Hjálp!

Ég var að lesa bók um göngu ungrar konu á Jakobsveginum á Spáni. Bókin heitir Vegur vindsins og höfundur hennar er Ása Marin. Sagan greip mig strax og hélt mér föngnum. Þetta er skáldsaga um unga, íslenska konu. Hún fékk þær hræðilegu fréttir að hún væri með krabbameinvarp í brjósti. Hörmungarfréttin varð til að hún lagði upp í göngu á Jakobsveginum við norðurströnd Spánar – til að vinna með áfallið, með sjokkið, meinið innra. Hún vildi ganga með sjálfri sér áður en hún segði öðrum frá  – kærastanum, foreldrum og fjölskyldu – að hún væri að fara í uppskurð. Sagan er sögð af hispurslausri einlægni og stíllinn er teprulaus. Vegur vindsins er vel skrifuð saga um hvernig vinna megi með áfall og breyta sjúkdómsferli í bataferli.

Íhugunargöngur eru komnar í tísku og Jakobsvegurinn heillar. Pílagrímagöngur eru tákngöngur og við erum öll pílagrímar í veröldinni. Við örkum æviveginn, stuttan eða langan. Og við veljum sjálf hvernig við lifum, hvort við erum þolendur eða öxlum ábyrgð, hvort það er gaman hjá okkur eða hvort við nöldrum okkur í gegnum lífið? Á göngu og í lífinu mætum við sjálfum okkur og glímum við líkamlegar takmarkanir, veikindi og átök. Á göngu og í lífi skella á okkur öldur tilfinninga. Ef við verðum undir öldunni er hætt við að við skröpum botninn. En við getum valið hinn kostinn að mæta öldunum, stinga okkur í gegnum þær og vinna visku úr flóðinu.

Á göngu og í lífi opnast dýptir hinna stóru spurninga. Af hverju lifi ég? Hver eru gildi mín, hvernig vil ég bregðast við samferðafólki – og misskemmtilegu? Hvaðan kem ég og hvert stefni ég? Hvað á ég að gera með stóru spurninguna – um Guð? Trúi ég? Og ef ég vil trúa – hverju get ég trúað svo sátt verði í hjarta en líka skynsemi hugans? Stríð milli trúar og vísinda er tilganslaust og skaddar báðar systurnar, trú og skynsemi.

Ása Marin skrifar listilega um leit einstaklingsins að djúpri sátt í Vegi vindsins. Bókin tjáir skýrt vanda nútímamannsins gagnvart trú. Fólk þolir ekki skinhelgi en leitar samt hins heilaga. Fólk vill ekki úrelta lífsafstöðu en þráir að undur lífsins sé dýpra og stærra en krónur, klink og hlutir. Krabbinn í sögunni er tákn um kreppu karla og kvenna samtímans. Við erum á leið lífsins en með æxli hið innra, í leit að lækningu. Hvernig getum við fengið lausn vandans? Hvað er heilagt og hvernig kemur það okkur við?

Sá blindi

Þá snúum við okkur að Bartíemeusi blinda, sem sat við veginn til Jeríkó. Hann er íhugunarefni dagsins. Karlinn var í vanda. Á Jesútíma var fjörlegt helgihald í Jeríkó og fjöldi presta starfaði þar. Þetta var trúarlegur höfuðstaður og því eðlilegt að Jesús kæmi þar við á Jersúsalemgöngu sinni.

Ég hef einu sinni komið til Jeríkó, sem er í dalnum við Jórdaná. Dagur var að kvöldi kominn og yfir fjöllunum í vestri, yfir Jerúsalem, skáru stórkostlegir sólstafir dökka skýkjabakka. Litadýrðin og ljósdrama var meira en ég hef séð í öðru samhengi.

Bartímeus sat þarna en aldrei varð hann orðið vitni að sjónarspili sólstafa. Aldrei hafði hann heldur séð hina dásamlegu liti þríburablómsins, Bougainvillea, sem teygir sig um alla veggi borgarinnar. Hann hafði bara upplifað ljósaganginn innan í sér og þrá sína um lausn úr myrkri prísundinni. En svo var þessi lækningamaður Jesú kominn í bæinn.

Ertu Bartímeus?

Saga um blindan mann sem leitar lækningar er skiljanleg. En nafn mannsins er hins vegar dularfullt. Við vitum að að fyrri hlutinn – bar – þýðir einfaldlega sonur. Nafnið Bartímeus merkir því sonur Tímeusar og Bartímeus er því ekki eiginlegt skírnarnafn. Við vitum ekki hvað blindi maðurinn hét – hann var bara kunnur af viðurnefni. Kannski var hann nafnlaus og virðingarlaus neðst í metastiga samfélgsins og aðeins þekktur af samhengi sínu. Flestar biblíusögur eru á mörgum plönum og það er áhugavert að ein merking orðins Tímeus er skítur, óhreinindi, drulla. Ef það er merkingin eru skilaboðin að hann væri barn óhreinleikans. Í djúpum skít. Blindur maður fastur í drullu. Og þá er hann orðinn tákn. Ef menn samþykkja að við séum ekki fullkominn er Bartímeus tákn um alla. Við erum öll Barímeus.  

