Umsagnir

Hér má lesa greinar frá stuðningsfólki Sigurðar Árna.
Smelltu hér til þess að senda inn stuðningsyfirlýsingu.

Nýjustu umsagnirnar

 • Lena Rós Matthíasdóttir, prestur í Grafarvogskirkju
  Í nærveru góðs leiðtoga finnur þú til mikilvægis þíns og upplifir tengsl sem þú þarft ekki að hafa fyrir að mynda. Ástæðan er sú að leiðtoginn sem heyrir þig, sér þig, þekkir þig og skynjar persónu þína, býr yfir þeirri eðlislægu löngun að vilja kynnast þér og leggur sig fram um það af fyrra ...
 • Sigurður Sigurðarson
  Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, er mikill kennimaður, sómamaður og ljúfur í eðli sínu. Hann er margfróður enda víðlesinn. Ekki aðeins er hann góður prestur heldur þekkir vel til um allt land, hefur ferðast og gengið á fjöll og ann náttúru landsins rétt eins og títt er um þá sem þekkja hana af eigin ...
 • Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli
  Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í kjöri til Biskups Íslands. Vegna þess að: ég treysti honum til að hlusta á raddir fólksins í söfnuðum landsins, ég treysti honum til að hlusta á raddir þeirra sem starfa í kirkjunni
 • Inga Rún Ólafsdóttir, sóknarnefndarformaður og kirkjuþingsfulltrúi.
  Við erum stödd á lokaspretti kosningabaráttu um kjör til biskups Íslands. Það voru margir kallaðir, en nú standa eftir tveir útvaldir, sem kjósa þarf á milli. Sigurður Árni Þórðarson hefur sett fram skýra framtýðarsýn í 7 liðum um málefni þjóðkirkjunnar. Framtíðarsýn sem lýsir einlægum vilja til þjónustu og sátta við fólkið í landinu, og einnig hugrekki ...
 • Sigríður Haraldsdóttir, landfræðingur
  Sigurður Árni hefur miklu að miðla og gerir það í ræðu og riti og í samtölum við fólk. Hann er næmur á aðstæður og leggur sig fram um að hlusta og kalla eftir skoðunum fólks. Hann sér það einstaka og jákvæða í orðum og athöfnum manna en kann jaframt að glíma við erfiðleika ...
 • Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson
  Nú verður kosið á milli tveggja frambjóðenda í biskupskjöri í seinni umferð og eftir miðjan apríl kemur í ljós hver hefur verið valinn til þjónustunnar. Við hjónin styðjum dr. Sigurð Árna Þórðarson til embættis. Við berum þá von í brjósti að Sigurður Árni Þórðarson verði næsti biskup Íslands.
 • Kristinn Örn Sigurðsson, hugbúnaðarsérfræðingur
  Yndislegur maður í alla staði. Sigurður Árni berst fyrir vellíðan og réttindum fólks, burt séð frá því hvað það trúir. Ég get ekki hugsað mér betri einstakling til þess að þjóna sem biskup þjóðarinnar.
 • Katrín H. Árnadóttir, viðskipta- og umhverfisfræðingur
  Vináttan við Sigurð Árna og Elínu Sigrúnu hefur ætið verið umvafin elsku, trausti og virðingu. Sigurður Árni leggur sig fram við að hlusta og skilja hvað býr að baki töluðu orði og spyr viðmælendur sína spurninga sem oftar en ekki er skautað yfir í hinu daglega lífi. Heilindi eru hans einkunnarorð og gerir hann ...
 • Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari
  Kirkjan, eins og margar aðrar stofnanir samfélagsins, gengur gegnum umbrot, uppbrot og uppgjör. Hún hefur alltof lengi verið þolandi aðstæðna í stað þess að skapa sér eigin framtíð. Kirkjan þarf framsýnan leiðtoga sem leiðir hana af öryggi inn í nýja tíma. Kirkjan þarf leiðtoga sem þekkir aðstæður og þarfir fólks um allt land. Ég hef ...
 • Sesselja Thorberg, hönnuður
  Sr. Sigurður er hugsjónamaður, kemur vel fyrir og er samkvæmur sjálfum sér. Sr. Sigurður klárar verkið. Fólki líður vel í kringum Sr. Sigurð og ber traust til hans. Þannig persónu vil ég sjá sem biskup Íslands.

