+ Þórður Eydal Magnússon +

Það birti þegar Þórður kom. Kankvíst og vinsamlegt bros hans opnaði vitund og bægði drunga í burtu. Þórður kom með hlýju og gleðiauka í hús. Og þegar Kristín var með honum var gaman. Ég sá til þeirra þegar þau komu til kirkju, fylgdist með þeim og hreifst af hve glitrandi elskurík tengsl þeirra voru. Ég hugsaði oft, að þau væru eins og nýtrúlofuð, eins og hrifnir, tvítugir elskendur – og þó búin að vera hjón í hálfa öld. Hlýja, virðing, gleði og glæsileiki – allt þetta bjó í Þórði og Kristínu. Og við samferðafólk Þórðar Eydal þökkum við ferðarlok samfylgd og elskugjafir hans.

Upphaf og ætt

Þórður Eydal Magnússon kom í heim í birtu sumars. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 11. júlí árið 1931. Foreldrar hans voru Sigríður Sigmundsdóttir og Magnús Ingibergur Þórðarson. Þau voru Skaftfellingar að ætt og kynntust í Eyjum og hófu hjúskap sinn þar. Nafnið Þórður var frá föðurafanum en Eydalsnafnið er flétta ömmu og staðar í Mýrdal. Föðuramma Þórðar Eydal hét Eygerður og þau hjón bjuggu í Neðra-Dal. Dalurinn og Eygerður voru samþættuð í Eydal. Í stórfjölskyldunni gekk Þórður gjarnan undir naninu Eydal og hjá barnabörnum var hann Eydal afi. Í vinnunni var hann Þórður Eydal.

Foreldrar Þórðar eignuðust tvo drengi, þá Sigmund og Þórð. Eldri hálfbóðir þeirra samfeðra var Þórarinn. Hann var sjómaður og kennari i Vestmannaeyjum. Sigmundur var þremur árum eldri en Þórður. Hann var læknismenntaður.

Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur þegar Þórður var þriggja ára gamall. Þau fluttu fyrst til Hafnarfjarðar og síðan til Reykjavíkur. Um tíma bjuggu þau við þröngbýli í miðbæ Reykjavíkur. Þar höfðu þau eitt herbergi og deildu eldhúsi með nokkrum fjölskyldum. Þórður minntist þess, að þegar hann lærði fyrir skólann fann hann sér næðisstað á tröppunum niður í kjallara. En það var ekkert skemmtiefni, að rottur voru stundum á ferðinni við fætur hans. Þórður hafði sett sinn kúrs. „Ég skal“ sagði hann. Hann ætlaði sér að nýta allar sínar gáfur og var kappsamur í námi. Hann stóð sig frábærlega alla tíð í því, sem hann tók sér fyrir hendur. Vegna aðstöðuleysisins heima varð að ráði, að þeir bræður leigðu herbergi vestur í bæ til að hafa betra næði til náms. Þegar stríðið kom og atvinna jókst vænkaðist fjárhagur foreldranna og þau fluttu inn í nýja íbúð í stórhýsinu í Lönguhlíð 23. Þar fengu þau íbúð á fjórðu hæð og bræðurnir fengu aðstöðu í risinu.

„Ég skal“ sagði Þórður og fór hiklaus í MR og gekk vel í námi og kláraði stúdentspróf með glæsibrag vorið 1951. Og hvað svo? Þórður vissi, að stúdentspróf var áfangi á leið – og hann ætlaði lengra. Svo skráði hann sig í tannlækningar. Allt gekk honum að sólu í námi og lífi og hann kláraði háskólanámið. Hann var cand. odont. vorið 1956. Með próf upp á vasann fóru margir tannlænakandídatar að vinna í sinni grein. En Þórður sætti sig aldrei við hið auðvelda og smáa – hann horfði til hæða og möguleika. Hann stefndi til náms ytra, fór í framhaldsnám í tannréttingum – sem kallast fræðilega því hljómmikla og inntaksríka nafni orthodontia. Þórður var tvö ár í Kaupmannahöfn og síðan eitt í Oslo. Þá var hann sáttur og vissi, að hann hafði náð að sérhæfa sig vel. Hann var búinn að fá yfirlit yfir allt það besta, nýjasta og framsæknasta í orthodontíunni. Hann hafði náð námsmarkmiðum sínum og var á pari við færustu sérfræðinga í grein sinni og orðinn meistari á fræðasviðinu. Þá var hann til í að fara heim árið 1959, setja upp stofu og með framtíðina í brjósti, höndum og huga.

