Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

Moritz og englaverksmiðjan

Moritz Halldórsson var mér huldumaður. Ég hafði aldrei heyrt um hann og aldrei rekist á hann í sagnfræðigrúski mínu. Og hef þó lesið tugi þúsunda blaðsíðna um íslenska sögu seinni hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu sem og sögu íslenskra vesturfara í Kanada og Dakóta.

Konan mín las nýjustu bók Ásdísar Höllu Bragadóttur og allt í einu kom Moritz í mitt hús og með talsverðum látum. Ég náði ekki miklu sambandi meðan hún var að lesa en fékk þó að vita að Moritz hefði verið sonur Halldórs Friðrikssonar í Lærða skólanum og hinnar dönsku konu hans. Halldór var vissulega einn af helstu frömuðum mennta og menningar Reykjavíkur seinasta aldarfjórðung nítjándu aldar. Ég mundi eftir að garðurinn hans – eða öllu heldur konu hans – var keyptur þegar bygging Alþingishússins var undirbúin. En Moritz? Hver var hann og hvað varð um hann? Svo þegar ég náði sambandi sagði kona mín mér að þetta væri stórmerkileg saga um líf og harmsögu Moriz sem hefði farið utan og lært til læknis og praktíserað í Kaupmannahöfn. Hann hefði svo verið dæmdur til fangavistar fyrir aðild að fóstureyðingu og tengst stofnun sem reyndist vera englaverksmiðja – aftökustöð barna. Já, þetta hljómaði dramatískt og ég undraðist – raunar furðaði mig á – að ég hefði ekki heyrt söguna fyrr. En það voru ástæður, saga þessa fólks var þögguð niður, hún var svo rosaleg.

Þegar kona mín var búin að lesa settist ég við á nýjum morgni nýs árs 2022 og las bókina í einum rykk meðan nýársveðrið gekk yfir og bann var við helgihaldi og mannfundum. Sagan byrjaði hratt, var svo listilega skrifuð að eiginlega var ekki hægt að leggja hana frá sér. Menningarþróun á Íslandi og í Danmörk er vel spegluð og túlkuð. Heimildavinnan er aðdáunarverð og dramatískt líf Moritz ber svo sannarlega uppi fléttuna og söguna um hann og ástvini hans. Við fáum að kynnast þróun Kaupmannahafnar og pólitískum átökum sem ég vissi talsvert um. Svo fáum við innsýn í þróun vændis og fóstureyðinga sem og þróun fangelsismála sem ég vissi minna um en er mikilvægt til að skilja framvindu og líf fólks. Hvað áhugaverðast er að í sögunni er spegluð og túlkuð vel staða kvenna og hvað var til bragðs fyrir þungaðar konur. Staða Jóhönnu, konu Moritz, var ekki einföld en hún var stöndug eiginkona sem brást við áföllum sem hetja. Ég las með áfergju, grét með Moritz og Jóhönnu á fangelsistímanum og fylgdist svo með þeim vestur um haf að reyna að koma sér fyrir í landi sem þau voru hrakin til. Draugar fortíðar fylgdu þeim. Áföllin hverfa ekki si svona, leysast ekki upp og lífið verður sjaldnast einfaldara hinum megin úthafsins. Grasið er ekki grænna hinum megin. Lífið í smábæ í Dakota var öðru vísi en í Kaupmannahöfn eða Reykjavík en aldrei einfalt. Saga Ásdísar Höllu er stórsaga, gæðabók. Mæli með henni. Takk Ásdís Halla.

Læknirinn í Englaverksmiðjunni. Saga Moritz Halldórssonar. Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur, Veröld 2021

 

