Greinasafn fyrir flokkinn: Útfararræður

Ég birti margar útfararræður mínar en þó ekki allar – og sumar með hljóðskrá. Nálgast má minningarorð á sigurdurarni.annall.is.

Brynhildur Ólafsdóttir – Minningarorð

BrynhildurHvað getur best stælt barn til þroska og eflt lífshamingju þess? Hvernig getum við undirbúið okkur undir líf og reynslu? Hvernig verður manneskja til? Brynhildi var í mun – sem kennara og skólastjóra – að tryggja að börnin fengju kennslu og nytu skólastarfs sem gerði þeim fært að þroskast og blómstra. Heima var hún öflug móðir og eiginkona sem iðkaði það sem hún aðhylltist. Það var engin gjá milli kenningar og iðkunar í lífi Brynhildar. Hún var heil, djúp, kraftmikil og sönn. Lesa áfram Brynhildur Ólafsdóttir – Minningarorð

Baldur Berndsen Maríusson – Minningarorð

Baldur B MaríussonBaldur bjó við Tómasarhagann síðustu áratugi. Á góðviðrisdögum var gott að ganga eða hjóla Tómasarhagann og hitta Baldur. Hann var oft úti við og gladdi okkur vegfarendur með kátlegum athugasemdum. Svo var hann alltaf til í að ræða málin, fara yfir stöðu KR, frammistöðu ríkisstjórnarinnar, sumarbústaðamál í Grafningi, heimspólitíkina – nú eða kirkjumálin. Við gátum meira að segja staðsett KR í kristninni. Lesa áfram Baldur Berndsen Maríusson – Minningarorð

Valborg Sigurðardóttir – Minningarorð

 

 

 

 

 

 

 

 

Valborg setti upp stúdentshúfuna sína í vorbirtunni árið 1941. Hún var dúx í MR. Annar stúent fékk reyndar sömu einkunn og hún og þau voru hæst yfir landið. Dúxar eru dýrmæti. Einkunn á blaði var Valborgu ekki aðeins staðfesting um getu hennar, heldur skipti miklu máli varðandi framhaldið. Lesa áfram Valborg Sigurðardóttir – Minningarorð