Umboðsmaður og ráðherra

Er ekki alveg úrelt að auglýsa eftir ráðsmanni? Hefur þú einhvern tíma lesið eða heyrt í atvinnuauglýsingum: Ráðsmaður óskast! Er auglýst eftir slíku fólki. Er það ekki alveg úrelt? Og veit einhver hvað ráðsmaður gerir? Hvernig skilur þú hugtakið?

Þegar orðið er gúglað koma nokkur dæmi í ljós og gjarnan í tengslum við að setja einhvern stjóra vegna búskipta eða fjármálauppgjörs. Eins og vænta mátti – af því orðið kemur fyrir í dæmisögum Jesú – kann Google að nefna nokkur dæmi í tengslum við trú og Biblíuna.

Siðferðisþreyta

Þegar farið er að skoða nánar notkun orðsins kemur í ljós að starfsheitið ráðsmaður er að hverfa úr máli og lífi fólks og önnur orð að koma í staðinn. Af hverju skyldi svona merkilegt og gott og merkingarþrungið orð vera að hverfa úr málinu? Mig grunar að ein af ástæðum sé hægfara þróun í vestrænum samfélögum í marga áratugi, þróun sem hægt er að kalla siðferðisþreytu. Atvinnubreytingar skákuðu gömlum viðmiðum og siðferði til hliðar. Þegar auglýst var eftir fólki til vinnu var ekki venjan að vísa til Jesú Krists nema ef ráða átti kirkjulega starfsmenn. Og þar sem ráðsmannshlutverkið var tengt siðferði í Biblíunni þá varð hugtakið smátt og smátt óþjált og varla nothæft. Þegar samfélag tuttugustu aldar var orðið þreytt á siðferði þá datt þetta gamla starfsheiti út og önnur starfsheiti komu í staðinn.

Stjórinn

En hver var hin forna merking hugtaksins ráðsmaður? Hvað gerði ráðsmaður? Jú, ráðsmenn stjórnuðu og tóku ákvarðanir um verk, fjárnotkun o.s.frv. Slíkt fólk er nú nefnt stjórnarmaður, forstjóri, framkvæmdastjóri, deildarstjóri, yfirmaður, staðarhaldari, stjórnarformaður, stjórnmálamaður, umboðsmaður og embættismaður – svo nokkur séu nefnd. Og þetta fólk hefur margvíslegum umsýsluhlutverkum að gegna. Það gætir hagsmuna og stýra málum fyrir hönd þeirra sem eiga. Þessu fólki er auðvitað ætlað að axla ábyrgð og skila vel af sér. En höfum við þá tæmt hlutverk ráðsmanna? Eru þau aðeins umsýsluhlutverk vegna fjármuna og eigna?

Hvernig er með fjölskyldumálin þín? Hvað um vinnuna? Hvernig er með tengslin við annað fólk, líka þau sem eru allt öðru vísi og hinsegin? Kemur ráðsmennskan eitthvað þar við sögu? Hvað með pólitík og stóru siðferðisákvarðanir samtímans, náttúrverndarmál og framtíð jarðarkúlunnar? Og hvað um foreldra ungra barna? Hvað um þau sem sinna mannauðsmálum og starfsmannamálum? Gegna þau einhverju hlutverki ráðsmennsku?

Beint frá Jesú Kristi

Á fyrri öldum voru hlutverk yfirmanna alltaf tengd siðferðisábyrgð. Það var einfaldur kristilegur barnalærdómur að tengja völd og gott siðferði – hvort sem furstar, greifar, kóngar og keisarar vildu eða ekki. Það var kristileg skylda þeirra að vera dygðugir í lífi og verkum. Sálmarnir, bækurnar, guðfræðin og prestarnir minntu á að ráðsmaður ætti samkvæmt boðskap Jesú Krists að nota vald sitt með ábyrgð. Vald og siðvit ættu og skyldu fara saman.

Ef orðið ráðsmennska er orðið lítið notað og þar með að hverfa úr máli þjóðarinnar er íhugunarefni hvort siðferðið rýrnar líka. Við getum t.d. spurt okkur hvort fólgin sé einhver siðferðisvídd í orðinu fjármagnseigandi eða orðunum fjárfestir og forstjóri. Flestir skilja og vita að stjórn fólks og fjár verður aldrei farsæl án gilda. Siðlaus stjórn drepur eða veldur þjáningu. Stórfyrirtæki setja sér siðareglur vegna þess að siðsemi í viðskiptum borgar sig þegar til lengri tíma er litið. Siðlaus, siðbrengluð eða siðskert fyrirtæki tapa alltaf á viðskipum. Fyrirtæki eins og Boeing og Volkswagen urðu fyrir gífurlegu tjóni vegna þess að þau fóru í störfum sínum á svig við gott siðferði og siðareglur. Stjórnvöld, hreyfingar og fyrirtæki setja sér orðið reglur um viðmið, ferla og mörk. Ráherrar ríkisstjórnar Íslands eru t.d. bundnir í störfum sínum af siðareglum sem settar voru í árslok 2017. Þar kemur t.d. fram að ráðherra má aldrei láta persónulega hagsmuni rugla opinber störf sín, sem alltaf eiga að vera í þágu almennings fyrst og fremst. Ráðsmennskan er sem sé kjarni þjónustu ráðherrans og á að stýra stefnu, já öllum ákvörðunum.

