Umsagnir

Hér má lesa greinar frá stuðningsfólki Sigurðar Árna.
Smelltu hér til þess að senda inn stuðningsyfirlýsingu.

Nýjustu umsagnirnar

 • ÁstríkiÁstríki
  Róbert, prestur, kom til Íslands í fyrsta sinn eftir fjörutíu og fjögur ár erlendis til að jarðsyngja vinkonu sína. Saga hans og vina hans er um leitina að merkingu, hamingju, tengslum, sambandi og ást. Enginn er dæmdur í þessari sögu heldur eru mismunandi aðstæður fólks túlkaðar af hispurslausri mannúð. Í henni er hlý mýkt þótt söguhetjurnar ...
 • Sextug og stofnaði fyrirtæki fyrir fólkSextug og stofnaði fyrirtæki fyrir fólk
  Elín mín stofnaði fyrsta fyrirtækið sitt sextug – og blómstrar. Vegna myglu á fyrrverandi vinnustað ákvað hún að velja heilsuna fremur en vinnuna. En fólk hleypur ekki í störf þegar það er komið á sjötugsaldurinn. Hún skoðaði atvinnumöguleikana og fór svo í langa göngu og spurði sjálfa sig hvað hún vildi gera? Hver væri ástríða ...
 • Saga býflugnannaSaga býflugnanna
  Það er nafnið á bók Maju Lunde. Saga býflugnanna er marglaga saga. Hún spannar ekki aðeins langan tíma heldur tengir saman lönd og álfur, menningarhefðir og ólíkt fólk. Árið 1852 reis Willam upp úr langvarandi þunglyndi og fór að vinna að nýrri gerð býflugnabúa. Við kynnumst sögu hans og draumum um að geta helgað sig vísindum. ...
 • Lena Rós Matthíasdóttir, prestur í GrafarvogskirkjuLena Rós Matthíasdóttir, prestur í Grafarvogskirkju
  Í nærveru góðs leiðtoga finnur þú til mikilvægis þíns og upplifir tengsl sem þú þarft ekki að hafa fyrir að mynda. Ástæðan er sú að leiðtoginn sem heyrir þig, sér þig, þekkir þig og skynjar persónu þína, býr yfir þeirri eðlislægu löngun að vilja kynnast þér og leggur sig fram um það af fyrra ...
 • Sigurður Sigurðarson, ráðgjafi í markaðsmálum og almannatengslumSigurður Sigurðarson, ráðgjafi í markaðsmálum og almannatengslum
  Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, er mikill kennimaður, sómamaður og ljúfur í eðli sínu. Hann er margfróður enda víðlesinn. Ekki aðeins er hann góður prestur heldur þekkir vel til um allt land, hefur ferðast og gengið á fjöll og ann náttúru landsins rétt eins og títt er um þá sem þekkja hana af eigin ...
 • Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í ValþjófsstaðarprestakalliLára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli
  Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í kjöri til Biskups Íslands. Vegna þess að: ég treysti honum til að hlusta á raddir fólksins í söfnuðum landsins, ég treysti honum til að hlusta á raddir þeirra sem starfa í kirkjunni
 • Inga Rún Ólafsdóttir, sóknarnefndarformaður og kirkjuþingsfulltrúi.
  Við erum stödd á lokaspretti kosningabaráttu um kjör til biskups Íslands. Það voru margir kallaðir, en nú standa eftir tveir útvaldir, sem kjósa þarf á milli. Sigurður Árni Þórðarson hefur sett fram skýra framtýðarsýn í 7 liðum um málefni þjóðkirkjunnar. Framtíðarsýn sem lýsir einlægum vilja til þjónustu og sátta við fólkið í landinu, og einnig hugrekki ...
 • Sigríður Haraldsdóttir, landfræðingurSigríður Haraldsdóttir, landfræðingur
  Sigurður Árni hefur miklu að miðla og gerir það í ræðu og riti og í samtölum við fólk. Hann er næmur á aðstæður og leggur sig fram um að hlusta og kalla eftir skoðunum fólks. Hann sér það einstaka og jákvæða í orðum og athöfnum manna en kann jaframt að glíma við erfiðleika ...
 • Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni KarlssonJóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson
  Nú verður kosið á milli tveggja frambjóðenda í biskupskjöri í seinni umferð og eftir miðjan apríl kemur í ljós hver hefur verið valinn til þjónustunnar. Við hjónin styðjum dr. Sigurð Árna Þórðarson til embættis. Við berum þá von í brjósti að Sigurður Árni Þórðarson verði næsti biskup Íslands.
 • Kristinn Örn Sigurðsson, hugbúnaðarsérfræðingurKristinn Örn Sigurðsson, hugbúnaðarsérfræðingur
  Yndislegur maður í alla staði. Sigurður Árni berst fyrir vellíðan og réttindum fólks, burt séð frá því hvað það trúir. Ég get ekki hugsað mér betri einstakling til þess að þjóna sem biskup þjóðarinnar.

