Greinasafn fyrir flokkinn: Mataruppskriftir

Fleiri mataruppskriftir er að finna á sigurdurarni.annall.is

Pönnusteiktir þorskhnakkar

þorskhnakkar2Ég fór í Melabúðina og sá fallegan, vellyktandi og þar með nýveiddan þorsk. Eldaði svo að hætti Heilsurétta fjölskyldunnar, afbragðs matreiðslubókar Berglindar Sigmarsdóttur. Breytti uppskrift ofurlítið – er jafnan hvatvís í kokkhúsinu. En matgæðingarnir voru svo sáttir við útkomuna að ég læt uppskriftina flakka og hún miðar við fjóra. Þetta er matur uppá 10 sagði kona mín. Ég hlusta á hennar mat. Lesa áfram Pönnusteiktir þorskhnakkar

Provence – kalkúnn

Þakkargerðarmáltíð á fimmtudegi – að amerískum hætti – gekk ekki upp á mínum bæ. En ég lærði á námstíma vestra að meta ameríska þakkarhátíð og langaði til elda kalkún í ár. Og þar sem við heilsteikjum kalkún á jólum fór ég að íhuga aðrar útgáfur og ákvað að elda franskt og með Coq au Vin-vídd. „Fimm stjörnur“ sagði mín káta kona eftir matinn – með stjörnur í augum – og „mundu að skrásetja sósuna líka!“

Lesa áfram Provence – kalkúnn

Kjúklingabringur í rasphjúp

Í hlaðborðsveislum er upplagt að bjóða kjötrétt sem fingrafæði. Á okkar heimili er rautt kjöt á undanhaldi og flestum þykir hvítt kjöt gott. Ég steiki stundum þennan kjúklingarétt sem fingrafæði en hann dugar ágætlega í kvöldmat líka. Ég hafði stuttan tíma í eldamennsku í kvöld og á 45 mín. var komin þessi ágæta máltíð.

 

Lesa áfram Kjúklingabringur í rasphjúp

Smálúða í estragonsósu

 

Fiskveisla á óveðurskvöldi 2. nóvember. Ég kveikti upp í arninum og bjó til fisksósuna – hreinsaði rauðsperettuflök og hnoðaði estragon, hvítlauk, salti og smjöri saman og setti á flök sem ég svo rúllaði upp og pinnaði saman með tannstönglum ( sem verður að taka úr þegar rétturinn er borinn fram!). Konan mín fagnaði og það er mark á því takandi! Uppskriftin er miðuð við fjóra.
Lesa áfram Smálúða í estragonsósu