Greinasafn fyrir flokkinn: Útfararræður

Ég birti margar útfararræður mínar en þó ekki allar – og sumar með hljóðskrá. Nálgast má minningarorð á sigurdurarni.annall.is.

Baldur Berndsen Maríusson – Minningarorð

Baldur B MaríussonBaldur bjó við Tómasarhagann síðustu áratugi. Á góðviðrisdögum var gott að ganga eða hjóla Tómasarhagann og hitta Baldur. Hann var oft úti við og gladdi okkur vegfarendur með kátlegum athugasemdum. Svo var hann alltaf til í að ræða málin, fara yfir stöðu KR, frammistöðu ríkisstjórnarinnar, sumarbústaðamál í Grafningi, heimspólitíkina – nú eða kirkjumálin. Við gátum meira að segja staðsett KR í kristninni. Lesa áfram Baldur Berndsen Maríusson – Minningarorð

Valborg Sigurðardóttir – Minningarorð

 

 

 

 

 

 

 

 

Valborg setti upp stúdentshúfuna sína í vorbirtunni árið 1941. Hún var dúx í MR. Annar stúent fékk reyndar sömu einkunn og hún og þau voru hæst yfir landið. Dúxar eru dýrmæti. Einkunn á blaði var Valborgu ekki aðeins staðfesting um getu hennar, heldur skipti miklu máli varðandi framhaldið. Lesa áfram Valborg Sigurðardóttir – Minningarorð

Inga Sigurjónsdóttir 1929 – 2012

Inga var sumarbarn, eiginlega sumargjöf og svo dó hún inn í haustið. Lífið er að láni og svo skilum við af okkur og hverfum inn í eilífðina. Hvernig er það?

Sunnudagurinn síðasti er gjarnan kallaður páskadagur á hausti. Við þekkjum jú páskana, dag lífsins, dag upprisunnar, dag vonar og gleði. En páskar eru á vorin þegar vetri lýkur og lífið vaknar að nýju. En páskadagur á hausti? Af hverju? Þann dag er lesið hið merkilega guðspjall um konu, son hennar og lausnarann. Lesa áfram Inga Sigurjónsdóttir 1929 – 2012