Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

Ljóssókn

12. desember er mikilvægur og stórmerkilegur dagur í sögu okkar Íslendinga. Árið 1904 var kveikt á fyrstu perunum hér á landi. Jóhannes Reykdal gangsetti þá ljósavél í Hafnarfirði. Svo logaði á perunum á nokkrum heimilum og ljósvæðing þjóðarinnar hófst. Raflýsing hefur gerbreytt aðstæðum fólks. Raforkan skiptir okkur miklu máli og finnum það best þegar allt slær út. Þá erum við í vandræðum. Við þörfnumst orku til að kveikja á perunni og til velferðar.

Ljós og myrkur er erkitvenna í skynjun manna. Þegar myrkur umlykur okkur vaknar ótti. Við kveikjum til að rjúfa myrkur nátta á norðurslóð og höldum í skreytingar jólanna fram eftir þorra til að stytta myrkrið svolítið.

En ljósið hefur dýpri merkingu en aðeins hina sjónrænu. Ljósið tjáir lífsgildi, ekki síst titrandi kertaljós. Þau miðla í viðkvæmni sinni að lífið er auðsæranlegt, að ekki megi mikið út af bregða til að illa fari. Kertaljós aðvetunnar skírskota til dýpri veruleika og verða tilefni íhugunar. Tilgangur ljósskreytinga, já allra kertakveikinganna, er að vekja þrá barnsins í okkur, tendra skynjun ljóskomunnar í veröldina sem sagan um Jesúbarnið tjáir með öllu sínu hlaðna táknmáli, reykelsislykt, jötuilmi, flakkandi stjörnu og konunglegum vitringagjöfum.

Kynslóðir fyrri tíma álitu tímann fyrir jól undirbúningstíð til að undirbúa sig fyrir komu jóla. Áar og eddur notuðu jafnvel ævintýri um jólasveinana til að brýna andann. Kannski trúðu fæstir að sveinarnir væru til, heldur voru þessir vondu gaurar fremur tákn. Sögurnar um þá voru kennslusögur til að minna á að ávallt væri sótt að dýrum, atvinnuvegum og heimilum fólks. Fólk þyrfti að gæta sín og gæða sinna.

Á myrkasta tíma ársins segir Rúrik Gíslason, knattspyrnumaður og hönnuður: „Það er alveg hægt að kvarta yfir þessum átján tímum þar sem er myrkur hérna um háveturinn en það er líka hægt að gleðjast yfir þessum sex tímum þar sem er birta.“ Síðasti jólasveinninn ætlaði að stela ljósinu úr húsunum. Það var hinsta tilraun til að hindra jólakomuna, svipta fólk jólunum. Aðventan er með eftirvæntingu og von sinni tími til undirbúnings svo ekkert megni að stela ljósi jólanna. Mörg ljós hafa verið kæfð á liðnu farsóttarári. En við höfum frelsi til að ákveða viðbrögð okkar. Sótt er að afkomu og hamingju fólks. Opnum vitund og greinum möguleikana. Njótum aðventunnar sem eftirvæntingartíma fyrir ljóskomuna. Ljósið kemur í heiminn.

PORVOO PRAYER DIARY 2021

Um allan heim er beðið fyrir fólki, lífi, náttúru, kirkjum. Um allan heim er beðið fyrir kirkjunum í kirknasambandinu sem kennt er við Porvoo. Í júní minna fyrirbiðjendur Guð á íslensku kirkjuna og biskupa hennar. Hér að neðan er fyrirbænalisti Porvoo-sambandins fyrir árið 2021. Gerið svo vel að nota hann!

PORVOO PRAYER DIARY 2021

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

The Calendar may be freely copied or emailed for wider circulation.

The Prayer Diary is updated once a year. For corrections and updates, please contact Ecumenical Officer, Maria Bergstrand, Ms., Stockholm Diocese, Church of Sweden,

JANUARY

3/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Graham Tomlin, Bishop Pete Broadbent, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, Bishop Joanne Grenfell.

Church of Norway: Diocese of Nidaros/ New see and Trondheim, Presiding Bishop Olav Fykse Tveit, Bishop Herborg Oline Finnset

10/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo

Church of Norway: Diocese of Sør-Hålogaland (Bodø), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John Stroyan.

