Puttanescasósan er kennd við vinnandi konur í Napólí. Vinnandi konur eru alls konar og sósan er til í mörgum útgáfum. Ég nota fisk með þessari sósu en hún er oft notuð með kjúklingi eða pasta. Ég læt oft nægja að hafa grænt salat með. Kryddið er breytilegt og þegar graslaukur er nógur nota ég hann eða steinselju. Ofninn er settur á 180°C og svo er byrjað á vinnukonusósunni.
5 hvítlauksrif, pressuð
1 dós tómatdós – má notað kryddað tómatmauk t.d. m,eð basilíku, hvítlauk og oregano (400 g) þau sem vilja meiri sósu geta notað eina og hálfa dós.
3 msk góðar ólífur
5-6 ansjósur smátt saxaðar
2 1/2 tsk kapers
1 tsk oreganó
1 tsk smátt saxað chili
2 msk basílíka fínt skorin
Hitið olíu í pönnu á meðalhita. Hvítlaukur og chili steiktur í 1 mínútu. Þá er ansjósunum bætt við og steikt áfram. Síðan fer tómatsósan yfir, þá ólífur, kapers og oreganó. Hrært lítillega og soðið á lágum hita þar grauturinn þykknar. Smakka til og salta og pipra að smekk.
Ofnfast fat (ég nota tarínu) er smurt með olíu. Fiskstykkjunum ca 2 cm á þykkt er raðað í fatið, saltað og vinnukonusósunni síðan hellt yfir fiskinn. Fatið sett í ofn í 12 mínútur – eða þar til fiskurinn er tilbúinn.
Þökkum Drottni því hann er góður og miskunn hans varir að eilífu. Amen.
Kíkið á fjölbreytnina á netinu – margar útgáfur. Hér er ein útgáfan: