Greinasafn fyrir merki: Gunnar Þorsteinsson

Gunnar Þorsteinsson – minningarorð

Gunnar ÞorsteinssonFarmaður á leið heim. Fram hjá Vestmannaeyjum – svo farið fyrir Reykjanestá og til hafnar. Akurey, Engey og Viðey fyrir stafni. Í stillu speglar Flóinn feimna Esju og hægt að sjá smáhvali leika sér. Í augum er tilhlökkun og fegurðin umfaðmar. Hvað hugsar áhöfnin og hvað hugsar vélstjórinn? Hann þekkti bæinn sem við blasti, hvað var hvers og hvurs var hvað. Hann þekkti húsin og sá líka turnana á guðshúsunum. Hann var á leið inn á höfn og heim til síns fólks. En kirkjuturnarnir bentu til annarar hafnar. Bentu reyndar upp til hæða. Í lífinu er gott að vita hvar höfn er að finna og í eilifa lífinu eru önnur mið sem vert er að veita athygli. Lesa áfram Gunnar Þorsteinsson – minningarorð