Allar umsagnir í stafrófsröð

 • Anna Geirsdóttir, læknir
  Gegnheill góður maður vel til forystu fallinn.
 • Ásgeir Helgason, dósent í sálfræði við Karolinska Institutet
  Ég hef þekkt Sigurð Árna í um 50 ár og fylgst með honum í meðvind og mótvind og farið með honum gegnum súrt og sætt. Ég treysti fáum jafn vel og Sigurði Árna.
 • Sigurður Ægisson, sóknarprestur í SiglufjarðarprestakalliSigurður Ægisson, sóknarprestur í Siglufjarðarprestakalli
  Ég tel dr. Sigurð Árna Þórðarson, prest í Neskirkju í Reykjavík, vera rétta manninn í verkið. Það byggi ég á yfir 30 ára kynnum mínum af honum. Aldrei hefur neinn skugga borið þar á. Það hefur verið gott að leita til hans, jafnt í gleði sem raun. Hann kemur til dyranna eins og hann er ...
 • Inga HarðardóttirInga Harðardóttir
  Ég átti því láni að fagna fyrir nokkrum árum að kynnast þeim heiðurshjónum Sigurði Árna og Elínu. Leiðir okkar lágu saman er ég starfaði á leikskóla og tvíburasynir þeirra voru í minni umsjá. Afskaplega lífsglaðir og kátir ungir drengir sem auðsjánalega nutu mjög góðs atlætis frá foreldrum sínum. Það vakti athygli mína hversu mikla virðingu ...
 • Hjörleifur Þórarinsson, lyfjafræðingur, framkvæmdastjóri og formaður sóknarnefndar VíðistaðakirkjuHjörleifur Þórarinsson, lyfjafræðingur, framkvæmdastjóri og formaður sóknarnefndar Víðistaðakirkju
  Ég styð Dr. Sigurð Árna Þórðarson prest í Neskirkju til embættis biskups Íslands. Ég hef þekkt og fylgst með störfum hans um langan tíma og tel hann hafa alla þá mannkosti sem nauðsynlegir eru góðum biskupi.
 • Auðbjörg Reynisdóttir, ráðgjafiAuðbjörg Reynisdóttir, ráðgjafi
  Sigurður Árni Þórðarson er réttsýnn og næmur á mannlegt gildi, maður sem metur mannrækt meira en flest annað. Maður sem þekkir mikilvægi trúarinnar fyrir þjóðina, ekki bara einstaklinginn. Ég treysti honum til að tapa ekki sjónar á því sem skiptir máli og til að næra þjóðina á því sem máli skiptir. Hann þekkir hvernig Guð ...
 • Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri
  Við sem látum okkur annt um kirkjuna lítum nú til þess að tímar endurnýjunar eru framundan.  Kirkjan mun á næstunni velja sér biskup til forystu. Einvalalið lærðra og leikra hefur kosningarrétt , m.a. formenn sóknarnefnda sem fulltrúar okkar óbreyttra kirkjugesta, prestar og ýmsir aðrir starfsmenn kirkjunnar. Við sem ekki erum á kjörskrá ættum samt að láta ...
 • Friðrik J. Hjartar, prestur í GarðaprestakalliFriðrik J. Hjartar, prestur í Garðaprestakalli
  Sigurður Árni Þórðarson útskrifaðist úr Guðfræðideild Háskóla Íslands um leið og ég. Hann kynnti sig strax sem skarpur námsmaður, mikill trúmaður og góður félagi. Hann hefur aflað sér góðrar menntunar sem nýtast mun vel í þeirri þjóðfélagsrýni sem biskup, andlegur leiðtogi þjóðarinnar, hlýtur að ástunda. Margþætt lífsreynsla hans sem prestur, sem skólamaður og sem manneskja eykur ...
 • Björn Erlingsson, safnaðarfulltrúi í Grafarvogssókn
  Biskup með áherslur á börn, ungmenni og fjölskyldur hlýðir því kalli sem þjóðin gerir til þjóðkirkjunnar í dag og beinir kröftum að mikilvægasta verkefni þjóðkirkjunnar. Allt annað er að mínu mati frágangssök og auðvelt að vinna úr með fagmennsku og trú að vopni. Þjóðkirkjan á að skipa mörgum frambærilegum fulltrúum, – en ...
 • Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson, sóknarprestarJóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson, sóknarprestar
  Við hjónin höfum tekið þá ákvörðun að styðja dr. Sigurð Árna Þórðarson prest í Neskirkju. Nú er brýnt að fá biskup sem er góður hirðir og manna sættir til þess að sá fræjum mildi og samstöðu. Sigurður Árni á til að bera langþróaða umhyggju og skilning á mannlífinu, hann er reynsluríkur í persónulegu lífi, sjóaður prestur ...