Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is. Þá var talsvert af pistlum einnig á sigurdurarni.annall.is Sá vefur er nú lokaður.

Wet theology

IMG_2195Vatn á erindi við guðfræði og guðfræðin erindi við vatnið. Norrænt guðfræðiþing hófst í kvöld og fjallar um stjórnmál í guðfræð og guðfræði í stjórnmálum. Mér var falið að flytja opnunarfyrirlesturinn í hátíðasal háskólans. Og það er mikill heiður sem ég er þakklátur fyrir. Hluti úr innganginum er hér á eftir. Viðfangsefnið var vatn í guðfræði og trúartúlkun samtímans.

Lesa áfram Wet theology

Að gera allt eins

skuggamyndÞorum við út fyrir þægindaramma hins þekkta og fyrirsjáanlega? Við ættum reglulega að endurskoða þau mynstur lífsins sem eru á okkar valdi. Vani er góður en til lítils ef hann skilar ekki lífsnautn. Ég tók afleiðingum af hugsunum mínum í upphafi árs. Í ár sleppi ég væntanlega jólakortaskrifum og reyni að láta af vanakvillum. Stóra áramótaheitið sem ég strengdi er:

Á þessu ári ætla ég að breytast.

Slóð á bakþanka dagsins í visir.is er að baki þessari smellu og birtist á trú.is að baki þessari smellu.

Hvenær byrjar dagurinn?

Einu sinni sat lærimeistari með nemahóp hjá sér og spurði: „Á hvaða augnabliki endar nóttin og dagurinn byrjar?“ Einn neminn svaraði: „Það er þegar nógu bjart er til að hægt sé að greina milli hunds og kindar.“ Annar sagði: „Það er þegar nógu bjart er til að greina milli ólífutrés og fíkjutrés.“ En meistarinn sagði: „Þetta eru góð svör en þó ekki þau réttu. Svarið er: Þegar ókunnur maður kemur og við höldum að hann sé bróðir okkar og allar deilur hætta, þá er nákvæmlega stundin þegar nóttin endar og dagur byrjar.“ Lesa áfram Hvenær byrjar dagurinn?