Þórður í Moskvu 1. maí 1952

Myndin er af árituðum aðgöngumiða Þórðar Halldórssonar, föður míns, að hátíðahöldunum 1. maí á Rauða torginu í Mosku 1952. Og það er skemmtilegt að lesa nafnið Þórður Halldórsson á rússnesku anno 1952.

Föður mínum var boðið að fara í kynnisferð til Mosku í hópi Íslendinga. Þetta var fríður hópur fulltrúa ýmissa íslenskra verkalýðsfélaga. Hópurinn var á ferð í heilan mánuð. Flaug til Kaupmannahafnar, síðan til Stokkhólms og þaðan til Helsinki. Þá var farið í lest til Leningrad og svo áfram til Moskvu. Dagskráin þar var ævintýraleg og eftir skoðunarferðir var svo farið á kvöldin í öll hestu tónlistarhús borgarinnar. Dekrað var við flokkinn. Eftir hátíðahöld og veislufögnuðinn í Moskvu fór hópurinn svo til Kiev í Úkraínu. Þaðan var svo halduð suður til Krímskgaga og farið milli góðbúanna og m.a. komið við í Sevastopol sem Rússar nota nú sem flotastöð og til Yalta sem flestir kannast við úr stríðssögu síðari heimsstyrjaldar.

Pabbi skrifaði afar nákvæma og merkilega ferðasögu sem við Jón Kristján, sonur minn, erum að færa á stafrænt form og ætlum rannsaka. Efnið er mjög áhugavert, myndirnar úr ferðinni og önnur gögn upplýsandi. Kannski gerum við grein saman og förum jafnvel í pílagrímsferð síðar. En það verður verður ekki fyrr en post-Putín! Því fyrr því betra.