Miðlun á vefnum er mikilvæg fyrir alla, kjörmenn, kirkjuvini og líka biskupsefni. Því var stuðningsvefurinn www.sigurdurarni.is gerður. Það tók ekki nema tvo daga að vinna grunn vefsins, enda máttarfólk að baki. Og margir vildu skrifa. Svo var vefurinn opnaður síðdegis mánudaginn 23. janúar. Til hliðar urðu til fálmarar og tól á facebook, twitter, youtube, myndhlaða á Flickr og auðvitað netföng og annað sem er hluti heimasíðu. Lesa áfram Fjögur þúsund flettingar
Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar
113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.
Enginn verður óbarinn biskup
Ég var að sækja drengina mína í skólann í dag. Umferðin gekk fremur hægt og á bílastæðinu við skólann var ófærð og bílarnir fóru rólega. Svo kom bíll á móti – ég kannaðist við börnin í bílnum og foreldrana. Þau brostu út að eyrum, bílrúðan hjá þeim seig niður og ég skrúfaði niður mín megin. “Réttu út hendina” gall við úr hinum bíl og ég hlýddi. Svo sló bílstjórinn þrisvar í útrétta hönd og sagði: “Enginn verður óbarinn biskup.” Þetta var gjörningur til velfarnaðar.
Og svona hafa margir tjáð gleði og óskir um að framboð mitt í biskupskjöri mætti fara vel. Þetta hafa verið fararblessanir. Í morgun vildu sundfélagarnir fara yfir stöðuna og þar gullu við frómar óskir í minn garð. Svo vildu margir ræða málin og leggja gott til í kirkjunni. Fjöldi fólks hringdi til að segja fréttir af hvað væri á döfinni í þeirra prófastsdæmi. Það er rífandi gangur og gleði, miklar umræður, margt dregið fram, allt í bróðerni og “systerni” og með hag kirkjunnar að leiðarljósi.
Þessir fyrstu dagar hafa verið sérstæðir og aðallega gleðilegir. En umhyggja fólks og blessun er það sem hefur nært og glatt. Góðar óskir gefa vængi.
Kirkjan á að rækta gleðina – myndband
Kirkjan má gjarnan lifa með gleði í samtíðinni. Kirkjan á að rækta gleðina og hún þarf að opna fangið fyrir framtíðinni.
Biskupskjör um miðjan mars?
Kirkjuráð ákvað á fundi sínum 18 janúar, að hraða sem mest undirbúningi kjörs biskups Íslands. Kjörstjórn hefur hafið störf. Kirkuráð beinir til kjörstjórnar að miða við að kjörið verði um miðjan mars. Ef kjörferlið verður án seinkana ætti seinni umferð kosninga að geta orðið í marslok eða aprílbyrjun og úrslit kunn fyrir páska. Um það leyti verður kjörskrá svo lögð fram vegna kosningar vígslubiskups í Hólastifti.
Kynningarfundir biskupsefna og kjörmanna
Kirkjuráð ákvað á þessum janúarfundi að efna til fimm kynningarfunda biskupsefna. Þeir verða í hinum fjórum landsfjórðungum og á Reykjavíkursvæðinu og ekki fyrr en framboðstími er útrunninn í febrúarlok. Kynningarfundirnir verða því á tímabilinu 1-14. mars. Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, mun skipuleggja fundina í samráði við héraðsnefndir. Fundarstaðir og fundartími verður auglýstur síðar. Allir frambjóðendur og kosningabærir prestar og leikmenn prófastsdæmisins eru boðaðir til fundanna.
Í samþykkt kirkjuráðs segir einnig: “Kostnaður við fundina greiðist úr kirkjumálasjóði. Ekki er greiddur ferðakostnaður fundarmanna og frambjóðenda.Kirkjuráð gangist fyrir og kosti útgáfu á sameiginlegu kynningarefni um frambjóðendur til biskupskjörs. Jafnframt verði kynningarefni um frambjóðendur gert aðgengilegt á sérstöku vefsvæði á vef kirkjunnar. Frambjóðendum og stuðningsmönnum þeirra sé gefinn kostur á að kynna málstað sinn í framangreindum miðlum. Fyllsta jafnræðis sé þar gætt um aðgengi.”