Þórður var brautryðjandi á Íslandi í tannréttingum og gaf holgóma fólki eða með munnfrávik nýja möguleika og jafnvel nýtt líf. Í tannlækningum Þórðar vann hann kraftaverk. Hann setti upp stofu fyrst á Hverfisgötu og síðar í Domus Medica, hér austan við Hallgrímskirkju. Hann rak eigin tannlækningastofu frá 1959 til 1995. Þórður var stundakennari í tannlækningum við Háskóla Íslands á árunum 1962 – 1970. 1. janúar árið 1971 var Þórður skipaður prófessor í tannréttingum við læknadeildina og ári síðar – er tannlæknadeildin varð sjálfstæð deild – varð hann prófessor við þá deild. Alla tíð var hann mjög virkur í grein sinni og fræðimennsku. Hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi frá tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1979. Og það er óneitanlega mikill bálkur ritverka sem Þórður skrifaði og gaf út. Hann hafði alla tíð vakandi áhuga á grein sinni og fræðum, hélt tengslum, stýrði doktorsnámi fólks og hélt áfram að vinna að rannsóknum eftir að hann lauk formlegum starfsskyldum. Það vakti líka mikla athygli fyrir einu og hálfu ári að birt var grein hans í samvinnu við Decode. Þórður var aldrei of gamall til að grennslast fyrir um líf og fræði.

Allt gekk eftir sem hann ætlaði sér. Og það er ekki sjáfgefið. Þegar við lítum til baka er ljóst, að uppvöxtur Þórðar Eydals var flókinn. Hann var mikill af sjálfum sér, hann setti sér stefnu þvert á líkindi og aðstæður. Hann var viljugur og stefnufastur. Sá getur sem vill. Þórður var skínandi fyrirmynd.

Kristín og fjölskyldan

Og svo er það ástarævintýri Þórðar. Kristín Sigríður Guðbergsdóttir var heilladís ævi hans. Þórður hafði séð hana í miðasölunni í Tjarnarbíói. Svo kom hann í bíóið og vildi miða. En Kristín sagði honum, að það væri uppselt. Hann átti bágt með að trúa því, að hún gæti ekki fundið miða handa honum. Svo kom að balli í Gúttó við Tjörnina. Þegar herrarnir gátu boðið upp renndi Þórður sér fótskriðu til Kristínar til að vera á undan öllum hinum strákunum. Og þó Kristín gæfi honum ekki miða í Tjarnarbíó gat hún alveg dansað við hann. Og viti menn, hann var þessi fíni dansherra. Sporin urðu fleiri og ástin kviknaði. Þórður var heillaður af Kristínu og hún af honum. Þau dönsuðu ekki aðeins heldur kynntust þau, tengslin dýpkuðu og þau urðu par. Og hún fann síðar miða handa honum í Tjarnarbíó. Hann fékk að fylgja henni upp á Skólavörðuholtið og fram hjá Hallgrímskirkju og heim á Leifsgötu. Svo hófu þau hjúskap í skjóli foreldra Þórðar. Kristín studdi mann sinn og tryggði að hann gæti sinnt náminu.

Þau Kristín eignuðust þrjá syni. Magnús fæddist í apríl árið 1956. Magnús er byggingatæknifræðingur og kona hans er Kristín Kristjánsdóttir. Börn hans eru: Fríða Kristín, Guðrún Lilja, Þórður Eydal, Kristinn Örn, María Rós og Aron Máni.

Ari fæddist í maí árið 1961. Hann lést 46 ára gamall í nóvember árið 2007. Kona hans var Eva Naji. Börn Ara eru Aníta Líf og Rut.

Björn fæddist í ágúst árið 1966. Hann býr í Kolding í Danmörk og rekur ferðaskrifstofu ásamt konu sinni, Dögg Káradóttur. Börn Björns eru Eyja Eydal, Rakel Stefánsdóttir, sem kemst ekki til þessarar athafnar og biður fyrir kveðju. Börn þeirra Daggar og Björns eru Tinna Eydal og Kári Eydal.

Þau Þórður og Kristín voru samstiga og samhent í lífinu, studdu hvort annað og varðveittu gleðina í hjúskapnum.

Minningarnar

Hvernig manstu Þórð Eydal? Hvað einkenndi hann? Hann var ekki bara góður dansari, fræðimaður, öflugur faðir og félagsmálamaður. Hann var brautryðjandi, frumkvöðull á sviði lækninga. Þórður Eydal bætti ekki bara ásýnd fjölda fólks, heldur gaf þeim styrk, sjálfstraust og hamingju. Hann varð þessu fólki kraftaverkamaður.

Manstu málafylgjumanninn? Hann ræktaði með sér ríka réttlætiskennd og þorði að sækja mikilvæg réttindamál og réttlætismál. Manstu jafnréttissinnann? Þökk sé honum því það eru aðeins stórmennin sem þora. Manstu félagsmálamanninn, forystumanninn í félagsstörfum, sem sat í fjölda stjórna og nefnda og lagði alltaf gott til og til eflingar.

Þórður var líka öflugur iðkandi íþrótta og var sem trimmari á undan sinni samtíð. Hann hljóp að heiman í Skerjafirðinum og upp að Þjóðminjasafni og til baka. Hann var óhræddur við að vera talinn skrítinn – að vera skokka svona eins og unglingur. Svo bætti hann við sundiðkunum og hljóp ekki aðeins, heldur synti líka langa leiðir.

Manstu litina hans Þórðar? Hann þorði að skarta rauðum slaufum og bindum til að gleðja augu okkar hinna. Og manstu snyrtimennið, sem ekki aðeins klæddi sig flott – reyndar með hjálp Kristínar – heldur var natinn við hreinsun og þreif jafnvel með puttunum ef hann sá kusk eða rusl á gólfinu. Í öllu var hann dugmikill og skilvís.

Og svo var það skógræktarmaðurinn. Þau Kristín keyptu Neðri-Dal í Mýrdal, jörð afa og ömmu. Þar átti fjölskyldan athvarf lengi, gerði við hús, byggði upp og plantaði skóg sem er veröldinni, englum og mönnum vitni um natni og dug Þórðar, Kristínar og barna þeirra. Manstu hinn mjúka en líka metnaðarfulla föður, sem hvatti fólk til átaka við nám, líf og fræði? Hann var til í að leggja heilmikið á sig, ef það mátti verða til að styrkja fólkið hans.

Manstu mannræktandann Þórð Eydal, sem blandaðist í félagsmálamanninum og lagði Frímúrarareglunni lið og mátt? Manstu hlýjuna hans og hve elskulegur hann var í samskiptum?

„Já maður getur alltaf gert betur“ sagði Þórður og það vissi fólkið hans vel. Manstu menntunaráhersluna og námshvatningu Eydals afa? Og Þórður kennarinn hafði metnað fyrir hönd nemenda sinna. Ef honum þótti líklegt, að eitthvert þeirra vildi í framhaldsnám var hann reiðubúinn að veita þeim aðgang að gagnasöfnum sínum, sem hann og Kristín höfðu unnið að. Þórður var sérlega gjöfull á gögn sín og gæði.

Manstu hvað Þórður var skýrmæltur um óhollustu reykinga? Hann átti það jafnvel til að stoppa á förnum vegi og benda mönnum til betri vegar og gilti einu hvort viðkomandi var íslenskur eða erlendur ferðamaður sem var grandalaus að fá sér smók!

Manstu eftir hve veröldin var Þórði Eydal stór? Hann hafði ekki bara trú á að tilveran væri háð tíma, heldur væri til fleira en það sem við þreifuðum á. Þórður Eydal þorði að sjá fleira en hið efnislega, hann þorði að stækka veröldina – trúði á annað líf og trúði á Guð.

Skilin

Og nú eru skil. Nú er hann farinn heim. Hann segir ekki framar: „Sjáðu konuna mína, hvað hún er glæsileg.“ Hann kaupir aldrei framar ís á Selfossi og stráir svo Neskaffi út á ísinn og laumar jafnvel hluta til hundsins Bangsa. Hann spyr ekki barnabörnin sín um skólann, námið eða vini þeirra hverra manna þau væru. Hann brosir ekki framar af stolti yfir, að afkomendur hans standi sig vel í íþróttum eða námi. Hann skoðar ekki framar bit eða tannbil. „Blessi þig“ sagði hann og því segi ég blessi þig Þórður Eydal. „Er ekki lífið dásamlegt?“ sagði hann líka. Við sjáum á bak stefnuföstum brauðryðjanda, mannvininum Þórði Eydal Magnússyni. Guð geymi hann og varðveiti í Eydal eilífðar. Blessi þig.

Amen.

Ég hef verið beðinn um að bera ykkur kveðju útskriftarárgangs MR árið 1951.

Kistulagning í Fossvogskapellu 23. október. Útför í Hallgrímskirkju 24. október kl. 15. Bálför og jarðsett í Sóllandi. Erfidrykkja í safnaðarheimili Neskirkju.

Myndina af Kristínu og Þórði tók ég í safnaðarferð Neskirkju til Þingvalla. 