Ráðsmennskan

Guðspjall dagsins er um eignir og ráðsmennsku. Til hvers eru eignir? Ef menn eiga hundruð milljóna er það ekki bara einkamál þeirra hvað þeir gera við peningana? Eða getur verið að einhver siðleg krafa sé á þeim sem eiga? Börnin, framtíðarkynslóðir, eiga kröfu á hendur okkur um góða meðferð náttúru og eigna. Við þurfum að skila af okkur því sem við höfum að láni, fé, verkefni, náttúru. Það skiptir máli hvernig við lifum og hverju við skilum. Við berum siðferðilega ábyrgð, líka gagnvart framtíðinni.

Jesús segir í guðspjalli dagsins sögu. Hún er ein af 38 dæmi- eða líkingasögum sem hafðar eru eftir Jesú. Í ræðum og fræðslu talaði hann gjarnan um hagnýt mál. Mörgum sem fara að lesa í Biblíunni kemur á óvart hversu oft Jesús talar um peninga. Helmingur smásagna hans varðar notkun á fjármunum. Í texta þessa sunnudags segir Jesús frá peningamanni, sem var nappaður því hann fór illa með. Honum var sagt upp en átti að vinna uppsagnartímann. Ráðsmaðurinn gat ákveðið sjálfur með hvaða móti hann skildi við fyrirtækið. Hann fékk að ráða hvað hann gerði. Og hann ákvað að vinna lítið fyrir vinnuveitandann en nota tímann aðallega fyrir sjálfan sig. Hann var bara sjálfhverfur en sýndi snilldartakta. Það eru jú engin takmörk fyrir því sem fólk gerir fyrir sjálft sig. Karlinn kallaði í alla, sem skulduðu vinnuveitanda hans eitthvað og afskrifaði skuldirnar að nokkru. Tilgangurinn með þessu athæfi var að ávinna sjálfum sér vináttu skuldaranna. Þegar hann væri orðinn atvinnulaus ætti hann greiða inni hjá þeim, hönk upp í bakið á skuldaraliðinu.

Egódólgar eða góð gagnrýni

Hver er nú tilgangur þessarar sögu? Er Jesús að kenna fólki að plata? Kennir Jesús prettavit? Örsaga Jesú er tvíræð, áleitin og umhugsunarverð. Fólk veit ekki hvernig eigi að skilja söguna. Er þetta gamansaga, brandari eða alvörusaga? Á að hlægja að henni eða taka hana alvarlega? Sögur Jesú teygja á og markmið þeirra er að fá fólk til að hugsa, bregðast við, dýpka skilning, rækta lífsleikni og bæta líf fólks. Jesús minnir einfaldlega á að fólk eigi ekki að vera heilagir sakleysingjar heldur með meðvitund gagnvart eigingjörnu fólki. Ljóssins börn eigi að vera raunsæ á sjálf sig, annað fólk og hve lífið er margbreytilegt og tvíbent. Jesús hvetur til að vel sé fylgst með hinum undirförulu. Ekki til að apa eftir þeim heldur til að vera það sem þau eru ekki. Gerið ekki það sem þau gera! Í stað þess að láta peninga fylla huga og líf notið þá í annarra þágu, til að hjápa öðrum. Þá verður til fjársjóður á himnum.

Jesús dregur vel fram, að viðskipti eru oft lituð af sjálfselsku og að embættismenn geta verið lélegir þjónar og uppteknir af eigin völdum, stöðu og fé. Freisting valdamanna er að gerast egódólgar. Prettavitið getur orðið gríðarlegt, en þjónustan léleg og réttlætið fótum troðið. Orð Jesú er því ekki lífsfjarlæg himneska. Kristnum mönnum er vissulega ætlað að tala um það sem vel er gert, benda á framúrskarandi þjónustu, framfarir og samfélagslegar bætur, en hika ekki heldur að ræða hvað fer úrskeiðis og hvað er hugsanlega úr takti við trú, gildi og siðferði í fjármálageiranum, náttúrumeðhöndlun, stríðsrekstri og samfélagi. Trú upplýsir menn um líf og lífsstefnu.

Sögur Jesú Krists og öll kristin fræði eru fyrir fólk, í þágu lífs fólks og til að hjálpa fólki við að gegnumlýsa kerfi og atferli og greina stefnu til góðs. Þó ekki sé rædd flokkspólitík eða dægurpólitík í kirkjunni er alltaf rætt um grunnþættina, hið mikilvæga og þar með einnig um skuggahliðar mannlífsins, einstaklinga og kerfa. Já, Jesús vildi ekki að við værum kjánar og sakleysingjar heldur ábyrg og elskurík og þyldum að horfast í augu við og tala um bresti og slæmt siðferði.

Himnesk glópska eða skerpa?

Trú er tengsl sem gefur sýn og hlutverk manna í heimi og framtíð. Að trúa er að tengja við það mesta, besta og stórkostlegasta í tilverunni. Og trú á aldrei að tapa sér í himinglápi, heldur reynir trúmaðurinn að temja sér – alla vega að æfa sig í – að horfa á heiminn með augum Guðs. Það merkir að vera fulltrúi Guðs í veröldinni, samverkamaður, þjónn lífsins í veröldinni og stuðla að góðu lífi.  

Hvort sem þú notar orðið ráðsmaður eða ekki hefur siðferðisdýptin ekki slaknað. Við erum öll ráðsmenn í lífi okkar, stjórn, peningamálum, kirkju, samfélagi og náttúru. Orðið ráðsmaður er kannski týnt en hlutverkið ekki, það er þitt og okkar svo lengi sem við lifum.

Amen

Hallgrímskirkja 9. ágúst.

Meðfylgjandi mynd tók ég á aðalhóteli Santander á Spáni. Þessi gömlu salt og pipar- staukar voru búnir að þjóna mörgum. Þeirra siðferði var skýrt og klárt. 

A-textaröð

Lexían: Orðs. 2.1-6

Son minn, ef þú veitir orðum mínum viðtöku
og geymir boðorð mín hjá þér,
svo að þú ljáir spekinni athygli þína,
hneigir hjarta þitt að hyggindum,
já, ef þú kallar á skynsemina
og hrópar á hyggindin,
ef þú leitar að þeim sem að silfri
og grefst eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum,
þá munt þú skilja, hvað ótti Drottins er,
og öðlast þekking á Guði.
Því að Drottinn veitir speki,
af munni hans kemur þekking og hyggindi.

Pistillinn: 1. Pét. 4.7-11

En endir allra hluta er í nánd. Verið því gætnir og algáðir til bæna. Umfram allt hafið brennandi kærleika hver til annars, því að kærleikur hylur fjölda synda. Verið gestrisnir hver við annan án möglunar. Þjónið hver öðrum með þeirri náðargáfu, sem yður hefur verið gefin, sem góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs. Sá sem talar flytji Guðs orð, sá sem þjónustu hefur skal þjóna eftir þeim mætti, sem Guð gefur, til þess að Guð vegsamist í öllum hlutum fyrir Jesú Krist. Hans er dýrðin og mátturinn um aldir alda. Amen.

Guðspjallið: Lk. 16.1-9

Enn sagði hann við lærisveina sína: Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann, og var sá sakaður við hann um það, að hann sóaði eigum hans. Hann kallaði hann fyrir sig og sagði við hann: Hvað er þetta, er ég heyri um þig? Gjör reikningsskil ráðsmennsku þinnar, því þú getur ekki verið ráðsmaður lengur. Ráðsmaðurinn sagði þá við sjálfan sig: Hvað á ég að gjöra, fyrst húsbóndi minn sviptir mig ráðsmennskunni? Ekki orka ég að grafa og skömm þykir mér að betla. Nú sé ég, hvað ég gjöri, til þess að menn taki við mér í hús sín, þegar ég verð sviptur ráðsmennskunni. Hann kallaði nú á skuldunauta húsbónda síns, hvern og einn. Við þann fyrsta sagði hann: Hve mikið skuldar þú húsbónda mínum? Hann svaraði: Hundrað kvartil viðsmjörs. Hann mælti þá við hann: Tak skuldabréf þitt, set þig niður og skrifa sem skjótast fimmtíu. Síðan sagði hann við annan: En hvað skuldar þú? Hann svaraði: Hundrað tunnur hveitis. Og hann sagði honum: Tak þú skuldabréf þitt og skrifa áttatíu. Og húsbóndinn hrósaði rangláta ráðsmanninum fyrir að hafa breytt kænlega. Því að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins. Og ég segi yður: Aflið yður vina með hinum rangláta mammón, svo að þeir taki við yður í eilífar tjaldbúðir, þegar honum sleppir.

 

 

Guðlaug

Engin þjóðhátíð, engir sæludagar eða berjadagar þessa helgi. Fával við forsetainnsetningu. Engin altarisganga í messu og engar útihátíðir. Þetta er einkennileg verslunarmannahelgi. Margir hafa líka tjáð sterk vonbrigði með nýjar reglur vegna sóttvarna og tilfinningarnar flæða á samfélagsmiðlunum. Sumt af því sem er látið vaða er talsvert fjarri góðri dómgreind. En það er mikilvægt að staldra við og skoða aðstæður. Við, kristnir menn, megum gjarnan vitja grunngildanna og minna okkur á, að það er meðal hlutverka kristins fólks að standa með lífinu og vernda þau sem þarfnast skjóls. Og við megum sækja í hlið himins og koma til guðsþjónustu. Guð er samur og möguleikarnir á guðsræktinni eru ekki síðri þó samskipti lúti stífari reglum. En samfélagstengslin og reglurnar eru í þágu lífsins.

Þegar hægir á að nýju hefur hugurinn leitað til baka, til vormánaðanna og sumarsins. Og sumt af því, sem við höfum reynt og séð, hefur setið eftir og orðið til íhugunar. Margir landar okkar hafa notað sumarið til ferða um landið. Ég hef fylgst með sumum ykkar og séð myndirnar, sem vinir mínir hafa smellt á facebook. Mínar Íslandsferðir hafa verið gefandi. Ég fór með fjölskyldu og vinum um Suðurland. Ég gekk á nýjar slóðir í Skaftafelli og þaut um áhrifaríkt Fjallsárlón sunnan Vatnajökuls og dáðist að dekurhóteli á Hnappavöllum. Svo fórum við um Snæfellsnes. Þetta voru góðar ferðir og líka ferðirnar, sem við fórum upp á Akranes. Þangað er ég búinn að fara tvisvar og alla leið út að vitunum. Þar eru Skagamenn að skapa dásamlega aðstöðu og ástæða til að hvetja fólk til að fara á Breiðina. En merkilegast fannst mér að fara að Langasandi og í Guðlaugu.

Laugin við Langasand

Hvað er það? Hver er Guðlaug? Það er ný laug, sem búið er að gera í brimgarðinum við Langasand. Glæsilegt mannvirki á þremur pöllum. Fólk kemur um langan veg til að baða sig í þessari dásemdarlaug með himinnafninu.

