruleikann, náttúruna, er að verki í öllu því sem er til lífs. Andi Guðs er líka skapari trúarinnar. Það er Guðsandinn, sem hvíslar að þér þegar þú leitar Guðs, kennir þér að sjá Guðssoninn, kennir þér að sjá lífið nýjum augum, heyra músík veraldar sem himneska tónlist, kennir þér tala við Guð og að lokum kennir þér að skynja í öllu Guðsnávist, jafnvel í sorg, hörmung og dauða. Með slíka reynslu og afstöðu verður þú aldrei aftur ein eða einn. Alltaf verður nálægur þér sá andi, sá veruleiki, sem gefur öllu líf og er líka sjálft lífið í þér.

Alls staðar

Erlendur prédikari, sem heimsótti Ísland, fullyrti að Heilagur andi hafi ekki komið til Íslands fyrr en á tuttugustu öld! Hann átti auðvitað við, að Heilagur Andi hafi ekki átt erindi til landsins fyrr en söfnuður hans var stofnaður. Ég held hins vegar að Heilagur andi hafi verið hér áður en fyrsta Íslandshraunið sauð í sjónum, verið í flekahreyfingum, verið nærri í goti þorska og fjölgun krossfiska, verið nærri í sprengingum neðansjávargosa. Síðan hefur Andinn verið að verki og er enn að.

Ekkert er til án Guðsanda. En það er hins vegar hægt að sniðganga eða skeyta ekki um Andann, ef menn vilja ekki þiggja nema bara hluta virkninnar! Við getum valið að taka bara við nokkrum gjöfum, sem okkur berast en hirða ekki um aðrar og alls ekki um sendandann. Við getum valið að vera and-snauð. En á hvítasunnu ertu kallaður eða kölluð til dýpri skilnings og trúarskynjunar.

Ef þú ert í bústaðnum þínum, á ferð um landið, ferð í gönguferð eða faðmar fólkið þitt máttu vita að í lífi þínu er Guð nærri og andinn hríslast í öllu sem verður þér til lífs. Blómið á háfjallinu er sköpun Guðs og verk Andans. Elskendur eru sköpun Guðs og elska þeirra er verk Andans. Maðurinn er sköpun Guðs og trúin verður til við, að Guð elskaði, kom og kemur, umfaðmar sköpun sína með krossi sínum, hrífur allt líf með sér með lífgun sinni og úthellir endurnýjunaranda sínum yfir allt sem er til. Guð er alls staðar og í öllu. Við megum lifa í þeim Guðsanda, trúa lífinu og sjá þar með eilífð í öllu.

Amen.

Hallgrímskirkja, hvítasunnudag 2016. Útvarpsmessa RUV

Þorsteinn Magnússon + minningarorð

„Þorsteinn kemur í dag“ var oft sagt í Neskirkju því Þorsteinn nýtti sér aðstöðu í safnaðarheimilinu fyrir ferðafundi. Svo kom Þorsteinn síðdegis, kom snemma til að tryggja að borðum væri hentuglega raðað, tækin væru í lagi til að þjóna ferðarundirbúningi sem best. Svo þegar Þorsteinn var viss um að allt væri tilbúið rölti hann fram á Torg. Hann horfði glettnislega á okkur, tók kveðju vel og var sem einn af starfsmönnum á mannlífstorgi Neskirkju. Og stundum röbbuðum við um hvert hann stefndi sínu fólki. Svo komu ferðafélagarnir, hann fagnaði þeim og allur hópurinn fór til sinna starfa. Stundum kíkti ég inn í stofuna til að fylgjast með þegar ævintýraferðirnar voru undirbúnar. Ég dáðist að hve skipulagður Þorsteinn var, hve allt var grandskoðað og hve natinn hann var við að byggja upp eftirvæntingu, tilfinningu og þekkingu. Þorsteinn vann þakklátt starf og ferðafrömuðurinn sinnti mikilvægri þjónustu.

Ferð í tíma

Við menn erum ferðalangar í tíma og heimi. Kynslóðir koma og kynslóðir fara, allar sömu æfigöng, segir í sálmi Matthíasar. Við eigum okkar upphaf, meðgjöf sem eru gáfur okkar og gjafir himins. Svo spilum við úr svo sem okkur er unnt – í samskiptum við fjölskyldu okkar og samstarfsfólk. Vegur í tíma og svo eru lyktir – hlið æfivegarins. Hvaða leið förum við og hvert stefnum við? Við getum sem hægast talið að lífið sé ekkert annað en efnaferlar og spilverk hins efnislega. En við getum líka leyft hinum djúpu spurningum að vitja okkar. Hvert er inntak lífs og merking lífs einstaklinga? Jesús Kristur minnti á að við erum á vegi lífs. Hann sagði líka að hann væri vegurinn, sannleikurinn og lífið. Öll göngum við til enda lífs, öll endum við í hliði himins. Þar erum við ein en líka í mikilli hópferð mannkyns – og ég held alls lífs. Nú fylgjum við Þorsteini Magnússyni í hinstu ferð hans. Hinn mikli ferðarfrömuður var tilbúinn.

Æfi og upphaf

Hvernig byrjaði ferðin hans Þorsteins? Hann var Reykvíkingur og fæddist 17. október árið 1933. Faðir hans var Magnús Þórðarson, Reykvíkingur og aldamótamaður. Móðir Þorsteins var Helga Gísladóttir, sem ólst upp á Akri við Bræðraborgarstíg. Hún var fjórum árum eldri en faðir hans og lifði til ársins 1980. Systkinin voru fimm. Elstur var Hörður, síðan kom Margrét og svo Þóra Guðríður. Þorsteinn var fjórði í röðinni og Bjarni Þorkell yngstur. Öll eldri systkinin eru látin en Bjarni Þorkell lifir þau.

Þorsteinn var ekki bara Reykvíkingur heldur líka Vesturbæingur. Hann var barn að aldri þegar fjölskyldan settist að í húsi við Víðimel og við þá götu bjó hann mestan hluta æfinnar. Þar var var grunnstöð heimsferðagarspins. Þorsteinn fór, eins og krakkarnir í hverfinu í Miðbæjarskólann en þegar Melaskóli var tekinn í notkun sótti Þorsteinn skóla þangað. Stríðsárin voru umbreytingartími og Þorsteinn sá allar umbyltingarnar í hverfi og borg. Miklir herkampar urðu til á Högum og Melum og herinn setti mark á líf fólks. Systkinin fóru í sveit á sumrin austur í Hrygg í Flóa til móðursystur Þorsteins.

Eftir fullnaðarpróf og fermingu – eins og hann orðaði það sjálfur – fór Þorsteinn í Verzlunarskólann sem hafði mikil og mótandi áhrif á hann. Hann varð stöðugt dugmeiri námsmaður og blómstraði í Verzló og var þakklátur fyrir skóla, nám og veru þar. Það eina sem hann gat alls ekki lært var að læra að reykja undir tröppunum! Hann tók þátt í félagslífi skólans og var treyst til verka og uppátækja. Hann stofnaði m.a. tækniklúbb í skólanum og svo grínaðist Þorsteinn með að hann hafi m.a.s. verið dómari í fegurðarsamkeppni! Til þess verða menn að hafa gott auga og sans.

Magnús Þórðarson, faðir Þorsteins, sigldi á England öll stríðsárin og komst lífs af. Fjölskyldunni hafði því vel til hnífs og skeiðar á þessum árum. Magnús hélt svo áfram á sjónum en fórst árið 1951. Hann tók út á jólum þetta ár. Fráfallið breytti algerlega kjörum fjölskyldunnar en móðir og börn áttu í sér festu, andlegan styrk og samstöðu og studdu hvert annað til náms og lífs. Þorsteinn stóð sína fjölskylduvakt og studdi fólkið sitt ríkulega.

Þorsteinn varð stúdent frá Verzlunarskólanum árið 1955 og lauk viðskiptafræði frá HÍ árið 1963. Meðfram námi kom hann víða við sögu í vinnu og náði mikilli yfirsýn og aflaði sér dýrmætrar reynslu sem gagnaðist honum með margvíslegum hætti. Hann vann í heildverslun Magnúsar Kjarans, hjá Skrifstofuvélum og hjá Iðnmálastofnun. Svo fór hann að kenna í Verzló og síðar við HÍ. Hann starfaði einnig hjá Stjórnunarfélagi Íslands, Bréfaskóla SÍS og Tækniskólanum. Þá kenndi hann við Bankamannaskólann og var skólastjóri hans í áratug.

Margir kölluðu eftir sérfræðiþekkingu hans, m.a. Seðlabankinn, Tryggingastofnun og Þjónustumiðstöð bókasafna. Þá var hann prófdómari og eftirsóttur fyrirlesari. Og þar sem Þorsteinn var dugmikill og skilvís verkmaður var sóst eftir störfum hans í ýmsum félögum og var m.a. í stjórnum Hagfræðingafélagsins, Félags verslunarkennara, Giktafélags Íslands og Grikklandsvinafélagsins. Þá stundaði Þorsteinn ritstörf og gaf út bækur á kennslusviðum sínum. Öll þessi störf og verk bera vitni elju og áhuga hans.

Maríumenn og ferðirnar

Svo var hann ferðamaður og ferðagarpur. Þorsteinn hafði brennandi áhuga á löndum og lýðum og sóttist eftir að vera með fólki sem horfði í kringum sig til að skoða heim og mannlíf. Meðal þeirra voru Maríumenn, ferðahópur ungra karla, sem líklega fékk nafn úr kvæði eftir Sigurð Þórarinsson, sem hin eldri þekkja og hafa sungið hástöfum í rútuferðum og tjaldútilegum. Maríumenn voru einu sinni á ferð í Mosfellssveit og komu þar að sumarbústað Sambands Íslenskra Samvinnufélaga. Þeir vissu ekki að þar voru fyrir ungar dömur sem höfðu fengið bústaðinn lánaðan. Hlutverkunum var snúið við. Þeir báðu Maríurnar ekki að koma inn heldur leyfðu þær þessum kurteisu sveinum að vera. Í bústaðnum á Reykjum var Þórdís Þorgeirsdóttir. Hún sá festuna í ferðagarpinum og að hann væri traustsins verður. Hann horfði á hana og hún á hann – og svo skoðuðu þau göngulagið, ferðataktinn og allt gekk upp. Þau gengu í hjónaband hér í Neskirkju þann 23. október 1961.

20100526-222838Þau voru ekki eins en þau urðu eitt og áttu í hinu sálufélaga. Þorsteinn var ekki allra, en treysti konu sinni fullkomlega og saman hafa þau átt ferðafélaga til lífs. Þeirra ástar- og hjúskaparsaga var góð. Og það var ekki sjálfgefið að Þorsteinn gæti farið frá heimili og börnum í allar utanlandsferðirnar sem hann stýrði. Líklega voru þær á annað hundrað og samtals nokkur ár að lengd. En Þórdís stóð með sínum manni í öllum verkum hans og áhugamálum. Og hún styrkti hann, studdi hann og í henni átti hann stoð – líka í veikindunum – og til hinstu stundar. Lof sé henni.

Svo komu börnin, Þórrún Sigríður, Þórný Ásta og Þórður Geir.

20160406-210116Þórrún Sigríður fæddist í febrúar 1962. Hún er kennari og maður hennar er Reynir Sigurðsson. Börn þeirra eru Þórdís, Helga María, og Reynir Tómas.

Þórný Ásta kom í heiminn í september 1966 og hún á soninn Sólmund Erni.

Þórður Geir fæddist í maí 1969. Hann er rannsóknarlögreglumaður og kona hans er Ana Martha Helena. Þau eiga Klöru Maríu Helenu og í fyrra hjónabandi átti Þórður með Björgu Loftsdóttur soninn Þorstein Mána. Allt þetta fólk átti sér miðstöð á Víðimel 65. Þar gerðu þau Þorsteinn og Þórdís afar smekklegt og fallegt heimili. Og Þorsteinn átti grunntraust í konu sinni og festu í heimili sínu. Og afkomendurnir nutu ríkulega.

Þorsteinn var barngóður, miðlaði fúslega fróðleik sínum til síns fólks, hafði áhuga á viðfangi og verkum barna og afkomenda sinna, fylgdist eins vel með og hann gat, var þeim skjól og gladdist þegar hann gat gert þeim gagn og greiða. Og hann gekk jafnvel úr rúmi til að tryggja afabarni gott skjól.

20160423-181453Fararstjórinn

Og svo voru það allar ferðirnar. Þorsteinn bar í sér forvitni um lífið. Hann fór um veröldina til að skoða, skilgreina og fræðast um líf, menningu, stjórnunarhætti, músík, stríð, uppbyggingu, niðurrif, allt þetta sem gerir sögu manna svo dapurlega en líka hrífandi. Fræðarinn, kennarinn, sem allir báru virðingu fyrir, naut sín líka í ferðum heimsins. Þorsteinn hóf fararstjórn sína um miðjan sjöunda áratuginn. Svo varð til ferðafélagið Garðabakki, sem var eiginlega flétta úr Garðabæ og Eyrarbakka – með stefnu á útlönd. Það er merkilegt að skoða bókahyllurnar á skrifstofu Þorsteins. Þar er risa-ferðabókasafn. Hann undirbjó ferðirnar vel, las allt sem hann náði í, varð afburðafróður um lönd, landshagi, sögu og samtíð. Og sérfræðingur á mörgum sviðum og m.a. á margslunginni sögu Rómverja og síðari alda Evrópusögu. Þorsteini lánaðist að flétta fræði sín og hugðarefni saman og gat sem hægast – hvar sem hann fór – tengt mannlíf við verslun, sem varð honum hjálp við að setja upp vef þeirrar menningar sem hann sótti heim og fræddi íslenska ferðalanga um. Í ferðum var Þorsteinn allt í senn fararstjóri, leiðsögumaður, kennari en líka nemandi. Hann hafði í sér vaxtargetuna.  Löndin sem Þorsteinn sótti heim um dagana voru fleiri en löndin sem hann hafði ekki komið til. Og það er gríðarlega stór hópur fólks sem hefur notið leiðsagnar hans, þjónustu, umhyggju og fræðslu. Með Þorsteini er horfinn einn öflugasti ferðafrömuður Íslendinga á síðustu áratugum.

20091030_999_51Nú er Þorsteinn farinn hinstu ferð inn í himininn. Hvernig manstu hann? Manstu fróðleiksgetu hans og kennsluhæfni? Manstu Þorstein með hljóðnemann í rútu? Vissir þú að þegar hann var á ferð með hópa erlendis fór hann oft á fætur fyrir dagrenningu til að skoða gönguleiðir og velja þær sem best hentuðu hóp og aðstæður? Og svo í dagslok settist hann yfir bækurnar til að undirbúa næsta dag.

Hvaða minningar spretta fram í huga þér um Þorstein? Hann var umtalsfrómur, talaði vel um aðra, orðvar, bar virðingu fyrir fólki og skoðunum þess. Þorsteinn var æðrulaus, jafnlyndur, geðgóður, skapstilltur, umburðarlyndur og stefnufastur. Manstu einlægni hans og heillyndi?

Hann mat tónlist og svo var hann matgæðingur. Manstu hljóðláta glettnina? Manstu hve góða nærveru hann hafði? Honum þótti miður að fólk bölvaði og ragnaði. Hann vildi fremur efla fólk með tali en hafa illt fyrir því.

Hvað hreif þig mest í fari hans? Manstu hve fróðleiksfús hann var? Manstu kvikmyndaáhugamanninn Þorstein? Manstu leiðtogahæfni hans ogótrúlega þekkingu hans, hvort sem var á verslunarháttum Íslendinga til forna eða á nýrri tíð, stríðssögu Evrópu eða Kaupmannahafnarsögu?

20100703_999_41Og nú er þessi pílagrímur menningarinnar farinn. Hann ræðir ekki lengur verslunarhætti í fornöld, mál véfréttar í Delfí, fer ekki framar á tónleika með Kristni Sigmundssyni eða gælir við barnabörnin sín. Nú er það eilífðin. Hann er farinn á undan ykkur – og gott ef ekki til að skipuleggja eilífðarreisur. Við þekkjum ekki eilífðarlandið – en Þorsteinn hvarf inn í páskaljóma lífsins og upprisunnar. Páskar eru stóra ferðasagan um að Guð opnar lendur lífsins í eilífðinni. Dauðinn dó og lífið lifir. Góð ferðaskrifstofa það sem býður slíkar ferðir. Þorsteinn Magnússon er í þeim félagsskap – Garðabakka eilífðar Guðs.

Guð geymi hann og Guð geymi þig.

Amen.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir, í Colorado í Bandaríkjunum biður fyrir kveðjur til þessa safnaðar. Vegna bálfarar verður ekki jarðsett í dag heldur getið þið gengið fram í lok athafnar og signt yfir kistuna hans Þorsteins. Skipulagið verður að þið gangið fram kirkjuna með veggjum og þegar þið komið að kistunni kveðjið þið og gangið síðan fram og út miðgang kirkjunnar. Erfidrykkja verður í safnaðarheimilinu strax að lokinni athöfn og jarðsetning duftkers verður síðar og jarðsett í Sóllandi.

Minningarorð í útför Þorsteins Magnússonar, sem gerð var frá Neskirkju, 8. apríl, 2016, kl. 13.