Unnur Guðmundsdóttir – minningarorð

Sálmabók Unnar var lögð á brjóst hennar áður en kistunni hennar var lokað í gær. Þessi bók söngsins fer með henni í hinstu ferð hennar. Í þeirri bók eru ljóð fyrir líf og eilífð. Unnur eignaðst ung sálmabók og hafði gleði af söng. Og svo þegar veröldin byrjaði að fljóta burt frá vitund hennar lifði þó söngurinn í henni. Lesa áfram Unnur Guðmundsdóttir – minningarorð

Skálholtsjárnið

SkálholtÍ dag er Skálholtshátíð og í ár eru fimmtíu ár liðin frá vígslu Skálholtskirkju árið 1963. Og þar sem Jesús segir í guðspjallinu frá húsabyggingum kemur í huga saga sem ég heyrði um byggingu Skálholtskirkju. Ég segi þá sögu, spegla hana líka í guðspjallinu og svo verða Skálholtsstef tilefni til að hugsa um okkur, grunn okkar og hlutverk. Skálholt er eins og táknstaður um líf okkar og getur orðið okkur sannleiksspegill. Lesa áfram Skálholtsjárnið

Kökur af himnum

photoÍ lok messunnar í Neskirkju 21. júlí hvatti ég söfnuðinn að venju að staldra við á Torginu eftir messu. Ég lét þess einnig getið að kosturinn yrði horandi því kirkjuvörðurinn, Valdimar Tómasson, hafði sagt mér að hann hefði ekkert annað en saltstangir til að setja fram með kaffinu! Svo fóru flestir úr kirkju í messukaffið. En sjá, kökukraftaverkið mikla varð.

 

 

Lesa áfram Kökur af himnum