Guðlaug þessi á sér merkilega sögu, sem hófst í konu sem bjó á Bræðraparti yst á Akranesinunu. Í mörg ár, raunar áratugi, hefur blasað við, að bæta þyrfti aðstöðu og þjónustu við fólk við Langasand. Þessi gullströnd Skagans hefur verið íbúum aðdráttarafl, leiksvæði og útivistarsvæði. Á síðari árum hefur sjósundsfólkið farið þar í sjóinn. Marga hefur því dreymt um, að heitir pottar yrðu settir niður við Langasand. Umræður bárust jafnvel inn í stjórn styrktarsjóðs, sem kona mín stýrði – og til minningar um ömmu hennar og afa. Sjóðsstjórnin ákvað að leggja fé til framkvæmda. Þáverandi bæjarstjóri studdi áætlanir sem og meirihluti bæjarstjórnar Akraness. Frábærir arkitektar voru fengnir til starfa, sem skiluðu frumlegum tillögum að hófstilltri en glæsilegri byggingu. Ferðamálasjóður og Akranesbær lögðu líka til fé til laugarinnar við Langasand.

Bræðrapartshjónin

Styrktarsjóðurinn, sem samþykkti laugarpeningana, var kenndur við hjón sem bjuggu á Bræðraparti nærri vitunum. Þau hétu Guðlaug Gunnlaugsdóttur og Jón Gunnlaugsson. Að þeim látnum var jörð þeirra og eigur gefnar til mikilvægra uppbyggingarmála á Akranesi. Framlag til laugargerðarinnar var það síðasta, sem sjóðsstjórnin greiddi, áður en þessum mikla milljónasjóði var lokað. Minning vitavarðarins og formannsins Jóns Gunnlaugssonar hefur verið vel varðveitt og nýr björgunarbátur slysvarnardeildarinnar ber t.d. nafn hans. En þar sem byggja átti laug fyrir minningarfé úr sjóði um þau hjón lagði ég til að laugin fengi nafn Guðlaugar. Svo varð og allir sem fara í Guðlaugu njóta hennar og þeirra hjóna er minnst.

Guðlaug var tekin í notkun í desmeber 2018 og hefur síðan glatt marga, ekki bara kroppa baðgesta heldur hrífur líka fyrir fegurð og góðan arkitektúr. Guðlaugin byggir á sögu en líka formum, litum, hreyfingu sjávar, grjóts og sands strandarinnar nærri.

Þegar ég kom að Guðlaugu í sumar voru margir á ferð og fjöldi í lauginni. Guðlaug hefur komið Akranesi á kort ferðamennskunnar og orðið sem nýtt og opið hlið að sögu Akraness en líka Skaga nútímans. Fólk nýtur blessunar, líkamlega, félagslega, listrænt og þar með andlega. Þessi laug hefur táknvíddir, sem spanna ekki aðeins steinsteypu og hreinsun, heldur svo margt fleira.

Hið sanna

Þetta er inngangur að texta dagsins og útleggingu. Áhersla guðspjallsins er á sannleika og heilt og gott líf. Silli og Valdi gerðu eitt af versum dagsins úr Fjallræðunni að slagorði. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Og það hefur nú löngum verið kennimark góðrar matvöruverslunar að ávextir séu góðir og grænmetið gott. Svo er líka minnt á, að líferni og gerðir mannanna séu birtingarmynd um hið rétta, góða og gefandi. Á þessum álagstíma COVID-19 blasir við í pólitík heimsins að sannleikurinn er ekki við stjórnvöl alls staðar. Sjálfhverfir lukkuriddarar vekja á sér athygli til að ná sem lengst. Sagt hefur verið að narcisistar leiti inn í stofnanir og kerfi þar sem völd eru og peningar. Í Noregi er reiknað með að narcisistar séu nærri 3% innan stjórnsýslunnar og 4% þeirra sem eru í valdastöðum. Og sjálfhverfungar reyna alltaf að ná völdum, peningum, lofi og dýrð. Þeir hika ekki við, að sveigja sannleikann til að kýla andstæðinga sína niður, koma sjálfum sér á framfæri, hrifsa til sín gæði heimsins – sem er alltaf á kostnað annarra. Falsfréttir eru tæki sannleiksglæpamanna. Í heimsfréttum þennan morguninn er sagt frá falsfréttaveitum sem valdamenn í Brasilíu halda úti. Hæstiréttur landsins varð að beita sér því þetta eru hópar sem vilja valdarán og skert tjáningarfrelsi. En slíkir hópar eru um allan heim, hópar sem halda úti lygafréttum til að seilast eftir völdum og halda þeim.

Hér á Íslandi er þessa mánuðina sérstakt verkefni íslensku fjölmiðlanefndarinnar, að vekja athygli fólks á því að við þurfum að vera á varðbergi, trúa ekki athugunarlaust því sem sagt er á vefmiðlum eða miðlað á netinu, ekki heldur í stóru fjölmiðlunum, því sannleiksspellvirkjarnir reyna alltaf að búa til nýja veruleika – til hliðar við sannleika og gildi – og skapa sér stöðu í stríðinu um áhrif. Þeir eru ekki aðeins úlfar í sauðargæru heldur fótósjoppaðar grímur. Oscar Wilde skrifaði læsilega bók um slíka í ritinu Myndin af Dorian Grey. Fallegir að utan en hroðalegir að innan. Stoppa, hugsa, athuga. Það er nafnið á átaki Fjölmiðlanefndar sem er ætlað að efla almenning til þess að greina falsfréttir frá öðrum.

Guðlaug á Akranesi varð í sumar fyrir mér tákn um andstæðu vitleysu, blekkingar og sannleiksflótta samtíðar. Konan Guðlaug Gunnlaugsdóttir á Bræðraparti var hæfileikakona, mikilvirk í störfum sínum, öflug móðir, sem hvíslaði ekki aðeins ástarorð í eyru barna og bónda, heldur beitti sér fyrir menntun síns fólks og ábyrgð í vinnu og lífi. Hún ól upp barnahópinn sinn vel. Þau urðu til mikils hags og gagns í menntunarmálum og útgerð og lögðu margt til mannlífs á Skaganum og víðar. Guðlaug var engin blekkingarkona, heldur beitti sér gegn vitleysum, lagði gildi í líf ástvina sinna og samfélags. Hún kunni að tala við mannfólk en líka við Guð. Guðlaug var sjálf lauguð guðsástinni og lifði í ljósi trúar sinnar og himintengsla.

Persónan Guðlaug er því til fyrirmyndar. En svo er mannvirkið sem nýtur nafns hennar og gjafa hennar svo vel hannað að það er þrenna og minnir á þrenninguna efra. Vatnið í lauginni tengir við vatnið í skírnarfontum kirknanna. Baðferð í Guðlaugu verður flestum inntaksrík því laugin er svo marglaga listaverk og táknverk. Einföld hressingarstund kallar til dýpta og þess sem er æðra. Svo er ljómandi að baðferðin kostar ekkert, hún er gratís eins og allt það besta í lífinu. Eins og fagnaðarerindið

Samfélag okkar er á ferð. Gildi trosna, siðurinn er sprunginn í lífi margra. Við það rofnar siðferði og lífsstefna margra einstaklinga. Þegar gildin fletjast út heldur merkingar- og menningarvefur samfélagsins ekki. Lukkuriddarar hlaupa af stað og reyna að sannfæra okkur um hliðræna veruleika, nýtt gildismat, ný tilbeiðslugoð í pólitík, lífi og menningu. En hvað svo sem okkur finnst um kirkju eða átrúnað er málefni kristninnar hið slitsterka og mikilvæga í samfélagi okkar. Kristinn siður er til verndar lífi, fólki og sköpunarverki. Við þurfum ekki lukkuriddara sem eru sérfræðingar í spuna hliðrænna veralda heldur gildi og ábyrgð gagnvart lífi, samfélagi, náttúru sem Guð gerði svo góða.

Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Hverjir eru þínir ávextir? Hver eru þín hlutverk? Hvað viltu? Og hvað skiptir mestu máli og er kjarni siðarins? Guðlaug minnti mig á grunngildin. Okkar verkefni er að skola vitleysunni burt og verða samfélagi til heilla í lífinu. Stoppa, hugsa, athuga. Guðlaug skolar af okkur og setur okkur í samband. Kristinn siður setur okkur í samhengi lífsins. Ekkert fals, heldur sannleikur í þágu lífsins, sem Guð kallar okkur til.

Í lífsins tæru lindum 

þú laugar mig af syndum 

og nærir sál og sinni

með sælli návist þinni.

(SE sálmur 701 í sálmabók þjóðkirkjunnar)

Amen

2020 Íhugun í Hallgrímskirkju 2. ágúst, 2020.  8 sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Verslunarmannahelgi. Sóttvarreglur voru mjög hertar föstudaginn 31. júlí. 

Um laugina, gerð Guðlaugar og verðlaun eru ýmsar heimilidir á vefnum og hvernig hún hefur opnað Akranes fyrir mörgum. 

https://www.akranes.is/is/frettir/gudlaug-a-langasandi-formlega-opnud-almenningi

Guðlaug fékk umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í desember 2019. Sjá grein í Skessuhorni:

https://skessuhorn.is/2019/12/18/gudlaug-saemd-umhverfisverdlaunum-ferdamalastofu/

Minningargrein Péturs Ottesen um Guðlaugu Gunnlaugsdóttur: https://timarit.is/page/1334124#page/n16/mode/2up

Á annað hundrað milljónum veitt til samfélagsmála á Akranesi. Um framlög úr minningarsjóði Guðlaugar og Jóns: http://skessuhorn.rat.nepal.is/frettir/nr/184945/

Björn Ingi Hrafnsson skrifaði um hvernig Guðlaug hefur komið Skaganum á kortið að nýju í grein í Viljanum: https://viljinn.is/dagbok-ritstjora/af-hverju-er-akranes-komid-aftur-i-alfaraleid/

Best geymda leyndarmál Akraness:

https://www.mbl.is/ferdalog/utivist/2020/02/10/best_geymda_leyndarmal_akraness/

Um árvekniátak Fjölmiðlanefndar er hægt að fræðast á slóðinni: https://fjolmidlanefnd.is/stoppa-hugsa-athuga/

Myndirnar af laugarfólki í frumbaðinu í Guðlaugu tók ég á opnunardegi sem og myndina af undirbúningshópnum. Kennimyndin, þ.e. stóra myndin sem og drónamyndin eru af facebookvef Guðlaugar. Kristjana Jónsdóttir fann til mynd af Guðlaugu. Myndina af Bræðrapartshjónunum fékk ég af þeirri stórmerku síðu haraldarhus.is Takk Haraldur Sturlaugsson. 

Skálholt

Miklir staðir þjóna ýmsum og jafnvel ólíkum markmiðum. Skálholt er þannig staður, hefur mismundi áhrif á fólk, sem hefur því ólíkar skoðanir um hlutverk staðarins. 

Skálholt er margvídda og þjónar mörgum hlutverkum. Í fyrsta lagi er Skálholt táknstaður þykkrar sögu og tengist flestu í menningu Íslendinga. Skálholt er einnig tónlistarvettvangur. Kirkjuhúsið er ómundur og hentar lágstemmdri tónlist og tónlist fyrir stuttan katedralhljóm. Innlendir og útlendir ferðamenn fjölmenna í Skálholt, sem er hentugur áfangastaður á gullna hringnum. Safnið, kryddreitirnir við skólann og Þorláksbúð þjóna t.d. ferðamönnum auk kirkjunnar. Skálholt er staður fegurðar, hrífandi augnhvíla og sunnlensk sjónarrönd, sem verður hvað stórkostlegust þegar regnbogar teikna friðartákn á himininn yfir staðnum. Þá verður kirkjan sannkölluð dómkirkja regnbogans. Í Skálholti er biskupsstóll og prestssetur. Skálholt er að auki pílagrímastaður og menningar- og fræðslu-miðstöð kirkjunnar. Svo er Skálholtskirkja sóknarkirkja, þjónustuhelgidómur uppsveita Árnessýslu og dómkirkja.

Skálholtshlutverkin eru mörg og ekki öll talin. En hvert þeirra er mikilvægast? Það er hlutverk helgistaðarins. Mikilvægasta hlutverk Skálholts er trúarlegt, að miðla nálægð og umhyggju Guðs. 

(Myndina tók ég 2010 – og það er gosstrókurinn að baki turni Skálholtskirkju).

Handverk og andverk

Mér hefur alltaf þótt gaman að smíða. Í mér kviknar djúp gleði þegar ég nýt anda og handa í samvinnu. Ég er himinsæll á öllum ljósmyndum þegar ég er við smíðar. Af hverju skyldi það vera?

Annir og veikindi á bernskuheimilinu urðu mér hvati til sjálfstæðis. Ég lærði strax sem smábarn að dunda mér og finna mér verkefni. Þegar ég vaknaði fór ég beint að dótakassanum mínum, setti saman og byggði hluti og hús úr kubbum af ýmsum gerðum. Ég var svo lánsamur að nýr leikskóli Drafnarborg var í nágrenni heimilis míns. Bryndís Zoega var stjóri og stórveldi þess skóla. Hún var ótrúlega hugmyndarík. Hún fékk m.a. bændur á mölinni að koma með skepnurnar sínar í heimsókn í leikskólann.

Við börnin fengum verkefni við hæfi. Bryndís sagði móður minni að sonur hennar væri mikið smiðsefni. Enginn í leikskólanum væri kunnáttusamari og nákvæmari með hamar en hann. Þegar ég hitti Bryndísi mörgum árum síðar sá hún ástæðu til að upplýsa mig líka um smiðsgetu ungsveinsins.

Ég ber nafn Árna Þorleifssonar, smiðs á Sjafnargötu. Hann var guðfaðir sambands foreldra minna. Hann átti ekki afkomendur sjálfur og bað móður mína að gefa drengnum Árnanafnið. Þegar hann var orðinn blindur og lyfti hvorki sög né hamri  ákvað hann að gefa mér hefilbekkinn sinn. Það var eftirminnilegt að sjá þennan gamla blinda mann kveðja vinnutæki sitt og vin í hinsta sinn. Síðan hefur bekkurinn verið í minni eigu. Nú hef ég góða aðstöðu fyrir hann í bílskúrnum. Hann er fallegur, vellyktandi og þjónar mér og mínum við smáverkin.

Smíðar geta verið einfalt verk endurtekningar. Einhvern tíma var sagt að endurtekningin væri einkenni helvítis. Einhæfni getur lamað og lemstrað. Og það er skemmtilegast þegar verkefnin krefjast samstillingar anda og handa. Andverk og handverk verða þá eitt. Maðurinn er heild og best þegar við líkami, sál og andi eru vel tengd og velvirk saman.

Fyrir skömmu var ég handlangari hjá Sverri Gunnarssyni, sem var að ljúka sérhæfðu viðgerðarverkefni á húsi mínu. Þegar Sverrir, sem er af ætt listasmiða, kvaddi sagði hann við mig: „Þú hefur verksvit.“ Mér leið eins eins og ég hefði óvænt verið útnefndur heiðursdoktor. Smiðurinn Sigurður Árni gladdist.

17. júlí, 2020.

 

Auf der Grenze – Þingvellir

In Þingvellir vereinigten sich am Anfang auch die Isländer und wurden eine Nation, an diesem Ort sind die denkwürdigsten Ereignisse begangen worden, und hier wurde in 1944 die Republik gegründet. Auf dem flachen Gelände vor unseren Augen geschahen die meisten herausragenden Ereignisse der isländischen Geschichte, und die wichtigsten Entscheidungen wurden hier getroffen. Und hier gründeten die Isländer ihr altes und bedeutendes Parlament.

Þingvellir ist aber nicht nur eine historisch interessante Stätte, sondern es ist auch ein besonderes Naturparadies. Der Mittelatlantische Rücken, der die europäische und die amerikanische Kontinentalplatte trennt, verläuft hier durch das vor uns liegende Tal. Nirgendwo sonst kann man so augenfällig die Grenzen der Neuen und der Alten Welt wahrnehemen.

Vor neuntausend Jahren gab es hier kein Tal, und damals war die Lava, auf der wir jetzt stehen, glühend und flüssig. Aber aufgrund der Kontinentalverschiebung haben sich die Platten im Durchschnitt 3 centimeter pro Jahr voneinander wegbewegt. Das dazwischenliegende Gebiet ist sozusagen richtungslos, und das hat oft zu Absenkungen geführt. Das Tal ist vermutlich 30 m breiter als es vor tausend Jahren war. Wir befinden uns hier auf vulkanischem Gebiet, alle Berge ringsum sind durch Vulkanausbrücke entstanden. Insgesamt könnte man hier an die 100 einzelne Vulkane auzählen, und wir finden hier fast sämtliche vulkanischen Formen vor, die es auf Island gibt. Trotz dieser großen Anzahl hat es glücklicherweise hier in den letzten zweitausend Jahren keinen Ausbruch gegeben. Der letzte war kurz nach Christi Geburt, die Insel mitten im See, die auf die gleiche Weise entstand wie vor 25 Jahren die Insel Surtsey im Süden von Island. Der Ausbruch fand unter der Wasserober-fläche statt, und als der Krater aus dem Wasser herausragte konnte Lava fließen und festes Gestein bilden.

Das Haus mit der kleinen Kirche zeigen den typischen Baustil isländischer Bauernhöfe aus dem letzten Jahrhundert. Wir sehen auch den großen See, in dem schätzungsweise 20-30 Millionen Fische leben. Der See hat einen Zufluß von ca 100 kubikmetern pro Sekunde, und dieses Wasser fließt zum größten Teil underirdisch durch Spalten in der Lava ein, die wir hier vor uns sehen. Das wasser, das aus dem isländischen Hochland kommt, wird in der Zukunft eine der wichtigsten Ressourcen für Island sein, und deswegen is das Wasser in den Lavaspalten und im See uns eine ständige Mahnung daran, dass wir die isländische Natur nach besten Kräften zu bewahren haben.

Am Anfang der ísländischen Geschichte, vor fast elfhundert Jahren, beschlossen die Isländer, ihrem neuen Staatsgebilde, in dem sehr unterschiedliche Gruppen einer Ordnung und Einigung bedurften, eine gesetzgebende Versammlung und nicht eine Monarchie zur Grundlage zu geben. Im ganzen Land wurde eine Stelle gesucht, die einingermaßen zentral gelegen war und über Wasser zum Kochen und Waschen, sowie Holz zum Häuserbau und Heizen verfügte. Eine gewisse Anhöhe, auf der das Thing zusammentreten konnte, war erforderlich, ebenso wie flacheres Gelände für Häuser, Zeltbuden und Menschen. Darüber hinaus brauchte man viel Weideland für die Pferde. Þingvellir wurde ausgewählt. Hier wurde das Allthing, das Thing oder Parlament aller, gegründet. Hierher kamen aber außer den Thingmitgliedern noch eine Menge ander Leute, so z.B. ihre Berater und die herausragendenen Persönlichkeiten des Landes. In der damaligen Zeit, als es keine Dörfer auf Island gab, war Þingvellir so etwas wie eine Sommerstadt. Die Menschen kamen um zu handeln, Nachrichten auszutauschen, Ehen zu schließen, die Abhaltung des Things und der Gerichts- verfahren mitzuverfolgen und auch ganz einfach um Feste zu feiern. In Þingvellir fanden die unterschiedlichen Gruppen zueinander, und hier wurde die islandische Nation geboren, indem sie ein gemeinsames Schicksal und gemeinsame Lebensbedingungen entdeckte.

Jetzt ist es an der Zeit, zur egentlichen Thingstatte zu gehen. Auf dem wichtigsten Platz des alten Things, dem Gesetzesberg, wird uns Professor Dr. Sigurður Líndal genaures über die Zeit zwischen 930 und 1262, die Gesetzgebung und die einzelnen Institutionen des damaligen Freistaats sagen. Wir gehen durch die Almannagjá, die Allmännerschlucht. Þingvellir is ein Ort der Klänge. Wenn wir die Almannagjá betreten, werden wir auf Trompteten gespielte isländische Melodien hören, die durch die ganze Schlucht klingen und durch das Echo hinunter auf die Thingebenen geworfen werden, genauso wie in früheren Zeiten.

Die Kirche von Þingvellir

Man hat häufig darüber diskutiert, ob diese alte Kirche, die von 1859 stammt, nicht abgerissen und statt dessen eine naue gebaut werden sollte. Gott sei Dank ist daraus nie etwas geworden und diese Kirche aus der ersten Generation isländischer Holzkirchen blieb stehen. Sie wurde von Bauern errichtet, von Bürgern dieses Landes ausgesmückt, für die Gemeinde von Þingvellir. Immer noch wird sie als Pfarrerkirche benutzt. Diese kleine Kirche ist aber gleichzeitig ein Symbol für die enge Verbindung von Glauben, Gesetzgebung und Nation. Die ersten Thingversammlungen wurden immer vom obersten Priester eröffnet. Nach Annahme des Christentums ging der ersten Sitzung des Things eine kirchliche Feier voraus, und so ist es auch heute noch beim Allthing in Reykjavík.

Die erste Kirche, von der man weiß, wurde ca. 1018 aus Holz errictet, das der norwegische König Þingvellir geschenkt hatte. Die Kirchen des Mittelalters waren größer als die der späteren Jahrhunderte, weil man dann be schlechtem Wetter die gesetzgebende Versammlung des Things, die Lögrétta, in die Kirche verlagern konnte. Als die parlamentarischen Aktivitäten in späteren Jahr-hunderten an Umfang immer mehr beschnitten wurden, bestand kein Bedarf mehr für so große Bauten, und die Kirchen wurden den Bedürfnissen der Gemeinde entsprechend kleiner.

