+ Magnús Jóhannsson +

Hvað fannst þér eftirminnilegast við Magnús Jóhannsson? Er það, sem hann gerði eða sagði? Áttu þér minningu um hann, sem hefur orðið þér svo mikils virði að þú hefur þroskast eða breytt einhverju í þínu lífi? Magnús umgekkst marga og hafði áhrif á líf fjölda fólks.

Brunnlokin

Sagan af brunnlokunum varð mér skilningslykill að mörgu í lífi Magnúsar. Og hvernig var sú saga? Magnús var alltaf með augun opin, fylgdist með þróun samfélagins, hlustaði á fréttir, fylgdist með verktakabransanum og hverjir gerðu hvað. Hann hafði tekið þátt í eða séð um margar stórframkvæmdir og vissi hverjir sáu um gerð holræsa og hvað mátti bæta. Svo kom auglýsing um útboð á brunnlokum. Og þar sem Magnús var sérfræðingur í holræsum – og hafði að fenginni reynslu miklar skoðanir á lokum þeirra – ,hugsaði hann hratt. Gat þetta verið raunverulegt útboð eða var það lagað að þörfum einhvers innflytjanda eða framleiðanda? Magnúsi sýndist að tímaramminn sem var gefinn í útboðinu, gæti verið nægur til að hann gæti lagt inn tilboð. Svo fór hann á netið, fann framleiðendur erlendis og hafði samband þá. Þegar hann hafði náð tengslum voru teikningar sendar út og svarið var að hægt væri að búa til lokin og á verði sem væri innan marka.

Magnús var vanur að meta verkhluta og greina tímaþætti. Svo áætlaði hann kostnaðarliði og fann út hvað heildartilboð yrði að vera hátt til að hann greiðslan yrði yfir núllinu. Svo sendi hann sveitarfélaginu tilboð sitt. Og Magnús var kallaður á fund til að ræða málið. Trúin á að hann gæti klárað alla útboðsþætti var kannski ekki mikil hjá kaupendunum og hann var því spurður hvort hann gæti skilað þessum tilskylda fjölda brunnloka eftir skamman tíma. En Magnús var með sitt á þurru. Af því hann var svo snöggur að plana og panta voru lokin komin til landsins. Já, já, svaraði Magnús. Þau væru tilbúin og það væri hægt að afhenda þau strax! Ég hefði gjarnan viljað vera á skrifstofu útboðsaðilanna og sjá furðusvipinn á andlitum þeirra þegar þeir gerðu sér grein fyrir að tilboð Magnúsar var alvöru tilboð. Hann hafði skoðað allt, farið bestu leiðina, fengið góð lok og á betra verði en aðrir gátu boðið. Magnús fékk því samninginn og varð einn aðalinnflytjanda brunnloka í landinu. Mörg, kannski flest lokin, sem við sjáum eða ökum yfir eru komin frá fyrirtæki þeirra hjóna, Magnúsar og Lovísu. Brunnlok varð alvörufyrirtæki af því getan var mikil, snerpan og áræðið.

Þessi saga er lykilsaga. Góður útreikningur, dugur, hugrekki og framsýni – allt einkennandi fyrir Magnús. Og nú er hann farinn inn í himininn. Þar ræður Guð ríkjum, sem kann að reikna, lætur ekki bilanir heimsins trufla sig, er áræðinn, hefur góða reynslu af framtíðinni og gerir okkur mönnum ótrúlegt tilboð. Viljum við taka því eða ætlum við bara að taka verri tilboðum og svíkja sjálf okkur og sannleikann? Magnús ætlaðist til að heiðarleiki ríkti. Hann er okkur fyrirmynd. Guð gefur okkur möguleika. Okkar er að svar tilboðinu!

Æviágrip og upphaf

Magnús Jóhannsson var alinn upp í Ólafsvík, en hann fæddist reyndar á Siglufirði 19. júní árið 1941. Hann var sonur hjónanna Jennýjar Magnúsdóttur og Jóhanns Þorgilssonar. Þau voru bæði frá Ólafsvík. Magnús var elstur fimm systkina. Bræðurnir voru fjórir en ein systir. Systkini Magnúsar eru Þorgils, Brynja, Viðar og Guðmundur Bjarni. Brynja og Guðmundur lifa systkini sín.

Lífið í Ólafsvík var skemmtilegt, nóg við að vera og leikjamöguleikarnir miklir fyrir tápmikinn dreng eins og Magnús. Hann var hugmyndaríkur leiðtogi og kom því í verk sem honum þótti fýsilegt. Ef krökkunum í Víkinni datt í hug að fara á sjó, en höfðu enga fleytu, smíðuðu þau hana. En fullorðna fólkinu þótti vissara að fylgjast með. Magnús mótaðist af heimabyggð sinni, atvinnuháttum og menningu. Hann naut góðrar skólagöngu og fékk Passíusálma í verðlaun fyrir góða kristinfræðiþekkingu. Magnús var góður íþróttamaður, spretthlaupari, kúluvarpari og góður langstökkvari.

Magnús fór snemma að vinna og leggja til heimilis síns. Í fiskiplássinu Ólafsvík fór hann á sjó þegar færi gafst. Svo vann hann í frystihúsinu. En aksturinn átti hug Magnúsar. Jóhann, faðir hans, rak vörubíl. Og Magnús lærði að keyra áður en hann náði niður á pedalana og svo þegar hann var nægilega langur til var hann kominn á fullt í akstri. Hann var í bíl með föður sínum ungur og keyrði þegar þurfti. Meira var spurt um getu en aldur á vegunum á Snæfellsnesi! En svo þegar Magnús hafði aldur til fékk hann hið formlega ökupróf og hafði atvinnu af akstri í áratugi. Og til viðbótar við rekstur vörubíls kom svo vélaútgerð. Magnús átti margar vélar um dagana og hann keypti og seldi allt eftir þörfum hvers tíma og umfangs þeirra verkefna sem hann sinnti. Og við höfum þessa dásamlegu mynd í sálmaskránni af nokkrum af vélum Magnúsar – og hann er sjálfur næsta smár hjá stórtækjunum. En hann hafði fulla stjórn á tækjunum.

Hjúskapur og barnalán

Svo var það Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir. Sumarið 1960 fór hún að vinna í Bjarkarlundi. Svo var haldið ball í Tjarnarlundi í Saurbænum. Nokkrir starfsmanna í Bjarkarlundi fengu frí og fóru til að dansa. En Lovísa, sem man að hún var í grænni peysu, dansaði ekki aðeins vals og ræl heldur fann manninn sinn. Magnús sá hana og hún hann. Svo kom hann svífandi, tók í hönd hennar og bauð henni upp. Hann var stefnufastur og vissi hvað hann vildi. Og Lovísa var varkár, skoðaði Ólsarann vel og notaði innsæið. Allt gekk upp. Þau dönsuðu sig til framtíðartengsla á þessu afdrifaríka balli í Saurbænum. Hún fór svo heim um kvöldið með stjörnur í augum og Magnús sveif heim með ástina í hjarta og símanúmer hennar á blaði. Svo hringdi hann í hana um haustið og þau hittust, sambandið byrjaði að fléttast. Svo ætlaði Magnús að koma suður um jólin. Og hann þurfti svo sannarlega að hafa fyrir að finna elskuna sína, því hann varð að ganga á undan rútunni yfir alla Fróðárheiði, svo dimmt var hríðarkófið! En alla leið komst hann og þau Lovísa settu upp hringana inn í herbergi hennar á æskuheimilinu í Keflavík. Svo komu þau fram og sýndu fingurgullin – og tengdaforeldrarnir fögnuðu. Magnús gekk síðan aldrei einn í hríðarkófum lífsins – þau gengu tvö saman – áttu alltaf stuðning í hvoru öðru.