Kvöldkirkjan

Allir, sem koma inn í Hallgrímskirkju fimmtudagskvöldið 24. október ganga inn í kyrrð og rökkvaða kirkju með kertaljósum. Þetta kvöld verður fyrsta kvöldkirkjan, sem er samvinnuverkefni presta og starfsfólks Hallgrímskirkju og Dómkirkju. Kvöldkirkja verður frá kl. 17 til 21,30 og verður fyrst um sinn einu sinni í mánuði, fyrst í Hallgrímskirkju og í Dómkirkjunni eftir áramótin.

Af hverju kvöldkirkja? Margt fólk upplifir samskipti fólks yfirborðsleg og ekki nærandi. Við prestarnir vitum, að margir leita einhvers, sem er djúptækt og persónulega gefandi í glundroða nútímans. Allir vilja jákvæða reynslu sem ógnar ekki eða spillir, heldur róar og kyrrir. Sunnudagsmessur og kyrrðarstundir dagkirkjunnar eru magnaðar en höfða þó ekki til allra.

Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu helgihaldi dagkirkjunnar. Kvöldkirkjan er öðru vísi en hefðbundnu helgistundirnar, sem fólk hefur áður upplifað. Hún er ekki á sunnudegi heldur á virkum degi. Fólk er ekki bundið við kirkjubekkina, heldur hefur möguleika að ganga um kirkjurýmið, setjast niður, færa sig og finna nýja stað. Svo hefur fólk möguleika að tjá sig og tilfinningar sínar, skila inn í helgirýmið spurningum, líka reiði og sekt, sem sé túlka stóru lífsmálin og skila þeim til Guðs. Tilfinningarnar má svo líka setja á blað. Bænir eru tjáðar og iðkaðar með ýmsu óhefðbundnu móti í kvöldkirkjunni.

Þögn er mjög áberandi einkenni kvöldkirkjunnar. En orð hljóma þó á slökunarstundum og íhugunum. Þau, sem koma í kvöldkirkju, ganga inn með kyrrlátum hætti. Fólk talar um hversdagsmál sín utan kirkjunnar. Stundum verður tónlistarflutningur í kvöldkirkjunni. Og sá flutningur er ekki eins og á tónleikum, heldur þjónar aðeins íhugun og slökun. Eitt hljóðfæri verður stundum notað eða orðlaus söngur mannsraddar.

Fólk hefur frelsi til að vera það sjálft í hinu heilaga rými. Mikill hreyfanleiki er stíll kvöldkirkjunnar. Fólk situr ekki lengi, heldur rölta margir um kirkjuna í kyrrð og hlustar á sitt innra hvísl eða önnur hljóð rýmisins. Sumir eru lengi inni í kirkjunni og aðrir stutt. Mörgum hentar jafnvel að leggjast á kirkjubekki eða á dýnur til að stilla sinn innri mann og tengja við tákn og hljóma kirkjunnar. Sumir kveikja á kerti til íhugunar eða sem bænakerti. Aðrir krjúpa einhvers staðar í kirkjunni.

Kvöldkirkjan reynir að gefa fólki gott næði. Myndatökur eru t.d. ekki heimilaðar því þær trufla. Það er gott að fara í kvöldkirkjuna í Hallgrímskirkju og svo geta menn farið á pöbbinn eða út að borða og líka komið við í kirkjunni á leiðinni heim.

Dómkirkjuprestarnir, Elínborg Sturludóttir og Sveinn Valgeirsson, og Hallgrímskirkjuprestarnir, Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, auk kirkjuvarða, sjá um efni kvöldkirkjunnar. Grétar Einarsson, kirkjuvörður í Hallgrímskirkju, er í stýrihópnum. Kvöldkirkjan verður í þrjú skipti í Hallgrímskirkju haustið 2019: Fimmtudaga 24. okt. 21. nóv. 12. des. , kl 17-21,30. 

Núvitund trúarinnar

Biblían er mögnuð og mikilvægt að virða sérleik hennar. Við ættum ekki að lesa Biblíuna eins og lögbók eða náttúrufræði, heldur sem stórbók um lífið, allar víddir þess og bylgjur. Við ættum að reyna að forðast að láta eigin fordóma eða forsendur stýra hvernig við lesum eða nálgust frásögur og viðfangsefni Biblíunnar, heldur leyfa þessu mikla lífslistasafni að tala við okkur og inn í okkar aðstæður. Og sögur Biblíunnar eru um allt sem fólk er að hugsa og reyna, um áhyggjur, vonir, þrá, hatur og ást, dauða og líf. Ekkert í heimi okkar manna fellur utan Biblíuviskunnar því í henni eru allar tilfinningar manna. En Biblían er ekki bara um sigra og sorgir mannlífs eða liti og form náttúrunnar. Biblían er líka um Guð, sem elskar fólk og veröldina sem við lifum í. Í Biblíunni hvíslar Guð til okkar sem viljum heyra. Og sögurnar sem sagðar eru í þessu mikla ritasafni eru um lífið, hvað við megum gera og hvernig við megum vera. Saga dagsins er ein af þessum kjarnmiklu sögum um leit fólks. Þetta er saga um mikinn lífskraft en líka mikil vonbrigði. Í henni eru margir plúsar, alls konar bónusar, sem við megum nýta okkur til velfarnaðar því saga er um okkur. Og endursögn dagsins er svona:

