“Þið prestarnir eruð mikilvægir, en það væri engin kirkja ef við, fólkið, værum ekki líka.” Svona setningar hafa oft hljómað liðnar vikur í aðdraganda biskupskjörs. Leikmannastefna þjóðkirkjufólks er haldin í Keflavík 13.-14. apríl undir yfirskriftinni: “Er kirkjan á krossgötum?” Þar verður staða þjóðkirkjunnar rædd og nýtt lagafrumvarp um kirkjuna kynnt. Leikmenn íhuga stöðu sína og hvaða möguleika þeir hafi til áhrifa og til eflingar kirkjunnar.
Marteinn Lúther gagnrýndi klerkaveldi miðalda og lagði áherslu á hin skírðu væru hinir eiginlegu prestar Guðs. Hlutverk vígra manna væri ekki til valda heldur til hjálparstarfa. Vígðir voru því ekki lengur skilgreindir sem ráðandi yfirstétt heldur þjónar Guðs og manna. Allir gegndu trúarlegu hlutverki. Þetta var kraftmikil hugmynd, sem braut niður aðgreiningar milli hópa og endurskilgreindi vald. Hugmyndin um almennan prestsdóm hafði mikil áhrif á þróun lýðræðis í okkar heimshluta og líka á Íslandi. Og hún varðar skipulag og líf þjóðkirkjunnar. Skírnin er fyrsta og mikilvægasta vígslan og hin skírðu eru kirkjufólkið í landinu.
Þjóðkirkjan er opin kirkja og metur alla jafnt. Hún þarfnast þess, að allar gáfur fólks nýtist. Leikmenn eru ekki annars flokks fólk, heldur skv. kenningunni almennir prestar. Leikmenn gegna margvíslegum störfum, t.d. í sóknarnefndum, kórum, eru sjálfboðaliðar í barnastarfi, öldrunarstarfi, nefndum, ráðum, viðhaldsvekefnum, heimsóknarþjónustu, messuhópum og öðru kirkjustarfi. Leikmenn eru ekki aðeins tugir þúsunda sjálboðaliða í starfi þjóðkirkjunnar, heldur allt kirkjufólkið, hið kristna fólk í landinu. Þetta fólk er ekki undirmenn prestanna, heldur samverkafólk, sem hefur hæfileika, þekkingu og gjafir, sem auðga safnaðarlíf og þjóna kirkjunni.
Starf kirkjunnar hefur aukist og breyst síðustu ár. Lykill að starfsbótum þjóðkirkjunnar er virkja og valddreifa, gefa öllum, sem vilja, færi á að hafa áhrif til góðs í kirkjulífinu. Það er gildandi vaxtarstefna þjóðkirkjunnar, að efla leikmenn til áhrifa. Þjóðkirkjan er ekki og á ekki að vera klerkakirkja, heldur kirkja allra skírðra og stórfjölskylda gleðinnar.
Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. apríl, 2012.
Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, er mikill kennimaður, sómamaður og ljúfur í eðli sínu. Hann er margfróður enda víðlesinn.
“Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega.” Ég stóð við hliðina á sóknarnefndarformanni norður í landi og ræddi við hann um stöðu kirkjunnar, um kirkjuhúsið og þróun kirkjumála. Hann færði í orð viðhorf fólks um allt land. Við eldhúsborð og í stofum hef ég heyrt svipaðar sögur fólks um kirkjuna. Þjóðkirkjan skiptir þau máli, en það er kirkjan þeirra, sóknarkirkjan og líf hennar, sem þau tala um af mestri elskusemi.
Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í kjöri til Biskups Íslands. Vegna þess að:
Kona, sem alla ævi bjó við fátækt og hafði misst mikið, átti sér orðtæki og sagði gjarnan: “Ég er svo heppin.” Hún hafði lært, að sjá ljós í erfiðum aðstæðum. Hún var – þrátt fyrir áföllin – hamingjusöm og lánsöm því hún tamdi sér jákvæðni. Hún hafði lært, að vinna með hið mótdræga og sá möguleika þar sem aðrir sáu bara kreppu. Hvernig ferðu að með það, sem er þér andsnúið? Er glasið þitt hálffullt eða hálftómt? Ertu föstudagsmaður eða sunnudagsmaður?