Móðir Magnúsar veiktist um veturinn og hann skrifaði konuefni sínu og spurði hvort hún gæti komið til að bjarga heimilisrekstrinum í Ólafsvík. Lovísa fór vestur og þar með hófst hjúskapur þeirra og hefur staðið í meira en hálfa öld. Þau unnu líka saman, m.a. við Búlandshöfða þar sem hún sá um fæði fyrir vegagerðarmennina, en hann ók. Um tíma leigðu þau Magnús íbúð í Ólafsvík en svo ákváðu þau að flytja suður. Þau voru samstiga og komu sér upp húsnæði. Þau bjuggu í Kópavogi. En Magnús sá svo auglýsingu um hús og stóra landspildu á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Hús og land freistuðu hans og hann gerði sér grein fyrir kostum þess að hafa pláss fyrir allar vélarnar heima við. Svo fóru þau og skoðuðu, Lovísa fór yfir alla þætti með honum og svo tóku þau stefnuna upp í sveit með barnahópinn sinn. Það var gæfuspor í lífi þeirra.

Og þau Magnús og Lovísa nutu barnaláns.

  1. Elstur er Guðmundur sem fæddist árið 1962. Guðmundur er bóndi í Káraneskoti í Kjós. Kona hans er Jóhanna Hreinsdóttir. Þau eiga Lovísu Ólöfu, Lísbet Dögg og Atla Snæ.
  2. Jenný fæddist árið 1965. Hún er ráðgjafi og maður hennar er Andrés Guðni Andrésson. Þau eiga þrjá syni: Magnús Óskar, Bergvin Gísla og Guðna Emil.
  3. Þriðji og yngstur barna Magnúsar og Lovísu er Benedikt Sævar. Hann fæddist árið 1971 og starfar sem tæknifræðingur. Kona hans er Sigrún Magnea Gunnarsdóttir. Þau eiga fjórar dætur. Þær eru Bergljót Soffía, Inga Birna, Freyja Dís og Lóa Mjöll.

Svo eru langaafabörn þeirra Magnúsar og Lovísu þrjú: Hrönn, Erna Jóhanna og Andrés Óskar.

Störf og verk

Magnús hafði löngum atvinnu af akstri og vélaútgerð. Hann bæði ók fyrir aðra og tók að sér alls konar verk, stór og smá. Víða kom Magnús við sögu. Margar götur og fráveitukerfi á suðvesturhorninu eru hans verk. En Magnús var meira en bílstjóri og vélamaður. Hann var stöðugt með augun opin fyrir nýjum möguleikum. Hann þorði að skoða tækifæri sem gáfust. Þau Lovísa stofnuðu rekstur um það sem þeim þótti fýsilegt. Magnús notaði þekkingu á vélum og kunnáttu við vélabreytingar til að þróa vélar, sem hann þurfti við smiðjur sem þau settu á fót.

Þar sem fjölskyldan átti oftast hesta gerði Magnús sér góða grein fyrir skeifum og notkun þeirra. Hann fékk hugmynd um kaldsmíðaðar skeifur og kom þeim í framleiðslu. Skeifurnar voru mikið notaðar vegna endingar. Þau seldu verksmiðjuna.

Þá stofnuðu og ráku þau hjón hellusteypu og notuðu vikur til gerðar á milliveggjahellum. Verksmiðjan var flutt í Gnúpverjahrepp og síðan seld.

Fyrirtækið um brunnlokin var svo það síðasta sem þau Magnús stofnuðu.

Minningarnar

Hvaða minningar áttu um Magnús? Manstu þolinmæði hans og skapstillingu? Manstu hvað hann gat verið þrautseigur við viðgerðir? Manstu hve gott yfirlit hann hafði við verk? Og manstu hve vélarnar entust hjá honum af því að hann fór vel með og hafði þrautþjálfað skynjun sína á hvað græjurnar þyldu og hvað mætti bjóða þeim? Manstu hve kjarkaður Magnús var, glöggur og útsjónarsamur? Manstu umhyggjusemi Magnúsar og að hann var alltaf viljugur til að styðja alla í fjölskyldu sinni ef honum fannst þörf á? Manstu hve örlátur hann var og bóngóður? Manstu persónustyrk hans, að hann gafst aldrei upp? Ræktaðu minningarnar um Magnús. Leyfðu þeim að næra vitund þína og líf. Og taktu mark á fyrirmyndinni Magnúsi. Vertu með vitund og vertu opinn fyrir framtíðinni.

Hin opna framtíð og himininn

Magnús og Lovísa keyptu landskika austur í Grímsnesi árið 2005. Þau vildu gjarnan skapa góða aðstöðu fyrir sig og sína. Magnús flutti tæki austur og fór að sinna landbótum, ýtti m.a. upp stórri skjólmön. Mönin sem hann ýtti upp er eins og spurningarmerki í laginu og svo stór að hún sést utan úr geimnum og á Google-map. Og innan hrings – við Magnúsartorgið – er góð aðstaða fyrir alla fjölskylduna og þar er bústaður þeirra Lovísu. Þessi aðstaða er ætluð fólkinu hans og er vitnisburður um vökula þjónustu við stórfjölskylduna. Magnús var stór í þjónustu sinni og verkum. Magnúsartorgið verður vitnisburður um þá opnu framtíð sem Magnús tók ávallt fagnandi. En nú er hann farinn og verkin hans og minningar lifa.
Magnús var trúaður og nú er hann farinn að skoða vegagerð, manir og brunnlok himins. Hann stofnar ekki fleiri fyrirtæki. Hann mun ekki búa til fjölnotaveiðitæki fyrir laxveiði á Íslandi eða aðrar nýjar græjur fyrir þessa veröld. Hann gaukar engu dýrmæti að þér framar til að tjá þér tilfinningar sínar eða afstöðu til þín. Magnús spilar ekki Aerosmith eða Eagles aftur í þessum heimi – eða Rachmaninov 2. Magnús átti margar vélar og bíla um ævina en kaupir ekki framar eða selur. Hann hefur látið af útgerð og hefur ráðið sig í útgerð á himnum þar sem ekkert bilar, allt gengur smurt og feilfrítt.

Guð geymi Magnús Jóhannsson – og Guð geymi þig.

Minningarorð í Mosfellskirkju, 22. nóvember, 2017. Jarðsett í Mosfellskirkjugarði. Erfidrykkja í safnaðarheimili Lágafellssóknar. Karlakór Kjalnesinga. Organisti Þórður Sigurðarson.

2017 Porvoo Communion Primates’ Meeting

Á hverju ári, í október, fer ég til fundar við félaga mína í stjórnarnefnd kirknasambands lútherskra og anglikanskra kirkna í norður og vestur-Evrópu. Sambandið nefnist Porvoo Communion og kennt við borg í Finnlandi þar sem Porvoo-samkomjlagið var undirritað. Fundirnir eru skemmtilegir fundir og nærandi. Þetta kirknasamband hefur enga skrifstofu og er fyrst og fremst stuðningsnet. Í ár var fundurinn í Kaupmannahöfn og við nutum gestrisni hins gefandi og glaðsinna Kaupmannahafnarbiskups, Peter Skov-Jakobsen sem sést hér fara yfir skemmtiefnin í Kaupmannahafnarsögu. Hér að neðan er frásögn um fundinn. 

The Presence, Role and Mission of the Church in a Secular or Post-Secular Society

The Primates and Presiding Bishops of the Churches of the Porvoo Communion met in Copenhagen, Denmark, at the invitation of the Bishop of Copenhagen on 12 and 13 October 2017. The Porvoo Contact Group, made up of a representative of each of the churches of the Communion met at the same time, jointly chaired by the Rt Revd Peter Skov-Jakobsen, Bishop of Copenhagen and the Most Revd Dr Michael Jackson, Archbishop of Dublin. The meeting began with the Eucharist in Copenhagen Cathedral, followed by an opening dinner at which the guest of honour was Ms Mette Bock, Minister of Ecclesiastical Affairs in the Government of Denmark. On the second evening the party attended a service of sung evensong at St Albans’ Church, Copenhagen, a church of the Church of England’s Diocese in Europe. As they walked back through the city centre the doors of all the churches were open for Copenhagen’s ‘Culture Night’. Thousands of people poured through the churches during that evening.

The churches of the Porvoo Communion exist principally in Europe and, therefore, in the increasingly secular societies of the European nations. Primates and Presiding Bishops shared the stories of the relationship between the sacred and the secular in their own particular settings and found common ground both in needing to face challenges to Christianity and the voice of the Church in the modern world and also in experiencing an awakening of spiritual yearning in an age often characterised as becoming less and less religious. A secular society need not be a threat to the thriving of the Church. Rather, the secular may provide hospitable space to religion, allow the religious voice to be heard and protect the freedom of religious faith and practice. As always there was a focus on the local context and papers were delivered outlining the particular challenges facing the Church of Denmark both in finding the right expression of the relationship of Church and State and in exercising its mission and ministry in local communities.

This meeting fell just before the commemoration of the five hundredth anniversary of the beginning of the Protestant Reformation. Bishop Helga Haugland Byfuglien of the Church of Norway delivered a paper on the contribution of Lutheranism in the modern world, highlighting the Lutheran notion of ‘being liberated’. ‘Being liberated’ is a concept that speaks of being liberated from the boundaries of the world, as well as being liberated into service to the world.

The Churches of the Porvoo Communion exist within and outside the European Union. The question of ‘Brexit’ and the withdrawal of the United Kingdom from the European Union was a key point of discussion. The Archbishop of Canterbury made the clear point that whilst the United Kingdom was leaving the European Union it was not leaving Europe.

The next consultation for the churches of the Porvoo Communion will be in Estonia in October 2018 with the theme ‘Minorities and Majorities: A Challenge to Church and Society.’

List of Participants

Primates and Presiding Bishops

  • Rt Revd Peter Skov-Jakobsen, Bishop of Copenhagen, Evangelical Lutheran Church in Denmark (Lutheran Co-Chair)
  • Most Revd Dr Michael Jackson, Archbishop of Dublin, Church of Ireland (Anglican Co-Chair)
  • Rt Revd Dr Martin Lind, bishop, Lutheran Church in Great Britain
  • Most Revd Lauma Zusevics, Archbishop Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad
  • Most Revd Mark Strange, Primus, Scottish Episcopal Church
  • Most Revd and Rt Hon Justin Welby, Archbishop of Canterbury, Church of England
  • Most Revd Dr Kari Mäkinen, Archbishop of Turku, Evangelical Lutheran Church of Finland
  • Rt Revd Helga Haugland Byfuglien, Presiding bishop, Church of Norway
  • Rt Revd Dr Jorge Pina Cabral, Diocesan Bishop, Lusitanian Church, Portugal
  • Most Revd Dr Antje Jackelén, Archbishop, Church of Sweden
  • Rt Revd Carlos López Lozano, bishop, Spanish Reformed Episcopal Church

Porvoo Contact Group members

  • Revd Dr Tomi Karttunen, Evangelical Lutheran Church in Finland
  • Revd Helene Steed, Church of Ireland
  • Very Revd Dr Andris Abakuks, Dean, Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad
  • Revd Dr Thorsten Rørbæk, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Ms Miriam Weibye, Church Relations Officer, Scottish Episcopal Church
  • Revd Dr Sigurdur Arni Thordarson, Evangelical Lutheran Church in Iceland
  • Revd Jenny Sjögreen, Church of Sweden
  • Revd Tauno Teder, Estonian Evangelical Lutheran Church
  • Revd Ainārs Rendors, ecumenical secretary, Evangelical Lutheran Church of Latvia
  • Revd Tuomas Mäkipäa, Chaplain, Chaplaincy of St. Nicolas, Helsinki, Diocese in Europe
  • Revd Dr William Adam, Church of England (Anglican Co-Secretary)
  • Ms Beate Fagerli, Church of Norway (Lutheran Co-Secretary)
  • Revd Dr Maria Klasson Sundin, Church of Sweden (Lutheran Co-Secretary)

Apologies received from

  • Most Revd Richard Clarke, Archbishop of Armagh, Church of Ireland
  • Rt Revd Agnes M. Sigurðardóttir, bishop of Iceland
  • Most Revd Janis Vanags, Archbishop, Evangelical Lutheran Church of Latvia
  • Most Reverend John D E Davies, Archbishop of Wales
  • Most Revd Urmas Vilma, Archbishop, Estonian Evangelical Lutheran Church

Guests and Presenters

  • Ms Mette Bock, Minister of Ecclesiastical Affairs and Member of the Parliament for Liberal Alliance Secretary to the Minister of Ecclesiastical Affairs Ms Anna Sophie Wiese
  • Mr Christian Dons Christensen, Head of Department, Minstry of Ecclesiatical Affairs
  • Ms Karen Klint Chairman of the ecclesiatical commission of the Danish Parliament and Member of the Parliament for Socialdemokratiet
  • Dr jur Hans Gammeltoft-Hansen, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Revd Rikke Juul, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Rt Revd Marianne Christiansen, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Dr Mogens S. Mogensen, chairman of the Council of International Relations of the Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Mr Birger Nygaard, general secretary of the Council of International Relations of the Evangelical Lutheran Church in Denmark

Porvoo Communion Primates’ Meeting

Copenhagen

12-13 October 2017

+ Valdimar Hergeirsson +

Valdimar samdi mörg próf um dagana og var snjall prófamaður. Prófin sem hann samdi voru erfið en réttlát. Þau voru þeirrar gerðar, að nemendur urðu að hafa glímt við námsefnið, þurftu að kunna til að geta svarað flestum spurningunum. Og í prófunum var jafnan einhver undraspurning utan rammans, sem Valdimar lagði oft mikið á sig að búa til. Spurning, sem krefðist kunnáttu í námsefninu en líka skapandi hugsunar. Til að svara reyndi á hvort nemendur gætu gert meira en bara beita reglum. Svarið krafðist ekki bara þekkingar heldur skilnings. Valdimar vildi skapandi huga. Plús-spurningin leiddi í ljós þekkingu, getu og snilld. Hún var gullspurningin.

Er það ekki góð skólastefna að kenna ekki aðeins staðreyndir heldur opna fólki dyr til þroska? Valdimar fór hratt yfir í tímum, en líka djúpt. Hann skerpti skussana, kom mikilli þekkingu til skila á stuttum tíma og vildi koma öllum til nokkurs þroska. Kennarinn miðlaði þekkingu, en vildi að hugur nýttist handverkinu. Valdimar vildi að hans fólk nýtti þekkinguna til lausnar í óséðum dæmum, þyrði að hugsa. Það er gott að læra vel en handan hins venjulega er vonarland snilldar og sköpunar. Greind er ekki aðeins að greina að – heldur greina það sem tengja má saman. Af hverju skyldi fólkið hans Valdimars þora og geta?

Við getum túlkað gullspurninguna sem vott um víddir í persónu og lífi Valdimars. Hann vildi gjarnan læra hið hagnýta, tileinka sér þekkingu en svo vildi hann bæta við, opna fyrir það sem gæti eflt, dýpkað og glatt. Þetta sjáum við í kennslu hans, menntunarafstöðu, skólastefnu og líka í einkalífi. Hann vildi halda því til haga sem væri nýtanlegt og gott, en líka skoða og endurskoða til að leyfa hinu nýja að verða og þroskast.

Það er góð afstaða í þessari samþættingu. Öll þiggjum við fjölmargt í arf en hræðumst stundum eða lokum á það sem gæti orðið til góðs. Við þörfnumst tengingar við það sem gefið er, en megum þora að opna huga, samfélag, vísindi, fræði, fjölskyldur og líf. Hefð og nýung eru góðar systur. Skipan og nýsköpun. Fræði og framtíð líka. Þekking er mikilvæg, en miklu betri er hún í góðri sambúð við viskuna. Og þá erum við komin inn á svið mannsýnar klassískrar kristni sem kennir opnun, beinir til hins háleita, vísar til ljóss, máttar og hins stóra. Á tilbeiðslumáli kristninnar er þetta kallað dauðinn dó en lífið lifir. Þar er plús heimsins og alls lífs. Gullspurning opnar snilldarheima tíma og eilífðar.

Ævi, fjölskylda, nám og störf

Valdimar Þór Hergeirsson fæddist 9. ágúst 1930. Foreldrar hans voru Hergeir Kristján Elíasson, skipstjóri, og Ragnheiður Guðmunda Þórðardóttir, húsmóðir. Pabbinn var ættaður af Vestfjörðum en móðirin úr Borgarfirði. Valdimar er elstur systkina sinna. Hin eru Haukur, Herdís og Elías. Elías lifir systkini sín. Fyrstu árin bjó fjölskyldan á Kjalarnesi – í skjóli Guðmundu hálfsystur Ragnheiðar og Valdimars í Varmadal. Á Kjalarnesi var Valdimar til tíu ára aldurs, gekk í skóla og lærði líka að synda þar sem Pétur á Álafossi var svo framsýnn að stífla læk og koma sveitungum sínum til vitundar um mikilvægi góðrar sundaðstöðu. Valdimar synti alla ævi og við höfum m.a.s. flotta mynd af sundkappanum í sálmakránni og til eru tvö skemmtileg blaðaviðtöl við Valdimar um sundiðkun.

Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur settist hún fyrst að á Framnesvegi og svo var fjölskylduhúsið á Kaplaskjólsvegi 5 byggt, þar sem nú er Víðimelur 74. Húsið var tilbúið í miðju stríðinu og þar var fjölskyldan síðan. Valdimar sótti skóla í Vesturbænum og fór svo í Verzlunarskólan sem þá var á Grundarstíg. Verzló og Valdimar áttu svo samleið í liðlega hálfa öld. Hann hóf nám árið 1945 og útskrifaðist sem stúdent vorið 1952.

Þá lá leiðin í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Valdimar lauk þaðan prófi árið 1956. Svo stundaði hann nám vetan hafs og austan. Átta árum eftir að Valdimar lauk námi í Verzló, árið 1960, var hann ráðinn til kennslu þar. Síðan starfaði hann sem kennari, yfirkennari og um tíma skólastjóri. Hann lét af störfum vegna aldurs sem yfirkennari árið 2000 en Verzló-fólkið sleppti honum ekki og Valdimar kenndi til ársins 2004.

Valdimar var stundakennari við viðskiptadeild Háskóla Íslands í tvo áratugi. Hann hafði alla tíð gleði af kennslu og kenndi mikið. Hann skrifaði líka kennslubækur í hagfræði og bókfærslu. Hann var félagslyndur og kunnáttusamur í félagsefnum. Þær gáfur nýttust vel í fararstjórn. Í mörg sumur – á 8. og 9. áratug síðustu aldar – var hann fararstjóri erlendis fyrir ferðaskrifstofurnar Sunnu og Samvinnuferðir.

Valdimar skrifaði margt og m.a. um tengsl sín og Verzlunarskólans. Í upphafi kom hann á reiðhjóli í skólann en var svo óheppinn að lykillinn að hjólinu týndist. Valdimar fór inn og bað um aðstoð. Skólastjórinn sagði spámannlega: „Kannski kemst þú ekkert héðan. Ætli við sitjum ekki bara uppi með þig!“ Svo varð og Valdimar var tengdur skólanum í meira en hálfa öld. En skólinn sat ekki upp með hann því hann lagði ávallt mikið til menntunar, stjórnunar og félagslífs skólans. Og ef einhverjir efast um breiddina í þjónustu hans skal það upplýst að á námsárum sínum sá Valdimar ekki aðeins um skólaskákmót og sat í ritnefnd skólablaðsins, heldur var einn helsti frömuður og kyndilberi bindindishreyfingar skólans. Hann sá til þess að bindindiserindrekar komu og töluðu um áfengisbölið við skólafélaga hans. Og Valdimar þakkaði bindindisafstöðunni að hann var þurr – fram að dimisjón! Þá gerðist eitthvað. Og bindindissemi Valdimars þróaðist svo hann hann vildi engan rudda, aðeins eðalkoníak og þokkalegt rauðvín. En Valdimar ólst við bindindi og bar í sér visku hófstillingarinnar síðan.

Valdimar lét ekki aðeins til sín taka í kennslunni í Verzló, heldur hafði umsjón með endurskoðun námsefnis og kennslu skólans. Valdimar beitti sér fyrir framsækinni skólastefnu og góðum fræðsluháttum og var í ljósi stefnu og árangurs fenginn af menntamálaráðuneyti til að bæta kennslu í framhaldsskólum.

Valdimar var dáður kennari og gerði kröfur til nemenda sinna. Þeir uppgötvuðu snarlega að betra væri að læra fyrir tíma. Vegna yfirferðarhraðans voru þeir óundirbúnum erfiðir en stórkostlegir ef heimalærdómurinn var góður. Sú saga var gjarnan sögð í skólanum að kraftur og hraði Valdimars hefði verið slíkur að hann hefði skrifað á töfluna með hægri hendi og þurrkað út jafnóðum með vinstri. Hann skrifaði af slíkri áfergju að krítin molnaði og brotin sáldruðust yfir gólf og krítarrykið rataði í vit læriföðurins. Og Valdimar varð jafnvel að nota fyrirbyggjandi aðgerðir svo hann missti ekki röddina af krítarkófinu! Hann var virtur og dáður sem skólamaður, bæði af samkennurum og lærisveinunum. Þar sem Valdimar var fljótur að greiða flækjur mannlífsins og hafði lag á samskiptum var hann gjarnan beðinn að vera farstjóri í nemendaferðum. Honum lánaðist gjarnan að slökkva elda og fyrirbyggja vandræði. Þegar stúdentafagnaðir voru haldnir var oft fyrsta spurningin hvort Valdimar mætti ekki. Hann var síðan umsetinn og hrókur fagnaðar.

Fyrir hönd Verzunarskólans eru hér með færðar þakkir fyrir þjónustu Valdimars í þágu nemenda og skóla.  

Og vinir Valdimars sem ekki geta verið við þessa útför hafa beðið fyrir kveðjur. Þau eru Börkur Hrafnsson og Elín Norðmann, einnig Bragi Björnsson og Ragna Björk Ragnarsdóttir. 

Fjölskyldan og ástvinir
Svo var það fjölskyldan og heimilislífið. Í einu af mörgum blaðaviðtölum um ævina var Valdimar spurður hvað skólastjóra Verzló þætti best. Honum þótti best að vera í faðmi fjölskyldunnar. Valdimar dansaði við Kristínu Þórunni Friðriksdóttur í Súlnasal Hótel Sögu. Þau sóttu danskvöldin á fimmtudögunum, voru bæði búsett í Vesturbænum og svo dönsuðu þau sig saman og voru góð í lífstaktinum allt þar til Kristín lést árið 1996. Í Kristínu átti Valdimar öflugan maka, ráðhollan vin og leiftrandi félaga. Vegna skerpunnar opnaði hún bónda sínum ýmsar gáttir skilnings. Og hann dáðist að konu sinni og mat mikils. Veislugetuna höfðu þau bæði og kunnu mörg dansspor við músík lífsins. En krabbinn tók hana – alltof snemma. Eftir voru sár og ör.

Valdimar bjó við barnalán. Stjúpdóttir Valdimars er Brynja Tomer sem Kristín átti áður en þau Valdimar tóku saman. Börn Brynju eru Anna Kristín Cartesegna, Sóley Ragna Ragnarsdóttir og Sæmundur Ragnarsson. Sonur Valdimars og Kirstenar Friðriksdóttur er Örn hagfræðingur. Kona hans er Aðalheiður Ósk Guðbjörnsdóttir, félagsráðgjafi. Börn þeirra eru Guðbjörn, Ársól, Friðrik Kári og Daníel Örn. Valdimar átti með eiginkonu sinni tvö börn: Ragnar Þór og Öldu Björk. Ragnar er tölvunarfræðingur og kona hans er Brynja Baldursdóttir, kennari. Þau eiga tvö börn: Silju Rós og Valdimar Þór. Alda Björk er dósent og maki hennar er Guðni Elísson prófessor. Þau eiga tvær dætur Steinunni Kristínu og Úlfhildi.

Eigindir

Og svo eru allar minningarnar og þær má blessa með ýmsu móti. Hvernig var Valdimar Hergeirsson? Það er gaman að hlusta fólk segja sögur af skólamanninum og fjölskyldumanninum. Valdimar hafði sterkan prófíl í störfum og lífi.

Hann var félagslyndur og skemmtilegur. Og spannaði kynslóðirnar vel, tengdi vel við eldri sem yngri í kennslu og almennum samskiptum. Og svo hafði hann áhuga á fólki, mundi eftir nemendum, lyndiseinkun þeirra og lífsafstöðu og svo auðvitað hvort þau leystu gullspurninguna. Og þar sem Valdimar var stuðlaði hann að jákvæðum tengslum við nágranna sína og samverkafólk.

Manstu hve vinnusamur Valdimar var? Hann vann alla tíð mikið, kenndi mikið og sló ekki slöku við þegar heim var komið. Oft sáu nágrannarnir sem voru að koma af skrallinu að Valdimar var enn að vinnu á skrifstofu sinni, við að undirbúa kennslu eða skrifa verkefni. 

Manstu eftir áhuga Valdimars á þróun skólastarfs og hve mikinn áhuga hann hafði á gæðum? Manstu tækniáhugann, tölvuvæðingu hans og hve hinn opni hugur sigldi á  ölduföldum tækninnar? Manstu metnaðinn og vandvirkni hans í öllu? Manstu örlæti Valdimars og hve veitull og gjöfull hann var? Svo var hann maður jöfnuðar, heiðarlegur og vandvirkur í samskiptum. Meira að segja gamalt hlutabréf sem hann erfði reyndist verðmætara en hann átti von á. Hann seldi það og skipti verðmætum milli systkinanna, sem sem sýndi bróðurþel hans og réttlætiskennd.

Já, Valdimar var skapstillingarmaður. En að baki jafnaðargeðinu var kvika hið innra sem hann varði vel. Hann agaði sig svo að tilfinningar leiddu hann ekki í neinar ógöngur. Og jafnan reyndi Valdimar að velta sér ekki upp úr tilfinningamálum heldur þótti mikilvægara að leyfa málefnum að ráða för. Valdimar var umtalsfrómur og varkár í dómum um menn og málefni. Hann hafði festu í dagsrytma sínum, rútínu sem hélt honum við efni lífsins.

Hann var ferðafrömuður. Í sálmaskránni er heillandi mynd af þeim Kristínu – geislandi – fyrir framan píramída í Egyptalandi. Valdimar þjónaði mörgum á erlendri ferðaslóð og opnaði Íslendingum heiminn. Af því Valdimar vildi þekkja og vita aflaði hann sér gagna og skoðaði til að geta frætt. Hann talaði við innfædda og miðlaði síðan til ferðafélaga sinna. Þekkingin en líka plúsinn sem Valdimar bætti við.

Manstu hve vel Valdimar var vel á sig kominn? Hann var vissulega matmaður, fór alls ekki ekki í sykurbindindi og mat rjómasósur mikils. En hann gætti vel að grömmum, synti og hreyfði sig.

Þegar hinn vinnusami Valdimar lét af störfum í Verzló var hann einn – og þá sneri hann athygli að hugðarefnum. Hann glímdi við gullspurningar lífsins. Og Valdimar opnaði og m.a. vildi hann læra betur tungumál sem honum voru töm en líka bæta við. Hann var maður þekkingarinnar en opnaði svo veru sína – þroskaður og fullorðinn – og leitaðist við að bæta málakunnáttu. Hann hlustaði og horfði á erlendar fréttir – bæði til að fylgjast með þróun heimsmála – en líka til að læra orð, byggja setningar á framandi tungum og nema blæ og hvísl menningarinnar. Valdimar var opinn fyrir plúsunum, gullinu í lífi heimsins.

Gullspurningin

Og nú er hann farinn, kaupir ekki fleiri páskaegg handa fólkinu sínu og tekur ekki blóðþrýstinginn. Hann kætir ekki framar húsvörðinn á Skúlagötunni, semur engar fleiri gullspurningar eða hlær með þér að gleðimálum þessarar veraldar. Valdimar notaði síðustu dagana til að kveðja vel. Svo er þessi útfarardagur á afmælisdegi móður hans sem hann mat svo mikils. Og við megum leyfa honum að fara inn í fagnað himins.

Gagnvart dauða og eilífð er alltaf plússpurning. Hvernig má leysa gátuna um dauða og sorg? Við úrlausn koma saman systurnar tími og eilífð, þekking og viska, skipan og nýung, dauði og líf. Boðskapur fortíðar um Jesú Krist kemur úr framtíð. Dauðinn dó en lífið lifir. Snilldin í prófúrlausn heimsins er að eilífðin er opnuð. Þú mátt sjá í skólamanninum, vini þínum og ástvini, Valdimari Þór Hergeirssyni, getuna til að opna svo lífsgáturnar megi sjá í nýju ljósi. Valdimar er í gullspurningunni – og vegna snilldar himinsins má hann upplifa gleði spurningar og úrlausnarinnar, sem er greindarleg. Guð, skólastjóri alheimsins, er alltaf sanngjarn og hefur gaman af þeim sem þora.

Guð geymi Valdimar og Guð geymi þig.

Minningarorð 10. nóv. 2017. Neskirkja. Jarðsett í Gufuneskirkjugarði. Erfidrykkja í Neskirkju.

Ástarsögur

Ég stóð einu sinni við hlið manns í Skagafirði og ræddi við hann um kirkjuna í heimabyggð hans. Orð hans voru eftirminnileg og opnuðu mér glugga að viðhorfi fólks um allt land, jafnvel óháð trú eða vantrú. Hann sagði: „Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega.“ Svo skýrði hann mál sitt og mér vitraðist að kirkjan var honum mun meira en bara guðsþjónusturými. Hún var manninum tákn um líf fólksins hans, sögu þeirra og menningu. Víða hef ég heyrt fólk tala með svipuðum hætti um kirkjuna sína. Sögur þeirra eru ástarsögur, ekki um spýtur, steypu og gler, heldur um líf fólks og menningu.

Kirkjuhúsin þjóna ekki einu heldur mörgum og mismunandi hlutverkum. Ferðafólk á leið um landið vitjar þeirra. Margir skoða kirkjur og garðana umhverfis þær vegna þess m.a. að þar eru menningarminjar. Þær tjá sjálfsviðhorf fólks í sókninni og getu samfélagsins. Fólk vill, að kirkjuhúsin séu falleg og þykir ótækt að þau grotni niður þó erfitt sé að finna fé til að kosta viðgerðir. Þeim er jafnvel haldið við eftir að allt fólk er flutt úr sveitinni. Svo eru þessi hús umgjörð um mikilvægustu athafnir í lífi fólks, staðir lifandi orðs og samfélags. Ytri umgjörð á að vera í samræmi við inntakið.

Kirkjur eru tákn um sögu viðkomandi byggðar og samhengi þeirra kynslóða, sem eiga sér sameiginlegan helgidóm, jafnvel um aldir. Kirkjur eru tákn, sem vísa til gilda og tilgangs. Hvert samfélag þarfnast skírskotunar um sið, hlutverk og tilgang. Kirkjur þjóna ekki aðeins því hlutverki að teikna línur í landslag, vera kennileiti í sveit eða augnhvílur fólks á ferð. Kirkjuhús eru tákn um að mannfélag eigi sér dýpri rök og gilt samhengi, sem ekki bregst þó flest sé í heiminum hverfult. Það er skírskotun – hin guðlega vídd – helgistaða.

Ástartjáning fólks gagnvart kirkjum þeirra er heillandi. Og rímar við ástarsögu Guðs, sem kemur fram í erkifrásögn kristninnar um að lífið er gott því Guð leggur til allt sem þarf til góðs lífs. Við mannfólkið erum aðilar og persónur þeirrar sögu. „Meðan kirkjan stendur mun þessi byggð standa,“ var sagt um kirkju í Vestur-Skaftafellssýslu. „Ég elska þessa kirkju,“ sagði kona við mig og átti bæði við húsið og erindi hennar. Góðar ástarsögur hrífa. Ástarsaga Guðs skapar líf kirkjunnar og varðar okkur öll. Kirkjuhúsin tjá hvaða viðhorf höfum við til menningar okkar. Við seljum ekki eða förgum því sem við elskum heldur verndum og gætum.

+Ólafur Jóhann Jónsson+

Hvernig var Ólafur Jóhann Jónsson? Það er mikilvægt fyrir andlegt heilbrigði að dekra við og vinna með minningar um ástvini og fólk sem skiptir okkur máli. Hvernig var myndin af Ólafi? Myndin, sem þjóðin man, er dregin upp í Englum alheimsins, margslungnu og áleitnu verki Einars Más Guðmundssonar. Þar er sagt frá lækninum Brynjólfi, sem kom fram við sjúklinga öðru vísi en aðrir í starfsliði spítalans. Og það er vitað og staðfest að fyrirmynd Brynjólfs var Ólafur. Lýsing læknisins er eftirminnileg í bókinni og skilar sér vel í kvikmynd Friðriks Þórs síðar. Ólafur kom alltaf fram við sjúklinga eins og jafningja. Mannvinsemd hans var svo skýr og mannvirðing hans svo þroskuð. Hann stóð með sjúklingunum, skildi vanda þeirra bæði vitsmunalega og tilfinningalega. Og þessi niðurlúti maður, sem söguhetjur í Englum alheimsins sáu, átti bágt. Já, mikið hlýtur hann að eiga bágt var mat þeirra. Þeir sögðu: „Hann gengur með okkur á herðunum.“ Það er fallegur minnisvarði sem Ólafur reisti sjálfum sér en var svo fagurlega fram settur í Englum Alheimsins.

Og nú Ólafur er farinn. Og þínar minningar kvikna. Hvað var hann, hvernig var hann og hvað getum við lært af honum? Hvernig var hann sem fjöskyldumaður, faðir, eiginmaður og félagi? Hvað stýrði mótun Ólafs í bensku og hvernig vann hann úr? Af hverju var hann svona góður læknir? Var það af því að hann kunni fræðin betur en margir kolleganna? Eða var það af því hann hafði sjálfur horft niður í myrkrið og átti svarta hundinn að félaga á æviskeiðinu? Var það mannúð og ræktuð mannelska sem stýrði geði hans, afstöðu og tengslum?

Bréfið – þú bazt um sárið

Ólafur sagði gjarnan að hann hefði valið erfiða grein læknisfræðinnar því það væri erfiðara að lækna geðsjúkdóma en marga aðra kvilla. Til eru merkilegar umsagnir um lækninn Ólaf og til að veita ykkur nokkra innsýn í færni hans sem læknis les ég bréf frá fyrrum sjúklingi hans sem ég fékk að sjá:  

„Ólafur.

Áraskipti í lífi manna eru sem vörðuskipti hjá ferðalöngum. Hjá vörðum staldra ferðalangar við og líta yfir farinn veg. Vegna þess, að ég hitti þig á leiðinni að þessari vörðu og fékk að nokkru leyti að verða þér samferða að henni, langar mig nú að eiga við þig orð. Þegar þú gekkst fram á mig, lá ég utan vegarins. Ég var vonlaus og treystist ekki til að halda áfram. En ég hitti þig – og þú bazt um sárin. Og þú gerðir meira: Þú studdir mig fyrstu sporin á ný unz ég fékk kraft og gat haldið áfram. – Ég minnist þess einnig, hve gaman var var að tala við þig um veginn og hve hann virtist auðfarnari á eftir. – Fyrir þetta þrái ég að þakka þér.  – Þinn vinur XX “

Þannig hljóðar þetta bréf sem Ólafi var sent á miðjum starfsferli hans. Og það dregur saman með kröftugum hætti hvílíkur andlegur græðari hann var. Í störfum var hann sem lærisveinn læknisins besta, Jesú Krists. Líf manna er vegferð frá einni stiklu til annarrar, hvort sem það eru vörður í landi eða skil í tíma.

Æfistiklur

Ólafur Jóhann Jónsson fæddist í Reykjavík 9. október árið 1928. Foreldrarnir voru Vilhelmína Kristjánsdóttir og Jón Jónsson. Ólafur var fjórði í röð systkinanna. Sigríður og Guðmundur Kristján  voru eldri og sömuleiðis systirin Ólafía Jóhanna en hún dó í frumbernsku og Ólafur þáði nafn hennar. Og nafnið varð honum líka eins og skuggi vegna missis systurinnar. Yngst var Hanna.

Mamman var dugmikil, glögg og blíðlynd og pabbinn kraftmikill bygginga- og athafna-maður. Jón byggði ekki aðeins hús, heldur flutti einnig út fisk. En tíminn var óheppilegur því fjárhagskreppa millistríðsáranna skall á með fullum þunga og tap útgerðarinnar varð stórt. Öll ráð voru dýr en ákveðið var að flytja vestur til Flateyrar árið 1932 til að ná að glíma við skuldahalann. Og þar sem Jón var hamhleypa til vinnu varð honum vel ágengt og vann að byggingum víða um Vestfirði. Og hann fékk meira að segja viðurnefnið „Jón á öllum fjörðunum“ sem tjáir vel dugnað hans.

Uppvöxtur fyrir vestan

Flateyrarárin urðu Ólafi mikil hamingjuár. Hann eignaðist vini, lærði að skilja hjartslátt og sálargáfur Vestfirðinga. Hann lærði að meta lífið í dreifbýlinu. Hann stóð sig afar vel í skóla. Var svo sendur í sveit í Tungu í Valþjófsdal og var falið að sitja yfir sauðfé. Ólafur talaði seinna um að hann hafi verið einna síðastur smala á Íslandi. Hann lærði að treysta sjálfum sér, lærði að vera einn í víðáttu fjallanna, varð að stæla hug gegn allri vá veðra og dulmagna heimsins og lærði að axla ábyrgð. Svo var lak breitt á þak bæjarins þegar hann átti að koma með búsmalann heim til mjalta. Ólafur lærði því ekki aðeins að vinna heldur aga sig. Vegna veikinda um tíma átti Ólafur erfitt með gang. En honum til happs las hann grein í tímariti um að menn gætu þjálfað sig til heilsu. Hann tók því til óspilltra mála og agaði sig og æfði og tókst að ná styrk að nýju. Alla tíð mátti merkja afleiðingar veikinda í göngulagi Ólafs en hindraði þó ekki hinn viljasterka æfingamann að hlaupa langhlaup síðar á æfinni. Fáum hefði dottið í hug að lömunarveiki drengurinn ætti eftir að vera elsti langhlauparinn í hálfmaraþoni áratugum síðar.

Skólanám Ólafs á Flateyri og á Núpi tókst vel og hann byrjaði að læra á píanó, sem varð honum hugfró. Glíman við nótur, hljómborð og tónlist varð honum farvegur tilfinninga æ síðan og til sálarbóta.

Suður

Jóni „á öllum fjörðunum“ og Vilhelmínu gekk flest að sólu og efnin bötnuðu. Þá fóru þau að huga að suðurferð. Þau fluttu til baka til Reykjavíkur á miðju stríðinu, eða árið 1942, eftir gæfuríkan áratug fyrir vestan. Pabbinn byggði hús við Ránargötu og þangað flutti fjölskyldan. Ólafur fór í Menntaskólann í Reykjavík og sóttist nám vel. Svo tóku við háskólaárin. En Ólafur glímdi ekki aðeins við efnafræði læknadeildar heldur efnaskipti eigin heila, dapran hug og þunglyndi. Eins og við lömunarveikina gerði hann sitt besta, agaði sig og tók það til bragðs sem gat eflt hann. Og allar götur síðan vissi hann um gildi þess að vilja bregðast við meinum sínum. Þegar hann sem læknir merkti vilja í sjúklingum sínum að vinna með vanda sinn þá hvatti Ólafur og studdi eins og hann mátti. Ólafur lauk hluta læknisnámsins við Háskóla Íslands og fór svo til Düsseldorf í Þýskalandi og þar lauk hann námi.