Guðspjallið

Strákur kom hlaupandi til Jesú. Hann var ekki úr hópnum, sem fylgdi honum jafnan. En hann hafði heyrt um, að Jesús væri snjall og var tilbúinn til að hlusta. Og nú kom hann til meistarans til að fá ráð. Beiðnin var einlæg: Hvað á ég að gera til að komast inn í himininn – til að öðlast eilíft líf?

Hvað á ég að gera? Það var spurningin. Einlæg og heiðarleg spurning. Svo beið hann eftir svari og stefnu. Jesús þekkti spurningarnar og fór í rólegheitum yfir námsefnið, rétt eins og hann væri kennari með nemendur í tíma. Hver er góður? Já, alveg rétt: Það er Guð. Svo fór Jesús yfir efnið sem allir Gyðingar þurftu að þekkja og skilja: Þú kannt boðorðin, þetta með bannið við manndrápum, framhjáhaldi, að stela ekki og að svindla ekki á öðrum. Við eigum líka að virða ástvinina. Maðurinn kunni þetta auðvitað allt vel og sagði sannfærður: “Ég hef gætt alls þessa.” Jesús horfði á hann og var sannfærður um að maðurinn væri aðgætinn, nákvæmur, vandvirkur og heiðarlegur. Og svo bætti Jesús við og þar kom Salómonsdómurinn: Bara eitt sem vantar upp á hjá þér. Farðu og losaðu þig við eigur þínar, húseignirnar, peningana, hlutina, allt og gefðu andvirðið fátækum – og komdu svo. Þá muntu eignast meira en allar jarðnesku eigurnar.

Var þetta bara smáatriði, eitthvað sem auðvelt væri að gera? Hljóp eignamaðurinn burt til að gera það sem Jesús bauð honum? Nei, hann varð fyrir fullkomnu áfalli – og guðspjallið skýrir þetta með því að hann hafi átt miklar eignir. Þetta er sagan um að snúa sér að því sem skiptir öllu máli.

Hvernig get ég komist inn?

Hvað á ég að gera? Hvernig get ég fengið inngang í eilífðina, fengið að lifa áfram alltaf, vinna öll lottó tíma og eilífðar? Hvert er notendanafnið og lykilorðið að himnaríki? Hvernig get ég komist inn? Segðu mér það Jesús. Hvað á ég að gera? Ég skal fara að öllum fyrirmælunum. Þetta var erindi mannsins. Og Jesús horfði á þennan heiðarlega, elskulega auðmann og benti á eina veikleika hans, sem hindraði að hann hakaði í öll box. Losaðu þig við allt sem þú átt. Losaðu þig við eigurnar – allt sem hemur þig. Þær eru eina hindrun þess að þú náir því sem þú þráir.

Af hverju sagði Jesús þetta? Var hann á móti eignasöfnun? Var hann á móti peningafólki, bisnissnillingum? Nei, svo sannarlega ekki. Hann vildi aðeins, að við iðkuðum hamingjuna og létum ekkert hindra. Verkefni manna er stöðugt að greina hvað þvælist fyrir, hindrar fólk á veginum, þvælist fyrir svo fólk kemst ekki á leiðarenda?

Og hvernig eigum við að skilja þennan texta. Er þetta bara spurning um ríkidæmi og peninga. Nei, Jesús var að tala um gildi og það sem er innan í okkur og klúðrar málum okkar og veldur vanlíðan. Er eitthvað sem þú þarft að losa þig við, sem mengar lífsgleði þína. Það er í lagi að breytast. Við megum þora að breytast. Allt tekur breytingum, líka tilfinningar okkar og jafnvel trúarefnni. Ef eitthvað heldur þér niðri eða stoppar þig þarftu að skoða málin. Er það fíkn, einhver reynsla sem hefur sest að þér, misnotkun, einhver kvíði, eitthvað sem þú þráast við að sleppa? Þetta veit AA-fólkið og öll þau sem hafa lifað af þrátt fyrir að skalla botninn.

