Greinasafn fyrir merki: haustfasta

Haustfasta í Neskirkju

kvöldmáltíðarmynd barna 450Viltu breyta mataræði og líðan? Efnt verður til haustföstu í Neskirkju 7. – 17. október. Fastan er ekki erfið en þó endurnýjandi. Matur á borðum föstufólks verður grænmeti, ávexti, heilkorn (glúteinlaust) og hnetur í þessa 10 daga sem fastan varir. Og fólk fær margvíslegan stuðning til að námskeiðið nýtist sem best.

Matur hefur mikil áhrif á líðan og heilbrigði – og sömuleiðis skiptir miklu máli hvernig fólk stuðlar að andlegri hreinsun og endurnýjun.

Margrét Leifsdóttir, heilsumarkþjálfi IIN og arkitekt, og hjónin Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur og ACC markþjálfi og dr. Sigurður Árni Þórðarson, Neskirkjuprestur, halda námskeið í safnaðarheimili Neskirkju um mat, hreinsun, föstu og heilsurækt.

Námskeiðsfundir eru þrír; matreiðslunámskeið, upphafs- og lokafundur.

Innifalið:

Matreiðslunámskeið fimmtudaginn 3. okt. 18:30-21:30

Upphafsfundur föstu kl. 20:00 – 21:30, mánudaginn 7. okt. og lokafundur fimmtudaginn 17. okt. kl. 20:00 – 21:30, bæklingur um hreinsunina ásamt uppskriftum, daglegir tölvupóstar og pepp. Allir þátttakendur fá einn frían tíma í markþjálfun

Matreiðslunámskeið verð 5.200.- Föstunámskeið 12.500- (hjón greiða aðeins eitt gjald f. föstunámskeið).

Sendið þátttökutilkynningu til s@neskirkja.is eða skráið í s. 5111560, fyrir mánudaginn 30. september.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.