Himinfleki og krossfesting

Himinfleki Helgi Þorgils FriðjónssonYfir höfðum fólks í Hallgrímskirkju er fljúgandi himinfleki. Ský og blámi eru tákn um himinn ofar hvelfingum og þaki. Himinnflekinn eiginlega opnar hvelfingu kirkjubyggingarinnar og hjálpar okkar að sjá ofar og víðar en venjulega.

Helgi Þorgils Friðjónsson málaði þennan stóra fleka í tilefni af 100 ára afmæli Kristnitökunnar og kom fyrir á klettaveggnum í Stekkjargjá á Þingvöllum, rétt hjá Öxarárfossi. Mér þótti þá ólíklegt að verkið þyldi stórviðri og veðurbreytingar á Þingvöllum og átti helst von á að skiliríið myndi fjúka burt eins og flugdreki.

Tilgangur Helga Þorgils með því að hengja himinmynd á bergvegginn var að opna klettinn. Mörg okkar höfum lesið sögur úr safni þjóðarinnar um lífið í klettunum, verur sem búa þar og hafa afskipti af mönnum og mannheimum – og skv. sögunum hafa menn hafa tengst þessum veröldum með ýmsum hætti. Helgi Þorgils setto himinn á klettinn, opnaði hann, náði að minna á að jafnvel grjótveröld er mikilvægur heimur – og svo er náttúran – og steinarnir þar með – eitthvað sem við menn berum ábyrgð á og ber skylda til að virða og fara vel með.

Himinflekinn brotnaði ekki og fauk ekki út í buskann. Þegar sýning Helga var sett upp fyrir kirkjulistahátíð í ágúst var þessi táknmynd himins fest upp yfir höfðum allra sem ganga hér inn. Og þar með minnir flekinn okkur á möguleika og opnun. Hér er opinn himinn eins og kletturinn varð himneskur á Þingvöllum.

Fimm krossfestingar

Fimm krossfestingar Helgi Þorgils FriðjónssonFyrir augum okkar innst í kórnum er svo krossfestingarmynd sem hefur verið hér jafnlengi og himinflekinn. Stundum hefur verið spurt. „Hver þeirra er Jesús Kristur?“ Og svarið er að þeir eru allir Jesús Kristur. Myndirnar eru endurvinnsla á krossfestingarmyndum kunnra málara. Listfræðilega og listasögulega er þetta einstakt myndlistarverk því krossarnir fimm á fjórum flekum snertast og skararast. En það er þó ekki hið merkilegasta heldur að allar myndirnar eru af sama andlitinu. Helgi Þorgils málar gjarnan eigin portrett – eigin sjálfsmyndir. Þetta er kannski einbeittasta “selfie” – sjálfuverk listasögunnar? En verkið sprengir þó hið einfalda því sjálfu-myndir Helga Þorgils eru sjaldnast aðeins mynd af honum. Sjálfsmyndirnar eru fremur mynd af öllum, konum og körlum, öllu mannkyninu. Krossfestingarmyndin er því af mennskunni, okkur öllum og einnig Jesú Kristi. Allar krossfestingarmyndir heimsins eru slíkar myndir. Jesús Kristur var ekki hengdur upp á krossinn sem einstaklingur og aðeins á eigin vegum. Hann var negldur á kross í stað annarra, fulltrúi allra manna. Hann er maðurinn – staðgengill allra og tjáning allrar mennsku. Svo er hann í augum trúarinnar Guð-maðurinn sem allt leysir og allt opnar – kletta og klungur náttúru, sögu og alls lífs.

Á þessum sorgardögum í kjöfar morðanna í París hefur þessi mikla krossfestingarmynd orðið mér augnhvíla. Ég hef horft á hana, hugsað um fólkið sem féll, sem var eins og krossfest af trylltum ofbeldismönnum. Þau eru þarna í Jesúmyndunum – og mannkynið allt, við öll. Jesús Kristur er í örlögum þeirra einnig. Hann er sprengdur og skotinn og hann er í því lífi sem þeim er gefið að baki dómi alls lífs. Allur harmur heims er umfaðmaður í krossfestingunni. Við erum í Jesú og Jesús í okkur öllum. Boðskapur hans, ást hans á lífinu, sköpuninni, mannfólkinu er ást Guðs til okkar allra, hvernig sem við erum og hvers litar sem við erum. Fimmkrossfestingarmyndin hefur orðið mér hugarfró.

Krossfesting og himinmynd

Augun hvarfla aftur frá krossfólkinu í kór Hallgrímskirkju og upp til himinflekans. Hann er tákn um það sem við erum og einnig vona okkar. Við sem erum krossfólk veraldar, fólk Jesú Krists, erum kölluð til ábyrgðar í kjölfar voðaverka í París, Beirut, Sýrlandi – allra viðburða og átaka. Okkar er að vera fjölskylda mennskunnar í heiminum og bygggja frið þrátt fyrir glæpi. Okkar köllun er að ryðja burt hindrunum til að friður megi ríkja, fólk megi lifa og njóta lífs. Það er kraftaverk lifandi trúar að klettar opnast – hvelfingar verið himneskar og mannfólkið friðarfólk.

Jesús sagði: „Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.“

Amen

Íhugun, kyrrðarstund í Hallgrímskirkju 19. nóvember, 2015.

Lífið sækir fram

Bolli GústavssonSr. Bolli Þ. Gústavsson hefði orðið áttræður 17. nóvember 2015. En hann féll frá árið 2008. Bolli hafði mikil áhrif á okkur öll sem kynntust honum, fjöllistamaður, hlýr og umhyggjusamur. Ég flutti minningarorðin við útför hans sem gerð var frá Vídalínskirkju 4. apríl, 2008. Ræðan er hér að neðan.

Bolli átti í sér gáfu hrifningarinnar. Svartir hrísfingur í fannbörðu kjarri Laufáshyrnu urðu honum hrifvaki, sem hann orti út af. Rökkurgjóla, sem strauk fjallskinn eða gáraði fjarðarspegilinn bylgjaði líka sálardjúp hans. Kolluhljóð eða ljóð úr barka ljóðasöngvarans Fischer-Diskau endurómuðu í hljómbotni hið innra. Hnyttin setning kallaði auðveldlega fram bjartan hlátur, sem svo barst um byggð og út yfir fjörð. Fólk sem tjáði, náttúra sem hrærðist, veröld sem söng átti fang í Bolla. Andi Bolla lyftist, fallega andlitið hans lifnaði og augun ljómuðu.

Gerningur lífsins

Bókmenntaunnendur þekkja orðið “póesía,” Orðið, sem notað er um ljóð í mörgum tungumálum, er af sömu rót. En að baki öllum póetískum ljóðnefnum og ljóðafleggjurum er hið fallega gríska orð poiesisποίησις. Það er ekki aðeins snoturt á blaði, heldur þrungið fallegri merkingu. Það táknar ekki aðeins það, að stafla orðum í ljóð, heldur líka hitt að búa til með höndum, vinna, kalla fram líf og hlúa að því. Að ljóða er að gera, að skapa. Að ljóða er líka það að tengja himin og heim.

Meðal Grikkja og Hebrea var póesía ekki aðeins huglægt verk, heldur náði til fóta, handa, starfa, sköpunar, já raunveruleika og lífsbaráttu fólks. Handverk fólks var aldrei sálarlaus iðja heldur átti sér líka andlegar víddir. Þessi speki er hagnýt. Handverk við tölvu, í eldhúsi, garði, námi, við bleyjuskipti, já öllu ati lífsins á sér andlega hlið. Hin dýpsta speki, sem við kunnum að hugsa getur á hinn bóginn heldur aldrei lifað nema hún eigi sér hagnýta skírskotun í pólitík, í listum og í deiglu samfélagsins. Lífið er eitt og fólk fornaldar vissi, að lífið á sér framvindu, bæði andlega og efnislega. Allt er tengt og allt er á hreyfingu. Lífið var og er gjörningur, samfelld póesía.

Og Bolli var maður póesíunnar, altengdur hræringu lífs, fann til og með fólki, lyftist upp af lífsvindum, endurmótaði eða speglaði, teiknaði áhrif eða sniðlaði texta til að skapa, vinna með lífinu – og þegar dýpst var skoðað -hrífast með í hinni miklu ástarverðandi Guðs. Lífið sækir fram, Bolli var allur opinn gagnvart himneskri póesíu í veröldinni.

Ætt og uppruni

Bolli Þórir Gústavsson fæddist á Akureyri 17. nóvember árið 1935. Í Bolla mættust bæði austur og vestur, hann átti ættir að rekja vestur á land og á Vestfirði, en líka austur um. Foreldrarnir voru Gústav Jónasson (1911-90) og Hlín Jónsdóttir (1911-73). Systkinin voru þrjú, Bolli elstur og Ingibjörg fæddist 1941. Á milli þeirra var ónefndur drengur, sem lést í frumbernsku.

Bernskuheimili Bolla var á Oddeyrinni og Akureyri var heimasvæði hans fram um tvítugt. Bærinn var ævintýraland fyrir börn og kjörlendi uppvaxtar eins og lesa má í minningabókinni, Vorganga í vindhæringi. Setulið hernámsáranna færði veraldarvandann á torg bæjarbúa. Allt hreif, kynlegir kvistir urðu gleðigjafar, kostulegar uppákomur kættu og voveiflegir atburðir hryggðu. Félagslífið var fjölbreytilegt, Gústav pabbi söng bassa í Smárakvartettinum, Róbert Abraham kom eins og músíkguð og galdraði Bach upp úr sænsku harmóníum. Leikfélagið lék og afi átti skemmu við húsið og vann þar, hitti karlana og Bolli hlustaði opineygur á. Hann var allur sem kvika.

Klerklegir tilburðir

Bolli var sérstakur og lærði snemma að orð skapa líf, græta, hugga og skemmta. Hann var kotroskinn og setti snemma kúrsinn hátt. Sagt er, að Bolla hafi verið vísað úr smábarnaskóla Elísabetar vegna þess að hann sagðist ætla að verða ríkisstjóri! Það þótti lítt gæfulegt hjá barninu.

Um flesta presta eru til sögur um klerklega tilburði í bernsku. Þegar Bolli var í sveit austur í Reykjadal og í Bárðardal og fóru sögur þar af messuhaldi hans. En stórkostlegast þótti Þingeyingum þegar Bolli, barnungur, fór að halda líkræður yfir sofandi vinnufólki, sem átti sér ekki ræðings hvað þá eftirmæla von í miðdagslúrnum. Engum sögum fór af að mönnum hefði orðið illt af ótímabærum minningarorðum. En miklum og góðum sögum fór síðan af líkræðum Bolla þegar hann var orðinn prestur! Það hefur enginn farið illa á því að æfa sig á Þingeyingum ef menn hafa þor til að krydda og draga fyrir egg.

Sr. Pétur

Skólaganga Bolla, allt til stúdentsprófs, var á Akureyri. Þegar í bernsku varð hann félagshæfur. Hann tók þátt í fjörmiklu skátastarfi í bænum. Sr. Pétur Sigurgeirsson varð prestur á Akureyri árið 1947 og bylti barna- og æskulýðs-starfi kirkjunnar. Bolli varð einn af drengjunum hans Péturs, sem hikaði ekki að fela unga fólkinu verk. Í Bolla sá hann mann orðsins og fól honum að verða ritstjóri æskulýðsblaðs kirkjunnar. Bolli bast presti sínum svo nánum vinarböndum, að annar sona hans varð ekki aðeins Bolli heldur líka Pétur og ber í nafni sínu nánd þeirra fóstra. Alla ævi voru þeir elskir hvor að öðrum og unnu vel saman. Báðir eru skuggalausir í lífinu, samband þeirra var flétta virðingar og samstöðu. Æskulýðsstarf kirkjunnar í Hólastifti, sumarbúðastarf á Vestmannsvatni og kirkjulíf á Norðurlandi naut samvinnu þeirra.

MA

Bolli varð einnig virkur í félagslífi Menntaskólans á Akureyri. Hann lék, ristýrði skólablaðinu og tók þátt í umræðum um pólitík, bókmenntir og listir. Rit- og drátthæfni hans fékk útrás, hann naut fjölþættra gáfna sinna og dró ekki af sér. Þegar skólafélagarnir voru að undirbúa stúdentsprófin sat Bolli við og teiknaði allan stúdentsárganginn í stúdentabókina Carminu 1956!

Guðfræðin

Húfunni fylgdi val um stefnu nám og líf. Bolli fór í guðfræðina, hreifst af klassíkinni, las bókmenntir, tók þátt í háskólapólitíkinni og kafaði í kirkjusöguna. Hann hreifst af kennurum sínum. Róbert Abraham kenndi sönginn og dýpkaði og þjálfaði virðinguna fyrir tónlistinni og líka himinvíddum messunnar. Glæsimennið og fagurkerinn Þórir Kr. Þórðarson kom eins og spámaður af Sínaískaga og opnaði heiminn hinum megin við hið kristna tímatal. Magnús Már opnaði Bolla kirkjusöguna. Gríska Nýja testamentið hans varð fullt af skissum, ef ekki af postulunum þá af kennurunum. Sigurbjörn Einarsson varð biskup, kirkjan var lifandi og Bolli fann til vaxandi prestsskaparhneigðar.

Sr. Bolli

Prófin voru mikilvæg en Bolli sagði, að mestu skipti hvernig maður stæði sig í þjónustunni. Hrísey var laus og Bolli var síðan vígður til þjónustu haustið 1963 og þau Matthildur fóru norður. Þetta var góður tími, líf þeirra sótti fram, póesía ástalífs lánaðist vel. Sr. Bolli varð góður sálnahirðir. Austan við álinn blasti Laufás við þeim í nærri þrjú ár, sem þau bjuggu í eyjunni.

“Laufás er minn listabær.

Lukkumaður er sá honum nær.”

Svo segir í ljóðbroti prests frá 17. öld. Og í Laufás fóru þau Matthildur svo, í land hamingjunnar og voru í aldarfjórðung. Þau bjuggu við barnalán, farælt kirkjulíf, elskulegt sóknarfólk, kartöflur, ástríki, æðarkollur, orðlist og gestkomur. Bolli teiknaði, orti, hló, tók öllum ljúfmannlega, fór aldrei í manngreinarálit, var bóngóður, andríkur, sundum alvarlegur, skemmtilegur og alltaf hrífandi.

Prestsþjónusta og fjölbreytileg störf

Embætti prests er til þjónustu. Í Bolla var vilji og geta til þeirra köllunar. Hann var einlægur trúmaður. Honum hafði verið innrætt mannvirðing þegar í bernsku. Hann mátti ekkert aumt sjá, nærri honum gekk þegar samferðamenn hans misstu og syrgðu. Í honum bjó djúp meðlíðan og hann gekk því við hlið þeirra, sem voru í fjallaklifri sorgarinnar eða settist niður við hlið fólks og var næmur sálgætir.

Hann var yfirburðapenni, glöggur guðfræðingur, réttlætiselskandi friðarsinni, vandvirkur, smekkvís í málnotkun og samdi því ekki aðeins áheyrilegar heldur áleitnar prédikanir. Í honum bjó mynd- og ljóð-sókn. Ræður hans voru því ekkert þurrmeti heldur leiftrandi. Og sláandi einkenni á textum Bolla, bæði ljóðum og greinum er hreyfing. Jafnvel kyrran í textum hans titrar. Kannski var það músíkin í Bolla sem olli. Hann var tónelskur, var gefin falleg söngrödd, lagði sig eftir tónskynjun og var því vel búinn til sönghluta helgiþjónustunnar.

Bolli lagði sig í líma við að þjóna öllum aldurshópum, líka börnum. Þau glöddust yfir gleði fræðarans, fundu að fagnaðarerindið er svo máttugt að boðberinn var sannarlega glaðasti maður barnamessunnar.

Í samskiptum, húsvitjunum eða þegar einhver átti bágt eða kröm lífsins var að sliga fór Bolli elskulega að fólki, bar virðingu fyrir erindi þess og allir fóru bættari og heldur glaðari frá hans fundi. Bolli kryddaði síðan allt sitt starf með teikningum, dró upp myndir af fólki, teiknaði fínlegar myndir af kirkjuhúsum og merkisstöðum, sem voru m.a. notaðar til að búa til platta. Kirkjur og söfnuðir hafa notið sölu þessara gripa til styrktar starfi sínu. Bolli tók mikinn þátt í starfi presta og alltaf var hann til að efla gleðina. Hann lagði alltaf til friðar. Honum líkuðu illa deilur og fór jafnvel frá mannfundum þegar honum þótti til ófriðar horfa.

Fjölbreytileg störf

Bolli þjónaði ekki aðeins Laufásprestakalli heldur líka inn í firði. Fnjóskdælir nutu oft þjónustu hans, líklega samtals í 7 ár. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum, var formaður í æskulýðssambandi kirkjunnar nyrðra, formaður prestafélags Hólastiftis, var einnig formaður Hólanefndar um tíma. Og eins og prestar jafnan starfaði hann í ýmsum lögmæltum nefndum og ráðum, sem varða fræðslu og verndarmál. Bolla var mjög umhugað um veg lista í samfélaginu og var um tíma formaður úthlutunarnefndar listamannalauna.

Kirkjuleg sýn

Söm er köllun presta, en Guði er annt um fjölbreytileika mannlífsins. Hæfni manna er notuð og hinar fjölbreytilegu gáfur Bolla nýttust vel heima í héraði, hinu norðlenska samfélagi og einnig í því, að Bolli lagði margt til menningar þjóðarinnar. Hann skrifaði ekki aðeins um þjóðlegan fróðleik, heldur lagði að kirkjulega sýn í pistlum og greinum, í útvarpi, tímaritum, Morgunblaðinu og bókum. Bolli hafði gaman að segja, að hann væri eini pokaprestur þjóðarinnar, því hann ætti svo marga kartöflupoka.