Lifa vel

Bartímeus vissi að enginn myndi beina athygli Jesú að honum, nafnlausum drulludela. Hann var staðráðinn í að láta ekki hjálpina fara hjá án þess að ná sambandi. Bartímeus æpti og lét sig engu varða þótt fólk reyndi að þagga niður í honum. Hann vildi ná athygli Jesú. Þegar Jesús spurði hvað hann vildi stóð ekki á svarinu: “…að ég fái aftur sjón.” Svo féll dómurinn, “…far þú, trú þín hefur bjargað þér.” Sjónin kom og líka viljinn til að lifa vel.

Hjálp

Bartímeus æpti: “…miskunna þú mér.” Þetta er ein frægasta bæn kristninnar. Hún er beðin í öllum öllum messum hér í Hallgrímskirkju. Kyrie eleison, Drottinn miskunna þú mér. Kristur miskunna þú mér. Við Íslendingar erum ekki ein um að þessa bæn heldur hljómar hún í flestum messum heimsins. Allir kórar, sem syngja einhver kirkjuleg stórverk læra að syngja Kyrie eleison, Drottinn, miskunna þú mér.

Þegar okkur líður illa sprettur þessi sama bæn upp í djúpi sálarinnar. Þegar við æðum á spítala með börnin okkar fárveik er það þessi gerð bænar sem flengist fram. Líka þegar við lendum í ástarsorg, missum ástvin í dauðann – þegar við erum að sökkva í myrkur, veikindi, drullu heimsins þá æpum við hið innra: Hjálp. Og það er þessi hjálparbeiðni sálarinnar sem er inntakslega hið sama og bænin: Drottinn, miskunna þú mér. Kyrie eleison.

Bæn og ósk

Þegar Elísa gekk Jakobsveginn var hún með krabbamein í líkama sínum. Henni fannst hún vera sokkin í drulluna. Hún var Bartímeus og æpti á hjálp, vonaði að hún fengi raunverulegan bata, þráði stuðning að ofan þó hún væri ekki guðstrúar.

Hún sagði frá því að þegar hún var lítil hefði hún ekki beðið til Guðs en hún hefði hins vegar kunnað að óska sér. Þegar hún handsamaði fiðrildi notaði hún þá óskasstund til að nefna það sem hana langaði í. Þegar hún fann fjögurra blaða smára óskaði hún sér líka. Og þegar hún taldi sig vera undir regnboganum var tími óskanna. Þegar hún henti pening í gjá á Þingvöllum þá var tími til að óska líka – þar er óskabrunnur.

Elísa gerði sér grein fyrir mun á ósk og bæn og segir á einum stað: „Ég kann ekki að biðja en ég kann að óska mér.“ Og það er munur á bæn og óskum. Við óskum okkur hluta, upplifana, að vera á einhverjum draumastað og að komast í einhverjar aðstæður. Óskir okkar eru eitthvað sem við okkur langar í. En bæn er ekki röð af óskum. Bæn varðar hið stóra og mikla, – það sem varðar líf og hamingju. Barnið óskar sér en lífið biður. Bartímeus var ekki með óskalista einhverra smámála sem hann gæti hugsað sér. Mál hans var mál lífsins. Hann bað frá dýpsta grunni sálar, huga og líkama. Hjálp – gefðu mér von, ljós og breytingu.

Bæn varðar alltaf líf og biður um líf. Bæn er ekki ósk um eitthvað yfirborðslegt, smæðarlegt og sjálfhverft. Elísa bað um að fá að vera laus við sorann og Bartimeus bað um sjón – svo hann gæti losnað úr skítnum.

Hjálpin nærri

Sagan um Bartímeus er saga um okkur öll. Og göngusaga Elísu á Jakobsveginum er heillandi saga sem getur opnað fyrir okkur möguleika í lífinu. Hver verður með sjálfum sér lengst að fara. Ertu að sökkva í skítinn? Herja veikindi á þig? Líða ástvinir þínir? Þú mátt kalla á hjálp. Jesús er við eldhúsborð og rúmstokka – líka hér í Þingholtunum – er nærri þér í angist þinni og við hlið þér á Landspítalanum. Jesús Kristur heyrir þegar fólk æpir og kemur. Við ákveðum sjálf hvort við viljum að lífið sé skítt eða lífið sé bataferli. Á okkar valdi er hvernig við lifum og göngum. En Jesús er besti samferðamaðurinn – dregur okkur upp úr soranum og gefur sjón.

Kyrie eleison. Kristur hjálpa þú. Drottinn – miskunna þú.

Amen.

Prédikun í Hallgrímskirkju, annan sunnudag í föstu, 12. mars, 2017.

Textaröð: B

Lexía: 2Mós 33.12-13
Móse sagði við Drottin: „Þú sagðir við mig: Leiddu þetta fólk upp eftir. En þú hefur ekki sagt mér hvern þú ætlar að senda með mér. Samt sagðir þú sjálfur: Ég þekki þig með nafni og þú hefur fundið náð fyrir augum mínum. Hafi ég nú fundið náð fyrir augum þínum skýrðu mér þá frá vegum þínum svo að ég megi þekkja þig og hljóta náð fyrir augum þínum. Minnstu þess að þetta fólk er þjóð þín.“

Pistill: Heb 5.7-10
Á dögum jarðvistar sinnar bar Jesús með sárum andvörpum og tárum bænir fram fyrir þann sem megnaði að frelsa hann frá dauða og hann var bænheyrður sakir trúar sinnar. Þótt hann væri sonur Guðs lærði hann að hlýða með því að þjást. Þegar hann hafði fullnað allt varð hann öllum, sem honum fylgja, sá sem gefur eilíft hjálpræði, af Guði nefndur æðsti prestur að hætti Melkísedeks.

Guðspjall: Mrk 10.46-52
Þeir komu til Jeríkó. Og þegar Jesús fór út úr borginni ásamt lærisveinum sínum og miklum mannfjölda sat þar við veginn Bartímeus, sonur Tímeusar, blindur beiningamaður. Þegar hann heyrði að þar færi Jesús frá Nasaret tók hann að hrópa: „Sonur Davíðs, Jesús, miskunna þú mér!“ Margir höstuðu á hann að hann þegði en hann hrópaði því meir: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ Jesús nam staðar og sagði: „Kallið á hann.“ Þeir kalla á blinda manninn og segja við hann: „Vertu hughraustur, statt upp, hann kallar á þig.“ Blindi maðurinn kastaði frá sér yfirhöfn sinni, spratt á fætur og kom til Jesú. Jesús spurði hann: „Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?“ Blindi maðurinn svaraði honum: „Rabbúní, að ég fái aftur sjón.“ Jesús sagði við hann: „Far þú, trú þín hefur bjargað þér.“ Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á ferðinni.

 

Kobbi krókur og réttarríkið

Þegar Guðný selur Karli húsið sitt er gerður um söluna samningur um kaupverð, afhendingartíma og hvernig greiðslu skuli háttað. Svo fær kaupandinn eignina og ber að greiða á tilsettum tíma. En hvað gerist ef Karl kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé bara búinn að borga nóg og vilji ekki að borga meira? Ef hugdettan er ekki í samræmi við samninginn verður Guðnýju væntanlega ekki skemmt. Samningar eru samningar og við þá verður að standa hvað svo sem fólki finnst einhverjum árum eftir að samningar eru gerðir. Ef ekki er staðið við samninga þarf að endursemja eða leiða vanefndir til lykta fyrir dómstólum. Við viljum flest að eignaréttur haldi og réttarríki blómstri.

Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkið segi upp gildum samingi við þjóðkirkjuna. Risastórt eignasafn hennar var endanlega afhent ríkinu árið 1997. Ríkið tók við þessum eignum og samdi við þjóðkirkjuna um endurgjald fyrir og þeir samningar eru lagalega fullgildir. En nú finnst Pírötum að búið sé að borga nóg og ríkið eigi bara að hætta að borga. Rifta eigi samningnum en ríkið eigi samt að halda eignunum. Ef dæmið af Guðnýju og Karli er notað leggja þeir til að Karl hætti að borga Guðnýju af því honum finnist hann vera búinn að borga nóg. Með málflutningi sínum leggja Píratar til að farnar verði aðrar leiðir en gert er ráð fyrir í réttarríki. Þeim finnst að ríkið eigi að hætta að borga en halda samt “húsinu.” Í hvaða stöðu er kirkjan sett? Hún framseldi ríkinu eignirnar til að kosta laun prestanna. Greiðsla ríkisins er ekki ríkisframlag heldur endurgjald vegna kaupa á eignum þjóðkirkjunnar. Samningur um verð gildir óháð duttlungum eða síðari tíma tilfinningum.

Samningur ríkisins og þjóðkirkjunnar var gerður með fullri meðvitund og heilindum af beggja hálfu. Enginn skyldi kasta rýrð á samningamennina. Það var vissulega erfitt að meta verðgildi eignanna en sátt var um matið. Allt eignasafnið var góður hluti jarðeigna í landinu og eignirnar voru og eru verðmiklar. Hvernig á að meta eign Garðakirkju nú, þ.e. landið undir öllum Garðabæ? Hvernig á að meta land undir öllum húsum í Borgarnesi, land Borgarkirkju? Hvernig metum við verðmæti Þingvalla – þó ekki sé nema kristalstært vatnið í Þingvallahrauni? Síðan má meta kirkjujarðir um allt land út frá veiðitekjum, náttúrugæðum ýmis konar, virkjana- og ferðaþjónustumöguleikum.

Tillaga Pírata varðar að samningur réttarríkisins gildi ekki gagnvart kirkjunni. En það er mikilvægt að ríki og þjóðkirkja tali saman um um þessar eignir og afgjald. Ef meirihluti þjóðar og þings vill rifta þessum samingi þarf að ræða um hvernig það verði gert. Samingurinn varðar ekki aðskilnað ríkis og kirkju. Þjóðkirkjan er frjáls og að mestu óháð ríkinu og ríkið vill hafa sem minnst afskipti af henni. Svo fremi sem hún er ekki hlunnfarin getur þjóðkirkjan séð um eign rekstur með greiðslum sem henni ber skv. samningum við ríkisvaldið – eða með því að ríkið skili eignunum eða verðmæti þeirra til kirkjunnar að nýju.

Þessi pistill birtist í Fréttablaðinu 10. mars, 2017.

+ Inga Bjarnason Cleaver – minningarorð

Það var eftirminnilegt að koma inn á heimili Ingu og Baldurs. Mér varð starsýnt á myndir, púða og öll handarverkin. Heimili Ingu var litríkt og fegrað með því sem hún hafði farið höndum um og skapað af listfengi. Stór og smá myndverk hennar prýða veggi. Og þegar lotið er að og grannt skoðað má sjá vandvirkni hinnar nálhögu Ingu, hve fallega hún vann myndirnar. Púðarnir eru fjölbreytilegir, ekki aðeins flottir krosssaums-púðar, sessur og stólbök, heldur einnig glæsilegar flatsaumsmyndir sem gleðja vegna góðrar formskynjunar, litagleði og húmors saumakonunnar. Svo þegar búið er að dást að öllu hinu sýnilega er hægt að fara inn í skápana. Þeir eru fullir af saumaskap hennar. Vinnuherbergið hennar og loftið geyma djásnin einnig. Inga var listamaður í höndum. Dýrmæti hennar lofa meistarann og nú skilur hún allt eftir í vörslu fjölskyldunnar sem fær að njóta með margvíslegum hætti þolinmæði og getu Ingu. Þetta eru tilfinningamunir sem miðla minningum.

Öllum er eitthvað sérstakt eða einstakt gefið. Líf Ingu var fjölbreytilegt eins og vinir og fjölskyldan veit. Fyrir trúarlega þenkjandi minnir Inga á skaparann sem aldrei hættir að þræða, hugsa form, velja saman liti, prufa ný mynstur, kanna möguleika og flétta það saman sem getur orðið til að skapa fjölbreytileika, ríkulega og unaðslega útkomu. Ástarsaga Biblíunnar byrjar strax á fyrstu versum Biblíunnar. Guðdómurinn er sem í mynd saumakonu sem áætlar form, tekur til efni, skipuleggur, leggur ljós að og svo hefst listgjörningur og úr verður líf, heimur, umhverfi og lifandi fólk sem fær frelsi í vöggugjöf og getu til að elska. Og síðan er hin mikla trúarsaga kristninnar og heimsins sögð á öllum blöðum Ritningarinnar þaðan í frá. Sú saga verður hvað fegurst uppteiknuð í lífi Jesú Krists sem sótti alltaf í veröld fegurðar, litríkis, mikilla sagna og drama lífsins. Ástarsaga Biblíunnar á sér síðan afleggjara í lífi manna. Sköpungleði Guðs átti sér litríka útgáfu í lífi Ingu Bjarnason Cleaver. Líf hennar má verða til að efla þig til lífs og skapandi gjörnings í þágu hamingju og fegurðar.

Ætt og uppruni

Inga fæddist þann 14. mars árið 1936. Móðir hennar var Guðrún Magnúsdóttir frá Bergstöðum við horn Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis. Og Bergstaðastræti er kennt við þann bæ. Guðrún var komin af Reykvíkingum, sem lögðu grunn að vaxandi þorpi, bæ og borg. Guðrún hafði atvinnu af afgreiðslu- og skrifstofustörfum. Hún fæddist 7. mars árið 1910 – og Inga er því jarðsungin á fæðingardegi Guðrúnar, móður hennar.

Faðir Ingu var Hákon Bjarnason sem var einn ötulasti frumkvöðull skógræktar á Íslandi í áratugi. Hann var sonur Ágústs H. Bjarnasonar prófessors og Sigríðar Jónsdóttur Ólafssonar ritstjóra og alþingismanns. Áhrif þessa fólks á þjóðina voru mikil og lifðu eftir að þau hurfu af sjónarsviði.

Guðrún og Hákon, foreldrar Ingu, nutu bæði menntunar í Danmörk. Guðrún lærði á Suhrs Höjskole sem var ætlað að efla gúrmetíska getu nemenda sinna. Guðrún hafði góða getu til að taka við og hafði alla tíð mikla sveiflu.

Og Hákon nam ræktunarfræðin í Landbúnaðarháskólanum. Ekki fer sögum af neinum samgangi þeirra í Höfn en þau urðu náin um miðjan fjórða áratuginn, gengu í hjónaband og Inga kom í heiminn árið 1936. Hákon var á fullu í ræktunarstörfum en sambandið trosnaði í litlu fjölskyldunni og að því kom að Hákon sagði skilið við konu sína og dótturina Ingu, sem þá var þriggja ára. Inga eignaðist síðar hálfsystkini, samfeðra, og þau eru Laufey, Ágúst, Björg, og Jón Hákon.

Eftir skilnaðinn flutti Guðrún aftur í foreldrahús, sem var þá á Skólavörðustíg 16. Svo kom ástin að nýju í líf Guðrúnar. Edward Brewster Cleaver hafði komið til Íslands með bandaríska hernum og hóf síðar störf fyrir bandaríska sendiráðið. Hann þurfti fyrir hönd þjóðar sinnar að fara reglulega á skrifstofu ríkisféhirðis og gat ekki annað en tekið eftir hinni skemmtilegu og fallegu Guðrúnu sem þar starfaði. Hún sá glæsimennið og þau tóku saman og gengu í hjónaband árið1944. Inga eignaðist í Edward natinn stjúpa sem gekk henni algerlega í föðurstað og var henni alla tíð náinn, vandaður og góður.

Þegar heimstyrkjöldinni lauk flutti litla fjölskyldan til Bandaríkjanna. Þau sigldu til Boston, fóru svo til Washington, voru um tíma í Joplin í Missouri og þar á eftir í Edmonton í Kanada þar sem Edward var ræðismaður. Inga sótti skóla á þessum stöðum, varð fullkomlega tvítyngd og lærði ameríska menningu og skildi lifnaðarhætti og hugsunarhátt vestan hafs.

Ísland seiddi og Eddie fékk vinnu við sendiráðið í Reykjavík. Þau Guðrún og Inga komu til baka upp úr 1950 og bjuggu fyrst á Keflavíkurflugvelli. Á þeim tíma tók Inga bíl í bæinn á hverjum degi og sótti Gaggó vest. Svo fluttu þau til Reykjavíkur og fengu íbúð við Hringbrautina. Þegar Inga hafði lokið skólagöngu fór hún að vinna í utanríkisráðuneytinu og kom við sögu í ýmsum deildum ráðuneytisins. Átján ára fór hún til New York og starfaði hjá sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir störfin ytra kom Inga svo til starfa heima og hélt áfram að þjóna utanríkisráðuneytinu sem þá var að hluta til húsa í stjórnaráðshúsinu við Lækjartorg. Hún starfaði við hlið kollega í forsætisráðuneytinu og einnig starfsfólks embættis forseta Íslands. Og margt af þessu fólki varð kunningar og vinir hennar ævilangt. Inga vann að margvíslegum verkefnum á starfsferlinum, kom sér hvarvetna vel, naut virðingar og var treyst í vinnu.

Baldur, hjúskapur og börnin

Svo var það ástin. Baldur Berndsen Maríusson var jafnaldri Ingu og bjó líka við Hringbraut á unglingsárum eins og hún. Hann heillaðist af þessari fallegu og ævintýralegu stúlku sem kom eins og dís með heimsmenninguna frá Ameríku. Hann var alla ævi stefnufastur og rásfastur og í skólaferð upp í Borgarfjörð settist hann við hlið Ingu, notaði ferðina svo vel að þau urðu par. Hreðavatnsferðirnar hafa löngum kveikt ástina og kynnt undir. Þau Inga og Baldur fóru saman í bíó, dönsuðu mikið og voru flott par. Þau voru trúlofuð í fimm ár, voru ekkert að flýta sér í hjúskap “enda dekruð heima” sagði Inga. Þau byrjuðu búskap í íbúð niður við Ægissíðu. Neskirkjuprestur gifti þau við altarið hér í kirkjunni á fimmtudagsmorgni 31. júlí árið 1958. Sambandið dafnaði og var til allrar framtíðar. Inga var drottningin hans Baldurs alla tíð. Hjúskapur þeirra var farsæll.

Magnús Bjarni fæddist þeim Ingu og Baldri í febrúar 1961. Hann er landfræðingur, einnig menntaður í hagvísindum og starfar sem ráðgjafi. Guðrún Edda kom í heiminn í maí árið 1966. Hún er menntuð í hannyrðum og er einnig master í fullorðinsfræðum og starfar í sinni grein við fræðslustörf hjá Reykjavíkurborg.  Sigríður Erla fæddist í nóvember 1967. Hún er menntuð í listasafnafræðum og ljósmyndun. Hún býr í Boston og starfar sem miðill. Börn Magnúsar eru Baldur Karl og Elín Inga. Dóttir Guðrúnar er Edda Sólveig.

Inga og Baldur voru hagvön í Ameríku og höfðu áhuga á að vera vestra saman um tíma. Þegar Magnús var fæddur tóku þau sig upp og fóru til New York árið 1962. Baldur varð þá stöðvarstjóri Loftleiða vestra. Þetta voru uppgangstímar og gaman að lifa. Svo komu þau til baka með New York-lífið í blóðinu. Stelpurnar fæddust og Inga fór til starfa að nýju í utanríkisráðuneytinu sem varð hennar starfsvettvangur upp frá því. Hún lauk farsælum starfsferli sem deildarstjóri árið 2006.

Hvernig var Inga?

Hvernig manstu Ingu? Leyfðu þér að kalla fram mynd hennar í huga þinn. Hvað kemur fyrst upp í huga? Manstu eigindir hennar? Manstu hve þrautseig hún var? Jafnlynd, umburðarlynd og jákvæð. Hún þurfti snemma að glíma við breytingar, sviftingar, flutninga, litríka mömmu og fjölbreytileika manns sem þjónaði bandaríska heimsveldinu, ekki bara á einum stað heldur mörgum. Og svo var Baldur á ferð og flugi í þjónustu Loftleiða og því fjarri heimili. Inga varð því að sjá um heimilið og treysta sjálfri sér. Það var henni blessun að hún var í nábýli við móður og stjúpa sem bjuggu í sama húsi. Inga og börnin gátu því notið þeirra í daglega lífinu. Manstu hve ákveðin Inga var í að koma börnum sínum til náms og manns? Hún vildi að börnin hennar gætu valið og notið sín í lífinu og gerði sitt til þess.

Manstu hve amerísk Inga var? Hún hafði engan áhuga á þorramat og sótti fremur í amerískan kjúkling en sviðasultu og ekki verra ef Coke var  með kjúllanum. Og Inga kippti frekar frosnu grænmeti úr frystinum en að opna Oradósir. Þegar kakkarnir á Tómasarhaganum og Grímsstaðaholtinu komu í afmæli til barna Ingu gátu þau átt von á marsmellows, Baby Ruth butterfingers og öðru amerísku nammi. Svo voru bílar heimilisins gjarnan amerískir. Baldur deildi skoðunum með Ingu sinni og tók tillit til litasmekks hennar. Hann seldi bláa kaggan sem hann kom með frá Ameríku af því henni líkaði ekki liturinn.

Manstu dýravininn Ingu, hún átti hunda í bernsku og hélt hún hund til hinsta dags.

Svo saumaði hún. Fötin á börnin og svo var allur útsaumurinn. Efnin voru góð og þræðirnir ekta. Inga var ekta í öllu, hún vildi bómull, ull eða silki, en alls ekki gerviefni.

Inga var mikil ferðakona. Hún var ekki aðeins hagvön í Ameríku. Hún var – eins og hennar fólk – tengd Kaupmannahöfn og Danmörk. Henni fannst mjög gaman að vera við Eyrarsund. Hún ferðaðist um alla Evrópu og Baldur hafði gaman af akstri og vílaði ekki fyrir sér langkeyrslur – bæði í Evrópu og Ameríku. Og svo ferðuðust þau til Asíu og Inga vildi að börnin hennar fengju að ferðast einnig með þeim og sjá heiminn. Inga var heimsborgari.

Eilífðin

Nú er hún farin. Hún er farin inn í veröld hins mikla hönnuðar, með mörgum víddum og veröldum. „Í húsi föður míns eru margar vistarverur“ sagði Jesús. Þar er gaman að vera. Inga er farin inn í heim þar sem Baldur tekur á móti henni, fagnandi og hún hittir fyrir móður sína og fólkið sem hún elskaði. Pfaff-saumavélin hennar er þögnuð, nálarnar eru fallnar. Hún saumar ekki fleiri púða eða myndir – nú tekur hún þátt í saumaskap himinsins. Þessi veröld er skemmtileg en hin himneska þó toppurinn.

Guð geymi Ingu Bjarnason Cleaver.

Og Guð geymi þig í tíma og eilífð.

Amen.

Minningarorð flutt í Neskirkju 7. mars, 2017. Kistulagning kl. 11 sama dag, þ.e. 7. mars. Bálför, jarðsett í Fossvogskirkjugarði. Erfidrykkja eftir athöfn í safnaðarheimili Neskirkju.

Porvoo – bænir

Um allan heim er beðið fyrir fólki, lífi, náttúru, kirkjum. Um allan heim er beðið fyrir kirkjunum í kirknasambandinu sem kennt er við Porvoo. Í júní minna fyrirbiðjendur Guð á íslensku kirkjuna og leiðtoga hennar. Hér að neðan er fyrirbænalisti Porvoo-sambandins fyrir árið 2017. Gerið svo vel að nota hann!

Porvoo – Prayer Diary 2017

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

The Calendar may be freely copied or emailed for wider circulation.

JANUARY

1/1

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Mark Sowerby, Bishop Richard Jackson

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen

8/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Richard Chartres, Bishop Adrian Newman, Bishop Graham Tomlin, Bishop Pete Broadbent, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe

Church of Norway: Diocese of Nidaros/ New see and Trondheim, Presiding Bishop Helga Haugland Byfuglien, Bishop Tor Singsaas

15/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Oulu, Bishop Samuel Salmi

Church of Norway: Diocese of Soer-Hålogaland (Bodoe), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John Stroyan.

22/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo

Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Chris Edmondson, Bishop Mark Davies

29/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop David Urquhart, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Lise-Lotte Rebel

FEBRUARY

5/2

Church in Wales: Diocese of Bangor, Bishop Andrew John

Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

12/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Graham Usher

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Solveig Fiske

19/2

Church of Ireland: Diocese of Limerick and Killaloe, Bishop Kenneth Kearon

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Peter Fischer-Moeller

26/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John Holbrook

Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey 

MARCH

5/3

Church of England: Diocese of Canterbury, Archbishop Justin Welby, Bishop Trevor Willmott

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop Harold Miller

12/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Stephen Cottrell, Bishop John Wraw, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi

19/3

Evangelical Lutheran Church in Latvia: Archbishop Janis Vanags, Bishop Einars Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Mark Ipgrave, Bishop Mark Rylands, Bishop Geoff Annas, Bishop Clive Gregory

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy

26/3

Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Michael Burrows

Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Bishop David Thomson

APRIL 

2/4

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop Richard Clarke

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt

9/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Antje Jackelén, Bishop Ragnar Persenius

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Archbishop Barry Morgan, Bishop David Wilbourne

16/4

Church of England: Diocese of Derby, Bishop Alastair Redfern, Bishop Jan McFarlane

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Henning Toft Bro

23/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Geoffrey Pearson, Bishop Philip North

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Nigel Peyton,

The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Martin Lind

30/4

Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Per Eckerdal

Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Gregor Duncan

MAY

7/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Richard Cheetham, Bishop Jonathan Clark, vacancy

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug

14/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

21/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Jo Wells

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

28/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop Nicholas McKinnel, Bishop Sarah Mullally

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

JUNE

4/6

Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Frith, Bishop Alistair Magowan,

The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

11/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Valur Ingolfsson, Bishop Solveig Lara Gudmundsdottir

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

18/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Kevin Pearson

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop Alan Abernethy

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Steen Skovsgaard

25/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid

Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Sven-Bernhard Fast

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov-Jakobsen

JULY

2/7

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Christopher Lowson, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Lappo, Bishop Simo Peura

9/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Michael Beasley

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Martin Modéus

16/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Christine Hardman, Bishop Mark Tanner

Church of Norway: Diocese of Moere (Molde), Bishop Ingeborg Midttoemme

23/7

Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds (formerly called the Diocese of West Yorkshire and the Dales), Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop James Bell, Bishop Toby Howarth, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Paul Slater

30/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis

Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Kenneth Good

AUGUST

6/8

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Michael Hill, Bishop Lee Rayfield

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Irja Askola

13/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Christopher Foster

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Eva Brunne

20/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Samuel Ferran

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

27/8

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Espoo, Bishop Tapio Luoma

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

SEPTEMBER

3/9

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Turku, Archbishop Kari Mäkinen, Bishop Kaarlo Kalliala

Church of England: Diocese of York, Archbishop John Sentamu, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Alison White, Bishop Glyn Webster

10/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Nicholas Holtam, Bishop Edward Condry, Bishop Karen Gorham

 Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

17/9

Church of Ireland: Diocese of Tuam, Killala and Achonry, Bishop Patrick Rooke

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Peter Hancock, Bishop Ruth Worsley

24/9

Church of England: Diocese of Sheffield, vacancy, Bishop Peter Burrows

Church of England: Diocese of Sodor and Man, Bishop Robert Paterson

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Sofie Petersen

OCTOBER

1/10

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Bishop John Davies

Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow

 8/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop Paul Bayes, Bishop Richard Blackburn

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Richard Pain

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

15/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop Tim Thornton, Bishop Chris Goldsmith

Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Per Arne Dahl

Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman

22/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus

Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Andrew Proud, Bishop Colin Fletcher, Bishop Alan Wilson

29/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Robert Freeman

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Ivar Braut

NOVEMBER

5/11

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Timothy Dakin, Bishop David Williams, Bishop Jonathan Frost

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

12/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham James, Bishop Alan Winton, Bishop Jonathan Meyrick

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Hans Stiglund

19/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Einar Soone, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets, Bishop Andres Taul,

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop James Langstaff, vacancy

26/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

 Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Robert Gillies

DECEMBER

3/12

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop David Chillingworth (Primus)

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Björn Vikström

10/12

Church of England: Diocese of Chester, Bishop Peter Forster, Bishop Keith Sinclair, Bishop Libby Lane

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen

17/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Tony Porter

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Atle Sommerfeldt

24/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Ole Christian Kvarme

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Bishop Mark Bryant

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray Ross and Caithness, Bishop Mark Strange

Nauðgun og sáttargerð

Hvað merkir friður? Hvað þýða gömul orð eins og fyrirgefning, réttlæting, iðrun og náð? Þau eru stór og fangvíð. En skiljast þau og tengjast þau lífi þínu og lífi fólks almennt? Hafa þau tapað merkingu af því trúfræðin er roskin og úr takti? Hvað þýðir sáttargerð? Er það orð úr upphafinni himnesku sem ekki tengist tilfinningum fólks, reynslu og þrá? Sáttargerð hefur verið orðuð og iðkuð í kristninni í tvö þúsund ár, miðlað því sem Guð gerir og maðurinn einnig.

Í gærmorgun vaknaði ég snemma. Þrátt fyrir stórviðrin opnaði ég tölvuna í kyrru sofandi heimilis og fór að horfa á og hlusta á TED-fyrirlestur Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem barst um netheima heimsins í fyrradag og vakti gríðarlega athygli. Þau kynntust árið 1996 þegar Tom var skiptinemi á Íslandi. Hann var átján og hún sextán. Eftir skólaball nauðgaði Tom Þórdísi Elvu. Þau gerðu ekki atburðinn upp á þeim tíma. Hann hélt sína leið til Ástralíu og hún var eftir með sársauka og óuppgerða reynslu. En hún vann með sinn innri mann og eftir mörg ár ákvað Þórdís Elva að senda nauðgaranum bréf. Hún vissi ekki hverju hún ætti von á og vissi ekki hvort hann gæti iðrast. En hann svaraði bréfi hennar og viðurkenndi afbrot sitt. Þau ákváðu að hittast í Höfðaborg í Suður Afríku – miðja vegu milli Íslands og Átsralíu. Í heila viku töluðu þau saman – um sársauka, líðan, hlutverk og unnu úr.

Í Ted-fyrirlestrinum segja þau bæði frá glæpnum, úrvinnslunni og samhenginu. Hún skilaði skömminni, hann gekkst við brotinu og þau tengja við hvað við getum gert til að bregðast við ofbeldi. Þetta er átakanlegur en hrífandi fyrirlestur um hrylling sem ekki á að líða heldur vinna gegn og vinna úr.

Hefði Þórdís Elva bara átt að tala við góða sálfræðing, ná sér í vodkaflösku og detta ærlega í það – eins og hún spurði í fyrirlestrinum? Hefði málið kannski klárast þannig? Nei. Hefði hún verið bættari að hefna sín á honum? Gæti og vildi hún fyrirgefa honum ef hann játaði brotið? Hún sendi bréf, hann gekk í sjálfan sig. Þau skrifðust á í átta ár, greindu flækju glæps, tilfinninga og ferils. Og saman opnuðu þau þessa sögu á TED í fyrradag – 7. febrúar 2017. Þau sögðu blóðríka sögu sem lyktaði með fyrirgefningu og sáttargerð. Og gáfu út bók um glæp og úrvinnslu – Handan fyrirgefningar. Þetta er einstakt mál, einlægnin mikil og hugrekkið stórkostlegt.

Um hvað eru stóru orðin í Biblíunni? Þau eru alltaf um raunverulegt líf. Allir menn verða fyrir einhverjum áföllum. Fólk gerir illt og á fólki er brotið. En hvernig á og er best að vinna úr? Hvernig getum við – eða eigum við – að bregðast við orðum og gerðum fólks sem níðist á okkur? Að vera manneskja varðar að læra að gangast við gerðum sínum. Að vera manneskja varðar að vinna úr áföllum og hrottaskap. Þegar best lætur nær fólk að feta sig upp stiga þroskans og miðla viskunni. Þórdís Elva og Tom náðu að tala saman um hið liðna og opna dýptir sálar og segja okkur hinum. Þau urðu náðarrík í samskiptum við hvort annað af því þau gengust við reynslu sinni og vildu opinbera hið illa. Þau náðu sáttargerð og eru í sólarlandinu handan fyrirgefningar.

Þegar brot hefur verið framið þarf að hreinsa sár, gera upp og gera gott að nýju. Það eru þættir í ofursögu kristninnar. Guð tók af skarið, hafði samband, lét sig varða uppgjörið, elskaði, var tilbúinn að ræða málið í þaula, við alla og gera upp. Tilreiknaði ekki syndir heitir það á máli Biblíunnar. Hitti gerandann og gaf honum nýjan möguleika. Og persóna sáttargerðar í kristninni er Jesús Kristur sem alltaf bendir að baki hefnd og harðneskju til betri niðurstöðu sem elskan stýrir.

Tom og Þórdís Elva hafa sýnt okkur heillandi þráð í kærleiksfesti heims og himins. Saga um glæp varð saga um líf. Þolandi og gerandi leystu hrylling úr fjötrum þöggunar og ofbeldis. Langur föstudagur upplýstist á páskadegi sáttargerðar. Lífið er sterkari en dauðinn. Sáttargerð og fyrirgefning eru ekki úrelt, frekar en hin stóru orðin. Og Guð ekki heldur.

Íhugun í kyrrðarstund Hallgrímskirkju 9. febrúar 2017.

Meðfylgjandi mynd er verk Kristínar Gunnlaugsdóttur og í eigu Hallgrímskirkju.