Jóhanna og Hallgrímur

Börn Jó­hönnu Berg­mann og Hall­gríms Smára Jóns­son­ar komu þeim á óvart á gull­brúð­kaups­dag­inn þeirra. Jó­hanna og Hall­grím­ur voru gef­in sam­an í hjóna­band í Hall­gríms­kirkju 20. sept­em­ber ár­ið 1969 eða fyr­ir fimm­tíu ár­um. Á þeim tíma var ekki bú­ið að taka nú­ver­andi kirkju í notk­un held­ur sögðu þau já-in sín í kapellunni þar sem nú er kórinn. 50 ár­um síð­ar tóku tvö börn þeirra sig til og bjuggu til óvissu­dag fyr­ir for­eldra sína sem byrj­aði með heim­sókn í spa og dekri. For­eldr­arn­ir höfðu enga hug­mynd um hvað gert yrði en treystu börn­um sín­um full­kom­lega. „Eft­ir veislu­mat í há­deg­inu var hald­ið af stað og far­ið upp á Skóla­vörðu­holt og inn í and­dyri kirkj­unn­ar en þar beið þeirra skrýdd­ur prest­ur. Þá fóru þau að hlæja og gerðu sér grein fyr­ir að heim­sókn­in í kirkj­una væri ann­að og meira en að kíkja í kirkj­una og minna á að í kórn­um hefðu þau nú ver­ið gift,“seg­ir Sig­urð­ur Árni Þórð­ar­son, prest­ur í Hall­gríms­kirkju.

„Gull­hjón­in, börn­in þeirra, af­kom­end­ur og vin­ir kveiktu á kert­um við kirkju­inn­gang. Prest­ur­inn spurði hvort þau vildu halda áfram að elska hvort ann­að og efla. Og þau sögðu já, já. Tár komu á hvarma allra sem voru við­stadd­ir og áð­ur en yf­ir lauk var þetta orð­in fimm klúta gleði­við­burð­ur,“ seg­ir hann.

Jó­hanna seg­ir að þetta hafi ver­ið skrít­inn en stór­skemmti­leg­ur dag­ur sem kom þeim hjón­um mik­ið á óvart. Þetta var óvissu­ferð hjá börn­un­um sem varð að dá­sam­leg­um degi. Þau voru bú­in að und­ir­búa dag­inn ótrú­lega vel og allt gekk upp. „Barna­börn­in sungu fyr­ir okk­ur en við eig­um tvö börn, tengda­börn og fjög­ur barna­börn. Einnig var syst­ir manns­ins míns og dótt­ir henn­ar þarna. Mér fannst voða skrít­ið að sjá þær í kirkj­unni og varð ekki síð­ur undr­andi þeg­ar séra Sig­urð­ur birt­ist í full­um skrúða,“seg­ir Jó­hanna og hlær. „Við hjón­in vor­um ekki með nein­ar svona hug­leið­ing­ar. Vin­kona mín og mað­ur henn­ar end­ur­nýj­uðu heit­in á Flórída og við töl­uð­um um hvað það væri snið­ugt. Senni­lega hafa börn­in heyrt það úr því þau tóku upp á þessu. Ég mæli hundrað pró­sent með end­ur­nýj­un á heit­inu, þetta var eins og brúð­kaups­dag­ur, allt svo flott,“seg­ir hún. „Þeg­ar við geng­um inn í kirkj­una réttu barna­börn­in mér brúð­ar­vönd. Hann var ná­kvæm eft­ir­lík­ing af brúð­ar­vend­in­um sem ég bar á brúð­kaups­deg­in­um fyr­ir fimm­tíu ár­um. Einnig var brúð­ar­t­erta á borð­um hjá dótt­ur minni eft­ir at­höfn­ina í kirkj­unni,“seg­ir Jó­hanna en það voru ekki bara tár á hvörm­um fjöl­skyld­unn­ar þenn­an dag held­ur einnig túrista sem voru að skoða kirkj­una.

Hall­grím­ur Smári, var fyrsta barn­ið sem skírt var í ný­vígðri Hall­gríms­kirkju ár­ið 1949. Þess vegna fékk hann Hall­gríms­nafn­ið. Svo naut hann kirkj­unn­ar þeg­ar hann gekk í hjóna­band. Jó­hanna rifj­aði upp dag­inn, við vígsluna og hló þeg­ar minn­ing­arn­ar þyrl­uð­ust upp. „Það var dá­sam­legt að kveðja þau við kirkju­dyrn­ar.“

Fréttablaðið 26. október 2019.

 

Ert þú jólasveinn?

Er aðventan ónýt? Það sem áður var tími ögunar og eftirvæntingar er orðinn nautnatími. Fólk er ekki eins upptekið undirbúningi jóla heldur að gera vel við sig. Er það ekki í lagi? Það er enginn kristileg eða kirkjuleg nauðsyn að aðventan sé tími föstu og dempaðrar gleði? Tímar breytast og áherslur líka. Aðventan þarf ekki að vera fjólublá og langdregin þjáningartíð. Aðventutíminn má vera tími gleði, til að kveða dýrt, hugsa nýjar hugsanir og teygja sig inn í framtíðina. En þegar menning breytist – og mennirnir þar með – er skynsamlegt og jafnvel lífsnauðsynlegt að henda ekki – tapa ekki mikilvægum sögum, stofnum í menningunni, siðviti eð viskuhefðum.

Í textum dagsins er lögð áhersla á réttlæti. Von um frið er tjáð. Þegar trúmenn tala um vanda er hjálp Guðs einnig færð í tal. Endir heims er endir ófriðar og réttlæti Guðsríkis er í nánd. Um aldir hefur það merkt að við gætum okkar á því sem spillir. Erindið er persónlegt og menningarlegt – að við hjálpum Guði – alla vega leyfum Guði að búa til góðan heim, frið og réttlæti. Og aðventutími Íslendinga hefur um aldir verið tiltektartími í hinu ytra og innra til að taka sem best á móti undri jólanna. Til að þjóna hlutverki tiltektar aðventunnar urðu til sögur, atferli, áherslur og svo hefðir. Í dag skoðum við merkilegan þátt í hefð okkar Íslendinga til að tala um aðventu og dýpri rök hennar og tákn.

Ertu jólasveinn?

Margir hópar koma í kirkjurnar á aðventutímanum. Fyrir nokkrum árum tók ég á móti leikskólabörnum og fór þá í messuskrúða til að fræða börnin um kirkjuliti og hlutverk klæðanna sem prestur skrýðist í helgihaldinu. Lítil stúlka kom til mín þar sem ég stóð í skrúðanum. Hún horfði upp og niður og mældi mig allan út og spurði svo full trúnaðartrausts: „Ert þú jólasveinn?” Hún gerði sér grein fyrir, að jólasveinar gætu verið mismunandi og kannski væri þessi skrýddi karl einn af jólasveinunum. Hún var ekki alveg viss hverju húmn ætti að trúa. Já, aðventutími er líka tími jólasveinanna – og okkar.

Mismunandi jólasveinar

Hefur þú einhvern tíma hugsað um hvaða hlutverki jólasveinar gegna og hvað þeir merkja? Við þekkjum mismunandi tegundir, íslenska og erlenda – þessa mólituðu innlendu og rauðu erlendu. Svo eru til skandinavískir nissar og ýmsar aðrar útgáfur. Þeir eiga sér sína sögur og upphaf. Heilagur Nikulás (sánkti Kláus), upphaflegi jólasveinninn, bjó í Tyrklandi. Svo eru til keltneskir jólasveinar og svo eru rætur sumra hefðanna í vættaátrúnað og fleiri menningardjúpum. En hvaða hlutverki þjóna íslensku jólasveinar? Hver er merking þeirra? Og ekki síst – hver er merkingin sem við hefðum gott af að íhuga og hugsa? Geta jólasveinar orðið okkur til íhugunar og visku á aðventutíð og í aðdraganda jóla? Já og íslensku jólasveinarnir eru áhugaverðari en flestir hinna rauðuklæddu og erlendu – ekki síst vegna þess, að þeir eru eins og kennsludæmi. Þeir eru þegar dýpst er skoðað tákn og dæmi fyrir uppeldi og mótun. Hlutverk þeirra er kannski fyrst og fremst að kenna okkur eitthvað um lífið, ógnir og tækifæri. Þeir eru víti til varnaðar í lífsleiknináminu.

Gefa eða stela?

Hið fyrsta sem við megum taka efir er að hinn hvítskeggjaði og rauðklæddi Coca-Cola-Kláus er gjafmildur, gefur gjafir. En gáfu íslenskir jólasveinar í gamla daga eitthvað? Nei, þeir gáfu ekki heldur stálu. Þeir færðu aldrei gæsku og velferð í bæinn. Það er kannski skuggsækni sem gerir þá svo merkilegt og spennandi íhugunarefni til að hjálpa okkur að hugsa á aðventu.

Afætur og óheillakarlar

Jóhannes úr Kötlum gerði ráð fyrir, að jólasveinarnir hafi verið þrettán, en ekki “einn og átta.” Talan þrettán var ekki tilviljun, heldur óhappatala um langan aldur. Sveinarnir komu einn og einn til byggða, sem var ógæfulegt og tákn hins afbrigðilega. Jesús sendi t.d. lærisveina sína tvo og tvo saman í ferðir. Það er hið eðlilega. En jólasveinarnir eru ekki í erindagerðum fagnaðarerindisins. Þeir komu í mannheim til að spilla, skemma og valda óskunda. Þeir voru afætur og óheillakarlar sem þjónuðu sundrungu – syndinni.

Hverjir voru fyrstir? Það voru Stekkjarstaur og Giljagaur. Og hvað gerðu þeir? Þeir réðust að skepnunum, en þær voru lífsgrundvöllur fólks, undirstaða atvinnulífsins. Stekkjarstaur hrelldi kindur og hinn síðari fór í fjósið og gerði skepnum og vinnufólki illt. Þegar sveinarnir höfðu ráðist að útvörðum heimilisins, skepnunum, fóru þeir að sækja að heimilinu sjálfu. Stúfur, Þvörusleikir og bræður þeirra stálu öllu matarkyns í húsum. Börn og fullorðnir urðu fyrir aðkasti. Jafnvel heimilisdýrin urðu fyrir vonskunni, því Askasleikir stal innansleikjum sem dýrum voru ætlaðar. Mannfólkið varð fyrir beinum árásum: Hurðarskellir hindraði svefn vinnulúinna manna.

Síðasti jólasveinninn, Kertasníkir, gerði hinstu atlögu að jólakomunni. Þegar ljóshátíðin mikla var að ganga í garð, reyndi þessi fulltrúi myrkursins að stela kertum úr bænum. Kertastuldurinn varðar hvorki meira né minna en tilraun til að hindra komu jólanna. Kertin og jólaljósin voru og eru tákn um, að heimurinn er ekki lengur myrkraveröld, táradalur, heldur staður vona, vegna þess að Guð kemur í heiminn og heldur vörð um lífið. Á jólanótt voru jólasveinarnir aðgerðalausir, útslegnir í ljósaflóði guðskomunnar, en síðan fóru þeir að drattast á brott.

Lífsbarátta og ábyrgð

Hinn gamli heimur ljóslítilla torfbæja er vissulega að baki. Sú veröld, sem speglast í þjóðsögum okkar, ljóðum og trúarlífi var veröld óvissu. Aðsteðjandi öfl sóttu í mat og mátt. Líf fólks var ótryggt og þarfnaðist sífelldrar baráttu og aðgæslu til að öryggi yrði tryggt. Með það í huga megum við skoða og skilja sögu jólasveinanna. Þeir sóttu að undirstöðum – í skepnuhjörðina, í mat og lífsbjörg fólks. Jólasveinarnir eru því eiginlegar ímyndir lífsbaráttu og glímu við að láta ekki myrkrið ná völdum. Sagan um þá er áminning um, að huga þurfi vel að dýrum, passa þurfi mat og alla umgjörð mannlífs. Allir skyldu leggjast á eitt til að tryggja að myrkrið næði ekki að ráða og kyrkja. Ljósið skyldi fá að koma í heiminn. Eru þetta ekki allt sístæð viðfangsefni, vernda dýr gegn dýraníðingum, tryggja mat, velferð fólks og gæta að ofbeldisseggjum og siðblekktu eða siðskertu fólki? Hvað er raunverulega til að bæta samfélag og efla hamingju einstaklinganna?

Trúði fólk tilveru jólasveinanna? Tók fólk þessar sögur bókstaflega? Voru afar okkar og ömmur – gengnar kynslóðir – voru þau kjánar? Nei, engu meiri kjánar en við. Þau vissu vel, að sögurnar um skrítnu sveinana voru ekki sögur um raunverulegar verur, heldur sögur um dýpri gildi. Þau notuðu sögurnar til uppeldis og þetta fólk var vant að vinna úr táknmáli. Þau vissu og skildu að þetta voru kennslusögur, áminningar um aðgæslu í lífinu, bæði í hinu innra sem hinu ytra. Það tók ekki sögurnar um jólasveina bókstaflega heldur fremur alvarlega. Eins og við ættum að temja okkur gagnvart öllum klassísku stórsögum heimsins – ekki bókstaflega heldur skoða á dýptina.

Er jólasveinn í þér?

Aðventan er ekki ónýt þó breytt sé. Verkefni allra að mannast er sístætt þó rammi sé nýr og aðstæður séu aðrar en áður. Hvernig reynist fólk sem á að gæta samfélagsins og á að gæta þinna hagsmuna? Hvernig stjórna þau, sem eiga fyrir fólki og fjármunum að sjá? Eru engir jólasveinar á ferð? Er einhver, sem reynir að plata þig á þessum sölutíma í aðdraganda jóla? Hverjir eru jólasveinarnir? En spurðu þig líka þeirrar spurningar, hvort jólasveinn sé jafnvel innan í þér? Ert þú jólasveinn?

Við, Íslendingar, eigum merkilega spekisögu fyrir undirbúninginn – fyrir andlega vinnu aðventunnar. Okkur sést jafnvel yfir raunsæi þessara sagna í hraða og erli aðventudaganna. Sannleikur um lífið verður ekki pakkaður inn. Reyndu að sjá hver er Giljagaur, Þvörusleikir og Kertasníkir samtíðar. Hverjir reyna að eyðileggja afkomu fjölskyldu þinnar, ná fjármunum, hamingju, heilsu og svifta þig og þína gleði?

Aðventa – tími væntingar. Aðventan er til undirbúnings jólanna. Við megum gjarnan fara að baki ati og ásýnd og tala um hið djúpa og mikilvæga. Við getum notað tímann til að greina vonda jólasveina hið ytra sem innra. Jólahaldi tengist fleira en gjafir. Jólasveinarnir eru tákn um að hætt er við þjófnaði – að margir reyna að stela tíma þínum, rósemd, gleði, friði, lífshamingju þinni. Þá gildir að velja vel og rétt.

Hvað gerir þú á jólum? Hverjum tekur þú á móti? Jólasveinunum, sem taka frá þér ljósið eða sveini jólanna sem gefur þér lífsljós? Sem trúmaður hefur þú frelsi til að velja. Í því er ríkidæmi þessa lífs og ábyrgðarmál okkar manna fólgið. Guð gefi þér og þínum gæfu til visku á aðventu og síðan gleðileg jól – að Jesúbarnið komi til þín, gefi þér ljós og verði þér leiðarljós í lífi og dauða.

Hugleiðing 5. desember 2021. Annar sunnudagur í aðventu.

Meðylgjandi mynd tók ég af flugveifu á Reykjavíkurflugvelli í blíðviðrinu 4. des. 2021. Jólasveinsmyndina tók Árni Svanur Daníelsson og myndina fékk ég af myndasíðu þjóðkirkjunnar á Flickr.

Bænalisti Porvoo-kirknasambandsins

page1image24233280page1image24244992

PORVOO PRAYER DIARY 2022

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental

and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

The Calendar may be freely copied or emailed for wider circulation.

The Prayer Diary is updated once a year. For corrections and updates, please contact Ecumenical Officer, Maria Bergstrand, Ms., Stockholm Diocese, Church of Sweden, E-mail: maria.bergstrand@svenskakyrkan.se

page1image24241536

page2image24238080page2image24243840

JANUARY 2/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Graham Tomlin, Bishop Pete Broadbent, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, Bishop Joanne Grenfell.

Church of Norway: Diocese of Nidaros/ New see and Trondheim, Presiding Bishop Olav Fykse Tveit, Bishop Herborg Oline Finnset

9/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo
Church of Norway: Diocese of Sør-Hålogaland (Bodø), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John Stroyan.

16/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Mark Ashcroft,

Bishop Mark Davies

23/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop David Urquhart, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Peter Birch 30/1
Church in Wales: Diocese of Bangor, Bishop Andrew John
Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

page3image24236928page3image24242688

FEBRUARY

6/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Martin Gorick

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Solveig Fiske

13/2

Church of Ireland: Diocese of Tuam, Limerick and Killaloe, vacant

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Peter Fischer- Moeller

20/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John Holbrook Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey

Church of England: Diocese of Canterbury, Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson- Wilkin

27/2

Church of England: Diocese of Canterbury – Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson- Wilkin, Bishop Jonathan Goodall, Bishop Rod Thomas, Bishop Norman Banks

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay

page4image24243456page4image24243072

MARCH 6/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Vacancy – Bishop of Chelmsford, Bishop John Perumbalath, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi 13/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Bishop Sarah Bullock, Bishop designate Matthew Parker, Bishop Clive Gregory

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy 20/3
Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Michael Burrows Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Bishop Dagmar Winter 27/3
Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt

page5image24246144page5image24241152

APRIL 3/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Antje Jackelén, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop June Osborne 10/4

Church of England: Diocese of Derby, Bishop Libby Lane, Bishop designate Malcolm Macnaughton

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop Ian Ellis
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Thomas Reinholdt

Rasmussen

17/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Jill Duff, Bishop Philip North

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift
The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Tor Berger Jørgensen
24/4
Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann
Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Kevin Pearson

page6image24241728page6image24246336

MAY 1/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Richard Cheetham, Bishop Jonathan Clark, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug

8/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

15/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Jo Wells

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

22/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop Nicholas McKinnel, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard 29/5
Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Jackson
The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

page7image24245952page7image24240768

JUNE 5/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Solveig Lara Gudmundsdottir

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano
12/6
Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Keith Riglin Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop George Davison

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

19/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Thomas Petersson

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov- Jakobsen

26/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Christopher Lowson, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Lapua, Bishop Matti Salomäki

page8image24237696page8image24244416

JULY 3/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Michael Beasley

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Martin Modéus 10/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Christine Hardman, Bishop designate Mark Wroe

Church of Norway: Church of Norway: Diocese of Møre, Bishop Ingeborg Midttømme 17/7
Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds (formerly called the Diocese of West Yorkshire and the Dales), Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Toby Howarth, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Paul Slater

24/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis
Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Andrew Foster
31/7
Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Lee Rayfield Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

page9image24234048page9image24242112

AUGUST

7/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Christopher Foster

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

14/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

21/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

28/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Mari Leppänen

Church of England: Diocese of York, Archbishop Stephen Cottrell, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Alison White, Bishop Glyn Webster

page10image24237504page10image24231936

SEPTEMBER 4/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Nicholas Holtam, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

11/9

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Peter Hancock, Bishop Ruth Worsley

18/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Sophie Jelley

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Paneeraq Siegstad Munk

25/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Bishop John Lomas
Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Guli Francis-Dehqani

page11image24238464page11image24234432

OCTOBER

2/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop Paul Bayes, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Cherry Vann

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

9/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Hugh Nelson Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth
Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman
16/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus
Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Olivia Graham, Bishop

Colin Fletcher, Bishop Alan Wilson

23/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Emma Ineson

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Anne Lise Ådnøy

30/10

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Timothy Dakin, Bishop David Williams, Bishop Debbie Sellin

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

page12image24246720page12image24247296

NOVEMBER 6/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham Usher, Bishop Alan Winton, Bishop Jonathan Meyrick

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström 13/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop Simon Burton-Jones 20/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer
27/11
Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Bo-Göran Åstrand

page13image24225920page13image24223424

DECEMBER 4/12

Church of England: Diocese of Chester, Vacancy – Bishop of Chester, Bishop Keith Sinclair, Vacancy – Bishop of Stockport

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen 11/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Tony Porter

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Atle Sommerfeldt

18/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Bishop Sarah Clark

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

25/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Vacancy – Bishop of Horsham, Vacancy – Bishop of Lewes

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen

Hin hlið ástarinnar

Sonur minn spurði mig fyrir nokkrum dögum: „Pabbi hefur þú þurft að tilkynna fjölskyldu að einhver sem tilheyrði henni hafi lent í slysi og dáið?“ Ég svaraði honum að það væri erfiðasti þáttur prestsstarfsins að fara heim til fólks og bera því hörmulegar fréttir. Hann hélt áfram að spyrja: „Hvernig líður þér þegar þú hittir fólkið og þarft að segja þeim frá hræðilegum málum, slysum og dauða?“ Ég sagði honum frá hve átakanlegar aðstæðurnar væru oftast og líka tilfinningaflóðinu, hvað færi í gegnum hugann gagnvart þessu nístandi verkefni, hvernig ég undirbyggi mig, opnaði vitundina, tengdi inn í himininn og kyrrði hugann. Til þess að geta þjónað fólki vel væri mikilvægt að vinna með eigin ótta, áföll og trú. Við töluðum svo saman áfram, prestur og pabbi með reynslu af mörgum sorgarferðum og sextán ára ungur maður sem þorir að vinna með hlutverk, líf og dauða og spyrja. Mitt hlutverk er að vera honum faðir sem miðlar hvernig maður virðir mörk sín, bæði sem dauðlegur einstaklingur og líka sem prestur í þjónustu við líf, fólk og Guð.

Ég dáðist að syni mínum að hann hefði getu til samkenndar og að spyrja mikilvægra spurninga, væri reiðubúinn að ræða um myrkrið, óttann og eyðinguna og vilja til að halda á djúp visku og skilnings. Og var líka þakklátur fyrir að feðgatengsl okkar væru opin og þyldu svona þungaumferð sálarinnar. Ég hef sagt honum sögur úr eigin lífi, hvernig ég brást við eigin dauðaógn á unga aldri. Hann hefur líka sagt mér hvað hann hugsaði þegar hann hjólaði framan á bíl, flaug hátt í loft upp áður en hann skall í götuna. Og hann veit að við eigum alltaf val hvernig við bregðumst við áföllum og verkefnum lífsins.

Allir deyja – segjum við. Skuggahlið alls lífs er hrörnun og dauði. Hvaða afstöðu hefur fólk? Er lífi lokið við dauðastund eða er andlát fæðing til nýrrar veru? Hvernig bregðumst við í hörmulegum aðstæðum þegar fólkið okkar er slitið úr fangi okkar og fjölskyldu? Tengjum við sjálf okkur við skil tíma og eilífðar? Undirbúum við okkur undir fæðingu til eilífðar? Í dag íhugum við stóru málin í þessu hliði himins. Um líf og dauða, ást og sorg. Um sæluna sem Jesús talar um – og sú sæla er að vera með Guði.

Þessi vika er í kristninni notuð til að minnast ástvina sem eru farin á undan okkur inn í himin Guðs. Vikan er íhugunarvika hins heilaga, hinna heilögu, himinsins og þeirra sem þar syngja höfundi lífsins. Þegar við minnumst ástvina er hollt að hugsa um líðan okkar og líka íhuga viðbrögð okkar við missi og hvernig við viljum heiðra minningu en líka lifa óttalaust og í fullri gnægð. En djúpíhugun þessara daga varðar þó ekki dauða heldur fremur líf. Kristnin er ekki dauðasækin heldur lífssækin.  

Hefur þú misst einhvern sem var þér kær? Hefur einhver dáið sem þú hefur elskað? Ef svo er þekkir þú söknuð og sorg. Sorg er gjald kærleikans. Sorgin er skuggi ástarinnar. Sorg er hin hlið elskunnar. Þau sem aldrei hafa elskað syrgja ekki dauða annarra. Sorg er viðbragð þess sem hefur elskað en misst. En getum við forðast sorg og gætt að okkur svo við verðum ekki fyrir áfallinu? En valið á sér skuggahlið. Viltu sleppa að elska? Viltu fara á mis við ástvini? Fæst vilja afsala sér þeim undursamlega þætti hamingju og lífs. Ef við viljum losna við eða forðast að syrgja og sakna kaupum við þá sorgleysu dýru verði því þá megum við ekki elska neitt í þessum heimi.

Sorg er ekki sjúkdómur, hún er hluti af lífinu, tákn um heilbrigðar tilfinningar, ást sem hefur misst elskuna sína eða vin. Sorg er sársauki sem verður þegar við missum einhvern sem er okkur mikilvægur og við elskum. En að vinna með sorg og búa við sorg er vegferð. Enginn verður fullsáttur við missi en sorgarvinnan leiðir oftast til að fólk lærir að lifa áfram þrátt fyrir missinn. Syrgjandi kemst oftast á það stig að geta líka notið gleði á ný þrátt fyrir að lífið sé breytt. Látinn ástvinur skilur alltaf eftir skarð sem þau sem eftir lifa reyna að fylla. Við fráfall verður flest með öðrum svip en áður. Hið yfirþyrmandi verkefni syrgjenda er að læra ný hlutverk og finna sér jafnvel nýjan tilgang.

