Að gera allt eins

skuggamyndÞorum við út fyrir þægindaramma hins þekkta og fyrirsjáanlega? Við ættum reglulega að endurskoða þau mynstur lífsins sem eru á okkar valdi. Vani er góður en til lítils ef hann skilar ekki lífsnautn. Ég tók afleiðingum af hugsunum mínum í upphafi árs. Í ár sleppi ég væntanlega jólakortaskrifum og reyni að láta af vanakvillum. Stóra áramótaheitið sem ég strengdi er:

Á þessu ári ætla ég að breytast.

Slóð á bakþanka dagsins í visir.is er að baki þessari smellu og birtist á trú.is að baki þessari smellu.

Brynhildur Ólafsdóttir – Minningarorð

BrynhildurHvað getur best stælt barn til þroska og eflt lífshamingju þess? Hvernig getum við undirbúið okkur undir líf og reynslu? Hvernig verður manneskja til? Brynhildi var í mun – sem kennara og skólastjóra – að tryggja að börnin fengju kennslu og nytu skólastarfs sem gerði þeim fært að þroskast og blómstra. Heima var hún öflug móðir og eiginkona sem iðkaði það sem hún aðhylltist. Það var engin gjá milli kenningar og iðkunar í lífi Brynhildar. Hún var heil, djúp, kraftmikil og sönn. Lesa áfram Brynhildur Ólafsdóttir – Minningarorð

Þú í kviku tíma

„Þegar ég var ungur sat ég og horfði út um framrúðuna. Síðar – um miðjan aldur horfði ég út um hliðarrúðurnar. Þegar ég er orðinn gamall horfi ég út um afturrúðuna og hraðinn er ótrúlega mikill.“ Þetta er lýsing Haraldar Matthíassonar, fræðimanns og kennara á Laugarvatni. Líkingar, dæmi og sögur eru oft hjálplegar til dýpri skilnings á hinu torskilda.

Lesa áfram Þú í kviku tíma

Stóra upplifunin

Sunnudagurinn í dag er tvíbentur dagur sem er hvorki né – hvorki jól né nýár. Upprifin tilfinning aðfangadagsins er að baki og skaup og spaug gamlárskvölds, með tilheyrandi bombum, ekki enn komið. Sunnudagur sem er hvorki né – er þó líka bæði og – því það eru jól, heilög jól. Og enn ekki komið óflekkað nýtt ár með nýja möguleika og því engin vonbrigði heldur. Þetta er sérkennilegur dagur – og ljómandi að nota hann til íhugunar, setjast niður og hugsa. Lesa áfram Stóra upplifunin