17/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo

Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Mark Ashcroft, Bishop Mark Davies

24/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop David Urquhart, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Lise-Lotte Rebel

31/1

Church in Wales: Diocese of Bangor, Bishop Andrew John

Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

FEBRUARY

7/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Martin Gorick

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Solveig Fiske

14/2

Church of Ireland: Diocese of Limerick and Killaloe, Bishop Kenneth Kearon

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Peter Fischer-Moeller

21/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John Holbrook

Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey

Church of England: Diocese of Canterbury, Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson-Wilkin

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay

28/2

Church of England: Diocese of Canterbury – Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson-Wilkin, Bishop Jonathan Goodall, Bishop Rod Thomas, Bishop Norman Banks

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay 

MARCH

7/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Vacancy – Bishop of Chelmsford, Bishop John Perumbalath, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi

14/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Bishop Sarah Bullock, Bishop designate Matthew Parker, Bishop Clive Gregory

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy

21/3

Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Michael Burrows

Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Bishop Dagmar Winter

28/3

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt

APRIL

4/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Antje Jackelén, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop June Osborne

11/4

Church of England: Diocese of Derby, Bishop Libby Lane, Bishop designate Malcolm Macnaughton

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Vacant

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Henning Toft Bro

18/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Jill Duff, Bishop Philip North

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift

The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Tor Berger Jørgensen

25/4

Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann

Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Kevin Pearson 

MAY

2/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Richard Cheetham, Bishop Jonathan Clark, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug

9/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

16/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Jo Wells

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

23/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop Nicholas McKinnel, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

30/5

Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Jackson

The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

JUNE

6/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Solveig Lara Gudmundsdottir

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

13/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Vacancy

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop George Davison

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

20/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid

Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Thomas Petersson

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov-Jakobsen

27/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Christopher Lowson, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Lappo, Bishop Simo Peura

JULY

4/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Michael Beasley

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Martin Modéus

11/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Christine Hardman, Bishop designate Mark Wroe

Church of Norway: Church of Norway: Diocese of Møre, Bishop Ingeborg Midttømme

18/7

Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds (formerly called the Diocese of West Yorkshire and the Dales), Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Toby Howarth, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Paul Slater

25/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis

Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Andrew Foster

AUGUST

1/8

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Lee Rayfield

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

8/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Christopher Foster

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

15/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

22/8

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

29/8

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Mari Leppänen

Church of England: Diocese of York, Archbishop Stephen Cottrell, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Alison White, Bishop Glyn Webster

SEPTEMBER

5/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Nicholas Holtam, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

12/9

Church of Ireland: Diocese of Tuam, Killala and Achonry, Bishop Patrick Rooke

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Peter Hancock, Bishop Ruth Worsley

19/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Sophie Jelley

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Paneeraq Siegstad Munk

26/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Archbishop John Davies

Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Guli Francis-Dehqani

OCTOBER

3/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop Paul Bayes, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Cherry Vann

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

10/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Hugh Nelson

Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth

Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman

17/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus

Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Olivia Graham, Bishop Colin Fletcher, Bishop Alan Wilson

24/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Emma Ineson

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Anne Lise Ådnøy

31/10

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Timothy Dakin, Bishop David Williams, Bishop Debbie Sellin

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

NOVEMBER

7/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham Usher, Bishop Alan Winton, Bishop Jonathan Meyrick

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström

14/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop James Langstaff, Bishop Simon Burton-Jones

21/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

28/11

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Bo-Göran Åstrand

DECEMBER

5/12

Church of England: Diocese of Chester, Vacancy – Bishop of Chester, Bishop Keith Sinclair, Vacancy – Bishop of Stockport

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen

12/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Tony Porter

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Atle Sommerfeldt

19/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Bishop Sarah Clark

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

27/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Vacancy – Bishop of Horsham, Vacancy – Bishop of Lewes

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen

 

Jólamaturinn – andabringur í upphæðum

Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Hallgrímskirkju, á ekki von á að messuhald verði með hefðbundnum hætti þessi jólin. Aftansöngur verður mögulega sendur út á netinu frá kirkjum landsins. Sigurður Árni segir að föst hefð á heimili hans á aðfangadag sé kalkúnn. „Kalkúnn hentar vel með aftansöng í kirkjunni þar sem ég get eldað hann á lágum hita í langan tíma undir beikonþaki,“ segir hann. „Þessi andabringuuppskrift sem ég gef hér er oft á jólum og er orðin jólauppskrift margra vina minna. Andabringur eru dásamlegur matur og þegar ég elda þær er vel tekið við á mínu heimili og gjarnan sagt: „Þetta er nú það besta sem ég hef smakkað.“ Ég reyni ekki lengur að spyrja hvort það sé besti matur í heimi eða besta andauppskriftin! Þegar hráefnið er gott, eldað með kærleika og alúð svíkur þessi réttur ekki,“ segir Sigurður Árni og segist ekki vita hvort það megi koma gestir í kirkjuna yfir jólin. Það eru allir að undirbúa sig fyrir önnur plön. Kirkjurnar hafa verið duglegar að streyma athöfnum á netinu. Það er mjög skrítið að geta ekki verið með hefðbundna starfsemi í kirkjunni,“ segir hann. „Ég tel engu að síður að allir séu sammála um að halda ásættanleg jól með einhverjum hætti. Mér finnst þetta yndislegur árstími. Ég á afmæli á Þorláksmessu og jólin byrja alltaf snemma á mínu heimili. Við erum gjarnan með fjölskylduveislu þann dag, hangikjöt og laufabrauð. Mér finnst skemmtilegt að elda fyrir marga og finnst dásamlegt þegar húsið fyllist af fólki. Það verður nú varla þessi jólin,“ segir Sigurður. „Hins vegar er nauðsynlegt að rækta það sem við höfum þegar að okkur er kreppt. Huga að umhyggju og góðum samskiptum.“

Andabringur fyrir fjóra

Byrjið á að marinera bringurnar. Þá er farið í sósugerðina. Meðan sósan er að sjóða niður er ljómandi að huga að maríneringu lauks og döðlubitanna í salatið. Síðan er sætkartöflumeðlætið undirbúið og kjötið steikt.

800 g andabringur

Ristið krossa skinn/fitumegin og nuddið salti, pipar og möluðum einiberjum í skurðina, ekki verra að það sé gert með einhverra klukkutíma fyrirvara.

Steikið bringurnar á þurri pönnu með fituhliðina niður og steikið þar til skorpan harðnar. Snúið svo og steikið stutt, þó þannig að fituskertu hliðinni sé lokað líka. Steikið í ofni í 12–15 mínútur þar til kjarninn er liðlega 60 °C. Takið svo úr ofni og látið taka sig í nokkrar mínútur áður en skorið er í þunnar sneiðar.

Sósan

3 dl anda- eða kalkúnasoð

2 dl rauðvín (líka hægt að nota púrt)
1 msk. balsamik-edik
safi úr 2 appelsínum
safi úr 2 límónuávöxtum
safi úr 1 sítrónu
2 dl kókosmjólk eða eftir smekk
½ msk. rifinn engifer
sulta – eftir smekk – ég nota gjarnan ribs- eða sólberjasultu til að sæta hana og jafna.

Sjóðið allt niður um þriðjung og þykkið svo eftir smekk. Í sósuna má síðan setja 1 msk. af köldu smjöri í lokin til að ná gljáa.

Sætar kartöflur

1 meðalstór sætkartafla

1 msk. olía
1,5 tsk. sumac (sítrónupipar getur komið í stað sumac)

1,5 tsk. maldonsalt

Flysjuð og síðan skorin í bita, ca 1x1x2 cm. Sletta olíu yfir og dreifa sumac og salti. Steikja í 200 °C ofni í 20 mínútur. Fylgist með steikingu og ekki ofsteikja.

Jerúsalemsalat í jólafötum

1 rauðlaukur

100 g döðlur – Medjool eru bestar en hinar duga

1,5 msk. hvítvínsedik

Skerið döðlurnar í fernt á lengdina. Sneiðið laukinn í tvennt og síðan þvert og þunnt. Setjið lauk og döðlur í skál ásamt edikinu. Blandið vel saman og látið marinerast í hálfa klukkustund. Síið þá edikið frá. 3 súrdeigsbrauðsneiðar (eða tvö pítubrauð rifin í bita)

75 g möndlur

1,5 tsk. sumac (1 tsk. sítrónupipar getur komið í stað sumac)
1/2 tsk. chiliflögur sletta af sjávarsalti
2 msk. smjör

1 msk ólífuolía

Grófsaxa möndlurnar. Skera súrdeigsbrauð í bita, ca 1 cm á kant. Hitið olíu og smjör á pönnu og veltið brauði á pönnunni í tvær mínútur. Kryddið þá með salti, sumac og chiliflögum. Setjið möndlurnar út í og steikið í tvær mínútur í viðbót. Spínat 150 g – alvöru spínat Kjarnar úr hálfu granatepli (pomegranate) 1 lúka bláber safi úr ½ sítrónu ólífuolía salt Setjið spínat á fat og þá brauðteningana og möndlurnar yfir. Síðast bláber og granateplin yfir. Bætið einni msk. ólífuolíu saman við ásamt sítrónusafanum. Bragðið til með salti – ef þarf.

Jerúsalemsalatið er úr Jerúsalembók Ottolengi og Tamimi. 

Viðtalið og uppskriftirnar birtust í jólablaði Fréttablaðsins 2020. Elín Albertsdóttir.  Föstudagur 27. nóvember 2020. Ernir, ljósmyndari Fréttablaðsins, tók myndirnar. 

Kl. 10.34

Til hvers aðventa?

Aðventan er komin. Þessi tími sem er “bæði og” en líka “hvorki né.” Aðventan er samsettur tími, sem krefst ákvörðunar um hvað skal vera í forgangi. Álagið getur verið mikið og margt sem þarf að framkvæma fyrir jólin. Kröfur, sem fólk gerir til sjálfs sín og sinna á þessum tíma, geta verið miklar og úr hófi. Áður en þú druknar í verkum er ráð að þú staldrir við og spyrjir: “Til hvers? Má ekki sumt af þessu bíða? Er ekki allt í lagi að fresta því, sem er ekki alveg aðkallandi?” Á aðventu er ráð að muna eftir tvennunni: Að vera eða gera. Hvort er mikilvægara að lifa eða strita, klára verk eða njóta lífs, upplifa eða puða? 

Veistu hvað aðventa þýðir? Orðið er komið af latneska orðinu adventus. Það merkir koma, að eitthvað kemur. Við, menn megum leyfa okkur að hlakka til og vona. Það er einn af undraþáttum lífsins að við megum í læstum aðstæðum vinna að því mál leysist, vænta að lausnin komi. Í aðkrepptum aðstæðum megum við vona að úr rætist, að inn í myrkar aðstæður nái ljós að skína.

Aðventan þarf ekki að vera puðtími heldur getur verið tími hins innri manns. Aðventan má vera tími eftirvæntingar þess að lífið verði undursamlegt. Boðskapur jólanna er um þá dásemd að allt verður gott. Á aðventunni megum við undirbúa innri mann, skúra út hið óþarfa og vænta komu hins fagnaðarríka. Aðventan er tími til að núllstilla lífið til að við getum tekið við undri lífsins.

Kórónaveiran er að breyta útfararsiðum Íslendinga til frambúðar

Sóknarprestur í Hallgrímskirkju er viss um að útfararsiðir Íslendinga muni breytast til frambúðar af völdum þeirra samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins.

Séra Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, kveðst sannfærður um að útfararsiðir Íslendinga muni breytast til frambúðar af völdum þeirra fjöldatakmarkana á samkomuhaldi landsmanna sem verið hafa við lýði mikinn hluta þessa árs.

Þetta kom fram í viðtali við Sigurð Árna í fréttaþættinum 21 á Hringbraut í gærkvöldi, en þar segist hann hafa orðið þess áskynja að æ fleiri landsmenn séu að verða vanir – og sáttir – við einfaldar og fámennar útfarir.

Fólk sé að uppgötva það í ríkari mæli að hægt sé að kveðja ástvin sinn áþekkt því sem þekkist á öðrum Norðurlöndum, þar sem aðeins nánasta fjölskyldan kemur saman á útfarardegi. Það sé ekki lengur jafn sjálfsagt og áður að kalla til mörg hundruð manns úr nærumhverfinu á þessum kveðjustundum, svo sem þekkst hefur frá því gamla sveitasamfélagið var og hét á Íslandi, heldur geti það allt eins verið persónulegra og þægilegra að efna til fámennrar útfarar.

Hér skipti kostnaðurinn við útförina líka miklu máli, en hefðbundin, fjölmenn útför þar sem fjöldi listamanna kemur fram og efnt er til mörg hundruð manna erfidrykkju á eftir, sé mörgu fólki ofviða af augljósum ástæðum.

Af þessum sökum, segir séra Sigurður Árni, muni æ fleiri landsmenn kjósa það eftirleiðis að kveðja ástvin sinn í fámennum athöfnum nánustu ættingja, í anda þess sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Tónninn hafi verið sleginn til frambúðar; fólki finnist það ekki lengur óeðlilegt eða bera vott um virðingarleysi að kveðja ástvin í þröngra vina hópi, í stað þess að fylla kirkjuna af fjarskyldara fólki með tilheyrandi umstangi og kostnaði.

Fjöldatakmarkanir á tímum kórónaveirufaraldursins kalli fram nýja siði.

Viðtal við Sigmund Erni Rúnarsson á Hringbraut 3. nóvember. Sjá frétt í Fréttablaðinu.  

Myndina tók ég af líkkistu sem ástvinir höfðu þrykkt handarförum sínum á.