Ef eitthvað heldur fast í þig og þú þroskast ekki þarftu að sleppa, til að geta verið í sambandi við sjálfa þig og sjálfan þig. Þú getur aldrei verið Guðs í gegnum aðra. Vertu til að vera Guðs, lifa Guði, vera í sambandi við Jesú.

Hvað á ég að gera? spurði maðurinn. Jesús svarar: Þú átt ekki að gera – heldur vera. Það er boðskapur dagsins. Vera og gera svo.

Biðja – iðja 

Við vinnum mikið til að skapa okkur og fjölskyldum okkar góðan ramma. Við bisum við að koma okkur upp góðum aðstæðum og uppgötvum okkur til talsverðar furðu, að börnin okkar vilja mun frekar eiga gæðastund með pabba eða mömmu en glás af peningum eða stórkostlegar aðstæður. Við puðum en gleymum kannski hinu mikilvæga – að vera.

Hvað viljum við? Viljum við kannski hafa veröldina eins og búð og stingum í körfu okkar því, sem okkur líkar best við. Jesús minnir á, að vera er það að vera vinur hans, eiga gott samband við hann og treysta trúnaðarbandið við hann. Viljum við það?

Ora et labora var sagt á miðöldum – biðja og iðja. Að vera í Jesúskilningi er það að innlifast Guði og afleiðingar af því eru altækar. Gera eða að vera? Þetta var það sem siðbót Lúthers snerist um. Hann hafnaði algerlega, að maðurinn þyrfti að gera þetta og hitt til að Guð elskaði fólk og opnaði himindyrnar. En skiptir þá engu hvað við gerum? Jú svo sannarlega. En röðin er þessi: Hið fyrsta er að vera Guðs og hið annað er síðan að gera vel. Vertu og gerðu síðan. En ekki öfugt.

Að vera er að vera í essinu sínu, vera með sjálfum sér, tengja við lífið, opna fyrir undrum augnabliksins. Og þessi djúpa núvitund varðar helst og best að vera í góðu sambandi við Guð. Að vera Guðs er að vera sítengdur eilífðaranetinu. Þá fer lífið raunverulega í samband – ekki í samband við sýndarveruleika heldur við raunveruleikann, sem við lifum í og erum af. Þá er lífið gott og við berum ávöxt í lífi okkar. Afstaða elur siðferði. Vera fyrst og gera svo.

Amen.

Hallgrímskirkja 20. október, 2019.

Textaröð:  B

Lexía:  5Mós 10.12-14

Og nú, Ísrael, hvers krefst Drottinn, Guð þinn, annars af þér en að þú óttist Drottin, Guð þinn, gangir á öllum vegum hans og elskir hann, að þú þjónir Drottni, Guði þínum, af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni og haldir boð Drottins og lög sem ég set þér í dag svo að þér vegni vel?
Sjá, Drottni, Guði þínum, heyrir himinninn og himnanna himinn og jörðin og allt sem á henni er.

Pistill:  1Jóh 2.7-11

Þið elskuðu, það er ekki nýtt boðorð sem ég rita ykkur, heldur gamalt boðorð sem þið hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið sem þið heyrðuð. Eigi að síður er það nýtt boðorð, er ég rita ykkur, og sannindi þess birtast í honum og í ykkur því að myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína.
Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu. Sá sem elskar bróður sinn býr í ljósinu og í honum er ekkert er leitt geti hann til falls. En sá sem hatar bróður sinn er í myrkrinu og lifir í myrkrinu og veit ekki hvert hann fer því að myrkrið hefur blindað augu hans.

Guðspjall:  Mrk 10.17-27

Þegar Jesús var að leggja af stað kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: „Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“
Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. Þú kannt boðorðin: Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður.“
Hinn svaraði honum: „Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku.“
Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: „Eins er þér vant. Far þú, sel allt sem þú átt og gef fátækum og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan og fylg mér.“ En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur enda átti hann miklar eignir.
Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: „Hve torvelt verður þeim sem auðinn hafa að ganga inn í Guðs ríki.“
Lærisveinunum brá mjög við orð Jesú en hann sagði aftur við þá: „Börn, hve torvelt er að komast inn í Guðs ríki. Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“
En þeir urðu steini lostnir og sögðu sín á milli: „Hver getur þá orðið hólpinn?“
Jesús horfði á þá og sagði: „Menn hafa engin ráð til þessa en Guði er ekkert um megn.“

 

 

Ímyndir og raunmyndir

Hver ertu og hvernig er myndin af þér? Hvað sést þegar á þig er horft? Hvað viltu að sjáist? Viltu leyfa hrukkunum, vörtunum, andlishárunum að sjást? Er þér annt um að sjást eins og þú raunverulega ert? Eða viltu breyta í raun eða mynd. Með forritum getum við breytt útliti fólks á ljósmyndum, lagað nefstærð, hnikað til eyrnasneplum, minnkað eða stækkað, teygt og togað svo myndin verði nær þeirri ímynd, sem fólk vill að sjáist. Við erum ekki bara raunmynd heldur einnig ímynd. Og sumum reynist raunmynd eigin sjálfs og lífs svo þungbær, að líf þeirra verður stanslaus fegrun og endurhönnun ímyndar. Útlitsaðgerðir geta jafnvel deytt fólk. Leikrit geta orðið til dauða. 

Breska skáldið C. S. Lewis skrifaði m.a. Narnia-barnasögurnar og ritaði einnig bók um grísku gyðjurnar og systurnar Pcyche og Orual. Nafn hinnar fyrri er varðveitt í vestrænum heitum á sálfræði, psykologi og psychology. Psyche var sögð traust í lífsraunum og fögur. Hún fangaði hjarta elskuguðsins Erosar. Saga Psyche er fyrirmyndar- eða kennslu-saga um þroskaleit sálar. Órúal var ólík systurinni ástríku. Hún hafði veika sjálfsmynd og fyrirvarð sig fyrir útlit sitt. Hún faldi andlitið á bak við grímu, sótti í völd og sölsaði undir sig konungsríki föður síns. Landsmenn Órúal sáu grímuna og ímynduðu sér að hún væri fögur. En engum kom til hugar að gríman væri vörn hryggðarmyndar.

Veldi Órúal féll, hún var svipt stöðu, klæðum og grímu og að lokum leidd berstrípuð fyrir guðlegan dómstól. Þegar varnir voru fjarlægðar kom keipakrakki í ljós. Hún vældi yfir að veröldin væri ekki eins og hún vildi. Sagan er um grímulausa sjálfshverfingu og þar með frekju. Sagan segir síðan hvernig Órúal gekk í sig, náði þroska og gerði sér grein fyrir að til að ávinna allt varð hún að sleppa. Til að þroskast varð hún að fleygja hækjum lífsins. Til að vitkast varð hún að viðurkenna sjálfa sig og útlitið líka. Narcissistar eru með grímur og til að koma til sjálfs sín og lifa verða þeir að fella þær.

Sagan um Órúal er ekki aðeins um fólk í fornöld heldur einnig í nútíma. Líf margra er leit að grímum og ímyndum. Svo er líka úrvinnslan úr grímuleik fjölskyldu og menningar uppvaxtarins. Versti verknaður mannsins er að dýrka aðeins eigin ásýnd, eigin ímynd og eigin draum. Þá er ímyndin orðin að sannleika og raunveran orðin að lygi. Ásjónur eru okkur mönnum mikilvægar. Eðlilegur barnsþroski er tengdur andlitum. Við spáum í og lærum að greina í andlitum reiði, gleði, voða og vegsemd. Andlit eru mikilvæg en eru þau mennsk andlit eða sýndarmyndi?

Fólk í öllum sögum, líka í Biblíunni, er fólk sem leitar myndar sinnar. Kristnir menn hafa af reynslu sagt að besti sálarspegillinn sé Jesús Kristur. Þar sé mynd Guðs í mannsmynd. Því stórkostlegri ímyndum, sem við komum okkur upp um sjálf okkur – því lengra erum við frá raunmynd okkar. Því betur sem við leyfum grímum að falla af okkur því betur og nær komum við sjálfum okkur, mynd Guðs.

Hvar ertu Adam spurði Guð? Spurningin hljómar enn. Ertu með sjálfri þér? Ertu í essinu þínu? Eða er Guðsmyndin þín flekkuð, falin á bak við grímu sem þarf að fella, til að þú verðir sönn og sannur. Okkar mesta mál í lífinu er ekki hvort Guð hafi mennska ásjónu, hafi orðið maður, heldur hvort við séum mennsk. Við eigum mennska ásjónu í Jesú Kristi, sem við megum horfa á, innlifast og læra af. Þegar við horfum á Jesú getum við séð önnur andlit, aðrar sálir á nýjan hátt, séð fjölskyldumót allra, hvernig sem þau eru lit eða löguð. Öll heimsbyggðin stynur af þörf fyrir að við sjáum, sjáum hina guðlegu ásjonu hvers manns, að við sjáum sjálf að við erum í mynd Guðs og litríki og fjölbreytni náttúrunnar ber einnig fingraför – mynd – Guðs.

Bæn

Kenn okkur að greina myndir veraldar, myndir okkar og mynd þína – Guð. Hjálpa okkur í myndasókn okkar. Gef okkur mynd af okkur sjálfum, raunmynd en ekki ímynd, mannsmynd en ekki glansmynd.

Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.

Amen. 

Íhugun 17. okt. 2019.

PORVOO PRAYER DIARY 2020

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

JANUARY

5/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Graham Tomlin, Bishop Pete Broadbent, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, Vacancy – Bishop of Stepney

Church of Norway: Diocese of Nidaros/ New see and Trondheim, Presiding Bishop Helga Haugland Byfuglien, Bishop Herborg Oline Finnset 

12/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo

Church of Norway: Diocese of Soer-Hålogaland (Bodoe), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John Stroyan.

19/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo

Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Mark Ashcroft, Bishop Mark Davies

26/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop David Urquhart, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Lise-Lotte Rebel

FEBRUARY

2/2

Church in Wales: Diocese of Bangor, Bishop Andrew John

Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

9/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Graham Usher

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Solveig Fiske

16/2

Church of Ireland: Diocese of Limerick and Killaloe, Bishop Kenneth Kearon

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Peter Fischer-Moeller

23/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John Holbrook

Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey 

MARCH

1/3

Church of England: Diocese of Canterbury, Archbishop Justin Welby, Vacancy – Bishop of Dover

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop Harold Miller

8/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Stephen Cottrell, Bishop John Perumbalath, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi

15/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Vacancy – Bishop of Shrewsbury, Bishop Geoff Annas, Bishop Clive Gregory

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy

22/3

Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Michael Burrows

Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Vacancy – Bishop of Huntingdon.

29/3

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop Richard Clarke

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt 

APRIL

5/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Antje Jackelén, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop June Osborne

12/4

Church of England: Diocese of Derby, Vacancy, Bishop Jan McFarlane

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Henning Toft Bro

19/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Jill Duff, Bishop Philip North

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift

The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Martin Lind

26/4

Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann

Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Vacancy

MAY

3/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Richard Cheetham, Bishop Jonathan Clark, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug

10/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

17/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Jo Wells

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

24/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop Nicholas McKinnel, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

31/5

Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Frith, Bishop Alistair Magowan,

The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

JUNE

7/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Solveig Lara Gudmundsdottir

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

14/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Kevin Pearson

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop Alan Abernethy

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

21/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid

Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Thomas Petersson

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov-Jakobsen

28/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Christopher Lowson, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Lappo, Bishop Simo Peura

JULY

5/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Michael Beasley

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Martin Modéus

12/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Christine Hardman, Bishop Mark Tanner

Church of Norway: Diocese of Moere (Molde), Bishop Ingeborg Midttoemme

19/7

Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds (formerly called the Diocese of West Yorkshire and the Dales), Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Toby Howarth, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Paul Slater

26/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis

Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Kenneth Good

AUGUST

2/8

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Lee Rayfield

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

9/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Christopher Foster

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

16/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

23/8

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

30/8

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Kaarlo Kalliala

Church of England: Diocese of York, Archbishop John Sentamu, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Alison White, Bishop Glyn Webster

SEPTEMBER

6/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Nicholas Holtam, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

13/9

Church of Ireland: Diocese of Tuam, Killala and Achonry, Bishop Patrick Rooke

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Peter Hancock, Bishop Ruth Worsley

20/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Peter Burrows

Church of England: Diocese of Sodor and Man, Bishop Peter Eagles

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Sofie Petersen

27/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Archbishop John Davies

Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Guli Francis-Dehqani

OCTOBER

4/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop Paul Bayes, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Richard Pain

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

11/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Chris Goldsmith

Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth

Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman

18/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus

Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Andrew Proud, Bishop Colin Fletcher, Bishop Alan Wilson

25/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Emma Ineson

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop (Vacancy – Constituted bishop/Cathedral dean Anne Lise Ådnøy )

NOVEMBER

1/11

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Timothy Dakin, Bishop David Williams, Bishop Jonathan Frost

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

8/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham James, Bishop Alan Winton, Bishop Jonathan Meyrick

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström

15/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop James Langstaff, Bishop Simon Burton-Jones

22/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

29/11

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Björn Vikström

DECEMBER

6/12

Church of England: Diocese of Chester, Bishop Peter Forster, Bishop Keith Sinclair, Bishop Libby Lane

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen

13/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Tony Porter

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Atle Sommerfeldt

20/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Vacancy – Bishop of Jarrow

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

27/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Mark Sowerby, Bishop Richard Jackson

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen