Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is. Þá var talsvert af pistlum einnig á sigurdurarni.annall.is Sá vefur er nú lokaður.

Streita, kyrrð og þögn

Ég var í búðarferð og fór út úr bílnum mínum. Kona kom úr öðrum bíl, lokaði hurðinni, stóð svo kyrr og andaði djúpt nokkrum sinnum. Leið henni illa? Átti ég að skipta mér af? Og ég spurði: „Er eitthvað að?“ Svarið var: „Nei, nei. Ég er bara stressuð og er að reyna að róa mig. Held ég fái mér ís!“

Streita, læti, hraði, asi og hávaði gera okkur takmarkað gott. En það er róandi að draga djúpt andann. Hvað nærir okkur og styrkir? Kyrrð, merking, streitulaus gleði. Ég virði kyrrðarsókn mína. Hún er sterk. Alla tíð hef ég haft þörf fyrir að fara reglulega í hvarf, vera einn með sjálfum mér og alnánd Guðs. En skil urðu árið 1974. Það var sumar í svissnesku Ölpunum austan við Lausanne. Síðhærður hippaprestur með tagl laðaði til sín ungt fólk af meginlandi Evrópu og frá Ameríku. Fjöldinn var slíkur, að byggt hafði verið stórt menntasetur til að koma til móts við leitandi fólk. Þegar klerkur kom til að ræða við hópinn kom í ljós að dagurinn væri bænadagur. Allir voru sendir út í skóg eða upp í hlíð, sem var alveg eins og í Heiðubókinni. Við vorum ein með sjálfum okkur allan daginn og áttum kyrrðardag. Vissulega heyrðum við skröltið í kúabjöllum, fagnaðarsöngva fuglanna og syngjandi vind í stráum. En eingangan, einveran var rík að upplifunum og ég var ekki einn. Frá þessum ágústdegi í Sviss hefur sannfæringin lifað í mér um mikilvægi kyrrðar í lífinu. Jesús fór í óbyggðir til bænahalds, dró sig í hlé til að eiga næði og kyrrð með Guði. Við eigum þar fyrirmynd. Jesúatferli er hagnýtt.

Þagnarflótti

Afþreyingarmenning nútímans gengur á búsvæði kyrrunnar. Umhverfi okkar er mettað ómum, sem deyfa, og léttvægum orðum. Bakgrunnstónlist fyllir almannarýmið og opinberar byggingar. Áthraða fólks á veitingastöðum er jafnvel stýrt með tempóbreytingu tónlistar. Á heimilum eru sjónvörpin í gangi þótt enginn horfi. Streymisveiturnar eru síbyljur. Hávaðinn er alls staðar, á heimilum, vinnustöðum og verustöðum fólks. En hávaði einangrar fólk. Í ómsúpu ruglast samskipti. Orð, sem snerta inntak og dýptir, linast og slappast. Samfundir fólks líkjast kokteilboðum. Hinir dugmestu synda frá einum til annars, tala linnulaust og fara svo. Þetta er orðahríð án eyrna, tiltal en ekki samtal. Hávaði og sýndariðni er leið fólks til að vera. Þegar dagar á fólk, að það lifir í ofgnótt merkingarskerts hávaða læðist að grunur um kyrrð sé heimili merkingar og dýptar. Ofurstressað fólk andar djúpt út á gangstétt. Er best að setja tilfinningar og líðan á ís? Nei í streitu leitar sálin kyrrðar. 

Dýrmæti þagnar

Margir óttast hljóðleysi. Þögn virðist óræð og jafnvel ógnvænleg í takmarkaleysi sínu. Í þögninni virðist ekkert til að styðjast við eða grípa í. Þögn er sem hyldýpi, tóm sem þarf að fylla. En þögnin getur verið góð og hlý. Þögn er ekki aðeins það að láta orðin vera. Þögn getur verið þrungin merkingu, gæsku og gleði. Þögn getur verið full nándar. Þagnar- eða kyrrðarsekúndan eftir að síðasti hljómur góðra tónleika deyr út og áður en klappið hefst er oft þrungnasta augnablik tónleika. Þegar náttúran stendur á öndinni vitjar Guð skepnunnar.

