Smári Guðlaugsson – minningarorð

„Að hlæja hefir sinn tíma, að harma hefir sinn tíma og að dansa hefir sinn tíma… “ segir Prédikarinn sem er viskubók í Gamla testamentinu og bætir við: „Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma, að gróðursetja hefur sinn tíma og að rífa upp hið gróðursetta hefur sinn tíma.“ Já, við erum samverkamenn skaparans í gerningum lífsins. Trú í Biblíunni er nátengd lífi og því sem eflir. Helgirit Biblíunnar eru mettuð áherslu á fögnuð. Verið glöð er hvatning í bréfi gleðinnar, Fiippíbréfinu. „Ég segi aftur: Verið glöð. Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. … Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.“

Smári Guðlaugsson er kvaddur í dag. Hann var fjölhæfur hæfileikamaður sem var afar margt gefið til orðs og æðis, anda og handa. Hann notaði hæfni sína og gáfur í þágu fólksins síns, fjölskyldu og samfélags. Lof sé honum og þökk.

Upphaf og uppvöxtur

Smári var svo sannarlega Rangæingur en fæddist samt í Reykjavík. Hann var vormaður, fæddist bjartan júnídag – 8. júní – árið 1925 í þakherbergi í húsinu við Hverfisgötu 80. Foreldrarnir voru hjónin Guðlaugur Bjarnason (1889-1984) og Láretta Sigríður Sigurjónsdóttir (1894-1978).

Bernskuhús fjölskyldu Smára við Hverfisgötuna sneri að Vitatorgi og fjölskyldan bjó á efstu hæðinni. Í húsinu var margmenni og líklega var Karl O. Runólfsson, tónskáld og tónlistarfrömuður, sá kunnasti. En húsið er farið í hít tímans, það brann aldarfjórðungi eftir fæðingu Smára. Á lóðinni er síðan bílastæði og hægt að ganga frá Hverfisgötu inn í Kjörgarð og til Kormáks og Skjaldar.

Tveimur árum eftir að Smári kom í heiminn, árið 1927, flutti fjölskyldan austur í Hvolhrepp og að Giljum. Þar ráku þau, Guðlaugur og Lára og með börnum sínum, bú í liðlega hálfa öld. Samhliða búrekstri þjónaði heimilisfaðirinn fólki sem póstur í héraði. Hann fór í upphafi um á hestum en varð síðar bílstjóri. Guðlaugur var á ferð og flugi, sagði fréttir, flutti tíðindi og Giljaheimilið var sem í þjóðbraut. Þetta var samhengi og menningarstaða Smára.

Giljaheimilið var fjörmikið og fjölmennt. Smári var þriðji í röð átta systkina. Sigmar var elstur og fæddist 1922 (d. 1990). Þá kom Björgvin ári síðar þ.e. árið 1923 (d. 1998) og Bjarni 1926  (d. 2016) svo skammt var á milli. Á eftir Bjarna fæddust tveir drengir sitt hvort árið 1927 og 1928. En báðir dóu þeir samdægurs. Ég staldra alltaf við  fjölskylduyfirlit með láti ungbarna. Dauðsföll barna á fyrri tíð voru jafn mikið sorgarefni og lát ungbarna í dag. Hvernig og hvaða skuggar lögðust yfir heimilið þessa sorgardaga vitum við ekki en lífið hélt áfram. Svo kom Guðrún Fjóla í heiminn á Alþingisárinu 1930 (d. 2020). Síðastur var Guðmundur Kristvin og fæddist 1933. Nú er allur þessi fríði hópur kominn á lendur Gilna himinsins.

Smári var dugmikill, námfús og mikill efnismaður. Hann sótti skóla í heimabyggð og var hæstur. Hann var góður námsmaður, snöggur, skilvirkur og skynugur í námi sem öllu öðru.

Anna og Smári

Af myndum að dæma hefur Smári verið í útliti eins og Hollywood-stjarna. Anna Þorsteinsdóttir í Götu í Ásahreppi sá sjarmörinn, gæfumanninn, og heillaðist. Smári var líka búinn taka eftir Önnu. Þau höfðu jú hist í Reykjavík. Svo tóku sveitungarnir í Ásahreppi eftir að vegirnir í hreppnum voru að batna, voru afar vel heflaðir enda var Smári á vegheflinum. Hann gerði sér ferðir um Ásahreppsvegina til að fara til fundar heimasætunnar í Götu og gleðja hana. Það tókst og sveitungarnir þökkuðu fyrir tækin á vegum ástarinnar. Fyrir okkur sem munum vegheflana gömlu er það dásamlegt og kætandi að hugsa um þennan Clark Gable Vegagerðarinnar fara heflandi á stefnumót við Önnu í Götu. Mér finnst það rómantískt. Alla tíð síðan kunnu þau að hefla niður ágreining og slétta úr misfellum lífsins, leyfa ástinni að dafna og kyssast hrifin hvort af öðru.

Barnalán og fjölskyldan

Ástríkið bar ávexti. Þegar fyrsta barnið þeirra Önnu og Smára var komið í heiminn fóru foreldrarnir að huga að nafngjöf og skírn. Þau höfðu sam band við prestinn, sr. Arngrím Jónsson, sem þá var í Odda. Hann benti á og sannfærði þau um að best væri að þau byrjuðu á að ganga í hjónaband og skírðu svo – og það væri hægt að gera í sömu ferðinni. Smári fékk lánaðan nýlegan Willis jeppa (1946) föður síns fyrir ferðina til Odda.  Þau gengu í hjónaband þann 14. október 1950 og drengurinn var svo eftir að hafa sagt tvöfalt já við spurningum prests. Ómar Bjarki er því skilgetinn í kirkjubókinni – eins og klerkur vildi að hann yrði.

Börn Önnu og Smára eru þrjú. Auk Ómars Bjarka áttu þau Eddu Sjöfn árið 1955 og Guðrúnu Hrönn árið 1961. Fyrir átti Smári Rúnar árið 1947 með Helgu Runólfsdóttur, sem hann trúlofaðist árið 1946. Rúnar lést árið 2012.

Ómar Bjarki er jarðfræðingur og rekur eigið ráðgjafafyrirtæki. Kona hans er Katrina Downs-Rose (1958). Börn þeirra eru Anna Veronika (1986), sambýlismaður Patrik McKiernan (1983), Elvar Karl (1988), maki Natsha Bo Nandabhiwat (1986)  og Bríet Dögg (1992) unnusti Sigurgeir Ólafsson (1993).

Edda Sjöfn er sjúkraliði að mennt. Maður hennar er Erlendur Árni Hjálmarsson. Börn þeirra eru Björk (1974), Atli (1981) og Elfa (1992).

Guðrún Hrönn er menntaður leikskólakennari. Maður hennar var Hörður Þór Harðarson en hann lést árið 2018. Börn þeirra eru Andri, Sigrún Sif og Ívar.

Börn Rúnars eru: Marta Sigurlilja (1969), Einar Geir (1973) og Eygló (1987).

Barnabörnum Smára fjölgar mjög þessi árin og ættboginn stækkar ört. Barnabörnin eru 12 og barnabarnabörnin 8. Börn Bjarkar og Karls Hólm (1968) eru Agnes Lára (1995) og Daníel Freyr  (1998) – og Atla og Evu Rósar (1984) eru Arnar Kári (2008), Sóley Kría (2010) og Vaka Rut (2016). Yngsti fjölskyldumeðlimurinn er svo Eydís Þula (2021) sem fæddist þeim Elfu og Ólafi Hersi (1990) um miðjan október. Marta og Úlfur Ingi Jónsson (1969) eiga Ragnhildi Mörtu Lólítu (2010) og Einar Geir og Marzena Burkot eiga soninn Emil (2018).

Hjúskapurinn og fjölskyldumaðurinn

Hjúskapur Önnu og Smára varð liðlega sjö áratugir. Þau hófu búskap hjá systur og mági Smára á Hvolsvelli. Þegar þau höfðu byggt með miklum dugnaði húsið að Hvolsvegi 12 fluttu þau í það rétt fyrir jól árið 1953 – eða 20. desember. Þau jólin hafa verið gleðileg – á nýjum stað. Smári og Anna voru meðal frumbýlinga á Hvolsvelli. Aldarfjórðungi síðar, árið 1978, fluttu þau í Öldugerði 10. Þar bjuggu þau er þau fluttu fyrir ellefu árum í glænýja Mörkina, Suðurlandsbraut 58 í Reykjavík.

Ævivegur þeirra Önnu og Smára var góður. Anna var drottningin á heimilinu og þau Smári voru samhent. Smári sinnti sínum málum í bílskúrnum og svo fékk hann áhuga á trjárækt í garðinum en Anna sá um blómin og bæði um garðræktina. Það er vermandi að í kransinum á kistunni hans Smára er teinungur sem er kominn frá ösp sem Smári bjó líf á sínum tíma – reyndar afleggjari sem var kominn í Grafarvoginn. Það er fagurt að vefa þá grein í minningakransinn.

Smári var tilfinningamaður og viðkvæmur en bar ekki tilfinningar sínar á torg. Á síðari árum opnaði hann þó ýmsa glugga og börnin hans náðu að skyggnast lengra en áður og skilja föður sinn betur. Það er þakkarvert þegar svo fer. Smári var af gamla skólanum og hrósaði ekki óhóflega en á síðari árum tjáði hann skýrar hrifningu sína á börnum sínum, hve fjölskyldan væri honum dýrmæt og hve stoltur hann væri af þeim öllum. Smári var natinn við ungviðið, skemmti barnabörnunum og afkomendum, bygði með þeim snjóhús og kofa, kenndi þeim garðyrkju og hafði traktor til leikja í bílskúrnum. Smári vildi allt fyrir sitt fólk gera.

Dugmikill völundur

Vinnusaga Smára var litrík. Á unglingsárum vann Smári almenn sveitastörf og m.a. heima á Giljum að byggingu útihúsa. Hann var handlaginn, hafði verksvit og gekk í öll störf. Smári fékk svo starf í alls konar vegavinnu, m.a. við mokstur í vegagerð og snjómokstur með skóflu að vetri og jafnvel eldamennsku þegar ráðskonan forfallaðist! Hann fékk svo vinnu við smíðar hjá Ísleifi Sveinssyni. Svo fór hann útúr og til Reykjavíkur og var þrjú mikilvæg mótunarár að störfum hjá Ræsi við Skúlagötuna í Reykjavík, kynntist H. Ben.-fjölskyldunni og vann á verkstæðinu við réttingar og bílamálun. Smári varð þátttakandi í bíla-og vélavæðingu Íslands. Hann fór svo austur með mikilvæga þekkingu og reynslu. Hann orðaði það síðar að hann hefði séð hvernig verkin voru unnin við bílana og því vafðist aldrei fyrir honum síðar að taka vélar úr bílum, gera við þær og koma þeim fyrir að nýju. Fyrir austan starfaði Smári á bílaverkstæði Kaupfélags Rangæinga og síðar á varahlutalagernum. Þar var hann aðalmaðurinn lengi, alltaf á vaktinni og einu gilti hvort það var að nóttu eða degi, á venjulegum dögum eða frídögum. Smári var bóngóður, fór og fann til varahluti og bjargaði mörgum bændunum sem voru með biluð tól og tæki sem þurfti að laga strax. Svo var hann umhyggjusamur og þolinmóður yfirmaður og var því mikils metin af samverkamönnum og undirmönnum.

Bíla- og ferðamaðurinn

Hvernig manstu Smára? Manstu kátínu hans? Manstu hvað hann sagði og hve hæfur hann var að gleðja fólk með jákvæðni og gleðimálum? Manstu alla bílana hans sem hann ók? Hann fékk auðvitað að keyra bílana sem faðir hans réð yfir og notaði. Svo var hann svo klókur að gera samning við Guðmund Pálsson, eiganda Moskovits 1956, sem hann fékk að nota en gerði við í staðinn. En Smári gerði sér grein fyrir að það væri betra að kaupa bílskrjóð en gera gera við mót láni. Hann eignaðist á æfinni marga bíla, framan af Willysa, bæði stutta og station, og svo Bronco, tvær Cortinur, Volvo, Subaru og að síðustu Pajero sem hann ók liðlega 100.000 km á 20 árum. Hér hafa verið taldir upp þeir bílar sem talist gátu „heimilisbílar“, en þá eru ótaldir Dodge Weapon hertrukkar sem Smári keypti á uppboði hjá Sölunefnd Varnarliðseigna en á tímabili voru þrír slíkir á lóðinni við Hvolsveg 12. Þar tók sér bólfestu læða sem fannst einn daginn með þrjá dásamlega og vel olíusmurða kettlinga sem dvöldu á heimilinu í nokkrar vikur – öllum til mikillar ánægju. Þeirra var sárt saknað þegar þeir voru gefnir öðrum.

Smári tók þá ákvörðun í upphafi þessa árs að endurnýja ekki ökuskírteinið, en þegar líða tók á árið saknaði hann þess að hafa ekki lengur bílpróf.

Smári og Anna voru dugmiklir ferðamenn, fóru með börnin víða um land og Smári var kunnáttusamur vatnamaður, fór í bússurnar og óð svo vöðin með staf eða járnkarl og vissi svo hvernig mátti keyra. Það voru mörg vötnin sem hann krossaði og sum illfær. En Smári vissi hvaða vegi og leiðir hann gat farið.

Jafnvel mjólkin pólitísk

Í viðtali við Sunnlenska fréttablaðið sagði Smári að pólitíkin hefði náð inn í fjósin í sýslunni. Eins og í nágrannasýslunum var hart barist um hylli kjósenda, stefnu og atvinnumál. Um tíma var mjólkin jafnvel orðin pólitískt lituð. Sjálfstæðismenn sendu sína mjólk alla leið út í Hveragerði en framsóknarmennirnir út á Selfoss. Smári varð vitni að þessum stjórnmálalegu þrengingum og leið fyrir eins og aðrir. Hann þorði að hugsa gagnrýnið og forðaðist pólitíska nærsýni. Hann sýndi launafólki samstöðu og vildi hag allra sem bestan. Í Smára sáu sumir samferðamenn hans verkalýðsleiðtoga því hann benti á hið mikilvæga og réttláta –  „að verður er verkamaðurinn launa sinna“. Hann þorði að skoða málin og taldi sig ekki bundinn af óskrifuðum reglum eða pólitískum línum samfélagsins. Hann hafði jafnvel gaman af þegar barst út að hann ásamt „rafvirkjanum“ keypti Þjóðviljann sem þótti nánast guðlast í pólitískum búblum Hvolhrepps. En tilveran var Smára stærri en þröngir hagsmunir og hann stóð með réttlætinu.

Fróðleiksbrunnur og sagnamaðurinn

Smári fylgdist vel með þjóðmálum og aflaði sér margvíslegs fróðleiks. Hann varð því sagnabrunnur og mikilvægur heimildamaður um þróun byggða og sögu. Smári var öflugur ferðamaður og þekkti landið vel, örnefni, sögu byggðanna á Suðurlandi, tengsl fólks, hver var hvurs og hvað væri í frásögur færandi. Smári hafði auga fyrir hinu kímilega. Sérstakt áhugamál hans var rannsókn hálendisins. Hann fór með fjölskyldu sína og stundum með vöskum fjallamönnum í skoðunar- og rannsóknarferðir. Árbækur Ferðafélagsins og svo héraðsritið Goðasteinn skipuðu heiðurssess á heimili þeirra Smára og Önnu. Og svo má ekki gleyma að minna á að Smári var slyngur veiðimaður og dró björg í bú úr ám landsins, þó einkum Rangá og Fiská. Hafði sérstakt dálæti á þeirri síðarnefndu þar sem læðast þurfti þar að fiskum í hyljunum.

Mörkin – samhengi og lok

Vegir lífsins eru oft hringleiðir. Smári hóf upphaf sitt á Hverfisgötunni og hann lauk æfi sinni í Reykjavík. Þau Anna fluttu suður 2010 og í Mörk við Suðurlandsbraut. Þau höfðu alla búskapartíð unnað Mörkinni – Þórsmörk. En Mörkin syðra var þeim mikilvæg og góð um svo margt. Þar nutu þau nándar við börn og stórfjölskyldu og góðs stuðnings þeirra. Starfsfólki Markar er þakkað fyrir þeirra störf, einnig fjölþjóðlegu starfsfólki Vífilsstaða þar sem hann dvaldi um fimm mánaða skeið í bið eftir Mörkinni. Smári tiltók sérstaklega tvo „Rússa“ sem honum lynnti vel við. Og tungumál vöfðust aldrei fyrir Smára, því þó hann lærði ekki nema undirstöðu í dönsku og ensku í skóla, þá hafði hann einstakt lag á að gera sig skiljanlegan og skilja aðra, hvaða tunga sem töluð var. Smári hafði gaman af fjölmenninu, naut sín í samskiptum, var fljótur að tengja við fólk og var sem höfðingi í stórum hópi heimilisfólks. Smári lést 28. október síðastliðinn.

Inn í ljósheiminn

Og nú er hann farinn inn í Giljur eilífðar. Hann heflar ekki lengur vegi ástarinnar eða dregur út bökunarplöturnar úr ofninum fyrir Önnu sína. Hann reddar ekki neinum varahlut lengur eða laumar skemmtisögu að grönnum sínum. Hann syngur ekki Blueberry Hill eða Tondeleyó af innlifun framar, eða kennir barnabörnum sínum Þórsmerkurljóð eða les á mæla Vegagerðarinnar. Gleðilegar minningar lifa og gleðin lifir í tímalausum eilífðarfögnuði og söng. Guð geymi Smára og Guð efli ykkur á vegum lífsástarinnar. Nú er vormaðurinn horfinn inn í birtuna. Og hann er kominn til hennar Önnu sinnar, eins og hann lofaði henni látinni að myndi gera fljótlega, enda orðheldinn alla tíð!

Útför frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 18. nóv. Kl. 14. Undirleikari Antonía Hevesi. Söngur Guðmundur Karl Eiríksson og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Einkennismyndin er af Smára við veghefilinn góða sem búið er að gera upp. 

 

Bænalisti Porvoo-kirknasambandsins

page1image24233280page1image24244992

PORVOO PRAYER DIARY 2022

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental

and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

The Calendar may be freely copied or emailed for wider circulation.

The Prayer Diary is updated once a year. For corrections and updates, please contact Ecumenical Officer, Maria Bergstrand, Ms., Stockholm Diocese, Church of Sweden, E-mail: maria.bergstrand@svenskakyrkan.se

page1image24241536

page2image24238080page2image24243840

JANUARY 2/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Graham Tomlin, Bishop Pete Broadbent, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, Bishop Joanne Grenfell.

Church of Norway: Diocese of Nidaros/ New see and Trondheim, Presiding Bishop Olav Fykse Tveit, Bishop Herborg Oline Finnset

9/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo
Church of Norway: Diocese of Sør-Hålogaland (Bodø), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John Stroyan.

16/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Mark Ashcroft,

Bishop Mark Davies

23/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop David Urquhart, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Peter Birch 30/1
Church in Wales: Diocese of Bangor, Bishop Andrew John
Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

page3image24236928page3image24242688

FEBRUARY

6/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Martin Gorick

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Solveig Fiske

13/2

Church of Ireland: Diocese of Tuam, Limerick and Killaloe, vacant

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Peter Fischer- Moeller

20/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John Holbrook Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey

Church of England: Diocese of Canterbury, Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson- Wilkin

27/2

Church of England: Diocese of Canterbury – Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson- Wilkin, Bishop Jonathan Goodall, Bishop Rod Thomas, Bishop Norman Banks

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay

page4image24243456page4image24243072

MARCH 6/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Vacancy – Bishop of Chelmsford, Bishop John Perumbalath, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi 13/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Bishop Sarah Bullock, Bishop designate Matthew Parker, Bishop Clive Gregory

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy 20/3
Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Michael Burrows Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Bishop Dagmar Winter 27/3
Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt

page5image24246144page5image24241152

APRIL 3/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Antje Jackelén, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop June Osborne 10/4

Church of England: Diocese of Derby, Bishop Libby Lane, Bishop designate Malcolm Macnaughton

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop Ian Ellis
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Thomas Reinholdt

Rasmussen

17/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Jill Duff, Bishop Philip North

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift
The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Tor Berger Jørgensen
24/4
Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann
Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Kevin Pearson

page6image24241728page6image24246336

MAY 1/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Richard Cheetham, Bishop Jonathan Clark, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug

8/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

15/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Jo Wells

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

22/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop Nicholas McKinnel, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard 29/5
Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Jackson
The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

page7image24245952page7image24240768

JUNE 5/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Solveig Lara Gudmundsdottir

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano
12/6
Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Keith Riglin Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop George Davison

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

19/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Thomas Petersson

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov- Jakobsen

26/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Christopher Lowson, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Lapua, Bishop Matti Salomäki

page8image24237696page8image24244416

JULY 3/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Michael Beasley

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Martin Modéus 10/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Christine Hardman, Bishop designate Mark Wroe

Church of Norway: Church of Norway: Diocese of Møre, Bishop Ingeborg Midttømme 17/7
Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds (formerly called the Diocese of West Yorkshire and the Dales), Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Toby Howarth, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Paul Slater

24/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis
Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Andrew Foster
31/7
Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Lee Rayfield Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

page9image24234048page9image24242112

AUGUST

7/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Christopher Foster

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

14/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

21/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

28/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Mari Leppänen

Church of England: Diocese of York, Archbishop Stephen Cottrell, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Alison White, Bishop Glyn Webster

page10image24237504page10image24231936

SEPTEMBER 4/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Nicholas Holtam, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

11/9

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Peter Hancock, Bishop Ruth Worsley

18/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Sophie Jelley

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Paneeraq Siegstad Munk

25/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Bishop John Lomas
Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Guli Francis-Dehqani

page11image24238464page11image24234432

OCTOBER

2/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop Paul Bayes, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Cherry Vann

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

9/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Hugh Nelson Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth
Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman
16/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus
Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Olivia Graham, Bishop

Colin Fletcher, Bishop Alan Wilson

23/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Emma Ineson

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Anne Lise Ådnøy

30/10

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Timothy Dakin, Bishop David Williams, Bishop Debbie Sellin

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

page12image24246720page12image24247296

NOVEMBER 6/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham Usher, Bishop Alan Winton, Bishop Jonathan Meyrick

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström 13/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop Simon Burton-Jones 20/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer
27/11
Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Bo-Göran Åstrand

page13image24225920page13image24223424

DECEMBER 4/12

Church of England: Diocese of Chester, Vacancy – Bishop of Chester, Bishop Keith Sinclair, Vacancy – Bishop of Stockport

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen 11/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Tony Porter

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Atle Sommerfeldt

18/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Bishop Sarah Clark

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

25/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Vacancy – Bishop of Horsham, Vacancy – Bishop of Lewes

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen

Alger krísa

Vísindamenn heimsins hafa á síðustu árum orðið dómsdagsspámenn. Yfir 99% þeirra vísindamanna sem skrifað hafa um lofstslagsvá halda fram að menn séu ábyrgir fyrir ofurhitnun jarðar og afleiðingar hafa verið og verða hrikalegar fyrir lífríkið. Eigum við að hræðast og fara í keng? Í dag er dómsdagur! Vissulega ekki dómsdagur náttúrunnar eða heimsendir af Hollywoodtaginu en biblíutextarnir eru um dóm og endalok lífsbrenglunar. Við lifum í skurðpunkti tíma og eilífðar og dómsdagur verður ekki umflúinn! En dómsdagur kristninnar varðar ekki ragnarök eða fjöldadauða. Dómsdagur trúarinnar er mun merkilegri, betri en líka ágengari. Hann er núna! Hvað merkir það? Af hverju er dómsdagur? Eru textar dagsins kannski bara tjáning á fornum heimsslita- eða dauðakvíða, áhugaverðir en þó túlkun á úreltri hugmyndafræði? Kemur dómsdagur Biblíunnar okkur við?

Kirkjuárið og tímamót

Þá er það inngangurinn. Já, sunnudagurinn í dag er síðasti sunnudagur kirkjuársins. Kirkjuárið byrjar á öðrum tíma en almanaksárið. Það á sér allt annan hjartslátt en tímatakt klukkunnar eða dagatalningar ársins sem lýkur við áramót. Einingar og inntak þess tíma sem nú endar varðar ekki sekúndur eða mínútur og er ekki mælanlegur með úrum, tölvum og símum. Tími kirkjuársins varðar hinn djúpa andardrátt og hjartslátt lífsins. Tíminn sem nú endar varðar tengsl við það djúp lífsins sem við köllum Guð.

Þessi dagur er eiginlega gamlársdagur kirkjuársins. Við tímaskil er þarft og hollt að meta og skoða hvernig við lifum, hvað við erum og gerum. Það mat er hraðpróf sjálfsins, skoðun eigin sálar og lífs. Hallaðu þér því aftur, láttu fara vel um þig og spyrðu þig vinsamlega og nærfærið: Hvað hefur reynst þér erfiðast? Á liðnum dögum, mánuðum og ári? Hvernig hefur þér liðið? Hvað var þér erfiðast í vinnunni? Hvað sleit þér mest í tengslunum við ástvini þína, foreldra, börn, maka og vini? Hvað snart þig eða skók þig harkalega? Og þá getum við spurt meginspurningar á dómsdegi kirkjuársins: Hver er krísan í lífi þínu og hvernig bregstu við henni?

Krísa og dómur

Orð skipta máli og merking þeirra. Saga orða er oft lykill að merkingu þeirra og tengingum. Í flestum vestrænum málum er orðið krísa kunnulegt og notað og vísar gjarnan til áfalla og erfiðleika. Á enskunni er það orðið crisis, á þýskunni og norðurlandamálunum Krise. Orðið er notað í margs konar samhengi. Við tölum stundum um „krísu-stjórnun” og mörg eru sérmenntuð í slíkum fræðum. Þegar allt er í volli hjá okkur finnst okkur við vera í krísu. Svo eru peningakrísur, sálarkrísur, pólitískar krísur og heilsufarskrísur. Það er enginn hörgull á krísum. Enginn sleppur alveg við áföll og raunverulegar krísur reyna skelfilega á, skadda og jafnvel deyða.

Eitt mikilvægasta orðið sem er notað í Nýja testamentinu um dóm og að dæma er gríska orðið krisis. Vegna hins biblíulega upphafs og áhrifa kristni í heiminum hefur orðið borist um heimsbyggðina. Merking orðsins er fjölbreytileg. Krisis merkir ekki aðeins að fella dóm, heldur einnig að velja á milli kosta. Orðið varðar mat og jafnvel líka að hætta við eitthvað, breyta um stefnu og taka jafnvel u-beygju í lífinu!

Í dómssal er ekki til siðs, að dómarinn fari í eitthvert Pollyönnukast og segi við hinn dæmda: „Já, ég sé að þú hefur gert upp þín mál, hefur tekið út mikinn þroska síðan þú framdir glæp þinn. Ég sleppi þér við fangelsisvistina og gef þér tækifæri til að byrja upp á nýtt og bæta fyrir brot þín.” Svo kumpánlegt réttarfar búum við ekki við í köldum heimi skilvirks réttarríkis. Eftir málaferli er dómur felldur í venjulegum réttarhöldum. Þar á ekkert að vera óljóst og á milli vina. Þar er annað hvort sýkna eða sekt. En dómari getur auðvitað metið eitthvað til refsilækkunar. Dómarinn hefur ekki siðbótarhlutverki að gegna, heldur ber aðeins að dæma í ljósi þess sem fram hefur komið í réttarhaldinu og á grundvelli gildandi laga og réttarhefðar.

En réttlæti Guðs er annað en lagakerfa mannheima. Guð er ekki ofurdómari sem í fullkominni réttvísi sinni bíður aðgerðalaus eftir þér við lok æfi eða tíma og dæmir þig sekan eða saklausan. Guð heldur ekki á þessum frægu vogarskálum réttarfarsins og vegur réttlæti, gildi og gæði fólks. Réttur Guðs er annar en manna. Guð bíður ekki eftir ákveðnum tíma fyrir dómsuppkvaðningu heldur er persónulegur, sýnir frumkvæði, kemur og beitir sér. Guð er pró-aktívur. Að vita margt um réttarfar heimsins er ekki til skilningsauka um dómsdag og réttlæti Guðs.

Í fimmta kafla Jóhannesarguðspjalls er tjáð að sumir menn kæmu ekki til dóms heldur slyppu algerlega við hann. Jesús segir að við göngum frá dauðanum til lífsins og komum ekki til dóms. Eru þá í Biblíunni tvenns konar dómar eða skýrist málið ef við skoðum betur hvað það merkir að Guð dæmi? Skilningurinn á orðinu krisis hjálpar við að leysa gátuna. Krísa, þ.e. dómur Guðs er ekki aðeins það að dæma í eilífðarmálum, heldur ekki síður að hjálpa okkur núna, aðstoða okkur til að taka okkur á, ákveða að taka sinnaskiptum, efla okkur í lífsleikni og reyna að gera gott úr ástandi okkar – krísu okkar. Við skiljum líkinguna af Guði sem dómara best þegar við hugsum um, að Guð hjálpi okkur til góðs í raunverulegum aðstæðum lífsins, leiðbeini okkur, styðji okkur þegar við brjótum af okkur, erum að skilja við maka okkar eða verðum fyrir fjárhagsáfalli eða krísu í vinnunni. Jesús talar um dóm sem endurnýjun fólks og í tengslum við hann sjálfan.

Dómsdagur er þegar menn viðurkenna að Jesús sé lífgjafi þeirra og taka skrefið frá dauðanum til lífsins. Dómsdagur er þá ekki aðeins framtíðarviðburður heldur í núinu og varðar þennan dag og okkur öll. Dómsdagur Jesú merkir, að í tengslum við hann verður öllum kreppum snúið til góðs, ef við viljum horfast í augu við vanda okkar og að Guð kallar okkur til góðra viðbragða. Allt sem áður íþyngdi er leitt til betri vegar. Það sem við gerðum og sáum eftir er fyrirgefið. Það sem við botnuðum ekki í og var okkur til ills er endurunnið til góðs. Krísan í Kristssamhengi merkir þá, að það sem var vont verði betra. Að vera í krísu hjá Kristi er að mega fara „yfir um” og til lífsins! Á hverju augnabliki kemur Guð og er kominn. Við lifum í skurðpunkti tíma og eilífðar.

Skiladagur eilífðar

En hvað þá um hinsta tíma? Gerir presturinn lítið úr honum og dómsdegi? Ber að skilja þessa íhugun dagsins eins og útvatnaða tilvistarspeki og að kostur okkar sé að lifa í tómhyggjuhugrekki gagnvart dauða og tilgangsleysi. Nei. Öll verðum við að standa skil á lífi, verkum, hugsunum og gjörðum. Við eigum að lifa svo að við mætum uppgjöri. Það er eiginlega nauðsyn svo hægt sé að gera upp hið illa sem ekki er hægt af mönnum og mannlegu dómsvaldi. Þess vegna hafa sjáendur allra alda talið framhald lífsins í eilífðinni nauðsyn. Öllum ber að lifa þannig á hverjum tíma að hann eða hún geti mætt „dómi“ með hreina samvisku. Í postullegu trúarjátningunni játum við, að Jesús muni dæma lifendur og dauða.

Dómsdagslýsingar

En hvernig það verður hafa menn skiptar skoðanir. Það er eðlilegt. Mikilvægt er að muna að hugmyndir okkar um dómsdag eru mjög tengdar forsendum og jafnvel fordómum. Sögulegt efni litar líka hvernig við skiljum eða hvort við tökum dómsdag alvarlegan. Margir afskrifa hann sem skemmtilegt en úrelt rugl. Áhugamenn um tónlist þekkja dómsdagssálminn Dies Irae, dies illa… sem sr. Matthías Jochumsson þýddi með Dagur reiði, dagur bræði… Lýsingar dómsdags eru í bókmenntum fornaldar og miðalda næsta rosalegar og tónsnillarnir hafa notað dramað í sálumessum. Listamenn aldanna hafa málað stórkostlegar dómsdagsmyndir, um hvernig hinir óguðlegu eru dæmdir til hryllingsvistar og hinir hólpnu leiddir inn í dýrð ljóssins. Þetta eru rosalegar krísur en menn eiga ekki að trúa þeim bókstaflega.

Svo eru auðvitað allar heimsslitakvikmyndir Hollywood tilbrigð við dómsdagsstef. Þó við höfum gaman af drama, litagleði og hugarflugi kvikmynda, listaverka og tónverka er efamál að dómsdagur Guðs verði í samræmi við lýsingarnar. Þetta eru tjáningar á tilfinningum en ekki hlutlægar eða vísindalegar lýsingar á viðburðum á krossgötum tíma og eilífðar. Textar Opinberunarbókar Jóhannesar eru eins og litríkar skyggnur, tilfinningaþrungin túlkun dómsdags og framtíðar. Við þurfum vissulega að að taka þessar tjáningar alvarlega, en þó ekki bókstaflega. Okkar er að greina merkingu að baki táknmáli.

Dómsdagsspár eru ekki lengur aðeins viðfang listamanna eða spámanna. Raunvísindamenn hafa tekið við af sjáendum fortíðar að spá fyrir um alvöru dómsdaga. Þar er krísa sem hvetur til að mannkyn, þjóðir, hópar og einstaklingar horfist í augu við ábyrgð okkar. Við búum framtíð börnum okkar og afkomendum. Við höfum ekki leyfi til loka eyrum, augum og vitund okkar. Guð kallar til ábyrgðar en þó ekki til kvíða, angistar eða þjáningar. Áhersla Biblíunnar er að Guð er Guð og að maðurinn hefur ráðsmennskuhlutverki að gegna.

Dómsdagur núna

Lærðu að sjá krísurnar í lífinu sem aðstæður sem þarf að taka á og leyfa að verða til góðs. Guð sendir þér ekki áföll til að reyna þig. Guð stendur með þér í krísunum og þær geta orðið til vaxtar og þroska. Guðshjálpin er raunverulegur kraftur til að breyta ógn í tækifæri, krísu í vaxtarmöguleika. Dómsdagurinn er dagur möguleika en ekki dagur reiði og bræði. Hin kristna dómshugsun hjálpar okkur til að skilja betur að við megum breyta öllu, hætta að dæma aðra og dæma fremur okkur sjálf til lífs og ábyrgðar. Niðurstaðan er að dómsdagur merkir að Guð stendur með þér og hjálpar þér að stíga frá dauðanum til lífsins – núna og líka um alla eilífð. Dómsdagur er nú því Guð kemur. Svo endar gamla árið og aðventan hefst sem tími eftirvæntingar og vona. Til hamingju með dóminn. Til hamingju með nýjan tíma og gjöfult líf.

Síðasti sunnudagur kirkjuársins.

Mynd SÁÞ

Hin hlið ástarinnar

Sonur minn spurði mig fyrir nokkrum dögum: „Pabbi hefur þú þurft að tilkynna fjölskyldu að einhver sem tilheyrði henni hafi lent í slysi og dáið?“ Ég svaraði honum að það væri erfiðasti þáttur prestsstarfsins að fara heim til fólks og bera því hörmulegar fréttir. Hann hélt áfram að spyrja: „Hvernig líður þér þegar þú hittir fólkið og þarft að segja þeim frá hræðilegum málum, slysum og dauða?“ Ég sagði honum frá hve átakanlegar aðstæðurnar væru oftast og líka tilfinningaflóðinu, hvað færi í gegnum hugann gagnvart þessu nístandi verkefni, hvernig ég undirbyggi mig, opnaði vitundina, tengdi inn í himininn og kyrrði hugann. Til þess að geta þjónað fólki vel væri mikilvægt að vinna með eigin ótta, áföll og trú. Við töluðum svo saman áfram, prestur og pabbi með reynslu af mörgum sorgarferðum og sextán ára ungur maður sem þorir að vinna með hlutverk, líf og dauða og spyrja. Mitt hlutverk er að vera honum faðir sem miðlar hvernig maður virðir mörk sín, bæði sem dauðlegur einstaklingur og líka sem prestur í þjónustu við líf, fólk og Guð.

Ég dáðist að syni mínum að hann hefði getu til samkenndar og að spyrja mikilvægra spurninga, væri reiðubúinn að ræða um myrkrið, óttann og eyðinguna og vilja til að halda á djúp visku og skilnings. Og var líka þakklátur fyrir að feðgatengsl okkar væru opin og þyldu svona þungaumferð sálarinnar. Ég hef sagt honum sögur úr eigin lífi, hvernig ég brást við eigin dauðaógn á unga aldri. Hann hefur líka sagt mér hvað hann hugsaði þegar hann hjólaði framan á bíl, flaug hátt í loft upp áður en hann skall í götuna. Og hann veit að við eigum alltaf val hvernig við bregðumst við áföllum og verkefnum lífsins.

Allir deyja – segjum við. Skuggahlið alls lífs er hrörnun og dauði. Hvaða afstöðu hefur fólk? Er lífi lokið við dauðastund eða er andlát fæðing til nýrrar veru? Hvernig bregðumst við í hörmulegum aðstæðum þegar fólkið okkar er slitið úr fangi okkar og fjölskyldu? Tengjum við sjálf okkur við skil tíma og eilífðar? Undirbúum við okkur undir fæðingu til eilífðar? Í dag íhugum við stóru málin í þessu hliði himins. Um líf og dauða, ást og sorg. Um sæluna sem Jesús talar um – og sú sæla er að vera með Guði.

Þessi vika er í kristninni notuð til að minnast ástvina sem eru farin á undan okkur inn í himin Guðs. Vikan er íhugunarvika hins heilaga, hinna heilögu, himinsins og þeirra sem þar syngja höfundi lífsins. Þegar við minnumst ástvina er hollt að hugsa um líðan okkar og líka íhuga viðbrögð okkar við missi og hvernig við viljum heiðra minningu en líka lifa óttalaust og í fullri gnægð. En djúpíhugun þessara daga varðar þó ekki dauða heldur fremur líf. Kristnin er ekki dauðasækin heldur lífssækin.  

Hefur þú misst einhvern sem var þér kær? Hefur einhver dáið sem þú hefur elskað? Ef svo er þekkir þú söknuð og sorg. Sorg er gjald kærleikans. Sorgin er skuggi ástarinnar. Sorg er hin hlið elskunnar. Þau sem aldrei hafa elskað syrgja ekki dauða annarra. Sorg er viðbragð þess sem hefur elskað en misst. En getum við forðast sorg og gætt að okkur svo við verðum ekki fyrir áfallinu? En valið á sér skuggahlið. Viltu sleppa að elska? Viltu fara á mis við ástvini? Fæst vilja afsala sér þeim undursamlega þætti hamingju og lífs. Ef við viljum losna við eða forðast að syrgja og sakna kaupum við þá sorgleysu dýru verði því þá megum við ekki elska neitt í þessum heimi.

Sorg er ekki sjúkdómur, hún er hluti af lífinu, tákn um heilbrigðar tilfinningar, ást sem hefur misst elskuna sína eða vin. Sorg er sársauki sem verður þegar við missum einhvern sem er okkur mikilvægur og við elskum. En að vinna með sorg og búa við sorg er vegferð. Enginn verður fullsáttur við missi en sorgarvinnan leiðir oftast til að fólk lærir að lifa áfram þrátt fyrir missinn. Syrgjandi kemst oftast á það stig að geta líka notið gleði á ný þrátt fyrir að lífið sé breytt. Látinn ástvinur skilur alltaf eftir skarð sem þau sem eftir lifa reyna að fylla. Við fráfall verður flest með öðrum svip en áður. Hið yfirþyrmandi verkefni syrgjenda er að læra ný hlutverk og finna sér jafnvel nýjan tilgang.

Sorgarvinnu er gjarnan lýst sem mynstri, sem kallað er sorgarferli. Fyrsta skrefið er áfall. Hið annað er einhvers konar aðlögun að missinum. Þriðja skrefið varðar að taka þátt í lífinu að nýju sem fullveðja þátttakandi. Þegar við missum verða flest dofin af högginu. Sum festast í afneitun í einhvern og stundum langan tíma. Í sumum tilvikum verður áfallið svo mikið að fólk fer í djúpan tilfinningadal og verður sem lamað af drunga áður en bataferlð hefst. Að syrgja og verða fyrir miklum tilfinningalegum sviftingum er ekki sjúklegt heldur oftast merki um að við erum heilbrigð, en bara á ókunnum tilfinningaslóðum.

Tilfinningadoði sem einkennir fyrstu daga og vikur missis er kæling eða frysting sálar. Stundum tekur þýðutíminn langan tíma. Vegna kælingardofans kemst fólk oft í gegnum útfarartíma án þess að bugast. Þegar kulda leysir svo – eins og í náttúrunni á vorin – verður flóð í sálinni. Það er gjarnan tímabil mikils sársauka. Þá hellist yfir syrgjendur raunveruleiki missis og endanleika. Margir upplifa að vera illa áttað, einmana í tilverunni – eiginlega utan við sjálf sig.

Söknuður er langlífur. Sterkar tilfinningarnar eru eðlileg viðbrögð heilbrigðs fólks í hræðilegum aðstæðum. Læknar tíminn sárin? Nei, tíminn læknar ekkert. Eins og líkamssárin þarfnast sálarsárin hreinsunar og ummönnunar. Við megum gjarnan tala um látna ástvini okkar, skrifa niður minningar um þau, skoða myndir af þeim, minnast viðburða og líka skondinna, áhrif þeirra á okkur, rifja upp það sem þau kenndu okkur og gerðu fyrir okkur – eða það sem þau gerðu ekki fyrir okkur og er okkur jafnvel sárt.

Hver hafði mest áhrif á þig til að gerði þig að þeirri manneskju sem þú ert? Var það móðir þín eða faðir, afi eða amma eða jafvel barnið þitt? Hvert þeirra sem býr í himninum varð þér til hjálpar? Var eitthvert þeirra kunnáttusamur kúnstner sem efldi þig? Hver varð þér vitringur? Var eitthvert þeirra sem kenndi þér að spenna greipar og tala við Guð eins og vin? Var eitthvert þeirra sem varð þér hlýr faðmur, skjól og hálsakot sem þú áttir víst í flóknum og köldum heimi? Var einhver sem bjargaði þér í aðkrepptum aðstæðum eða hjálpaði þér þegar þú þarfnaðist þess? Dragðu upp í huganum myndir og leyfðu þér að þakka fyrir þau.

Og svo að þínu lífi nú. Hver er sæla þín? Dagur látinna er dagur lífs. Hver er lífsstefna þín? Guð elskaði og himininn fylltist sorg yfir brenglaðri mannaveröld, mengun sköpunar og dauða sonarins á krossi. Guð lifir sig í sorg þína og skilur sársauka þinn. En dauðinn dó og lífið lifir. Því lýkur lífi ástvina þinna ekki í tómi endanlegs dauða heldur í ástarríki eilífðar. Guð hefur opnað allar gáttir dauðans með lífsmætti sínum. Því máttu fela Guði ástvini þína, ást þína, sorg þína og tilfinningar. Svo máttu falla í fang Guðs í þínum eigin dauða – og fæðast inn í ást eilífðar. Sorgin er skuggi ástarinnar en ljós Guðs lýsir upp alla skugga og nærir ástina.

Í lok athafnar getið þið gengið fram og kveikt á kertaljósum og lagt í tröppurnar til að minnast látinna. Nýtið færið til að blessa minningarnar, vinna með tilfinningarnar – allar, líka þær sterku og neikvæðu, leyfa Guði að taka við eftirsjá og depurð þinni. Þú mátt kveikja ljós og minna þig á að lífið lifir. Trú er ekki vegferð til dauða heldur ferð lífsins. Dauðinn dó en lífið lifir.

Hugleiðing á allra heilagra messu í Hallgrímskirkju 7. nóvember, 2021. Meðfylgjandi mynd tók ég austan við Ingólfsfjall að kvöldi 30. október 2021. Útsýn til austurs og norðurljósin dönsuðu á danshvelfingu himins. 

Til hvers Grímseyjarkirkja, Hallgrímskirkja og … ?

Til hvers kirkja? Er þörf fyrir kirkju? Það er vissulega hægt að ná sambandi við Guð í fjallgöngu, við eldhúsborðið, í búðinni eða bílnum. En trú er ekki bara einstaklingsmál. Trú er stór og alltaf samfélagsmál. Kirkjuhús eru hús til að taka á móti fólki sem leitar hins heilaga, vill syngja lífssöngva, kyrra huga, nærast andlega og leyfa öllu því sem er hið innra að tengjast því djúpa, háleita, stórkostlega, tíma og eilífð – Guði. Kirkja er hverju samfélagi nauðsyn, ekki aðeins til að vera vettvangur um stóratburði lífsins, kveðja látna ástvini og félaga heldur eru kirkjur líka tákn um að nærsamfélagið lifir. Kirkjur eru lífstákn hverrar byggðar. Þegar kirkja brennur, fýkur eða skaddast er það áfall. Kirkjubruninn í Grímsey í september var skelfilegur og varðaði ekki bara Grímseyinga heldur þjóðina, okkur öll. Það var undursamlegt að fylgjast með viðbrögðum landa okkar eftir brunann, hve samúðin var rík og hve margir tjáðu vilja til að styrkja Grímseyinga. Og nú á að byggja. Er það ráðlegt, mikilvægt, gerlegt eða jafnvel þjóðhagslega hagkvæmt?

Til að svara slíkri spurningu er þarft að skoða sögu Hallgrímskirkju. Margir lögðust gegn byggingu kirkjunnar á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. En hópur hugsjónafólks ákvað að byggja. Sigurbjörn Einarsson messaði á Holtinu og hvatti til framkvæmda. Ekki vantaði úrtölufólkið en kraftmiklir ofurhugar létu ekki stoppa sig. Miðað við fátækt safnaðar og kostnaðaráætlanir var fáránlegt að láta sig dreyma um svona stóra byggingu. Byggingaráform Hallgrímskirkju þóttu órar. Þegar fyrsta skóflustungan var tekin á köldum desemberdegi árið 1945 var ekki einn einasti fjölmiðlamaður við þann merka atburð og hvergi var frá honum sagt. En kvenfélag Hallgrímskirkju lét sig það litlu varða og bakaði með gleði upp kapellu og turn stórkirkjunnar.

Trú er alltaf stærri en hræddar peningasálir. „Við skulum fara til og byggja“ var prédikað á Skólavörðuholti. Ofurhugar Íslands heyrðu og við stöndum í þakkarskuld við þá. Þeir voru frumkvöðlar, sem eru okkur skínandi fyrirmyndir um að þora að hugsa stórt, þora að framkvæma og halda því fram sem mestu máli skiptir fyrir heilbrigði einstaklinga og samfélags. Milli bragganna í Skipton Camp á Skólavörðuholti var kapellan svo vígð Guði þann 5. desember árið 1948. Svo var haldið áfram. Fjöldi iðnaðarmanna hafði atvinnu og lifibrauð af byggingu guðshússins í áratugi. Og þeir unnu kraftaverk og kirkjan var vígð 26. október 1986. Hún á því 35 ára vígsluafmæli nú. Síðan hafa tugir milljóna hafa komið í þetta guðshús.

Grímseyjarkirkja

Kirkja er samfélagi nauðsyn. En er ástæða til að byggja kirkju í Grímsey? Já, þar sem er fólk þarf kirkja að vera, lifandi vettvangur um dýpstu mál lífsins, bestu söngva veraldar og staður til að tjá það sem skiptir máli. Hallgrímskirkjufólk veit hversu mikilvægt var að fá stuðning í framkvæmdum. Og það eru mörg sem stutt hafa kirkjubygginguna, kirkjustarfið, kirkjulistina og fólkið sem hér hefur starfað. Og af því við vitum að ofurhugar þurfa stuðning hefur sóknarnefnd Hallgrímskirkju ákveðið að fjóra sunnudaga í röð munum við í þessari kirkju safna fé til kirkjubyggingar í Grímsey. Fjármunir koma frá þeim sem koma í messu í kirkjunni en að auki hefur sóknarnefnd líka ákveðið að leggja fjármuni úr styrktarsjóði kirkjunnar á móti messusamskotum. Við viljum styðja kirkjubyggingu í Grímsey því kirkja er nauðsyn. Svo tengjumst við Grímseyjarkirkju með ýmsum hætti. Kirkjuvörður og sóknarnefndarmaður í Hallgrímskirkju er t.d. sonur Einars Einarssonar djákna í Grímsey, þess oddhaga kirkjumanns sem vígðist til þjónustu í Grímsey. Fonturinn sem hann gerði brann í kirkjubrunanum. Þegar áföll verða getur endurnýjun hafist. Kirkja er lífsmark, tákn, vettvangur og í Grímsey þarf meira en heimskautsbaut og höfn. Grímsey þarf helgistað, guðshús fyrir fólk. Förum til að byggja var sagt á Skólavörðuholti og svo varð. Förum til að byggja í Grímsey – og svo mun verða.

Bæn og kraftaverk

Í guðspjalli dagsins segir Jesús merkilega sögu. Um konu sem hafði í sér einurð, einbeittni og þor. Hún hafði verið órétti beitt og vildi ekki láta ofbeldið eða óréttinn sigra. Konan ætlaðist til að réttarkerfið virkaði, dómarinn sinnti starfi sínu og mál væru réttilega dæmd skv. lögum og góðri stjórnsýslu. Og hún bað, talaði og hikaði ekki. Hún var n.k. spámaður metoo í fornöld. Þegar þolandi víkur ekki heldur höfðar til sannleika og réttar falla álögin. Jesús Kristur stóð alltaf með lífinu og sagði þessa sögu af konunni sem þorði, vildi og gat. Einbeitni í lífinu skiptir máli. Staðfestan skilar að festurnar losna. Sögumaðurinn Jesús notaði dæmið til að minna á guðsdýrkun og hið mikilvæga að biðja. Í lífinu þörfnumst við þess að tengja við djúp sjálfs okkar, við dýptir lífsins, réttinn og elskuna. Jesús sagði þessa sögu til að minna á að tengja við Guð sem aldrei verður þreyttur á okkur mannfólkinu. Guð heyrir, hlustar, þyrstir að við ræðum um mál okkar, gleðimál og sorgarefni – að við biðjum. Og þegar við hegðum okkur eins og konan sem vildi, þorði og gat gerast kraftaverk. Bæn er ekki að tala við sjálfan sig eða upp í vindinn. Bæn er öflugasta tjáning heims sem jarð- og himintengir, eyðir álögum, sektarkennd, órétti og býr til sátt og leggur grunn að friði. Þess vegna eru kirkjur tengistöðvar. Þeim er ætlað að vera kraftstöðvar fyrir gott og gjöfult líf.

Til hvers kirkja? 

Vestræn samfélög eru að breytast og hið íslenska einnig. En er trú að hverfa? Nei. Guð hættir ekki að vera til þó samfélög þróist. Þrá í grunni mennskunnar hverfur ekki. En formgerðir og stofnanir breytast í rás tímans. Greina verður að stofnanir og mannlíf. Það eru gamlar kirkjustofnanir fremur en kristni sem eru á skilorði samfélagsins. Það merkir ekki að kirkjuskipulag sé ónauðsynlegt – heldur að kirkja sé að endurnýjast. Stofnanir brenna og hverfa en Guð kallar alltaf með nýjum hætti á hverri tíð. Eðli trúar er að lifa í minningu sögunnar en líka í hverri nútíð guðskallsins og þora að ganga til móts við opna framtíð. Ef við bara snúum til fortíðar, lifum í fortíð, munum við ekki verða vör við að Jesús hefur staðið upp og kallað til lífs og starfa.

Hvaða hlutverki gegnir þessi 35 ára Hallgrímskirkja? Hún er guðshús. Hún er falleg. Fjölmiðlar heimsins hafa líka lyft henni í hæðir topplistanna. Árið 2015 valdi Architectural Digest Magazine Hallgrímskirkju sem eina af tuttugu fegurstu trúarbyggingum heims. En helgirýmið laðar og hvetur til íhugunar. Alla daga er hópur fólks biðjandi í kirkjuskipinu. 2016 útnefndi the Guardian kirkjuna sem eina af tíu mikilvægustu íhugunarhúsum heims. Ferðavefurinn Big Seven Tra­vel birt­ir ár­lega lista yfir fimm­tíu fallegustu bygg­ing­ar heims. Listi þessa árs, 2021, hefur verið birtur og Hall­gríms­kirkja er í 38. sæti á þeimn list­a. 127 þúsund ferðamenn tóku þátt í að raða á list­ann. Ekkert annað hús á Norðurlöndunum komst inn á hann. Sem sé Hallgrímskirkja er samkvæmt þessum lista fegursta hús Norðurlanda. Mörgum þykir óperuhúsið í Sydney fagurt en Hallgrímskirkju er þó raðað ofar!

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja og líka þjóðarhelgidómur. Hún er áfangi ferðalanga, pílagrímastaður. Kirkjan hefur orðið mörgum hlið himins og margir segjast hafa náð að tengja við uppsprettur lífsins, sjálft sig og verðandi tímans. Alla daga sækir fólk í þetta hlið himins til að tengja við djúpið. Í kirkjunni er gott að íhuga, gott samband. Það sem er mikilvægast er að kirkjan er hús Guðs. Hún er ekki utan þjónustusvæðis. Hún þjónar því hlutverki að vera tengill Guðs og manna. Hún er guðshús eins og Hallgrímur Pétursson nefndi kirkju. Guðshús er bænahús fyrir fólk og líf. Þannig eru allar kirkjur landsins. Hús fyrir bænir og Guð heyrir.

Hallgrímskirkja 24. október 2021. 21. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, 35 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju, 347. ártíð Hallgríms Péturssonar. Fyrsta messa hins nýja Kórs Hallgrímskirkju undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Meðfylgjandi mynd tók ég frá þriðju hæð Háskóla Íslands undir morgun síðla vetrar 1982. Sperrur komnar í kirkjuskipinu en ekki fokhellt. 

Lexía: 2Mós 23.1-9
Þú skalt ekki breiða út róg. Þú skalt ekki leggja þeim lið sem fer með rangt mál með því að bera ljúgvitni. Þú skalt ekki fylgja meirihlutanum til illra verka. Þú skalt ekki vitna gegn andstæðingi í neinni sök þannig að þú fylgir meirihlutanum og hallir réttu máli. Þú skalt ekki draga taum fátæks manns í málaferlum. Rekist þú á villuráfandi naut eða asna óvinar þíns skaltu færa honum skepnuna aftur. Sjáir þú asna andstæðings þíns liggja uppgefinn undir byrðinni skaltu ekki láta hann afskiptalausan heldur rétta honum hjálparhönd. Þú skalt ekki halla rétti fátæks manns sem hjá þér er þegar hann á í málaferlum. Forðastu mál byggð á lygi og vertu ekki valdur að dauða saklauss manns og réttláts því að ég dæmi ekki sekan mann saklausan. Þú skalt ekki þiggja mútur því að mútur blinda sjáandi menn og rugla málum þeirra sem hafa rétt fyrir sér. Þú skalt ekki beita aðkomumann ofríki. Þið farið nærri um líðan aðkomumannsins því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi

Pistill: Kól 2.2-7
Mig langar að allir uppörvist í hjörtum sínum, sameinist í kærleika og öðlist fulla sannfæringu og innsýn og geti gjörþekkt leyndardóm Guðs sem er Kristur. En í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir. Þetta segi ég til þess að enginn blekki ykkur með fagurgala. Ég er hjá ykkur í andanum þótt ég sé líkamlega fjarlægur og horfi með fögnuði á góða skipan hjá ykkur og festu ykkar í trúnni á Krist. Þið hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum. Verið rótfest í honum og byggð á honum, staðföst í trúnni, eins og ykkur hefur verið kennt, og auðug að þakklátsemi.

Guðspjall: Lúk 18.1-8
Þá sagði Jesús þeim dæmisögu um það hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: „Í borg einni var dómari sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann. Í sömu borg var ekkja sem kom einlægt til hans og sagði: Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum. Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokum sagði hann við sjálfan sig: Ekki óttast ég Guð að sönnu né skeyti um nokkurn mann. En þessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Því vil ég rétta hlut hennar áður en hún gerir út af við mig með nauði sínu.“ Og Drottinn mælti: „Heyrið hvað rangláti dómarinn segir. Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu sem hrópa til hans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim? Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra. En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu þegar hann kemur?“