Das Christentum wurde hier in Þingvellir im Jahre 1000 angenommen, und im Jahre 2000 wird hier im Gedenken an dieses Ereignis eine Feierstunde stattfinden. Aber schon vor diesem Zeitpunkt war das Christentum nach Island gekommen, und bereits im 10. Jahrhundert mehrte sich die Zahl derjenigen, die sich dazu bekannten. Es mußte zu einer Entscheidung über einen einheitlichen Glauben kommen. Ein große Volksmenge versammelte sich auf Þingvellir, beret, für den Glauben zu kämpfen. Der Gemeinschaftsfriede und die gesetzliche Grundlage waren in Gefahr. Mit diesem Gedanken vor Augen versuchten die führenden Persönlichkeiten, zu einem Konsens zu kommen, aber vergeblich, so daß zum Schluß dem Gesetzsprecher die schwierige Rolle zufiel, das oberste Gericht zu spielen und über den zukünftige Glauben zu entscheiden.

Nach einer langen Bedenkzeit berief der Gesetzsprecher alle Anwesenden zum Lögberg und hielt eine Rede über die Wichtigkeit dessen, daß die Nation eine Gesetzgebung, eine Religion und einen Glauben habe. Und er entschied, daß ein Mittelweg eingeschlagen werden sollte. Die Isländer sollten christilich sein, aber all denjenigen, die sich nicht mit dem offiziellen Glauben abfinden konnten, war es gestattet, ihrem Glauben nachzugehen und den heidnischen Göttern zu opfern, aber nur heimlich. Diese Entscheidung war genial – ein Beispiel für gute Diplomatie. Und wahrscheinlich sagt sie mehr aus als vieles andere über den Glauben und die Lebenshaltung der Isländer. Wir haben eine offizielle Staatsreligion, die evangelische Kirche. Wir gehören ihr an, wir nehmen an kirchlichen Zeremonien teil und beanspruchen kirchliche Dienstleistungen, aber fast ein jeder von uns geht in Dingen des Glaubens seine eigenen Wege, ganz parallel zu anderen gesellschaftlichen Angelegenheiten.

Grund für den ausgeprägten Indivualismus der Isländer ist wahrscheinlich in erster Linie der ständige Lebenskampf in diesem Land der Naturkatasrophen. Der Gedanke an Vulkanausbrüche, reißende Gletscherströme, überschwemmungen, Unwetter im Winter, einen kalten und oft gnadenlosen Himmel, der kein Futter für das Vieh herbab, und das wilde Meer, das sein Spiel mit den kleinen Booten und Menschenleben trieb. Im Ringen mit der Natur verschwanden oft Väter und Ernährer, und Mütter hatten den Verlust von vielen Kindern zu beklagen. Von 1100 bis 1800 verringerte sich die Bevölkerungszahl ständig, und erst in der Mitte des neunzehnten Jahrhunderts kam sie wieder auf den gleichen Stand wie zu den besten Zeiten des Freistaats. Welche Auswirkungen hatte dieser Kampf mit der Natur?

Der deutsche Theologe Paul Tillich nannte seine Biographie „Auf der Grenze“, was vielleicht eine sehr gute Bezeichnung für isländische Dasein ist. Die Volkssagen handeln ebenfalls vom Kampf mit den Elementargewalten der Natur, wie sich Menschen aus schwierigen und elenden Umständen zu befreien versuchen. Religiöse Tradition steht unter denselben Vozeichen. Gewiß wurde Theologie aus dem Ausland, nicht zuletzt aus Deutschland eingeführt, und hatte unter anderem großen Einfluß auf der Entstehung einer Isländischen Literatur. Aber trotz Luther, Neologie, Schleiermacher, Strauß, Wilhelm Herrmann, Adolf von Harnack und später Barth und anderen, die hier in Island Anhänger fanden, ist die isländische Religion noch mehr vom Lebenskampf in einer gleichzeitig lieblichen und grausamen Umgebung geprägt. Die isländische Einstellung zur Religion is eine „Theologie der Grenze“ In klassischen isländischen theologischen Schriften wird der Mensch als eine Grenzexistenz am äußersten Rand der Welt beschriben, in ständigem Kampf mit seinem inneren, mit der Natur. Der Mensch is ausgefordert, den drohenden Mächten ins Auge zu sehen, den schwierigen Lebensbdingungen, und mit Würde und moralischer Verantwortung sein Leben zu leben, und weder vor Natur-katastrophen noch vor sittlicher Verderbnis zu kapitulieren.

Þingvellir hat eine Symbolfunktion für dieses Land. Die natürliche Beschaffenheit erinnert die Isländer ständig an Vergänglichkeit und Risiko. Þingvellir is die Stätte des Things, hier fanden schicksalsschwere historische Ereinisse statt, hier war in gewissen Sinne die Kernzelle für Unabhängigkeitskampf und Religion. Hier treffen Ost und West aufeinander, die natürlichen und die historischen Gegebenheiten machen Þingvellir zu einem symbolischen Ort nicht nur für Isländer, sondern auch für viele Ausländer, die die Bedeutung dieses Ortes verstehen, die verstehen, wie seine Tradition in Diplomatie und der isländische Lebenskampf bespielhaft sein können für globale Probleme im Zusammenleben von Nationen und Völkergruppen einerseits und der Natur andereseits.

Texti SÁÞ til undirbúnings heimsókn forseta Þýskalands dr. Richard von Weizcäcker, 17. júlí 1992. Þýðinguna gerði lærifaðir minn í MR dr. Kjartan Gíslason. Myndir SÁÞ.