Þögn í trúarlegu samhengi er ekki bragð til að kæfa fólk, heldur vettvangur samtals Guðs og sálar. Þögnin er sá heyrnarstóll, sem við setjumst í þegar við getum talað um það sem máli skiptir. Við Guð tölum við þegar við erum með sjálfum okkur eða í sambandi við dýptir okkar. Þegar við lifum sorg, erum hrifin, efumst eða lifum sálarmyrkur, þegjum við gjarnan. Við þögnum þegar orku þrýtur í lífsglímunum, við verðum fyrir óréttlæti eða heyrum sjúkra- eða andlátsfregn. Sú þögn er frjóakur Guðs. Þá erum við reiðubúin að heyra máttarorð, iðrunarkall, huggunarræðu eða lausnarboð. Þögn getur verið fæðingarvegur til lífs ef við þorum. Það er svo auðvelt að flýja sársauka samvisku eða vitund um hversu vanmáttugur og úrræðalaus maður er á krossgötunum. Til að heyra hvað Guð segir er stundum nauðsynlegt að þola þögnina og hina djúpu samræðu. Þá dagar á mann speki lífsins og möguleikar opnast – nýr tími verður.

Kvöldkirkjan

Allir, sem koma inn í Hallgrímskirkju fimmtudagskvöldið 24. október ganga inn í kyrrð og rökkvaða kirkju með kertaljósum. Þetta kvöld verður fyrsta kvöldkirkjan, sem er samvinnuverkefni presta og starfsfólks Hallgrímskirkju og Dómkirkju. Kvöldkirkja verður frá kl. 17 til 21,30 og verður fyrst um sinn einu sinni í mánuði, fyrst í Hallgrímskirkju og í Dómkirkjunni eftir áramótin.

Af hverju kvöldkirkja? Margt fólk upplifir samskipti fólks yfirborðsleg og ekki nærandi. Við prestarnir vitum, að margir leita einhvers, sem er djúptækt og persónulega gefandi í glundroða nútímans. Allir vilja jákvæða reynslu sem ógnar ekki eða spillir, heldur róar og kyrrir. Sunnudagsmessur og kyrrðarstundir dagkirkjunnar eru magnaðar en höfða þó ekki til allra.

Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu helgihaldi dagkirkjunnar. Kvöldkirkjan er öðru vísi en hefðbundnu helgistundirnar, sem fólk hefur áður upplifað. Hún er ekki á sunnudegi heldur á virkum degi. Fólk er ekki bundið við kirkjubekkina, heldur hefur möguleika að ganga um kirkjurýmið, setjast niður, færa sig og finna nýja stað. Svo hefur fólk möguleika að tjá sig og tilfinningar sínar, skila inn í helgirýmið spurningum, líka reiði og sekt, sem sé túlka stóru lífsmálin og skila þeim til Guðs. Tilfinningarnar má svo líka setja á blað. Bænir eru tjáðar og iðkaðar með ýmsu óhefðbundnu móti í kvöldkirkjunni.

Þögn er mjög áberandi einkenni kvöldkirkjunnar. En orð hljóma þó á slökunarstundum og íhugunum. Þau, sem koma í kvöldkirkju, ganga inn með kyrrlátum hætti. Fólk talar um hversdagsmál sín utan kirkjunnar. Stundum verður tónlistarflutningur í kvöldkirkjunni. Og sá flutningur er ekki eins og á tónleikum, heldur þjónar aðeins íhugun og slökun. Eitt hljóðfæri verður stundum notað eða orðlaus söngur mannsraddar.

Fólk hefur frelsi til að vera það sjálft í hinu heilaga rými. Mikill hreyfanleiki er stíll kvöldkirkjunnar. Fólk situr ekki lengi, heldur rölta margir um kirkjuna í kyrrð og hlustar á sitt innra hvísl eða önnur hljóð rýmisins. Sumir eru lengi inni í kirkjunni og aðrir stutt. Mörgum hentar jafnvel að leggjast á kirkjubekki eða á dýnur til að stilla sinn innri mann og tengja við tákn og hljóma kirkjunnar. Sumir kveikja á kerti til íhugunar eða sem bænakerti. Aðrir krjúpa einhvers staðar í kirkjunni.

Kvöldkirkjan reynir að gefa fólki gott næði. Myndatökur eru t.d. ekki heimilaðar því þær trufla. Það er gott að fara í kvöldkirkjuna í Hallgrímskirkju og svo geta menn farið á pöbbinn eða út að borða og líka komið við í kirkjunni á leiðinni heim.

Dómkirkjuprestarnir, Elínborg Sturludóttir og Sveinn Valgeirsson, og Hallgrímskirkjuprestarnir, Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, auk kirkjuvarða, sjá um efni kvöldkirkjunnar. Grétar Einarsson, kirkjuvörður í Hallgrímskirkju, er í stýrihópnum. Kvöldkirkjan verður í þrjú skipti í Hallgrímskirkju haustið 2019: Fimmtudaga 24. okt. 21. nóv. 12. des. , kl 17-21,30. 

Ímyndir og raunmyndir

Hver ertu og hvernig er myndin af þér? Hvað sést þegar á þig er horft? Hvað viltu að sjáist? Viltu leyfa hrukkunum, vörtunum, andlishárunum að sjást? Er þér annt um að sjást eins og þú raunverulega ert? Eða viltu breyta í raun eða mynd. Með forritum getum við breytt útliti fólks á ljósmyndum, lagað nefstærð, hnikað til eyrnasneplum, minnkað eða stækkað, teygt og togað svo myndin verði nær þeirri ímynd, sem fólk vill að sjáist. Við erum ekki bara raunmynd heldur einnig ímynd. Og sumum reynist raunmynd eigin sjálfs og lífs svo þungbær, að líf þeirra verður stanslaus fegrun og endurhönnun ímyndar. Útlitsaðgerðir geta jafnvel deytt fólk. Leikrit geta orðið til dauða. 

Um helgina verður haldið í Reykjavík þing um breska skáldið C. S. Lewis. Hann skrifaði m.a. Narnia-barnasögurnar og ritaði einnig bók um grísku gyðjurnar og systurnar Pcyche og Orual. Nafn hinnar fyrri er varðveitt í vestrænum heitum á sálfræði, psykologi og psychology. Psyche var sögð traust í lífsraunum og fögur. Hún fangaði hjarta elskuguðsins Erosar. Saga Psyche er fyrirmyndar- eða kennslu-saga um þroskaleit sálar. Órúal var ólík systurinni ástríku. Hún hafði veika sjálfsmynd og fyrirvarð sig fyrir útlit sitt. Hún faldi andlitið á bak við grímu, sótti í völd og sölsaði undir sig konungsríki föður síns. Landsmenn Órúal sáu grímuna og ímynduðu sér að hún væri fögur. En engum kom til hugar að gríman væri vörn hryggðarmyndar.

Veldi Órúal féll, hún var svipt stöðu, klæðum og grímu og að lokum leidd berstrípuð fyrir guðlegan dómstól. Þegar varnir voru fjarlægðar kom keipakrakki í ljós. Hún vældi yfir að veröldin væri ekki eins og hún vildi. Sagan er um grímulausa sjálfshverfingu og þar með frekju. Sagan segir síðan hvernig Órúal gekk í sig, náði þroska og gerði sér grein fyrir að til að ávinna allt varð hún að sleppa. Til að þroskast varð hún að fleygja hækjum lífsins. Til að vitkast varð hún að viðurkenna sjálfa sig og útlitið líka. Narcissistar eru með grímur og til að koma til sjálfs sín og lifa verða þeir að fella þær.

Sagan um Órúal er ekki aðeins um fólk í fornöld heldur einnig í nútíma. Líf margra er leit að grímum og ímyndum. Svo er líka úrvinnslan úr grímuleik fjölskyldu og menningar uppvaxtarins. Versti verknaður mannsins er að dýrka aðeins eigin ásýnd, eigin ímynd og eigin draum. Þá er ímyndin orðin að sannleika og raunveran orðin að lygi. Ásjónur eru okkur mönnum mikilvægar. Eðlilegur barnsþroski er tengdur andlitum. Við spáum í og lærum að greina í andlitum reiði, gleði, voða og vegsemd. Andlit eru mikilvæg en eru þau mennsk andlit eða sýndarmyndi?

Fólk í öllum sögum, líka í Biblíunni, er fólk sem leitar myndar sinnar. Kristnir menn hafa af reynslu sagt að besti sálarspegillinn sé Jesús Kristur. Þar sé mynd Guðs í mannsmynd. Því stórkostlegri ímyndum, sem við komum okkur upp um sjálf okkur – því lengra erum við frá raunmynd okkar. Því betur sem við leyfum grímum að falla af okkur því betur og nær komum við sjálfum okkur, mynd Guðs.

Hvar ertu Adam spurði Guð? Spurningin hljómar enn. Ertu með sjálfri þér? Ertu í essinu þínu? Eða er Guðsmyndin þín flekkuð, falin á bak við grímu sem þarf að fella, til að þú verðir sönn og sannur. Okkar mesta mál í lífinu er ekki hvort Guð hafi mennska ásjónu, hafi orðið maður, heldur hvort við séum mennsk. Við eigum mennska ásjónu í Jesú Kristi, sem við megum horfa á, innlifast og læra af. Þegar við horfum á Jesú getum við séð önnur andlit, aðrar sálir á nýjan hátt, séð fjölskyldumót allra, hvernig sem þau eru lit eða löguð. Öll heimsbyggðin stynur af þörf fyrir að við sjáum, sjáum hina guðlegu ásjonu hvers manns, að við sjáum sjálf að við erum í mynd Guðs og litríki og fjölbreytni náttúrunnar ber einnig fingraför – mynd – Guðs.

Bæn

Kenn okkur að greina myndir veraldar, myndir okkar og mynd þína – Guð. Hjálpa okkur í myndasókn okkar. Gef okkur mynd af okkur sjálfum, raunmynd en ekki ímynd, mannsmynd en ekki glansmynd.

Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.

Amen. 

Íhugun 17. okt. 2019.

PORVOO PRAYER DIARY 2020

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

JANUARY

5/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Graham Tomlin, Bishop Pete Broadbent, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, Vacancy – Bishop of Stepney

Church of Norway: Diocese of Nidaros/ New see and Trondheim, Presiding Bishop Helga Haugland Byfuglien, Bishop Herborg Oline Finnset 

12/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo

Church of Norway: Diocese of Soer-Hålogaland (Bodoe), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John Stroyan.

19/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo

Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Mark Ashcroft, Bishop Mark Davies

26/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop David Urquhart, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Lise-Lotte Rebel

FEBRUARY

2/2

Church in Wales: Diocese of Bangor, Bishop Andrew John

Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

9/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Graham Usher

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Solveig Fiske

16/2

Church of Ireland: Diocese of Limerick and Killaloe, Bishop Kenneth Kearon

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Peter Fischer-Moeller

23/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John Holbrook

Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey 

MARCH

1/3

Church of England: Diocese of Canterbury, Archbishop Justin Welby, Vacancy – Bishop of Dover

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop Harold Miller

8/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Stephen Cottrell, Bishop John Perumbalath, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi

15/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Vacancy – Bishop of Shrewsbury, Bishop Geoff Annas, Bishop Clive Gregory

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy

22/3

Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Michael Burrows

Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Vacancy – Bishop of Huntingdon.

29/3

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop Richard Clarke

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt 

APRIL

5/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Antje Jackelén, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop June Osborne

12/4

Church of England: Diocese of Derby, Vacancy, Bishop Jan McFarlane

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Henning Toft Bro

19/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Jill Duff, Bishop Philip North

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift

The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Martin Lind

26/4

Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann

Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Vacancy

MAY

3/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Richard Cheetham, Bishop Jonathan Clark, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug

10/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

17/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Jo Wells

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

24/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop Nicholas McKinnel, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

31/5

Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Frith, Bishop Alistair Magowan,

The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

JUNE

7/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Solveig Lara Gudmundsdottir

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

14/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Kevin Pearson

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop Alan Abernethy

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

21/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid

Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Thomas Petersson

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov-Jakobsen

28/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Christopher Lowson, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Lappo, Bishop Simo Peura

JULY

5/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Michael Beasley

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Martin Modéus

12/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Christine Hardman, Bishop Mark Tanner

Church of Norway: Diocese of Moere (Molde), Bishop Ingeborg Midttoemme

19/7

Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds (formerly called the Diocese of West Yorkshire and the Dales), Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Toby Howarth, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Paul Slater

26/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis

Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Kenneth Good

AUGUST

2/8

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Lee Rayfield

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

9/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Christopher Foster

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

16/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

23/8

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

30/8

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Kaarlo Kalliala

Church of England: Diocese of York, Archbishop John Sentamu, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Alison White, Bishop Glyn Webster

SEPTEMBER

6/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Nicholas Holtam, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

13/9

Church of Ireland: Diocese of Tuam, Killala and Achonry, Bishop Patrick Rooke

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Peter Hancock, Bishop Ruth Worsley

20/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Peter Burrows

Church of England: Diocese of Sodor and Man, Bishop Peter Eagles

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Sofie Petersen

27/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Archbishop John Davies

Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Guli Francis-Dehqani

OCTOBER

4/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop Paul Bayes, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Richard Pain

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

11/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Chris Goldsmith

Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth

Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman

18/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus

Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Andrew Proud, Bishop Colin Fletcher, Bishop Alan Wilson

25/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Emma Ineson

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop (Vacancy – Constituted bishop/Cathedral dean Anne Lise Ådnøy )

NOVEMBER

1/11

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Timothy Dakin, Bishop David Williams, Bishop Jonathan Frost

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

8/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham James, Bishop Alan Winton, Bishop Jonathan Meyrick

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström

15/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop James Langstaff, Bishop Simon Burton-Jones

22/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

29/11

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Björn Vikström

DECEMBER

6/12

Church of England: Diocese of Chester, Bishop Peter Forster, Bishop Keith Sinclair, Bishop Libby Lane

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen

13/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Tony Porter

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Atle Sommerfeldt

20/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Vacancy – Bishop of Jarrow

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

27/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Mark Sowerby, Bishop Richard Jackson

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen

Jórdan og Jesús

Jórdanáin gegnir ríkulegu táknhlutverki í Biblíunni. Jórdan er nefnd eða kemur við sögu í meira en áttatíu skipti í Gamla testamenntinu. Hún er nefnd þegar í fyrstu bók Biblíunnar og gegnir stöðu fljótsins á heimsenda. Jórdan er á mörkum heimsins. Að fara yfir hana var að fara úr einni veröld í aðra. Þar voru skil heima. Fljótið hafði því nánast yfirjarðneska stöðu. Það var táknrænn gjörningur þegar Jósua fór yfir Jórdan með örkina. Þá breyttist allt. Og þegar Davíð konungur fór yfir Jórdan var það sem sigurvegari. Eftir að Jakob glímdi við engilinn fór hann yfir hliðará Jórdanar. Elía klauf vötn Jórdanar og hlutverk hans og stafur fór yfir á arftakann Elísa, sem einnig hafði vald vatnaskila og lækninga eins og fyrirrennarinn. Á fyrri tíð, áður en farið var að dæla upp úr árfarveginum megninu af árvatninu, var Jórdan stórá. Þá var erfitt að þvera ána. Engir nema þau, sem áttu brýnt erindi, fóru yfir ána. En þó það væri kannski ekki beinlínis lífshætta fór enginn að gamni sínu.

Frá fornöld hefur Jórdan verið meira en fljót. Áin varð táknveruleiki. Fólk hefur vitjað hennar af djúpum tilfinninga- og menningarástæðum. Það var ástæða fyrir að Jóhannes skírari fór til árinnar og Jesús Kristur einnig. Jórdan var ekki aðeins stórá fortíðar heldur varð hún og er enn stórá táknmálsins. Þegar Gyðingar voru reknir út um veröldina eftir fall Jesúsalem árið 70 eKr. dreifðust þeir um heiminn og þar héldu þeir áfram að íhuga merkingu árinnar. Kristnir menn fengu síðan Nýja testamentið í hendur og Jórdan fór að renna um hugi þeirra og efla menningartákn. Jesúskírnin tengdist Jórdan og nærðist af vökvun árinnar. Og Jórdan fór síðan að blandast öllum vötnum heimsins af því Jesús skírðist ekki aðeins heldur blessaði veraldarvötnin í skírn sinni. Jórdan rennur síðan ekki aðeins niður í Dauðhafið heldur upp til lífs fólks. Til miðaldamanna, og síðan áfram til Bach og Jónasar Tómassonar, sem sömdu tónlist dagsins og Björns Steinars Sólbergssonar, sem leikur verk þessara meistara svo fagurlega.

Þegar Jesús vildi skírast var hann sér fullkomlega meðvitaður um, að skírn hans væri ekki með sama móti og iðrunarskírn þeirra sem flykktust til Jóhannesar við Jórdan. Skírnaróskin markar upphaf starfsferils hans. En Jesúskírnin er ekki hin sama og okkar. Jesús skírðist ekki heldur til lífsins eins og við, ekki til að endurnýjast eins og við, ekki að losna úr viðjum sora heimsins. Skírn Jesú var upphaf starfsferils hans. Skírn Jesú var og er uppspretta og síðan árstraumur, sem mótar umhverfi og er forsenda gróðurs, sem kenndur er við himininn. Skírn Jesú hefur áhrif á allan heiminn, ekki bara eyðimörk, heldur líka blautsvæðin. Skírn Jesú var stórviðburður sem allt var miðað við á fyrstu öldum og mun mikilvægari en fæðingarfrásögnin. Jórdan var mikilvægari en Betlehem.

Á miðöldum áleit fólk Jórdanskírn Jesú vera helgun allra vatna heimsins. Jesús helgaði allt sem er. Vatnið notum við svo í hinu kirkjulega samhengi skírnarinnar til að helga lífið. Í bikarnum er vatnið helgað mönnum til blessunar. Í því er helgað vatn, sem nærir líf fólks. Af því veröldin er Guðs sköpun, blessuð af Jesú eiga kristnir menn að verja vatn veraldar, vernda og hreinsa. Lífið þarfnast þess. Jesús var skírður – ekki aðeins til að gefa mönnum líf heldur gefa allri veröld líf, vatninu líka.