Alviðrusúpan – ítölsk kjötsúpa fyrir Íslendinga

Hvað eldar maður fyrir hóp göngufólks sem plantar trjám eftir gönguferð? Augljóslega kraftmikinn kost. Sprækir umhverfissinnar á þriðja æviskeiði komu í Alviðru – umhverfissetur Landverndar í Árnessýslu – í hádegismat. Ég ákvað að elda ítalskættaða lambakjötssúpu. Hún er matarmikil og bragðgóð. Notaði lambalæri, úrbeinaði, skar kjötið í 1-2 cm teninga og var ekki smámunasamur með skurðinn – ekki frekar en varðandi skurð á grænmetinu. Bein og afskurðinn sauð ég í potti til að ná kjötkraftinum og síaði í lokin vökvann frá og smellti honum í súpuna. Kryddun er persónulegt mál og ég nota chilli æ meira í svona súpur þó ég nefni það ekki í hráefnalistanum – það var svolítið af því í ítalska kryddinu – frá Campo di Fiori í Róm – sem ég notaði. Ég nota mun meiri hvítlauk fyrir fjölskyldu mína en listaður er – en hélt aftur af mér vegna tillitssemi við fíngerða bragðlauka fólks sem ég hef ekki eldað fyrir áður. Rauðvínssletta gefur líka meiri dýpt. Fyrir þau sem vilja bragðmikla súpu má líkja steikja nokkrar ræmur af smátt skornu bacon á pönnu og setja í súpuna síðustu mínúturnar.

Fyrir 6

Hráefni

1 kg súpukjöt

¼ hvítkálshöfuð, skorið fremur smátt

2 laukar, skornir

2 gulrætur smáskornar

½ blaðlaukur, skorinn í smáa bita

1 paprika skorin í bita

3 hvítlauksgeirar, saxaðir

1 knippi steinselja, söxuð

1 msk balsamedik

170 g tómatmauk (puré)

2 l vatn

1 dl orzo eða vermicelli (eða annað smágert pasta)

0.5kg blómkál – kjarni og stærstu greinar skornar frá og blómin losuð sundur.

1 msk ítölsk kryddblanda

Pipar og salt að smekk

Skreytt með steinselju og/eða graslauk

Kjötið sett í pott ásamt hvítkáli, lauk, gulrótum, blaðlauk, hvítlauk og hálfu knippinu af saxaðri steinselju. Kryddað með pipar, salti og kryddblöndunni. Balsamediki og tómatmauki hrært saman við hluta af vatninu og hellt yfir og síðan er afganginum af vatninu bætt út í. Hitað að suðu og látið malla í um 40 mínútur. Orzo (eða t.d. vermicelli) og blómkál sett út í og látið malla í 10 mínútur til viðbótar. Ausið í skálar og skreytt með steinselju. Gott og bragðmikið brauð fer vel með.  

Ekki þarf að orðlengja að Aldinfélagar tóku vel við og nokkrar hinna rösku kvenna báðu um uppskriftina – en enginn karlanna því þeir voru uppteknir við að ná sér í þriðju ábótina.

Myndina hér að neðan tók ég í eldhúsinu í Alviðru meðan ég eldaði og fíflamyndin hér að ofan var við heimreiðina. Blómabreiðan brosti við mér þegar ég var að svipast um eftir göngufólkinu. Takk fyrir komuna félagar í Aldin.

Þökkun Drottni því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu.

Kristni, islam og gyðingdómur

Þetta ryðgaða fat sá ég á vegg í hinni gömlu borg Akko, sunnan landamæra Líbanon og Ísraels. Enginn friður verður – hvorki í landinu helga, Úkraínu eða öðrum sýslum, nema fólk af ólíkri menningu virði hvert annað og hefðir hvers annars. Kristni, islam og gyðingdómur geta lifað saman – en ekki þegar bókstafshyggja fer offari. Fundamentalisma kallaði dr. Einar Sigurbjörnsson hnyttilega grunnhyggju. Grunnhyggjan er grunnhyggin, sér ekki vel, hugsar skammt, slítur upp litríkan og fjölbreytilegan blómgróður mannlífsins, ryður frá sér öllum sem eru í vegi og traðkar niður þau sem hugsa og lifa öðru vísi. Kristinn síonismi kann ekki góðri lukku að stýra, frekar en íslömsk eða gyðingleg grunnhyggja. Friður sé með okkur.

Kartöflusalat með graslauk, mintu og sítrónusafa

Ég er búinn að setja niður allt kartöfluútsæðið og þetta vorið voru það aðalllega hollenskar möndlur en líka slatti af gullauga. Í morgun rakst ég á kartöfluuppskrift í New York Times – ég er að verða eins og tengdamamma, elda hið áhugaverða samdægurs. Kartöflusalatið meðlæti með nautasteik kvöldsins. Notaði graslauk og mintu úr garðinum, kreisti sítrónu og blandaði safanum saman við olíu, krydd og salt. Aldeilis ljómandi gott – og mitt fólk bað um að ég eldaði svona máltíð aftur. Þá er kokkur kátur.
Lemon Potato Salad With Mint
Christopher Testani for The New York Times. Mynd líka úr NYT.
This light and refreshing potato salad is the antithesis of the usual, creamy, mayonnaise-based recipes. The mint and scallion add a bright, herbal flavor while the sprinkle of chile lends a kick. Make this the morning you plan to serve it and let it marinate at room temperature all day long. Or refrigerate for longer storage but be sure to bring it to room temperature before serving. Other herbs like cilantro, parsley, tarragon and sage can be substituted for the mint; adjust the quantity to taste.
INGREDIENTS
Yield: 8 servings
2pounds small waxy white or yellow potatoes, roughly about the same size
Juice of 1 lemon, more for serving
1½teaspoons kosher salt, more as needed
½cup extra-virgin olive oil
½cup thinly sliced scallions, white and light green parts, more for serving
¼cup torn mint leaves, more for serving
¼teaspoon Turkish pepper, more for serving
PREPARATION
Step 1
Place whole unpeeled potatoes in a large pot with enough salted water to cover by 1 inch. Bring to a boil over medium-high heat and cook until potatoes are just tender, 15 to 25 minutes depending upon size. Drain and cut potatoes into 1½-inch chunks as soon as you can handle them.
Step 2
In a bowl, whisk together lemon juice, salt and olive oil.
Step 3
Transfer hot potatoes to a large bowl and toss with dressing, scallions, mint and Turkish pepper. Let cool to room temperature, or refrigerate until ready to use. Just before serving, top with additional lemon juice, scallions, mint and Turkish pepper.

Manngildið og ástarhaf

Mörg börn heimsins hafa legið á bakinu, horft upp í himininn, dáðst að stjörnumergðinni og rekið upp undrunaróp þegar loftsteinn strikar næturhimininn. Og þegar bætt er við tölum eða vitund um stærð vetrarbrautarinnar og geimsins sjálfs, verður jarðarkúlan lítil — og manneskjan, sem liggur á bakinu og leyfir sér að „synda“ á yfirborði þessa afgrunns, verður sem smásteinn í fjöru.

Matthías Johannessen líkti í einu ljóða sinna mannverunni við sandkorn á ströndinni og bætti við að kærleikur Guðs væri sem hafið. Við erum óteljandi börn lífsins á strönd tímans — mannabörn sem leikum og lifum í flæðarmáli. Og það er undursamleg von og trú að við séum ekki leiksoppar rænulauss öldugangs, án tilgangs, heldur umvafin lífi, í kærleiksfangi.

Annað skáld, mun eldra — höfundur 8. Davíðssálms Biblíunnar — vísar líka til hinnar sammannlegu reynslu að horfa upp í himininn, undrast og velta fyrir sér smæð mannsins:

Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað,

hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans,

og mannsins barn, að þú vitjir þess?

Þú lést hann verða litlu minni en Guð,

með sæmd og heiðri krýndir þú hann.

Hvað er maðurinn? Hvað ert þú?

Öll erum við dýrmæt. Hin kristna nálgun og afstaða er að hver einasta mannvera sé undursamleg og stórkostleg. Jesús Kristur hvetur alla menn til að meta eigið líf, og umgangast aðra sem djásn og vini Guðs. Og þannig megum við íhuga hið merkilega líf fólks — að Guð minnist allra, Guð varðveitir alla.

Þakkarandvarp sálmaskáldsins fyrir þúsundum ára var, og má enn hljóma þegar börn — eða við öll — íhugum dýptir og hæðir, stjörnur, sandkorn, tungl og sólir:

Guð, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina!

Húsið hans Heinrich Böll og Claire Keegan

Ég reyndi að ímynda mér hvernig húsið hafi verið sem Heinrich Böll og fjölskylda höfðu til umráða á Írlandi eftir seinni heimsstyrjöld. Sumarið 1974 fór ég með félögum mínum akandi suður Noreg, allt Þýskaland, til Austurríkis, Ítalíu og Sviss. Svo skildi ég við þá og fór yfir landmærin og til Staufen, bæjar skammt frá Freiburg. Þar lærði ég þýsku í Goethe Institut með fólki úr öllum heimshornum. Þar voru m.a. öflgir og áhugaverðir Kóreubúar sem vildu kynna sér þýska sögu og menningu. Þeir töldu sig geta lært af Þjóðverjum hvernig ætti að búa við klofning eigin þjóðar. Ítalirnir skemmtu sér, Japanirnir voru iðnir og sendiherra Írlands í Þýskalandi var ötulastur við námið. Ég lagðist þessar vikur yfir þýskar bókmenntir og las í yndislegu sumarveðri m.a. írsku dagbók Heinrich Böll, notaði orðabók, glósaði og ræddi við ambassadorinn elskulega um Írland. Að læra þýsku með því að lesa Böll er meðmælanlegt. Og reyndist mér vel. 

Hvernig var ströndin hans Böll í Cooagh-þorpi á eyjunni Achill? Var honum nauðsyn að flýja stríðshrjáð Þýskaland? Ég vissi vel að Böll hafði verið neyddur í þýska herinn en líka að honum var illa við Hitler og nazismann og gerði upp við ástæður, samhengi og inntak stríðs og ofbeldis. Wo warst du Adam er önnur eftirminnileg bók Böll sem ég las á sínum tíma og hef stundum vitnað til í prédikunum og hugleiðingum. Dagbók Böll frá Írlandi kemur mér í huga núna þegar einræðisöfl sækja að og vegið er að vestrænu og bandarísku lýðræði. Bókin er ekki venjuleg dagbók heldur fremur hugleiðingar sem spruttu upp í huga flóttamannsins frá hryllingi stríðs og leitaði athvarfs í fátæktartilveru yndislegs fólks á Atlanshafsströnd Írlands.

Ég hreifst af rithöfundinum Claire Keegan þegar ég las bækur hennar Smámunir sem þessir og Fóstur. Í fyrrasumar skutumst við Jón Kristján, sonur minn, til Dublin. Við komum við bókabúð í miðbænum og ég spurði bóksalann hver væri besti höfundur Írlands nú. Hún svaraði brosandi og án hiks: „Það er Claire Keegan. Hún er frábær.“ Svo gaf forlagið Bjartur fyrir skömmu út fína þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur á þremur smásögum hennar undir heitinu Seint og um síðir. Vinkona okkar kom færandi hendi og gaf konu minni bókina. Svo þegar hún var búin að lesa vildi hún alls ekki skýra frá innihaldinu og sagði glettnislega að ég yrði sjálfur að lesa. Þegar hún bregst svo við eru bækurnar góðar og ástæða fyrir mig að lesa líka. Ég plægði – eða hentist öllu heldur – í gegnum þessar þrjár mögnuðu frásagnir, sem eru engar smásögur heldur allar margvídda stórsögur. Og þá kom Böll upp úr kafinu og þar varð samsláttur kraftanna í mínum huga. 

Keegan segir í miðjusögunni, Langur og kvalafullur dauðdagi, frá komu og veru rithöfundar í Böll-húsinu í Achill, konu sem hafði fengið húsið lánað til að vinna við lestur og skriftir. Tilfinningum er lýst og líðan í aðstæðum, rými, umhverfi og tengslum við náttúrukrafta, m.a.s. hænu og ref sem og Chekov.

Claire Keegan skrifar af  næmni um yfirgang, ofbeldi og illsku í ýmsum myndum í sögum sínum. Þessar þrjár sögur í nýju bókinni eru rosalegar. Og í Böll-hús-sögunni verður rithöfundurinn fyrir aðsókn þýsks háskólamanns og síðan ofbeldi hans. Hann smættar konuna, veður yfir mörk hennar, msinotar gæsku hennar, gerir lítið úr getu hennar og yfirskyggir fegurð húss, sögu og svæðis með heift sinni og einsýnni veraldarsýn. Hann er sem afturganga nazismans eða birtingur nútíma fasisma og MAGA? Er hann tákn um komandi ofbeldi í túlkun Claire Keegan? Ég held að svo sé – tákn um vaxandi illsku. Allt í einu kom Böll-húsið til mín og með allt öðrum hætti en ég átti von á.

Verum á verði gagnvart illskunni – hvaðan sem hún kemur. Og lesum Seint og um síðir. Böll fékk Nóbelinn og ég held að Claire Keegan sé á biðlista þar líka. En aðalmálið er að lifa vel, iðja og biðja af hjarta: „ … frelsa oss frá illu.“ 

THE HOUSE OF HEINRICH BÖLL AND CLAIRE KEEGAN
I tried to imagine the house that Heinrich Böll and his family had at their disposal in Ireland after World War II. In the summer of 1974 I drove with my friends from Oslo, through all of Germany, to Austria, Italy and Switzerland. Then we departed and I crossed the German border and went to Staufen, a small town not far from Freiburg . There I was in a Goethe Institut with people from all over the world learning German. I remember vividly the interesting group of South-Koreans who wanted to understand German history and culture. They thought they could learn from the Germans how to cope with the division of their own nation. The Italians had fun, the Japanese were industrious and Ireland’s ambassador to Germany was the most industrious in his studies. I was interested in getting to know German  literature. I knew it would help me learn German and I bought and read Heinrich Böll’s Irisches Tagebuch – the Irish diary. I did use a dictionary, took notes, repeated the words and learned bits and pieces of the language but I was fascinated by Böll and talked to the ambassador fondly about Ireland and Böll’s description. He was diplomatically impressed. 

What was Böll’s house like in the Cooagh-village on Achill? Was he forced to flee war-torn Germany? I knew that Böll had been drafted into the German army, but also that he disliked Hitler and Nazism and had to come to terms with the reasons, context and content of war and violence. Wo warst du Adam is also memorable book on evil and it’s concrete manifestations. Böll’s books come to mind now when authoritarian forces are advancing and Western and American democracy is being weighed down. They are meditations and reflections that soothed a troubled refugee from the horrors of war and being calmed in the culture of wonderful people on the Atlantic coast of Ireland.

I was thrilled by the author Claire Keegan when I read her books Small Things Like These and Foster. Last summer, my son Jón Kristján and I, went to Dublin. We entered a bookstore in the city-center and I did ask the bookseller who was the best author in Ireland right now. She replied with a smile and without hesitation: „It’s Claire Keegan. She’s fantastic.“ Then the Icelandic publisher Bjartur recently published Helga Soffía Einarsdóttir’s fine translation of three of Keegan’s short-stories with the title Seint og um síðir. A friend came to our house and gave the book to my wife. So when she was done reading, she refrained from describing or explaining the content of the stories. With a blink in her eyes she said I had to read them myself. I did. They are amazing stories, not short stories at all but multi-dimensional giants with immense power. Two of them told from the perspective of women and one from the perspective of a cheap guy. 

And then Heinrich Böll reappeared and in my mind and there was a fusion of forces. In the second story of the three, The Long and Agonizing Death, Keegan tells of the arrival and dwelling of a writer in the Böll-cottage in Achill, a woman who had borrowed the house to write and read. Keegan writes about the feelings of the hero in approaching the cottage, entering it, being there, the space, surroundings and relationships with natural forces, a hen and a fox included, as well as with a Chekov-story – all of this is described.

Claire Keegan is a master in writing about aggression, violence and evil and their appearances and disclosure in various forms. In the Böll-cottage-story, the resident writer is exposed to the visit of a German academician and then to his violence. He belittles the woman, the writer, oversteps her boundaries, abuses her goodness, belittles her abilities and overshadows the beauty of the house and the region with his fury and one-sided view of the world. He is like a ghost or sign of the rebirth of fascism – Nazism? Is he a symbol of the onslaught of violence? I think Claire Keegan interpretates latent and growing evil. 

All of a sudden, the Böll-cottage came to me and in a completely different way from what I expected. Reading Böll and Keegan we are urged to be alert – be on guard against evil – wherever it comes from and in whatever form or people. Let’s read slowly and attentively. Böll got the Nobel-price and I think Claire Keegan is on the waiting-room for it too.