Einkavinurinn

Bolli lagði mikla vinnu í rannsókn á lífi og list sr. Björns Halldórssonar í Laufási. Björn varð “einkavinur” hans, eins og börnin hans sögðu gjarnan. Bolli ræddi um skáldprestinn svo mjög, að Hildur Eir hélt að þetta væri vinur pabba, maður á næstu grösum. Hún var orðin sjö ára þegar hún gerði sér grein fyrir að hlið himins höfðu löngu opnast sr. Birni og hann horfið þangað. Bolli hélt mjög upp á sálma einkavinarins og því syngjum við tvo þeirra í þessari athöfn.

Listprestur

Í prestsþjónustunni bar Bolli fólki huggun, líkn, gleðiboðskap, blessaði börnin, kenndi ungum og öldnum, hafði næma návist, var sínu fólki stoð og bróðir. Hann sinnti vel sínu heilaga prests- og prédikunarembætti. Skáldprestar, eins og Matthías Jochumsson, voru Bolla hugstæðir. Mér sýnist, að þrátt fyrir ljóðagerðina hafi hann þó ekki verið skáldprestur í venjulegri merkingu þess hugtaks. Bolli gegndi víðfeðmari þjónustu en skáldprestarnir. Hans prestsþjónusta var listræn. Í allt blés Guð honum anda listfengi, penninn teiknaði, litir leituðu arkar, greinarnar voru hrífandi og listin mettaði tilveru hans. Bolli hafði um margt aðra nálgun gagnvart störfum sínum en flestir prestar, hann horfði og brást við mörgu sem listamaður og var eiginlega listprestur. Það er sú einkunn sem hæfir hans prestsskaparhætti.

Í Hóla

Bolli var valinn til þjónustu vígslubiskups Hólastiftis. Þau Matthildur slitu upp tjaldhælana og fóru í vesturátt eins og Abraham og Sara forðum. Í áratug bjuggu þau á Hólum og herra Bolli þjónaði stiftinu með margvíslegum hætti. Verður sú þjónusta ekki tíunduð hér. Biskupsþjónusta naut hans eiginda og áunninnar hæfni. Og sýnilegt stórvirki biskuptíðar Bolla er Auðunarstofa, sem mun halda merki hans á lofti, Hólamanna og völunda hins merka húss. Auðunarstofa er tákn um metnað Bolla við uppbyggingu Hóla og samofna menningarlega og kirkjulega endurreisn.

Lífið er verðandi, lífið er póesía, en líf Bolla á sér fleiri þætti. Nú verður gert hlé á minningarorðum og áður en fjallað verður um heimili Bolla og aðra þætti lífs hans verður sungið um ástina, söknuðinn, landið fyrir norðan og stúlkuna. Þetta er söngur fyrir hana Matthildi.

(Nú andar suðrið sæla vindum þýðum…)

Matthildur

Þröstur minn góður. Það er stúlkan mín! Já hún heitir Matthildur og var á Garðsballi þegar hún heyrði þessa háu, björtu tenórrödd. Einhver var að syngja O Danny boy með þvílíkri innlifun, að hún gat ekki annað en runnið á hljóðið. Þegar hún kom nær sá hún mann standa upp á borði og gefa sig allan í sönginn. Hún hreifst og hann hefur eflaust fundið hrifninguna umlykja sig því þegar hann stökk niður kom hann til hennar, dansaði bara við hana allt kvöldið og sagði svo í balllok: “Þú átt að verða konan mín!” Þótt Bolli væri hrifnæmur var hann enginn veifiskati. Hann stóð við allar stóru yrðingar lífsins. Og þau féllu í fang hvors annars, elskuðu hvort annað – alltaf. Þau urðu sálufélagar. Ekkert hugsaði Bolli stórt eða lítið svo Matthildur hefði ekki veður af eða fengi lagt orð eða lit að. Flest ef ekki allt, sem einhverju máli, skipti fékk Matthildur að heyra eða sjá áður en smíðin var send út í lífið. “Hún er svo smekkvís” sagði Bolli með elsku í röddinni.

Þegar við hugsum til baka og minnumst Bolla er Matthildur þar líka. Embætti Bolla var tvenndarembætti. Starf hans hefði orðið allt annað ef Matthildar hefði ekki notið við. Hún stóð ekki aðeins fyrir Laufásbakaríinu, sem aldrei var tómt, heldur stóð neyðarvaktina með honum, var hans helsti áfallasálfræðingur, ráðhollur gagnrýnandi, kippti honum niður ef hann fór með tilfinningalegum himinskautum, hló hjartanlega þegar hann var fyndinn, sem hann var oft, lagði á ráðin í smáu sem stóru, studdi hann til allra góðra verka, veitti honum næði og rými til að hugsa og iðja. Og hún átti í sér kyrru, sem var Bolla mikilvæg. Matthildur kunni líka ráðdeild, sem var honum nauðsyn til að heimilislíf gengi upp, börnin nytu þess, sem þau þurftu og að öllum væri sómi sýndur, sem komu í bæ og á þann stað er þau sátu. Um Matthildi og Bolla má segja það sem sagt var um Hlín móður hans “…að hún hefði haft mannheill og yfirlætislausa ástúð á heimili sínu.” Þetta er fallega sagt.

Hjónaband og börnin þeirra Matthildar

Þau Bolli og Matthildur Jónsdóttir gengu í hjónaband í Háskólakapellunni 27. maí 1962. Þau eignuðust sex börn, fjórar stúlkur og tvo drengi. Börnin þeirra og tengdabörn eru: Hlín, hennar maður er Egill Örn Arnarson. Jóna Hrönn og hennar maður er Bjarni Karlsson. Gústav Geir er þriðji í röðinni og Veronique Legros er hans kona. Gerður var næst og hennar maður er Ásgeir Jónsson. Bolli Pétur er sá fimmti og hans kona er Sunna Dóra Möller og yngst er Hildur Eir og hennar maður er Heimir Haraldsson. Barnabörnin eru þrettán á fæti og fjórtánda í kvið. Það er mikil póesía í þessu fólki og barnalán.

Lífið í Laufási

Bolli hafði mikla gleði af sínu fólki, stellinu öllu. Hann var natinn faðir og hafði líka gaman af að búa þau til leikja. Frægir eru búningarnir, sem hann gerði á þau fyrir sýningar í Grenivíkurskóla, breytti Gústav Geir í fuglahræðu, Gerði í sjónvarp, Jónu Hrönn í spaðadrottningu, Hlín í peysufatakonu og Hildi í kartöflupoka. Bolli virkjaði börnin sín til starfa, blés þeim í brjóst trú á sjálf sig, æfði þau í að koma fram, fól þeim verkefni við hæfi og til þroska og leyfði þeim að fara með sér til mannfunda. En hann setti líka mörk. Þegar hann hafði lokið að hlusta á Dieter Fischer-Diskau lokaði hann grammófóninum og tilkynnti syni sínum, að Bubbi og Utangarðsmenn eyðileggðu nálina á fóninum! Á öllu eru einhver mörk.

Heimilislífið var jafnan fjörlegt. Heimilisbragurinn myndarlegur og glæsilegur og smekkvísin skilvís. Bolla þótti gott að byrja daginn rólega og með því að tala, ekki síst upp í rúmi. Á koddanum urðu stundum kátlegar orðræður. Hlátrar ómuðu um húsið, ungviðið kom oft hlaupandi, settist á stokkinn eða smokraði sér uppí og tók svo þátt í fjörinu. Það er kannski ekkert einkennilegt, að það er gaman hjá þessu fólki.

Listfengi Bolla naut sín líka heima. Það er yndislegt að hugsa um Bolla með svuntu og rjómasprautu og breyta marengstertu í borðlistaverk fyrir glatt fólk. Og kvöldvökurnar í Laufási urðu stórkostlegar skemmtanir, með glæsilegum atriðum barnanna og foreldrarnir klæddu sig uppá. En stundum fannst yngri kynslóðinni að fagnið væri helst til stórkostlegt og klappið of ýkt! En það var alltaf leikur í Bolla.

Gott líf og heilsutap

Bolla var annt um að lifa fallega. Hann sagði mér einu sinni, að til að lifa vel hefði hann, sem væri nú mikill nautnaseggur, lagt af margar nautnir. Einu sinni henti hann öllum fínu Dunhill-pípunum í Fnjóská. Það var dramatískt. Þegar hann tók vígslu stakk hann tappa í og drakk ekki áfengi. Hann barðist hetjulega við kalóríurnar og erfiðast þótti honum að hætta að taka í nefið.

Um aldamótin síðustu fór heilsa Bolla að bila. Þegar heilastarfsemin fór að skerðast lét hann af embætti, andlegt atgervi hans breyttist og meðvitund hvarf svo smátt og smátt. En aldrei hvarf honum hrifnæmið og elskan. Síðasta heila setningin hans í lífinu var: “Matthildur mín, ég sakna þín svo.”

Helgur og elskaður

Olga, erlendur hjúkrunarfræðingur á Landakoti, sagði þeim sem heimsóttu Bolla að hann væri helgur maður og svo hneigði hún sig fyrir honum. Svo andvarpaði hún líka og sagði: “Þetta hefur verið elskaður maður. Fólkið hans hugsar svo vel um hann.” Og starfsfólkið á Landakoti hugsaði líka vel um hann, fólkinu á deildum L4 og K2 skal þakkað.

Prédikun í lægingunni

“Heilagt englalið, kallar skáld til farar..”, sagði Bolli í ljóðinu Endadægri. Hann vissi, að himins dyr voru opnar og að hverju dró. Í heilsubrestinum þakkaði Bolli lífsgæði og hamingju lífsins og að allt væri yndislegt og ágætt. Andi hans hvarf inn í himininn. Í kröm sinni prédikaði Bolli kröftuglega trú og traust í æðruleysi, þakklæti til Guðs og manna.

Hinn póetíski Guð

Verðandi veraldar er hrífandi. Í öllum bókum Biblíunnar er minnt á, að Guð er ekki fjarlæg, upphafin vera, heldur ástríðupersóna, sem elskar, grætur, faðmar, gleðst og syrgir. Samkvæmt kristninni er Guð svo tengdur, að þegar allt var brotið í mannheimi sat Guð ekki hjá heldur kom til að þurrka tár, lækna mein og skapa grundvöll lífsins. Guð skapar fólk til frelsis og yfirgefur okkur aldrei þrátt fyrir okkar bresti. Já Guð er stórskáldið, sem yrkir heiminn, yrkir mennina, nýtur lífsins, er sjálfur hin mikla póesía lífsins, líka þegar allt er þrotið, búið, týnt og brotið.

Fagnaðarerindið er hin mikla póesía Guðs, að lífið er góður gerningur, póesía elskunnar. Þegar lífi lýkur er þessi ljóðmögur mættur, opnar fangið og leyfir öllu fólki, já allri sköpun sinni inn í himininn. Þar má Bolli Þórir Gústavsson búa og hrífast. Veröld Guðs er mögnuð og Guð er hrífandi. Líf Bolla var endurskin undursins. Guð geymi hann um alla eilífð. Guð varðveiti þig.

Dýrð sé Guði föður, syni og heilögum anda. Amen.

Minningarorð um sr. Bolla Gústavsson, Vídalínskirkju, 4. apríl, 2008. Jarðsett í Laufáskirkjugarði.

Lífið sækir fram – Bolli Gústavsson

Sr. Bolli Þ. Gústavsson hefði orðið áttræður 17. nóvember 2015. En hann féll frá árið 2008. Bolli hafði mikil áhrif á okkur öll sem kynntust honum, fjöllistamaður, hlýr og umhyggjusamur. Ég flutti minningarorðin við útför hans sem gerð var frá Vídalínskirkju 4. apríl, 2008. Ræðan er hér að neðan.

Bolli átti í sér gáfu hrifningarinnar. Svartir hrísfingur í fannbörðu kjarri Laufáshyrnu urðu honum hrifvaki, sem hann orkti út af. Rökkurgjóla, sem strauk fjallskinn eða gáraði fjarðarspegilinn bylgjaði líka sálardjúp hans. Kolluhljóð eða ljóð úr barka ljóðasöngvarans Fischer-Dieskau endurómuðu í hljómbotni hið innra. Hnyttin setning kallaði auðveldlega fram bjartan hlátur, sem svo barst um byggð og út yfir fjörð. Fólk sem tjáði, náttúra sem hrærðist, veröld sem söng átti fang í Bolla. Andi Bolla lyftist, fallega andlitið hans lifnaði og augun ljómuðu.

Gerningur lífsins

Bókmenntaunnendur þekkja orðið “póesía,” Orðið, sem notað er um ljóð í mörgum tungumálum, er af sömu rót. En að baki öllum póetískum ljóðnefnum og ljóðafleggjurum er hið fallega gríska orð poiesis, ποίησις. Það er ekki aðeins snoturt á blaði, heldur þrungið fallegri merkingu. Það táknar ekki aðeins það, að stafla orðum í ljóð, heldur líka hitt að búa til með höndum, vinna, kalla fram líf og hlúa að því. Að ljóða er að gera, að skapa. Að ljóða er líka það að tengja himin og heim.

Meðal Grikkja og Hebrea var póesía ekki aðeins huglægt verk, heldur náði til fóta, handa, starfa, sköpunar, já raunveruleika og lífsbaráttu fólks. Handverk fólks var aldrei sálarlaus iðja heldur átti sér líka andlegar víddir. Þessi speki er hagnýt. Handverk við tölvu, í eldhúsi, garði, námi, við bleyjuskipti, já öllu ati lífsins á sér andlega hlið. Hin dýpsta speki, sem við kunnum að hugsa getur á hinn bóginn heldur aldrei lifað nema hún eigi sér hagnýta skírskotun í pólitík, í listum og í deiglu samfélagsins. Lífið er eitt og fólk fornaldar vissi, að lífið á sér framvindu, bæði andlega og efnislega. Allt er tengt og allt er á hreyfingu. Lífið var og er gjörningur, samfelld póesía.

Og Bolli var maður póesíunnar, altengdur hræringu lífs, fann til og með fólki, lyftist upp af lífsvindum, endurmótaði eða speglaði, teiknaði áhrif eða sniðlaði texta til að skapa, vinna með lífinu – og þegar dýpst var skoðað -hrífast með í hinni miklu ástarverðandi Guðs. Lífið sækir fram, Bolli var allur opinn gagnvart himneskri póesíu í veröldinni.

Ætt og uppruni

Bolli Þórir Gústavsson fæddist á Akureyri 17. nóvember árið 1935. Í Bolla mættust bæði austur og vestur, hann átti ættir að rekja vestur á land og á Vestfirði, en líka austur um. Foreldrarnir voru Gústav Jónasson (1911-90) og Hlín Jónsdóttir (1911-73). Systkinin voru þrjú, Bolli elstur og Ingibjörg fæddist 1941. Á milli þeirra var ónefndur drengur, sem lést í frumbernsku.

Bernskuheimili Bolla var á Oddeyrinni og Akureyri var heimasvæði hans fram um tvítugt. Bærinn var ævintýraland fyrir börn og kjörlendi uppvaxtar eins og lesa má í minningabókinni, Vorganga í vindhæringi. Setulið hernámsáranna færði veraldarvandann á torg bæjarbúa. Allt hreif, kynlegir kvistir urðu gleðigjafar, kostulegar uppákomur kættu og voveiflegir atburðir hryggðu. Félagslífið var fjölbreytilegt, Gústav pabbi söng bassa í Smárakvartettinum, Róbert Abraham kom eins og músíkguð og galdraði Bach upp úr sænsku harmóníum. Leikfélagið lék og afi átti skemmu við húsið og vann þar, hitti karlana og Bolli hlustaði opineygur á. Hann var allur sem kvika.

Klerklegir tilburðir

Bolli var sérstakur og lærði snemma að orð skapa líf, græta, hugga og skemmta. Hann var kotroskinn og setti snemma kúrsinn hátt. Sagt er, að Bolla hafi verið vísað úr smábarnaskóla Elísabetar vegna þess að hann sagðist ætla að verða ríkisstjóri! Það þótti ekki gæfulegt hjá barninu.

Um flesta presta eru til sögur um klerklega tilburði í bernsku. Þegar Bolli var í sveit austur í Reykjadal og í Bárðardal og fóru sögur þar af messuhaldi hans. En stórkostlegast þótti Þingeyingum þegar Bolli, barnungur, fór að halda líkræður yfir sofandi vinnufólki, sem átti sér ekki ræðings hvað þá eftirmæla von í miðdagslúrnum. Engum sögum fór af að mönnum hefði orðið illt af ótímabærum minningarorðum. En miklum og góðum sögum fór síðan af líkræðum Bolla þegar hann var orðinn prestur! Það hefur enginn farið illa á því að æfa sig á Þingeyingum ef menn hafa þor til að krydda og draga fyrir egg.

Sr. Pétur

Skólaganga Bolla, allt til stúdentsprófs, var á Akureyri. Þegar í bernsku varð hann félagshæfur. Hann tók þátt í fjörmiklu skátastarfi í bænum. Sr. Pétur Sigurgeirsson varð prestur á Akureyri árið 1947 og bylti barna- og æskulýðs-starfi kirkjunnar. Bolli varð einn af drengjunum hans Péturs, sem hikaði ekki að fela unga fólkinu verk. Í Bolla sá hann mann orðsins og fól honum að verða ritstjóri æskulýðsblaðs kirkjunnar. Bolli bast presti sínum svo nánum vinarböndum, að annar sona hans varð ekki aðeins Bolli heldur líka Pétur og ber í nafni sínu nánd þeirra fóstra. Alla ævi voru þeir elskir hvor að öðrum og unnu vel saman. Báðir eru skuggalausir í lífinu, samband þeirra var flétta virðingar og samstöðu. Æskulýðsstarf kirkjunnar í Hólastifti, sumarbúðastarf á Vestmannsvatni og kirkjulíf á Norðurlandi naut samvinnu þeirra.

MA

Bolli varð einnig virkur í félagslífi Menntaskólans á Akureyri. Hann lék, ristýrði skólablaðinu og tók þátt í umræðum um pólitík, bókmenntir og listir. Rit- og drátthæfni hans fékk útrás, hann naut fjölþættra gáfna sinna og dró ekki af sér. Þegar skólafélagarnir voru að undirbúa stúdentsprófin sat Bolli við og teiknaði allan stúdentsárganginn í stúdentabókina Carminu 1956!

Guðfræðin

Húfunni fylgdi val um stefnu nám og líf. Bolli fór í guðfræðina, hreifst af klassíkinni, las bókmenntir, tók þátt í háskólapólitíkinni og kafaði í kirkjusöguna. Hann hreifst af kennurum sínum. Róbert Abraham kenndi sönginn og dýpkaði og þjálfaði virðinguna fyrir tónlistinni og líka himinvíddum messunnar. Glæsimennið og fagurkerinn Þórir Kr. Þórðarson kom eins og spámaður af Sínaískaga og opnaði heiminn hinum megin við hið kristna tímatal. Magnús Már opnaði Bolla kirkjusöguna. Gríska Nýja testamentið hans varð fullt af skissum, ef ekki af postulunum þá af kennurunum. Sigurbjörn Einarsson varð biskup, kirkjan var lifandi og Bolli fann til vaxandi prestsskaparhneigðar.

Sr. Bolli

Prófin voru mikilvæg en Bolli sagði, að mestu skipti hvernig maður stæði sig í þjónustunni. Hrísey var laus og Bolli var síðan vígður til þjónustu haustið 1963 og þau Matthildur fóru norður. Þetta var góður tími, líf þeirra sótti fram, póesía ástalífs lánaðist vel. Sr. Bolli varð góður sálnahirðir. Austan við álinn blasti Laufás við þeim í nærri þrjú ár, sem þau bjuggu í eyjunni.

“Laufás er minn listabær.

Lukkumaður er sá honum nær.”

Svo segir í ljóðbroti prests frá 17. öld. Og í Laufás fóru þau Matthildur svo, í land hamingjunnar og voru í aldarfjórðung. Þau bjuggu við barnalán, farsælt kirkjulíf, elskulegt sóknarfólk, kartöflur, ástríki, æðarkollur, orðlist og gestkomur. Bolli teiknaði, orti, hló, tók öllum ljúfmannlega, fór aldrei í manngreinarálit, var bóngóður, andríkur, sundum alvarlegur, skemmtilegur og alltaf hrífandi.

Prestsþjónusta og fjölbreytileg störf

Embætti prests er til þjónustu. Í Bolla var vilji og geta til þeirrar köllunar. Hann var einlægur trúmaður. Honum hafði verið innrætt mannvirðing þegar í bernsku. Hann mátti ekkert aumt sjá, nærri honum gekk þegar samferðamenn hans misstu og syrgðu. Í honum bjó djúp meðlíðan og hann gekk því við hlið þeirra, sem voru í fjallaklifri sorgarinnar eða settist niður við hlið fólks og var næmur sálgætir.

Hann var yfirburðapenni, glöggur guðfræðingur, réttlætiselskandi friðarsinni, vandvirkur, smekkvís í málnotkun og samdi því ekki aðeins áheyrilegar heldur áleitnar prédikanir. Í honum bjó mynd- og ljóð-sókn. Ræður hans voru því ekkert þurrmeti heldur leiftrandi. Og sláandi einkenni á textum Bolla, bæði ljóðum og greinum er hreyfing. Jafnvel kyrran í textum hans titrar. Kannski var það músíkin í Bolla sem olli. Hann var tónelskur, var gefin falleg söngrödd, lagði sig eftir tónskynjun og var því vel búinn til sönghluta helgiþjónustunnar.

Bolli lagði sig í líma við að þjóna öllum aldurshópum, líka börnum. Þau glöddust yfir gleði fræðarans, fundu að fagnaðarerindið er svo máttugt að boðberinn var sannarlega glaðasti maður barnamessunnar.

Í samskiptum, húsvitjunum eða þegar einhver átti bágt eða kröm lífsins var að sliga fór Bolli elskulega að fólki, bar virðingu fyrir erindi þess og allir fóru bættari og heldur glaðari frá hans fundi. Bolli kryddaði síðan allt sitt starf með teikningum, dró upp myndir af fólki, teiknaði fínlegar myndir af kirkjuhúsum og merkisstöðum, sem voru m.a. notaðar til að búa til platta. Kirkjur og söfnuðir hafa notið sölu þessara gripa til styrktar starfi sínu. Bolli tók mikinn þátt í starfi presta og alltaf var hann til að efla gleðina. Hann lagði alltaf til friðar. Honum líkuðu illa deilur og fór jafnvel frá mannfundum þegar honum þótti til ófriðar horfa.

Fjölbreytileg störf

Bolli þjónaði ekki aðeins Laufásprestakalli heldur líka inn í firði. Fnjóskdælir nutu oft þjónustu hans, líklega samtals í 7 ár. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum, var formaður í æskulýðssambandi kirkjunnar nyrðra, formaður prestafélags Hólastiftis, var einnig formaður Hólanefndar um tíma. Og eins og prestar jafnan starfaði hann í ýmsum lögmæltum nefndum og ráðum, sem varða fræðslu og verndarmál. Bolla var mjög umhugað um veg lista í samfélaginu og var um tíma formaður úthlutunarnefndar listamannalauna.

Kirkjuleg sýn

Söm er köllun presta, en Guði er annt um fjölbreytileika mannlífsins. Hæfni manna er notuð og hinar fjölbreytilegu gáfur Bolla nýttust vel heima í héraði, hinu norðlenska samfélagi og einnig í því, að Bolli lagði margt til menningar þjóðarinnar. Hann skrifaði ekki aðeins um þjóðlegan fróðleik, heldur lagði að kirkjulega sýn í pistlum og greinum, í útvarpi, tímaritum, Morgunblaðinu og bókum. Bolli hafði gaman að segja, að hann væri eini pokaprestur þjóðarinnar, því hann ætti svo marga kartöflupoka.

Einkavinurinn

Bolli lagði mikla vinnu í rannsókn á lífi og list sr. Björns Halldórssonar í Laufási. Björn varð “einkavinur” hans, eins og börnin hans sögðu gjarnan. Bolli ræddi um skáldprestinn svo mjög, að Hildur Eir hélt að þetta væri spelllifandi vinur pabba, maður á næstu grösum. Hún var orðin sjö ára þegar hún gerði sér grein fyrir að hlið himins höfðu löngu opnast sr. Birni og hann horfið þangað. Bolli hélt mjög upp á sálma einkavinarins og því syngjum við tvo þeirra í þessari athöfn.

Listprestur

Í prestsþjónustunni bar Bolli fólki huggun, líkn, gleðiboðskap, blessaði börnin, kenndi ungum og öldnum, hafði næma návist, var sínu fólki stoð og bróðir. Hann sinnti vel sínu heilaga prests- og prédikunarembætti. Skáldprestar, eins og Matthías Jochumsson, voru Bolla hugstæðir. Mér sýnist, að þrátt fyrir ljóðagerðina hafi hann þó ekki verið skáldprestur í venjulegri merkingu þess hugtaks. Bolli gegndi víðfeðmari þjónustu en skáldprestarnir. Hans prestsþjónusta var listræn. Í allt blés Guð honum anda listfengi, penninn teiknaði, litir leituðu arkar, greinarnar voru hrífandi og listin mettaði tilveru hans. Bolli hafði um margt aðra nálgun gagnvart störfum sínum en flestir prestar, hann horfði og brást við mörgu sem listamaður og var eiginlega listprestur. Það er sú einkunn sem hæfir helst hans prestsskaparhætti.

Í Hóla

Bolli var valinn til þjónustu vígslubiskups Hólastiftis. Þau Matthildur slitu upp tjaldhælana og fóru í vesturátt eins og Abraham og Sara forðum. Í áratug bjuggu þau á Hólum og herra Bolli þjónaði stiftinu með margvíslegum hætti. Verður sú þjónusta ekki tíunduð hér. Biskupsþjónusta naut hans eiginda og áunninnar hæfni. Og sýnilegt stórvirki biskuptíðar Bolla er Auðunarstofa, sem mun halda merki hans á lofti, Hólamanna og völunda hins merka húss. Auðunarstofa er tákn um metnað Bolla við uppbyggingu Hóla og samofna menningarlega og kirkjulega endurreisn.

Lífið er verðandi, lífið er póesía, en líf Bolla á sér fleiri þætti. Nú verður gert hlé á minningarorðum og áður en fjallað verður um heimili Bolla og aðra þætti lífs hans verður sungið um ástina, söknuðinn, landið fyrir norðan og stúlkuna. Þetta er söngur fyrir Matthildi.

(Nú andar suðrið sæla vindum þýðum…)

Matthildur

Þröstur minn góður. Það er stúlkan mín! Já hún heitir Matthildur og var á Garðsballi þegar hún heyrði þessa háu, björtu tenórrödd. Einhver var að syngja O Danny boy með þvílíkri innlifun, að hún gat ekki annað en runnið á hljóðið. Þegar hún kom nær sá hún mann standa upp á borði og gefa sig allan í sönginn. Hún hreifst og hann hefur eflaust fundið hrifninguna umlykja sig því þegar hann stökk niður kom hann til hennar, dansaði bara við hana allt kvöldið og sagði svo í balllok: “Þú átt að verða konan mín!” Þótt Bolli væri hrifnæmur var hann enginn veifiskati. Hann stóð við allar stóru yrðingar lífsins. Og þau féllu í fang hvors annars, elskuðu hvort annað – alltaf. Þau urðu sálufélagar. Ekkert hugsaði Bolli stórt eða lítið svo Matthildur hefði ekki veður af eða fengi lagt orð eða lit að. Flest ef ekki allt, sem einhverju máli, skipti fékk Matthildur að heyra eða sjá áður en smíðin var send út í lífið. „Hún er svo smekkvís” sagði Bolli með elsku í rödd og leifrandi augum. 

Þegar við hugsum til baka og minnumst Bolla er Matthildur þar líka. Embætti Bolla var tvenndarembætti. Starf hans hefði orðið allt annað ef Matthildar hefði ekki notið við. Hún stóð ekki aðeins fyrir Laufásbakaríinu, sem aldrei var tómt, heldur stóð neyðarvaktina með honum, var hans helsti áfallasálfræðingur, ráðhollur gagnrýnandi, kippti honum niður ef hann fór með tilfinningalegum himinskautum, hló hjartanlega þegar hann var fyndinn, sem hann var oft, lagði á ráðin í smáu sem stóru, studdi hann til allra góðra verka, veitti honum næði og rými til að hugsa og iðja. Og hún átti í sér kyrru, sem var Bolla mikilvæg. Matthildur kunni líka ráðdeild, sem var honum nauðsyn til að heimilislíf gengi upp, börnin nytu þess, sem þau þurftu og að öllum væri sómi sýndur, sem komu í bæ og á þann stað er þau sátu. Um Matthildi og Bolla má segja það sem sagt var um Hlín móður hans “…að hún hefði haft mannheill og yfirlætislausa ástúð á heimili sínu.” Það er fallega sagt.

Hjónaband og börnin þeirra Matthildar

Þau Bolli og Matthildur Jónsdóttir gengu í hjónaband í Háskólakapellunni 27. maí 1962. Þau eignuðust sex börn, fjórar stúlkur og tvo drengi. Börnin þeirra og tengdabörn eru: Hlín, hennar maður er Egill Örn Arnarson. Jóna Hrönn og hennar maður er Bjarni Karlsson. Gústav Geir er þriðji í röðinni og Veronique Legros er hans kona. Gerður var næst og hennar maður er Ásgeir Jónsson. Bolli Pétur er sá fimmti og hans kona er Sunna Dóra Möller og yngst er Hildur Eir og hennar maður er Heimir Haraldsson. Barnabörnin eru þrettán á fæti og fjórtánda í kvið. Það er mikil póesía í þessu fólki og barnalán.

Lífið í Laufási

Bolli hafði mikla gleði af sínu fólki, stellinu öllu. Hann var natinn faðir og hafði líka gaman af að búa þau til leikja. Frægir eru búningarnir, sem hann gerði á þau fyrir sýningar í Grenivíkurskóla, breytti Gústav Geir í fuglahræðu, Gerði í sjónvarp, Jónu Hrönn í spaðadrottningu, Hlín í peysufatakonu og Hildi í kartöflupoka. Bolli virkjaði börnin sín til starfa, blés þeim í brjóst trú á sjálf sig, æfði þau í að koma fram, fól þeim verkefni við hæfi og til þroska og leyfði þeim að fara með sér til mannfunda. En hann setti líka mörk. Þegar hann hafði lokið að hlusta á Dieter Fischer-Dieskau lokaði hann grammófóninum og tilkynnti syni sínum, að Bubbi og Utangarðsmenn eyðileggðu nálina á fóninum! Á öllu eru einhver mörk.

Heimilislífið var jafnan fjörlegt. Heimilisbragurinn myndarlegur og glæsilegur og smekkvísin skilvís. Bolla þótti gott að byrja daginn rólega og með því að tala, ekki síst upp í rúmi. Á koddanum urðu stundum kátlegar orðræður. Hlátrar ómuðu um húsið, ungviðið kom oft hlaupandi, settist á stokkinn eða smokraði sér uppí og tók svo þátt í fjörinu. Það er ekkert einkennilegt, að það var og er gaman hjá þessu fólki.

Listfengi Bolla naut sín líka heima. Það er yndislegt að hugsa um Bolla með svuntu og rjómasprautu og breyta marengstertu í borðlistaverk fyrir glatt fólk. Og kvöldvökurnar í Laufási urðu skemmtanir með glæsilegum atriðum barnanna og foreldrarnir klæddu sig uppá. En stundum fannst yngri kynslóðinni að fagnið væri helst til stórkostlegt og klappið of ýkt! En það var alltaf leikur í Bolla.

Gott líf og heilsutap

Bolla var annt um að lifa fallega. Hann sagði mér einu sinni, að til að lifa vel hefði hann, sem væri nú mikill nautnaseggur, lagt af margar nautnir. Einu sinni henti hann öllum fínu Dunhill-pípunum í Fnjóská. Það var dramatískt. Þegar hann vígðist til prestsþjónustu stakk hann tappa í og drakk ekki áfengi. Hann barðist hetjulega við kalóríurnar en erfiðast þótti honum að hætta að taka í nefið!

Um aldamótin síðustu fór heilsa Bolla að bila. Þegar heilastarfsemin fór að skerðast lét hann af embætti, andlegt atgervi hans breyttist og meðvitund hvarf svo smátt og smátt. En aldrei hvarf honum hrifnæmið og elskan. Síðasta heila setningin hans í lífinu var: „Matthildur mín, ég sakna þín svo.”

Helgur og elskaður

Olga, erlendur hjúkrunarfræðingur á Landakoti, sagði þeim sem heimsóttu Bolla að hann væri helgur maður og svo hneigði hún sig fyrir honum. Svo andvarpaði hún líka og sagði: „Þetta hefur verið elskaður maður. Fólkið hans hugsar svo vel um hann.” Og starfsfólkið á Landakoti hugsaði líka vel um hann, fólkinu á deildum L4 og K2 skal þakkað.

Prédikun í lægingunni

“Heilagt englalið, kallar skáld til farar..”, sagði Bolli í ljóðinu Endadægri. Hann vissi, að himins dyr voru opnar og að hverju dró. Í heilsubrestinum þakkaði Bolli lífsgæði og hamingju lífsins og að allt væri yndislegt og ágætt. Andi hans hvarf inn í himininn. Í kröm sinni prédikaði Bolli kröftuglega trú og traust í æðruleysi, þakklæti til Guðs og manna.

Hinn póetíski Guð

Verðandi veraldar er hrífandi. Í öllum bókum Biblíunnar er minnt á, að Guð er ekki fjarlæg, upphafin vera, heldur persónuástríða, sem elskar, grætur, faðmar, gleðst og syrgir. Samkvæmt kristninni er Guð svo tengdur, að þegar allt var brotið í mannheimi sat Guð ekki hjá heldur kom til að þurrka tár, lækna mein og skapa grundvöll lífsins. Guð skapar fólk til frelsis og yfirgefur okkur aldrei þrátt fyrir bresti okkar. Já Guð er stórskáldið, sem yrkir heiminn, yrkir mennina, nýtur lífsins, er sjálfur hin mikla póesía lífsins, líka þegar allt er þrotið, búið, týnt og brotið.

Fagnaðarerindið er hin mikla póesía Guðs, að lífið er góður gjörningur, póesía elskunnar. Þegar lífi lýkur er þessi ljóðmögur mættur, opnar fangið og leyfir öllu fólki, já allri sköpun sinni inn í himininn. Þar má Bolli Þórir Gústavsson búa og hrífast. Veröld Guðs er mögnuð og Guð er hrífandi. Líf Bolla var endurskin undursins. Guð geymi hann um alla eilífð. Guð varðveiti þig.

Dýrð sé Guði föður, syni og heilögum anda. Amen.

Minningarorð um sr. Bolla Gústavsson, Vídalínskirkju, 4. apríl, 2008. Jarðsett í Laufáskirkjugarði.

Aldrei aftur París

Sonur minn horfði á móður sína og sagði: „Mér finnst allt vera breytt.“ Drengurinn tjáði okkur að honum þætti veröldin væri önnur eftir morðin í París. hann fann að foredlrum hans var brugðið og skelfdist það sem hann heyrði í fjölmiðlum um voðaverk óðra manna. hann óttaðist að þriðja heimsstyrjöldin væri hafin. 

129 manns létu lífið í París í fyrradag. 352 særðust og þar af eru um eitt hundrað í lífshættu. Við kveiktum ljós fyrir allt þetta fólk í gær á kyrrðarstund í kirkjunni og komum þeim fyrir í kórtröppunum. Ljósin voru óhugnanlega mörg og þöktu efstu tröppurnar. Smátt og smátt erum við að fá tilfinningu fyrir umfangi, dýpt og hryllingi þessara voðaverka glæpamanna sem standa fremur með dauðanum en lífinu.

Þau sem létu lífið eru í bænum okkar, ástvinir þeirra og franska þjóðin. Og hverjir voru þessir glæpamenn sem myrtu saklaust fólk með köldu blóði, skutu fólk sem sat úti fyrir kaffihúsum og á tónleikum og sprengdu sprengjur – og sjálfa sig með – m.a. við þjóðarleikfang Frakka, Stade de France. Það voru ekki einhverjir gamlir, vitskertir, siðblindir kallar heldur fyrst og fremst ungir menn, sumir voru unglingar, aðeins 15-18 ára gamlir. Þessi drengir hafa verið aldir upp í og heilaþvegnir til að standa fremur með dauðanum en lífinu. Hvers konar afstaða er það? Hvers konar viðhorf og siðhrun er það? Öll heimsbyggðin er agndofa gagnvart hryllingnum. Allt er skelfilegt varðandi hörmungaratburðina í París.

Og hvað eigum við að gera? 

Hvernig getum við brugðist við? Samfélagsmiðlarnir loga og margt er þar vel sagt. Mikil samúð er tjáð, fólk speglar samstöðumyndir með Parísarbúum og Frökkum, litar prófílmyndirnar á facebook í frönsku fánalitunum og smellir inn friðarmynd af Eiffelturninum með krossi í miðju. En svo eru önnur sem bregðast við með gífuryrðum og hella úr skálum reiði sinnar með því að tengja ófriðinn við fólk sem hefur ekkert til saka unnið. Það þjónar ekki réttlæti eða friði að uppteikna alla múslima sem djöfulóða öfga- og glæpamenn. Er það hjálplegt í þessum hryllilegu aðstæðum að fella alla múslima í einn hóp? Búa til úr þeim hóp sem eru allt annað en “við?” Nei, allir múslimar eru ekki ábyrgir fyrir þessum hryllingi frekar en að ég og þú eigum sök á fjöldamorðunum í Útey í Noregi. En það þjónar hins vegar ekki friði eða réttlæti að bregðast við með því að afneita alvöru málsins. Stríð í Austurlöndum nær eru stríð sem okkur varða og vandi íbúa þeirra einnig. Fólkið sem flýr Sýrland til Evrópu er að flýja sömu glæpamennina og sama drápshópinn og réðst á Parísarúa. Átökin eru ekki aðeins átök stríðandi hópa sem berjast til valda. Stríðin varða afstöðu til lífsins, siðferði, rétt minnihlutahópa, hvort úrelt hugmyndakerfi fái ráðið.

Hvað eigum við að gera? Hvernig eigum við að bregðast við? Við getum margt lært af viðbrögðum Norðmanna við fjöldamorðunum í Noregi fyrir fjórum árum. Þá létu Norðmenn ekki dauðann ráða heldur lífið og lífsástina. Gegn hatri og grimmd létu Norðmenn hatur og ótta ekki ráða för heldur kærleika og mannúð. Forystumenn múslima og kristinna, húmanista, trúmanna og vantrúarmanna tóku höndum saman um að treysta frið og eindrægni í samfélaginu. Haldnar voru fjöldasamkomur í kirkjum og á torgum, í moskum og félagsmiðstöðvum til að fólk gæti sameinast um lífið til að dauðinn fengi ekki sigrað.

Prófið mikla

Nú er komið að miklu prófi menningar Vesturlanda. Hvernig eiga franska þjóðin og okkar heimshluti að bregðast við dauðasveitunum? Hvað er best og ábyrgast að gera? Er það valkostur að Vesturlönd fari í stríð við Islamistanna? Hófst þriðja heimstyrjöldin í París? Margir halda að svo sé en við eigum ekki að láta ofbeldismennina ráða, við eigum aldrei að láta eða leyfa glæpamönnum að stjórna samfélögum eða lífi okkar. Okkar köllun og okkar skylda er fyrst og fremst að standa með lífinu en ekki dauðanum. Standa með rósemi en ekki ótta. Efla friðinn en ekki óreiðu og órétlæti.

Fellur aldrei úr gildi

Kæru fermingarungmenni sem sitjið á fremstu bekkjunum í kirkjunni í dag. Hvaða afstöðu ætlið þið að taka? Hvað ætlið þið að gera í ykkar lífi? Hvaða stefnu ætlið þið að taka? Hvernig gildi viljið þið temja ykkur? Og þær spurningar varða okkur líka sem eldri erum.

Tíma einfeldninnnar er lokið um hvað trú og siður sé. Það skiptir máli hver eru gildi okkar og lífsafstaða. Við höfum alist upp í menningu sem er gegnsýrð og mótuð af kristindómi, kærleiksboðskap Jesú, umburðarlyndi, tillitssemi, fyrirgefninu og kærleika. Sá boðskapur fellur aldrei úr gildi. Kristin gildi eru leikreglur vestrænna samfélaga og hafa haft áhrif á viðmið, uppeldi, samskipti, menntunarstefnu og löggjöf. En mörgum hefur sést yfir í hraða og erli síðustu ára hve kristnin er samofin mestu dýrmætum menningar okkar. Nú er komið að krossgötum. Viljum við frelsi, jafnrétti og bræðralag sem er slagorð frönsku byltingarinnar sem jafnframt eru gildi kristninnar? Eða eitthvað annað? Það er ekki valkostur að afskræma trú og menningu annarra og það er ekki valkostur að afskræma hinn kristna sið og gildi heldur.

Ræða stóru málin

Við þurfum hugrekki til að ræða trú og sið, menningu og ómenningu opinskátt og í almannarými samfélagsins. Við þurfum að ræða málin í skólum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlunum og í almenningnum. Við megum gjarnan vera eins og Jesús Kristur og horfa á alla með augum ástarinnar, með hlýju en fullkomnu raunsæi og einbeittri skynsemi. Nú flæða inn í vestræn samfélög, og brátt okkar líka, fólk með allt öðru vísi mótun, annan hugsunarhátt og viðhorf. Móttökur okkar eiga að vera kærleiksríkar en skynsamlegar. Við megum og eigum að gera kröfur um að fólk virði leikreglur vestrænna samfélaga, vestrænnar gagnrýni, vestrænnar löggjafar – hins vestræna vefs menningar.

Aldrei aftur París

Já, það er allt breytt. Við stöndum á krossgötum og þurfum að hugsa okkur um og taka stefnu, án ótta, með upplýstri trú og af kærleiksríkri einurð. Fjöldamorðin í París eru árás á gildi, trú, menningu og stefnu vestrænna þjóða. Stríðsyfirlýsing gagnvart siðum og venjum Vesturlanda. Skipta þau okkur máli? Tíma einfeldninnar er lokið. Við stöndum með Frökkum. Við erum öll Parísarbúar þessa sorgardaga. Eigum við að leyfa skothríðinni í París að hræða og beygja okkur? Nei. Glæpur var unnin á frönsku þjóðinni en líka okkur – öllum. Hatrið réðst gegn ástinni. Látum ekki fólk deyja til einskis, heldur heiðrum þau með því að treysta samfélagsfriðinn. Mætum ótta með trausti. Hvikum ekki frá uppeldi fólks til menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni. Ræðum opinskátt eðli hatursins. Leyfum lífinu að lifa. Til forna var sagt: Aldrei aftur Masada. Gegn hatri nútíma: Aldrei aftur París.

Íhugun í Hallgrímskirkjumessu 15. nóvember, 2015

Guðrún Birna Þorsteinsdóttir – Dúna


DúnaDúna var heimakona í Neskirkju. Hún bjó í Vesturbænum frá því kirkjan var byggð og rataði í kirkjuna sína. Hún sótti kirkju, messur, bænastundir og fræðslustarf og studdi starf safnaðarins. Hún las upp fyrir eldri borgara og gerðist bílstjóri fyrir þau sem átt óhægt með að ganga til og frá kirkju. Dúna kom alltaf í Neskirkju með bros á vör og birtu í augum, með elskusemi, hlýju og glæsileika. Þegar Dúna kom varð allt heldur skemmtilegra og betra og þegar hún fór skildi hún eftir ofurlitla Cartier-ilmvatnslykt, notalegheit og þakklæti í huga okkar sem störfuðum í kirkjunni. Við þökkum fyrir alla þjónustu Dúnu, vinsemd hennar og elskusemi.

Upphaf

Guðrún (Anna) Birna Þorsteinsdóttir fæddist á Þingeyri 14. september árið 1936. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmunda Sigríður Guðmundsdóttir og Þorsteinn Jónsson, sem kallaður var Eyfirðingur. Þorsteinn fæddist árið 1883 en kona hans tæplega þretán árum síðar. Hún var Vestfirðingur en hann Eyfirðingur eins og viðurnefnið ber með sér.

Þorsteinn var skipstjóri og útgerðarmaður og vegna starfa hans bjó fjölskylda Dúnu fyrstu árin á Þingeyri en flutti svo til Reykjavíkur. Þar bjó Dúna síðan. Hún hóf skólagöngu í Miðbæjarskólanum og fór svo í hinn nýja Melaskóla. Síðan lá leiðin í Gagnfræðaskóla Verknáms. Þar naut hún góðrar menntunar og eignaðist góðar vinkonur og þær átttu skap saman – og ákafinn í náminu var svo mikill að þær jafnvel lokuðust einu sinni inni í Austurbæjarskóla og kalla þurfti út mannskap til að ná þeim út. Vináttu þessara kvenna naut Dúna til æfiloka. Eftir verknámið fór Dúna í eitt ár til náms í Bristol í Englandi og enn síðar í húsmæðraskóla í Holbæk í Danmörk. Hún lærði ekki aðeins hagnýt fræði og tungumál heldur var opin félagslega og tengdist fólki greiðlega. Vináttuböndin sem hún batt á þessum árum dugðu til lífsloka.

Þegar Dúna koma heim til Íslands eftir nám erlendis vann hún ýmis skrifstofustörf í Reykjavík. Hún vann um tíma á lögfræðistofu Einars Ásmundssonar og svo vann hún einnig á Hótel Borg. Hún var flugfreyja hjá Loftleiðum á sjötta áratugnum og var síðan móttökuritari á Domus Medica. Þá lagði Dúna sig eftir snyrtifræði og vann um tíma í snyrtivörudeild í apóteki.

Gunnar, Sigrún Magnea og fjölskyldan

Dúna og Gunnar - hjónavígslumyndGamli Garður var Dúnu og lögfræðinemanum, Gunnari I. Hafsteinssyni góður staður. Þar hittust þau fyrst á balli. Þau hrifust hvort af öðru og tóku upp samband. Þau gengu í hjónaband í Háskólakapellunni þann 25. júní árið 1960. Neskirkjupresturinn og rithöfundurinn Jón Thorarensen gaf þau saman. Þau hófu búskap á Seltjarnarnesi. Gunnar hélt áfram námi í lögfræðinni og eins og tíðkaðist á þeim árum hættu giftar konur að fljúga um heiminn þegar þær sögðu já við mannsefni sínu í kirkjunni. Dúna fékk þá vinnu í Reykjavík.

Þau Dúna og Gunnar keyptu sér íbúð á Víðimel skömmu eftir að hann lauk lögfræðinni árið 1963 og fluttu sig svo um set yfir á Meistaravelli til að geta verið í nágrenni við móður Dúnu sem þar bjó. Á Hagamel bjuggu þau Gunnar svo í nokkur ár og byggðu sér síðan einbýlishús í Skerjafirði þar sem þau hafa búið í 18 ár. Gunnar hefur starfað sem lögfræðingur og útgerðarmaður.

Þau Dúna og Gunnar eignuðust eina dóttur Sigrúnu Magneu. Hún er jólabarn, fæddist 25. desember 1973. Sigrún Magnea er leikskólakennari að mennt. Eiginmaður hennar er Benedikt Sævar Magnússon, byggingatæknifræðingur. Þau eiga fjórar dætur. Elst er Bergljót Soffía sem fæddist 27. maí 1998 og næst Inga Birna. Hún er vorstúlka, fæddist 10. apríl árið 2002. Freyja Dís fæddist árið 2005. Hún er líka fædd að vorlagi eða 8. apríl. Það eru því stutt á milli afmæla þeirra systra, bara einn dagur. Yngst systranna er Lóa Mjöll. Hún er fjögurra ára, fæddist 29. marz árið 2011.

Dúna hafði mikla gleði af ungviðinu i fjölskyldunni, talaði oft um dótturdætur sínar, kenndi þeim að biðja og var til staðar fyrir þær þegar hún hafði heilsu til. Hún miðlaði okkur prestum og starfsfólki kirkjunnar fréttum af þeim og afrekum þeirra. Og það var gaman að hlusta á hana segja sögur af þessum ungu konum sem hún batt miklar vonir við og syrgði að geta ekki fylgt eftir.

IMG_0212 fix (2)

Minningarnar

Hvrernig manstu Dúnu? Hvað kemur upp í hugann? Hún vakti athygli allra þeirra sem sáu hana. Svo smekkleg var hún og glæsileg. Húsmæðranám var hagnýtt en Dúna hafði allt í sér til að kunna að meta efni, snið, rými, liti, útlit og skipulag. Hún var smekkvís og vissi vel hvað við átti í hvert sinn. Hún var öðrum fremri að tengja saman liti.

Hvernig er heimili Dúnu? Þar eru engin stílbrot. Hús og heimili þeirra Gunnars í Skerjafirði er eitthvert það smekklegasta sem ég hef komið á. Dúna lagði alúð í að búa manni sínum og fjölskyldunni fagurt heimili. Fagurkerinn í henni naut sín til fulls við að koma myndum fyrir og sjá til að stólar og sófar væru rétt staðsett í rýminu. Hún hafði gleði af fallegum hlutum og í gegnum tíðina eignaðist hún fallega muni sem hún kom fyrir með næmum smekk. Jafnvel starfaparkettið á gólfinu er lagt með listfengi og ljóst að ekki hefur verið kastað hendi til nokkurs í húsi þeirra Dúnu. Og þegar hún hafði búið heimili sitt fagurlega sá hún til að fegurðin héldist og allt væri í röð og reglu innan stokks sem utan. Og þau Gunnar opnuðu hús sitt fyrir glöðu fólki og mannfundum.

Manstu have vel hún fylgdist með öllu í samfélaginu? Hún las dagblöðin svo vel að hún hafði gott yfirlit allra helstu mála og var þar með upplýst um hvað væri á döfinni. Hún las alls konar bækur. Það var því hægt að bera víða niður í samtölum við Dúnu.

Dúna hætti ekki að ferðast þó hún hætti að fljúga. Hún hafði gaman af að skoða heiminn. Þegar Gunnar hafði ekki tóm til að fara með henni fór hún með vinkonum sínum og fór einnig í skipulagðar hópferðir. Guðrún Karlsdóttir fór með Dúnu í miklar ferðir til Suður Afríku og Asíulanda. Vinir og vinkonur eru stoð í lífinu og Dúna átti í vinkonum sínum dýrmæta gleðigjafa. Og það er ástæða til að þakka vináttu þeirra sem var Dúnu mikilvæg í lífinu.

Manstu lífsafstöðu hennar? Hve þakklát hún var fyrir lífið og vildi miðla þakklæti, þeirri mikilvægu lífsafstöðu til afkomenda sinna og samferðafólks?

Manstu hve þolinmóðlega Dúna bar veikindi sín? Í áratugi átti hún við vanheilsu að stríða. Hún hafði ekki langt mál um baráttu sína. Þegar ég spurði um líðan hennar féllu nokkur vel valin orð, hún brosti svo ofurlítið og vék svo talinu að öðru.

Manstu viðkvæmni hennar? Það fór ekki fram hjá neinum sem þekktu Dúnu að hún var næm.

Manstu eftir áhuga hennar? Á þér, á því sem væri til gleði, á viðburðum í samfélaginu, á öllu því sem gæti létt lund, glatt og orðið til eflingar. Mér þótti vænt um að sjá hve natin Dúna var við öll þau sem hún gæti stutt og hjálpað. Ég heyrði af því að hún hefði verið sjálfboðaliði Rauða krossins um tíma. Hún var alltaf boðin og búin að lesa eða sinna einhverju sjálfboðastarfi í Neskirkju. Og það var hrífandi að sjá hve vökul hún var ef einhver þurfti aðstoð við að komast til og frá kirkju. Hún ók fólki vestur á Grandaveg eða upp í Þingholt. Allt gerði hún með þokka.

Manstu hve natin Dúna var við móður sína aldraða og hvernig hún sýndi hjartalag sitt í samskiptum við hana? Þessi afstaða til hinna öldruðu speglaðist vel í eldriborgarastarfinu í Neskirkju.

Inn í himin Guðs

Nú er hún farin. Við leiðarlok er vert að þakka Gunnari fyrir óbilandi stuðning hans við Guðrúnu í veikindum hennar og Sigrúnu Magneu og fjölskydu hennar hve vel þau héldu um hana til loka.

Dúna er farin inn í himininn. Hún kemur ekki lengur þurrkuðum blómum fyrir í vösum í stofunni sinni. Hún biður ekki lengur kvöldbænir með ömmubörnum og fer ekki framar með „Leiddu mína litlu hendi….” Augu hennar lifna ekki lengur af kátínu og skemmtilegheitum. Hún er farin af fallega heimilinu sínu og Gunnar er einn eftir. Dóttir, tengdasonur,  ömmudætur og ástvinir sjá á bak henni. Hún kveður nú líka Neskirkju endanlega og í síðasta sinn. Hún er horfin ykkur, öllum þeim sem unnu henni. Hvert fór hún? Dúna átti í hjarta trú á Guð.

Guðrún Birna Þorsteinsdóttir er farin með friði inn í veröld Guðs.

Guð geymi hana og Guð geymi þig.

Minningarorð í útför Guðrúnar Birnu Þorsteinsdóttur í Neskirkju 11. nóvember 2015. Bálför. Jarðsett í fjölskyldugrafreit í Fossvogskirkjugarði. Erfidrykkja í Neskirkju. Kistulagt í kapellunni í Fossvogi 9. nóvember.