Sorgarvinnu er gjarnan lýst sem mynstri, sem kallað er sorgarferli. Fyrsta skrefið er áfall. Hið annað er einhvers konar aðlögun að missinum. Þriðja skrefið varðar að taka þátt í lífinu að nýju sem fullveðja þátttakandi. Þegar við missum verða flest dofin af högginu. Sum festast í afneitun í einhvern og stundum langan tíma. Í sumum tilvikum verður áfallið svo mikið að fólk fer í djúpan tilfinningadal og verður sem lamað af drunga áður en bataferlð hefst. Að syrgja og verða fyrir miklum tilfinningalegum sviftingum er ekki sjúklegt heldur oftast merki um að við erum heilbrigð, en bara á ókunnum tilfinningaslóðum.

Tilfinningadoði sem einkennir fyrstu daga og vikur missis er kæling eða frysting sálar. Stundum tekur þýðutíminn langan tíma. Vegna kælingardofans kemst fólk oft í gegnum útfarartíma án þess að bugast. Þegar kulda leysir svo – eins og í náttúrunni á vorin – verður flóð í sálinni. Það er gjarnan tímabil mikils sársauka. Þá hellist yfir syrgjendur raunveruleiki missis og endanleika. Margir upplifa að vera illa áttað, einmana í tilverunni – eiginlega utan við sjálf sig.

Söknuður er langlífur. Sterkar tilfinningarnar eru eðlileg viðbrögð heilbrigðs fólks í hræðilegum aðstæðum. Læknar tíminn sárin? Nei, tíminn læknar ekkert. Eins og líkamssárin þarfnast sálarsárin hreinsunar og ummönnunar. Við megum gjarnan tala um látna ástvini okkar, skrifa niður minningar um þau, skoða myndir af þeim, minnast viðburða og líka skondinna, áhrif þeirra á okkur, rifja upp það sem þau kenndu okkur og gerðu fyrir okkur – eða það sem þau gerðu ekki fyrir okkur og er okkur jafnvel sárt.

Hver hafði mest áhrif á þig til að gerði þig að þeirri manneskju sem þú ert? Var það móðir þín eða faðir, afi eða amma eða jafvel barnið þitt? Hvert þeirra sem býr í himninum varð þér til hjálpar? Var eitthvert þeirra kunnáttusamur kúnstner sem efldi þig? Hver varð þér vitringur? Var eitthvert þeirra sem kenndi þér að spenna greipar og tala við Guð eins og vin? Var eitthvert þeirra sem varð þér hlýr faðmur, skjól og hálsakot sem þú áttir víst í flóknum og köldum heimi? Var einhver sem bjargaði þér í aðkrepptum aðstæðum eða hjálpaði þér þegar þú þarfnaðist þess? Dragðu upp í huganum myndir og leyfðu þér að þakka fyrir þau.

Og svo að þínu lífi nú. Hver er sæla þín? Dagur látinna er dagur lífs. Hver er lífsstefna þín? Guð elskaði og himininn fylltist sorg yfir brenglaðri mannaveröld, mengun sköpunar og dauða sonarins á krossi. Guð lifir sig í sorg þína og skilur sársauka þinn. En dauðinn dó og lífið lifir. Því lýkur lífi ástvina þinna ekki í tómi endanlegs dauða heldur í ástarríki eilífðar. Guð hefur opnað allar gáttir dauðans með lífsmætti sínum. Því máttu fela Guði ástvini þína, ást þína, sorg þína og tilfinningar. Svo máttu falla í fang Guðs í þínum eigin dauða – og fæðast inn í ást eilífðar. Sorgin er skuggi ástarinnar en ljós Guðs lýsir upp alla skugga og nærir ástina.

Í lok athafnar getið þið gengið fram og kveikt á kertaljósum og lagt í tröppurnar til að minnast látinna. Nýtið færið til að blessa minningarnar, vinna með tilfinningarnar – allar, líka þær sterku og neikvæðu, leyfa Guði að taka við eftirsjá og depurð þinni. Þú mátt kveikja ljós og minna þig á að lífið lifir. Trú er ekki vegferð til dauða heldur ferð lífsins. Dauðinn dó en lífið lifir.

Hugleiðing á allra heilagra messu í Hallgrímskirkju 7. nóvember, 2021. Meðfylgjandi mynd tók ég austan við Ingólfsfjall að kvöldi 30. október 2021. Útsýn til austurs og norðurljósin dönsuðu á danshvelfingu himins.