Þú Guð sem elskar

Kenn okkur að elska einnig –

kenn okkur að elska okkur sjálf,

móður og föður, systkini, börnin okkar.

Kenn okkur að elska maka okkar, ástvini.

Kenn okkur að elska fólk, allt fólk – líka þau sem erfið.

Þú Guð sem elskar

Kenn okkur að elska, elska að dagur er eftir nótt,

gleði eftir sorg, von í vonleysi,

ljós í myrkri.

Kenn okkur að elska – elska þig.

Þú Guð sem elskar

Kenn okkur að elska, vindinn og vötn,

fuglasöng, skepnur,

jafnvel kettina sem veiða fuglana í garðinu,

geitungana sem hræða og stinga.

Kenn okkur að elska alla þína undursamlegu smíð

Og kenn okkur að elska með umhyggju.

Þú Guð sem elskar

Kenn okkur að vera hvert öðru elskuenglar

og speglar ástar þinnar.

Kenn þessum söfnuði,

að fara úr kirkju í dag, með elskuleitina skýra.

Þig í hjarta.

Þú Guð sem elskar

Vitja allra þeirra sem eiga fyrir öðrum að sjá,

opinberum aðilum, stjórnvöldum,

öllum sem dæma og ákvarða í almannamálum

stjórnendum fyrirtækja, fjölmiðla.

Vitja þeirra sem líða, sakna og syrgja,

Veit þeim þína blessun.

Þú Guð sem elskar.

Ver nærri í veislu þinni.

Þú kemur sjálfur og býrð okkur borð,

býður til ástarveislu.

Í nafi Jesú Krists, Amen.