Hjúskapur, börn og ástvinir

Á milli nátta voru dagar. Og þau Ingibjörg Þórðardóttir fundu hvort annað á dansleik og dönsuðu sig til hjúskapar. Þau gengu í hjónaband 19. janúar árið 1952 og bjuggu nokkur ár í kjallara á Víðimel 44. Ingibjörg Þóra (1947) kom með móður sinni og Ólafur ættleiddi hana. Þóra starfaði sem skrifstofumaður. Börn hennar eru Ragnar Sigurbjörnsson og Dabjört Edda Barðadóttir. Gylfi fæddist árið 1955. Hann er verkfræðingur og býr í Bandaríkjunum. Hann á með Ingibjörgu Sigrúnu Einisdóttur, konu sinni, þrjú börn; Jóhann Inga, Þorbjörn og Guðrúnu Björgu. Vala fæddist árið 1962. Hún er myndlistarmaður og býr í Bandaríkjunum. Kristján Ívar fæddist árið 1964. Han er nuddfræingur og hans kona er Heba Helgadóttir og þau eiga synina Stefni Húna og Dag Fróða. Jón Ívar, einkaþjálfari, er yngstur systkinanna, fæddur í ársbyrjun árið 1970. Kona hans er Ingunn Ásta Sigmundsdóttir og þau eiga börnin Ívar Inga, Anítu Kristínu og Sylvíu Kristínu.

Nám og störf

Ólafur fór utan á undan fjölskyldunni til náms í Þýskalandi. Veran á Rínarbökkum varð honum mikil reynsla. Hann var agaður í fræðunum, teygaði í sig tónlistina og opnaði veru sína fyrir menningunni, sem var um margt í molum eftir hrylling stríðsins. Ólafur varð fyrir sporvagni og hryggbrotnaði. Hann varð að endurþjálfa sig líkamlega og svarti hundurinn, eins og Churchill kallaði þunglyndið, var aldrei langt undan. Þau Ingibjörg urðu að halda vel á öllu, bregðast við flóknum aðstæðum og það varð ekki þrautalaust að geta klárað námið. Það tókst þó fyrir harðfylgi þeirra beggja. Þau voru reynslunni ríkari þegar þau fóru svo heim til Íslands. En Ólafur vildi gjarnan bæta við sig í námi. Það varð að ráði að þau fóru til Silkeborgar og Óðinsvéa og Ólafur stundaði m.a. lyflækninganám þar á árunum 1964 – 68. Danmerkurárin voru góður birtutími allri fjölskyldunni.

Svo heim til Íslands að nýju á hippaárinu 1968. Þá settust þau að í reisulega fjölskylduhúsinu Bræðraborgarstíg 19 sem faðir Ólafs hafði reist handa börnum sínum. Ólafur setti á stofn lækningastofu í Garðastræti og Ingibjörg vann með honum. En reynslan af víddum sálarmeina dró Ólaf æ meir að geðlækningum og hann söðlaði um. Hann fór að vinna á Kleppi og var deildarlæknir þar í mörg ár. Síðar starfaði hann svo á Landspítalanum til starfsloka.

Þau Ingibjörg og fjölskyldan bjuggu um tíma í Bólstaðarhlíð en fluttu svo á Kvisthaga þar til þau hjón skildu árið 1985. Þá keypti Ólafur sér húsnæði við Eiríksgötu í nágrenni Landspítalans og þessar kirkju.

Hugðarefnin

Þegar Ólafur lét af störfum hafði hann meira næði til að sinna hugðarefnum sínum. Hann las sögu af miklum ákafa, hikaði ekki við að kafa í nýjustu kenningar í mannfræði og var vel að sér. Hann tók stundum að sér afleysingastörf út á landi og vakti umtal fyrir getu á skíðum norður í Ólafsfirði þegar hann lét ekki fannfergi hindra læknisvitjun. Og svo hljóp Ólafur. Mörg okkar munum hann og hlaupastíl hans. Og hann vakti aðdáun margra fyrir öll hálfmaraþonin sem hann hljóp. Og síðast – er hann hljóp – var hann á níræðisaldri.

Svo var það öll tónlistin sem umvafði sál hans og líf. Hann var fær píanisti. Þýska tónlistin rann honum í blóð rétt sem Rín og þýsk menning. Schuman, Beethoven og Brahms voru vinir hans. Og svo var Chopin í uppáhaldi. Tregafull næturtónlistin umlauk sálarbylgjur Ólafs og hann fékk útrás fyrir toppana með því að veita þeim um huga, hendur og inn í dýrðarheim hljómanna. Tónlistin sefaði og veitti lífi í það sem vildi daprast og stirðna. Ólafur spilaði sig eiginlega inn í himininn. Og þegar hann gat ekki lengur haldið heimili á Eiríksötunni fór píanóið með honum og endaði á Skjóli. Þegar sjónin fór á undan honum til Guðs gat hann þó sest við hljóðfærið og orðið sér og öllum vistmönnum gleðigjafi því honum var gefið að spila með tilfinningu.  

Minningarnar

Og nú eru skil. Og nú mega minningar flæða. Manstu dökku augun hans? Manstu hvernig hann stóð alltaf með sjúklingum? Manstu mannvinsemd, mannvirðingu og mannelsku Ólafs? Manstu hve vel hann hvatti og kom mörgum á fætur og til ferðar í lífinu? Manstu skíðamanninn Ólaf eða hlaupamanninn? Manstu kröfulausa gjafmildina? Naustu þess einhvern tíma að hlusta á hann spila og hve veitull hann var í tónlist sinni? Manstu næmni Ólafs, greiningargetu og athyglisgáfu? Saknaðir þú einhvern tíma að hafa ekki verið honum nærri? Manstu hvernig hann agaði sjálfan sig og strammaði sig af þegar hann þurfti að gæta sín? Manstu hvernig hann breyttist þegar hann eltist og hvernig hann opnaði sig gagnvart barnabörnum og framvindu kynslóðanna. Og manstu líka getu hans til að vera einn? Naust vináttu hans? Varstu vitni að orgelleik Ólafs í kirkjum Íslands? Varstu vitni að eldmessu hans í Hofskirkju í Öræfum? Manstu andstæðurnar í Ólafi? Manstu hve hann passaði upp á grömmin og eigin þunga? Naust þess einhver tíma að halda í hendi hans, finna hlýjuna streyma frá þeim og slá á einsemd eða vanlíðan. Manstu hve natinn hann var við ættmenni og fjölskyldufólk sitt þegar hann hafði kraft til?

Himininn

Ólafur er farin inn í hina miklu tónstöð himins. Þar eru næturljóð en líka dagljóð – öll besta músíkin. Hann leikur ekki lengur fyrir þig. En tónlistin hans lifir. Hann sem var svo mikill náttúrumaður gengur ekki á nein fjöll framar eða hleypur. En minningin er svo sterk af honum í faðmi stórbrotinnar náttúru Íslands að hann kemur til okkar þar og minningarnar flæða.

Guð geymi Ólaf Jóhann Jónsson – og Guð geymi þig.

Minningarorð 1. nóvember, 2017. Hallgrímskirkja. Erfidrykkja i Hallgrímskirkju eftir útför. Jarðsett samdægurs í Garðakirkjugarði, Álftanesi.