Allar umsagnir í stafrófsröð

 • Þorsteinn K. Kristiansen, einn af stofnendum og starfsmaður Ungt fólk með hlutverk.Þorsteinn K. Kristiansen, einn af stofnendum og starfsmaður Ungt fólk með hlutverk.
  Til að kirkjan geti orðið jákvæð og uppörvandi til framtíðar þarf hún að ganga í sjálfa sig og taka á syndum fortíðar.
 • Inga Rós Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri KirkjulistahátíðarInga Rós Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjulistahátíðar
  Sigurði Árna kynntist ég fyrst þegar hann tók sæti í stjórn Kirkjulistahátíðar sem fulltrúi biskups árið 2001. Hann kom strax fram með ferskar hugmyndir og var tilbúinn að gefa bæði tíma sinn og mikla vinnu í að þær gætu orðið að veruleika. Það er trú mín að íslenska þjóðkirkjan eigi eftir að ganga inn í ...
 • Sigurvin Jónsson, æskulýðsprestur og stundakennari við Háskóla ÍslandsSigurvin Jónsson, æskulýðsprestur og stundakennari við Háskóla Íslands
  Þau hjón, Elín Sigrún og Sigurður, eiga fallegt heimili og þar eru gestir umvafðir hlýju og kærleika. Heimilið ber þeirra fegurstu kostum vitni. Fuglafóður og ávaxtatré í garðinum bera vott um djúpa virðingu fyrir náttúru og umhverfisvernd, listaverk þeirra og bækur veita innsýn í menningarþorsta, leikföng á stangli sýna að þar er rými fyrir börn ...
 • Valdimar Tómasson, kirkjuvörður og meðhjálpari Neskirkju
  Engan mann hef ég hitt sem leggur jafn mikið upp úr því að vita hvernig manni líður. Hann er mjög góður hlustandi . Við samræður um eigin líðan skapast mikil nánd og opnar vel fyrir öll tjáskipti. Honum er þessi áhugi eðlislægur. Hann kann líka manna best að hrósa og draga ...
 • Steingrímur Þórhallsson, organisti NeskirkjuSteingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju
  Ég hef starfað með Sigurði Árna í Neskirkju í sjö ár og vinnur hann allt af fagmennsku og hlýju. Hann hefur afskaplega góða nærveru og mikla hæfileika í að miðla málum og það tel ég að séu þeir eiginleikar sem biskup Þjóðkirkjunnar þarf að skarta til að takast á við ný og brýn verkefni.
 • Magnús Lyngdal Magnússon, aðstoðarforstöðumaður RannísMagnús Lyngdal Magnússon, aðstoðarforstöðumaður Rannís
  Ég tel einmitt að mannkostir Sigurðar Árna muni nýtast vel við að endurvinna traust og stöðu kirkjunnar í samfélaginu; það verkefni verður ekki auðvelt en ég treysti fáum betur til að leysa það farsællega en Sigurði Árna Þórðarsyni.
 • Kristinn Örn Sigurðsson, hugbúnaðarsérfræðingurKristinn Örn Sigurðsson, hugbúnaðarsérfræðingur
  Yndislegur maður í alla staði. Sigurður Árni berst fyrir vellíðan og réttindum fólks, burt séð frá því hvað það trúir. Ég get ekki hugsað mér betri einstakling til þess að þjóna sem biskup þjóðarinnar.
 • Gréta Björgvinsdóttir, ÁlftanesiGréta Björgvinsdóttir, Álftanesi
  Þegar nafn Sigurðar Árna Þórðarsonar var nefnt í sambandi við biskupskjör hugsaði ég með mér; ” Já, hann hefur svo sannarlega það sem til þarf  í það embætti: sanngjarn, heiðarlegur og fylginn sér. Svo er hann mjög nærgætinn og hjartahlýr”. Það er svolítið sérstakt hvernig okkar kynni komu til og ég trúi ekki á tilviljanir.  Fyrir ...
 • Helga Brá Árnadóttir, verkefnisstjóri hjá HÍ
  Við Sigurður Árni kynntumst í Mótettukórnum fyrir allmörgum árum en kórinn og allt það góða fólk sem þar hefur sungið, undir stjórn Harðar Áskelssonar, hefur lengi verið stór hluti af mínu lífi. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, Margréti Láru, fyrir rúmum sex árum kom því ekki annað til greina en að fá Sigurð Árna ...
 • Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni Glerárkirkju AkureyriPétur Björgvin Þorsteinsson, djákni Glerárkirkju Akureyri
  Ég skrifa þennan pistil sem einstaklingur og djákni sem styður biskupsframboð dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar, prests í Neskirkju. Mér þykir vænt um að mega og geta skrifað stuðningspistil sem þennan, því ég er þess fullviss að biskupskápan muni klæða Sigurð Árna sérstaklega vel, ef við sem styðjum hann, gerum það á opinskáan, heiðarlegan og umfram ...