Spænskur pönnukjúklingur

Fyrir 4.

Upprunalega uppskrift fyrir héraleggi en er dásamleg kjúklingauppskrift. Ekki nota úrbeinaða leggi heldur með beininu. 

Kjúklingaleggir 16 stk (3 – 4 á mann)

½ glas vatn og grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur

2 gulir laukar

2 paprika – helst í lit!

1 hvítlaukur (þ.e.heill en ekki 1 lauf!)

steinselja, salvía eða annað ferskt krydd – ég átti salvíu í potti.

rósmarín 1 msk.

cayennepipar 2 tsk.

salt og kjúklingakrydd

lárviðarlauf 3-4 stk.

ólífuolía

Laukurinn og paprikan grófsöxuð og steikt í olíu. Sett til hliðar. Kjúklingurinn kryddaður með kjúklingakryddi, rósmarín, cayennepipar, salti, salvíu og pönnusteiktur. Síðan er hvítlauk, lárviðarlaufi og forsteiktu paprikunni og lauknum ásamt kryddinu skellt yfir og beint á pönnuna. Uppleystum grænemtiskrafti og vatninu hellt yfir. Síðan er allt látið malla á loklausri pönnunni í 45 mínútur.

Berið fram með uppáhaldskjúklingameðlæti. Ég nota gjarnan bygg eða hrísgrjón og svo grænmeti. 

Þökkum Drottni, því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu.